Héraðsdómur Reykjaness Dómur 23. júní 2022 Mál nr. S - 2126/2021 : Ákæruvaldið ( Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Magnús i Ingiberg i Jóhanness yni ( Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 16. júní sl., er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 26. október 202 1 á hendur Magnúsi Ingibergi Jóhannessyni, kt. 000000 - 0000 , , Vogum. Málið var þingfest 15. desember 2021 en síðan frestað þar til dómur gekk í máli ákærða í Landsrétti 20. maí sl. Málið er höfðað á hendur ákærða fyrir eftirtalin umferðar - , fíkniefna og hegningarlagabrot með því að hafa: 1. Sunnudaginn 8. nóvember 2020, ekið bifreiðinni án skráningarmerkja og án þess að hafa lögboðin ökuljós tendruð, sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 90 ng/ml og metamfetamín 595 ng/ml) um Engjaveg í Reykjavík, við Glæsibæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (M. ). Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 34. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., 1. mgr. 72. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 2. Miðvikudaginn 18. nóvember 2020, ekið bifreiðinni gegn einstefnu, sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 1100 ng/ml og metamfetamín 1100 ng/ml) og notað farsíma án handfrjáls búnaðar á meðan akstrinum stóð um Borgartún í Reykjavík, við Landsbankann, þar sem lögregla hafði afskipti af 2 ákærða og haft í vörslum sínum 7,43 g af metamfetamíni sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða. (M. ). Telst háttsemi þessi va rða við 3. mgr. 7. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 57. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkn iefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 3. Miðvikudaginn 6. janúar 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 3 40 ng/ml og metamfetamín 930 ng/ml) og án þess að hafa notað öryggisbelti á meðan akstrinum stóð um Höfðabakka í Reykjavík, við Bæjarháls, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (M. ). Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Föstudaginn 8. janúar 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 105 ng/ml og metamfetamín 690 ng/ml) um í Reykjavík, við hús nr. , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (M. ). Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Miðvikudaginn 3. febrúar 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 220 ng/m l og metamfetamín 380 ng/ml) um Helluhraun í Hafnarfirði, við söluturninn Jolla, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. (M. ). Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 3 6. Miðvikudaginn 10. febrúar 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 45 ng/ml og metamfetamín 475 ng/ml) um Hverfisgötu í Reykjavík, þar sem lö gregla stöðvaði aksturinn. (M. ). Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 7. Mánudaginn 22. febrúar 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjó rna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 90 ng/ml og metamfetamín 730 ng/ml) um Fjarðarhraun í Hafnarfirði, við Stakkahraun, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og á sama tíma haft í vörslum sínum 0,29 g af metamfe tamíni sem lögregla fann við öryggisleit í bifreiðinni. (M. ). Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 8. Miðvikudaginn 24. febrúar 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 70 ng/ml og metamfetamín 985 ng/ml) um Sæbraut í Reykjavík, við Sólfarið, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. (M. ). Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 9. Miðvikudaginn 3. mars 2021, ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa ávana - og fíknief na (í blóðsýni mældist amfetamín 155 ng/ml og metamfetamín 1000 ng/ml) um Hólshraun í Hafnarfirði, 4 við bifreiðarstæði ÓB við Fjarðarkaup, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og á sama tíma haft í vörslum sínum 2,15 g af amfetamíni, 0,91 g af maríhúana, 2,2 7 g af metamfetamíni, sem lögregla fann við öryggisleit í bifreiðinni. (M. ). Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkn iefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmd ur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til a ð sæta sviptingu ökuréttar skv. 3. mgr. 99. gr. og 101 gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku 2,15 g af amfetamíni, 0,91 g af maríhúana og 9,99 g af metamfetamíni sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerða r nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Það skal tekið fram að ekki er um hegningarlagabrot að ræða eins og segir í upphafi ákærunnar heldur umferðarlaga - og fíkniefnabrot. Verjandi ákærða krefst þess að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsing ar sem lög frekast heimila og þá krefst verjandinn málsvarnarlauna samkvæmt tímaskýrslu. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. M álið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða h afði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlag a. Samkvæmt sakavottorði ákærða var honum ekki gerð refsing í janúar 2022 fyrir eignaspjöll en um var að ræða hegningarauka við dóm héraðsdóms en í því máli féll síðan dómur í Landsrétti 20. maí 2022. Þar var ákærði dæmdur í 14 mánaða skilorðsbundið fang elsi og sviptur ökurétti í fimm ár frá 15. mars 2021 m.a. fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, hylmingu og peningaþvætti. Brot ákærða eru réttilega heimfærð til 5 refsiákvæða í ákæru en þau voru öll framin áður en hann hlaut dóminn í maí sl. og því er um hegningarauka að ræða, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hefðu brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, verið dæmd með í dóminum í maí sl. verður að telja að honum hefði ekki, þrátt fyrir það, verið gerð frekari refsing en honum var gerð þá. Með vísan til þess verður ákærða ekki gerð sérstök refsing í máli þessu hvorki í formi refsivistar né hvað varðar sviptingu ökuréttar. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 2,15 grömmum af amfetamíni, 0,91 grammi af maríhúana og 9,99 grömmum af me tamfetamíni, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar l ögmanns, sem teljast hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu verjandans 558.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað 879.193 krónur. Af h álfu ákæruvaldsins sótti málið Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð a , Magnúsi Ingibergi Jóhannessyni, er ekki gerð sérstök refsing í máli þessu. Ákærði sæti upptöku til ríkissj óðs á 2,15 grömmum af amfetamíni, 0,91 grammi af maríhúana og 9,99 grömmum af metamfetamíni. Ákærð i greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 558.000 krónur og annan sakarkostnað 879.193 krónur. In gi Tryggvason