1 D Ó M U R 10 . júní 202 2 Mál nr. E - 34 /20 21 : Stefn endur : Sólveig Björnsdóttir og Ólafur Einarsson ( Bragi Dór Hafþórsson lögmaður) Stefnd i : Green Garage ehf. ( Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður) Dómar ar : Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari Hjalti Sigmundsson , byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari 2 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 10 . júní 202 2 í máli nr. E - 34 /20 21 : Sólveig Björnsdóttir og Ólafur Einarsson ( Bragi Dór Hafþórsson lögmaður ) gegn Green Garage ehf. ( Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður) 1. Mál þetta, sem dómtekið var 17 . maí sl. , var höfðað þann 6 . janúar 2021 . Stefn endur eru Sólveig Björnsdóttir og Ólafur Einarsson , Reynigrund 28, Akranesi. Stefndi er Green Garage ehf., Stórakrika 38, Mosfellsbæ. 2. Dómkröfur stefn enda eru að stefnd a verði gert að greiða stefn endum 3.249.000 krónur, með vöxtum skv . 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. maí 2019 til 17. desember 2020 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu l a ga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar. 3. Dómkr öfur stefnda eru að hann ve rði sýknaður af dómkröfum stefnenda auk málskostnaðar. Yfirlit málavaxta og ágreiningsefna 4. Í apríl 2019 átti stefnandi Ólafur í samskiptum við fyrirsvarsmann stefn d a, Búa Ingvar Erlingsson múrarameistara, vegna fyrirhugaðra verkframkvæmda í húsi stefnenda að Reynigrund 28 á Akranesi . Í kjölfar fyrirspurnar stefnenda sendi fyrirsvarsmaður stefnd a stefnanda Ólafi sms - skilaboð þann 17. apríl 2019 um að flotun kost að i 6.300 kr. hver fermet ri og flísalög n 11.000 kr. hver fermet ri . Í kjölfarið svaraði stefnandi Ólafur með sms - Fyrirsvarsmaður stefn da hefur lagt fram læknisvottorð um að hann hafi í febrúar 2019 fengið blóðtappa í heila og verið óvinnufær á þessum tíma en vottorðin ná til 17. desember 2020 . 5. Í framhaldi samskiptanna tók stefnd i að sér að flota gólfin á hluta hússins að Reynigrund 28 en félagið RJD ehf. lagði síðan flísar eftir flotun stefnda. St efnendur höfðu þegar fest kaup á flísunum sem lagðar voru á gólfin. Af sms - samskiptum aðila að dæma var verkið unnið í vikunni 22 . 26. apríl 2019. Mánudaginn 22. apríl 2019 sendi stefnandi Sólveig sms - skilaboð til fyrirsvarsmanns stefnda og spurði hvenær fúgupoki þyrfti að vera kominn á staðinn og svaraði fyrirsvarsmaður stefnda því að pokinn yrði að vera kominn næ sta dag. 3 Miðvikudaginn 24. apríl 2019 sendi stefnandi Sólveig aftur sms - skilaboð á fyrirsvarsmann stefnda og spurði hvenær ganga mætti á flísunum og hvort aðrir iðnaðarmenn, einkum rafvirki, mætt u ganga á gólfinu. Í þe ssum samskiptum tók fyrirsvarsmaður stefnda fram að f lísar yrðu fúgaðar á fimmtudagsmorg ni , þ.e. 25. apríl, og tiltók að eftir það mælti hann ekki með að far ið væri inn á flísarnar fyrr en á föstudagsmorgni, þ.e. 26. apríl. Þann dag kl. 10.16 sendi stefnandi S ólveig sátt við fráganginn. Kondu [sic] og skoðaðu . 6. Stefndi gaf út reikning nr. 296 vegna flotunar á gólfi á Reynigrund 28 . Reikningurinn var útgefinn 29. apríl 2019, með eindaga þann 2. maí 2019 og að fjárhæð samtals 497.700 kr. Þann 14. maí 2019 var stefn endum send innheimtuviðv ö run vegna kröfunnar og þann 2. júlí 2019 var sent innheimtubréf. Þegar stefnendur greiddu ekki reikninginn höfð aði stefndi dóms mál á hendur stefnanda Sólveigu sem hlaut númerið nr. E - 7353/2019 . Fyrirtækið RJD ehf. , sem sá um þann hluta verksins í húsi stefnenda sem laut að flísalögn, höfðaði á sama tíma einnig mál á hendur stefn anda Sólveigu , nr. E - 7354/2019 , vegna ógreidds reiknings þess félags sem var nr. 46, útgef i nn 13. maí 2019 að fjárhæð 869.000 kr . 7. Í maí 2019 óskuðu aðilar sameiginlega eftir mati Örvars Ingólfssonar á faglegum vinnubrögðum við flotunina og flísalögnina . Var matsgerðin síðan send stefnanda Ólafi og fyrirsvarsmanni stefn d a. Gerði stefndi þá þær athugasemdir að matsþolar ættu að vera tveir, þ.e. stefndi vegna flotunar og RJD ehf. vegna flísalagnar. Stefnandi Ólafur mótmælti þá aðkomu RJD ehf. og tiltók að hann hefði einungis verið í samskiptum við stefnd a , sem hefði m.a. gefið upp verð bæði í flotunina og flísalögnina. Niðurstaða matsgerðar Örvars Ingólfssonar var að flotun væri viðunandi og ekki utan faglegra vinnubragða en að hægt hefði verið að gera betur á gangi svefnálmu. Hins ve gar hefði flísalögn ekki verið faglega unnin þar sem víða mætti sjá mistök við lagningu gólfflísa sem bæði hefð u mislandast og væri fúgun þeirra ábótavant . Þá hefði flísalögnin ekki verið samsíða útvegg. 8. Í kjölfar matsins sendi stefnandi Ólafur stefnda tvívegis tölvupóst þar sem óskað var eftir viðræðum um sættir málsins. Engin svör frá stefnda liggja fyrir. Lögmaður stefn enda sendi s tefnda bréf 18. júní 2019 þar sem skorað var á stefnda að bæta úr göllum á veittri þjónustu og taka reikninga úr innheimt u á meðan úrbætur hefðu ekki farið fram. L ögmaður stefnda svaraði bréfinu 2. júlí og boðaði lögfræðiinnheimtu kröfunnar vegna flotunarinnar og benti á að flísalögn hefði verið framkvæmd af öðru félagi en tiltók að flísar sem stefn endur hefðu útvegað hefðu verið ónothæfar. Þá hefði verið gengið á flísunum nýlögðum, bæði meðan flísalögnin var blaut og einnig áður en límið hafði tekið sig að fullu. 9. Undir rekstri ofangreindra mála nr. E - 7353/2019 og E - 7354/2019 öfluðu stefnendur mats dómkvadds matsmanns, Jóns Ágústs Péturssonar byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara. Lagðar voru fyrir matsmann matsspurningar í þremur liðum. Í fyrsta lagi hvort þjónustan við flotun á gólfi hefði verið fullnægjandi , fagleg og í samræmi við eðlileg vinnubrögð á viðkomandi svi ði. Í öðru lagi hvort þjónustan við flísalögn eða fúgun á flísum hefði verið fullnægjandi , fagleg og í samræmi við eðlileg vinnubrögð á 4 viðkomandi sviði og að auki hvort skörun flísa væri 20/40 eins og óskað hefði verið eftir. Í þriðja lagi hvort frágangur á verki við flotun, flísalögn eða fúgun hefði verið fullnægjandi , faglegur og í samræmi við eðlileg vinnubrögð á viðkomandi sviði. Í öllum matsliðum var matsmaður að auki beðinn álits á því hverju h efð i verið ábótavant , til hvaða aðgerða þ y rfti að grípa til að framkvæmdin teldist fullnægjandi og hver væri kostnaður við nauðsynlegar úrbætur. 10. Niðurstaða matsmanns um flotun gólfsins var að hún hefði ekki verið fagleg og ekki í samræmi við byggingarreglugerð eða eðlileg vinnubrögð. Til að bæta úr þyrfti að fjarlægja flísar, slípa niður lím og kolla og flota allt gólfið að nýju þar sem mishæðir næ ðu enda á milli frá útvegg í eldhúsi inn í stofu og í enda gangs. Kostnaðarmat þessa matsþáttar næmi samtals 1.253.000 kr. Niðurstaða matsmanns um flísalögn eða fúgun á flísum var að hún hefði ekki verið fullnægjandi eða fagleg eða í samræmi við eðlileg vi nnubrögð. Skörun flísa væri óregluleg en ekki 20/40 en matsmaður gat ekki greint að flísar væru óeðlilega bognar. Til að bæta úr þyrfti að fjarlægja flísar, slípa niður lím, leggja nýjar flísar og fúga að nýju. Kostnaðarmat þessa matsþáttar, þ.e. utan þess sem þegar var metið í matsliðnum um flotun, næmi samtals 1.996.000 kr. Matsmaður taldi umfang þrifa og eftir atvikum viðgerða á veggjum eftir flotun og flísalögn ekki vera umfram það sem talist gæti eðlilegt. Var það niðurstaða matsmanns að samtals næmi k ostnaður við nauðsynlegar úrbætur 3.249.000 kr. Að fengnu matinu höfð uðu stefnendur mál þetta gegn stefnda , til greiðslu metins kostnaðar við úrbætur vegna flotun ar innar og flísalagnarinnar í fasteign sinni. 11. Í þinghaldi í mál um E - 7353/2019 og E - 7354/2019 þann 15 . mars 2021 beindi stefndi þremur skriflegum spurningum til dómkvadds matsmanns í ofangreindum málum til skýringarauka en matsgerðin liggur einnig fyrir í máli þessu . Voru spurningarnar veðst hafa staðreynt með mælingu á staðnum hafa orsakast af því að gengið var á flísunum áður en flísalím og fúga hafi náð að þorna? B: Mæling á gólfi var framkvæmd tvisvar sinnum með sitt hvoru mælitækinu. Hvor mælingin er lögð til grundvallar í matsgerð, sú fyrri eða síðari? C: Hver eru skekkjumörk þeirra mælinga sem matsmaður framkvæmdi og lagði til grundvallar Svör matsmanns lágu fyrir í maí 2021 og voru á þann veg að matsmaður hefði engin ummerki séð á fúgum um að flísar hefð u færst til eftir að fúgað var á milli þeirra og því hefðu mishæðir milli flísa verið þar þegar fúgað var. M atsmaður taldi meiri líkur á að mishæðir væru tilkomnar vegna ónákvæmni í undirlagi og vinnubragða við niðurlögn og vísaði til þess að ekki væri að sjá að flísar hefðu gengist niður í ganglínu á þröngum svæðum heldur hefðu þær , t.d. á herbergisgangi , hallast upp að miðj u gangsins og niður í átt að veggjunum. Þá taldi matsmaður að í stofu og borðstofu væru mishæðir í undirlagi flísa það miklar á stuttum köflum að erfitt væri að fá flísar sem væru 60 cm langar til að liggja í sama fleti. Matsmaður upplýsti að fyrri mæling hefði verið gerð með Spectra snúningslaser HV301 og seinni mæling með DeWalt línulaser DW089. Stuðst hefði verið við niðurstöður seinni mælingarinnar með línulaser þar sem ekki hefðu fengist ásættanlegir álestrar með snúningslasernum. Um skekkjumörk mæling a upplýsti matsmaður að skv. prufu á nákvæmni tækisins eftir leiðbeiningum framleiðanda hefði frávik verið 0,5 mm í 5 tilfelli álestrar til beggja hliða við tækið og 1 mm í tilfelli álestrar framan við tækið og væri raunnákvæmni tækisins +/ - 0,05 mm/m eða +/ - 0,5 mm á 10 m. 12. Mál þetta er rekið samhliða málum nr. E - 7354/2019 og E - 7353/2019 sem bæði varða sama verk við flotun og flísalögn á Reynigrund 28 á Akranesi með þeim hætti að þau eru rekin til innheimtu reikninga annars vegar vegna flotunar og hins vegar vegna flísalagnar. Mál þetta var höfðað gegn stefnda í kjölfar og á grundvelli ofangreindrar matsgerðar dómkvadds matsmanns . 13. Við fyrirtöku í máli nr. E - 7353/2019 þann 15. júní 20 21 voru tveir yfirmatsmenn dómkvaddir að beiðni stefnd a . Síðar féll stefndi frá beiðni um yfirmat og upplýsti um það í fyrirtöku málsins þann 16. febrúar 2022 . 14. Við upphaf aðalmeðferð ar málsins gekk dómurinn á vettvang ásamt lögmönnum og aðilum í máli þessu . Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar málsins, stefnandi Ólafur Einarsson og Búi Ingvar Erlingsson , fyrirsvarsmaður stefnanda, aðilaskýrslur. Auk þeirra gáfu skýrslur Vörður Ólafsson húsasmiður, Ólafur Ásmundsson pípulagningamaður og Örvar Ing ólfsson matsfræðingur. Þórarinn Ingi Þorsteinsson málari gaf skýrslu í gegnum síma. Þá gaf Jón Ágúst Pétursson , dómkvaddur matsmaður , skýrslu fyrir dómi. Verður vitnað til framburðar framangreindra eftir því sem þurfa þykir . Helstu málsástæður stefn e nda 15. Stefn endur byggja á því að veitt þjónusta stefnda hafi verið gölluð í skilningi laga nr. 42/2000 um þjónustukaup og meginregl na þjónustukauparéttar, skaðabótaréttar og verktakaréttar og meginregl na laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 . Stefnendur séu neytendu r í skilningi laga nr. 42/2000 um þjónustukaup og lögin gildi um viðskipti aðila, t.a.m. 4. og 9. gr . 16. Stefnendur vísa til niðurstöðu matsgerðar dómkvadds matsmanns um að verkið, bæði flotun og flísalögn, væri ófaglega unnið og ekki í samræmi við vönduð o g eðlileg vinnubrögð. Verulega hafi verið vikið frá viðmiðum sem litið sé til um slíka nákvæmnisvinnu. Vísa stefnendur til 1. tl. 9. gr., sbr. 4. gr. , laganna og benda jafnframt á 5. tl. 9. gr. um vanrækslu stefnda. Hæðarmunur flísanna sé það ójafn að á su mum stöðum sé ekki hægt að stilla upp stól án þess að hann halli st . Vísa stefnendur, eins og matsmaður, til byggingar r eglugerðar frá 2012 og RB - blaðs Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins nr. Rb(F6).001 , sem gefið var út í júní 2007. 17. Skaðabótakrafa er að auki byggð á 15. gr. laga nr. 42/2000 enda hafi stefnendur orðið fyrir tjóni vegna hinnar gölluðu þjónustu. Eigi þau rétt til skaðabóta nema stefndi sýni fram á að galli verði ekki rakinn til vanrækslu hans. Með matsgerð hafi stefnendur sannað umfang tj ónsins, 3.249.000 kr. , og að tjón þeirra verði rakið til vanrækslu stefnda. 6 18. Stefnendur byggja á íslenskum staðli nr. 30:2012 , sem sé almennir samningsskilmálar um verkframkvæmdir, einkum gr. 4.3 um gæði verks og gr. 4.3.1 um að öll vinna skuli vel og fag mannlega af hendi leyst og að öll vinna sem krefj i st fagþekkingar skuli unnin af þar til menntuðum mönnum. Einnig vísa stefnendur til gr. 4.5 um ábyrgð verktaka á verki. Stefndi geti ekki krafist þess nú að bæta úr verkinu enda hafi honum verið boðið það á fyrri stigum en stefndi hafnað slíkum boðum og kosið að höfða mál á hendur stefnanda Sólveigu. 19. Um aðild stefnda byggja stefnendur á því að samningssamband hafi komist á milli aðila þegar stefnandi Ólafur hafi samþykkt tilboð fyrirsvarsmanns stefnda sem b arst með sms - skeyti 17. apríl 2019. Ekkert samningssamband hafi verið milli stefnenda og RJD ehf. og stefnendur ekki vitað af aðkomu þess fél a gs fyrr en með tölvupósti stefnda 23. maí 2019. Stefnda hefði borið að upplýsa stefnendur um það hefði hann haft h ug á að ráða aðra til verksins. Verði því að telja starfsmenn RJD ehf. undirverktaka stefnda á verkinu og beri stefndi ábyrgð á vinnubrögðum RJD ehf. en ekki stefnendur. 20. Krafa stefnenda er byggð á niðurstöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns og sundurliðast með eftirfarandi hætti: Matsliður 1 sundurliðist þannig að efni, tæki og vinna við að brjóta upp og fjarlægja flísar nemi 341.000 kr. Kostnaður við að farga flísum nemi 30.000 kr. S lípun á lími o g hæstu kollum nemi 199.000 kr. Kostnaður við flotun nemi 578.000 kr. og undirbúning ur o . fl. nemi 105.000 kr. Eða samtals 1.253.000 kr. Matsliður 2 sundurliðist með þeim hætti að kostnaður við efni, tæki og vinna við flísalögn nemi 1.996.000 kr. Samtals ne mi matsliður 1 og 2 3.249.000 kr. , sem sé stefnufjárhæð máls þessa. Helstu málsástæður stefnd a 21. Stefnd i krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda. Hann hafi tekið fram að hann gæti ekki flísalagt sjálfur og engir slíkir fagmenn hafi verið á lausu hjá hans fyrirtæki. Verðin sem hann hafi sent stefnandanum Ólafi hafi ekki verið send fyrir hönd stefnda heldur með kveðju frá fyrirsvarsmanni stefnda, Búa I. Erlingssyni, persónulega. Stefnandi Ólafur hafi síðan samþykkt í kjölfarið verðtilboð frá Búa persónulega vitandi um ónýtt heilsufar hans á þessum tíma. Búi hafi ekki lofað stefnanda Ólafi öðru en því að hann skyldi útvega verktaka í flotun gólfa og flísalagningu. Niðurstaðan í skjóli þessa samningssambands hafi orðið sú að verktakafyrirtækið Green Garage ehf. , stefndi, hafi tekið að sér að flota gólfin og verktakafyrirtækið RJD ehf. , í eigu Rimas Deltuvas, hafi tekið að sér að leggja flísar. 22. Í húsi stefnenda hafi verið að störfum Ólafur pípulagningamaður, Völundur smiður, Sigurður málari og ónefndur rafvirki . Ágangur annarra iðnaðarmanna hafi verið slíkur að Rimas og starfsmenn RJD ehf. hafi þurft að taka upp flísar sem h ö fðu skekkst við átroðning annarra iðnaðarmanna og leggja þær aftur á verktímanum en stefnendur h afi á verktímanum kvartað vegna flísa sem hefðu skekkst. 7 23. Sms - skilaboð frá 24. apríl 2019 sanni að stefnendur hafi þrýst á um að komast inn í húsið, einkum að rafvirki gæti farið inn á flísarnar en þá var Rimas enn að leggja þær. Búi, fyrirsvarsmaður stefnda , hafi ekki mælt með því að stefnendur eða iðnaðarmenn færu inn á flísarnar. Í sms - skilaboðum 24. apríl 2019 hafi annað stefnenda spurt hvenær mætti ganga á flísunum og hvort smiður og rafvirki gætu unnið á föstudegi. Svar Búa, fyrirsvarsmanns stefnda, haf i verið á þá leið að fúgað yrði næsta dag, þ.e. fimmtudaginn 25. apríl , en í lagi væri að fara varlega á föstudeginum. Þá hafi stefnandi spurt hvort þrífa mætti á föstudeginum 26. apríl og síðar sama dag hvenær byrjað yrði að fú g a milli flísa á fimmtudegin um 25. apríl , en á þeim degi þ yrfti rafvirkinn að klára að ganga frá rafmagni í enda borðstofu. 24. Vinnu Rimasar og starfsmanna RJD ehf. hafi seinkað, m.a. vegna ónæðis frá öðrum iðnaðarmönnum og vegna þess að taka hafi þurft upp a.m.k. níu nýlagðar flísar sem aðrir hefðu skekkt. Þá hafi einnig þurft að taka upp flísar sem hafi verið bognar og snúnar en þær hafi verið notaðar í skurð við veggenda. Hafi flísarnar ekki verið búnar að taka sig þegar rafvirki hafi fimmtudaginn 25. apríl farið að klára rafmagnsfrágang í borðstofu. Þegar smiður, rafvirki og málari hafi komið á föstudagsmorgni þann 26. apríl til vinnu hafi vinna við flísalögn enn verið yfirstandandi en verktími RJD ehf. hafi verið frá mánudeginum 22. apríl 2019 til og með föstudeginu m 26. apríl 2019. Rimas hafi ekki getað lokið við flísalögnina þar sem leki hafi verið við útvegg í kver k fyrir aftan bílskúrsvegg. 25. Sms - skilaboð stefnenda til Búa sýni að iðnaðarmenn í húsi stefnenda, á þeirra vegum, hafi verið að störfum á verktíma RJD ehf. Að auki hafi börn stefnenda verið flutt inn á neðri hæð hússins áður en RJD ehf. byrjaði flísalögnina og sé innange n gt á milli hæða. Þá hafi stefnendur beðið um að flísalögn myndi endurspegla sem best loftaklæðningu en aldrei minnst á að flísarnar sky ldu skerast í nákvæmu sentimetramáli. Skörun flísanna sé í samræmi við það sem beðið hafi verið um. Ekki hafi verið kíttað meðfram vegg þar sem stefnendur hafi ekki útvegað kítti til verksins. 26. Stefndi telji matsgerðina haldna verulegum ágöllum og verði hún ekki lögð til grundvallar í málinu. Stefndi hafi bókað um að margir hefðu verið að vinna á flísalagningartíma en matsgerð taki ekki mið af því að flísar hafi skekkst við það að gengið hafi verið of snemma á þeim eftir lögnina. Mælingar matsmanns hafi v erið ónákvæmar, hann vanbúinn tækjum og mælingaraðferð ekki gefið örugga niðurstöðu. Seinni mælingin hafi ekki verið gallalaus og háð því að mælistiku sem geisla var beint að væri haldið beinni. Minnsti halli á stikunni hafi haft áhrif á mælinguna og sé þa ð ekki ásættanleg nálgun. Þá virðist matsmaður hafa notað fyrri mælinguna , sem talin var augljóslega röng , í niðurstöðu matsgerðarinnar. 27. Stefndi byggir á því að kröfum stefnenda sé ranglega beint gegn honum og að sýkna skuli vegna aðildarskorts , sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samningur aðila hafi takmarkast við það að Búi, fyrirsvarsmaður stefnda, hafi tekið að sér að finna færa verktaka í tvo verkþætti, að flota gólf og flísaleggja. Hvergi hafi stefnendur sett það skilyrði 8 a ð stefndi ynni báða verkþætti. Flísalögnin hafi verið unnin af RJD ehf. og beri stefnendum að beina kröfum sínum að því félagi en ekki stefnda hvað meinta galla á flísalögn varði. 28. Þá hafi vinna stefnda við flotun ekki verið haldin neinum ágalla, sbr. niðu rstöðu sérstaks matsmanns sem aðilar leituðu sameiginlega til fyrir málshöfðun. Stefndi hafi skilað stefnendum nokkuð faglegri vinnu sem ekki sé haldin ágöllum og því skorti lagalegan grundvöll fyrir dómkröfum stefnenda. 29. Stefndi verði ekki gerður ábyrgur fyrir vinnu RJD ehf. við flísalögn. Stefnendur hafi ekki leitað til stefnda um flísalögn eða flotun, heldur til Búa, fyrirsvarsmanns stefnda, persónulega , til að finna tvo verktaka í aðskildu verkþættina tvo. Verðin sem stefnendur hafi fengið uppgefin hafi ekki verið send fyrir hönd stefnda heldur með pers ó nulegri kveðju Búa. RJD ehf. hafi ekki verið undir verkstjórn Búa eða stefnda heldur Rimas ar Deltuvas sem hafi stýrt lagningu flísanna í einu og öllu. Stefndi verði ekki gerður ábyrgur vegna verka Rimasar eða starfsmanna RJD ehf. þar sem nauðsynlegt vinnuréttarlegt samband hafi ekki verið fyrir hendi. Stefndi hafi hvorki unnið flísalögnina né samið sérstaklega um að taka það að sér. 30. Verði stefndi talinn bera ábyrgð á vinnu Rimasar Deltuvas og RJD ehf. þá byggir sýknukrafa stefnda á því að vinnu við flísalögnina hafi ekki verið áfátt. Verði sannað að frávik hafi verið í flísalögninni umfram það sem eðlilegt megi teljast sé orsök þeirra sú að stefnendur og aðrir verktakar á þeirra vegum hafi gengið á flís unum áður en flísalím og fúguefni hafði náð að þorna og hafi með því skemmt flísalögnina, sbr. sms - skilaboð milli aðila. Þá séu flísarnar ekki af bestu sort en það hafi þó fyrst og fremst valdið töfum á niðurlagningu flísanna því starfsmenn RJD ehf. hafi þ urft að máta þær í líminu og flísar sem ekki hafi verið hægt að bjarga hafi verið teknar upp aftur og notaðar í skurð við veggi. Ekki hafi verið samið um nákvæma 20/40 lögn heldur hafi átt að taka mið af legu loftaklæðningar. Um annað beri stefnendur sönnu narbyrði og jafnvel þótt slík sönnunarbyrði tækist sé ekki um fjárhagslegt tjón að ræða þó einhverju skeiki hvað varði nákvæman skurð upp á 20/40. Þá sé saknæm háttsemi ósönnuð og stefnendur beri sönnunarbyrði fyrir því að atvik séu með þeim tiltekna hætti sem þau haldi fram. Niðurstaða 31. Í máli þessu er deilt um hvort stefnd a beri að greiða stefnendum skaðabætur vegna galla í verki við flotun og flísalögn gólfa í húsi stefnenda. Deilt er um hvort stefndi hafi aðeins tekið að sér að flota gólfin eða hvort stefndi beri að auki ábyrgð á handvömm eða göllum á flísalögn sem framkvæmd var af starfsmönnum RJD ehf. Stefnendur hafa aflað dómkvadds mats þar sem niðurstaðan var að kostnaður við úrbætur vegna staðfestra ófaglegra vinnubragða við flotun og flísal ögn nemi samtals 3.249.000 kr. Samhliða máli þessu er , sem áður segir , rekið mál nr. E - 7353 /2021 , þar sem stefnd i krefst greiðslu stefnanda Sólveigar á reikningi vegna þess hluta verksins sem snýr að flotun og mál nr. E - 9 7354/2019 , þar sem RJD ehf. krefst greiðslu stefn anda Sólveigar á reikningi vegna þess hluta verksins sem snýr að flísalögn . Reikningana hefur stefnandi Sólveig neitað að greiða og ber við göllum á verki nu. 32. Ekki er sýnt fram á annað en að stefnendur hafi samið um verkið í heild, bæði flotun og flísalögn, við fyrirsvarsmann stefnda. Hann gerði þeim verðtilboð í báða verkþættina og stefnandi Ólafur samþykkti það . Fyrirsvarsmaður stefnda var einnig í samskiptum við stefn endur um undirbúning flísalagnar og á meðan á flísalögninni stóð. Í málinu hefur ekki verið sýnt fram á að stefnendur hafi átt í neinum sambærilegum samskiptum við RJD ehf., starfsmenn þess félags eða fyrirsvarsmann . Með vísan til fyrir liggjandi gagna, einkum samskipta fyrirsvarsmanns stefnda við stefnendur, verður lagt til grundvallar að stefnda hefði borið að tryggja sér sönnun þess að stefnendur væru í raun ekki að semja við stefnda heldur við annað félag, ef slíkt var raunin. Verður því lagt til grundvallar að stefnendur hafi samið við stefnda um framkvæmd verksins í heild, bæði flotun og flísalagningu. Stefndi beri þannig ábyrgð á verkinu gagnvart stefnendum og kröfum sé réttilega beint að stefnda . Í þessu sambandi hefur stefnandi Só lveig jafnframt verið sýknuð af kröfu RJD ehf. til innheimtu reiknings vegna flísalagnarinnar, í máli nr. E - 7354/2019 . 33. Í málinu liggur fyrir mat dómkvadds matsmanns um að veitt þjónusta við bæði flotun og flísal ögn í húsi stefnenda að Reynigrund 28 á Akranesi hafi verið ófagleg og ekki í samræmi við byggingarreglugerð eða eðlileg vinnubrögð. Flotun er lýst í matsgerðinni þannig að á láréttu yfirborði séu hallafrávik nokkuð umfram það sem miðað sé við í viðmiðunum Ra nnsóknarstofnun ar byggingariðnaðarins sem byggist m.a. á norskum, sænskum og breskum stöðlum . Varði hallafrávikin mislöndun og hryggi, halla á réttskeið sem og mun frá láréttu. Flísalögn er lýst í matsgerðinni þannig að mjög víða séu misbrýningar á milli f lísa. Þá sé halli á flísunum á mörgum stöðum. Víða vanti á að fúgur séu fylltar og sums staðar glitti í lím í gegnum fúgumúr. Ekki hafi verið fúgað eða kíttað utan með flísum að veggjum. Skörun flísa sé mjög óregluleg á öllum fletinum en ekki 20/40 heldur á bilinu 18 25 cm. Þá er það niðurstaða matsmanns að til að bæta úr þurfi að fjarlægja flísar, slípa niður lím og kolla og flota allt gólfið að nýju þar sem mishæðir ná i enda á milli frá útvegg í eldhúsi inn í stofu og í enda gangs. Síðan þurfi að leggja n ýjar flísar og fúga að nýju en matsmaður reiknaði ekki með að unnt væri að endurnýta flísar. Kostnaður við úrbætur nam sem áður segir samtals 3.249.000 kr. skv. matinu . 34. Fyrir dómi rakti matsmaður ítarlega hvernig mælingar hans fóru fram , að þær hefðu verið endurteknar og allar staðfest þær niðurstöður sem mat hans byggist á. Ofangreindu mati dómkvadds matsmanns hefur ekki verið hnekkt en stefndi féll frá beiðni sinni um yfirmat í mál unum sem rekin eru samhliða máli þessu . Það er mat dómsins, sem skipað ur er sérfróðum meðdómara, að niðurstaða hins dómkvadda mats verði lögð til grundvallar um að vinnubrögð við flotun og flísal ögn í umræddu húsi hafi verið gölluð og ófagleg, að nánar tilteknar úrbætur sé u nauðsynlegar og að kostnaður við þær nemi þeirri fjárhæð sem tilgreind er í matsgerðinni . Mat s gerðin er ítarleg og vönduð og rökstuðningur matsgerðar 10 fær að auki stuðning af fram lögðum, skriflegum svörum matsmanns við spurningum stefnda eftir afhendingu matsins og ítarlegum vitnisburði matsmannsins fyri r dómi. 35. Hin selda þjónusta, sem í þessu máli var flotun og flísalögn á gólfi í húsi stefndu að Reynigrund 28 á Akranesi, var haldi n slíkum galla í skilningi 9. gr. þjónustukaupalaga að nauðsynlegar úrbætur til að bæta úr gallanum eru skv. matinu tvöfalt kostnaðarsamari en nemur samanlagðri fjárhæð reikninga stefn da og RJD ehf. vegna verksins . Í þessu sambandi er einnig til þess litið að stefn endur skor uðu á stefn da að bæta úr göllum á verkinu en stefn di brást ekki við slíkum áskorunum um úrbætur á nokkurn máta. Þá er ósönnuð sú fullyrðing stefnda að iðnaðarmenn á vegum stefnenda hafi gengið á flísunum áður en ráðlegt teldist, og valdið því að þær skekktust. Er þannig sannað að stefndi hafi valdið stefnen dum tjóni vegna hinnar gölluðu þjónustu. 36. Eins og áður er getið eru tvö önnur mál rekin samhliða máli þessu þar sem stefnandi Sólveig hefur verið sýknuð af kröfum stefnda , í máli nr. E - 7353/2019, og kröfum RJD ehf. í máli nr. E - 7354/2019, um greiðslu reikninga þeirra vegna flotunar og flísalagningar. Ef fjárhæð samkvæmt fyrirliggjandi mati væri að fullu lögð til grundvallar og stefndi dæmdur til greiðslu hennar myndu stefnendur í máli þessu ver ð a betur sett en áður en í verkið var ráðist í þeim skilningi að umræddur galli og þar með tjón stefnenda sem staðreyn t er í mati dómkvadds matsmanns yrði ofbætt. Verður því að telja það eðli málsins samkvæmt eðlilega niðurstöðu að frá fjárhæð m etins kostnaðar við úrbætur verði dregin samanlögð fjárhæð upphaflegra reikninga stefnda og RJD ehf. fyrir flotun og flísalagningu . Reikningur fyrir flotun, sem krafist er greiðslu á í máli nr. E - 7353/2019 . er að fjárhæð 497.700 kr . og reikningur fyrir flísalögn, sem krafist er greiðslu á í máli nr. E - 7354/2019 , er að fjárhæð 869.000 kr. Samtala reikninganna tveggja nemur þannig 1.366.700 kr. 37. Með vísan til alls þess er að framan greinir er það niðurstaða dómsins að stefndi skuli greiða stefnendum skaðabætur sem nemi fjárhæð fyrirliggjandi matsgerðar í málinu en að til lækkunar komi fjárhæðir þeirra reikninga sem stefndi og RJD ehf. gáfu út vegna verksins. Nemur fjárhæð dæmdra skaðabóta í máli þessu þar með 1.882.300 kr. og skal sú fjárhæð, með vísan til 4 . mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, bera dráttarvexti frá þeim degi er dómsmál þetta var höfðað, 6. janúar 2021 . Á þeim degi hafði matsgerðin sem stefnendur öfluðu þegar verið lögð fram og þar með kynnt stefnda í fyrirtöku þann 17. desember 2020 í máli nr. E - 7353/2019 . 38. Eftir úrslitum málsins ber að dæma stefnd a til að greiða stefnendum málskostnað sem þykir, að teknu tilliti til virðisaukaskatts og þess að rekin eru þrjú mál samhliða , hæfilega ákveðinn 800.000 kr. 39. Af hálfu stefnenda flutti málið Bragi Dór Hafþórsson lögmaður . Af hálfu stefnda flutti málið Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður . Dóm þennan kveð ur upp Sigríður Rut Júlíusdóttir dómsformaður. Meðdómendur voru Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari og Hjalti 11 Sigmundsson , byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari. Dómsformað ur tók við meðferð málsins 1. október 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. DÓMSORÐ Stefnd i, Green Garage ehf., greiði stefnendum Sólveigu Björnsdóttur og Ólafi Einarssyni, 1.882.300 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 6 . janúar 2021 til greiðsludags. Stefn di greiði stefn endum 800.000 krónur í málskostnað. Sigríður Rut Júlíusdóttir Bergþóra Ingólfsdóttir Hjalti Sigmundsson