Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 30. mars 2022 Mál nr. S - 24/2021 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) g egn Y , (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) X , (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Z og (Jón Egilsson lögmaður) Oliver Kristjánss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Mál þetta, sem var dómtekið 4. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 5. janúar 2021 , á hendur Y , kt. , , Reykjavík, X , kt. , , , Z , kt. , , Húsavík, og Oliver Kristjánssyni, kt. , , Reykjavík, - og fíkniefnalögum, með því að hafa laugardaginn 1. ágúst 2020, verið með í sameiginlegum vörslum sínum og í söluskyni, 83,31 grömm af amfetamini, 1,35 grömm af maríhúana, 0,20 grömm af kókaíni og 1,35 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, í airbnb íbúð a að ] á Akureyri, en lögreglan fann efnin í íbúðinni eftir að ákærðu höfðu verði handtekin þar. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og f íkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efnum sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 44.196 , 44.197, 44.198 og 44.199 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 2 Ákærða Y krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda. 2 3 Ákærði X krefst aðalle ga sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda og að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 4 Ákærða Z krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hún hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda . 5 Á kærð i Oliver Kristjánsson krefst vægustu refsingar sem lög leyfa , hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda og að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Málsatvik 6 Samkvæmt gögnum lögreglu bárust lög reglu upplýsingar , þann 1. ágúst 2020, um að ákærðu Oliver og Z væru stödd á Akureyri í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Fylg t hafi skjáskot af Telegram reikningi ákærðu Z Algjörlega vangefinn gulur meth!! Beint úr beljunni verður roslega þæginlegur og hafi verið um að þau dveldu í Airbnb íbúð við ásamt fólki að nafni X og Y . 7 Lögregla hafi grennslast fyrir um hvaða íbúð væri að ræða og þar sem upplýsingarnar hafi verið metnar áreiðanlegar hafi verið afráðið að fara á staðinn og kanna hvort þetta ætti við rök að styðjast. Ákærðu hafi öll verið á staðnum er lögreglu bar að garði. Þ eim hafi verið tilkynnt að þau væru handtekin, grunuð um fíkniefnamisferli og gefi nn kostur á að framvísa fíkniefnum . Skráð er að á kærða Z hafi vísað á kannabisefni í krukku í eldshússkáp og ákærða Y á tóbaksbl andað kannabisefni í svörtu hylki í herbergi hennar og ákærða X . Ákærði X , sem hafi verið skráður leigutaki , hafi samþykkt leit í íbúðinni . Við leit hafi fund ist ætluð fíkniefni sem hafi verið tekin til rannsóknar. Skýrslur hafi verið teknar af ákærðu á vettvangi og þau látin laus að þeim loknum. Framburðir ákærðu og vitna 8 Ákærða Y kvaðst hafa farið með meðákærða X , kærasta sínum, og vinum sínum til Akureyrar að skemmta sér. Þau hafi öll komið saman norður og allan tímann verið saman í íbúðinni. Hún hafi verið með efni til eigin nota , um það bil 30 grömm af spítt i og kókaín . Þau hafi öll neytt fíkniefna nema X , sem noti ekki slík efni, hann hafi aðeins neytt áfengis. Hún hafi vitað að hin væru með einhver fíkniefni en ekki hvað eða hve mikið , hver hafi séð um sig . Þá kvaðst hún ekkert hafa vitað um auglýsinguna , ekkert um fíkniefni í blómapotti og kvað engan hafa komið til á s taðin n til að kaup a fíkniefni. 9 Ákærði X kvað þau vinina hafa komið til Ak ureyrar að djamma , öll saman í bíl . Hann hafi neytt áfengis og ekki vitað um neyslu hinna. Hann hafi vitað að meðákærða Y reykti gras en ekki annað. Honum hafi ekki verið kunnugt um fíkniefnin sem fundust í íbúðinni. 10 Ákæra Z kvað þau hafa komið norður í frí. Hún hafi verið í neyslu á þessum tíma og verið með 1,35 grömm mar ijúana og rúmlega eitt gramm af tóbaksbl önduðu . Hún hafi ekki vitað um neyslu hinna í hópnum, hún skipti sér ekki af öðrum . Hún hafi sjálf ekki notað amfetamín og ekki vitað af amfetamíni þarna . Hún kvað meðákærða Oliver vera kærasta sinn. Hann hafi ekki verið með síma meðferðis og því fengið hennar síma lánaðan. Hún hafi ekki spurt hann til hvers hann hygðist nota síma hennar. Kvaðst hún 3 hafa haft Telegram reikning vegna eigin neyslu . Oliver hafi notað þann reikning en hún enga vitneskju haft um það. 11 Ákærði Oliver kvað þau hafa haldið til í íbúðinni, enda verið s amkomutak markanir vegna covid 19 á þessum tíma. Hann kvaðst hafa tekið með sér um 40 grömm af amfetamíni og líklega verið búinn að nota um 3 grömm þegar lögreglan kom. Hann muni ekki hvar hann hafi geymt efnin. Hann hafi sett inn umrædda auglýsingu í síma meðákærðu Z þar sem hann hafi ekki verið með síma. Hún hafi ekki vitað af því og hann hafi ekki sagt henni til hvers hann hygðist nota símann. Hann kvaðst ekkert hafa selt. Aðspurður um hvort hann hafa bara vantað pening fyrir pizzu. Hann kvað tilgang þess að vera með vigt hafa verið Ákærði kvaðst ekki hafa velt fyrir sér hvort þau hin væru með fíkniefni og aðspurður hvort hann hefði séð þau neyta slíkra efna, svaraði hann: kærustu sinni, meðákærðu Z . H ún hafi ekki vitað um efnin sem hann hafði meðferðis. 12 Lögreglumaður nr. 0507 kvað upplýsingar um auglýsingu na hafa borist lögreglu að morg ni þessa dags. Lögregla hafi komist að því að fólkið væri í umræddri íbúð og hafi farið á staðinn. Hann hafi sjálfur ekki farið með og ekki hitt ákærðu. Hann kvað ekki hafa verið fylgst með umferð við húsið áður og ekki haf a verið staðfest að sala færi þar fram. 13 Lögreglumaður nr. 1937 kvað tilkynning u hafa borist um að par væri að selja fíkniefni á þessum stað . Vitnið hafi farið þangað ásamt ranns óknarlögreglu manni. Stúlka hafi komið til dyra og henni verið kynnt tilefni komu þeirra. Þeim hafi verið boðið að framvísa efnum áður en húsleit færi fram, sem þau hafi gert. Vitnið hafi ekki leitað heldur annast skráningu þess sem fannst. Meira haf i fundist en þau hafi framvís að . Þá kvaðst vitnið hafa f ylgst með skýrslutökum. Hann kvaðst minna að allir síma r hafi verið teknir, og að þau hafi öll verið með síma. Kvaðst hann ekki vita hvort símarnir voru rannsakaðir, slíkt sé í höndum rannsóknardeildar. Vitnið kvað ákærðu ekki hafa verið skilin að við skýrslutökurnar. 14 Lögreglumaður nr. H1477 kvaðst hafa farið á stað inn ásamt fleir i lögreglumönnum eftir ábendingu um mögulegt fíkniefnamisferli. Þar hafi verið tekið á móti þeim og öll viðstödd verið beðin um að setjast í stofunni. Þau hafi framvís að einhverjum fíkniefnum en að auki hafi þar fundist meira, meðal annars í frysti. Vitnið kvaðst hafa ritað leitarskýrslu. Hann kvað ástand sakborninga hafa verið þokkalegt og þau hafi ekki virst vera undir áhrifum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð sölu fíkniefna. Þá viti hann ekki hvers vegna ekki liggi ekki fyrir myndir af vettvang i. 15 Lögreglumaður nr. 0244 kvað viðstöddum hafa verið tilefni afskipt a lögreglu við komu þeirra á staðinn, og að þau væru handtekin. Tvö þeirra hafi framvís að fíkni efnum en meira fundist við leit. Vettvangsskýrslur hafi verið teknar af þeim öllum, hald verið lagt á síma og þau svo látin laus. Vitnið kvaðst ekki vita hvort símar nir hafi verið rannsakaðir í kjölfarið, hann hafi skömmu síðar farið í veikindaleyfi. Vitnið kvaðst minna að þau hafi öll verið í ágætu ástandi, annars hefðu s kýrslur ekki verið teknar . Vitnið kvað fyrstu 4 upplýsingar hafa borist klukkan 12:40 og þau verið handtekin klukkan 15:15. Aðspurður k vað hann ástæðu þess að ákærðu voru ekki skilin að fyrir skýrslutökur líklega vera þá að lögreglumenni rnir hafi ekki áttað sig á því á vettvangi hve mikið magn efna þetta var. Hann kvað ekki hafa verið sett vakt við húsið áður en farið var í aðgerðir, þær hafi byggst á tilkynningunni. Tveir aðilar hafi verið nef ndir í tilkynningunni , Oliver og Z . Niðurstaða 16 Ákærðu er gefið að sök að hafa haft 83,31 gramm af amfetamíni, 1,35 grömm af marijúana, 0,20 grömm af kókaíni og 1,35 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni í sameiginlegum vörslum í söluskyni. 17 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 8/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sek t ákærð u og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verð a þau því aðeins sakfelld að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. 18 Skýrslur v oru teknar af ákærðu öllum saman á vettvangi og var um að ræða útfyllingu á eyðublöðum fyrir vettvangsskýrslu vegna fíkniefnamisferlis . Þar kvittar ákærða Y upp á að eiga gras í eldshúsi, tóbaksblandað kannabis , spítt í ísskáp og kúlu af kókaíni . Í efnaskýrslu sem er merkt með nafni ákær ðu Y segir að um hafi verið að ræða 1,35 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, 0,20 grömm af kókaíni og 33,91 gramm af amfetamíni í ísskáp. Ákærði X kvaðst í vettvangsskýrslu ekkert kannast við efnin , engin efnaskýr sla er tengd honum og bar honum og meðákærðu Y saman um að hann neytti ekki fíkniefna . Á kærða Z kvaðst eiga kannabis í krukku inni í eldhúsi en ekki annað. Í efnaskýrslu merkt ri henni er til greint 1,35 grömm af marijúana. Í vettvangsskýrslu kvaðst ákærði O liver eiga amfetamínkúlur í stofu og sykur í skálum. Í efnaskýrslu merkt ri honum eru tilgreind ar 10 einingar af a mf etamíni, samtals 9,65 grömm, en einnig 110,12 grömm af óþekktu hvítu efni. Að auki er svo ein efnaskýrsla þar sem tilgreind eru 39,75 grömm a f amfetamíni en engin frekari grein gerð fyrir því í gögnum málsins . 19 Samkvæmt gögnum málsins voru síma r ákærðu Y og Z haldlagðir, sem og tveir símar ákærða X . Ekkert er hins vegar að finna í gögnum málsins um rannsókn á símum ákærðu. Þá var lagt hald á umbúðir og vog á náttborði í herbergi ákærðu Z og Olivers. 20 Engar myndir af vettvangi og frágangi efnanna eru í gögnum málsins og því ófært að meta hvort efnin voru öllum sjáanleg eða vel falin . Þá er skráning á afstöðu ákærðu til þeirra efna sem fundust ruglingsleg, og virðist til að mynda enginn hafa verið spurður um 39,75 grömm af amfetamíni sem fannst í stofu . Að áliti dómsins hefur ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á það að ákærðu hafi hvert um sig haft vitneskju um önnur fíkniefn i en þau hafa játað fyrir dómi að hafa haft í vörslum sínum . 21 Með vísan til játninga ákærðu Y og Z fyrir dómi , og tilgreiningu á magni efna í efnaskýrslum, v erður talið sannað að ákærða Y hafi haft í vörslum sínum 0,20 grömm af kókaíni og 33,91 gramm af amfetamíni og að ákærða Z hafi haft í sínum vörslum 1,35 grömm af marijúana og 1,35 grömm af tóbaksblönduðu kannabis efni . 5 22 Ákærði Oliver kvaðst fyrir dóminum hafa haft meðferðis um 40 gröm m af amfetamíni, og hafa verið búinn að taka um 3 grömm þar af þegar lögregla kom . Í vettvangsskýrslu kvaðst hann eiga kúlur í stofu og kemur það heim og saman við efnaskýrslu með hans nafni þar sem eru tilgreind alls 9,65 grömm af amfetamíni í tíu einingu m. Eins og að framan greinir fundust, samkvæmt efnaskýrslu, einnig 39,75 grömm af amfetamíni sem engin frekari grein e r gerð fyrir í gögnum málsins . E kki liggur skýrt fyrir hvað af efnum þeim sem fundust á vettvangi ákærði Oliver ge kkst við, fyrir dóminum, að hafa haft í sínum vörslum, en hann svaraði því þó ákveðið að hann hefði átt um 37 grömm af amfetamíni þegar lögregla kom á staðinn. Verður talið sannað á grundvelli játningarinnar að hann hafi haft 37 grömm af amfetamíni í sínum vörslum en að ákæruvald inu hafi ekki tekist að færa sönnur á vörslur umfram það . 23 Ákærði X hefur staðfastlega neitað því að hafa haft vitneskju um fíkniefnin og verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna aðkomu hans að málinu. 24 F yrir liggur framangreind auglýsing af reikningi ákærðu Z á samskiptamiðlinum Telegram . Ber henni og ákærða Oliver saman um að hann hafi sett þessa auglýsingu þar inn án hennar vitundar . Engin frekari rannsókn var gerð á því hvort sala færi þar na fram , til að mynda var hvorki fylgst með því h vort einhver umferð væri að húsinu né virðast símar ákærðu hafa verið skoðaðir þótt þeir h af i verið haldlagðir. Aðspurður um hvort hann hafi hann hafi bara vantað pening fyrir pi zzu. Þá kannaðist hann við að hafa átt vigt sem hald var lagt á og kvaðst hafa verið með hana til að taka ekki of stóran skammt. Með vísan til umræddrar auglýsingar, framburðar ákærða Olivers og meðákærðu Z , og þess að ákærði Oliver hafði umrædda vog meðfe rðis, verður talið sannað að ákærði Oliver hafi haft ásetning til að selja að minnsta kosti einhvern hluta efnanna. Ekki verður hins vegar talið að ákæruvaldinu hafi tekist að færa sönnur á að önnur ákærðu hafi átt þátt í fyrirhugaðri sölu. 25 Samkvæmt öllu framangreindu verða ákærðu Y og Z sakfelldar fyrir vörslur fíkniefna og ákærði Oliver fyrir vörslur fíkniefna í söluskyni . E kki er fallist á að þau hafi farið saman með vörslur efnanna. E r háttsemin rétt færð til refsiákvæða í ákæru. Á kærð i X verður sýknaður af kröfum ákæruvalds. Ákvörðun refsingar, annarra viðurlaga og sakarkostnaðar 26 Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur á kærða Y ekki áður sætt refsingu sem hefur áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing hennar er ákveðin 415.000 króna s ekt til ríkissjóðs. Skal 24 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms að telja. 27 Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærða Z ekki áður sætt refsingu sem hefur áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing hennar er ákveðin 62.000 króna sekt til ríkissjóðs. Skal 6 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms að telja. 6 28 Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins var á kærði Oliver , 4. júlí 2016, dæm dur í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár fyrir líkamsárás. Þann 22. mars 2017 var hann dæmdur til refsingar fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlögum. Var dómurinn frá júlí 2016 tekinn upp og dæmdur með og honum gert að sæta fangelsi í níu mánuði. Þann 22. nóvember 2017 var ákærða gert að sæta fangelsi í fimm mánuði fyrir innflutning fíkniefna til söludreifingar. Þá var hann, 20. desember 2017, dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir rán og líkamsárás. Þann 18. febrúar 2019 va r ákærða veitt reynslulausn í eitt ár, á eftirstöðvum 170 daga refsingar framangreindra dóma frá 2017. Reynslutími var því liðinn þegar ákærði framdi það brot sem hann er nú sakfelldur fyrir. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði . 29 Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 verða gerð upptæk þau efni er í dómsorði greinir. 30 Ekki er annar sakarkostnaður í málinu en málsvarnarlaun verjenda ákærðu . Er fjárhæð málsvarnarlauna verjenda ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins og tilgreind að virðisaukaskatti meðtöldum . 31 Ákærði X er sýknaður af kröfum ákæruvalds og greiðast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans því úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. 32 Ákærð u Y og Z er u, hvor um sig, sakfelld ar fyrir vörslur þeirra efna sem þær gengust fyrir dómi , sem er nánast það sama og á vettvangi , en sýknaðar af því að hafa haft vörslur umfram það og að þær hafi haft í hyggju að selja efnin. Verða málsvarnarlaun verjenda þeirra því e innig greidd úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. 33 Ákærði Oliver er sakfelldur fyrir að hafa haft vörslur efnanna í söluskyni, en þó umtalsvert minna magn en honum er gefið að sök í ákæru. Verður honum gert að greiða 2/3 hluta málsvarnarlaun a s kipaðs verjanda síns , svo sem nánar greinir í dómsorði. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærð a, Y , greiði 415.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 24 daga. Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvalds. Ákærða, Z , greiði 62.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 6 daga. Ákærði , Oliver Kristjánsson, sæti fangelsi í tvo mánuði . Gerð eru upptæk 83, 31 gramm af amfetamíni, 1,35 grömm af marijúana , 0,20 grömm af kókaíni , 1,35 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 110,12 grömm af óþekktu hvítu efni . Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu Y , Einars Odds Sigurðssonar lögmanns , 558.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 7 Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða X , Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 558.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu Z , Jóns Egilssonar lögmanns , 558.000 krónur, greiðist úr ríkis sjóði. Ákærði Oliver greiði 372.000 krónur í sakarkostnað, þ.e. 2/3 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem í heild nema 558.000 krónum.