Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 19. febrúar 2021 Mál nr. S - 2/2021 : Héraðssaksóknari ( Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Krzysztof Eugeniusz Chylinski Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 11. febrúar sl., er höfðað Krzysztof Eugeniusz Chylinski, kennitala [...] , [...] , [...] , fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að haf a laugardaginn 11. janúar 2020, á heimili ákærða að [...] , [...] , hótað lögreglumanni nr. [...] , sem var þar við skyldustörf, lífláti. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur II Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 3. febrúar sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsinga r fyrir framangreint brot . Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, skilorðsbundið eins og greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. 2 Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: , Ákærði, Krzysztof Eugeniusz Chylinski, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. Bergþóra Ingólfsdóttir