Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. júní 2021 Mál nr. S - 1250/2021 : Héraðssaksóknari (Dröfn K j ærnested aðstoðarsaksóknari) g egn Mohamed Hicham Rahmi ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð 23. júní sl., er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 1. júní 2021 á hendur ákærða Mohamed Hicham Rahmi, kt. 000000 - 0000 , , . Ákærða er gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í desember 2020, staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi á samtals 4.832,5 g af hassi, 5.087 stykkjum af Ecstasy (MDMA), 100 stykkjum af LSD og 255,84 g af metamfetamíni, hing að til lands, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, sem þrír nafngreindir aðilar fluttu í tveimur ferðum hingað til lands, eins og hér segir: 1. Laugardaginn 19. d esember 2020 f lutti A samtals 4.832,5 g af hassi, 5.087 stykki af Ecstasy (MDMA) og 100 stykki af LSD, en fíkniefnin flutti hún til landsins sem farþegi með flugi frá Amsterdam, með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð, og þaðan með flugi FI 315 til Íslands, en efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjaness nr. . 2. Sunnudaginn 20. d esember 2 020 flutti B og C samtals 255,84 g af metamfetamíni, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin fluttu þau til landsins 2 í félagi sem farþegar með flugi FI 205 frá K aupmannahöfn í Danmörku, en efnin fundust falin innvortis og í dömubindi í nærfatnaði C við komuna til Íslands, sbr. dóma Héraðsdóms Reykjaness nr. og . Telst þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákæ rði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að ákærði verði sýknaður en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá er þess krafist að allur saka rkostnaður verður lagður á ríkissjóð þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans skv. málskostnaðarreikningi. II. Málavextir: Laugardaginn 19. desember 2020 var A , sem er ríkisborgari, stöðvuð af tollvörðum í í flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu hinga ð til lands frá Stokkhólmi. Við skoðun á farangurstösku hennar fundust tveir jólapakkar með ætluðu hassi og lofttæmdar umbúðir saumaðar inn í úlpu og vaknaði grunur um að í umbúðunum væru MDMA töflur. Rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða 4.832,5 grömm af hassi, 5.087 Ecstasy töflur (MDMA) og 100 stykki af LSD. A var handtekin og flutt á lögreglustöð. Við skýrslutöku hjá lögreglu skýrði A frá því að hún hafi kynnst manni að nafni Moha Moreno , eða það heiti hann á Instagram, í Sevilla á Spáni fyrir nokk rum árum og verið í sambandi við hann síðan þá. Hann hefði haft samband við hana nokkrum vikum áður en hún kom til Íslands og spurt hvort hún vildi koma í heimsókn til hans í Amsterdam og hún mætti taka vinkonu sína með sér. A og vinkona hennar hafi síðan farið til Amsterdam og ætlunin hafi verið að fara til Íslands ásamt Moha . En hann hafi veikst og þau ákveðið að A færi ein til Íslands en vinkona hennar hafi orðið eftir í Amsterdam. Að morgni 19. d esember 2020 hafi Moha komið á hótelið sem hún var á í Amsterdam og skipt um tösku við hana og sett úlpu í töskuna sem hún hafi farið með hingað til lands og í henni hafi einnig verið jólapakkar. Hafi Moha sagt að úlpan væri fyrir vin hans á Íslandi. Moha hafi 3 síðan ekið A út á flugvöll og innritað töskuna fyrir A en hún hafi ekki vitað að það væru fíkniefni í töskunni. A vissi ekki hvar hún átti að gista á Íslandi en vinur eða frændi Moha hafi átt að sækja hana út á flugvöll. Sunnudaginn 20. desember stöðvaði tollgæsla í flug stöð Leifs Eiríkssonar B og C við komu hingað til lands frá Kaupmannahöfn. En grunur var um að þau tengdust A og voru þau handtekin og flutt á lögreglustöð. Við líkamsleit á C fundust ætluð fíkniefni í nærbuxum hennar og hún framvísaði smokk, einnig með æt luðum fíkniefnum, sem hún tók úr leggöngum sínum. Rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða 255,84 grömm af metamfetamíni. C sagði að hún hefði verið neydd af B til að flytja fíkniefnin hingað til lands en þau hefðu kynnst á Facebook um mánuði áður en þau komu Íslands. Þau hafi ferðast saman frá Spáni til Kaupmannahafnar þar sem B hafi undirbúið flutning fíkniefnanna hingað til lands. B hafi þvingað C til að flyt ja fíkniefnin til Íslands en ef hún myndi ekki gera það myndi hann meiða barnið hennar. Móðir B hafi ætlað að sækja þau á flugvöllinn en hann hafi ætlað að hitta E eða F hér á landi. C fullyrti að ákærði og B stunduðu innflutning á fíkniefnum til Íslands. En ákærði hafi greitt allan kostnað við ferð C og hingað til lands en B hafi pantað flugmiða og gistingu. B sagðist hafa búið í fjögur ár á Íslandi en C væri kærasta hans. Hann kvaðst hafa flutt fíkniefnin hingað til lands og átt að fá fyrir það 3.000 e vrur. Maður að nafni Moha , sem búi á Íslandi, hafi látið B hafa pening til að skipuleggja ferðina til Íslands. Honum hafi verið sagt að það ætti að senda þrjár stúlkur með fíkniefni hingað til lands. B kvaðst ekki hafa neytt C til að fara til Íslands heldu r hafi hún farið sjálfviljug en hann hafi farið með henni til vonar og vara. Moha hafi skipulagt og fjármagnað ferðina en með honum í því væri maður að nafni G en hann hafi átt að taka við fíkniefnunum hjá C og A þegar þær kæmu hingað til lands. B sagði að C hafi sjálf verið í samskiptum við Moha vegna ferðarinnar og hún hafi átt að fá 3.500 evrur fyrir að flytja fíkniefnin hingað til lands. En B kvaðst hafa tekið við efnunum skammt frá hótelinu sem hann og C hafi verið á í Kaupmannahöfn. Maður, se m B þekki ekki, hafi afhent honum fíkniefnin en hann síðan farið með þau inn á hótel og pakkað þeim inn og hafi C verið með honum við það. B sagði að Moha væri búinn að stunda fíkniefnainnflutning í nokkur ár og hann væri oft 4 búinn að biðja B að finna stúl kur til að flytja fíkniefni. B sagðist hafa pantað flugmiða fyrir A samkvæmt beiðni Moha því hann hafi ekki viljað nota eigið greiðslukort til að greiða fyrir ferðina. B kvaðst hafa kynnst Moha fyrir um fjórum árum þegar hann hafi verið mágur B en núna vær u þeir vinir. B sagði að G væri með ákærða í fíkniefnaviðskiptum. Samkvæmt rannsókn á fíkniefnunum sem A flutti til landsins var um að ræða kannabis og var magn tetrahýdrókannabínols í því 23 mg/g. Af Ecstasy (MDMA) voru rannsakaðar 12 töflur í fjórum mismunandi litum. Efnaprófin bentu til þess að MDMA væri að mestu á formi MDMA - klóríðs og í hverri töflu voru 145 - 168 mg af MDMA sem samsvarar 156 - 200 mg af MDMA - klóríði. Magn lýsergíðs í hverri einingu af LSD, en hver eining var um 8 x 8 mm á kant, var 72 míkrógrömm. Rannsókn á metamfetamíninu, sem fannst hjá C , sýndi að styrkur metamfetamínsbasa í því var 81% sem samsvarar 100% af metamfetamínklóríði. Með dómi réttarins sl. var C dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir ofangreindan innflutning á fíkniefnu m. En með dómi réttarins 25. sama mánaðar var A dæmd í 18 mánaða fangelsi en B í tveggja ára fangelsi fyrir innflutninginn. Dómunum var ekki áfrýjað. Hinn 20. apríl 2021 var tekin vitnaskýrsla í formi myndsakbendingar af A . Var það gert þannig að henni voru sýndar myndir af átta einstaklingum sem voru númeraðar frá 1 - 8. Fékk hún að sjá hverja mynd einu sinni og eftir það benti hún á mynd sex þ.e. ákærða og fullyrti að það væri ákærði í máli þessu en hún hefði kynnst honum á Spáni og það væri hann sem he fði skipulagt fíkniefnainnflutninginn. Farsímar B og A voru rannsakaðir og í þeim mátti sjá mikil samskipti við aðila sem gekk undir nafninu Moha , Moha Benji og Moha Moreno . Í farsíma B voru nokkur símanúmer á Moha þ. á m. tvö íslensk símanúmer og samkvæ mt upplýsingum frá fjarskiptafyrirtækjum er skráður rétthafi þeirra Mohamed Hicham Rahmi. Umfangsmikil samskipti voru á milli Moha , B og A á spænsku og út frá þeim m.a. fullyrðir lögregla að ákærði sé tengdur umræddum fíkniefnainnflutningi. En þau deildu m.a. flugmiðum frá ferð B og A hingað til lands og ræddu á hvaða hóteli þau ættu að gista á. Einnig voru 5 samskipti á milli B og Moha þar se m hann segist ætla að senda B pening fyrir flugmiðum hans, A og annarra sem hugsanlega tengjast málinu. Gögn á farsíma B sýndu að samskipti hans við Moha3 byrjuðu 12. desember ] 2020 og enduðu skömmu fyrir miðnætti 17. sama mánaðar. Um var að ræða 323 skila boð og þar af fjöldi hljóðskilaboða. Gögn á síma A sýndu samskipti við tengilið undir nafninu Moha Benji á samskiptaforritinu WhatsApp. Um var að ræða 345 skilaboð á milli þeirra og þar af voru 42 hljóðskilaboð og myndsímtöl í gegnum WhatsApp. Moha sendi fyrstu skilaboðin 8. Desember 2020 en samskiptin hættu síðdegis 19. sama mánaðar þegar A var lent á Íslandi. Rannsókn á farsíma C sýndi að hún var í sambandi við Moha og byrjuðu samskiptin 12. desember 2020 en síðustu skilaboðin voru síðdegis 17. sama mána ðar. Hluti skilaboðanna eru hljóðskilaboð. Þegar C spyr m.a. hvað hún muni vera með svarar Moha: ,,Þú og önnur, Lögregla gerði fjármálagreiningu á ákærða fyrir tímabilið 22. desember 2019 til 10. mars 2021. Á tímabilinu lögðu ýmsir aðilar inn á reikning hans 1.861.000 og voru fjárhæðirnar á bilinu 5.000 386.000. Frá 14. 18. desember 2020 lagði ákærði inn á B 206.000 kr. sem notaði fjármunina jafnóðum m.a til að greiða fyrir flugmiða og gistingu. Ekki fannst skýring á 2.061.000 kr., sem voru lagðar inn á reikning ákærða á fyrrgreindu tímabili, en það var um helmingur þess sem var lagt inn á reikning hans á tímabilinu. Ofangreindir þrír einstaklingar, A , B og C sem fluttu fíkniefnin hingað til lands lýstu því allir hjá lögreglu að G hafi átt að taka við fíkniefnunum hér á landi og var hann handtekinn 19. apríl sl. og gerð húsleit á heimili hans. Við húsleitina fundust ætluð fíkniefni í sölueiningum og þar fannst einnig farsími sem G sagði að væri í eigu ákærða. Við ranns ókn á farsíma G kom í ljós að hann hefur notað símann í brotastarfsemi. Farsími G var einnig hlustaður á tímabili og leiddi sú aðgerð einnig í ljós að hann er í brotastarfsemi m.a. að selja fíkniefni. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst G ekkert tengjast þ essu máli og hann þekkti hvorki A né C en hann hafi kynnst ákærða fyrir um sex árum í Svíþjóð og þeir væru bara vinir. G kvaðst ekki stunda sölu á fíkniefnum og hann hafi ekki átt fíkniefnin sem hafi fundist í íbúð hans. Ákærði kom til Íslands í mars 201 4 á sænsku vegabréfi sem á var nafnið Bilen Maghroun. Kvaðst hann vera yngri en 18 ára og sótti hann um vernd hér á landi og fékk stöðu 6 flóttamanns. En hann hafði komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota og var skráður í endurkomubann í Svíþjóð til 7. október 2024 vegna innflutnings á fíkniefnum. En hann var árið 2019 dæmdur þar í landi í eins og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en kom hingað til lands í maí 2020 eftir að hafa fengið skilorðsbundna reynslulausn en átti þá eftir að afplána 173 dag a. Ákærði hefur ferðast mikið til útlanda á undanförnum árum og kemur gjarnan til Íslands frá öðrum áfangastað en hann ferðast til þegar hann fer frá landinu. Með úrskurði réttarins 30. desember 2020 var heimilað að handtaka ákærða og 27. janúar sl. gaf ríkissaksóknari út evrópska handtökuskipun á hendur ákærða en þá var ekki vitað hvar hann væri. En 10. mars sl. var ákærði handtekinn í Malaga á Spáni og 31. sama mánaðar sl. var hann fluttur til Íslands en lögregla fullyrðir að hann hafi skipulagt innflut ning á þeim fíkniefnum sem ákært er vegna í máli þessu. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærði ekkert vita um þann innflutning fíkniefni sem um ræðir í máli þessu. Hann vildi ekki tjá sig um framburði A , B og C en sagði að B hafi verið mágur ákærða. Ákærði vildi heldur ekki tjá sig um fjármuni sem hann lagði inn á reikning B í desember 2020. Ákærði sagði að hann og G væru vinir en þeir hafi kynnst þegar þeir hafi verið að vinna saman á veitingastað í Reykjavík fyrir 3 - 4 árum síðan. Ákærði vildi ekki tjá sig um millifærslur á reikning G í desember 2020 og hann kvaðst ekki þekkja A . Í heildina vildi ákærði lítið tjá sig hjá lögreglu. III. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Ákærði, Mohamed Hicham Rahmi, neitaði sök við skýrslutöku fyrir dómi og kvaðst hvorki hafa skipulagt né fjármagnað innflutning á fíkniefnum til Íslands. Hann kvaðst hafa verið í tvær til þrjár vikur í Utrecht í Hollandi í desember 2020 en hann hafi ekki ve rið í Amsterdam á þeim tíma. Ákærði kvaðst ekki þekkja A og hann hafi ekki séð hana fyrr en hann kom í fangelsi hér á landi. Hann kannaðist ekki við að hafa verið í símasamskiptum við hana í desember 2020 né á samfélagsmiðlum. Ákærði kannaðist ekki heldur við að rödd hans væri á hljóðskilaboðum sem liggja frammi í málinu. Hann 7 kvaðst ekkert kannast við framburð A sem bendlar hann við innflutning fíkniefna í desember 2020 þ.m.t. myndsakbendingu þar sem A fullyrti að ákærði hefði átt aðild að umræddum fíknief nainnflutningi. Ákærði kvaðst þekkja B en þeir hafi kynnst á Íslandi fyrir nokkrum árum en systir hans hafi verið eiginkona ákærða fyrir þremur til fjórum árum en væri það ekki í dag. Ákærði kvaðst ekki hafa beðið B að útvega stúlkur til að flytja fíknie fni til Íslands og hann hafi ekki beðið B að kaupa flugmiða fyrir A til Íslands. Ákærði hafi ekki heldur sent mann á hótel í Kaupmannahöfn í desember 2020 með fíkniefni. Hann kannaðist ekki við símasamskipti við B né símanúmer sem þar koma fram. Ákærði kan naðist hins vegar við að hafa lagt peninga inn á B í desember 2020 en það hafi verið vegna þess að B hafi lánað ákærða peninga tveimur mánuðum áður. Ákærði kvaðst þekkja G og ákærði hafi beðið G að leggja pening inn á B því ákærði hafi ekki átt pening. Á kærði kvaðst ekki þekkja C og hafi aldrei séð hana né verið í samskiptum við hana. Hann hafi ekki fengið hana til að flytja fíkniefni til Íslands og hann kannaðist ekki við símasamskipti við hana og sagði að rödd hans væri ekki á hljóðskilaboðum sem liggja frammi í málinu og benda til þess að ákærði hafi verið í samskiptum við C . Ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna B og C væru að bendla ákærða við fíkniefnainnflutning en B hafi þó sagt ákærða að B hafi verið undir álagi og því blandað ákærða í málið. Vitnið, A , skýrði svo frá að hún hafi ekki átt þau fíkniefni sem hún flutti til Íslands í desember 2020. Ákærði, sem hún hafi kynnst fyrir nokkrum árum á Spáni, hafi lagt til að hún myndi ferðast frá Spáni til Amsterdam ásamt vinkonu hennar og síðan til Ís lands. Þegar A og vinkona hennar hafi komið til Amsterdam hafi þau hitt ákærða, þau farið saman í búð til að versla og síðan á veitingastað. Um kvöldið hafi ákærði komið með þá hugmynd að þau myndu fara til Íslands en ákærði hafi síðan veikst og því orðið úr að A færi ein hingað til lands. Morguninn eftir hafi ákærði komið á hótelið þar sem hún var og sagt að taska hennar væri of lítil og skipt um tösku því úlpa sem ákærði hafi verið með kæmist ekki í tösku A . Ákærði hafi síðan sett úlpuna í töskuna sem hún átti að fara með hingað til lands og hann hafi síðan ekið A út á flugvöll. Henni kvaðst ekki hafa þótt það undarlegt þó ákærði skipti um tösku við hana. Hún hafi ekki séð jólapakkana sem voru í töskunni fyrr en við komuna hingað til lands. A kvaðst ekki h afa verið í 8 samskiptum við aðra en ákærða um ferð hennar til Íslands en hún vissi ekki hver skipulagði eða fjármagnaði ferðina. A sagði að hún hafi verið í sambandi við ákærða í fangelsinu hér á landi og hann beðið hana afsökunar á því sem ákærði hefði ger t henni og hann vildi bæta henni fyrir það. Ákærði hafi sagt A að hafa samband við vin ákærða og hafi vinurinn boðið henni pening vegna skaðans sem hún hafi orðið fyrir sem og fyrir að bendla ákærða ekki við málið fyrir dómi. A fullyrti að rödd ákærða heyr ðist á hljóðskilaboðum sem voru spiluð fyrir hana og tengjast umræddum fíkniefnainnflutningi. Vitnið, B , sagði að tilgangur farar hans hingað til lands hafi verið að flytja fíkniefni fyrir ákærða en B hafi kynnst ákærða á Íslandi fyrir um sex árum en ákær ði hafi verið með systur B . Hann kvaðst aðeins hafa rætt við ákærða um fíkniefnainnflutninginn en í Kaupmannahöfn hafi annar maður komið með fíkniefnin og afhent B en hann síðan flutt efnin hingað til lands samkvæmt fyrirmælum ákærða. B sagði að ákærði haf i greitt fyrir farmiða hans og C frá Malaga til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands en B hafi fengið peninga senda en hann sjálfur bókað farmiðana. C hafi átt að fá 3.000 evrur fyrir að flytja fíkniefnin hingað til lands. B kvaðst ekki hafa vitað um innfl utning A á fíkniefnum en ákærði hafi beðið B að kaupa farmiða fyrir hana. Hann kvaðst aldrei hafa lánað ákærða pening og aldrei hafa millifært pening inn á bankareikning hans. Vitnið, C , skýrði svo frá að ákærði og B væru vinir en hann væri kærasti C . Hú n fullyrti að ákærði væri sá sem hefði staðið að umræddum fíkniefnainnflutningi en B hafi átt þá hugmynd að C myndi að flytja fíkniefni hingað til lands en ákærði hafi fengið hana í verkið. Ákærði hafi útskýrt fyrir C hvernig þetta myndi ganga fyrir sig m. a. greiðslur á farmiðum en hann hafi greitt fyrir þá sem og annað sem tengdist ferð C hingað til lands. Hún hafi átt tvö myndsamtöl við ákærða í Malaga og í Kaupmannahöfn en hún hafi ekki séð hver afhenti fíkniefnin þar en það hafi gerst í anddyrinu á hóte linu sem C og B hafi dvalið á. C taldi að ákærði hafi sagt að hún ætti að fá um 3.000 evrur fyrir að flytja fíkniefnin hingað til lands. C sagði að ákærði hafi lagt pening inn á B til að greiða fyrir farmiða A . C kvaðst hafa átt samskipti við ákærða eftir að hún hlaut dóm fyrir hlutdeild hennar í málinu og þau hafi m.a. rætt um hvernig þetta hafi verið og hann beðist afsökunar á sínum þætti. Þá hafi þau einnig rætt hvaða refsingu ákærði myndi hljóta í málinu. 9 Vitnið, G , kvaðst ekkert vita um innflutning fíkniefna hingað til lands í desember 2020. En hann hafi kynnst ákærða í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og G þekki B vegna vinnu þeirra á veitingastöðum hér á landi. G kvaðst hafa mill i fært pening á B í desember 2020 samkvæmt beiðni ákærða. Vitnið, lögreglumaður nr. 1416, kvaðst hafa unnið að rannsókn málsins og m.a. tekið skýrslur af A , B og C . Hjá þeim hafi strax komið fram að það væri aðili í útlöndum að nafni Moha sem hafi skipulagt umræddan fíkniefnainnflutning. Það hafi sést að maður að nafni Mohamed Rahmi hafi lagt peninga inn á fyrrnefnda einstaklinga sem hafi verið í hlutverki burðardýra við innflutninginn. Þá hafi B , sem var fyrrverandi mágur ákærða, getað greint frá fullu nafni Moha. Fjármunir, sem ákærði hafi lagt inn á B , hafi farið stra x m.a. til að greiða fyrir farmiða. Rannsókn á símum burðardýranna hafi sýnt símtöl við ákærða. Vitnið kvaðst hafa tekið skýrslur af ákærða og fullyrti að rödd hans væri á hljóðskilaboðum sem tengjast umræddum fíkniefnainnflutningi. Þegar rannsókn málsins hafi farið í gang hafi allt bent til þess að ákærði ætti aðild að umræddum fíkniefnainnflutningi. Vitnið, lögreglumaður nr. 0635, kvaðst hafa sett saman möppuna með myndunum sem voru notaðar við myndsakbendinguna. Í slíkum tilfellum væru fundnar mynd ir í myndasafni lögreglunnar sem líktust kærða og síðan væri myndamappan sett saman. Lögreglufulltrúi myndi samþykkja möppuna og einnig væri verjanda kærða gefinn kostur á að koma með athugasemdir teldi hann ástæðu til. Vitnið, lögreglumaður nr. 0726 , kvaðst hafa framkvæmt myndsakbendinguna og þar hafi A bent á ákærða og fullyrt að hann væri sakborningur í máli þessu. Vitnið, lögreglumaður nr. 0735, kvaðst hafa rannsakað farsíma sem hafi verið haldlagðir vegna málsins og afritað gögn úr þeim. Vi ð skoðun hljóðskilaboða væri stuðst við google translate og túlk. Vitnið sagði að í síma B hafi m.a. fundist mynd af fíkniefnum í Kaupmannahöfn og hafi myndin verið send á tengiliðinn Moha. Þá sagði vitnið að hljóðskilaboð hafi sýnt að C hafi rætt við Moha . 10 IV. Niðurstaða: Þrír einstaklingar, A , B og C , sem fluttu fíkniefni hingað til lands 19. og 20. desember 2020, hafa allir lýst því bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að ákærði hafi skipulagt og greitt kostnað við umræddan innflutning. Þá bendir rannsókn lögreglu m.a. á símagögnum til þess að ákærði hafi verið í samskiptum við þessa aðila í desember 2020 og ákærði lagði alla vega pening inn á einn þeirra skömmu áður en viðkomandi kom til Íslands sem hann notaði m.a. til að greiða fyrir farmiða og gistingu. Ákærði hefur sagt að hann þekki ekki tvo þessara einstaklinga og ekki skýrt þessi samskipti né gefið trúverðugar skýringar á öðru sem tengist sakarefninu og bendir til þess að ákærði tengist umræddum fíkniefnainnflutningi. Ákærði neitar sök en að því leyti sem hann hefur tjáð sig um sakarefnið þykir fram burður hans m.a. með hliðsjón af þessu ekki trúverðugur og verður því ekki lagður til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Við myndsakbendingu fullyrti A að ákærði í máli þessu væri sá sem hefði skipulagt fíkniefnainnflutninginn, sem h ún kom að, hingað til lands. Hún hafi kynnst honum á Spáni fyrir nokkrum árum og verið í sambandi við hann síðan þá. Ákærði hafi látið A hafa töskuna sem hún kom með fíkniefnin í hingað til lands og hún hafi séð hann láta úlpuna, sem hluti fíkniefnanna var saumaður inn í, í töskuna í Amsterdam. A kvaðst aðeins hafa verið í sambandi við ákærða varðandi umræddan fíkniefnainnflutning. B sag ði að tilgangur farar hans til Íslands hafi verið að flytja fíkniefni fyrir ákærða og varðandi það hafi B aðeins rætt við ákærða. Ákærði hafi m.a. greitt fyrir farmiða B og C frá Malaga á Spáni til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. C hafi átt að fá 3.0 00 evrur fyrir að flytja fíkniefnin hingað til lands. B kvaðst hafa samkvæmt beiðni ákærða keypt farmiða fyrir A . C fullyrti að ákærði hafi staðið að umræddum fíkniefnainnflutningi og hann hafi fengið hana til að flytja fíkniefni hingað til lands og útský rt hvernig það myndi ganga fyrir sig. Ákærði hafi einnig greitt kostnað við ferð C og taldi hún að hann hafi sagt að hún ætti að 11 fá 3.000 evrur fyrir flutninginn á fíkniefnunum. Þá sagði C að ákærði hafi lagt pening inn á B til að greiða fyrir farmiða A . Á tímabilinu 14. til 18. desember 2020 lagði ákærði inn á reikning B samtals 206.000 kr. og notaði hann það jafnóðum til að greiða m.a. fyrir flugmiða og gistingu. Ákærði hefur ekki gefið trúverðugar skýringar á þessum greiðslum en B hefur lýst því að ák ærði hafi greitt kostnað við fíkniefnainnflutninginn sem B átti aðild að. F rá 22. desember 2019 til 10. mars 2021 lögðu 32 aðilar samtals 1.861.000 kr. inn á reikning ákærða og voru færslurnar á bilinu 5.000 kr. til 386.000 kr. og á þessum greiðslum hefu r ákærði ekki gefið skýringu á. Óútskýrðar greiðslur inn á reikninga ákærða á nefndu tímabili eru samtals 2.061.000 kr. A lýsti því að hún hefði verið í samskiptum við ákærða á samskiptaforritunum Instagramm og Whatssapp. Við skoðun lögreglu á þeim ski laboðum var einnig að finna fjölda hljóðskilaboða. Lögreglumaður, sem annaðist skýrslutökur af ákærða, fór yfir hljóðskilaboðin í þeim tilgangi að athuga hvort þar væri um rödd ákærða að ræða og fullyrti lögreglumaðurinn að svo væri. Rannsókn á farsím um A og B sýndi mikil samskipti við aðila sem gekk undir nafninu Moha, Moha Benji og Moha Moreno. Í farsíma B voru nokkur símanúmer á Moha og þar á meðal tvö íslensk símanúmer en samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptafyrirtækjum er skráður rétthafi þeirra Moh amed Hicham Rahmi. Á farsímunum mátti sjá mikil samskipti á milli ákærða, B og A á spænsku og m.a. deildu þau flugmiðum A og B áður en þau komu til Íslands í desember 2020. Þar ræða þau einnig á hvaða hótelum þau eigi að gista á. Þar eru einnig samskipti þ ar sem ákærði segist ætla að senda B pening fyrir flugmiðum hans, A og fleiri sem hugsanlega tengjast máli þessu. Rannsókn á farsíma C sýndu einnig samskipti við Moha í desember 2020 og þ. á m. voru hljóðskilaboð. A , B og C hafa öll lýst því að umræddur Mo ha sé ákærði í máli þessu. Framburðir þeirra þriggja einstaklinga, sem fluttu fíkniefnin hingað til lands í desember 2020 og hafa hlotið dóm fyrir, þykja trúverðugir hvað varðar þátt ákærða í málinu enda eru þeir í öllum meginatriðum í samræmi við önnur rannsóknargögn málsins hvað það 12 atriði varðar. Þessir einstaklingar hafa allir borið um það að ákærði hafi skipulagt og greitt kostnað vegna umrædds fíkniefnainnflutnings. Þegar allt ofangreint er virt og þá sérstaklega framburðir þeirra þriggja einst aklinga, sem fluttu umrædd fíkniefni hingað til lands í desember 2020, þykir ekki varhugavert að telja sannað að ákærði hafi staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi þeirra fíkniefna sem tilgreind eru í ákæru og m.a. miðað við magn þeirra hafi þau verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærði hefur þar með gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 31. maí sl. hefur ák ærði ekki áður sætt refsingu hér á landi sem hefur áhrif við ákvörðun refsingar í þessu máli. Samkvæmt sænsku sakavottorði ákærða dags. 28. maí sl., sem liggur frammi í málinu, var ákærði í júlí 2019 dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Svíþjóð fyrir eitu rlyfjasmygl. En í maí 2020 fékk ákærði skilorðsbundna reynslulausn þar í landi og átti þá eftir að afplána 173 daga. Reynslutíminn skyldi renna út 9. maí 2021 og því framdi ákærði þau brot, sem hann hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu, meðan hann var á reynslulausn. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 69/1963 um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, o.fl. má láta mann, sem hefur fengið reynslulausn í nefndum löndum og verið dæmdur fyrir refsivert athæfi hér á landi, taka út refsingu þá, sem eftir stendur og fer um það eftir reglum almennra hegningarlaga um reynslulausn. Samkvæmt þessu og með vísan til 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verðu r ákærða gerð refsing í einu lagi fyrir þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir og með hliðsjón af óafplánuðu fangelsisrefsingunni. Ákærði hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir að hafa staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi af miklu magn i af sterkum fíkniefnum ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Neysla á of stórum skammti af efnunum getur m.a. verið lífshættulegur. Þá framdi ákærði brot sín í samvinnu við aðra. Refsing ákærða verður því ákveðin með hliðsjón af 1. tölulið 1 . mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem og 77. gr. og 1. og 2. mgr. 71. gr. laganna. Með vísan til þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhalds vist sem ákærði hefur sætt frá 10. mars 2021 til dagsins í dag. 13 Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af málskostnaðarreikningi lögmannsins og umfangi málsins 1.884.800 kr. að me ðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnað verjandans 26.620 kr. og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi, Halldórs Heiðars Hallssonar lögmanns, 212.040 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði annan sakarkostnað 54.495 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Mohamed Hicham Rahmi, sæti fangelsi í þrjú ár en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 10. mars 2021 til dagsins í da g. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 1.884.800 kr. og ferðakostnað verjandans 26.620 kr. og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi, Halldórs Heiðars Hallssonar lögmanns, 212.040 kr. Ákærði greiði annan sakarko stnað 54.495 kr. Ingi Tryggvason Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 30.06.2021. 14