Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 25. maí 2020 Mál nr. S - 2677/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Alex Skúl a Einarss yni ( Jóhann Baldursson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, á hendur: fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 5. desember 2019, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 15 ng/ml) suður Kringlumýrarbraut í Reykjavík, við N1 , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 0,20 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í bifreiðinni. M. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. la ga nr. 77/2019. K rafist er upptöku á 0,20 g af maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og 2 verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákær ði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur [...] 19 92. Samkvæmt framlögðu sak avottorði, dagsettu 20. apríl 2020 , gekkst ákærði undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 27. maí 2011, m.a. fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 26. febrúar 2015 var ákærði dæmdur til sektargreiðslu fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júní 2017 var ákærða gerð sekt fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. Ákærði gekkst undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 12. september 2018 fyrir vörslur ávana - og f íkniefna. Við ákvörðun refsingar nú er einkum við það að miða að ákærða er nú í þriðja sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða til mál sbóta horfir skýlaus játning hans fyrir dómi, sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af sakarefni málsin s, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 0 dag a . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 0,20 g römmum af marí j úana , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóhann s Baldursson ar lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 77.314 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi fyrir Gyðu Ragnheiði S tefánsdóttur saksóknarfulltrúa . Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Alex Skúli Einarsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 0,20 g römmum af marí j úana . 3 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóhanns Baldurssonar lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 77.314 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir