Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. apríl 2021 Mál nr. S - 2949/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari ) g egn Ing a Berg Viktorss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur : I . Mál þetta, sem dómtekið var 21. apríl sl., er höfðað með tveimur ákærum af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á hendur Inga Berg Viktorssyni, kt. 000000 - 0000 , , . En málin voru sameinuð við fyrirtöku þeirra 24. mars sl. Með ákæru dagsettri 27. október 2020 var höfðað mál á hendur ákærða fyrir umferðarlagabrot. En þar er honum í fyrsta lagi gefið að sök að hafa miðvikudaginn 26. febrúar 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrif um áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist vínandamagn 1,56 %o, díazepam 98 ng/ml, kókaín 30 ng/ml og nordíazepam 195 ng/ml) um Vesturlandsveg í Reykjavík, við frárein inn á Grjót háls, þar sem ákærði ók á ljósastaur. Í öðru lagi er ákærða gefið að sök að hafa föstudaginn 5. júní 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældis t vínandamagn 1,46 %o, amfetamín 45 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,8 ng/ml) vestur Eiríksgötu í Reykjavík, inn á Njarðargötu, þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn. Bæði brotin eru talin varða við 1. sbr. 3. mgr. 49. gr., 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr . 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, en fyrra brotið er einnig talið varða við 1. sbr. 2. mgr. 48. gr. laganna. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar, sbr. 101. gr. umferðar laga nr. 77/2019. Með ákæru dagsettri 3. mars 2021 var höfðað mál á hendur ákærða fyrir líkamsárás með því að hafa, fimmtudaginn 30. júlí 2019, utandyra við í Reykjavík, ráðist með ofbeldi á A , kt. 000000 - 0000 , og skallað hann einu sinni í andlitið, m eð þeim afleiðingum að drep varð í kviku tannar 11 í efri gómi. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni frá 3. mars 20 21 er tilgreind einkaréttarkrafa brotaþola A en bótakrafan er sett fram fyrir hans hönd af Guðbrandi Jóhannessyni lögmanni. Er þess krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola 2.198.834 kr. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr., sbr. 4. gr. laga 2 nr. 38/2001 u m vexti og verðtryggingu af nefndri fjárhæð frá 30. júlí 2019 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því að bótakrafan var birt ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er krafist lögmanns þóknunar auk virðisaukaskatts. II. Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað sakargiftir en mótmælir hins vegar fjárhæð einkaréttarkröfu, sbr. ákæru dags. 3. mars 2021. Þar sem játning ákærð a á sakargiftum er í samræmi við rannsóknargögn málsins telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að hún sé sannleikanum samkvæm. Því var ekki ástæða til frekari sönnunarfærslu um kröfur ákæruvaldsins í málinu en sakarflytjendum var gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þá var lögmanni brotaþola og verjanda ákærða gefinn kostur á að reifa sjónarmið bótakrefjanda og ákærða varðandi fjárhæð einkaréttarkröfunnar. Að því búnu var málið tekið til dóms. Verjan di á kærð a krefst þess að ákærði verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Þá verði skaðabætur til brotaþola verulega lægri en krafist er og þá krefst verjandinn málsvarnalaun a skv. mati dómsins. Talsmað ur brotaþola krefst þess að dæmdar bætur taki mið af þeirri kröfu sem höfð er uppi í málinu. S amkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 23. febrúar 202 1 var ákærði dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í september 2004 fyrir fíkniefnabrot. Í nóvember 2006 var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir umferðarlaga - og fíkniefnabrot. Í febrúar 2009 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir umferðar - og hegningarlag abrot. Í febrúar 2016 gekkst ákærði undir sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar fyrir ölvunarakstur og í mars 2019 gekkst ákærði einnig undir sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur. Í apríl 2019 var ákærði dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti fyrir ölvunar - , fíkniefnaakstur og fleiri umferðarlagabrot. Loks var ákærði 17. janúar 2020 dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, fíkniefnabrot og brot á barnaverndarlögum en þar var um hegningarauka að ræða. Háttsemi ákærða er rétt færð til refsiákvæða í ákæru og hann hefur því brotið gegn 1. sbr. 3. mgr. 49. gr., 1. sbr. 2. mgr. 48. gr., 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur unnið sér til refsingar skv. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Umferðarlagabrot ákærða, sbr. ákæru dags. 27. október 2020, eru framin eftir að ákærði hlaut skilorðsbundin fangelsisdóm í janúar 2 020 og því um skilorðsrof að ræða en þar var einnig um hegningarauka að ræða. Þá er hegningarlagabrotið, sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu, framið áður en hann var dæmdur í skilorðsbundið fangels i í janúar 2020 og því um hegningarauka að ræða. Þykir því nauðsynlegt að dæma skilorðsdóminn frá 17. janúar 2020 með í máli þessu. Refsing ákærða verður því ákveðin með vísan til 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði játaði brot sín afdráttarlaust og hann hefur skv. frambu rði hans fyrir dómi, sem ekki var mótmælt, tekið á sínum vandamálum og er nú í vímuefnameðferð í Svíþjóð. Fyrir dómi lýsti ákærði því einnig að hann iðraðist gjörða sinna. Við ákvörðun 3 refsingar verður tekið tillit til þessa, sbr. 5. og 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til alls þessa og með hliðsjón af sakarferli ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði en ekki eru skilyrði til að binda refsinguna skilorði þegar tekið er tillit til sakarferils og skilorðsrofs ákærða. Þá ber , með hliðsjón af sakarferli ákærða, að svipta hann ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja , sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði verið sakfelldur fyrir líkamsárás. Með hinni r efsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér skaðabótaábyrgð. Brotaþoli á því rétt til skaðabóta vegna útlagðs kostnaðar, sbr. 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og miskabóta úr hendi ákærða á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26. gr. laganna. Brotaþoli hefu r sett fram í málinu einkaréttarkröfu að höfuðstól 2.198.834 kr. auk vaxta og málskostnaðar. Með hliðsjón af gögnum málsins skulu bætur vegna útlagðs kostnaðar vera 388.000 en með hliðsjón af áverkum brotaþola þykja miskabætur til hans hæfilega ákveðnar 60 0.000 kr. Ekki verður ráðið af gögnum málsins að bótakrafan hafi verið birt fyrir ákærða fyrr en við fyrirtöku málsins 24. mars sl. Samkvæmt því skal ákærði greiða vexti á dæmdar miskabætur skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júl í 2019 til 24. apríl 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá skal ákærði greiða brotaþola 350.000 kr. í málskostnað og þar með samtals 1.338.000 kr. auk vaxta. Ákærð i g reið i málsvarnarlauna skipaðs ver janda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , sem þykja hæfilega ákveðin 353.400 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti . Ákærði greiði annan sakarkostnað 320.232 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð i , Ingi Berg Viktorsson, sæti fangelsi í sex mánuði . Ákærð i er svipt ur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði A 988.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. júlí 2019 til 24. apríl 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mg r. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 350.000 kr. í málskostnað. Ákærð i greiði m álsvarnarlaun skipaðs verjanda h ans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 353.400 kr. og annan sakarkostnað 320.232 kr. Ingi Tryggvason