Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. maí 2020 Mál nr. S - 1169/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Ainaras Barauskas (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 11. febrúar 2020, á hendur: fyrir eftirtalin umferðar - , fíkniefna - og vopnalagabrot, með því að hafa: 1. Laugardaginn 16. febrúar 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 15 ng/ml, oxazepam 240 ng/ml og tetr ahýdrókannabínól 6,2 ng/ml) vestur Dalveg í Kópavogi, við Digranesveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 8,21 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða og við leit í bifreiðinni . [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fí kniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2. Mánudaginn 1. apríl 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja ( í blóði mælist alprazólam 78 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 17 ng/ml) um Hraunbæ í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 2 [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Laugardaginn 20. apríl 2019 við Ingólfsstræti í Reykjavík haft í vörslum sínum dúkahníf og 7,32 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 4. Föstudaginn 26. apríl 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 89 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 3,8 ng/ml) um Spítalastíg í Reykjavík, , þar sem lögregla stö ðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Mánudaginn 6. maí 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni ö rugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 21 ng/ml, MDMA 45 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,1 ng/ml) suður Hringbraut í Reykjavík, við Lönguhlíð, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta var ða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 6. Fimmtudaginn 16. maí 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist oxazepam 1560 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml) um Eiríksgötu í Reykjavík, við Snorrabraut, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og að hafa ekið bifreiðinni án þess að hafa notað öryggisbelti og hafa notað nagladek k án heimildar á tveimur hjólbörðum. [...] 3 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., 69. gr., sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja, og 1. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðar laga nr. 77/2019. 7. Fimmtudaginn 11. júlí 2019 á bifreiðastæði við Norðlingabraut 14 í Reykjavík haft í vörslum sínum 0,86 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreiðinni . [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5 . og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 8. Föstudaginn 9. ágúst 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 63 ng/ml, amfetamín 240 ng7ml, MDMA 280 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,4 ng/ml) suður Austurberg í Reykjavík, við Fj ölbrautarskólann í Breiðholti, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 11 stykki af MDMA, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. g r. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 9. Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 165 ng/ml, amfetamín 20 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,4 ng/ml) um S norrabraut í Reykjavík, til móts við Hilton hótel, þar sem akstri lauk með árekstri og að hafa ekið bifreiðinni umrætt sinn án þess að hemlabúnaður hennar væri í lögmæltu ástandi. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr. og 69. gr., sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja, sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 10. Föstudaginn 16. ágúst 2019 ekið bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og 4 fíkniefna (í blóði mældist alprazólam 115 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,4 ng/ml) austur Miklubraut í Reykjavík, við Skeifuna, þar sem lögregla stöðvaði ak sturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 11. Sunnudaginn 20. október 2019 á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis í Reykjavík haft í vörslum sínum 2,65 g af amfetamí ni og 1,75 g af kókaíni sem lögreglumenn fundu í veski ákærða. [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld ef ni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 15,53 g af maríhúana, 0,86 g af tó baksblönduðu kannabisefni, 11 stykkjum af MDMA, 2,65 g af amfetamíni og 1,75 g af kókaíni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Ennfremur er krafist upptöku á dúkahníf, sem lögregla lagði hald á, með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þingsókn féll niður af hálfu ákærða og verjanda hans við fyrirtöku málsins 28. maí 2020 án þess að forföll hafi verið boðuð. Á fyrri stigum málsins hafði ákærða v erið birt ákæra og fyrirkall með lögmætum hætti. Í ljósi framangreinds v erður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1998. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 4 . febrúar 2020 , gekkst ákærði undir 54.000 króna sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 2. febrúar 2018, fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Með hliðsjón af sakarefni málsins og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði , 5 en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga n r. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 3 ár og 10 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 15,53 grömmum af maríjúana, 0,86 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni, 11 stykkjum af MDMA, 2,65 grömmum af amfetamíni, 1,75 grömmum af kókaíni og dúkahníf , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, 114.700 krónur, að meðtöldum vi rðisaukaskatti, og 1.440.595 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ainaras Barauskas, sæti fangelsi í 3 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökuré tti í 3 ár og 10 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 15,53 grömmum af maríjúana, 0,86 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni, 11 stykkjum af MDMA, 2,65 grömmum af amfetamíni, 1,75 grömmum af kókaíni og dúkahníf. Ákærði greiði málsva rnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, 114.700 krónur, og 1.440.595 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir