Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1 4 . mars 2022 Mál nr. S - 369/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) (Friðrik Smárason lögmaður bótakrefjanda) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 1. mars s l. , var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, útgefinni 31 . ágúst s l. , á hendur X , kt. , , , fyrir líkamsárás, húsbrot, eignaspjöll og barnaverndarlagabrot, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 10. desember 2020, í íbúð að á Akureyri, ruðst í heimildarleysi inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar A sem þar bjó og ráðist á unnusta hennar B , kt. , sem þar var gestkomandi og sat í sófa í stofu íbúðarinnar og kýlt hann í andlitið og dregið hann á löppunum niður á gólf, þar sem hann kýldi hann ítrekað í andlitið og sparkaði í líkama hans og stappað á bringu hans og þegar A hafi reynt að stöðv a árásina tók hann hana ít re kað hálstaki og ýtti upp að vegg í íbúðinni. Þegar ákærði ruddist inn í íbúðina barði hann í millihurð á milli forstofunnar og íbúðarinnar og gerði gat á millihurðina og þegar árásin var afstaðin og ákærði farinn út úr íbúðinni og eftir að brotaþoli A hafði lokað útidyrahurðinni sneri hann við og sparkaði upp hurðinni og ruddist aftur í heimildarleysi inn í íbúðina og inn í herbergi dætra sinna. Þetta allt aðhafðist ákærði þrátt fyrir að fósturdóttir hans og ungar dætur hans og brotaþola A , væru í íbúðinni og fylgdust með, en stúlkurnar voru 4 ára, 6 ára og 7 ára. Afleiðingar þessarar árásar fyrir brotaþola B voru að hann hlaut mar á hægra augnloki, hann var með bólgu fyrir ofan hægra augnlok og hægra auga og var aumur við þrey fingu á því svæði, hann var með áverka á hálsi, hann var með marbletti framanvert á báðum sköflungum og bólgu á vinstri hluta mjaðmar, hann var með tvísýni og hafði hlotið heilahristing. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum og 1. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkr afa : B , kt. , , Akureyri gerir bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 706.900, með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 10.12.2021, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi var birt ákærða, til greiðsludags. Þá er jafnframt krafist greiðslu 2 málskostnaðar við að halda kröfunni fram, brotaþola að skaðlausu að viðbættum virðisaukaskatti. 2 Að loknum skýrslutökum við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá ákæruliðum er lúta að húsbroti og eignaspjöllum. Við svo búið játaði á kærði sök fyrir dóm i samkvæmt breyttri ákæru . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa , verulegrar lækkunar bótakröfu og hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum ásamt útlögðum kostnaði . 3 Á grundvelli játningar ákærða var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið g efinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að draga í efa að sé sannleikanum samkvæm, og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem í endanlegri ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða . 4 Ákærði var 25 ára er atvik máls þessa gerðust. Ákærði á ekki sakaferil að baki. Ákærði hefur lýst því fyrir dómi að hann hafi verið í miklu uppnámi og haft áhyggjur af velferð barna sinna umrætt kvöld. H ann hafi nýslitið sambúð við barnsmóður sína vegna neyslu hennar og hafi frétt að hún væri tekin saman við B , brotaþola í málinu, sem hafi verið þekktur af neyslu og afbrotum . H ann hafi óttast velferð barna sinna í návist þessa manns og því viljað koma honum úr íbúðinni, sem hann sjálfur hafi átt til helminga á móti barnsmóður sinni. Uppt aka úr búkmyndavél lögreglu styð ur þe nnan framburð ákærða um hugarástand hans þetta kvöld . Ákærði lýsti því fyrir dómi, og var það staðfest af barnsmóður hans, að dætur þeirra búi nú hjá ákærða á og hann hafi ann ast þær einn undanfarið. Ákærði stundar smíðavinnu á . Þykir rétt að líta til 5., 7. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. við ákvörðun refsingar. Þrátt fyrir að ákærði hafi að eigin frumkvæði greint lögreglu skýlaust f rá atburðum eftir að hann var handtekinn, þykir 9. tl. 1. mgr. 70. gr. ekki koma til álita í ljósi þess að ákærði dró framburð sinn til baka fyrir dómi og neitaði sök í fyrstu. Með hliðsjón af framangreindu og að teknu tilliti til atvika málsins þykir r efsing ákærða hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi , en refsing ákærða skal bundin skilorði eins og í dómsorði greinir. 5 Ákærði hefur fallist á bó taskyldu gagnvart brotaþola, en krefst verulegrar lækkunar bótakröfu . Í áverkavottorði kemur fram að fullvís t megi telja að brotaþoli hafi hlotið heilahristing eftir höfuðhögg frá ákærða. Dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi, en var útskrifaður að því loknu, þar sem engin merki fundust um alvarlega áverka, en nokkrir minniháttar áverkar voru merkjanlegir á brotaþo la. Samkvæmt vottorðinu var talið fullvíst að brotaþoli myndi ná sér að fullu. Með vísan til sakfellingar ákærða á brotaþoli rétt á greiðslu miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem teljas t hæfilega ákveðnar 250.000 krónur með vöxtum og dr áttarvöxtum eins og í dómsorði greinir. Það athugist að upphafstími vaxta í bótakröfu er tilgreindur ári eftir að atvik málsins gerðust. Er dómurinn bundinn af framsetningu kröfunnar. Hvað varðar upphafstíma dráttarvaxta, þá liggja ekki fyrir gögn í málinu um að bótakrafan hafi verið 3 birt ákærða fyrr en með birtingu fyrirkalls 30. nóvember sl. og tekur upphafstími dráttarvaxta mið af því. 6 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.m.t. þóknun skip aðs verjanda síns og þóknun lögmanns bótakrefjanda, eins og í dómsorði greini r að virðisaukaskatti meðtöldum. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari . Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við mál inu 7 . des e mbe r sl. en hafði ekki aðkomu að því áður. Dómso r ð: Ákærði, X , skal sæta fangelsi í 2 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tvei mur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði B , kt. , 2 5 0.000 krónur í miskabætur , með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 10.12.202 1 , en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 30.12.2021 , til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjá l ms H. Vilhjálmssona r lögmanns, 613.800 krónur og ferðakostnað verjandans 54.316 krónur, sem og þóknun lögmanns brotaþola 251.100 krónur , og greiði jafnframt 29.6 9 0 krónur í annan sakarkostnað.