Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 13. apríl 2021 Mál nr. Q - 2174/2020: A og ( Ósk Óskarsdóttir lögmaður) B , C , D , E , F , G , H , I , Í , J , K , L , M , N , O , Ó , P og R (Lára Valgerður Júlíusdóttir lögmaður) gegn S (Fríða Thoroddsen lögmaður) Úrskurður I. 1. Máli þessu var vísað til dómsins með bréfi skiptastjóra frá 18. mars 2020, sem barst dóminum 20. s.m. og var tekið til úrskurðar 16. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi. Sóknaraðilar eru annars vegar A og hins vegar B , C, D , E , F , G , H , I , Í , J , K , L , M , N , O , Ó , P og R . Varnaraðili er S. 2 2. Sóknaraðilar krefjast þess að erfðaskrá T , sem lést 12. júlí 2019, undirrituð 25. apríl 2019 verði dæmd ógild. Auk þess krefjast þau málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að dómkröfum sóknaraðila verði hafnað og greiðslu málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. II. 3. Þann 29. október 2019 var dánarbú T , sem lést 12. júlí sama ár, tekið til opinberra skipta að kröfu Ó , á grundvelli 38. gr. laga nr. 21/1991, um opinber skipti á dánarbúum o.fl. 4. Með bréfi skiptastjóra frá 18. mars 2020 var ágreiningi um gildi erfðaskrár hinnar látnu vísað til dómsins. Erfðaskráin , sem er undirrituð af hinni látnu á Akranesi 25. apríl 2019, er gerð af Stefáni Þórarni Ólafssyni lögmanni og vottuð af tveimur arfleiðs luvottum. Í 1. gr. erfðaskrárinnar er svofellt ákvæði um ráðstöfun eigna hinnar látnu: S nefnast. Ég á enga skylduerfingja og hefur S og hennar fjölskylda verið mínir nánu stu til langs tíma. Fyrir ofan undirritun T er dagsetningin 25.04.2019 handskrifuð með annarri rithönd fyrir aftan staðsetninguna, ... . Arfleiðsluvottorðið er ritað fyrir neðan erfðaskrána. Þar segir: Við undirrituð sem höfum verið kvödd til þess að vera vottar að framanritaðri arfleiðslugerð, vottum það að T erfðaskrán n a sem hún kvað hafa að geyma hinsta vilja sinn. Gerði hún það heil heilsu, andlega og líkamlega, allsgáð og af fúsum og frjálsum vilja. Þ etta erum við tilbúin að staðfesta með eiði ef krafist verður. Arfleiðsluvottorðið er undirritað af Y og X . 5. T dvaldi st á Hrafnistu þegar hún lést, 88 ára að aldri . Þangað kom hún 26. apríl 2019 eftir að hafa dvalist á biðdeild sjúkrahússins á .... frá því í janúar sama ár en áður hafði hún legið í um fjögurra mánaða skeið á Landakoti. T átti engin börn en var í hjúskap með Ö , sem lést 28. október 2001, en hann var einnig barnlaus. Sóknaraðilinn A er systir Ö . Aðrir sóknaraðilar eru börn og barnabörn systkin a hinnar látnu, sem öll eru látin. Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð fyrsta skiptafundar dánarbúsins voru helstu eignir hinnar látnu fasteign að .... auk liðlega 10,6 milljóna króna innstæða á bankareikningi. 6. Arfleifandi bjó á eigin heimili þar til í september 2019. Hún þarfnaðist ekki mikillar þjónustu fyrr en eftir að hún datt og mjaðmagrindarbrotnaði í desemberber 2011 en í kjölfar þess slyss lá hún lengi á Landakotsspítala. Í sögu hennar, sem er rakin í taugasálfræðilegu mati sem gert var í febr úar 2012, er greint frá því að hún hafi lengst af stundað verslunarstörf, verið barnlaus og gifst fremur seint. Hún hafi verið 3 í miklum samskiptum við börn systkina sinna og barnabörn þeirra. Þar kemur einnig fram að hún sé í samskiptum við nágrannakonur s ínar. Á þessum tíma bjó T í ... . Í greinargerð varnaraðila segir að þær hafi búið saman í þessu húsi og orðið góðar vinkonur, m.a. í gegnum störf í stjórn húsfélagsins. Tekist hafi með þeim náinn vinskapur, T hafi gætt barna varnaraðila og hún og eiginmaðu r hennar hafi verið þeim afar góð. Börn varnaraðila og barnabörn hennar hafi kallað hana ömmu. Hún hafi með árunum orðið náinn fjölskylduvinur og hafi þau tengsl ekki rofnað þótt T hafi síðar flutt sig um set. T hafi verið með fjölskyldu varnaraðila á jólu m og öðrum fjölskylduhátíðum í yfir 30 ár. Þá kveður varnaraðili að hún og dóttir hennar, Æ , hafi veitt T margháttaða aðstoð hin síðari ár. Af gögnum málsins má ráða að varnaraðila er getið sem nánasta aðstandanda í sjúkraskrá T og ásamt G, systurdóttur he nnar, í samskiptabók heimahjúkrunar, auk þess sem Æ er skráð nánasti aðstandandi hennar þar síðar. Þá er varnaraðili skráð sem einn tengiliða við Securitas, en T var með öryggishnapp frá því fyrirtæki. Aðrir skráðir tengiliðir við Securitas eru Z og V . Var naraðili kveður að andlát T hafi fyrst verið tilkynnt sér og fyrir liggur að hún auglýsti útför hennar og hafði umsjón með henni. 7. Í matsbeiðni er því beint til matsmanns að svara því hvort ætla megi að arfleifandi hafi verið svo heil heilsu andlega að hún hafi verið fær um gera erfðaskrá vorið 2019 á skynsamlegan hátt, m.a. með tilliti til eftirfarandi spurninga: 1. hvort andlegu ástandi hennar hafi verið þannig háttað á umræddum tíma að líklegt sé að hún hafi getað átt frumkvæði að því að gera erfðaskrá, 2. hvort andlegu ástandi hennar hafi verið þannig háttað að hún hafi verið viðkvæm fyrir þrýstingi annarra til að gera erfðaskrá og 3. hvort ætla megi að andlegu ástandi hennar hafi verið þannig háttað að líklegt sé að hún hafi gert sér grein fyrir ráðstöf un allra eigna sinna, m.a. íbúð og lausafé, verðmæti sem ætla má að nemi um 30 milljónum króna, með erfðaskrá. 8. Jón Snædal öldrunarlæknir var dómkvaddur matsmaður og skilaði matsgerð 1. október 2020. Í matsgerð hans er greint frá því að matsmaður noti viðm iðið vitræn geta í stað andlegs ástands eins og orðað er í matsspurningum. Greinir matsmaður frá því að hann hafi aldrei hitt hina látnu og byggi mat sitt alfarið að gögnum úr sjúkraskrá. Hann hafi leitað gagna aftur til ársins 2012 þar sem í gögnum málsin s sé að finna upplýsingar um að hún hafi greinst með Alzheimer sjúkdóm á þeim tíma. Er í matsgerðinni lýst ítarlega þeim upplýsingum sem fram koma í sjúkraskrá T frá upphafi árs 2012 til dánardags og einkum beint sjónum að upplýsingum um vitræna getu. Af þ essum gögnum telur matsmaður þó ljóst að athygli hjúkrunarfólks hafi aðallega verið á líkamlegu ástandi hennar sem hrakað i mikið á þessu tímabili. Í árslok 2011 datt hún á heimili sínu og mjaðmagrindarbrotnaði og dvaldi st lengi á Landakoti vegna afleiðinga þess auk þess sem hún hlaut fleiri byltur síðar, m.a. úlnliðsbrot árið 2013 og höfuðáverka í júní 2018. Þá fékk hún brjóstakrabbamein 4 árið 2017 auk þess sem hún hafði í langan tíma glímt við langvinna lungnateppu, stöðugt hjartaflökt, háþrýsting og var me ð gagnráð. Í upphafi árs 2012, á meðan T dvaldi st á Landakoti, vaknaði grunur um heilabilun og af því tilefni var gerð ítarleg skoðun á þeim þætti, m.a. lagt fyrir hana MMSE próf (Mini Mental State Examination), svokallað klukkupróf og tekin tölvusneiðmynd af heila. Niðurstöður þessara rannsókna veittu ákveðnar vísbendingar um heilabilun. Niðurstöður MMSE prófsins voru 20 stig af 30 mögulegum og tölvusneiðmyndin sýndi afleiðingar af litlum blóðtappa í heila og nokkra rýrnun á heilaberki. Þá var á sama tíma gert ítarlegt taugasálfræðilegt mat. Í niðurstöðum þess koma fram miklir erfiðleikar á seinkuðu minni fyrir yrtu efni ásamt skipulagserfiðleikum, merki eru um að hægt hafi á hugsun og það ber á erfiðleikum með einbeitingu, sveigjanleika, athygli og stýring u. Eru niðurstöður taugasálfræðings þær að mynstrið samræmist byrjandi heilabilun og þá helst Alzheimer sjúkdómi. Sú sjúkdómsgreining var þó ekki skráð í læknabréfi frá þeim tíma. MMSE próf var lagt aftur fyrir T árið 2018 og skoraði hún þá 23 stig af 30 á n þess að í sjúkragögnum sé að finna nánari greiningu á því. 9. Í samantekt matsmanns kemur fram sú niðurstaða hans að T hafi vafalaust verið með skerta vitræna getu árið 2012 og að allt bendi til að hún hafi þá verið á stigi vægrar heilabilunar. Hins vegar sé mjög vafasamt að orsökin hafi verið Alzheimer sjúkdómur í ljósi þess að ekkert komi fram, hvorki í almennum lýsingum né við fyrirlögn prófa, að henni hafi farið aftur næstu sex árin þar á eftir. Matsmaður tekur undir mat lækna sem árið 2018 lýstu ástand æðakölkunarheilabilunar. Í tilviki T hafi afleiðingar þessa helst verið framtaks - og frumkvæðisleysi sem endurtekið sé vikið að í sjúkragögnum en önnu r einkenni slíkrar heilabilunar, svo sem að hafa litlar áhyggjur þrátt fyrir vandamál, jafnvægisskerðing og þvagleki eigi einnig við um hana. Þá sé minnisskerðing meðal einkenna þessa sjúkdóms og vel staðfest í tilviki T . 10. Í niðurstöðu matsmanns kemur jafn framt fram að ekki sé hægt að fullyrða hvort vitræn skerðing T hafi leitt til þess að hún hafi verið ófær um að gera gilda erfðaskrá vorið 2019. Vissulega liggi fyrir vitræn skerðing árum saman en hún virðist ekki hafa ágerst að neinu marki með árunum. Þó fari ekki á milli mála að líkamlegt ástand hennar hafi verið orðið mjög bágborið þegar hún undirritaði erfðaskrána. 11. Matsmaður svarar fyrstu matsspurningu í matsbeiðni á þann hátt að vegna eðlis vitrænnar skerðingar T sé afar ólíklegt að hún hafi getað haf t frumkvæði að því að gera erfðaskrá. Annarri matsspurningu telur matsmaður ekki unnt að svara á fullnægjandi hátt á grundvelli fyrirliggjandi gagna og þriðju spurningunni svarar hann þannig að það teljist fremur ólíklegt að hún hafi gert sér grein fyrir r áðstöfun 5 eigna sinna svo sem nánar er lýst í matsspurningunni, en óyggjandi svar sé ekki unnt að gefa á grundvelli fyrirliggjandi gagna. 12. Við munnlegan flutning málsins gáfu varnaraðili og G , einn sóknaraðila, aðilaskýrslu. Þá gáfu eftirfarandi vitni skýrs lu fyrir dómi: Jón Snædal, öldrunarlæknir og dómkvaddur matsmaður, Z endurskoðandi, Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður, Stefán Þór Ólafsson lögmaður, arfleiðsluvottarnir X og Y , Elísabet Ösp Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hulda Gest s dóttir hjúkrunarfræðingur, Y , vinkona hinnar látnu , og Æ , dóttir varnaraðila. Framburður aðila og vitna er rakinn í niðurstöðukafla úrskurðarins, að svo miklu leyti sem máli skiptir fyrir úrlausn málsins. III. 13. Sóknaraðilar byggja kröfu sína um ógildingu e rfðaskrár T , annars vegar á því að formlegir annmarkar séu á vottorð arfleiðsluvotta , sbr. 3. mgr. 42. gr. erfðalaga nr. 8/1962 , og hins vegar á því að hin látna hafi ekki haft arfleiðsluhæfi þegar hún undirritaði erfðaskrána þann 25. apríl 2019, sbr. 34. gr. sömu laga. Hvor gallinn um sig leiði til þess að erfðaskráin sé ógildanleg. 14. Hvað fyrri málsástæðuna varða r byggja sóknaraðilar á því að arfleiðsluvottorðið sé ódagsett auk þess sem ekki sé getið um heimilisföng arfleiðsluvottorða, en áskilið sé að hvor u tveggja komi fram í arfleiðsluvottorði skv. 3. mgr. 42. gr . erfðalaga. Þá sé ekki skýrt af vottorðinu hvort það hafi verið hin látna sjálf sem hafi kvatt vottana til að votta erfðaskrána svo sem áskilið sé skv.1. mgr. sömu greinar. 15. Hvað síðari málsástæð una varðar vísa sóknaraðilar til þess að útilokað sé að hin látna hafi þann 25. apríl 2019 verið svo heil heilsu andlega að hún hafi verið fær um að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá á skynsamlegan hátt. Hana hafi því skort arfleiðsluhæfi skv. 34. gr. er fðalaga. Á þeim tíma hafi hin látna verið langveik, öldruð kona sem glímt hafi við margvíslega líkamlega sjúkdóma og hafi þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs. Auk þess hafi heilabilun og vitræn skerðing hennar verið þannig að hún hafi ekki ge rt sér grein fyrir því hvað fólst í erfðagerningnum. Hún hafi verið framtaks - og frumkvæðislaus enda hafi erfðaskráin verið gerð að frumkvæði varnaraðila. Varnaraðili hafi fengið lögfræðing til að semja erfðaskrána, lagt til orðalag í texta hennar og kvatt til arfleiðsluvotta til að votta gerninginn. Sá lögfræðingur hafi ekki hitt hina látnu heldur einvörðungu rætt við hana í síma. Annar lögfræðingur, sem varnaraðili hafði óskað eftir að aðstoðaði við gerð erfðaskrárinnar, hafi ekki treyst sér til að gera þ að þar sem hann hafi metið það svo, eftir að hafa hitt T í mars 2019, að hún væri ekki fær um að gera erfðaskrá. Af framangreindu og öðrum gögnum málsins, m.a. matsgerð dómkvadds matsmanns og sjúkraskrá, megi ráða að T hafi ekki verið fær um að gera erfðas krá, og að sú 6 erfðaskrá sem liggi fyrir, hafi hvorki endurspeglað raunverulegan vilja hennar né hafi ráðstöfunin verið skynsamleg. 16. Þá byggja sóknaraðilar, aðrir en A , á því að tengsl hinnar látnu og varnaraðila hafi ekki verið náin og geti samband þeirra þ ví ekki stutt þá staðhæfingu að raunverulegur vilji hennar hafi staðið til að gera erfðaskrána. IV. 17. Varnaraðili byggir á því að ósannað sé að hin látna hafi ekki verið svo heil heilsu andlega þegar hún undirritaði erfðaskrána þann 25. apríl 2019 að hún væri ekki fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt í skilningi 2. mgr. 34. gr. erfðalaga. Þá mót mælir varnaraðili því að formlegir annarmarkar séu á erfðaskránni þannig að varði ógildingu hennar. 18. Hvað form erfðaskrárinnar varðar byggir varnaraðili á því að erfðaskráin og arfleiðsluvottorðið, sem ritað sé á sömu blaðsíðu sama skjals, sé dagsett með f ullnægjandi hætti, öldungis óþarft sé að greina heimilisföng arfleiðsluvotta þar sem kennitala þeirra fullnægi þeim tilgangi fyrirmæla 3. mgr. 42. gr. erfðalaga að ekki verður um villst hverjir vottarnir séu. Þá komi skýrlega fram, bæði í erfðaskránni og a rfleiðsluvottorðinu, að þeir hafi verið kvaddir til að votta erfðaskrána og fullnægi það áskilnaði 1. mgr. 42. gr. erfðalaganna. 19. Um arfleiðsluhæfi hinnar látnu vísar varnaraðili í fyrsta lagi til þess að tveir tilkvaddir vottar hafi vottað það að hún hafi verið andlega heil heilsu þegar hún undirritaði erfðaskrána. Þá geti hvorki matsgerð dómkvadds matsmanns né lækni s fræðileg gögn verið grundvöllur ályktunar um að hin látna hafi ekki haft arfleiðsluhæfi á þeim degi þegar hún gerði erfðaskrána. Óumdeilt sé a ð hin látna hafi verið líkamlega hrum á þessum tíma en ekkert í gögnum málsins rennir stoðum undir að hún hafi verið með svo mikla vitræna skerðingu að hún hafi verið óhæf til að láta í ljós vilja sinn með erfðaskrá. Sönnunarbyrðin um það hvíli á sóknaraði lum. Verði talið sannað að hin látna hafi við undirritun erfðaskrárinnar verið haldin andlegum annmörkum sé ljóst að þeir annmarkar hafi ekki ráðið efni erfðaskrárinnar. 20. Þá byggir varnaraðili á því að erfðaskráin hafi verið skynsamleg og eðlileg í skilning i 32. gr. erfðalaga og í samræmi við vilja hinnar látnu. Hin látna hafi verið í litlum samskiptum við ættingja sína síðustu tvo áratugi og þeir hafi lítið sinnt henni. Hún hafi hins vegar litið á varnaraðila og fjölskyldu hennar sem sína nánustu. Vinátta v arnaraðila og hinnar látnu hafi verið mikil og náin um langan tíma og haldist allt fram að andláti hennar. Hin látna hafi verið eins og hluti af fjölskyldu varnaraðila um áratugaskeið og varnaraðili hafi mest sinnt henni síðari ár og víða verið skráð nánas ti aðstandandi hennar . Andlát T hafi fyrst verið tilkynnt varnaraðila, sem hafi ein komið og kvatt hana og tilkynnt ættingjum hennar um andlátið. 7 21. Loks vísar varnaraðili til þess að einstaklingar hafi óskoraðan rétt til að ráðstafa eigum sínum í lifanda lí fi og mikið þurfi að koma til svo raskað sér gerningum sem byggi á vilja, eftir andlát þeirra. T hafi ráðstafað eigum sínum á skynsamlegan hátt og í samræmi við vilja sinn, sem beri að virða. V. 22. Í máli þessu greinir aðila á um gildi erfðaskrár T . Erfðask ráin, sem er dagsett 25. apríl 2019, er gerð af Stefáni Þórarni Ólafssyni lögmanni. Með erfðaskránni ráðstafar T öllum eignum sínum til varnaraðila svo sem mælt er fyrir um í 1. gr. hennar. Í 2. gr. segir að a r fleifandi undirriti erfðaskrána í viðurvist tv eggja tilkvaddra votta. Erfðaskráin er undirrituð af T og eru ekki bornar brigður á að undirritunin stafi frá henni. Þá er dagsetningin handskrifuð annarri rithendi fyrir ofan nafn hennar þar sem forprentað ur var undirritunarstaður, sem er .... . Arfleiðslu vottorð er á sömu blaðsíðu skjalsins og erfðaskráin sjálf. Efni þess er rakið í atvikalýsingu dómsins. Vottorðið er undirritað af Y og X og segir fyrir ofan undirritun þeirra að það sé gert á ... en ekki er getið dagsetningar á þeim stað. 23. Arfleiðsluvottar nir komu fyrir dóm og staðfestu undirritun sína og lýstu því nánar að þau hefðu verið viðstödd undirritun T á erfðaskránni þann 25. apríl 2019 og að þau hefðu undirritað vottorðið á sama tíma. Þau kváðu að Æ , dóttir varnaraðila, hefði beðið þau um að vera arfleiðsluvotta en hún væri vinkona og gömul skólasystir Y . 24. Arfleiðsluvottorðið er í samræmi við þær kröfur sem fram koma í 42. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Í þessu efni skiptir ekki máli þótt dagsetning vottorðsins sé að finna fyrir ofan vottorðið sjálft se m er , eins og áður greinir , ritað fyrir neðan erfðaskrána sjálfa þar sem er að finna stað og dagsetningu gerningsins. Þá er efni vottorðsins í samræmi við það sem mælt er fyrir um í nefndu ákvæði erfðalaganna að því frátöldu að ekki er getið um heimilisföng arfleiðsluvottanna. Tilga ngur þess áskilnaðar er að taka af vafa um hverjir séu arfleiðsluvottar. Í þessu tilviki leikur ekki vafi á því enda rita þeir undir með nafni og kennitölu og hafa að auki staðfest undirritun sína hér fyrir dómi. Þá kom fram í framburði þeirra fyrir dómi a ð Æ , dóttir varnaraðila, hefði beðið þau um að koma og votta erfðaskrána. Ber ekki að skilja fyrirmæli 1. málsl. 42. gr. á þann veg að nauðsyn beri til að arfláti sjálfur kalli til votta að erfðaskrá sinni enda geri hann ekki athugasemdir við að þau séu ti lkvödd til þeirra starfa. 25. Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á það með sóknaraðilum að formgallar séu á erfðaskrá nni eða arfleiðsluvottorðinu. Af því leiðir að erfðaskráin telst gild nema sóknaraðilum takist sönnun þess að arfleifanda hafi sk ort arfleiðsluhæfi skv. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga á þeim tíma þegar erfðaskráin var gerð. 8 26. Svo sem rakið hefur verið er umdeild erfðaskrá T gerð 11 vikum fyrir andlát hennar en hún var 88 ára að aldri þegar hún lést. Fyrir dómi báru báðir arfleiðsluvottarn ir að erfðaskráin hefði verið lesin fyrir T og hún hefði játað því skýrlega, aðspurð, að hún vildi gera erfðaskrá með þessu efni. Á sama veg bar Stefán Þ. Ólafsson lögmaður, sem ritaði erfðaskrána. Hann kvaðst ekki hafa hitt T en rætt við hana í síma. Nána r voru þessi vitni spurð að því með hvaða hætti T hefði látið í ljós þennan vilja sinn og verður helst á þeim skilið að hún hafi svarað því játandi þegar hún var spurð hvort hún vildi gera erfðaskrá þar sem varnaraðili yrði erfingi allra eigna hennar. Ekki verður ráðið af framburði þessara vitna að hún hafi haft meira um það að segja eða hún hafi tjáð þeim í lengra máli hver vilji hennar væri né heldur hvers vegna hún vildi gera erfðaskrána. Þá liggur fyrir að það var varnaraðili sem hafði samband við lögma nninn og bað hann um aðstoð við gerð erfðaskrárinnar. Fyrir dómi bar hann að líklega hefði varnaraðili lagt til orðalag í 1. gr. erfðaskrárinnar. 27. Af framangreindu er óhætt að slá því föstu að T hafi ekki haft frumkvæði að gerð erfðaskrárinnar. Kemur það einnig heim og saman við niðurstöðu dómkvadds matsmanns sem kvað hafið yfir vafa að hún hafi verið með heilabilun sem olli vitsmunalegri skerðingu sem m.a. kom fram í framtaks - og frumkvæðisleysi . Á hinn bóginn styður vitnisburður þessara aðila ekki staðhæfingar um að hún hafi ekki viljað gera erfðaskrá með því efni sem umdeild erfðaskrá geymir eða að hún hafi verið ófær um að skilja efni hennar. 28. Kjarni þess ágreinings sem leysa þarf úr í þessu m áli lýtur að því hvort T hafi verið svo heil heilsu andlega þegar hún undirritaði erfðaskrána að hún hafi verið fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt. Í þessu efni liggja fyrir gögn úr sjúkraskrá T og matsgerð dómkvadds matsmanns. Af þeim gögnum má ráða að T hafi um árabil fyrir andlát sitt verið með einhverja vitræna skerðingu , sem líklegast er að hafi stafað af æðakölkun , svo sem er niðurstaða dómkvadds matsmanns. Styðst það jafnframt við framlögð gögn um andlega heilsu hennar, sem greina frá að grunur hafi vaknað um heilabilun á árinu 2012, þegar hún lá á Landakoti vegna mjaðmagrindarbrots. Rannsóknir sem gerðar voru á þeim tíma staðfesta að T var þá þegar komin með vitræna skerðingu . Á hinn bóginn veita gögn málsins ekki fullnægjandi upplýsinga r um það hvort sú skerðing hafi haft þau áhrif á andlegt atgervi hennar vorið 2019 að hún hafi verið ófær um að gera erfðaskrá. Matsmaður, sem rekur ítarlega þau læknisfræðilegu gögn sem til eru um heilsufar T , kemst að þeirri niðurstöðu í matsgerð sinni a ð ekki sé hægt að fullyrða um það með óyggjandi hætti, þótt hann telji það ólíklegt að hún hafi gert sér grein fyrir þeim ráðstöfunum sem fólust í erfðaskránni. Í skýrslu sinni fyrir dómi gerði matsmaður nánar grein fyrir niðurstöðu sinni. Ítrekaði hann þa ð sem fram kemur í matsgerðinni, að fyrirliggjandi læknisfræðileg gögn veiti ekki nægjanlegar upplýsingar til að unnt sé að svara því 9 með óyggjandi hætti hvort T hafi gert sér grein fyrir því hvað fólst í gerð erfðaskrárinnar. Getur fyrirliggjandi matsgerð því ekki verið fullnægjandi sönnun þess að hana hafi skort arfleiðsluhæfi þegar hún gerði erfðaskrána. Nýtur því ekki við annarra gagna um það atriði en framburðar vitna fyrir dómi. 29. Að mati dómsins hafa skýrslur aðila í málinu ekki þýðingu við úrlausn þe ss. Svo sem við er að búast bera aðilar á ólíkan veg um ástand hinnar látnu sem og tengsl hennar við viðkomandi og var framburður aðila í samræmi við málatilbúnað þeirra. Sömu sögu má segja um vitnisburð Æ , dóttur varnaraðila. Önnur vitni varpa ekki skýru ljósi á ástand T á þeim tíma þegar hún gerði erfðaskrána ef frá er talinn vitnisburður tveggja hjúkrunarfræðinga og vitnisburður Huldu Rósar Rúriksdóttur lögmanns. 30. Hulda Rós kvaðst hafa hitt T í mars 2019 þar sem varnaraðili hefði sett sig í samband við h ana og óskað eftir því að hún aðstoðaði T við að gera erfðaskrá. Af því tilefni hefði hún farið og hitt T á ... og óskað eftir því að fá að tala við hana einslega. Kvað hún að T hefði legið í rúminu og dormað. Hún hafi starað út í loftið og ekki hafi með n okkrum hætti verið hægt að ná neinu sambandi við hana. Vitnið kvaðst að svo búnu hafa sagt varnaraðila að hún gæti ekki aðstoðað T við gerð erfðaskrár. Vitnið taldi bersýnilegt að T hefði ekki verið fær um að gera erfðaskrá með hliðsjón af framangreindu ás tandi hennar. 31. Á hinn bóginn bendir vitnisburður vitnanna Elísabetar Aspar Pálsdóttur og Huldu Gestdóttur ekki í þá veru að T hafi skort arfleiðsluhæfi. Bæði þessi vitni eru hjúkrunarfræðingar sem önnuðust T á meðan hún dvaldi st á sjúkrahúsinu á ... . Elísa bet Ösp bar fyrir dómi að T hefði verið mjög líkamlega lasin og hafi þurft aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hins vegar hafi hún verið vel áttuð og fær um að gera sig skiljanlega og sagt hvað hún vildi. Aðspurð hvort hún teldi að T hafi verið hæf til að gera erfðaskrá sagðist vitnið halda að svo hafi verið. Hulda Gestdóttir kvað T hafa verið fullkomlega færa um að láta í ljós vilja sinn. Hún hafi verið skýr og vel máli farin, venjuleg gömul kona. Með hliðsjón af faglegri þekkingu þe ssara vitna og þeirri aðstöðu sem þau voru í til að leggja mat á andlegt hæfi hennar, vegur vitnisburður þeirra þungt. 32. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið verður ekki talið að sóknaraðilar hafi fært fram fullnægjandi sönnun þess að T hafi ekki verið svo andlega heil heilsu þann 25. apríl 2019 að hún hafi ekki verið fær um að gera erfðaskrá á skynsamlegan hátt. Breytir það ekki þeirri niðurstöðu þótt sýnt þyki að hún hafi verið haldin nokkurri vitrænni skerðingu og jafnframt sé óumdeilt að líkaml ega var hún afar hrum þegar þarna var komið sögu . 33. Þá er jafnframt fallist á það með varnaraðila að efni erfðaskrárinnar hafi ekki verið svo óvenjulegt eða óskynsamlegt að það út af fyrir sig veiti vísbendingu um að vilji 10 hinnar látnu hafi ekki ráðið efni h ennar. Í þessu efni er þess að gæta að varnaraðili hefur að mati dómsins fært fram fullnægjandi sönnur þess að samband T og varnaraðila hafi verið náið og hafði varað í áratugi þegar hún lést. Eru staðhæfingar í þessa veru bæði studdar gögnum, m.a. ljósmyn dum úr fjölskylduboðum varnaraðila, sjúkragögnum sem bera um að varnaraðili hafi verið meðal hennar nánustu aðstandenda auk þess sem vitnisburður Y , vinkonu T til áratuga, ber á sama veg. 34. Við munnlegan flutning málsins byggði lögmaður annarra sóknaraðila en A á þeirri málsástæðu að ógilda bæri erfðaskrána þar sem hin látna hafi verið beitt misneytingu við gerð hennar , sbr. 1. mgr. 37. gr. erfðalaga. Ekki verður séð að andmæli á þessum forsendum hafi verið hreyft á fyrri stigum málsins. Með vísan til 5. mgr . 101. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991, um opinber skipti á dánarbúum o.fl. er fallist á það með varnaraðila að þessi málsástæða sé of seint fram komin og verður ekki nánar um hana fjallað. 35. Samkvæmt öllu framangreindu verður kr öfu sóknaraðila um ógildingu erfðaskrár T hafnað. Rétt þykir, með hliðsjón af 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 að málskostnaður milli aðila fallir niður. 36. Mál þetta flutti Ósk Óskarsdóttir lögmaður fyrir A , Lára Valgerður Júlíusdóttir lögmaður fyrir aðra sóknaraðila og Fríða Thoroddsen lögmaður fyrir varnaraðila. Ingibjörg Þorsteinsdóttir , héraðsdómari og dóm s formaður , kveður upp þennan úrskurð ásamt Lárentsínusi Kristjánssyni héraðsdómara og Steinunni Þórðardóttur öldrunarlækni. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila um að ógilda erfðaskrá T , sem hún gerði 25. apríl 2019. Málskostnaður fellur niður.