Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 11. desember 2020 Mál nr. S - 185/2020 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi ) g egn Pawel Dubaj ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 24. nóvember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, 20. október 2020 , með ákæru á hendur Pawel Dubaj , , , , ,,fyrir umferðarlagarbrot með því að hafa, skömmu eftir hádegi sunnudaginn 6. september 2020, sviptur ökurétti ævilangt, ekið bifreiðinni með 121 km hraða á klukkustund norður Norðurlandsveg við Kringlu í Húnavatnshreppi, þar sem leyfður hármarkshraði var 90 km á klukkustund. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. og 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar II Ákærði sótti ekki þing þegar málið var þingfest 15. júní sl. , en skipaður verjandi hans Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hafði samband við dóminn og upplýsti að ákærði hygðist ekki halda uppi vörnum. Einnig óskaði verjandinn eftir þóknun sér til handar. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákærða sjálfum á lögmætan hátt 19. nóvember sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. 2 Samkvæmt sakavottorði hefur ákærð i sjö sinnum áður sætt refsingu síðast með dómi Héraðsdóms Reykjaness, 5. febrúar á þessu ári. Þar var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna og að hafa í tvö önnu r skipti ekið sviptur ökurétti. Hann var auk þessa sakfelldur fyrir minniháttar brot gegn vopnalögum og lögum um ávana - og fíkniefni. Í nefndum dómi var miðað við að ákærði hefði fjórum sinnum áður hlotið dóm eða undirgengis t lögreglustjórasátt vegna akstu rs undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna og þrisvar sinnum vegna aksturs sviptur ökurétti, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga. Dómurinn var hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 5. júlí 2019 en með þeim dómi var ákærði sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Samkvæmt dómvenju og að sakarferli ákærða virtum, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningalaga, þykir refsing hans hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi. Sakarkostnaður féll ekki á málið við rannsókn þess hjá lögreglu. Ákærði naut aðstoðar verjanda og ber að dæma hann til að greiða þóknun verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem þykir hæfileg ákveðin 91.760 krónur að meðtöldum virðisaukaska tti. Af hálfu ákæruvalds sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði Pawel Dubaj , sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði 91 .760 króna þóknun verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns. Halldór Halldórsson