Héraðsdómur Suðurlands Dómur 29. september 2021 Mál nr. S - 342/2021 : Héraðssaksóknari ( Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari ) g egn Elv u Marteinsdótt u r ( enginn ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 23. september sl., er höfðað með ákæru Héraðssaksóknari þann 19. ágúst sl., á hendur Elvu Marteinsdóttir, , fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 22. júlí 2020, í lögreglubifreið sem lagt var á gatnamótum Eyrargötu og Hjallavegar á Eyrarbakka, hrækt á lögreglumanninn GMG - 1110, sem þar var við skyldustörf, en hrákinn lenti á vinstri handlegg hans og í andliti. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærð a mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 6. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að mál ið kynni að verða dæmt að ákærð u fjarst addri . Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð a hefur gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærð a hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a sjö sinnum áður sætt refsingu. Þann 7. apríl 2004 var ákærðu gert að sæta fangelsi í 60 daga, vegna húsbrots og fjárs vika, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið. Þann 29. september sama ár var ákærða fundinn sek um fjársvik og henni gert að sæta fangelsi í 90 daga, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var ákærða þann 19. s eptember 2 2013 fundinn sek um brot gegn lögreglulögum sem og brot gegn valdstjórninni og henni gert að sæta fangelsi í sex mánuði. Ákærða lauk afplánun á framangreindum dómi þann 30. apríl 2019. Þann 22. júní 2021 var ákærðu gerð sekt vegna aksturs án gildr a ökuréttinda. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er framið fyrir uppkvaðningu síðastgreinds dóms og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki , með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærðu ekki áhr if við ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Að virtum sakaferli ákærðu þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaðu r dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð a, Elva Marsteinsdóttir, sæti fangelsi í 30 daga. Sólveig Ingadóttir.