Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 29. janúar 2021 Mál nr. S - 187/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson settur lögreglustjóri ) g egn Ervinas Survila ( enginn ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 12. þessa mánaðar er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra með ákæru 20. október 2020, á hendur Ervinas Survila, fæddum , til heimilis að , ,, fyrir umferðar - og lögreglulagabrot, með því að hafa, síðdegis fimmtudaginn 3. september 2020, sviptur ökurétti ævilangt, ekið bifreiðinni , með 111 km hraða á klukkustund norður Norðurlandsveg við Holt í Húnavatnshreppi, þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukk u stund, og með því að hafa, er lögregla hafði af skipti af ákærða í ofangreint sinn, sagst heita Andreas og vera ferðamaður sem ekki hefði íslenska kennitölu. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. og 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 og 5. mgr. 15. gr. lögreglulaga nr . 90, 1996, sbr. 1. mgr. 6. gr. lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, nr. 555/2019, sbr. 2. gr. laga nr. 36,1998 um lögreglusamþykktir, sbr. 44. gr. laga nr. 90, 1996 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á framangreindri bifreið með skráningarnúmerið MI - 570, sem lögregla haldlagði við rannsókn málsins, skv. 1. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019 . II Upphaflega var málið tekið fyrir 24. nóvember og þá tekið til dóms. Í fyrirkalli sem gefið var út var þess hins vegar ekki getið að dæma mætti málið að ákærða fjarstöddum. Málið var því endurupptekið 8. desember sl. og nýtt fyrirkall birt fyrir ákærða 29. desember. Í því er varað við því hverjar afleiðingar útivist hefur. Málið var 2 síðan tekið fyrir 12. þessa mánaðar. Þann dag sótti á kærði ekki þing og boðaði ekki forföll. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákær ð a sjálfum á lögmætan hátt 29. desember sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann við urkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Samkvæmt vottorði sakaskrár hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt ref sing. Hann var í lok árs 2017 dæmdur í 60 daga fangelsi skilorðsbun dið til tveggja ára fyrir þjófnað og akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna. Hann var jafnframt sviptur ökurétti í tvö ár og þrjá mánuði. Næst var ákærði, 5. apríl 2019, dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir sviptingarakstur, akstur undir áhrifum áfengis auk fleiri brota gegn umferðarlögum og þjófnað. Að auki var hann sviptur ökurétti í fimm ár . Hinn 17. janúar 2020 var ákærði dæmdur í sex mána ða fangelsi fyrir hraðakstur, ölvunar - og sviptingarakstur. Jafnframt var hann sviptur ökurétti ævilangt. Dómur þessi var að hluta hegningarauki við dóminn frá 5. apríl 2019 og var skilorð þess dóms dæmt upp. Loks var ákærði, hinn 10. júní sl., dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir ölvun við akstur og fyrir að aka sviptur ökurétti. Þessi dómur var að hluta hegningarauki við dóminn frá 17. janúar 2020. Í dóminum frá 10. júní sl. var við það miðað að ákærði væri þá í þriðja sinn að gerast sekur um akstur undir áhri fum áfengis og sviptur ökurétti . Ákærði er nú sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti , fyrir hraðakstur og fyrir að villa á sér heimildir. Samkvæmt dómvenju og að sakarferli ákærða virtum, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga fer um refs ingu ákærða fyrir sviptingarakstur hans líkt og hann hafi þrisvar áður gerst sekur um að aka sviptur ökurétti. Refsing ákærða þykir , að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga , hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Ákæruvaldið krefst þess, með v ísan til 1. mgr. 108. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 að bifreiðin MI - 570, sem er í eigu ákærða og hann ók í umrætt sinn verði gerð upptæk. Þrátt fyrir að ákærði hafi þrisvar sinnum áður verið sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti eru brot hans ekki svo st órfelld að efni séu til að fallast á upptöku bifreiðar hans. Sakarkostnaður hefur ekki fallið til við meðferð málsins. 3 Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson s ettur l ögreglustjór i á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdó mari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Ervinas Survila , sæti fangelsi í tvo mánuði. Kröfu ákæruvaldsins um upptöku bif r eiðar ákærða með skráningarnúmerið er hafnað. Halldór Halldórsson