Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. október 2021 Mál nr. S - 3891/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Ragnar i V . Ragnars syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 24. ágúst 2021, á hendur Ragnari V . Ragnarssyni, kt. , , Reykjavík, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 8 . desember 2020 , ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 340 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,2 ng/ml ) um Kringlumýrarbraut í Reykjavík , þar sem lögregla stöðvaði aksturin n. Telst háttsem i þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50 . gr ., sbr. 1. mgr. 95 . gr. umferðarlaga nr. 77 / 2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þanni g gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 18. ágúst 2021, var ákærða gert að greiða lögreglustjórasekt 27. september 2012 og hann jafnframt sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá þeim degi að telja meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þá var honum gert að greiða lögreglustjórasekt 19 . janúar 2 201 6 og hann jafnframt sviptur ökurétti í 24 mánuði frá þeim degi að telja fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Að öðru leyti hefur sakarferill ákærð a ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Verður því miðað við það að á kærða sé nú þriðja sinn i , inna n ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Með hliðsjón af framangreindu , sakarefni málsins og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 135.507 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi fyrir Árna Berg Sigurðss on aðstoðarsaksóknara. Samúel Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ragnar V. Ragnarsson , sæti fangelsi í 30 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 135.507 krónur í sakarkostnað. Samúel Gunnarsson