Héraðsdómur Reykjaness Dómur 10. júní 2021 Mál nr. S - 969/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi) g egn Vilborg u Jónsdótt ur ( Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður ) Dómur : I. Mál þetta, sem dómtekið var 4. júní sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 19. apríl 2021 á hendur Vilborgu Jónsdóttur, kt. 000000 - 0000 , [...] . Málið er höfðað á hendur ákærðu fyrir fjárdrátt með því að hafa í alls 20 skipti á tímabilinu 24. október 2018 til og með 17. apríl 2019 í starfi sínu sem gjaldkeri, með prókúru, foreldrafélags Njarðvíkurskóla, kt. 000000 - 0000 , dregið sér samtals kr. 461.000, - , af fjármunum foreldrafélagsins m eð því að millifæra fé af bankareikningum þess í Landsbankanum hf., nr. [...] , inn á persónulegan bankareikning sinn í Íslandsbanka hf., nr. [...] , sem sundurliðast með eftirfarandi hætti: Tilvik Tilvísun Dagsetning Nafn kennitala hreyfing 1 skjal nr.IV. - 2, bls. 11 17.04.2019 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 6000 2 skjal nr.IV. - 2, bls. 1 17.04.2019 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 5000 3 skjal nr.IV. - 2, bls. 2 08.02.2019 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 15000 4 skjal nr.IV. - 2, bls. 3 26.01.2019 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 10000 5 skjal nr.IV. - 2, bls. 4 19.01.2019 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 10000 6 skjal nr.IV. - 2, bls. 5 18.01.2019 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 15000 2 7 skjal nr.IV. - 2, bls. 6 22.12.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 8 skjal nr.IV. - 2, bls. 7 21.12.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 9 skjal nr.IV. - 2, bls. 8 17.12.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 10 skjal nr.IV. - 2, bls. 9 15.12.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 11 skjal nr.IV. - 2, bls. 10 11.12.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 50000 12 skjal nr.IV. - 2, bls. 12 28.11.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 13 skjal nr.IV. - 2, bls. 13 24.11.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 14 skjal nr.IV. - 2, bls. 14 23.11.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 15 skjal nr.IV. - 2, bls. 15 20.11.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 16 skjal nr.IV. - 2, bls. 16 12.11.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 30000 17 skjal nr.IV. - 2, bls. 17 10.11.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 20000 18 skjal nr.IV. - 2, bls. 18 30.10.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 20000 19 skjal nr.IV. - 2, bls. 19 27.10.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 20000 20 skjal nr.IV. - 2, bls. 20 24.10.2018 Vilborg Jónsdóttir 000000 - 0000 20000 461000 Telst háttsemi ákærðu varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærðu gerir aðallega þá kröfu að ákvörðun um refsingu ákærðu verði frestað sk ilorðsbundið en til vara að ákærða verði dæmd til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði þá skilorðsbundin. Verjandinn krefst ekki málsvarnarlauna. II. Ákærða hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Því var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og það var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verj anda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Brot ákærðu er réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru en það varðar við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærðu dag s. 19. apríl 2021 hefur hún ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Ákærða játaði brot sitt greiðlega og hún hefur endurgreitt að fullu þá fjármuni sem málið varðar en í raun er um tiltölulega lága fjárhæð að ræða. Þá voru liðin um tvo ár frá því að ákærða framdi brot sitt og þar til ákæra var gefin út í málinu en ákærðu verður á engan hátt kennt um þann óhæfilega drátt sem varð á rekstri málsins. Með vísan til þessa þykir mega fresta ákvörðun um refsingu ákærðu í tvö ár frá birtingu dóms þessa að telja og falli refsing hennar niður að þeim tíma liðnum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verjandi ákærðu, Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður, gerir ekki kröfu til málsvarnarlauna og annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákvörðun um refsingu ákærðu, Vilborgar Jónsdóttur, er frestað skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dóms þessa að telja og falli refsing hennar niður að þeim tíma liðnum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ingi Tryggvason