Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 6. apríl 2022 Mál nr. S - 367/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Valdemar Karl Kristinsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 6. apríl 2022 sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 31. ágúst 2021, á hendur X , kt. , , líkamsmeiðingar af gáleysi og brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa þriðjudaginn 16. júní 2020, notað gaffallyftara til að lyfta Y , kt. , við byggingu á stálgrindarskemmu á jörð sinni í . Ákærði l yfti honum á göflum [svo] lyftarans í fiskikari en göflunum [svo] hafði verið stungið í sérstakar rennur á botni karsins og karið bundið við lyftarann með strappbandi og síðan lyft Y í um 4 til 5 metra hæð í karinu, þar sem það losnaði eða rann fram af göf lum [svo] lyftarans og bandið slitnaði og maðurinn, kerið og stálbiti sem hann hafði ætlað að festa á stafn skemmunnar féllu til jarðar, með þeim afleiðingum að Y hlaut kurlað brot á vinstra mjaðmarkambi og rof á tveimur sinum beggja axla. Telst þetta varð a við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 2. mgr. 46. gr., sbr. 47. gr., sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum og grein 3.1.2 í viðauka II., sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 367/2006, um notkun tækja, með síðari breytingum. 2 Við upphaf aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá heimfærslu háttseminnar í ákæru til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglugerðar nr. 367/2006. Að öðru leyti verður ákæra óbreytt. 3 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Hann krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. 4 Á grundvelli játningar ákærða var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ák vörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að draga í efa að sé sannleikanum samkvæm, og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. 2 5 Ákærði hefur hreinan sakaferil. Með vísan til aldurs ákærða, afleiðinga brotsins, veikinda, dráttar á útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, og þeirra atvika málsins að ákærði og brotaþoli stóðu saman að þeirri háttsemi sem olli slysinu og töldu sig hafa gert tryggilegar ráðstafanir til að varna því, þykja ekki efni til að gera ákærða sérstaka refsingu í málinu. Er til hliðsjónar litið til dóms Hæstaréttar frá 20. október 1994 í máli nr. 328/1994. 6 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærð i dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og ákveðið er í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Við ákvörðun þóknunar verjanda ber að taka mið af 2. gr. reglna nr. 1/2022, þar sem ekki fór fram sókn eða vörn í málinu . Hins vegar er litið til þess að ákæru var ekki breytt fyrr en á síðari stigum eftir þingfestingu málsins, sem leitt hefur til lítillega meiri vinnu verjanda en lágmarksviðmið 2. gr. reglnanna gerir ráð fyrir. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Eyþór Þor bergsson aðstoðarsaksóknari. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 19. janúar sl. en hafði ekki aðkomu að því áður. Dómsorð: Ákærða X er ekki gerð refsing. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Valdemars Karls Kristinssonar lögmanns, 112.500 krónur, og greiði jafnframt 18.000 krónur í annan sakarkostnað.