1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júlí 2019 í máli nr. S - 408/2014: Ákæruvaldið (Björn Þorvaldsson saksóknari) gegn X , (Hörður Felix Harðarson lögmaður) Z og (Gestur Jónsson lögmaður) Þ (Kristín Edwald lögmaður) I Málið, sem tekið var til dóms 6. júní síðastliðinn, er höfðað með ákæru sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr. 135/2008, útgefinni 22. apríl 2014, á hendur ákærðu, X , kt. [...] , [...] , Z , kt. [...] , [...] , og Þ , kt. [...] , [...] almennum hegningarlögum: I A Á hendu r ákærðu X , þáverandi forstjóra Kaupþings banka hf., kt. [...] , og Z , þáverandi starfandi stjórnarformanni bankans, fyrir umboðssvik, með því að hafa 29. ágúst 2008 í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og létu bankann veita þremur félögum með takmarkaðri ábyrgð, sem skráð voru á Bresku Jómfrúreyjum, eftirfarandi peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda bankans. Nánar tiltekið: Fyrir að hafa látið bankann veita Charbon Capital Ltd., félagi í eigu B , 41,6 milljóna evra lán en félagið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu. Fyrir að hafa látið bankann veita Holly Bea ch S.A., félagi í eigu A , 46,8 milljóna evra lán en félagið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu. Fyrir að hafa látið bankann veita Trenvis Ltd., félagi í eigu C og D , 41,6 milljóna evra lán. Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 130 milljónir evra og voru þau veitt til að félögin gætu gert upp lán sem þau höfðu fengið 7. ágúst 2008 frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Þau lán höfðu verið notuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu Chesterfield United Inc., sem lagði umrædda fjármuni inn á 2 reiknin g hjá Deutsche Bank, Lundúnum. Hafði 125 milljónum evra af þeim fjármunum verið varið til að greiða fyrir svonefnt CLN (e. Credit Linked Notes), eða lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf. og 5 milljónum evra veri ð varið í þóknun til Deutsche Bank. Lán Kaupþings banka hf. til Charbon Capital Ltd., Holly Beach S.A. og Trenvis Ltd. 29. ágúst 2008 voru framlengd tvisvar, fyrst 19. september til 30. september 2008 og síðan 30. september til 13. október 2008. Þau hafa e kki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Þ , þáverandi framkvæmdastjóra Kaupthing Bank Luxembourg S.A., fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Z , með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráði n um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu Kaupþings banka hf. til að greiða upp lán Kaupþing Bank Luxembourg S.A. til félaganna þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Z brast heimild til lánveitingan na og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Með þessu var tjónshættu Kaupthing Bank Luxembourg S.A. vegna lánanna komið yfir á Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda l ánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. II A Á hendur ákærðu X og Z fyrir umboðssvik, með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega h ættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 og létu bankann veita Chesterfield United Inc., félagi með takmarkaðri ábyrgð, skráðu á Bresku Jómfrúreyjum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félags ins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Nánar tiltekið: Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita Chesterfield United Inc. 50 milljóna evra peningamarkaðslán 22. september 2008 sem lagt var inn á reikning félagsins h já Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Lánið var á gjalddaga 30. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita Chesterfield United Inc. 50 milljóna evra peningamarkaðslán 29. september 2008. Lánið va r á gjalddaga 6. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita Chesterfield United Inc. 25 milljóna evra peningamarkaðslán 7. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008. Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 125 milljónir evra og var þeim varið til að greiða viðbótarfjárframlag sem Deutsche Bank, Lundúnum, kallaði eftir 3 með veðköllum á grundvelli skilmála CLN, lánshæfistengds skuldabréfs sem félagið hafði keypt af bankanum, sbr. I. kafla. Eina eign Chesterfield var lánshæfi stengda skuldabréfið. Lánin hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Þ , fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Z , sem lýst er í liðum i) og ii), með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu bankans til að Chesterfield gæti greitt viðbótarfjárframlög sem Deutsche Bank, Lundúnum, kallaði eftir með veðköllum, og hafa haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þeirra til Deutsche Bank, Lundúnum, þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Z brast heimild til lánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. III A Á hendur ákærðu X og Z fyrir umboðssvik, með því að hafa 12. september 2008 í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaup þingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og létu bankann veita Harlow Equities S.A., eignalausu félagi með takmarkaðri ábyrgð í eigu E , sem skráð var á Bresku Jómfrúreyjum, peningamarkaðslán a ð upphæð 130 milljónir evra, án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda. Lánsfjárhæðin var lögð inn á reikning félagsins hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og var megnið af fjárhæðinni, 128.625.000 evrur, fært sama dag sem eiginfjárframlag Harlow Equities S.A. inn í dótturfélagið Partridge Management Group S.A. sem samdægurs lagði þá upphæð inn á reikning hjá Deutsche Bank, Lundúnum. Þar af var 125 milljónum evra varið til að greiða fyri r CLN, lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings banka hf. og 3.625.000 evrum varið til greiðslu þóknunar til bankans. Lánið var á gjalddaga 26. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Það hefur ekki ve rið greitt og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Þ , fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Z , með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umrædda lánveitingu Kaupþings banka hf., haft milligöngu um hana, og h vatt til að lánið yrðu veitt af hálfu Kaupþings banka hf., 4 þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Z brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið var veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitingarinnar og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. IV A Á hendur ákærðu X og Z fyrir umboðssvik, með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 og létu bankann veita Partridge Management Group S.A., félagi með takmarkaðri ábyrgð, skráðu á Bresku Jómfrúreyjum, þrjú peningam arkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Nánar tiltekið: Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita Partridge Management Group S.A. 50 milljóna evra peningamarkaðslán 2 2. september 2008 sem lagt var inn á reikning félagsins hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Lánið var á gjalddaga 30. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita Partridge Management Group S.A . 50 milljóna evra peningamarkaðslán 3. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008. Fyrir að hafa látið Kaupþing banka hf. veita Partridge Management Group S.A. 25 milljóna evra peningamarkaðslán 7. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. októbe r 2008. Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 125 milljónir evra. Þeim var varið til að fjármagna greiðslur til Deutsche Bank, Lundúnum, í tengslum við CLN viðskipti. Eina eign Partridge Management Group S.A., frá 2. október 2008, var lánshæfiste ngt skuldabréf. Lánin hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast Kaupþingi banka hf. glatað. B Á hendur ákærða Þ , fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Z , sem lýst er í liðum i) og ii), með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umræddar lánveitingar Kaupþings banka hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu bankans til að Partridge gæti fjármagnað greiðslur til Deutsche Bank, Lundúnum, í tengslum við CLN viðskipti, og hafa haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þ eirra til Deutsche Bank, Lundúnum, þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Z brast heimild til lánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo veruleg 5 fjártjónshætta hlaust af fyrir Kaupþing banka hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljós i aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum Kaupþings banka hf. með ólögmætum hætti. V Brot ákærðu X og Z teljast varða við 249. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot ákærða Þ teljast varða við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. VI Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls Ákærðu neita sök. Þeir krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara krefjast þeir sýknu. Þeir krefjast þess að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. II Upphaf málsins má rekja til tveggja kærubréfa Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara sem bæði eru dagsett 15. júlí 2009. Í upphafi fyrra bréfsins segir að vegna fjárfestinga í afleiðslusamningum tengdum skuldatryggingarálagi Kaupþings, á fo rstjóri Kaupþings í viðræðum við Deutsche Bank um hvernig hægt væri að hagnast á sveiflum í skuldatryggingarálagi Kaupþings, sem á þeim tíma var mjög hátt. Deutsche Bank ákvað þá að bjóða Kaupþingi upp á CLN, en gerði það sem skilyrði að Kaupþing yrði ekki beinn mótaðili í slíkum viðskiptum heldur myndi Kaupþing finna fyrir rannsókn eftirlitsins á lánveitingum Kaupþings banka hf. til þeirra aðila sem nefndir eru í I. og I I. kafla ákæru og því áliti eftirlitsins að lánveitingarnar hefðu ekki heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði, sbr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2 til þeirra aðila sem um getur í III. og IV. kafla ákæru. Lánin voru greidd út 29. ágúst 2008 til skuldara samk væmt lánasamningum sem ekki voru undirritaðir. Lánin voru síðan framlengd í síðasta sinn 13. október 2008. Um þremur vikum eftir að lánin voru greidd út voru lánveitingarnar samþykktar. Í öllum tilvikum fólu lánin í sér heildarfjármögnun félaganna, þ.e. að eigendur þeirra lögðu ekki til neitt eigið fé. 6 Á þeim tíma sem um ræðir var ákærði X forstjóri bankans og átti sæti í lánanefnd stjórnar (BCC) og lánanefnd samstæðu (GCC). Ákærði Z var starfandi stjórnarformaður bankans og formaður lánanefndar stjórnar. Á kærði Þ var framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Ákæruvaldið heldur því fram að a ð baki lánveitingunum sem ákært er fyrir hafi legið viðskipti með svonefnd lánshæfistengd skuldabréf eða CLN (Credit Linked Notes) sem tengd hafi verið skuldatryggi ngarálagi (e. CDS (Credit Default Swap) Kaupþings hf. og Deutsche Bank gaf út. Annars vegar hafi verið viðskipti félagsins Chesterfield United Inc. og Deutsche Bank í Lundúnum, sbr. I. og II. kafla ákæru, og hins vegar viðskipti félagsins Partridge Managem ent Group S.A. og Deutsche Bank, sbr. III. og IV. kafla ákæru. Félögin Chesterfield og Partridge hafi bæði verið skráð á Bresku Jómfrúaeyjum og sérstaklega sett á laggirnar til að eiga viðskipti með CLN (Credit Linked Notes), lánshæfistengd skuldabréf sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings hf. Viðskiptin hafi verið sambærileg að flestu leyti. Viðskipti Chesterfield áttu sér stað í ágúst 2008 en viðskipti Partridge í september sama ár. Eignarhaldsfélög Chesterfield hafi verið þrjú, þ.e. Charbon Capit al Ltd., Holly Beach S.A. og Trenvis Ltd., og raunverulegir eigendur þeirra verið B , A , C og D . Eiginfjárframlag Charbon Capital samsvaraði 32% eignarhlut í Chesterfield, hlutur Holly Beach var 36% og hlutur Trenvis var 32%. Eignarhaldsfélag Partridge var eitt, þ.e. Harlow Equities S.A og það var í eigu eins raunverulegs eiganda, E . Ákærði Þ hefði að fyrra bragði haft samband við raunverulega og lagalega eigendur eignarhaldsfélaga Chesterfield og boðið þeim að taka þátt í viðskiptunum. Raunverulegur eigand i eignarhaldsfélags Partridge, hefði aftur á móti sjálfur átt frumkvæði að viðskiptunum eða fulltrúi hans. Ákærði Þ hefði útvegað þau eignarhaldsfélög sem þurfti og dótturfélögin sem áttu í viðskiptunum við Deutsche Bank. Ákærðu X og Z hefðu látið Kaupþing hf. lána eignarhaldsfélögum Chesterfield og eignarhaldsfélagi Partridge samtals 260 milljónir evra. Eignarhaldsfélög Chesterfield hefðu notað lánsféð, 130 milljónir evra, til að gera upp brúarlán, sömu fjárhæðar, sem þau höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxembo rg og lagt inn í Chesterfield og sem Chesterfield hafði notað til CLN - viðskiptanna, þ.e. fjárfest í lánshæfistengdu skuldabréfi CLN hjá Deutsche Bank fyrir 125 milljónir evra og greitt 5 milljónir evra í þóknun til þýska bankans, sbr. I. kafla. Harlow, eig narhaldsfélag Partridge, hefði lagt lánsféð, 130 milljónir evra, til Partridge sem hefði fjárfest í lánshæfistengdu skuldabréfi, CLN hjá Deutsche Bank fyrir 125 milljónir evra og greitt 3,625 milljónir evra í þóknun. Lánshæfistengdu skuldabréfin, CLN hefð u í báðum tilvikum verið tvöfalt skuldsett eða tvöfalt voguð (e. two times leveraged) sem þýddi að Deutsche Bank hefði í upphafi tekið áhættu á móti félögunum Chesterfield og Partridge, eða í raun 7 Kaupþingi hf. Samkvæmt skilmálum lánshæfistengdu skuldabréf anna gat Deutsche Bank hins vegar kallað eftir viðbótarfjárframlögum frá félögunum Chesterfield og Partridge, sem áttu lánshæfistengdu skuldabréfin, allt að 125 milljónum evra í hvoru tilviki, ef skuldatryggingarálag Kaupþings hf. hefði hækkað upp fyrir ti ltekin mörk. Þróun skuldatryggingarálagsins hefði orðið með þeim hætti eftir miðjan september 2008 að Deutsche Bank hefði kallað eftir viðbótarfjárframlögum frá báðum félögunum. Hvorki eignarhaldsfélög Chesterfield og Partridge né raunverulegir eigendur þe irra hefðu verið krafðir um fjárframlög vegna veðkallanna eða beðnir um að samþykkja lántöku vegna þeirra. Þess í stað hefðu ákærðu, X og Z , látið Kaupþing hf. lána Chesterfield og Partridge samtals 250 milljónir evra án nokkurra trygginga svo félögin gætu mætt þessum veðköllum frá Deutsche Bank. Þegar þarna var komið sögu hafði lausafjár - og gjaldeyrisstaða Kaupþings hf. versnað til muna. Síðustu veðköllunum var mætt 7. október 2008, daginn eftir að Seðlabanki Íslands veitti bankanum svokallað neyðarlán að fjárhæð 500 milljónir evra. Þegar upp hefði verið staðið hafði Kaupþing hf. lánað Chesterfield og Partridge og eignarhaldsfélögum þeirra samanlagt 510 milljónir evra vegna CLN - viðskiptanna, þ.e. tvisvar sinnum 130 milljónir evra vegna upphaflegra innborg ana vegna lánshæfistengdu skuldabréfanna og tvisvar sinnum 125 milljónir evra vegna veðkalla frá Deutsche Bank. Það hefði jafngilt nærri 70 milljörðum króna miðað við gengi evru 7. október 2008. Skuldatryggingarálag Kaupþings hf. hefði verið orðið svo hát t um miðjan september 2008 að Deutsche Bank gat kallað eftir viðbótarfjárframlagi með veðköllum samkvæmt skilmálum CLN skuldabréfanna. Þrisvar sinnum hefði Chesterfield mætt veðköllum frá bankanum með lánsfé frá Kaupþingi hf. og áður en yfir lauk, 7. októb er 2008, hafði félagið greitt hámarks viðbótarfjárframlag, 125 milljónir evra, til Deutsche Bank. Tveimur dögum síðar, 9. október 2008, varð vanskilatilvik þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók stjórn Kaupþings hf. Deutsche Bank hefði leitað eftir tilboðum samk væmt ákvæðum skilmálanna en ekki fengið. Endurheimtur félaganna Chesterfield og Partridge hefðu því engar orðið. Á uppboði með skuldatryggingar, CDS, hefðu hins vegar fengist 6% endurheimtur af nafnverði skuldatrygginga á Kaupþing hf. Samanlagt hefði því D eutsche Bank fengið 30 milljónir evra í sinn hlut vegna skuldatrygginga á Kaupþing hf. sem hefðu verið að nafnvirði 500 milljónir evra, þ.e. 250 milljónir vegna Chesterfield og 250 milljónir vegna Partridge. CLN - eigendurnir, Chesterfield og Partridge, hefð u hins vegar ekkert fengið. Af hálfu ákærða X er málavöxtum lýst svo í greinargerð að aðkoma hans að lánveitingum bankans hafi takmarkast alfarið við setu hans í lánanefnd samstæðu og lánanefnd stjórnar. Hann hefði aldrei í starfi sínu hjá bankanum veitt lán nema á 8 vettvangi lánanefnda. Varðandi sakarefni málsins lýsir ákærði því að innlán hefðu aukist hjá Kaupþingi á árinu 2008 en skuldatryggingarálagið á bankann hefði að sama skapi verið hátt. Stjórnendur bankans hefðu því leitað til Deutsche Bank eftir ráðgjöf um hvernig þessu aukna innlánsfé yrði best varið. Deutsche Bank ráðlagði Kaupþingi í fyrsta lagi að kaupa eigin skuldabréf á markaði með afföllum. Í öðru lagi laut ráðleggingin að því að kaupa skuldabréf sem gefin hefðu verið út af Deutsche Banka, en tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Ákærði tekur fram að svipaðar ráðleggingar hafi borist frá öðrum fjármálafyrirtækjum. Sumarið 2008 hefði þessu verkefni verið ýtt úr vör af hálfu framkvæmdastjóra hjá Deutsche Bank sem taldi ekki rétt að Kaupþing væri mótaðili í viðskiptunum, enda með þessu í reynd tekin staða á móti skuldatryggingum á bankann. Kaupþing hefði því leitað til alþjóðlegra fjárfesta sem líklegt var að Deutsche Bank myndi viðurkenna sem ngur fjárfestanna af viðskiptunum myndi renna til greiðslu skuldbindinga fjárfestanna við Kaupþing eða skuldbindinga félaga sem þeim tengdust. Þannig yrði ávinningur Kaupþings af viðskiptunum ekki einungis vaxta - og þóknanatekjur, heldur einnig í formi gre iðslna á skuldum umræddra aðila við Kaupþing. Hagnaðarvon af skuldabréfunum var umtalsverð þar sem skuldabréfin báru grunnvexti í evrum (EURIBOR) auk markaðskjara á skuldatryggingaálag Kaupþings á þeim tíma er skuldabréfin voru gefin út. Þessi ávöxtun var sú sama allan líftíma skuldabréfsins, þ.e. sveiflur á skuldatryggingaálagi Kaupþings höfðu ekki áhrif á ávöxtunina. Loks stóðu væntingar ákærða til þess að skuldatryggingaálag Kaupþings myndi færast í eðlilegt horf við það að framboð á sölu slíkra trygging eru ákæruefni I. og III. kafla ákæru fjallar ákærði um ákæruefni II. og IV. kafla. tryggingum færi svo að skul datryggingaálag Kaupþings hækkaði upp fyrir tiltekin mörk. Þegar álagið tók að hækka, líkt og hjá flestum fjármálafyrirtækjum heimsins, eftir fall fjárfestingabankans Lehman Brothers um miðjan september 2008, kallaði Deutsche Bank eftir frekari tryggingum. Með því að mæta veðköllunum var tryggt að fjárfestingin ónýttist ekki. Kaupþing lánaði kaupendum skuldabréfanna fyrir þeim veðköllum en áhættan breyttist ekki, þ.e. sem fyrr var áhættan fólgin í getu fjármálafyrirtækjanna tveggja til að standa í skilum me ð skuldbindingar sínar á Ákærði kveðst ekki hafa misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi. Hvorki honum né öðrum æðstu stjórnendum bankans hafi átt að vera ljóst að þessum viðskiptum fylgdi veruleg fjártjónshætta. Þegar til þeirra var stofnað hefði staða bankans verið sterk og þær sviptingar sem urðu á fjármálamörkuðum haustið 2008 ekki verið fyrirsjáanlegar. 9 Ákærði Z kveðst í greinargerð ekki hafa átt þátt í þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir eða ákvörðunum um að svara veðköllum. Einu tengsl hans við lánveitingarnar hefðu verið á vettvangi lánanefndar stjórnar þar sem hann var formaður. Varðandi einstaka ákæruliði kveðst ákærði enga ákvörðun hafa tekið um lánveitingar 29. ágúst 2008 sem ákært er fyrir í I. lið ákæru, hvo rki einn né sameiginlega með meðákærða X . Hann hafi hins vegar setið í lánanefnd stjórnar 24. september 2008 þar sem lánveitingarnar voru samþykktar samhljóða af fullskipaðri lánanefnd. Varðandi lánveitingar, sem ákært er fyrir í II. lið ákæru, kveðst ákær ði ekki hafa tekið ákvörðun um þær, hvorki einn né með meðákærða X . Þá kveðst hann ekki hafa vitað af veðköllum Deutsche Bank og engan þátt átt í að mæta þeim. Varðandi lánveitingu sem ákært er fyrir í III. lið ákæru eigi hið sama við. Ákærði hafi enga ákv örðun tekið 12. september 2008, hvorki einn né með meðákærða, en setið lánanefndarfund 24. september þar sem lánveitingin var samþykkt. Varðandi ákæruefni IV. liðar eigi hið sama við og að framan var rakið um II. lið ákærunnar. Ákærði Þ lýsir upphafi og tilurð viðskiptanna, sem ákært er fyrir, á sama hátt og ákærði X og að framan var rakið. Meðákærði hefði tilgreint þá einstaklinga sem um getur í I. lið ákæru. Þeir hefðu verið viðskiptavinir Kaupthing Bank Luxembourg SA., sem ákærði veitti forstöðu, og he fði meðákærði beðið hann um að bera undir þá hvort þeir hefðu áhuga á þessum viðskiptum. Ákærði hefði þannig komið fram fyrir hönd bankans, sem hann veitti forstöðu, og viðskiptavina hans og gætt hagsmuna þeirra. Hann hefði ekki komið fram fyrir hönd Kaupþ ings gagnvart Deutsche Bank. Kaupþing hefði lánað fé til viðskiptanna og eins lánað til að mæta veðköllum. Hlutverk ákærða og banka hans hefði verið að hafa milligöngu milli viðskiptamanna hans og Kaupþings. Ákærði hefði engar heimildir haft til að skuldbi nda Kaupþing og eins hefði hann ekkert ákvörðunarvald haft innan Kaupþings. Þá hefði hann ekki setið í lánanefndum hjá Kaupþingi og nafn hans hefði ekki verið á lista yfir þá sem gátu skuldbundið Kaupþing. Eins og nánar verður gerð grein fyrir í lok dóms ins var mál þetta upphaflega dæmt í héraði 26. janúar 2016. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti héraðsdóminn 19. október 2017. Í dómi Hæstaréttar segir að eftir að héraðsdómur ið Kaupþing ehf. og annað við Chesterfield United Inc. og Partridge Management Group S.A. um greiðslur þýska bankans á samtals 425.000.000 evrum vegna viðskiptanna. Hvorki liggur fyrir af hvaða ástæðum bankinn féllst á að inna þessar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna Kaupþing ehf. og félögin tvö reistu málsóknir sína á hendur Deutsche Bank AG um greiðslu. Þá liggur heldur ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar voru, hvort um hafi verið að ræða samningsbundnar greiðslur eða hvor t þær voru skaðabætur og ef svo var hvers eðlis þær skaðabætur voru. 10 Rannsókn á þessum atriðum getur haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum 249. gr. almennra hegningarlaga hafi verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu ta III Við aðalmeðferð kvaðst ákærði X hafa verið forstjóri Kaupþings hf., eins og í ákæru greinir, og að hafa setið í lánanefndum eins og að framan var rakið. Hann gerði ekki athugasemdir við það sem í ákæru greinir um félögin, sem þar eru tilgreind, lán til þeirra og dagsetningar. Ákærði kvað Kaupþing hafa fengið ráðgjöf frá Deutsche Bank og fleiri fjármálafyrirtækjum um hvernig best væri fyrir bankann að haga sér á evrópska skuldabréfamarkaðnum með það að markmiði að tryggja góða fjárm ögnun bankans. Félögin, sem tóku þátt í viðskiptunum, hefðu öll átt það sameiginlegt að hafa skuldað Kaupþingi töluverða fjármuni. Hugsunin hefði verið sú að ef viðskiptin myndu ganga eins og til var ætlast myndi staða félaganna lagast og skuldir þeirra vi ð bankann lækka. Ákærði kvað einstaklingana, sem áttu félögin, enga áhættu hafa tekið, ekkert eigið fé hefði komið frá þeim eða félögunum. Hann kvað ekkert óeðlilegt eða ólöglegt að veita peningamarkaðslán. Það hefði verið mjög algengt í starfsemi Kaupþing s að eignarhaldsfélög fengju peningamarkaðslán. Varðandi tryggingaþáttinn þá kvað hann tryggingar ekki þurfa að vera í sama skjalinu og lánið, eins og hann orðaði það. Ákærði gerði engar athugasemdir við það sem í A - lið I. kafla ákæru segir um lánin sem þa r eru tilgreind. Nánar útskýrði ákærði viðskiptin með því að segja að forsvarsmenn Kaupþings, þar á meðal hann, hefðu viljað ganga til þessara viðskipta að fenginni ráðgjöf frá Deutsche Bank. Hann kvaðst hafa kynnt þessi viðskipti fyrir viðskiptastjóra b ankans, en hann sé í hópi æðstu starfsmanna hans og meðal þeirra hæstlaunuðu. Viðskiptastjórinn beri ábyrgð á ferlum innan bankans og hann hafi átt að sjá til þess að samþykki lánanefndar fengist og viðeigandi skjöl væru undirrituð áður en lánin væru greid d út. Honum hefði borið að fara eftir reglugerðahandbók bankans, fara eftir þeim ferlum sem þar eru tilgreindir. Þetta eigi við um öll lánin sem ákært er fyrir. Viðskiptastjórinn hafi gefið fyrirmæli um útgreiðslu þeirra og hann hefði átt að afla nauðsynle gs samþykkis áður en hvert lán var greitt út. Sjálfur kvaðst ákærði alltaf hafa verið samþykkur þessum lánveitingum öllum sem ákært er fyrir. Hann kvaðst hins vegar ekki geta hafa vitað að ekki var búið að afla samþykkis frá öðrum lánanefndarmönnum. Ákærði kvaðst hafa átt fund með viðskiptastjóranum og sagt honum hvað við erum að fara að gera og hvað við viljum gera, eins og hann orðaði það. Ákærði kvaðst ekki muna eftir samskiptum við meðákærða Z á þessum tíma, en hann hefði verið í einhverjum samskiptum við meðákærða Þ þótt hann myndi ekki 11 eftir að greina nánar frá þeim. Hann kvað þó meðákærða Þ engan þátt hafa átt í að lána til viðskiptanna og ekki hafa hvatt til lánveitinganna eða lagt á ráðin með þær. Kaupþing Luxemburg hefði verið í sambandi við Deuts che Bank vegna þess að bankinn hefði þjónustað félögin sem tóku lánin. Varðandi tryggingar fyrir láninu lýsti ákærði því að félögin hefðu, hvert um sig, bara átt eina eign, það er skuldabréf sem Deutsche bank gaf út, og félögin hefðu bara skuldað Kaupþin gi. Þannig hefði bankinn tryggt sig með því að vera eini kröfuhafinn í félagið, enda hefðu allar eigur hvers félags verið til tryggingar skuld þess við bankann. Áhættan hefði nánast engin átt að vera og helst sú að Kaupþing eða Deutsche Bank yrðu gjaldþrot a á næstu fimm árum. Á þessum tíma hefði Kaupþing staðið mjög vel og verið búið að safna háum upphæðum í innlánum. Spurður um fjárhagslega stöðu eigendafélaga Chesterfield kvað ákærði þau hafa verið skuldug við Kaupþing en líka með miklar fjárfestingar. Undir ákærða voru borin ákvæði í reglubók Kaupþings þar sem fjallað er um útlán og fleira þeim tengt. Ákærði kaus að svara ekki þeim spurningum. Honum var bent á að lánin hefðu verið greidd út án þess að skjölum hefði verið skilað, en það hefði verið skily rði lánveitingar samkvæmt ákvæðum reglubókarinnar. Ákærði kvað að þar hefði ekki verið farið eftir ákvæðum bókarinnar og á því bæru viðskiptastjórar ábyrgð. Varðandi lánveitingu í III. kafla ákæru kvaðst ákærði ekki hafa komið að þeirri lánveitingu en ha nn þekkti til hennar og hefði verið henni samþykkur. Viðskiptastjórarnir hefðu átt að sjá um frágang og þar með að reglum væri fylgt. Ákærði kvað það hafa legið fyrir 10. september að hann væri samþykkur þessari lánveitingu. Þá hefðu viðskiptastjórarnir ha ft sólarhring til að fá samþykki þriggja annarra lánanefndarmanna og það hefði vel verið hægt. Ákærði kvaðst ekki halda að lánshæfi félagsins Harlow hefði verið metið fyrir lánveitinguna, en það hefði ekki verið eignalaust, eins og áður var rakið. Hann kva ð eiganda félagsins hafa átt frumkvæðið að viðskiptunum. Í framburði ákærða kom einnig fram að lausafjárstaða bankans á þessum tíma hefði verið mjög góð og háar fjárhæðir safnast í innlánum á nýjum mörkuðum í Evrópu. Ákærði var spurður um lán vegna svo nefndra veðkalla sem ákært er fyrir í II. og IV. kafla. Hann kvað sama svar eiga við og um hin lánin. Það sé viðskiptastjóri sem sjái um að lánið sé afgreitt. Viðskiptastjórinn hafi vitað að ákærði væri samþykkur lánveitingunni en ákærði kvaðst halda að ek ki hefði verið fengið samþykki annarra lánanefndarmanna. Þá tók hann fram að Deutsche Bank hefði alltaf beint veðköllunum til Kaupþings, enda vitað að þaðan kæmi fjármagnið. Hefði ekki verið brugðist við veðköllunum hefði Kaupþing tapað gríðarlega miklu fé auk þess sem það hefði verið yfirlýsing um að forsvarsmenn bankans hefðu ekki trú á að hann myndi 12 lifa af fjármálakreppuna. Það hefði því ekki verið um annað að ræða en að bregðast við veðköllunum, eins og gert var. Skjöl varðandi lánveitingarnar voru bor in undir ákærða en hann kannaðist ekki við að hafa séð þau áður. Varðandi þátt meðákærða Þ kvaðst ákærði ekki muna hvort meðákærði hefði verið búinn að ræða veðköllin við sig. Meðákærði hefði ekkert hlutverk haft á Íslandi en hann hefði hugsanlega verið í samskiptum við Deutsche Bank vegna félaganna. Meðákærði hefði hins vegar ekki setið fundi Kaupþings og Deutsche Bank. Þá kom fram að meðákærði hefði ekki haft aðgang að viðskiptakerfum Kaupþings. Félögin, sem stofnuð voru, hefðu verið undir stjórn Kaupþi ngs í Lúxemborg sem tilnefndi stjórnarmenn. Eigendur þeirra gátu ekki gefið þeim fyrirmæli heldur gerði bankinn það. Þá hefðu skuldabréfin sem Deutsche Bank gaf út verið læst inni í rafrænum kerfum, sem hefði verið frekari trygging. Ákærði var spurður um framlengingar lána í I. og III. kafla. Hann kvað þessar framlengingar ekki hafa verið bornar undir sig. Ákærði Z var stjórnarformaður bankans á ákærutímabilinu. Þá sat hann einnig í lánanefnd stjórnar. Hann kvaðst ekki hafa komið að lántökunum sem ákært er fyrir og engar ákvarðanir tekið í þeim efnum, enda hefði hann ekki haft heimild til þess. Væntanlegir lántakendur hefðu ekki getað snúið sér til lánanefndarmanna heldur hefðu erindi til lánanefnda komið frá viðskiptastjórum bankans. Þeir hefðu svo séð u m að ganga frá skjölum og öðru eftir að lán höfðu verið samþykkt. Viðskiptin, sem ákært er fyrir, kvað hann hafa átt sér langan aðdraganda og til þeirra hefði verið stofnað eftir að erlendir bankar höfðu ráðlagt þau. Þetta hafi verið örugg viðskipti sem að eins hefðu getað valdið tjóni ef Kaupþing og/eða Deutsche Bank færu í þrot. Ekki hefði verið talin mikil hætta á því á þessum tíma. Ákærði kvaðst hafa verið fylgjandi þessum viðskiptum. Hann skýrði frá því að í febrúar 2008 hefðu fulltrúar Deutsche Bank ko mið til fundar við sig í Lundúnum. Erindið hefði verið að leggja til að bankinn leitaði nýrra hluthafa og einnig kom fram hjá þeim að þeir teldu að á svokölluðum CDS - markaði væri verið að stuðla að hærra álagi á skuldabréf Kaupþings en efni stóðu til. Þá k vaðst ákærði hafa fengið skeyti frá Deutsche Bank þar sem farið hefði verið yfir þessi mál og eins hefði hann fengið skeyti frá meðákærða Þ sem hefði upplýst sig um að keypt hefði verið ákveðið magn af þessum skuldabréfum. Önnur afskipti af viðskiptunum se m ákært er fyrir kvaðst ákærði ekki hafa haft en tók fram að frumkvæðið að þeim hefði Deutsche Bank átt. Ákærði kvað sér hafa fundist þetta góð viðskiptahugmynd og hann hefði verið samþykkur því að lána til viðskiptanna. Hann kvað eigendur félaganna ekki h afa lagt fram eigið fé, en reikningar þeirra hefðu verið í læstum kerfum í Lúxemborg sem eigendurnir hefðu ekki haft aðgang að. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað af veðköllum Deutsche Bank. 13 Ákærði Þ bar að hafa fyrst heyrt af væntanlegum viðskiptum sumarið 2 008 og þá frá meðákærða X . Tilgangurinn hafi verið að kaupa skuldatryggingaálag á Kaupþing í þeim tilgangi að ávaxta fjármuni bankans. Hann kvaðst ekki vita hver hefði átt frumkvæðið að viðskiptunum en lögfræðideildin í Lúxemborg hefði sett upp X hafa valið félögin en ákærði kvaðst hafa rætt við eigendur annarra félaga en Partridge. Þessi félög hefðu verið fengin til viðskiptanna vegna þess að Kaupþing gat ekki átt viðskipti með eigið skuldat ryggingaálag. Þá kvað hann þessi viðskipti hafa verið þannig að félögin hefðu ekki getað tapað á þeim. Einnig kvaðst ákærði hafa samið við kvaðst ákærði hafa verið í samband i við Deutsche Bank og komið upplýsingum frá honum til viðskiptastjóra Kaupþings á Íslandi. Það hefði hins vegar verið fyrirliggjandi frá upphafi að lánveitingin frá Deutsche Bank gæti færst upp og niður, eins og ákærði orðaði það. Þegar veðköll hefðu bori st hefði verið um tvennt að velja, yfirheyrslunni kom fram hjá ákærða að þá átti hann við það að rifta kaupunum. Ákærði var spurður nánar um lánveitingar til einstakra félaga sem nefnd eru í A - lið I. kafla ákæru. Hann kvaðst hafa verið í sambandi við Deutsche Bank sem hefði verið tilbúinn til að eiga viðskiptin og taldi gott tækifæri til þeirra á þessum tíma. Kaupþing á Íslandi hefði ekki verið tilbúið til að lána fyrir viðskiptunum og því hefði orðið úr að Kaupþing í Lúxemborg lánaði það sem til þurfti. Ákærði kvaðst hafa litið svo á að Kaupþing á Íslandi myndi yfirtaka lánin og hefði það gengið eftir. Hann tók fram að ekki væri rétt að lánin hefðu verið veitt án veðs þ ar eð þau hefðu haft veð í skuldabréfunum. Hins vegar væri það rétt að félögin hefðu ekki haft eigið fé þegar þessi viðskipti áttu sér stað. Varðandi lánið til Harlow kvaðst ákærði aldrei hafa rætt við eiganda þess. Kaupþing á Íslandi hefði lánað til þeir ra viðskipta en að öðru leyti kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það. Þá kvaðst hann hvorki hafa tekið þátt í viðræðum um upphaflegu lánin né um lánin til að svara veðköllunum og ekkert verið með í ráðum með þau. Í hvert skipti sem tilkynning um veðkall barst hefði hún verið áframsend til Kaupþings á Íslandi. Ákærði kvað Kaupþing í Lúxemborg hafa séð um að stofna og reka félögin sem um getur í A - lið I. kafla ákæru auk þess að leggja til stjórnarmenn þeirra af lögfræðisviði bankans. Einnig hefði bankinn opnað reikninga þeirra hjá sér. Þessir reikningar hefðu geymt verðbréf, skuldabréf og hlutabréf og raunar allar fjármálalegar eignir félaganna. Reikningarnir hefðu verið veðsettir bankanum, en félögin hefðu ekki skuldað neinum nema Kaupþingi. Veðköllin hef ðu borist frá Deutsche Bank til Kaupþings í Lúxemborg vegna framangreindrar umsýslu bankans fyrir félögin. Þau hefðu verið áframsend til Kaupþings á Íslandi. Ákærði ítrekaði að hann hefði ekki 14 komið nálægt lánveitingum Kaupþings á Íslandi, til þess hefði h ann ekkert vald haft og ekki búið yfir upplýsingum til að geta komið að þeim málum. Stjórnarmaður í Kaupþingi í september 2008, sem jafnframt sat í lánanefnd stjórnar kom fyrir dóm. Hann kvaðst ekki muna núna eftir að greina frá einstökum atriðum í samba ndi við lánveitingarnar en mundi eftir þessum viðskiptum og að menn hefðu verið jákvæðir gagnvart þeim, eins og hann orðaði það. Það hefði verið talið að bankinn myndi hafa hag af þeim og engum datt í hug á þessum tíma að bankarnir myndu falla. Hann kannað ist við það fyrirkomulag að bankinn, og þar með Kaupþing í Lúxemborg, hefði menn á sínum snærum í stjórnum félaga er áttu í viðskiptum við bankann. Þetta þýddi að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, hvorki varðandi sölu eigna, lántökur eða veðsetningar, n ema bankinn kæmi að því með beinum hætti. Annar stjórnarmaður sem einnig sat í lánanefnd stjórnar kvaðst hafa fengið kynningu á viðskiptum félaganna Chesterfield og Partridge með CLN. Samþykkt hefði verið að fara í þessi viðskipti. Hann mundi ekki hvort búið hefði verið að greiða út lánin áður en málið hefði farið fyrir lánanefnd. Varðandi lánveitingar til félaganna Trenvis og Harlow kvað hann þær hafa verið kynntar sem nánast áhættulaus viðskipti í þeim tilgangi að lækka vaxtaálag á skuldum Kaupþings. Þe tta hefði verið gert í samvinnu við Deutsche Bank. Yfirlögfræðingur Kaupþings á þessum tíma sem jafnframt var ritari stjórnar bar að ákvæði í reglubók bankans hefði leyft lánanefnd að lána án trygginga. Þá tók hann fram að langflest lán banka væru veitt án trygginga og nefndi dæmi því til stuðnings. Hann kvað Deutsche Bank hafa komið fram með hugmyndir um hvernig bregðast ætti við hækkandi skuldatryggingarálagi Kaupþings. Hann kannaðist einnig við það fyrirkomulag að setja á stofn félög í þeim tilgangi að eiga í viðskiptum en þau félög væru að öllu leyti undir stjórn bankans en eigendur þeirra hefðu ekki áhrif á starfsemina. Varðandi þau viðskipti sérstaklega sem hér eru til umfjöllunar kvað hann Deutsche Bank hafa gefið út skuldabréfin og áhættan hefði ve rið að annaðhvort hann eða Kaupþing hefði orðið gjaldþrota. Á þessum tíma hefði ekki verið mikil hætta á því. Framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings bar að sumarið 2008 hefði komið til tals, sérstaklega hjá ákærða Z , að einhverjir væru með skortstöðu á skuldabréfaálag Kaupþings. Hugsanlega væri verið að tala niður gæði bankans og hefði því verið fengið ráðgjafarfyrirtæki til að kanna hvað hæft væri í þessu. Þetta var svo athugað af ráðgjafafyrirtæki og var niðurstaða þess að ekkert væri hægt að sanna um það að verið væri að tala upp skuldabréfaálag bankans. Varðandi viðskiptin með CLN - bréfin kvað hann ákærða X hafa beðið sig að kanna með þess konar viðskipti og hefði hann gert það. Uppsetningin og skjalagerðin hefði hins vegar verið í höndum Kaupþings í Lúxemborg. Það hefði verið krafa Deutsche Bank að gera þessi viðskipti í gegnum 15 milliliði. Þá kvaðst hann hafa komið nálægt því að svara veðköllum en mundi ekki eftir að greina nánar frá þeim viðskiptum, nema hvað það hefði ekki verið gott til afspurnar ef veðköllum Deutsche Bank hefði ekki verið svarað. Framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi heyrði undir ákærða X . Hann kvaðst hafa haldið utan um lánveitingar, setið í lánanefndum, kynnt lánanefndum erindi og haft samskipti við viðskiptastjóra sem hefðu ver ið í samskiptum við viðskiptavini. Hann kvaðst ekki muna sérstaklega eftir þeim málum sem ákært er fyrir. Hann kvað það þó hafa komið fyrir að ekki hefði verið ráðrúm til að kalla saman lánanefnd áður en lán voru greidd út, en það hafi þó heyrt til algerra undantekninga. Það hafi til dæmis gerst þegar svari þurfti veðkalli. Varðandi lánveitingarnar til eignarhaldsfélaga Chesterfield kvað framkvæmdastjórinn ákærða X væntanlega hafa sent sér fyrirmæli um að greiða út fyrir vikulok vegna stöðu hans sem framkvæ mdastjóra útlána. Hann hafi svo átt að finna viðskiptastjóra. Þá kvaðst hann hafa gert ráð fyrir að búið hefði verið að hafa samband við meirihluta lánanefndar stjórnar. Spurður um tryggingar fyrir lánunum kvaðst hann hafa litið svo á að lánanefndin hefði haft heimild til að lána án trygginga. Þess í stað hefði verið litið til heildarhagsmuna bankans, eins og gert hefði verið í þessu tilfelli. Meginreglan hefði þó verið að taka tryggingar fyrir lánum. Viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, sem heyrði un dir framangreindan framkvæmdastjóra, bar að hann hefði verið kallaður til ákærða X . Hann kvað ákærða hafa teiknað upp fyrir sig þennan fyrirtækjastrúktúr, eins og hann orðaði það, og átti á þá við félögin sem nefnd eru í liðum i, ii og iii í A - lið I. kafla ákæru. Ákærði hefði sagt að búið væri að greiða lánin út frá Kaupþingi í Lúxemborg en þetta væri of mikið fyrir þann banka til að vera með á efnahagsreikningi sínum yfir mánaðamótin og því yrði Kaupþing á Íslandi að taka lánin yfir. Fyrirmælin um að greið a út þessi lán hefðu því komið frá ákærða. Nauðsynlegt hefði verið að greiða þau fyrir mánaðamót og þar eð stutt var til þeirra hefði hvorki verið tími til að leita eftir samþykki lánanefndarmanna né ganga frá öllum lánsskjölum. Eftir mánaðamótin hefði svo átt að ganga frá formsatriðum. Viðskiptastjórinn kvað það hafa verið sitt hlutverk að leita eftir samþykki lánanefndarmanna og ganga frá láns - og veðskjölum, en í þessu tilfelli hefði enginn tími verið til þess og það hefði ákærða verið ljóst. Fyrirmælin hefðu engu að síður verið að greiða út lánin og ganga frá formsatriðum í september. Hann kvaðst ekki hafa verið í samskiptum við ákærða Z vegna þessara lána, en hann hefði verið í miklum samskiptum við ákærða Þ , enda hefðu þessi félög verið sett upp í Lúxe mborg. Þá kvaðst hann hafa rætt þessi mál við framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi þar eð þessi afgreiðsla hefði ekki verið alveg eftir bókinni. Hann kvað hið sama og að framan var rakið eiga við um lán til félagsins sem nefnt er í III. kafla ákæru. Þá ko m einnig fram hjá honum að allar þessar lánveitingar hefðu ekki verið eftir reglum bankans þar eð hvorki hefðu verið tekin veð né útbúin lánsskjöl. Samþykkis lánanefndar hefði 16 heldur ekki verið aflað. Hann mundi lítið eftir lánum til að mæta veðköllum, end a langt um liðið. Viðskiptastjóri á útlánasviði lýsti starfi sínu svo að það hefði verið að taka við lánabeiðnum, meta þær og, í einhverjum tilfellum, leggja þær fyrir lánanefnd. Eftir að þær höfðu verið samþykktar fylgdist hann með útgreiðslu lánsins og veðinu, það er hann fylgdist með láninu. Hann kannaðist við lánveitingar þær sem ákært er fyrir en mundi ekki eftir að greina frá þeim. Hann mundi þó að þessi viðskipti hefðu verið talin hagfelld fyrir bankann. Hann var spurður spurninga um starf hans og aðkomu að þessum málum og eins voru borin undir hann gögn. Svör viðskiptastjórans voru yfirleitt þau að hann myndi ekki eftir að greina frá því sem spurt var um. Yfirmaður áhættustýringar á samstæðugrundvelli hjá Kaupþingi árið 2008 bar að samkvæmt ákvæð um reglubókar bankans hefði lánanefnd haft ákvörðunarvald varðandi töku trygginga og hún hefði getað lánað án trygginga. Um það hefðu verið dæmi, svo sem peningamarkaðslán til fjármálafyrirtækja. Varðandi viðskiptin sem málið fjallar um kvað hann áhættuna áhættu á sjálfan sig og Deutsche Bank sem skrifaði, eða sem sagt gaf út bréfin og það var ekki nema annar hvor þessara aðila færi í greiðsluþrot sem að bankinn væri í tapsáhættu þannig að þetta er í rauninn i ekki, þetta er í rauninni áhætta Deutsche hafi verið undir í viðskiptunum. Hann kvað lánanefndarmenn hafa verið samþykka þessum lánveitingum og talið þær af hinu góða. Þá kvað hann innlán hafa aukist hjá Kaupþingi allt fram undir lok september. Forstöðumaður yfir millibanka hjá fjárstýringu Kaupþings mundi lítið eftir málsatvikum. Undir hann var borið tölvuskeyti frá ákærða Þ framlengjum um eina yfirskriftina Chesterfield Owners Loan en hann kvaðst ekki muna málsatvik umfram það sem í skeytinu segir. Hann kvað ákærða Þ ekki hafa haft boðvald yfir sér og ekki getað gefið sér fyrirmæli í s tarfi. Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings Banka í Lúxemborg bar að væntanlega hefði hann fengið fyrirmæli um það á sínum tíma að setja upp félögin sem um getur í ákærunni. Fyrirmælin hefðu komið frá ákærða Þ sem hefði verið yfirmaður hans, en önnur afskipti hefði ákærði ekki haft af þessu. Hann kvaðst ekki hafa átt í samskiptum við ákærða X vegna þessara mála. Borin voru undir hann skjöl varðandi lántöku Chesterfield og að félaginu yrði veitt fé fyrir áskrift að skuldabréfinu og einnig mundi félagið útvega fé í hvert skipti sem kæmi til veðkalls. Upphaflega hafði verið getið um Kaupþing sem lánveitanda en hann kvað því hafa verið breytt að undirlagi Deutsche Bank sem ekki vildi að Kaupþing yrði nefnt. Það hefði hins vegar 17 legið ljóst fyrir að Kaupþin g myndi lána til viðskiptanna. Kaupþing í Lúxemborg hefði ekkert haft með lánveitingar Kaupþings að gera. Undir hann var borið símtal hans og annars lögfræðings hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Í símtalinu kemur fram að hann hafi spurt ákærða Þ hvernig hann æt li að koma því í gegnum lánanefnd að kaupa áhættusamt skuldatryggingarálag án þess að hafa veð. Hann kvað þetta hafa verið vangaveltur vegna þess að viðskiptin hefðu verið áhættusöm og í lánanefnd hefðu verið gerðar ákveðnar kröfur. Hins vegar hefði skulda bréfið, sem var útgefið af Deutsche Bank, sjálfkrafa verið veðsett Kaupþingi samkvæmt almennum skilmálum bankans. Eigendur þess hefðu ekki getað ráðstafað því nema með samþykki bankans. Lögfræðingur á lögfræðisviði Kaupþings Banka í Lúxemborg bar að hafa verið í stjórnum félaganna sem nefnd eru í liðum i, ii og iii í A - lið I. kafla ákæru. Hann hefði setið í stjórnunum á vegum bankans. Bankinn hefði haft umsjón með þessum félögum og starfsmenn hans hefðu jafnan verið í stjórnum þeirra. Hann gat ekkert uppl ýst um þá starfsemi félaganna sem ákæruefnin fjalla um. Hann hefði eingöngu tengst þeim vegna starfa sinna hjá bankanum og hann kvaðst ekki hafa vitneskju um viðskipti félaganna árið 2008. Lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg bar að tilgangurinn með st ofnun framangreindra hlutafélaga og viðskiptum þeirra hefði verið að verjast skuldatryggingaálagi á Kaupþing, eins og hann orðaði það. Þannig hafi það að minnsta kosti verið útskýrt fyrir sér. Símtal milli lögfræðingsins og framkvæmdastjóra útlána var spil að, en þar kom fram að honum hefði fundist þetta snúinn díll, eins og það var orðað. Þá kom einnig fram að honum hefði fundist þetta vitlaust. Lögfræðingurinn svaraði því til að bankar mættu ekki að kaupa skuldatryggingarálög á sjálfa sig. Þá taldi hann að Deutsche Bank hefði ekki vitað að fjármögnunin hefði verið á vegum Kaupþings, eins og verið var að gera í gegnum framangreind félög. Hann tók þó fram að erfitt hefði verið að fá upplýsingar um hvað hann hefði raunverulega verið að vinna við. Hann kvað ákæ rða Þ hafa rætt við framkvæmdastjóra lögfræðisviðsins, en hann hefði gefið sér fyrirmæli um að útbúa stjórnarskjöl fyrir félög viðskiptavina bankans í Lúxemborg. Hann kvaðst hafa velt fyrir sér af hverju þessir viðskiptavinir hefðu verið valdir og fengið þ au svör frá ákærða Þ að þeir stæðu ekki vel gagnvart bankanum og ef þeir myndu hagnast á viðskiptunum gætu þeir greitt bankanum til baka. Kaupþing átti hins vegar að leggja til fjármunina, annað hefði aldrei staðið til. Lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemb org bar að ákærði Þ hefði verið helsti samskiptaaðili við viðskiptavini bankans í þeim viðskiptum sem eru ákæruefnin. Hún var spurð ýmissa spurninga um þessi viðskipti en kvaðst muna mest lítið eftir þeim. Fyrir dóminn kom maður, búsettur í Lúxemborg, sem kvaðst hafa útvegað Kaupþingi í Lúxemborg aflandsfélög. Stundum hefði hann setið í stjórn þessara félaga 18 og stundum hefði hann útvegað fólk til að sitja í þeim. Hann kvað samning hafa verið gerðan milli fyrirtækis hans og Kaupþings í Lúxemborg um þessi st örf og hann hefði farið eftir fyrirmælum bankans varðandi þau. Skyldur hans hafi eingöngu verið gagnvart bankanum. Hann hafi engar skyldur haft gagnvart eigendum félaganna og raunar ekki þekkt þá. Hann kvaðst hafa verið í stjórn félagann Chesterfield og Pa rtridge og varðandi lánveitingarnar kvað hann þessi viðskipti hafa verið milli Deutsche Bank, Kaupþings á Íslandi og Kaupþings í Lúxemborg. Eigandi Charbon Capital Ltd. kvað ákærða Þ hafa haft samband við sig og boðið sér að taka lán fyrir félagið og set ja það inn í Chesterfield. Með því gæti hann hagnast verulega á skuldatryggingum. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa skilið þessi viðskipti en ákærði hefði sagt sér að með því að vera með í þessum viðskiptum gæti hann aflað mikils fjár á stuttum tíma. Hann k vaðst hafa treyst ákærða enda hefði hann haft góða reynslu af honum og auk þess hefðu þessi viðskipti verið áhættulaus fyrir hann. Eigandinn gat ekkert borið um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank og heldur ekkert um veðköllin. Eigandi annars félags kom f yrir dóm en mundi ekki að greina frá málsatvikum. Eigendur annarra félaga sinntu ekki boðun um að mæta fyrir dóminn. Lögmaður sem starfar hjá Kaupþingi ehf. og hefur meðal annars umsjón með innheimtu þess sem hann kallaði vandræðalán hjá bankanum bar um sa mningaviðræðu bankans og Deutsche Bank. Hann kvað bankann hafa höfðað þrjú dómsmál á hendur Deutsche Bank og í framhaldinu hefðu farið af staða samningaviðræður milli bankanna. Auk þess hefðu skiptastjórar Chesterfield og Partridge höfðað mál gegn Deutsche Bank og fleirum. Þau málaferli hefði Kaupþing fjármagnað, enda myndi ávinningurinn af þeim renna til bankans. Á endanum hefði þýski bankinn greitt 425 i það. Kröfurnar sem Kaupþing féll frá voru skaðabóta - og auðgunarkröfur. Lögmaður sem annaðist framangreindar samningaviðræður fyrir hönd Deutsche Bank bar að þær hefðu verið til þess að leysa framangreind dómsmál. Afstaða þýska bankans hefði verið sú a ð ná skyldi heildarsamkomulagi við Kaupþing ehf. og félögin tvö, enda hefðu kröfur þeirra verið af sömu rót runnar, það er vegna CLN - viðskiptanna. Í sáttinni hefði ekki falist viðurkenning á ólögmætri háttsemi og þar með ekki á bótaskyldu Deutsche Bank. Up phæðin sem þýski bankinn féllst á að greiða hefði verið niðurstaða langra samningaviðræðna og þar hefðu íslenskir dráttarvextir haft áhrif, en þeir séu hærri en í öðrum löndum. Fyrrum lögreglufulltrúi hjá héraðssaksóknara kom fyrir dóminn og svaraði spurn ingum um rannsókn málsins. Ekki er tilefni til að rekja framburð hans. 19 IV Ákærðu krefjast þess aðallega að ákærunni verði vísað frá dómi. Ástæður ákærðu fyrir frávísunarkröfunum eru efnislega þessar og er þá gerð grein fyrir þeim í einu lagi: 1. Með lögu m um stofnun embættis sérstaks saksóknara hafi verið vikið frá almennri skipan mála við sakamálarannsókn með því að stofna sérstakt tímabundið saksóknaraembætti, þótt brýnt hafi verið við þær aðstæður sem voru að víkja ekki frá hinni almennu skipan. Hafi þ etta verið gert m.a. til þess að sefa reiði almennings, eins og komi fram í greinargerð með lögunum. Þá hafi uppljóstrurum verið heitið refsileysi. Hafi þetta allt gert það að verkum að álag hafi skapast á saksóknaraembættið sem það hafi ekki risið undir o g ákærðu hafi mátt gjalda þess. 2. Afskipti ráðamanna af þessum sakamálum og umfjöllun þeirra og fjölmiðla um málefni Kaupþings og bankanna almennt eftir fjármálahrunið hafi verið svo óvægin og mikil að ákærðu hafi ekki fengið að njóta þess réttar að ver a taldir saklausir uns sekt væri á þá sönnuð, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hafi þetta haft veruleg áhrif á meðferð þessa máls, rétt eins og annarra mála sem ákæruvaldið hafi rekið gegn ákærðu. 3. Þá hafi ákæruvaldið ekki gætt hlutlægnisskyldu við rannsókn og meðferð málsins eins og skylt sé samkvæmt 2. mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Sjái þess merki m.a. í ummælum saksóknara, efnistökum öllum í rannsókninni, leiðandi spurningum yfirheyrenda, greinargerð rannsakenda og rannsóknaráætlun sem staðfesti það að afstaða ákæruvaldsins til málsins hafi þegar í upphafi verið fullmótuð. 4. Símtöl ákærðu og verjenda hafi verið hleruð og þeim ekki eytt. Hafi með því verið brotið gegn þagnarrétti sakbor nings og trúnaðarsambandi hans og verjanda og þannig rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar, sbr. 1. mgr. 36. gr., 2. ml. 1. mgr. 68. gr., 85. gr., 2. mgr. 99. gr. og 4. mgr. 134. gr. sakamálalaganna, b - og c - liði 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evr ópu og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. 5. Brotið hafi verið gegn rétti ákærðu til að fá aðgang að gögnum málsins, sem þeir þó hafi rétt til samkvæmt 37. gr. sakamálalaga. Bæði hafi mjög dregist að veita aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldið hafi lagt til grundvallar málatilbúnaði sínum og eins hitt að aðgangur þeirra hafi að mestu verið bundinn við þau gögn. Þannig hafi þeir einungis fengið að skoða sín eigin tölvuskeyti í húsakynnum sérstaks saksóknara en ekki skeyti annarra. Yfirlit um rannsóknargögn sem fylgdu ákæru hafi ekki verið lagt fram, eins og kveðið sé á um í samkomulagi dómstólaráðs, saksóknara og lögmanna frá 2012. Með þessu hafi verið brotið gróflega gegn réttindum ákærðu. 6. Loks hafi ákærðu mátt sæta því að fleiri umfangsmikil sakamál hafi verið rekin samtímis á hendur þeim. Sé þetta andstætt 1. mgr. 143. gr. sakamálalaga og hafi valdið ákærðu erfiðleikum við að hafa yfirlit yfir málin á hendur þeim og halda uppi 20 vörnum í þeim. Sé þessi málsmeðferð andstæð reglum um réttláta málsmeðferð í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar. 7. Loks byggir ákærði Þ á því sérstaklega að ákæran á hendur honum sé vanreifuð svo að í bága fari við ákvæði 152. gr. sakamálalaga, aðallega stafliði c. og d. Þannig sé þar ekki greint hvernig ákærði Þ eigi að hafa lagt á ráðin um lánveitingarnar eða hvatt til þeirra að öðru leyti. Þá sé þar ekki að finna nokkra röksemd þess efnis að hann hafi mátt vita að lánin væru veitt án trygginga eða að honum hafi verið ljóst að meðákærðu X og Z br ysti heimild til lánveitinganna eða að ákærði hefðu haft ásetning um að liðsinna þeim við umboðssvik, heldur sé einungis nefnd til þjónusta Kaupþings Banka í Lúxemborg við viðskiptavini sína. Leiði þetta til þess að ákærða sé ókleift að verja sig með fulln ægjandi hætti. Um lið 1 hér að framan er það að segja að lög um embætti sérstaks saksóknara eru sett með stjórnskipulegum hætti. Er það hlutverk dómstóla að tryggja að réttur sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi sé virtur. Verður, með vísan til dómafordæma um þetta efni, ekki fallist á að tilurð laganna og annað tengt því sem ákærðu vísa til eigi að varða því að ákærunni í málinu beri að vísa frá dómi. Um liði 2 6 hér að ofan er það að segja að þeir ágallar á málsmeðferð ákæruvaldsins sem þa r eru tilteknir geta ekki varðað frávísun ákærunnar í málinu og eru um það mörg dómafordæmi. Um 7. liðinn er það að segja að ákæran hefði mátt vera gleggri um þátt ákærða Þ , en þó verður ekki séð að vörnum þurfi að verða áfátt af þeim sökum. Ber af þessum ástæðum að synja kröfu ákærðu um að ákæru í málinu verði vísað frá dómi. Það er ágreiningslaust að Kaupþing banki lánaði þeim félögum sem í ákæru greinir þær fjárupphæðir sem þar eru tilgreindar og á þeim dögum sem þar eru tilgreindir. Í ákærunni er raki nn ferill lánanna og telur ákæruvaldið að ákærðu X og Z hafi gerst sekir um umboðssvik og ákærði Þ gerst sekur um hlutdeild í þeim. Ákærðu neita sök, eins og rakið hefur verið. Mál þetta rekur upphaf sitt til þess að árið 2008 var skuldatryggingaálag Kau pþings banka orðið mjög hátt að mati forsvarsmanna hans. Leitað var ráðgjafar hjá fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Deutsche Bank, um hvernig bregðast skyldi við. Í ákæru og II. kafla var rakið hvernig farið var að ráðleggingum Deutsche Bank um að bankinn g æfi út skuldabréf (CLN Credit Linked Notes) sem tengd væru skuldatryggingaálagi (CDS spread) Kaupþings banka, eins og ákært er fyrir í I. og III. kafla ákæru. Með þessu móti var vonast til þess að skuldatryggingaálag Kaupþings myndi lækka. Deutsche Bank ga f í framhaldinu út tvö lánshæfistengd skuldabréf (CLN Credit Linked Notes) sem tengd voru skuldatryggingaálagi (CDS spread) Kaupþings banka. Annað bréfið keypti félagið Chesterfield og hitt bréfið keypti félagið Partridge. Eigendur Chesterfield voru þrjú f élög, sem í ákæru greinir, og lánaði Kaupþing banki þeim til kaupanna, eins og ákært er fyrir. Partridge var í eigu Harlow 21 sem á sama hátt fékk lán til kaupanna. Í málinu er komið fram að félögin, sem áttu félögin sem keyptu skuldabréfin, hafi verið í umsj ón og vörslum Kaupþings í Lúxemborg sem var dótturfélag Kaupþings banka á Íslandi. Eigendur þessara félaga réðu engu um rekstur þeirra og eignir félaganna, sem voru fjármunir á banka - og vörslureikningum, voru í vörslum bankans í Lúxemborg sem hafði veð í þeim samkvæmt viðskiptasamningi félaganna við Kaupþing í Lúxemborg. Skuldir félaganna voru á endanum við Kaupþing banka samkvæmt þeim lánum sem ákært er fyrir. Það er vörn ákærðu að með þessu fyrirkomulagi hafi hagsmunir bankans að fullu verið tryggðir. Þe ssar tryggingar myndu ekki glatast, nema annar hvor bankanna, Kaupþing banki á Íslandi eða Deutsche Bank færu í þrot, og í ágúst 2008 hafi það verið talið nánast útilokað. Maður verður ekki sakfelldur fyrir umboðssvik nema hann hafi framið brotið af auðg unarásetningi, sbr. 20. gr. og 243. gr. almennra hegningarlaga. Eins og rakið hefur verið voru lánin, sem ákært er út af, veitt til að kaupa skuldabréf af Deutsche Bank, en alkunna er að hann er í hópi stærstu og traustustu fjármálafyrirtækja heims. Skulda bréfin ásamt öðrum fjármálalegum eignum félaganna voru veðsett Kaupþingi í Lúxemborg sem auk þess réði þeim að fullu, eins og rakið hefur. Þessi bréf voru til tryggingar lánunum sem ákært er fyrir í málinu og félögin skulduðu Kaupþingi á Íslandi. Til að þe ssar tryggingar glötuðust hefði Deutsche Bank orðið að fara í þrot. Þá er einnig komið fram að kaupin á skuldabréfunum, að undirlagi Kaupþings á Íslandi og samkvæmt ráðleggingum Deutsche Bank, hafi verið til þess að reyna að lækka skuldatryggingaálag Kaupþ ings. Með öðrum orðum stóð ásetningur ákærðu, X og Z , með þessum viðskiptum til þess að hafa áhrif á skuldatryggingaálag Kaupþings til lækkunar. Það er hins vegar ekki ákæruefni málsins. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að ósannað sé að áset ningur ákærðu, X og Z , hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína í auðgunarskyni með því að veita lán þau sem í ákæru greinir, hvort sem var til upphaflegra kaupa á skuldabréfum, eins og ákært er fyrir í I. og III. kafla ákæru eða til að mæta veðköllum, eins og ákært er fyrir í II. og IV. kafla ákæru. Eins og ákæru er háttað leiðir þessi niðurstaða til þess að þarflaust er að taka afstöðu til þess hvort reglum bankans hafi verið fylgt í einu og öllu við lánveitingarnar. Af framangreindri niðurstöðu leiði r einnig að sýkna ber ákærða Þ af ákæru fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Ákærðu verða því sýknaðir og sakarkostnaður, sem er málsvarnarlaun sem ákvörðuð eru með virðisaukaskatti í dómsorði, lagður á ríkissjóð. Ákæra í málinu var gefin út 22. apríl 2014 og var málið þingfest 11. júní sama ár. Dómur var kveðinn upp í héraði 26. janúar 2016. Hæstiréttur ómerkti dóminn 19. október 2017 og í lok II. kafla var tekinn upp rökstuðningurinn fyrir ómerkingunni. Af hálfu ákæruvaldsins var málið rannsakað og gögn um þá rannsókn lögð fram. Ákærðu 22 kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi og byggðu kröfuna á því að sú rannsókn sem Hæstiréttur hefði mælt fyrir um hefði ekki farið fram. Dómurinn féllst á þetta með þeim rökstuðningi að ákæruvaldið hefði ekki rannsakað þau atriði sem Hæstiréttur hefði kveðið á um að rannsaka skyldi. Málið væri því í sama búningi og áður og þar af leiðandi ekki tækt til efnismeðferðar. Ákæruvaldið kærði frávísunina til Landsréttar, sem felldi frávísunina úr gildi 1. nóvember 2018 og lagði fy rir Héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Upphaflega var gert ráð fyrir að aðalmeðferð færi fram um miðjan febrúar á þessu ári en vegna óviðráðanlegra ástæðna varð að fresta henni fram í byrjun júní og var málið dómtekið að henni lokinni 6. júní síð astliðinn. Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Einarsson viðskiptafræðingur. D Ó M S O R Ð: Ákærðu, X , Z og Þ , eru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Málsvar nar laun verjenda ákærðu skulu greidd úr ríkissjóði sem hér segir: Hörður Felix Harðarson lögmaður, 5.602.010 krónur, Gestur Jónsson lögmaður, 3.710.080 krónur, og Kristín Edwald lögmaður, 3.815.480 krónur. Arngrímur Ísberg Sigrún Guðmundsdóttir Sigurbjörn Einarsson