Héraðsdómur Reykjaness Dómur 11. júlí 2022 Mál nr. E - 286/2022 : A (Jónas Þór Jónasson lögmaður ) g egn B hf. (Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður ) dómur Mál þetta, sem þingfest var 9 . febrúar 2022 og dómtekið 13 . júní sl., var höfðað af A , , gegn B hf., . Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.340.177 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. apríl 2021 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýk nu af kröfum stefnda og málskostnaðar. I Stefnandi starfaði frá árinu 2005 sem vélstjóri á skipum sem stefndi gerði út. Var hann fyrstu árin á og frá árinu 2019 á fiskiskipinu . Í ráðningarsamningi, dagsettum 11. júlí 2019, sem ritað var undir er s tefnandi hóf störf á síðarnefnda skipinu sagði að ráðning stefnanda væri ótímabundin og að hver veiðiferð væri eitt uppgjörstímabil. Skyldi uppgjör fara fram eigi síðar en 30 dögum eftir lok veiðiferðar. Fram kom að á skipinu væri skiptimannakerfi sem fæli í sér að skipverjar færu aðra hverja veiðiferð skipsins en skiptu með sér hlut þannig að þeir fengju hálfan hlut hvort tveggja þegar þeir færu í veiðiferð og í frítúr enda væru veiðiferðir og frítúrar jafnir yfir ráðningartímann. Viðkomandi skipverji samþ ykkti við ráðningu að ganga inn í skiptimannakerfið og samkvæmt því fengi hann uppgjör eftir veiðiferð sem næmi hálfum hlut sem staða hans um borð segði til um og hið sama eftir frítúr. Þá sagði að hver veiðiferð væri um það bil 25 til 35 dagar og skyldi ú tgerð skipsins sjá til þess að útgerðaráætlun næstu 3 - 6 mánuði lægi alltaf fyrir. 2 Stefnanda var sagt upp störfum 29. maí 2020 með þriggja mánaða uppsagnarfresti í samræmi við kjarasamning. Sagði í uppsagnarbréfi sem útgerðarstjóri stefnda ritaði af því ti lefni að uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir og að starfstíma stefnanda lyki því 29. ágúst 2020. Tæpum mánuði síðar undirritaði útgerðarstjórinn bréf, dagsett 25. júní 2020, með sér samkomulag um að stefnandi ynni ekki uppsagnarfrestinn en að hann fengi laun samkvæmt ráðningarsamningi til 29. ágúst 2020. Bréfið var ekki undirritað af stefnanda og greinir aðila á um hvort stefnandi hafi verið leystur undan vinnuskyldu á þeim de gi er bréfið var dagsett, þ.e. 25. júní 2020, eða við uppsögn stefnda 29. maí sama ár. Þannig kveður stefnandi stefnda hafa leyst hann undan vinnuskyldu þegar við uppsögnina 29. maí 2020 en stefndi kveður það fyrst hafa verið við afhendingu fyrrgreinds við auka 25. júní 2020. Fyrir liggur í öllu falli að eftir síðastgreint tímamark starfaði stefnandi ekki frekar fyrir stefnda í uppsagnarfresti og var nýr vélstjóri ráðinn í hans stöðu. Óumdeilt er að stefnandi fékk í uppsagnarfresti greidd laun í samræmi við ráðningarsamning aðilanna, þ.e. miðað við 0,8 aflahlut eftir allar ferðir samkvæmt fyrrgreindu skiptimannakerfi. Stefnandi taldi það uppgjör hins vegar í ósamræmi við dómaframkvæmd og krafðist þess að fá laun miðað við að hann hefði róið allan uppsagnarfr estinn án tillits til skiptimannakerfisins. Taldi stefnandi sig þannig eiga rétt á 1.6 aflahlut eftir hverja ferð sem farin var á uppsagnarfresti. Stefndi varð ekki við því og lýtur mál þetta að þeirri deilu. II Stefnandi byggir kröfur sínar á því að st efndi hafi hafnað vinnuframlagi stefnanda á uppsagnarfresti og að í því hafi falist riftun á ráðningu hans. Stefnanda beri því að fá greidd laun allan uppsagnarfrestinn en ekki eingöngu eftir því róðrafyrirkomulagi eða skiptimannakerfi sem í gildi var um b orð í skipinu þar sem greitt var miðað við hálfan hlut eftir hverja veiðiferð. Vísar stefnandi í þeim efnum til 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 126/1989 og 210/2004. Stefnandi kveður sjómannalög sérlög um r éttarstöðu sjómanna sem séu um margt rýmri en lög og ákvæði er varði starfsmenn í landi, m.a. að því er varði rétt stefnanda til fullra launa allan uppsagnartímann. Dómaframkvæmd varðandi launarétt skipverja samkvæmt meðalbótareglu 25. gr. feli í sér að st efnandi sé í reynd betur settur launalega en hann hefði verið á sama tíma hefði ráðningu hans ekki verið slitið. Bótareglan byggi því ekki á sjónarmiðum skaðabótaréttar um sannarlegar bætur vegna fjártjóns. 3 Um fjárhæð bótakröfu sinnar vísar stefnandi til þess að hann geri kröfu um þau laun sem hann hafi verið vanhaldinn um í uppsagnarfresti og sé krafan reiknuð út frá upplýsingum á launaseðlum hans í uppsagnarfresti. Þar sjáist að stefnandi hafi aðeins fengið greiddan 0,8 aflahlut í stað 1,6 aflahlut, sbr. grein 1.01 í kjarasamningi VM og SFS. Krafa stefnanda nemi mismun þeirra launa sem hann fékk greidd í uppsagnarfresti og þeirra launa sem hann hefði átt að fá greidd miðað við full laun allan uppsagnarfrestinn auk 11,59% orlofs og vegna 10% tapaðs mótfram lags atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Samkvæmt launaseðlum stefnanda á tímabili uppsagnarfrests hafi 0,8 aflahlutur hans numið samtals 5.588.622 krónum og 7% frystiálagi auk annarra kjarasamningsbundinna kaupliða. Stefnanda hafi hins vegar borið að fá tvöfal da þá fjárhæð og séu því vangreiddar 5.979.826 krónur auk 11,59% orlofs og bóta vegna tapaðs 10% mótframlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Samtals séu því vangreiddar 7.340.177 krónur sem sé dómkrafa stefnanda. Um lagarök vísar stefnandi til ákvæða sjóma nnalaga, einkum 1. mgr. 25. gr., 9. og 4. gr., og almennra reglna vinnuréttar um greiðslu verklauna og uppsagnarkaups og ákvæða laga nr. 50/1980. III Stefndi mótmælir því að stefnanda eigi rétt til hærri greiðslu en launa á uppsagnarfresti á þeim forsendu m að hann hafi verið leystur undan vinnuskyldu allan uppsagnarfrestinn. Stefnandi hafi ekki verið leystur undan vinnuskyldu fyrr en með bréfi, dagsettu 25. júní 2020, sem hann að vísu hafi neitað að taka við. Stefnandi hafi fengið fullar launagreiðslur í u ppsagnarfresti og því beri að sýkna stefnda af kröfu hans í málinu. Stefndi bendir á að þeir dómar sem stefnandi vísi til hafi orðið kveikjan að umfangsmiklum deilum milli sjómanna og útgerðarmanna þar sem látið hafi verið reyna á það með hvaða hætti reik na bæri bætur samkvæmt 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga. Á þeim tíma hafi fallið afar misvísandi dómar um það hvernig bæri að standa að slíkum útreikningi. Annars vegar hafi verið deilt um það hvort miða ætti bætur við væntar tekjur á uppsagnartímabili, þ.e. æ tlaðar tekjur í framtíðinni, og hins vegar hvort reikna bæri meðallaun samkvæmt ákvæðinu þannig að miðað væri við að skipverji ynni alla daga uppsagnarfrests á sjó eða meðaltal sjódaga af almanaksdögum. Úr fyrra atriðinu hafi verið leyst með mjög afgerandi hætti í svokölluðum Bergs - Hugin málum en þau hafi verið fjögur, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 197 - 199/2001 og 214/2001. Þar hafi 4 komið fram að bætur samkvæmt bótareglu 25. gr. sjómannalaga ættu að vera ákveðnar með hliðsjón af launum skipverja síðustu mánuðina í starfi. Þrátt fyrir tilvitnaða dóma Hæstaréttar hafi enn verið misræmi varðandi það hvernig staðið væri að útreikningi á meðallaunum sjómanna. Stundum hafi meðallaun verið reiknuð sem laun á lögskráningardag (vinnudag) e n í öðrum tilvikum sem laun á almanaksdag, sbr. m.a. tvo dóma Hæstaréttar frá 19. desember 2002. Í öðrum dóminum hafi sagt að meðallaun væru laun yfir tiltekið tímabil deilt með almanaksdögum á sama tímabili, sbr. dóm í máli nr. 343/2002, en í hinum hafi sagt að meðallaun væru l aun yfir tiltekið tímabil deilt með lögskráningardögum, sbr. dóm í máli nr. 292/2002. Þessi staða og misvísandi dómafordæmi hafi orðið til þess að á árinu 2011 hafi Hæstiréttur ákveðið að setja deilu á milli skipverja og útgerða í fimm manna dóm. Þannig ha fi í máli nr. 229/2010 verið skorið úr um að til þess að bæta skipverja tjón sem slit á ráðningarsamningi bökuðu honum yrði að gera hann eins settan og ef hann hefði á þessu tímabili verið við störf á sama hátt og áður. Í dóminum hafi verið miðað við meðal laun yfir hvern almanaksdag mánuðina fyrir starfslok og reiknað með fjölda daga sem viðkomandi hefði átt að vinna á því tímabili. Sama niðurstaða hafi verið lögð til grundvallar í nýjum dómi Landsréttar í máli nr. 544/2019, þar sem fram hafi komið að við á kvörðun bóta samkvæmt 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga væri rétt að líta til þeirra launa sem ætla yrði að skipverji, sem vikið hefði verið úr skiprúmi, hefði fengið ef hann hefði átt þess kost að vinna í uppsagnarfresti á óbreyttum starfskjörum. Stefndi hafi gert upp laun til stefnanda í uppsagnarfresti í samræmi við rétt hans til launa og byggi á því að ekki sé ágreiningur um það. Réttur stefnanda til greiðslu bóta samkvæmt 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga sé að fá bætur sem séu jafnháar og laun í uppsagnarfrest i samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna. Hafi stefnandi fengið greidd laun í uppsagnarfresti skapist ekki bótaréttur samkvæmt 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga, sbr. 3. mgr. 25. gr. laganna. Í þeim tilvikum sem skiprúmi sjómanns sé sagt upp og hann leystur undan vinn uskyldu á fullum launum reyni ekki á bótarétt samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laganna, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar í máli nr. 218/2004. Eigi 3. mgr. 25. gr. sjómannalaga við í málinu og sé óumdeilt að öll skilyrði málsgreinarinnar séu uppfyllt. Stefndi byggir enn fremur á því að jafnvel þótt fallist yrði á sjónarmið stefnanda væri fjárkrafa hans röng enda geti hún aðeins tekið til þess hluta uppsagnarfrests sem stefnandi var leystur undan vinnuskyldu, eða frá 26. júní til 29. ágúst 2020. Þá sé útreikningur stefnand a varðandi bætur fyrir töpuð laun samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laganna 5 rangur þar sem miða skuli við laun í fortíðinni og yfir svo langt tímabil að gefi rétta mynd af væntum launum á tímabilinu, sbr. fyrrgreinda dóma Hæstaréttar. Loks mótmælir stefndi vaxtakrö fu stefnanda og telur rétt að dæma ekki dráttarvexti fyrr en frá dómsuppkvaðningu þar sem málið hafi dregist úr hófi af hálfu stefnanda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. IV Svo sem fram er komið gegndi stefnandi starfi vélstjóra á sem er í eigu s tefnda og gerður út af félaginu. Með bréfi stefnda, dagsettu 29. maí 2020, var stefnanda sagt upp störfum og upphaflega miðað við að hann ynni út þriggja mánaða uppsagnarfrest. Stefndi mun hins vegar hafa ráðið annan í hans stað og liggur fyrir bréf undirr itað af stefnda, dagsett 25. júní 2020, þar sem fram kemur að stefnandi sé leystur undan vinnuskyldu út uppsagnarfrestinn og að hann fái full laun á tímabilinu. Greinir aðila á um hvort stefnandi hafi verið leystur undan vinnuskyldu á því tímamarki eða þeg ar við uppsögn 29. maí 2020. Ágreiningslaust er að stefndi greiddi stefnanda laun í uppsagnarfresti sem tóku mið af skiptimanna - og frítúrakerfi sem skipverjar miðuðu við og kveðið var á um í ráðningarsamningi. Voru greiðslur til stefnanda þannig í samræm i við það sem hann hafði fengið áður en til uppsagnarinnar kom þar sem miðað var við 0,8 aflahlut eftir hverja veiðiferð í samræmi við fyrrgreint fyrirkomulag. Stefnandi byggir hins vegar á því að þar sem stefndi hafi hafnað vinnuframlagi hans í uppsagnarf resti og ráðið nýjan vélstjóra hafi hann slitið ráðningu stefnanda og skapað sér bótaskyldu eftir 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga sem nemi fullum og óskertum launum miðað við að stefnandi hefði róið allan uppsagnarfrestinn og þá án tillits til skiptimannafyri rkomulagsins. Vísar stefnandi í þeim efnum til dómafordæma Hæstaréttar Íslands, einkum dóma Hæstaréttar 22. október 1990 í máli nr. 126/1989 og 28. október 2004 í máli nr. 210/2004. Stefndi reisir vörn sína hins vegar á því að þar sem stefnandi hafi fengið greidd full laun í uppsagnarfresti eigi hann engan frekari rétt til greiðslna í uppsagnarfresti. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga á skipverji rétt á launum þann tíma sem mælt er fyrir um í 9. gr. laganna ef honum er vikið úr skiprúmi áður en ráðning artími hans er liðinn án þess að heimild sé til þess í 23. eða 24. gr. laganna. Ágreiningslaust er að stefnandi var ráðinn ótímabundið í skiprúm hjá stefnda. Með því að hafna vinnuframlagi hans í uppsagnarfresti verður því að líta svo á að honum hafi verið vikið úr skiprúmi þannig að hann eigi bótarétt samkvæmt framangreindu ákvæði, sbr. m.a. dóm 6 Hæstaréttar 28. október 2004 í máli nr. 210/2004 og dóm Landsréttar 29. maí 2020 í máli nr. 544/2019. Hvað varðar rétt stefnanda til greiðslna í uppsagnarfresti verður vissulega að taka undir það með stefnanda að til staðar séu dómafordæmi þar sem á því var byggt að samkomulag um tiltekið skiptimannakerfi hefði fallið úr gildi er skipverja var vikið úr ski prúmi og að honum bæri því réttur til fullra launa án tillits til þess fyrirkomulags út uppsagnarfrestinn, sbr. fyrrgreinda dóma Hæstaréttar 22. október 1990 í máli nr. 126/1989 og 28. október 2004 í máli nr. 210/2004. Í máli þessu er hins vegar til þess a ð líta að í ráðningarsamningi aðila var skýrlega kveðið á um það að stefnandi samþykkti að ganga inn í skiptimannakerfi það sem til staðar var á skipi stefnda við upphaf ráðningu stefnanda. Fól það kerfi, sem samkvæmt þessu var hluti af kjörum stefnanda sa mkvæmt ráðningarsamningi, í sér að í stað þess að fá greitt sem næmi heilum hlut eftir hverja veiðiferð og ekkert eftir frítúr fékk hann greitt sem nam hálfum hlut eftir alla túra. Var stefnanda ljóst frá öndverðu að greiðslur til hans tóku mið af viðkoman di kerfi og tiltekinni útreikningsaðferð við ákvörðun greiðslna honum til handa. Þá verður að mati dómsins ekki litið framhjá því að í nýrri réttarframkvæmd hefur verið gengið út frá því að til þess að bæta skipverja tjón sem slit á ráðningarsamningi baka honum beri að gera viðkomandi eins settan og ef hann hefði hann unnið út uppsagnarfrestinn. Vísast í þeim efnum til dóms Hæstaréttar 10. febrúar 2011 í máli nr. 229/2010, sem kveðinn var upp einróma af Hæstarétti í fimm manna dómi, og dóms Landsréttar 29. maí 2020 í máli nr. 544/2019, en þess ber að geta að fyrir liggur ákvörðun Hæstaréttar 27. júlí 2020 í máli nr. 178/2020 þar sem beiðni um áfrýjun síðarnefnda dómsins var hafnað. Yrði fallist á kröfur stefnanda fæli það í sér að hann hefði í uppsagnarfrest i notið helmingi hærri launa en hann hafði í reynd í störfum sínum hjá stefnda. Slík niðurstaða myndi ekki einungis stríða gegn því fyrirkomulagi sem kjör stefnanda voru miðuð við og hann undirgekkst við samningsgerðina, sbr. það sem áður greinir, heldur e innig fyrrnefndum dómum þar sem gengið hefur verið út frá því, í samræmi við meginregluna um að bætur vegna uppsagnar jafngildi launum á uppsagnarfresti, að bætur skuli nema því sem viðkomandi hefði fengið hefði hann átt þess kost að vinna í uppsagnarfrest i að óbreyttum starfskjörum. Í ljósi framangreinds, og þar sem óumdeilt er að stefnandi fékk greidd full laun samkvæmt ráðningarsamningi aðilanna á því tímabili sem krafa stefnanda tekur til, á hann ekki tilkall til frekari bóta eftir 1. mgr. 25. gr. sjóm annalaga. Af þeirri niðurstöðu 7 leiðir enn fremur að óþarft er að taka afstöðu til þess ágreinings er lýtur að upphafsdegi þess að stefnandi var leystur frá störfum, enda naut hann í reynd réttar til sömu greiðslna allan uppsagnarfrestinn án tillits til þes s hvort hann vann hluta hans eða ekki. Að öllu framangreindu virtu verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ómsorð: Stefndi, B h f., er sýknaður af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Halldóra Þorsteinsdóttir Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 11.07.2022