Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. apríl 2021 Mál nr. S - 19/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi ) g egn Bryndís i Bár u Eyjólfsdótt ur Dómur Mál þetta sem var dómtekið 3. mars 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 29. desember 2020 á hendur Bryndísi Báru Eyjólfsdóttur, kt. [...] , [...] , [...] : Fyrir eftirtalin umferðarlagabrot framin á árinu 2020 með því að hafa: I. M ánudaginn 16. mars ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Skipholt við Háteigsveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. F immtudaginn 19. mars ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Vesturlandsveg við Lágafell í Mosfellsbæ , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III . F östudaginn 27 . mars ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Vesturlandsveg við Stórhöfða í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæ md til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 2 88/2008 um meðferð sakamála e nda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagse ttu 21. desember 2020 nær sak a ferill ákærðu aftur til ársins 2001. Við ákvörðun refsingar í máli þessu hefur eftirfarandi áhrif . M eð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 7. desember 2016 var ákærða dæmd í fangelsi í 30 daga fyrir að aka ökutæki svipt ökurétti og un dir áhrifum áfengis. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. janúar 2019 var ákærða dæmd í 60 daga fangelsi fyrir eignaspjöll, akstur ökutækis svipt ökurétt i og undir áhrifum fíkniefna. Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlag a þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, Bryndís Bára Eyjólfsdóttir, sæti fangelsi í 60 daga. Ólafur Egill Jónsson