Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. apríl 202 1 Mál nr. S - 4448/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari) g egn X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 14. júlí 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin brot: I. Ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 5. ágúst 2018, veist með ofbeldi að barnsmóður sinni , A , kt. [...] , á heimili þeirra að M í Reykjavík og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut yfirborðsáverka á hálsi. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegning arlaga nr. 19/1940. II. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 29. júlí 2018, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 40 ng/ml) um Fjallkonuveg í Reykjavík uns lögregla stöð vaði aksturinn við Bíldshöfða. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. nefndra umferðarlaga. Undir meðferð málsins féll sækjandi frá ákæru vegna ákæruliðar II. Verjandi á kærð a krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af ákærulið I , til vara krefst hann þess að ákærða verði ekki gerð sérstök refsing en til þrautavara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa . Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna s ér til handa. 2 Málsatvik Samkvæmt skýrslu lögreglu barst henni tilkynning um heimilisofbeldi að M . Þegar lögregla kom á vettvang mætti hún ákærða á bifreiðastæði utan við húsið. Hann var ölvaður og æstur og kvaðst hafa rifist við brotaþola, fyrrverandi kærustuna sína, en vildi lítið gefa upp hvað hefði gengið á. Félagi ákærða, B , sem var einnig á bifreiðastæðinu, kvaðst hafa séð þau brotaþola slást og sagði þau haf a slegið hvort til annars. Brotaþoli greindi frá því að þau ákærði væru nýhætt saman . Hann hefði komið inn í íbúð hennar ásamt félaga sínum og sakað hana um að hafa notað greiðslukort félagans. Hann hefði verið æstur og ógn andi , rifið farsímann af henni og slegið glas í gólfið sem hefði brotnað . Síðan hefði hann ráðist á hana og tekið hana hálstaki þannig að þrengdist að öndunarvegi hennar. Hann hefði svo ítrekað hrint henni í gólfið , ýtt henni út á svalir og rifið hurðarhún inn af svaladyrunum. Brotaþoli var rauð á hálsi og var tekin ljósmynd af því sem fylgdi skýrslunni . Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvað brotaþola ekki hafa verið í góðu ástandi á þessum tíma vegna andlegra vandamála og drykkju . Hún hefði rá ðist á hann, kastað í hann bjórglasi og skorið hann með broti úr glasinu. Hann kvað ágreining þeirra hafa komið til vegna þess að peningar hefðu horfið af greiðslukorti félaga hans og hann hefði talið brotaþola hafa tekið þá . Hann hefði farið til hennar til að ræða við hana og hefði drukkið 1½ bjór með henni . Hann hefði farið út á svalir og hún komið á eftir. Félagi hans hefði lokað dyrunum og sagt þeim að ræða málið. Hann hefði haldið í hurðina og hún hefði hangið á húninum og spyrnt í vegginn. Við þett a hefði hurðarhúnninn dottið af. Brotaþoli hefði orðið brjáluð. Hún hefði verið öskrandi og gargandi og rústað öllu í íbúðinni. Hann hefði ekki tekið hana hálstaki heldur tekið um hana til að hald a henni frá sér þegar hún hefði ætlað að skera hann með gler broti. Hann hefði reynt að tjá sig sem minnst um það sem hefði gerst við lögreglu vegna afskipta barnaverndar af syni þeirra , en hefði þó sagt að brotaþoli hefði ráðist á sig . Brotaþoli, A , skoraðist undan því að gefa skýrslu í málinu, sbr. 1. mgr. 117. g r. laga nr. 88/2008 og vísaði til þess að um átök hefði verið að ræða milli hennar og ákærða og hún hefði ekki viljað kæra hann. Vitnið , B , kvað ákærða hafa hringt í sig og beðið hann um að sækja sig að M en hann hefði búið í næsta húsi . Hann hefði mest an tímann staðið í anddyrinu en ákærði og brotaþoli verið á milli baðherbergis og svala. Þau hefði rifist en hann hefði ekki vitað um hvað deilan snerist. Hann hefði verið drukkinn á þessum tíma og myndi ekki vel eftir þessu en taldi þetta hafa staðið í um 3 0 - 45 mínútur. Hann myndi þó eftir að á kærði hefði lokað brotaþola úti á svölum í stutta stund. Hann hefði farið út sjálfur en myndi ekki eftir 3 að brotaþoli hefði togað í hurðarhúninn. Hann hefði ekki séð nein högg en ákærði hefði verið ákveðinn við brotaþo la og tekið utan um axlir hennar . Hann kvaðst ekki geta fullyrt að hann hefði séð ákærða taka hana hálstaki. Hann gat heldur ekki fullyrt að ákærði hefði verið að verjast brotaþola en taldi þau hafa verið hvort ofan í öðru. Hann taldi eðlilegt ástand hafa verið í íbúðinni, en hann gæti hafa séð uppsópuð glerbrot í fægiskúffu í eldhúsinu. Hann kannaðist ekki við áverka á ákærða eða brotaþola og minn t ist þess ekki að þau hefðu talað um þá. Hann kvaðst ekki vera viss um að hann hefði muna ð atvikin betur við skýrslugjöf hjá lögreglu. Vitnið C lögreglumaður greindi frá komu sinni á vettvang. Hún hefði rætt við brotaþola sem hefði lýst því að ákærði hefði tekið hana hálstaki, ýtt út á svalir og hrint í gólfið. Hún hefði séð áverka á brotaþol a en ekki orðið vör við áverka á ákærða. Hún hefði séð glerbrot á staðnum og vitað af brotnu glasi en ekki séð neitt blóð. Vitnið , D lögreglumaður , greindi frá komu sinni á vettvang. Ákærði hefði verið fyrir utan. Hann hefði verið æstur og lítið hægt að f á upp úr honum en hann hefði talað um að brotaþoli hefði ráðist á sig. Brotaþoli hefði aftur á móti sagt að ákærði hefði hrint sér og tekið símann af sér. Hún hefði verið með áverka á hálsi en hún hefði ekki séð áverka á ákærða. Niðurstaða Ákærða er gefi ð að sök að hafa beitt barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu ofbeldi með því að hafa veist að henni og tekið hana hálstaki . Ákærði neitar sök. Hann greindi frá því að átök hefðu átt sér stað á milli þeirra sem hefðu endað með því að brotaþoli hefði brotið glas og skorið hann með glerbroti , en hann hefði tekið hana taki til að halda henni frá sér og koma í veg fyrir að hún skæri hann frekar. Brotaþoli greindi frá því fyrir dómi að um átök á milli þeirra hefði verið að ræða en skora ðist að öðru leyti undan því að tjá sig . Hún greindi hins vegar frá því þegar lögregla mætti á vettvang að ákærði hefði ráðist á sig með ofbeldi og tekið sig hálstaki. Eitt vitni var að atvikum. Hann kvaðst fyrir dómi ekki muna mjög vel eftir þessu en tal di að ákærði og brotaþoli hefðu veist að hvort öðru og þótt ákærði hefði verið ákveðinn við brotaþola myndi hann ekki eftir því að hann hefði beitt hana sérstöku ofbeldi. Hann mundi ekki eftir hálstaki og var ekki viss um framburð sinn hjá lögreglu um að þ að hefði gerst. Hvorki ákærði né brotaþoli leituðu læknishjálpar eftir atvikið . Lögreglumenn sem mættu á vettvang sáu áverka á hálsi brotaþola og er mynd af þeim á meðal gagna málsins. Lögreglumenn irnir sáu ekki áverka á ákærða og hann greindi ekki frá þe im. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Þó getur skýrsla vitnis hjá lögreglu haft sönnunargildi þótt vitnið komi ekki fyrir dóminn ef þess 4 er ekki kostur við meðferð málsins, sbr. 3. mgr. 111. gr. Í greinargerð með framangreindu er svo alvarlega veikt að það gæti stofnað heilsu þess í hættu að koma fyri r dóm til skýrslugjafar, þegar vitni er horfið og ekki er vitað hvar það er niðurkomið eða þegar það neitar að gefa skýrslu fyrir dómi samkvæmt 117. gr. laganna. Brotaþoli kom fyrir dóminn en skoraðist undan því að gefa skýrslu. Má því líta svo á að þess h afi ekki verið kostur að fá vitnið fyrir dóminn í skilningi 3. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008. Ef þess er ekki kostur að vitni komi fyrir dóminn metur dómari hvort skýrsla fyrir lögreglu hafi sönnunargildi og hvert það sé. Í málinu liggur fyrir hljóðuppta ka af skýrslu brotaþola hjá lögreglu sem tekin var samdægurs á vettvangi þar sem hún lýsti því að ákærði hefði komið aftan að henni og tekið hana hálstaki og hann hefði ítrekað hrint henni. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr . 109. gr. sömu laga. Ljóst er af framburð i á kærð a og vitn a fyrir dóminum að átök átt u sér stað á milli ákærða og brotaþola , en ekkert þeirra sem var viðstatt greindi frá atvikum fyrir dómi með þeim hætti sem ákærða er gefið að sök í ákæru. Vitni sem taldi sig hafa séð hálstak við símaskýrslu hjá lögreglu mundi ekki til þess að hafa séð það og gat ekki fullyrt að framburður hans hjá lögreglu um það væri réttur. Fyrir liggur að brotaþoli var með rauð för á hálsi num eftir átökin en ekkert læknisfræðilegt mat liggur fyrir á áverkunum. Er því ekki hægt að slá því föstu að áverkarnir séu eftir að hún hafi verið tekin hálstaki. Liggja því ekki fyrir gögn sem staðfesta framburð brotaþola á vettvangi um að ákærði hafi veist að henni og tekið hana hálstaki. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að ákæruvaldið hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt því leikur slíkur vafi á því að ákærði hafi gerst sekur um þann verknað sem lýst er í ákæru að ekki ve rður talið að komin sé fram lögfull sönnun þess og verður hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins . Allur sakarkostnaður málsins, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 612.560 krónur, að meðtöldum virðisau kaskatti, greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. 5 Allur sakarkostnað ur greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 612.560 krónur.