Héraðsdómur Reykjaness Dómur 18. október 2019 Mál nr. S - 1469/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Mohammad Omar ( Húnbogi J. Andersen lögmaður ) Dómur : Mál þetta, sem tekið var til dóms 27 . september 2019, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum 19 . september 2019 á hendur ákærða, Mohammad Omar , fæddum [...] ; fyrir misnotkun skjala , m eð því að hafa, miðvikudaginn 4 . september 2019, framvísað við starfsmenn við eftirlit á landamærum í f lugstöð Leifs Eiríkssonar, í blekkingarskyni, er hann var á leið til Toronto, Kanada , með flugi FI 605 , sænsku vegabréfi, ánöfnuðu [...] , fd. [...] , nr. [...] með gildistíma frá 13.03.20 15 til 13.03.2020. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 15 7 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög le yfa. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostu r á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og niðurstaða: Við þingfestingu máls þessa játaði ákærði brot sitt án undandráttar. Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um 2 þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Sakavottorð ákærða liggur ekki frammi í málinu. Engra gagna nýtur um að ákærði hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Verður v ið ákvörðun refsingar tekið mið af þeirri staðreynd og einnig skýlausri játningu ákærða. Af gögnum málsins má ráða að ákærði hefur undanfarin fimm ár dvalið og starfað í Danmörku. Að því gættu þ ykja ekki vera efni til þess að víkja frá fastmótaðri dómvenju í málum sem þessu. Refsing ákærða þykir samkvæmt því réttilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði greiði því þóknun skipaðs verjanda síns, Húnboga J. Andersen lögmanns, er a ð virtu umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði einnig útlagðan ferðakostnað verjanda, 9.240 krónur. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómso r ð: Ákærð i, Mohammad Omar , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Húnboga J. Anders e n lögmanns, 231.880 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum , og ferðakostnað verjanda, 9.240 krónur. Kristinn Halldórsson