Héraðsdómur Austurlands Dómur 11. mars 2022 Mál nr. S - 16/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A ( Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) Dómur . I. Mál þetta, sem dómtekið var 8. m ars 2022, höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 9. febrúar sl. á hendur A , kennitala , , : ,,f yrir líkamsárás í sveitarfélaginu , með því að hafa skömmu eftir miðnætti, þriðjudaginn 4. ágúst 2020, skammt frá gatnamótum og á , veist að B , kt. og kýlt hann ítrekað þar sem hann lá á jörðinni, í höfuð og hendur og veitt honum hnéspark í bakið, allt með þeim afleiðingum að B hlaut mar og yfirborðsskrámu á enni vinstra megin, eymsli og mjúkpartaþrota yfir vinstri kjálkalið, þreifieymsli yfir vinstri sjalvöðva, þreifieymsli og 10 cm langa skrámu yfir hryggjartindum við mót brjóst - og lendarhryggs og mar og þreifieymsli yfir fr emri og efri mjaðmabeinsnibba. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkarétt a rkrafa : Af hálfu B , kt. er þess krafist að ákærði verið dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 1.000.000 auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 4. ágúst 2020 og þar til mánuður er liðinn frá birtingardegi bótakröfu þessarar fyrir ákærða, en með dráttarvöxtum skv. 9. g r., sbr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að mati réttarins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, komi til aðalmeðferðar í málinu. Skipaður verjandi ákærða, Jónína Gu ðmundsóttir lögmaður , krefst þess fyrir hönd ákærða að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa, en jafnframt 2 kr efst hún þess að fjárhæð einkaréttarkröfu nnur verði lækkuð verulega. Að lokum kr efst verjandinn hæfilegrar málflutningsþóknunnar ve gna starfa sinna við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi. I I. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru . Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og rannsóknargögnum lögreglu, þ. á m. framburða r skýrslu ákærða hjá lögreglu , læknisvottorði , dagsettu 19. ágúst 2020 , framlögðu myndskeiði og öðrum gögnum, er að áliti dómsi ns nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru er lýst . Brot ákærða er réttilega heimfært til laga í ákæru. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. III. Ákærði, sem er , hefur samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins áður gerst brotlegur við lög. Þann 20. janúar 2021 var ákærði þannig dæmdur til að greiða sekt til ríkssjóðs fyrir minniháttar þjófnaðarbrot og fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu . Þann 13. d esember sl. var ákærði dæmdur fyrir minniháttar líkamsárás, en einnig kynþáttaníð , og þá í þriggja mánaða fangelsi, sem var sk ilorðsbundið til tveg g ja ára. Ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola skaðabætur. Brot in samkvæmt nefndum dómum framdi ákærði sumarið 2020, en hann var þá . Refsing ákærða vegna þeirrar líkamsárásar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir í þessu máli verður ákveðin sem hegningarauki, sbr. ákvæði 78. gr. almennra hegningarlaga, og með vísan til 60. g r. sömu laga verður framangreindur skilorðsdómur tekinn upp og ákærða dæmd refsing í einu lagi fyrir öll brotin. Refsingin verður tiltekin eftir 77. gr. hegningarlaganna. Að þessu virtu, en einnig með hliðsjón af 1. t l. 1. m gr. 70. gr. hegningarlaganna, svo og því að ákærða lýsti yfir iðr u n vegna háttseminnar, samþykk ti bótaskyldu gagnvart brotaþola , en einnig sökum þess að nokkur dráttur varða á meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi, þykir refsing 3 ákærða hæfilega ákveðin fimm mánaða fangelsi, sem verður skilorðsbundin eins og greinir í dómsorði. Guðbjörg Anna Be rgsdóttir lögmaður lagði fram hjá lögreglu, fyrir hönd C , kt. , og þá vegna sonar hans, brotaþolans B , rökstudda miskabótakröfu að fjárhæð 1.000.000 krónur , auk vaxta og málskostnaðar. Bótakrafan, sem er dagsett 20. apríl 2021, var birt ákærða 18. ferbú ar sl. Afstöðu ákærða til kröfunnar er hér að framan lýst, en hann samþykkt bótaskyldu, en andmælti fjárhæðinni , sem alltof hárri . Það er niðurstaða dómsins að með áður greindu líkamsárásarbroti hafi ákærði Þór bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþolanum B . Verður því fallist á að brotaþoli eigi rétt til miskabóta úr hendi ákærða með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Við ákvörðun miskabótanna er einkum litið til líkamlegra afleiðinga árásarinnar , enda eru takmörkuð gögn að öðru leyti í málinu. Að þes su virtu þykja nefndar bætur hæfilegar 3 00.000 krónur, ásamt vöxtum eins og nánar segir í dómsorði. Með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði að auki dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað vegna lögmannsaðstoðar, sem þykir hæfilega ákveðin 186.000 krónur, en við ákvörðun þeirrar fjárhæðar hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvalds féll enginn sakarkostnaður til samkvæmt yfirlýsingu sækjanda fyrir dómi. Dæma ber ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns , Jó nínu Guðmundsdóttur lögmann s , sem að teknu tilliti til virðisaukaskatts ákvarðast 272.800 krónur. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson fulltrúi. Ólafur Ólafsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði , A , sæti fangelsi í fimm mánuði , en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að þremur árum liðnum haldi h ann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði C , kt. , vegna sonar hans, brotaþolans B , 3 00.000 krónur í miskabætur, með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. á gúst 2020 til 18. m ars 202 2 , en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags og 186.00 krónur í málskostnað. 4 Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jónínu Guðmundsdótt ir lögmann s , 272.800 krónur.