Héraðsdómur Suðurlands Dómur 23 . október 2019 Mál nr. S - 375/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi lögreglustjórans á Suðurlandi) g egn Alexander Ák a Einars syni ( Jóhannes Árnason lögmaður) Dómur Mál þetta var þingfest þann 29. ágúst 2019 og dómtekið að lokinni framhalds aðalmeðferð þann 1. október sama ár. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 11. júlí 2019, á hendur ákærða, Alexander Áka Einarssyni fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 19. apríl 2019, á Hótel Borealis í Grímsnes - og Grafningshreppi, veist að A , og gripið um handleggi hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á hægri framhandlegg og upphandlegg, mar á vinstri framhandlegg og úln lið sem og eymsli í vinstri öxl. Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa A og er krafan svohljóðandi: Í málinu gerir Kári Valtýsson, lögmaður, kröfu um að ákærða verði gert að greiða A , skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 700.000 með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 19.04.2019 en síðan með dráttarvöxtum skv. 9 . gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá þeim degi er tjónþola er sannarlega kynnt krafan til greiðsludags. Einnig er gerð krafa um annað fjártjón að fjárhæð kr. 27.590. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða A málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða mati réttarins, að viðbættum 24% Ákæruvaldið gerir þær kröfur sem í ákæru greinir. 2 Ákærði krefst þess aðallega a ð hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til vara er þess krafist að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa . Ákærði krefst þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð verulega. Þá e r þess krafist að allur sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda ákærða, verði greidd úr ríkissjóði. Helstu málavextir Í frumskýrslu lögreglu segir að skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudagsins 19. apríl 2019 hafi lögreglu borist tilkynning um að gestur á Hótel Borealis í Grímsnes - og Grafningshreppi væri til vandræða, ógnandi og hafi ráðist að öðrum gestum hótelsins. Umræddur maður, ákærði í máli þessu, var þegar lögregla kom á vettvang inni í hótelherbergi nr. X . Segir í frumskýrslu að ákærði hafi bersýnlega verið í annarlegu ástandi, mjög óstöðugur, framburður ruglingslegur og málfar óskýrt. Ákærði var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Selfossi. Lögregla ræddi við brotaþola á vettvangi sem og og starfsmenn hótelsins. Í málinu liggur frammi áverkavottorð, dags. 11. júní 2019, undirritað af B heimilislækni, en fyrir liggur að hann skoðaði brotaþola við komu á læknavaktina í Lágmúla þann 20. apríl 2019. Í vottorðinu er umræddum áverkum brotaþola lýst þannig: Sýnir mér sj ö fingurlíka marbletti á hægri framhandlegg og upphandlegg. Um 2 - 3 cm í diameter hver. Grunn klórför á hægri framhandlegg. Fjórir marblettir fremst á vinstri framhandlegg og upphandlegg. Stærsti marbletturinn þar um 3x5 cm í þvermál extensor megin yfir dis tal ulnar. Lýsir eymslum í vinstri öxl. Ekki sjáanlegt mar þar. Eðlileg Auk ákærða gáfu skýrslur við aðalmeðferð málsins brotaþolinn, A , vitnin C , D , starfsmaður hótelsi ns, lögreglumennirnir E og F , og heimilislæknirinn B . Framburður ákærða og vitna verður ekki að öllu leyti rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins. Forsendur og niðurstaða Ákærði neitar sök . Þá vísa ði ákærði í vörn sinni til neyðarv arnar , sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til 2. mgr. og 3. mgr. 218. gr. c. sömu laga. Í gögnum málsins og fyrir dómi kom fram að umrædda nótt voru ákærði og , vitnið C , gestir á Hótel Borealis , sem og brotaþoli, B og fjölskylda hennar. Þá liggur einnig fyrir að atburður sá sem mál þetta fjallar um átti sér stað í móttöku hótelsins þar 3 sem auk ákærða og brotaþola voru viðstödd vitnin C og starfsmaður hótelsins , vitnið D . Upplýst var við aðalmeðf erð málsins að öryggismyndavél væri í afgreiðslu hótelsins. Var aðalmeðferð málsins frestað um fimm daga þannig að ákæruvaldinu gæfist tækifæri til að kanna hvort fyrirliggjandi væru upptökur af umræddu atvik. Svo reyndist ekki vera og var málið dómtekið a ð loknum munnlegum málflutningi þann 1. október sl., eins og áður er rakið. Fyrir dómi lýsti ákærði atvikum þannig að hann hafi í umrætt sinn setið í móttökunni ásamt vitninu C og brotaþola. Ákærði kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis og í annarl egu ástandi umrætt sinn og ekki muna eftir atvikum í smáatriðum. Kvaðst ákærði í umrætt sinn hafa æ tlað að ræða við , staðið upp og stigið í átt að henni en þá hafi brotaþoli tekið utan um háls hans. Er það hafi átt sér stað hafi þau, þ.e . ákærði og bro taþoli , staðið geg n t hvort öðru, en hafi setið. Kvaðst ákærði, í þeim tilgangi að verjast brotaþola, hafa gripið utan um hendur hennar , fært hana til hliðar og síðan gengið í burtu . Hafi brotaþol i reynt að stöðva för hans. Sýndi ákærði fyrir dómi hvernig brotaþoli hafi , með annarri h e nd i , tekið hann kyrkingartaki. Fyrir dómi kvað st brotaþoli hafa vaknað við læti og farið fram á gang og síðan fram í afgreiðslu þar sem hafi verið bólgin í andliti, skjálfandi, hágrátandi og hrædd við ákærða . Þá h afi starfsmaður í afgreiðslunni , sem hafi verið frosinn og algjörlega stjörf af hræðslu , beðið sig um að fara ekki. Lýsti brotaþoli því að ákærði hafi komið og farið úr afgreiðslunni, látið mörg ljót orð falla í hennar garð, sagt henni að þegja og að hen ni kæmi þetta ekkert við. Atburði þeim sem hér um ræðir lýsti brotaþol i þannig fyrir dómi. Ákærði hafi komið í móttökuna, sest og viljað að , vitnið C kæmi með sér. Kvaðst brotaþoli hafa haft það á tilfinningunni að ákærði væri ekki hættur árásum á . Kvaðst brotaþoli því, þegar ákærði hafi komið að óg n andi, með fúkyrðum og ætlað að draga hana í burtu, hafa gengið á milli og nei, nei, þú ert ekkert að fara að gera þetta Eftir að hafa gengið á milli kvað brotaþoli ákærða hafa rifið í sig með þeim afleiðingum að hú n hafi marist á handleggjum . Kvaðst brotaþoli hafa sett aðra höndina á brjóst ákærða en endað með að setj a höndina á háls ákærða í því skyni að verja sig. Ákærði hafi hins vegar togað í hana og klórað. Kvaðst brotaþol i hafa sagt við ákærða að lögreglan væri að koma , hann þá áttað sig, bakkað og farið inn í hótelherbergi sitt. Nánar aðspurð lýsti brotaþoli atvikum þannig að sér hafi fundist að ákærði hjóla í , vitnið C , en síðan hafi hann komið í átt að henni, þ.e. brotaþola, og þá hafi hún varið sig með 4 fyrrgreindum hætti . Brotaþoli kvaðst ekki minnast þess að hafa slegið til ákærða en muna að hún hafi haldið honum, þ.e. tekið ákærða kyrkingartaki með annarri hendi. Aðspurð hvort ákærði hafi verið búin n að rífa í hana þegar hún hafi tekið um háls hans, kvað brotaþoli ákærða hafa byrjað á vinstri handlegg hennar, þá hafi hún ýtt á ákærða og tekið hann kyrkingartaki. Ákærði hafi þá tekið í hægri handlegg hennar. Umræddu hálstaki lýsti brotaþoli þannig . Ég hélt og klemmdi aðeins því hann var á allur á iði. Þegar komið er að þér og rifið í þig gerir þú svona . Sýndi brotaþoli hvernig hún hefði beitt hendinni og var það með sama hætti og ákærði sýndi fyrir dómi og gerð hefur verið grein fyrir hér að fram an. Tók brotaþoli fram að hún hafi aðeins ætlað að ýta á brjóst ákærða en endað á hálsi hans . Þetta hafi hún gert til að koma í veg fyrir að ákærði næði í andlit hennar. Kvaðst brotaþoli allan tíma nn hafa verið að hugsa um vitnið C og konuna í afgreiðslunni sem hafi verið lömuð af ótta. Lögregla tók skýrslu af v itni nu D eftir að meðferð málsins hófst fyrir dómi, nánar tiltekið þann 6. september sl. Fyrir dómi lýsti vitnið atvikum þannig . Hún hafi staðið bak við móttökuborðið í afgre iðslunni , séð ákærða standa snö gg t upp og ganga óg n andi í átt að brotaþola eins og hann hafi ætlaði að gera eitthvað. Kvaðst vitnið strax hafa farið af afgreiðslusvæðinu í átt að ákærða og brotaþola í þeim tilgangi að stöðva áfl o g þeirra í milli . Í því sky ni kvaðst vitnið hafa tekið í aðra h önd ákærða , en þó ekki fyrr en eftir að ákærði og brotaþoli höfðu rifið hvort annað , enda hafi hún v onað að ástandið myndi róast. Aðgerð hennar hafi hins vegar ekki borið árangur, ákærði hafi ekki stoppað. Kvað vitnið ákærða og brotaþola haf a verið í slagsmálum , þau hafi reynt að rífa í hvort annað. Brotaþoli hafi , í þeim tilgangi að verja sig ýtt ákærða frá og gripið um háls ákærða þegar hann hafi reynt að slá eða grípa í brotaþola. Vitnið kvaðst við þessar aðstæður ha fa verið mjög kvíðin og hrædd og lamast hálfpartinn. Fyrir liggur að þegar ákærði var yfirheyrðu r af lögreglu föstudaginn 19. apríl 2019, eftir dvöl í fangageymslu , bar hann við minnisleysi um atvik umrædda nótt. Aðspurður fyrir dómi kvaðst ákærði varla muna eftir yfirheyrslunni, en tók fram að hann hafi verið í uppnámi og hafa þá ekki munað eftir atburðum næturinnar vegna áfengisneyslu . Kvað hann það hafa tekið tíma að rifja upp atvik næturinnar. Vitnin og lögreglumennirnir E og F staðfestu fyrir dómi fr umskýrslu málsins , sem þau kváðust bæði hafa ritað , og að ákærði hafi borið þess merki að vera undir áhrifum þegar þau komu á vettvang. Kvað vitnið E frásögn ákærða á vettvangi hafa verið ruglingslega og óskýra . Að framangreindu virtu þykir mega byggja á framburði ákærða hér fyrir dómi svo langt 5 sem hann nær. Framburður brotaþola fyrir dómi var í öllum meginatriðum með sama hætti og hjá lögreglu. Þó er gagnrýnivert að brotaþola var í upphafi yfirheyrslu hjá lögr eglu kynntur framburður hennar á vettvangi, þ.e.a.s. orðrétt það sem lögregla á vettvangi hafði eftir henni og fram kemur í frumskýrslu lögreglu. Hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi greind u ákærði og brotaþoli frá afskiptum vitnisins D a ð samskiptum þeirra umrætt sinn. Þvert á móti var ekki annað að skilja af framburði brotaþola fyrir dómi en að vitnið D hafi staðið hjá lömuð af hræðslu. Þrátt fyrir það þykir mega byggja á framburði vitnisins D um samskipt i ákærða og brotaþola umrætt sinn , en vitnið lýsti þ eim sem slagsmálum eins og áður er rakið . Ákærða er gefið að sök að hafa ráðist að brotaþola eins og nánar greinir í ákæru. Með vísan til þess sem að framan greinir og framburðar vitnisins D , þykir sannað að komið hafi til átaka milli ákærða og brotaþola umrætt sinn . Ákærða og brotaþola ber hins vegar ekki saman um það hv er hafi átt upp tökin a ð átöku nu m. Þá kom fram hjá vitninu D sem lýsti því fyrir dómi að hafa séð ákærða grípa í annan handlegg brotaþola, að hún myndi ekki í hvaða röð ákærði og brotaþoli hafi gripið hvort í annað. Að framangreindu virtu er því ekki unnt að fallast á það með ákær uvaldinu að komin sé fram lögfull sönnun þess að ákærði hafi ráðist að brotaþola með þeim hætti sem í ákæru greinir . Hins vegar þykir, með vísan til framburðar ákærða fyrir dómi, sem fær að stoð í framburði brotaþola og vitn isins D , og með hliðsjón af framlögðu læknisvottorði um áverka brotaþola og framburði læknis, sannað að ákærði hafi í framangreindum á tökum gripið um han dleggi brotaþola með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir og þannig brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Að mati dómsins er ekki fallist á það með ákærða að honum verði , með vísan til 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940, metið refsilaust að hafa gripið í handleggi brotaþola, eða að ákvæði 2. mgr. sömu greinar geti tekið til þess verknaðar sem honum er gefinn að sök í ákæru. Ákærði kvaðst fyrir dómi ekki muna eftir orðaskipt um milli hans og brotaþola umrætt sinn. Brotaþoli bar fyrir dómi að hafa látið niðrandi ummæli falla um ákærða í samskip t um þeirra. Fær sá f ramburður brotaþola stoð í framburði vitnisins D sem greindi frá því fyrir dómi að ákærði og brotaþoli hafi móðgað hvo rt annað og orðaskipti þeirra í milli hafi ekki verið falleg . Með vísan til þess að atlaga ákærða að brotaþola umrætt sinn var unnin í átökum þeirra í milli þykir mega líta til 1. málsliðar 3. mgr. 218. gr. c. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðu n refsingar . Með vísan til þess og að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot , þykir refsing ákærða hæfilega 6 ákveðin 15 daga fangelsi og fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955. Einkaréttarkrafa Af hálfu brotaþola hefur verið gerð krafa um að ákærði greiði henni 727.590 krónur í bætur auk vaxta og lögmannskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Bótakrafan er sundurliðuð þannig: 1. Miskabætur skv. 26. gr. skaðabótalaga kr. 700.000 2. Hótelgisting kr. 13.900 3. Veitinga r kr. 13.690 Samtals kr. 727.590 Varðandi töluliði 2 og 3 í bótakröfu k om fram að vegna árásar ákærða hafi ferð brotaþola og fjölskyldu hennar ónýtts með öllu. Eins og atvikum er háttað í máli þessu þessu er ekki fallist á það með brotaþola að krafa um greiðslu fyrir gisting u og veitinga r umrædda helgi fyrir brotaþola og fjölsky ldu hennar falli undir 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með broti því sem ákærði er sakfelldur fyrir hefur hann bakað sér bótaábyrgðar gagnvart brotaþola, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bótafjárhæðar þykir rétt að líta til at vika umrætt sinn og 24. gr. skaðabótalaga og verður ákærði því dæmdur til að greiða brotaþola 75.000 krónur ásamt dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði. Með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 verður ákærða gert að greiða mál skostnað lögmanns brotaþola, Kára Valtýssonar, sem þykir hæfilega ákveðin 231.880 að meðtöldum virðisaukaskatti og 12.212 krónur í ferðakostnað lögmannsins. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 233. gr. sömu laga, ber að dæ ma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt yfirliti lögreglustjóra vegna kostnaðar við læknisvottorð brotaþola, að fjárhæð 14.100 krónur, og vegna ferðakostnaðar vitna, samtals að fjárhæð 60.060 krónur. Þá skal ákærði greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Árnasonar lögmanns, vegna vinnu verjanda fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 527.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og 36.300 krónur í ferðakostnað verjanda. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóm þ ennan. 7 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Alexander Áki Einarsson , sæti fangelsi 15 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði B 75.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 8. gr. l aga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 75.000 krónum frá 19. apríl 2019 til 29. september 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði ákærð i brotaþola 231.880 krónur í málskostnað a ð teknu tilliti til virðisaukaskatti og 12.212 krónur í ferðakostnað lögmanns brotaþola . Ákærði greiði allan sakarkostnað, samtals 637.460 krónur, þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Árnasonar lögmanns, 527.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatt s og 36.300 í ferðakostnað verjanda. Ragnheiður Thorlacius