Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. apríl 2020 Mál nr. E - 5019/2019: A (Steingrímur Þormóðsson lögmaður ) gegn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. (Ásdís Kjerúlf lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 26. mars 2020, var höfðað 17. s eptember 2019 af hálfu A á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5 , Reykjavík, til viðurkenningar á bótaskyldu. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi bótaskylda stefnda úr frítímaslysatryggingu stefnanda hjá stefnda vegna þess líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í slysi um borð í flug vél flugfélagsins Wizz Air Ltd . þann 13. september 2017. Stefnandi krefst málskostnað ar að skaðlausu samkvæmt málskostnaðaryfirliti , eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar að skaðlausu úr hendi s tefnanda að mati dómsins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna S tefnandi var með slysatryggingu í frítíma í Fjölskylduvernd 2 h já stefnda þegar hún var þann 13. september 2017 farþegi í flugvél flugfélagsins Wizz Air Ltd. á leið frá Íslandi til Póllands . . Meðan vélin var að klifra yfir Mýrdalsjökli varð reyks vart frá farangursrými fyrir handfarangur yfir sætaröð nr. . El dur hafði kviknað í rafrettu í hliðarvasa bakpoka þar og náði á höfn vélarinnar að slökkva eldinn í rafrettunni m eð vatni þar sem hún þá lá á gólfi í gangi vélarinnar. Flugv élinni var snúið aftur til Keflavíkurflugvallar og lenti þar skömmu síðar en farþega rnir, þar á meðal stefnandi, voru fluttir til Póllands með flugi næsta dag . Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakaði atvikið og ákvað að skrifa ekki formlega skýrslu um það, en lauk málinu með bókun á fundi stjórnar 4. október 2018. Samkvæmt gögnum málsins dvaldi stefnandi í Póllandi eftir atvikið og kveðst hún hafa leitað til geðlæknis þar í landi þann 13. nóvember 2017. Þá leitaði hún 2 aðstoðar hjá bráðaþjónustu geðsviðs Landspítala í janúar, febrúar og mars 2018 og var í læknisvottorðum geðsviðs til a tvinnurekanda metin óvinnufær frá 9. janúar 2018 til 6. mars s.á . Í vottorði heimilislæknis hennar 13. febrúar 2018 vegna umsóknar um sjúkradagpeninga var hún metin óvinnufær með öllu á tímabilinu 16. september 2017 til 31. mars 2018 . Með bréfi lögmanns st efnanda þann 20. apríl 2018 var stefnda tilkynnt um atvikið og óskað eftir afstöðu hans til þess hvort slysið og geðrænt tjón sem stefnandi hefði orðið fyrir félli undir slysatryggingu stefnanda hjá stefnda. Þann 13. júní 2018 hafnaði stefndi bótaskyldu, m .a. með vísan til þess að stefnandi h efð i ekki sýnt fram á að hún h efð i orðið fyrir slysi í skilningi skilmála félagsins, þar sem andleg einkenni hennar gætu ekki talist vísað til þess að í ljósi fyrri sögu stefnanda um andleg einkenni væri afar ólíklegt að óvinnufærn i hennar og geðræn vandamál væri að rekja til atviksins. S tefnandi skaut málinu til ú rskurðarnefndar í vátryggingamálum 13. desember 2018 og byggði einkum á því að andleg ei nkenni hennar vær i að rekja til bótaskylds slyss jafnvel þó að hún h efði ekki hlotið sjáanlega áverka. Úrskurðarnefnd in hafnaði bótaskyldu stefnda með úrskurði 29. janúar 2019 með vísun til þess að skilyrði skilmála um meiðsl i á líkama væri ekki uppfyllt. Hefði stefnandi því ekki orðið fyrir slysi í skilningi hinna um þrættu vátryggingarskilmála og ætti hún af þeim sökum ekki rétt á bótum úr frítímaslysa tryggingu hjá stefnda. Mál þetta höfðaði stefnandi í kjölfarið til viðurkenn ingar á bótaskyldu stefnda. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggi á því að hið stefnda félag sé greiðsluskylt úr slysatryggingu stefnanda hjá stefnda vegna þess geðræna líkamstjóns sem hún hafi orðið fyrir í flugvél félagsins Wizz Air Ltd . á le ið frá Íslandi til Póllands þann 13. september 2017. Óumdeilt sé að stefnandi hafi verið vátryggð með slysa - og ferðatryggingu í frítíma undir Fjölskylduvernd 2 hjá hinu stefnda félagi er slys ið hafi orðið . U mrædd trygging nái yfir slys í frítíma hvar sem er í heiminum leiði slys til sjúkrakostnaðar, tannbrots, tím a bundins starfsorkumissis, varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða dauða, sbr. 18. og 19. gr. skilmála félagsins nr. 203, Fjölskylduvernd 2. A ðila málsins greini ekki á um að andleg einkenni stefnanda megi rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar sem hafi gerst án vilja hennar 13. september 2017. Ágreiningurinn standi um það i á líkama vát r 19. grein sk ilmála fél a gsins , sem sé svohljóðandi: Með orðinu slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans . M eiðsl i á líkama sé u líkamstjón eða líkamsáverki og líkamstjón vegna slysa tak i samkvæmt skaðabótarétti einnig til geðræns tjóns. Í greinargerð með frumvarpi til 3 slysa, heldur einnig annað heilsutjón (sjúkdóma). Reglur frumvarpsins taka jafn t til tjó ns á líkama og geðræns tjóns . E kki sé eðlilegt og í samræmi við lög um vátrygginga rsamninga og þá neytendavernd sem tíunduð sé í greinargerð með lögunum að réttur tjónþola til bóta sé þrengri að þessu leyti þegar um persónutryggingar samkvæmt II. hluta laganna sé að ræða en þegar um skaðatryggin g ar (ábyrgðartryggingar) sé að ræða s amkvæmt I. hluta laganna. Í 23. grein skilmála vátryggingarinnar segi að v aldi slys varanlegu líkamstjóni skuli meta tjónið samkvæmt töflum örorkunefndar um miskastig. Ö rorkutö flur séu samdar af örorkunefnd og í inngangi miskataflna örorkunefndar segi m.a.: þessari er metin skerðing á líkamlegri og eftir atvikum andlegri færni hjá einstaklingum sem orðið hafa fyrir líkamstjóni. Í skaðabótalögum nr. 50/1993 er um læk nisfræðilega Í 23. grein skilmálanna segi einnig að sé hliðsjón af töflunum. Í ísl enskri réttarframkvæmd hafi verið tekið mi ð af dönsku miskatöflunum þegar hinum íslensku miskatöflum örorkunefndar sleppi og andlegt tjón, metið samkvæmt j - lið dönsku miskatöflunnar , verið viðurkennt sem bótaskylt tjón í skaðabótarétti. Það skjóti því skökk u við að hið stefn d a félag neiti bótaskyldu á þeim grundvelli að andleg einkenni stefnanda teljist ekki til bótaskyldra meiðsla samkvæmt skilmálum félagsins á sama tíma og skilmálar félagsins kveði á um að bætur greiðist á grundvelli miskatöflu íslensku örorkunefndarinnar með ákveðnum skýringum, sem beri að meta sérstaklega þegar áverka slasaðra sé ekki getið í miskatöflunum. Ste fnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni í slysinu. L íkamstjón í skilningi vátrygginga - og skaðabótaréttar sé ekki einvörðu ngu bundið við líkamlega áverka heldur einnig andleg eink enni. Ekki sé hægt að greina frá öðru líkamlegu tjóni geðrænt tjón, sem verði á hugarstarfi viðkomandi tjónþola sem fram fari innan líkama hans, þ . e. í heilanum sem sé innan líkamans og sé bygg ður upp úr sama erfðaefni og handleggir og fótleggir manna. E in kenni áfallastreituröskunar og þunglyndis haf i verið metin til miskastiga og varanlegrar örorku sem varanlegur líkamsáverki í skaðabótamálum. G eðrænt tjón teljist því vera líkamstjón. Í 23. grein skilmála félagsins segi að áverka skuli meta til miska eftir miskatöflum og í inngangi að íslensku miskatöflunu m segi að samkvæmt þei m sé færniskerðing vegna líkam s áverka metin til miskastiga . Það hafi þá merkingu að meiðsl i á líkama séu áverkar sem , eftir atvikum með skerðingu á andlegri færni, séu metnir til varanlegrar líkamlegrar örorku (miska), sem þá sé hin endanlega afleiðing þess slyss sem vátryggður varð fyrir , eða varanlegt líkamstjón. S tefnandi hafi sannað að vátryggingara t burður sem falli undir gildissvið vátryggingar innar hafi orðið og beri stefndi því sönnunarbyrðina fyrir því að 4 afleiðingar slyssins, þ . Horfa verði til þess hvað átt sé við með hugtakinu líkamstjóni e ða líkamsáverk a samkvæmt misk astöflum sem taki bæði til tjóns á líkama og á sál . Samkvæmt lögfræðileg ri orðabók sé hugtakið líkamstjón í skaðabótarétti notað í rúmri merkingu og bæði átt við hlutræn meiðsl i á líkama og andleg eða geðræn einkenni. Á kvæði 23. grein ar skilmálanna eins og stefnd i túlki það sé undanþáguákvæði . Þ ann vafa eða óskýrleika i á líkama vátryggð s beri að skýra stefnanda í hag, sem neytanda, s amkvæmt 1. mgr. 3 6. grein b í lögum nr. 7/1936 og greina rgerð með II. hluta vátryggi nga r samningalaga um persónutjón. K rafist sé viðurkenningar á bótaskyldu , sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála . Gög n málsins sýni að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni í formi tím a bundins missis starfsorku , sbr. 22. grein skilmála vátryggingarinnar, sem standi í beinu m tengslum við slys ið þann 13. september 2017. Andleg einkenni stefnand a hafi haft í för með sér bæði fjárhagslegt og ófjárhagslegt tjón fyrir hana og hái h enn i mjög í daglegu lífi, s vo sem sinnuleysi, lífsótt i og leið i . Þ au einkenni sem hún hafi þróað með sér í kjölfar slyssins hafi o rðið til þess að hún hafi alfarið þurft að hverfa af vinnumarkaði og óv í st sé hvenær hún eigi þangað afturkvæmt. Skattframtöl sýni að tekjufall hennar í kjölfar slyssins sé algert . V ottorð lækna s ýni að stefnand i eigi ekki aðeins rétt á bótum vegna varanlegrar læknisfræðilegrar örorku, eins og hún sé skilgreind í skilmálum félagsins, heldur eigi hún einnig rétt á bótum vegna tímabundins starfsorkumissis. F yrirliggjandi l æknisfræðil eg heilsufarsgögn staðfesti með skýrum hætti að orsakatengsl sé u á milli hrakandi andlegrar heilsu stefnanda og slyss hennar þann 13. september 2017. Þau staðfesti að andleg einkenni stefnanda, þunglyndi og áfallastreituröskun, sé að rekja til þeirra skynd ileg u og utanaðkomandi áhrifa sem stefnandi hafi orðið fyrir þann 13. september 2017 við þá skyndilegu og hröðu atburðarás að eldur var ð laus í farþegarými flugvélar með þeim afleiðingum að stefnand i hafi talið sig í bráðri lífshættu, enda hafi hún þá veri ð í þeirri staðföstu trú að allar líkur væru á því að vélin myndi hrapa sökum bilunar. Þau skyndilegu og ut a naðkomandi áhrif hafi orðið til þess að stefnandi hafi þróað með sér einkenni áfallastreitu og alvarlegs þunglyndis sem hún upplifi enn í dag. Til g rundvallar greiðsluskyldu félagsins og rökstuðningi sínum vís i stefnandi til túlkunar norræ n na dómstóla, einkum danskra dómstóla, þar sem slysahugtakið h afi verið rýmkað samfara þróun í skaðabótarétti á hugtakinu líkamstjón , með því að viðurkenna bótaábyrg ð vátryggjanda slysatryggingar í þeim tilvikum þegar vátryggður verð i e invörðungu fyrir andlegu tjóni án þess að hljóta líkamlegan áverka við slys sitt. Í íslensku m rétti h afi slysahugtakið að mestu verið óbreytt í áraraðir . S kilgreiningu þess m egi meðal annars sjá í 1. mgr. 5. gr . laga nr. 45/2015 , sem sé í samræm i við skilm ála íslenskra vátryggingafélaga , sbr. skilgreiningu í skilmálum stefnda á þessa leið : skyndilegur utanaðkomandi atburður, sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist 5 sannanlega án vilja hans . Í slenska slysahugtakið sé efnislega í samræmi við hið hefðbundna danska slysahugtak og séu skilyrðin í báðu m tilvikum að vátryggður hafi Þ egar rætt sé um líkamstjón í dönskum rétti, líkt og ísl enskum, sé sé að taki bæði til andlegs tjóns (psykisk skade) og líkamsspjalla (fysik skade). R étt sé að líta til túlkunar og skrifa fræðimanna hér á landi og annars staðar á N orðurlöndum í ljósi þess að íslenskir dómstó lar hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort afleiðingar slyss geti talist bótaskyldar þegar um slysatryggingar sé að ræða og vátryggður verð i fyrir geðrænu tjóni án þess að hljóta beina líkamlega áverka (ákomu, tognun eða brot) . H ið íslenska slysahugtak byg gi á hinu danska og því megi leggja niðurstöðu r danskra dómstóla til grundvallar. Í dómi Hæstaréttar Danmerkur frá 22. mars 2010 sé vikið að því að í áraraðir hafi slysahugtakið verið túlkað með þeim hætti að það taki aðeins til líkamlegra áverka . M eð hlið sjón af breyttum viðhorfum og því að almennt væri ekki gerður skilsmunur á líkamstjóni og andlegu tjóni samkvæmt dönsku skaðabótalögunum yrði álykta ð að slysahugtakið í pe rsónutryggingum/slysatryggingum bæt t i tjón vegna slyss sem ylli aðeins andlegum einkennum hjá vátryggðum , ylli slys/atvik því að vátryggður len t i í erfiðum aðstæðum þar sem hann væri í hættu á að verða fyrir líkamstjóni eða fyrir hótunum um að ver ð a fyrir slíku tjóni. Merkja megi að ekki sé gerð krafa um að vátryggður sé í lífshættu t il þess að slys geti talist bótaskylt, heldur aðeins að vátryggður telji sig vera í hættu á að verða fyrir líkamstjóni eða sé beint eða óbeint settur í slíka r aðstæður. Sk ynjun vá tryggðs á atburðum geti ráðið miklu enda hafi atburðurinn áhrif á hugræna sta rfsemi han s. S tefnand i hafi þegar slys ið varð verið í þeirri trú að vélin myndi hrapa, sem óneitanlega hefði haft í för með sér verulegt líkamstjón eða dauða hennar . Stefnandi hafi því talið sig í bráðri lífshættu. Engu breyti þó að síðari rannsóknir og kö nnun hafi leitt í ljós að eldinn hafi hvorki verið að rekja til bilunar í vélinni eða að hætta hafi verið á að flugvélin hrapaði, enda sé fyrst og fremst litið til þess hver skynjun vátryggðs var af atburðinum. F yrirliggjandi læknisfræð i leg gögn sýni að or sakatengsl sé u á milli slyss stefnanda og andlegra einkenna hennar, þ.e. geðræns tjóns í formi áfallastreituröskunar og krónísks þunglyndis, sem hafi orsakað óvinnufærni stefnanda. Þ rátt fyri r fyrri sögu um andleg einkenni staðfesti vottorð B , geðlæknis á LSH, auk annarra læknisfræðilegra gagna, að orsök hrakandi andlegrar heilsu stefnanda sé að rekja til slyss hennar þann 13. september 2017. Stefnandi hafi ekki glímt við áfallastreituröskun fyrir slys ið . Þá staðfesti vottorð C að orsök þeirra andlegu einkenna sem stefnandi b úi við sé að rekja til þess að stefnandi hafi talið sig vera í bráðri lífshættu þar sem flugvélin væri að hrapa. V ottorð sérfræðilækna haf i afar ríkt sönnunargildi , sbr. 3. mgr. 60. gr. laga um meðferð einkamála , ha fi þeim e kki verið hnekkt . Í fyrrnefndum dómi Hæst a rétt a r Dan merkur sé gengið lengra en úrskurðarnefndir og dómstólar hafi gert áður í því að viðurkenna andlegt tjón í slysatryggingum . Ekki sé 6 gerð sú krafa að vátryggður sé beinlínis í lífshættu og skýrt sé að andl egt tjón tel ji st til bótaskyldra afleiðinga í skilningi slysahugtaks vátryggingaréttar óháð því hvort vátryggður hljóti um leið beina líkamlega áverka. Í framkvæmd dönsku úrskurðarnefndarinnar í vinnuslysamálum hafi verið lagt til grundvallar að ef vátrygg ður verð ur fyrir andlegu áfalli í vinnu sinni, sem rekja megi til þess að hann telji sig í líf s hættu eða hafi vátryggður verið settur beint eða óbeint í verulega hættu, sé slíkt bótaskylt sem slys, án þess að tjónþoli/vátryggður hafi hlotið líkamlega áverk a af. Þá t eljist hinar andlegu afleiðingar meiðsli á líkama sem rekja megi til slyss. N efndin h afi litið svo á að verði starfsmaður fyrir andlegu áfalli vegna hótana viðskiptamanns eða tel ji sig að öðru leyti í lífsháska eða verulegri hættu, án þess að hlj óta líkamlega áverka af, sé um bótaskylt slys að ræða. Með sama hætti og í Danmörku haf i íslenskir dómstólar lagt til grundvallar að skaðabótaskyldu m tjónvald i beri ekki aðeins að bæta tjónþola líkamlega áverka/spjöll/meiðsl i heldur einnig andlegar afleiðingar hins skaðabótaskylda verknaðar. Þá sé það ekki gert að skilyrði fyrir því að bótaskylda sé viðurkennd að andleg einkenni séu afleiðing líkamlegra áverka. L æknar haf i talið erfitt að greina á milli líkamlegra og andlegra afleiðinga slysa. R annsóknir hafi sýnt að áfallastreituröskun geti valdið truflun á starfsemi heila og jafnvel vefrænni rýrnun svæða sem tengjast stjórnun tilfinninga, athygli, einbeitingu og minni. Sú þróun að viðurkenna í meir i mæli andlegt tjón í skaðab óta - og vátryggingarétti muni leiða til fyrirhugaðr a breytinga á miskatöflum ö rorkunefndar þa nnig að tjón vegna áfallastreituröskunar verði í þeim . G eðrænt líkamstjón stefnanda sé að rekja til slyssins þrátt fyrir að hún hafi ekki orðið fyrir sjáanlegum lí kamlegum áverkum vegna ákomu. Í dómi Hæstaréttar frá 8. júní 2000 í máli nr. 21/2002 hafi m.a. reyn t á það hvort líkamstjón sem rekja mætti til áfloga skipverja á dekki teldist slys í skilningi slysatryggingar sjómanna, sbr. 172. siglingarlaga nr. 34/1985 , og á það hafi verið f allist , m.a með þeim rökum að: horfir til þess, er skipverji verður fyrir líkamstjóni vegna ákomu eða áhrifa utan að. A f því orðalagi megi ráða að vátryggður get i orðið fyrir slysi án þess að hafa hlotið beinan líkamlegan áverka sökum ákomu og t il lagasamræmingar verði að t úlka hugtök með samræmdum hætti nema einstök sjónarmið mæli gegn því . Ekki eigi að leggja annan skilning í slysahugtakið í 172. gr. siglingalaga en almennt sé gert í vátryggingarétti. Þessi sjónarmið séu í samræmi við ríkjandi viðhorf í skaðabótarétti og læknisfræði o g eigi einnig við um afleiðingar slysa sem falli undir II. hluta vátryggingasamningalaga. Um lagarök sé aðallega vísað til laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga , sérstakleg a til II. hluta laga nna um persónutryggingar , til c - og g - liða 1. mgr. 62. g r . og 63. g r ., þar sem heilsa stefnanda hafi versnað eftir flugatvikið . Vísað sé til meginreglna kröfu - og samningaréttar og laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7 /1936 , reglna vátryggingaréttar um s amræmisskýringar og sanngirnisskýringar , 1. gr. laga nr. 100/2016 og til kenninga í vátryggingarétti um hlutlægar ábyrgðartakmarkanir 7 o g 47. gr. laga nr. 60/1998 um flugferðir. Um heimild til að krefjast viðurkenningar á bótaskyldu sé vísað til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , og u m málskostnað sé vísað til XXI. kafla sömu laga, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafn i því að stefnandi eigi lögvarinn rétt til bó ta úr slysatryggingunni sem hún hafi verið með í Fjölskylduvernd 2 hjá stefnda . Í fyrsta lagi hafi s tefnandi e kki orðið fyrir slysi þann 13. september 2017 sem f alli undir gildissvið umræddrar slysatryggingar . Í 19. gr. skilmála slysatryggingarinnar sé fjallað um bótasvið tryggingarinnar og þar sé slys skilgreint með eftirfarandi hætti: ,,Með orðinu slys er hér átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans Í máli stefnanda sé skilyrði slysahugtaksins svokallaða um meiðsli á líkama ekki uppfyllt og því hafi hún ekki orðið fyrir slysi sem slysatryggingin taki til. Ekkert í málinu styð ji þá niðurstöðu að stefnandi hafi orðið fyrir meiðslum á líkama er kviknað ha fi í umræddri rafrettu. Slysahugtakið eins og það birtist í skilmálum Fjölskylduverndar hjá stefnda sé rótgróið í norrænum vátryggingarétti og það hafi verið svo til óbreytt í tugi ára. Með hugtakinu sé reynt að fanga þau atriði sem einkenna slys þannig að hægt sé að greina slys og afleiðingar þeirra frá öðrum atvikum og einkennum. Öll skilyrðin fimm þurf i að vera uppfyllt til að atburður teljist slys. Með skilyrðinu um meiðsli á líkama sé átt við að vátryggingartaki verði að hafa hlotið líkamlega áverka vi ð atburð til að hann teljist til slyss í þeim skilningi sem hér um ræðir. Orði n meiðsli á líkama séu túlk u ð samkvæmt orðanna hljóðan . Ekki beri að horfa til líkamstjón s hugtaks skaðabótaréttarins í þessu sambandi eða til annarra atriða. T ilvísun til skilmál a í töflu ö rorkunefndar um miskastig hafi ekki heldur þýðingu við úrlausn málsins þar sem stefnandi þ urfi fyrst að sýna fram á að hún hafi lent í bótaskyldu slysi áður en hægt sé að ræða mat á afleiðingum þess samkvæmt töflunum. Áföll/einkenni andlegs eðli s haf i ekki verið bætt úr slysatryggingum nema skilyrðið um meiðsli á líkama sem og önnur skilgreiningaratriði slysahugtaksins séu uppfyllt. Í undantekningartilvikum h afi slysahugtakið verið víkkað út þannig að fólk h afi verið talið eiga rétt á bótum úr slysatryggingum jafnvel þótt það hafi einungis orðið fyrir andlegu áfalli en ekki hlotið meiðsli á líkama. Þetta eigi við um tilfelli þar sem fólk h afi lent í raunverulegri lífshættu en sloppið naumlega svo sem við sjóslys eða stórbruna. Stefnandi þessa máls hafi aftur á móti aldrei verið í raunverulegri hættu. Mótmælt sé málavaxtalýsingu stefnanda , m.a. um að mikill eldur hafi blossað upp í vélinni sem starfsfólk hafi ráðið illa við . Þ ví sé einnig mótmælt sem ósönnuðu að s tefnandi hafi talið sig vera í raunverulegri hættu og jafnvel þótt svo hafi verið sé því mótmælt að huglæg 8 afstaða hennar skipti máli í þessu sambandi. Þ ví sé mótmælt að gildissvið slysatryggingarinnar í Fjölskylduvernd 2 sé of þröngt undanþáguákvæði og að framsetning tryggingarinnar brjóti í bága við lög nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga, s amningalög nr. 7/1936 og reglur neytendaréttar. Réttur stefnanda til greiðslu bóta úr umræddri slysatryggingu grundvall i st á vátrygginga r samningi á milli hennar og ste fnda , n ánar tiltekið skilmálum tryggingarinnar og vátrygginga r skírteini. Skilmál ar tryggingarinnar og hugtakið slys í þei m sé u skýr. Í lögum um vátryggingarsamninga sé ekki fjallað um umfang vátrygginga sem slíkra , en stefnda sé heimilt í samræmi við megin reglu samningaréttarins um samningafrelsi að ákvarða og afmarka gildissvið þeirra slysatrygginga sem hann ákveð i að bjóða. Þ að sé ekki einungis heimilt heldur nauðsynlegt . J áta verð i stefnda svigrúm til þess að ákveða hvaða áhættu hann tel ji ásættanlegt að taka og þá með hliðsjón af því iðgjaldi sem t ekið skuli fyrir. Í öðru lagi séu o rsakatengsl milli andlegra einkenna/veikinda stefnanda og atviksins þann 13. september 2017 ósönnuð . Stefndi mótmæli því að aðila greini ekki á um að andleg einkenni stefnanda verði rakin til umrædds atviks. Þvert á móti þá hafn i stefndi því að andleg heilsa stefnanda hafi verið í góðu jafnvægi fyrir , og að atvikið þann 13. september 2017 hafi leitt til þess að andlegri heilsu stefnanda hafi hrakað verulega. R ökréttast og líklegast sé að geðræn einkenni stefnanda eigi rót sína í endurteknum andlegum veikindum sem hún hafi verið haldin fyrir , m.a. vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna, ástvinamissis, alk ó hólisma og fleira. F ramlögð læknisvottorð haf i afar takmarkað, ef eitthvert , sönnunargildi í málinu þar sem þau séu bygg ð á röngum forsendum og um of á frásögn stefnanda sjálfrar. Öllum fullyrðingum stefnanda um ríkt sönnunargildi vottorðanna sé hafnað. V ottorð haf i ekki sama sönnunargildi og matsgerðir dómkvaddra mat smanna. Stefndi sé ósammála því sem fram k omi í stefnu um að hann beri sönnunarbyrði fyrir því að andleg veikindi stefnanda stafi ekki af umræddu atviki. Hér virðist stefnandi telja að snúa beri sönnunarbyrði við , en hið rétta sé að sönnunarbyr ðin varðandi þetta hvíli á stefnanda. Stefndi mótmæli öllum málsástæðum og fullyrðingum stefnanda og kref ji st sýknu af kröfum hennar með vísan til framangreinds. Um lagarök vís i stefndi einkum til laga nr. 30/2004 um vátrygginga r samninga og til meginreglna samningarét tarins. V ísað sé til skilmála Fjölskylduverndar 2 sem voru í gildi þann 13. september 2017 sem og til vátrygginga r skírteinis. Einnig sé vísað til norræns vátryggingaréttar og dómaframkvæmdar. Um málskostnaðarkröfu vís i st til XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, einkum 130. og 131. gr. 9 Niðurstaða Í málinu krefst stefnandi viðurkenningar á bótaskyldu úr frítímaslysatryggingu hjá stefnda vegna líkamstjóns sem hún haf i orðið fyrir í slysi um borð í flugvél þann 13. september 2017 . Byggt er á ferðaslysatryggingu sem stefnandi keypti hjá stefnda sem hluta af víðtækri vátryggingu, svokallaðri fjölskylduvernd 2, og liggja skilmálar tryggingarinnar fyrir í gögnum málsins. Svo sem rakið hefur verið hér að framan snýst ágreiningur aðila um það að stefnandi telur að hún hafi við atvik í flugvélinni orðið fyrir meiðslum á persónu sinni og líkama vegna skyndilegs utanaðkomandi atburðar, sem valdið hafi henni tím a bundnum starfsorkumissi og varanlegri læknisfræðilegri örorku, eins og hugtökin sé u skilgreind í skilmálum félagsins , og eigi hún því rétt á bótum úr slysatryggingunni. S tefndi hafnar bótaskyldu þar sem skilyrði ð um meiðsli á líkama til að atvik teljist slys samkvæmt skilmál um félagsins sé ekki uppfyllt , auk þess sem orsakatengsl mill i atviksins og andlegra einkenna stefnanda séu ósönnuð . Þegar kröfugerð er hagað með þeim hætti að krafist er viðurkenningar á bótaskyldu þarf stefnandi að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, í hverju það felist og tengslum þess við at vik máls, til þess að teljast hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn kröfu sinnar í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr . 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndi hefur við meðferð málsins sérstaklega lýst því yfir að hann telji stefnanda eiga lögvarða hagsmuni af þv í að fá skorið úr ágreiningsefni málsins. Stefnandi hefur lagt fram gögn um versnandi heilsufar sitt og gert grein fyrir því hvernig hún telji það tengjast atvikum málsins. Að þessu virtu verður málinu ekki vísað frá dómi án kröfu og verður hér í upphafi v ikið að tjóni stefnanda og tengslum þess við atvik máls. Í vottorði geðlæknis á Landspítala, dags. 6. júní 2018, sem ræddi við stefnanda dagana 8. janúar, 6. febrúar og 6. mars á árinu 2018, kemur fram að stefnandi hafi sagst hafa þjáðst af þunglyndi árum saman. Þunglyndiseinkenni hafi að hennar sögn komið fram í kjölfar álagsatvika í lífi hennar og hafi andlegt ástand versnað eftir að hún hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli við eldsatvik í flugi til Póllands 13. september 2017. Í vottorðinu segir að síðan þ á hafi stefnandi verið með dæmigerð einkenni áfallastreituröskunar og kveðist hún enn vera ófær um að snúa aftur til vinnu. Samkvæmt vottorði geðlæknis, dags. 28. nóvember 2019, kom fram vísbending um alvarlega áfallastreituröskun á prófi. Rakin er lýsing sem stefnandi gaf lækninum í matsviðtali 25. nóvember 2019 á atvikinu 13. september 2017 og upplifun hennar af því. Í niðurstöðu læknisvottorðsins segir að frá þeim atburði hafi stefnandi ekki getað unnið og telur geðlæknirinn að rétt sé að meta miska henn ar samkvæmt dönsku miskatöflunum frá 2012 álagsviðbrögð). Miski hennar sé samkvæmt þeim lið metinn 10%. Þá kemur fram að með þessu mati sé tekið tillit til fyrri sögu um þunglyndi. 10 Fyrirliggjandi læknisvottorð benda eindregið til þess að stefnandi hafi í samtölum sínum við lækna sjálf talið að versnandi andlega líðan sína væri að rekja til atvika 13. september 2017. Hún kveðst hafa leitað til geðlæknis í Póllandi 13. n óvember 2017, tveimur mánuðum eftir þau atvik, eftir að hafa ferðast þangað áfallalaust með flugi þegar næsta dag. Fyrir liggur að hún leitaði fyrst til geðsviðs Landspítala 8. janúar 2018 og lýsti því þá að hún hefði þurft að fresta flugferðum til Íslands þar sem hræðsla við að fara í flugvél hafi verið of mikil. Ekkert er upplýst um önnur álagsatvik í lífi hennar á því tímabili sem þá hafði liðið frá fyrri flugferðinni í september 2017 eða allt þar til vísbending um áfallastreituröskun kom fram á prófi geð læknis meira en tveimur árum síðar. Ekk i er tilefni til að draga í efa gildi læknis vottorða um heilsufar stefnanda og annað það sem þar kemur fram, en fallast verður á það með stefnda að það dregur mjög úr sönnunargildi þeirra um orsakatengsl geðræns tj óns stefnanda og umræddra atburða a ð byggt er á frásögn hennar sjálfrar , en stefnandi ber sönnunarbyrði um þau orsakatengsl. Um atburði þann 13. september 2017 liggur fyrir skjal frá rannsóknarnefnd samgönguslysa um rannsókn á umræddu flugatviki, sem lokað var með bókun 4. október 2018, en ekki var gerð um atvikið formleg skýrsla. Verður sú lýsing á atvikinu sem rannsóknin leiddi í ljós lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Þar kemur fram að reykur hafi sést koma frá töskuhólfi yfir sætaröð númer , á hafnarmeðlimur hafi hlaupið með slökkvitæki að þeim stað þar sem grunur var um eld, en áður en hann hafi náð þangað hafi farþegi sem sat í sætinu við ganginn undir farangurshólfinu staðið upp og tekið úr hólfinu bakpoka og sett hann á gólfið í ganginum. El dur hafi fundist í hliðarvasa bakpokans þar sem geymd hafi verið rafsígaretta, sem tekin hafi verið úr bakpokanum og látin detta í gólfið. Þegar reynt hafi verið að slökkva eldinn með vatni hafi rafsígarettan opnast og hafi eldur kviknað aftur í henni nokk rum sinnum þar til eldurinn var alveg slökktur með vatni. Rafsígarettan hafi svo verið kæld með vatni og einangruð frá farþegarýminu með viðeigandi aðferðum flugfélagsins. Flugvélinni hafi verið snúið til Keflavíkurflugvallar þar sem hún hafi lent heil á h úfi og hafi greining á rafsígarettunni sýnt að kveikt var á hnappi til þess að virkja brennara, hugsanlega vegna þrýstings bakpokans sjálfs, hún hafi því ofhitnað og kviknað hafi í henni. Samkvæmt rannsókninni var vettvangur elds og slökkviaðgerða á gangin um við sætaröð númer . Stefnandi greindi lækni svo frá í viðtali 25. nóvember 2019 að hún hefði setið við þegar atvikið varð, hún hefði því ekki getað farið neitt og hefði hallað sér fram og beðið bænir. Atvikið átti sér því stað á gangi flug vélarin nar um sex sætaröðum fyrir aftan sæti stefnanda, sem var við glugga. Bendir ekkert til þess að stefnandi hafi sjálf séð eld, en hún hefur lýst því að hafa orðið vör við viðbrögð farþega og athafnir áhafnarinnar meðan hann var slökktur og að haf a orðið vör við vatn á gólfi á 11 eftir. Umrædd atvik verða ekki talin hafa beinst að stefnanda eða hafa ógn að henni sérstaklega . A lmennt er a ðilum vátryggingarsamnings frjálst að semja um efni hans, að gættum ákvæðum laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 . Bótaréttur stefnanda byggist á og takmarkast af vátryggingarsamningi aðila , en grundvallast ekki á ábyrgð samkvæmt ólögfestum reglum skaðabótaréttar. B ótaskylda stefnda takmarkast með sama hætti við þá skilmála sem samið var um . Þ ar er m.a. tekið fram að me ð orðinu slys sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans . Skilyrði umsaminna skilmála eru því skýr um það að til þess að at vik teljist slys sem falli undir vátrygginguna sem stefnandi keypti verð i það að hafa vald ið meiðslum á líkama vátryggðs, þ.e. stefnanda . Að þessu leyti er samningurinn á skýru og skiljanlegu máli og verður merking hans ekki túlkuð með öðrum hætti á grundvelli 36. gr. b í lögum nr. 7/1936. Svo sem að framan er rakið liggur fyrir að stefnandi kom hvergi nærri eldinum í flugvélinni . Hún varð ekki fyrir l íkamlegum áverkum við atvikið og henni stóð he ldur ekki sérstök ógn af því . Skilyrði bótaskyldu samkvæmt skilmálum umræddrar vátryggingar telj ast því , í ljósi atvika allra , ekki vera uppfyllt í máli þessu. Þróun slysahugtaksins í skaðabótarétti hér á landi og erlendis breytir engu um það. Þó svo að geðrænt tjón sem sannanlega hlýst af bótaskyld u slys i verði bætt og unnt sé að meta slíkt tjón til miskastiga, svo sem stefnandi leggur áherslu á, þá k emur það ekki til álita nema bótagrundvöllur sé fyrir hendi , en atvik í máli þessu fólu ekki í sér bótaskylt slys samkvæmt umsömdum skilmálum. Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á að stefnanda hafi tekist að sýna fram á að hún hafi orðið fyrir slysi sem bótaskylt sé úr vátryggingu hennar hjá stefnda. Verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður á mil li aðila. Stefnandi hefur gjafsókn í málinu og verður allur gjafsóknarkostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Steingríms Þormóðssonar , lögmanns hennar, sem hæfileg er ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins 800.000 kró nur. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., er sýknaður af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Steingríms Þormóðssonar, 800.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir