Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 20. ágúst 2020 Mál nr. E - 125/2019 : Ívar Kristjánsson ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) g egn Græði sf., og Valdemar Sigurjón i Jónss yni ( Ingunn Ósk Magnúsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 30. júní 2020, er höfðað af stefnanda á hendur stefndu Græði sf. og Valdemar Sigurjóni Jónssyni. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir, in solidum, til greiðslu vangoldinna launa að fjárhæð 292.677 kr. með dráttarvöxum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af kr. 22.309 frá 1. júní 2017 til 1. júlí 2017, af kr. 44.618 frá þeim degi til 1. ágúst 2017, af kr. 66.927 frá þeim degi til 1. september 2017, af kr. 77.251 frá þeim degi til 1. október 2017, af kr. 93.694 frá þeim degi til 1. nóvember 2017, af kr. 116.003 frá þeim degi til 1. desember 2017, af kr. 139.517 frá þeim degi til 1. janúar 2018, af kr. 159.783 frá þeim degi til 1. febrú ar 2018, af kr. 182.092 frá þeim degi til 1. mars 2018, af kr. 193.564 frá þeim degi til 1. apríl 2018, af kr. 214.723 frá þeim degi til 1. maí 2018, af kr. 235.117 frá þeim degi til 1. júní 2018, af kr. 259.197 frá þe i m degi til 1. júlí 2018, af kr. 282.7 97 frá þeim degi til 1. ágúst 2018 og loks af kr. 292.677 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndu greiði in solidum málskostnað, að skaðlausu að mati réttarins auk virðisaukaskatts. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stef nanda auk málskostnaðar úr hendi stefnanda en til vara lækkunar á kröfu stefnanda og að málskostnaður verði felldur niður. Helstu málavextir og ágreiningsefni: Stefnandi var ráðinn til starfa hjá stefnda Græði sf. í júní 2016 og starfaði hjá félaginu þar til í júní 2018. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda um kaup hans og kjör í starfi en ágreiningslaust er með aðilum að stefnandi skyldi hafa 2 laun nokkuð yfir kjarasamningsbundnum launum, eða 450.000 krónur í mánaðarlaun auk orlofs. Aðila málsins greinir á um það hvort samið hafi verið um það við upphaf ráðningar að laun stefnanda skyldu ekki taka kjarasamningsbundnum hækkunum. Eftir starfslokin leitaði stefnandi til stéttarfélags síns, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, þar sem hann tal di að ekki hefði verið staðið rétt að uppgjöri launa sinna á starfstíma. Vlf. Vestfirðinga óskaði ítrekað upplýsinga úr hendi stefnda um launagreiðslur til stefnanda án árangur og gerði loks kröfu um vangoldin laun úr hendi stefnda Græðis sf. fyrir hönd s tefnanda með bréfi 15. mars 2019 samtals að fjárhæð 407.718 krónur. Byggði sú krafa á gögnum úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra um laun stefnanda. Stefndi mótmælti kröfunni með vísan til þess að stefnandi hefði fengið greidd góð laun og í samræmi við ráð ningarsamning. Þá hefði stefnandi fengið kaupauka á formi ferðar til Kanaríeyja í febrúar 2017 , laun hans hefðu hækkað í apríl 2017 og umkrafðar greiðslur orlofs - og desemberuppbótar hefðu verið gerðar upp við starfslok. Krafa stefnanda var falin lögmönnum til innheimtu í september 2019. Innheimtutilraunir báru ekki árangur og var mál þetta því höfðað. Við aðalmeðferð málsins gáfu stefnandi, Ívar Kristjánsson og stefndi Valdemar Sigurjón Jónsson skýrslur fyrir dómi. Málsástæður stefnanda: Stefnandi reis ir málatilbúnað sinn á ákvæðum kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem eigi við um starf stefnanda hjá stefnda og hafi að geyma þau lágmarkskjör sem um það gildi, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og sk yldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Um fjárhæð kröfunnar vísar stefnandi til útreikning a Verkalýðsfélags Vestfirðinga, sem studdist við staðgreiðsluyfirlit stefnanda frá Ríkisskattstjóra og síðar, undir rekstri málsins á launaseðlum sem stefndi lagði fram undir rekstri málsins. Stefnandi byggir á því að hann hafi ekki fengið umsamdar launahækkanir á laun sín, sbr. grein 1.2.3 og 1.2.4 áður nefnds kjarasamnings. Undir rekstri málsins féll stefnandi frá hluta krafna sinna, þar sem launseðlar sem stefndi lagði þá fram, sýndu að stefndi hafði hækkað laun stefnanda samkvæmt kjarasamningi í maí 2018 og greitt stefnanda orlofs - og desemberuppbót. Eftir stæði þó uppgjör launahækkunar sem skyldi koma á laun þann 1. maí 2017, en hún hefði átt að nema 4,5%. Þá launahækkun hafi 3 stefnandi ekki fengið og það bæri að leiðrétta. Samkvæmt sundurliðun með breyttri kröfugerð stefnanda vantaði 22.309 krónur upp á rétt laun stefnanda fyrir fulla vinnu frá og með maí 2017, þ. e. 4,5% hækkun umsaminna launa, 450.000 króna með 10,17% orlofi. Miðast krafa stefnanda við það að teknu tilliti til fjölda vinnustunda stefnanda í hverjum mánuði , þ.e. 22.309 krónur vegna maí 2017, 22.309 krónur vegna júní 2017, 22.309 krónur vegna júlí 2017, 10.324 krónur vegna ágúst 2017, 16.443 krónur vegna september 2017, 22.309 krónur vegna október 2017, 23.514 krónur vegna nóvember 2017, 20.266 krónur vegna desember 2017, 22.309 krónur vegna janúar 2018, 11.472 krónur vegna febrúar 2018, 21.159 krón ur vegna mars 2018, 20.394 krónur vegna apríl 2018, 24.080 krónur vegna maí 2018, 23.600 krónur vegna júní 2018 og 9.879 krónur vegna júlí 2018 eða samtals 292.677 krónur með dráttarvöxtum frá gjalddaga hverrar launagreiðslu fyrir sig til greiðsludags. S tefnandi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að samist hafi um það með aðilum að laun stefnanda skyldu ekki hækka fyrsta starfsár hans hjá stefnda. Byggir stefnandi auk þess á því slíkur samningur væri að engu hafandi enda mæli kjarasamningur fyrir um lágma rkskjör, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og atvinnurekendum því óheimilt að semja við einstaka verkamenn um lakari ráðningarkjör en kjarasamningur greinir. Þá kveðst stefnandi hafna því alfarið að stefnandi hafi fengið greiddan kaupauka að fjárhæð 333.000 krónur í formi ferðar til Kanaríeyja í febrúar 2017. Stefndi hafi boðið starfsmönnum í þá ferð til að verðlauna þá fyrir vel unnin störf. Ekki hafi verið um að ræða sérstakan kaupauka, slíkt sé órökstudd og ósönnuð eftiráskýrin g stefnda sem beri að hafna. Hvað aðild stefnda Valdemars Sigurjóns Jónssonar að málinu vísar stefnandi til félagssamnings Græðis sf., og þess að stefndi Valdemar beri sem aðili að þeim samningi ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum stefnda Græðis sf. Af þeim sökum sé honum stefnt in solidum til greiðslu skuldarinnar með félaginu. Málsástæður stefnda Stefndi byggir á því að kjör stefnanda hafi ekki á nokkurn hátt verið lakari en þau sem kveðið var á um í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og hafi raunar verið umtalsvert betri en lágmarkslaun. 4 Samkvæmt almennum reglum samningaréttar h afa aðilar fullt frelsi til að semja um ráðningarkjör svo framarlega sem ekki sé samið um lakari kjör en kveðið er á um í kjarasamningi. Samið hafi verið milli aðila um 450.000 krónur í mánaðarlaun fyrir fulla vinnu, auk orlofs og að laun stefnanda hækkuðu ekki fyrsta starfsárið. Stefnandi hafi starfað hjá stefnda í tvö ár án þess að gera nokkrar athugasemdir við kjör sín. Verði því að leggja það til grundvallar við úrlausn málsins að samkomulag aðila hafi verið með fyrrgreindum hætti. Þá byggir stefndi á því að kröfugerð stefnanda fái ekki staðist, samið hafi verið um laun umfram lágmarkskjör við stefnanda, markaðslaun og því eigi 1. gr. laga nr. 55/1980 ekki við í þessu tilviki. Stefnandi geti ekki átt kröfu á því að laun hans hækki í samræmi við ákvæði kjarasamnings, hafi hann sjálfur samið um annað. Niðurstaða : Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvort stefnandi hafi átt rétt á launahækkunum samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem óumþrætt er að átti við um s törf stefnanda , þrátt fyrir að mánaðarlaun hans hafi verið hærri en lágmarkstaxtar kjarasamningsins . Undir rekstri málsins tók kröfugerð stefnanda breytingum þar sem launaseðlar stefnanda, sem stefndi lagði fram undir rekstri málsins , sýndu annars vegar að laun stefnanda höfðu verið hækkuð í maí 2018 og hins vegar að stefndi hafði greitt stefnanda desember - og orlofsuppbót eins og krafist var. Stóð þá eftir umkrafin hækkun launa stefnanda um 4,5% frá 1. maí 2017 að telja. Breytt kröfugerð stefnanda sætti ek ki andmælum af hálfu stefnda. Óumdeilt er að samið var um það milli aðila með munnlegum hætti að stefnandi skyldi hafa 450.000 krónur í laun á mánuði fyrir fulla vinnu, auk orlofs . Bera framlagðir launaseðlar sem stefndi hefur gefið út því vitni. Ágreinin gur aðila lýtur að því fyrst og fremst hvort samið hafi verið um það að stefnandi skyldi ekki fá kjarasamningsbunda launahækkun fyrsta ár hans í starfi , en varnir stefnda lúta aðallega að því að svo hafi verið og að yfirborgaður starfsmaður eigi ekki kröfu á slíkum hækkunum sjálfkrafa . Fyrrnefndir launaseðlar sýna að stefnandi fékk ekki þá 4,5% hækkun sem skyldi koma á laun 1. maí 2017 samkvæmt kjarasamningi S tarfsgreinasambands Ís l ands og S amtaka atvinnulífsins sem eins og áður greindi er óumdeilt að átti við um kjör stefnanda í starfi hans hjá stefnda. 5 Í íslenskum vinnurétti gildir sú meginregla að við ráðningu skuli annað hvort staðfesta ráðningarkjör með skriflegum hætti eða gera skriflegan ráðningarsamning. Hvíldi skylda í því efni á stefnda samkvæmt k jarasamningi, sbr. auglýsingu nr. 503/1997 um gildistöku tilskipunar Evrópusambandsins nr. 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Það lét stefndi undir höfuð leggjast. Af þeim ástæðum verður stefndi að bera hallan af skorti á sönnun um efni þess samnings sem aðilar gerðu í upphafi. Gegn andmælum stefnanda verður ekki talið að stefndi hafi sýnt fram á að stefnandi hafi gengist undir það að gefa eftir kjarasamningsbundna lau nahækkun í maí 2017 . S amkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutrygg i n g u lífeyrisréttinda er óheimilt að semja við launamenn um lakari kjör en kjarasamningar greina . Ákvæði greinar 1.2.3 kjarasamnings SA og SGS sem stefnandi byggi r rétt sinn til launahækkunarinnar á og launatengdir kjarasamningsins gerðu ráð fyrir verður að líta svo á að um almenna launahæk kun hafi verið að ræða sem eigi við um regluleg laun sem starfsmaður nýtur þegar umrædd hækkun á að koma til framkvæmda, nema um annað hafi verið samið. Stefndi hefur ekki fært fram sönnun fyrir því að svo hafi verið og ber hallan af þeim sönnunarskorti. G ögn málsins bera með sér að stefnandi leitaði liðsinnis stéttarfélags síns í kjölfar starfslokanna og stéttarfélagið reyndi ítrekað að fá launaseðla stefnanda afhenta úr hendi stefnda en án árangurs, eða allt þar til mál stefnanda hafði verið höfðað fyrir dómi. Verður því ekki fallist á það með stefnda að stefnandi hafi glatað rétti sínum sakir tómlætis. Að framansögðu virtu verður fallist á kröfu stefnanda með vöxtum eins og greinir í dómsorði. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. la ga um meðferð einkamála nr. 19/1991. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndu, Græðir sf. og Valdimar Sigurjón Jónsson greiði stefnanda Ívari Kristjánssyni , in solidum, vangoldin laun að fjárhæð 292.677 kr. með dráttarvöxum skv. 6 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af kr. 22.309 frá 1. júní 2017 til 1. júlí 2017, af kr. 44.618 frá þeim degi til 1. ágúst 2017, af kr. 66.927 frá þeim degi til 1. septe mber 2017, af kr. 77.251 frá þeim degi til 1. október 2017, af kr. 93.694 frá þeim degi til 1. nóvember 2017, af kr. 116.003 frá þeim degi til 1. desember 2017, af kr. 139.517 frá þeim degi til 1. janúar 2018, af kr. 159.783 frá þeim degi til 1. febrúar 20 18, af kr. 182.092 frá þeim degi til 1. mars 2018, af kr. 193.564 frá þeim degi til 1. apríl 2018, af kr. 214.723 frá þeim degi til 1. maí 2018, af kr. 235.117 frá þeim degi til 1. júní 2018, af kr. 259.197 frá þe i m degi til 1. júlí 2018, af kr. 282.797 fr á þeim degi til 1. ágúst 2018 og loks af kr. 292.677 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda in solidum 600.000 krónur í málskostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir