Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 17. febrúar 2022 Mál nr. E - 394/2021: A (Karl Óttar Pétursson lögmaður) gegn B (Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 10. febrúar 2022, er höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af A , , , á hendur B , , , með stefnu birtri 29. september 2021. S tefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 13.928.373 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefn anda. I Hinn 5. maí 2021 var stefnandi, sem er íþróttakennari, að kenna drengjum í 7. og 8. bekk íþróttir og átti kennslan sér stað á íþróttavelli við íþróttahúsið. Stúlka, sem er samnemandi drengjanna, kom þá inn á svæðið. Stefnandi bað stúlkuna ítreka ð um að fara af svæðinu, en stúlkan neitaði að fara eftir fyrirmælum stefnanda. Stefnandi kveður að hún hafi verið ókurteis og sýnt stefnanda virðingarleysi og dónaskap. Stefnandi kveðst þá hafa sest niður á hækjur sér og tekið um vinstri úlnlið nemandans, horft í augu hennar og beðið hana um að færa sig, þar sem hún truflaði kennsluna með nærveru sinni. Stúlkan hendinni hraustlega og gefið stefnanda kröftugan löðrung. Stefna ndi kveður að henni hafi brugðið mjög og kennt sér meins og brugðist ósjálfrátt við í sjálfsvörn með því að gefa nemandanum léttan kinnhest. Stefnandi kveður að um ósjálfráð viðbrögð hafi verið að ræða hjá henni, en hún hafi engan veginn búist við því að s túlkan myndi lemja hana, enda í vingjarnlegri og varnarlausri líkamsstöðu. Stefnandi kveðst hafa upplifað ógn af nemandanum ásamt því sem hún upplifði nemandann í ham og gerði ráð fyrir fleiri 2 höggum. Í kjölfar atburðarins lét stefnandi föður nemandans vit a en stefnandi upplifði að hann sýndi þessu mikinn skilning, taldi atvikið fyllilega lítils háttar og að aðilar myndu geta leyst málið saman. Enn fremur hringdi stefnandi í skólastjóra, umsjónarkennara og aðila sem héldu utan um mál stúlkunnar í skólanum. Hinn 6. maí 2021 hélt skólastjórinn fund með stefnanda ásamt deildarstjóra hjá skóla, en stefnanda mun ekki hafa verið boðið að hafa neinn með sér. Ekkert mun hafa verið rætt um kinnhest þann er stefnandi fékk heldur einungis um hegðun stefnanda. Stefnd i kveður fundinn hafa verið haldinn í því skyni að afla upplýsinga um atvik málsins og gefa stefnanda tækifæri til þess að lýsa sinni hlið málsins. Hinn 12. maí 2021 hitti stefnandi sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs. Ekki var um boðaðan fund að ræða. Þar var farið yfir málið og lagði sviðsstjórinn til að stefnandi færi í launað leyfi þar sem búið væri að senda kæru til lögreglu og samþykkti stefnandi það. Málið var síðar fellt niður hjá lögreglu. Hinn 4. júní 2021 var haldið lokateiti í skólanum. Gegn andmælum kennara var stefnanda ekki boðið með en venja stóð til þess að kennarar í veikindaleyfi kæmu með þyrfti að bjóða starfsmanni sem ekki starfaði lengur við skólann þegar hafi verið ákveðið að segja stefnanda upp og allt sem á eftir kom hafi aðeins verið til málamynda. Því hafnar stefndi. Hinn 2. júní 2021 var stefnandi boðuð á fund sem skyldi haldinn 7. júní. Í bréfinu er bent á að samkvæmt g reinum 14.7 og 14.8 í kjarasamningi FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga geti brot að því tagi sem um ræðir í málinu leitt til áminningar eða fyrirvaralausrar brottvikningar. Að beiðni fulltrúa Félags grunnskólakennara var umræddum fundi frestað til 8. j úní og þann dag fóru aðilar yfir sín sjónarmið og ekki var ágreiningur um málsatvik. Hinn 7. júní 2021 rituðu u.þ.b. tuttugu kennarar og starfsfólk stefnda bréf þar sem þau lýstu meðal annars því að bragur skóla hefði versnað og þau hefðu ítrekað bent á erfiðleika í skólastarfinu og mætt daufum eyrum stjórnenda. Hinn 18. júní 2021 var stefnanda gefinn kostur á að skila andmælum vegna brots stefnanda í starfi. Tekið var fram að stefndi mæti brot stefnanda sem gróft og að stefndi teldi að brotið væri gegn 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 um að óheimilt væri að beita líkamlegum refsingum eða líkamlegu inngripi í refsingarskyni og einnig meginreglu þess efnis að starfsfólk grunnskóla skuli gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu og samkvæmt t ilkynningunni sé sú meginregla dregin af 12. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Í bréfinu kemur það skýrt fram að engin ákvörðun hafi verið tekin og stefnanda veittur frestur til þess að koma að sínum sjónarmiðum og andmælum áður en tekin yrði endanleg ák vörðun hvað þetta varðar. Hinn 23. júní 2021 ritar starfsfólk annað bréf til stefnda vegna yfirvofandi brottrekstrar stefnanda og taka fram að þau upplifi brottreksturinn sem staðfestingu stefnda á að agaleysi nemenda muni líðast áfram og gefa tilefni til að það muni enn versna 3 frá því sem nú væri. Í bréfinu voru bornar fram fimm spurningar til stefnda. Sem viðbragð við þeim ákvað stefndi á fundi í fræðslunefnd að bregðast við þessu ófremdarástandi í stjórnun skóla svo sem reifað er í fyrirliggjandi bók unum fræðsluráðs. Hinn 30. júní 2021 sendi stefnandi andmæli við fyrirhugaðri áminningu /brottrekstri stefnda og hinn 7. júlí 2021 var stefnanda tilkynnt um fyrirvaralausa uppsögn hennar úr starfi við skóla. Byggt var á grein 14.8, málsgrein 7, í kjarasa mningi grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga og við mat á alvarleika brotsins var höfð til hliðsjónar 12. gr. laga um grunnskóla og 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Hinn 2 1. júlí 2021 sagði stefndi einnig upp verktakasamningi við stefnanda en hún hafði sinnt heilsurækt fyrir eldri borgara sem og heilsurækt af ýmsum toga fyrir aðra aldurshópa, svo sem spinning, pilates, þrek o.fl., og hafi sú starfsemi verið í íþróttahúsinu . Um kl. 11:30 þann dag átti stefnandi orðastað við móður stúlkunnar, sem mun þá hafa ráðist að stefnanda og slegið hana. Í kjölfar atviksins mun móðirin hafa bloggað um árás sína á stefnanda á veraldarvefnum og ausið þar úr skálum reiði sinnar og farið hör ðum orðum um stefnanda sem enn hafi aukið á andlega erfiðleika stefnanda. Í kjölfarið hafi stefnanda verið sagt upp verktakasamningi sínum vegna umræddrar heilsuræktar. II Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að andmælaregla 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 3 7/1993 hafi verið brotin sem og að ekki hafi verið farið eftir óskráðum reglum stjórnsýslulaga. Málsaðilar hafi átt fundi 5. og 12. maí 2021 og hafi stefnanda ekki verið bent á, að henni væri heimilt að hafa trúnaðarmann eða einhvern annan með sér á fundin a, svo sem þeim hafi borið að gera. Því hafi stjórnendur stefnda tekið sér yfirburðastöðu á fundunum gagnvart stefnanda. Sérstaklega hafi þetta verið mikilvægt í því ljósi, að strax hinn 4. júní sl. hafi komið í ljós að stjórnendur stefnda höfðu ákveðið að reka stefnanda. Stefnandi byggir á því að réttlæting stefnda fyrir brottrekstrinum, það er tilvísun til 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 og meginreglu þess efnis að starfsfólk grunnskóla skuli gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu, sem sé dregin af 12. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, eigi ekki við. Stefndi geri enga tilraun til að tengja þau brot við heimild sína til brottrekstrar í kjarasamningi. Þannig hafi stefndi aðeins sagt að stefnandi sé brotlegur að mati stefnda en á engan há tt rökstutt eða réttlætt refsinguna. Þannig séu rökin ekki framkomin og stefnanda því ekki gerlegt að andmæla þessari ákvörðun og því sé 13. gr. stjórnsýslulaga brotin og ákvörðunin þar með ólögmæt. sfólki skóla er óheimilt að sér að stefnandi hafi verið að refsa umræddri stúlku. Slík fullyrðing sé fásinna og fari gegn atvikum máls og sé algerlega óskiljanleg rök. Þá hafi stefndi ekki lokið við að lesa starfsfólk skóla metur að háttsemi nemenda leiði af sér hættu fyrir samnemendur og/eða 4 starfsfólk skóla ber starfsfólki skylda til að br egðast tafarlaust við slíku með líkamlegu brást við á augabragði til að stöðva það sem hún upplifði sem yfirvofandi árás. Virðast viðbrögð hennar hafa dugað, því að ekki v arð af frekari árás af hálfu umræddrar stúlku. Tilvísun til 12. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 sé tilvísun til almennra hegðunarreglu sem eigi ekkert skylt við það sem hér er undir. Ef það væri hægt að reka fólk fyrir það eitt að brjóta 12. gr. þá væri mæ likvarðinn um hegðun orðinn æði óljós þar sem um sé að ræða matskennda hegðunarreglu. Þá sé órökstutt í bréfi stefnda, hvernig stefndi telji að 12. gr. hafi verið brotin og hvernig það réttlæti brottrekstur. Hér sé bara einhverju slengt fram í von um að ha ldi, því að stefndi hefur engin rök eða réttlætingu fyrir sínum aðgerðum. Þar sem tilvitnun stefnda til 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 og hegðunarreglu 12. gr. grunnskólalaga eigi ekki við sem og 13. gr. umræddrar reglugerðar, sem sett sé fram án frekar i raka, sé stefnanda gert ókleift að verja sig. Því sé umrædd tilkynning um andmæli aðeins til málamynda enda hafi stefndi verið búinn að ákveða hinn 4. júní að reka stefnanda. Ekkert sé því komið fram sem rökstyður umræddan brottrekstur. Í annan stað sé uppsögnin andstæð kjarasamningi. Kjarasamningur sé samningur um lágmarksréttindi og skyldur og allir samningar um lakari kjör séu ógildir, sbr. t.d. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Samkvæmt 57. gr. svei tarstjórnarlaga nr. 138/2011 fari um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni. Stefndi hefur hvorki uppfyllt skilyrði stjórnsýslulaga né heldur réttlætt að kjarasamningur heimili brottrekstur. Í 1. mgr. greinar 14.7 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að ef starfsmaður hefur sýnt af sér framkomu sem þykir ósæmileg, óhæfileg eða ósamrýmanleg starfinu skuli forstöðumaður stofnunar veita starfsmanni ám inningu. Stefnandi getur tekið undir að atvik málsins geti mögulega réttlætt áminningu byggða á þessum rökum. Við matið verði m.a. að horfa til þess að stjórnendur skóla hafi verið búnir að þverskallast við að veita kennurum viðunandi starfsaðstöðu eins og þeim ber samkvæmt lögum. Þá hafi kennurum ekki verið veitt vernd gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og því hafi stefndi skapað mjög óöruggt vinnuumhverfi þar sem kennarar hafi verið algerlega valdalausir og líðan þeirra slæm. Á þessu verði stefndi að bera ábyrgð. Að reka stefnanda án raka sé ekki nein lausn og eykur aðeins á öryggisleysi kennara, ásamt þ ví að ýta undir að frekara ofbeldi gagnvart kennurum skólans muni eiga sér stað. Þetta sé ítrekað í bréfi 35 kennara við skóla, dags. 23. júní sl., þar sem fram komi að þeir treysti sér ekki til að mæta næsta haust nema til komi breytingar á stjórnun sk ólans. Þar kemur fram að kennararnir upplifi öryggisleysi gagnvart nemendum og hegðun þeirra, og að kennarar sjái ekki hvernig þeir geti haldið pálmann í höndunum eftir átök við kennara eða starfsmann 5 Á stefnda hvílir sú skylda að tryggja starfsmönnum sínum öruggt vinnuumhverfi sem og að vernda þá fyrir ofbeldi. Valdleysi kennara í skólastofnunum í dag sé orðið algert þegar hvorki skólayfirvöld né skólastjórar styðja undirmenn sína og skilja þá varnarlausa eftir fyrir hverskyns ofbeldi foreldra og nemenda. Það sé lýsandi fyrir þetta ástand að skólastjóri stefnda tók kennarann einan í viðtal hinn 6. maí, strax eftir atburðinn. Þá virðist stefndi aldrei hafa gert neitt formlegt vegna þeirrar líkamsárásar sem kennarinn varð fyrir, t.d. liggja engar tilkynningar eða skýrslur frá Vinnuvernd fyrir í málinu. Á stefnda hvílir lagaskylda og skylda samkvæmt kjarasamningi til að bregðast við þegar kennari verður fyrir líkamsárás. Virðist virðingarleysi skólastjórnenda skóla fyrir starfsmönnum skólans vera algert. Þá sé meginreglan sú, að ef fyrirhugað sé að segja starfsmanni upp störfum vegna ávirðinga þá þurfi uppsögnin að grundvallast á skriflegri áminningu, sbr. 4. mgr. grei nar 14.8 í kjarasamningi. Í 7. mgr. greinar 14.8 í kjarasamningi sé undantekning frá meginreglunni en þar er talið upp hvenær heimilt sé að segja starfsmanni fyrirvaralaust upp störfum. Þar kemur fram að víkja megi starfsmanni fyrirvaralaust úr starfi verð i hann uppvís að grófu broti, enda valdi viðvera hans áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Stefndi hafi hvorki rökstutt hvernig þetta telst vera gróft brot né hefur stefndi rökstutt hvernig viðvera kennarans geti valdið áframhaldandi skaða en bæði þessi skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að um fyrirvaralausan brottrekstur geti verið að ræða. Því sé algerlega hafnað að þessi skilyrði eigi við í þessu máli og því sé umrædd ákvörðun ógild og að engu hafandi. Hin heimildin í þessu ákvæði kjarasamningsins, sem leyfir fyrirvaralausan brottrekstur, fjallar um brot á 68. gr. hegningarlaga. Því er líka hafnað að hún eigi við. Þá vill stefnandi minna á að enginn ásetningur stóð til neinna verka og því geti 7. mgr. greinar 14.8 gr. í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga enn síður átt við, en 7. mgr. greinar 14.8 virðist byggjast á því að ásetningur þurfi að vera til staðar. Með því að stefndi hafi hvorki rökstutt né skýrt ákvörðun sína sé ekki l jóst við hvora heimildina í umræddri grein kjarasamnings sé miðað og ekki heldur af hverju stefndi metur þetta sem gróft brot sem réttlæti fyrirvaralausa uppsögn. Á stefnda hvílir sú skylda að rökstyðja af hverju 7. mgr. greinar 14.8 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga eigi við í málinu. Það hafi hann ekki gert. Þá telur stefnandi einnig að umræddur atburður réttlæti ekki að víkja frá meginreglunni um áminningu áður en brottrekstri sé beitt og því sé ekki heimilt að beita 7. mgr. greinar 14.8 í kjarasamningi. Um sé að ræða kennara með flekklausan feril, það er ráðist á hana og um ósjálfrátt sjálfsvarnarviðbragð við árásinni var að ræða. Stefnandi starfaði sem fagmaður en varð eitt augnablik mannleg og brást við eins o g hver og einn myndi gera væri hann settur í þessar aðstæður. Það geti aldrei réttlætt frekari viðbrögð en áminningu, enda áminning hugsuð til að minna starfsmann á hvernig beri að haga sér 6 og honum gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Stefndi hrakti starfsme nn sína út í horn og setti þá í óverjandi aðstöðu og tekur svo þátt í ofbeldinu gegn stefnanda með því að reka hana fyrirvaralaust án nokkurs rökstuðnings og án þess að hafa til þess heimild. Þá sé á því byggt, að stefndi hafi ekki gætt meðalhófs. Stefndi hefði t.d. getað átt samtal við stefnanda eða gefið henni áminningu sem sé mun viðurhlutaminna og feli ekki í sér þann opinbera áfellisdóm og hið mikla rask sem brottrekstur er. Það megi aðeins í undantekningartilfellum víkja frá meginreglunni um áminning u og þá með mjög þröngum skilyrðum. Stefndi hefur hvorki sett fram raunveruleg rök fyrir umræddri uppsögn né hvaða markmiði sé verið að ná. Á því sé byggt að hófsemi hafi ekki verið gætt af hálfu stefnda. Byggt hafi verið á ómálefnalegu sjónarmiði og því g engið lengra en meðalhóf leyfir. Með þessum aðgerðum sínum hafi stefndi brotið gegn 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá ber stefndi ábyrgð á því ástandi sem upp hafi komið en hann gerði ekkert af því sem honum bar til að leysa málið, m.a. þá var aldrei fundað með stefnanda og foreldrum nemandans og greip stefndi aðeins til eins úrræðis, ólögmæts brottrekstrar. Þá neitar stefndi algerlega að axla ábyrgð sína á því sem gerðist með því að stefndi hrakti starfsmenn sína út í horn og setti þá í óverjandi að stöðu og í þokkabót hefur stefndi svo tekið þátt í ofbeldinu gegn stefnanda sem starfsmanni stefnda með því að reka hann fyrirvaralaust án nokkurs rökstuðnings. Gekk stefndi lengra en nauðsynlegt var með brottrekstrinum. Krafa um greiðslu skaðabóta sé rei st á almennu skaðabótareglunni og samanstendur fjárkrafa stefnanda af tveimur kröfuliðum: Krafa um bætur vegna fjártjóns kr. 10.928.373 Miskabótakrafa kr. 2.500.000 Samtals kr. 13.428.373 Stefnandi krefst skaðabóta vegna fjártjóns að fjárhæ ð 10.928.373 kr. Fjárhæð kröfunnar er að álitum. Hún samsvarar launum sem stefnandi hefði haft í starfinu hjá stefnda á sextán mánaða tímabili, ásamt greiðslum í lífeyrissjóð og vegna séreignarsparnaðar. Byggist það á lausnarlaunasamningum sem þekkjast þeg ar starfsmaður lætur af störfum. Sé þá byggt á þeim réttindum sem starfsmaður eigi hjá launagreiðanda, í þessu tilviki veikinda - og uppsagnarrétti stefnanda hjá stefnda. Til grundvallar útreikningum sé byggt á launum sem stefnandi hafði samkvæmt launaseðlu m fyrstu sex mánuði þessa árs, að meðtöldum mótframlögum vinnuveitanda í lífeyrissjóð og séreignarlífeyrissjóð. Mánaðarlaun stefnanda hafi á þessu tímabili verið 632.429 kr., mótframlag í lífeyrissjóð 25.297 kr. og mótframlag í séreignarsjóð 25.297 kr. sem gera samtals 683.023 kr. á mánuði eða 10.245.345 kr. yfir sextán mánaða tímabil. 7 Áréttað sé að fjárhæð kröfunnar er að álitum, sbr. dómafordæmi, vegna þess fjártjóns sem ætla megi að stefnandi verði fyrir vegna uppsagnarinnar til framtíðar litið. Eins og atvikum sé háttað er fjárhæð kröfunnar stillt í hóf. Hafa ber í huga að stefnandi sé með leyfisbréf byggt á menntun hennar til að stunda ákveðna vinnu. Hún sé kona á sextugsaldri og þær ávirðingar sem á hana séu bornar eru til þess fallnar að gera henni e rfitt fyrir í leit að nýju starfi. Enn fremur sé hún föst á staðnum og geti ekki svo auðveldlega flutt en enga vinnu sé að hafa fyrir stefnanda og sé hún á atvinnuleysisbótum enda er um að ræða atvinnusvæði sem takmarkist við fáa atvinnurekendur sem séu al lir tengdir. Þá sé rétt að hafa í huga að stefndi ákvað að reka hana einnig úr vinnu hennar sem verktaki hjá bænum eftir að ráðist var á hana. Stefndi hefur sýnt af sér fádæma hörku og óbilgirni gagnvart stefnanda og telur stefnandi rétt að horft sé til þe ss að stefndi kom fram við hana af mikilli lítilsvirðingu. Það hafi tvisvar sinnum verið ráðist á hana og í bæði skiptin hafi stefndi brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum og kjarasamningi og ákveðið að reka hana í bæði skiptin. Stefndi lét stefnanda bera ábyrgð á vangetu sinni til að reka skóla og á því ástandi sem þar sé uppi og stefndi reynir nú af veikum mætti að laga. Þá séu framtíðarstarf og lífeyrisréttindi í uppnámi þannig að þessi uppsögn veldur ekki aðeins tjóni í dag heldur um alla framtíð. Þá sé vanlíðan stefnanda staðfest af lækni. Stefnandi krefst miskabóta að fjárhæð 2.500.000 kr., með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Miskabótakrafan sé vegna sömu atvika og lýst sé hér að framan. Stefndi hafi brotið gegn starfsheiðri stefnanda a ð ófyrirsynju. Framganga stefnda, þar sem hlut áttu að máli skólastjóri, sviðsstjóri fræðslu - og menningarmála sem og sveitarstjóri, var til þess fallin að rýra álit stefnanda í augum annarra. Einnig ber að horfa til þess hversu alvarlega stefndi braut geg n stefnanda í augum annarra. Þá sé ákvörðunin augljóslega ómálefnaleg og án nokkurs rökstuðnings. Með þessu telji stefnandi að starfsmenn stefnda hafi orðið sekir um alvarlega meingerð gegn persónu stefnanda og eigi því stefndi, sem ber ábyrgð á starfsemi sveitarfélagsins, að greiða stefnanda miskabætur vegna þessa. Hér sé ekki um einfalt gáleysi að ræða því að hér er um að ræða saknæma hegðun að mati stefnanda. Telur stefnandi að bótaskilyrði 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu uppfyllt. III Stefndi hafnar því að uppsögnin hafi verið ólögmæt og byggir á því að rétt hafi verið staðið að öllum aðgerðum stefnda í málinu og eru helstu málsástæðu eftirfarandi: Í fyrsta lagi hafnar stefndi þeirri málsástæðu stefnanda, að hún hafi ekki mátt eða verið bent á að hafa einhvern með sér á fundina 5. og 12. maí 2021. Stefndi tekur fram að fundirnir hafi báðir verið haldnir að frumkvæði og með fullu samþykki stefnanda sem óskaði eftir þeim. Þess utan hafi hún mætt án boðunar til fundar við D , í því skyni að ræða málið við hann, og því aldrei tilefni eða tækifæri fyrir stefnda að bjóða stefnanda að hafa einhvern með sér á þessa fundi. 8 Í annan stað hafnar stefndi því algjörlega að leggja megi það að jöfnu að stefnanda hafi ekki verið boðið til lokateitis 4. jún í 2021 og að þegar hafi verið búið að taka ákvörðun um að segja henni upp störfum, enda telji stefndi augljóst að ekki hafi verið búið að taka neina ákvörðun um brottrekstur á því tímamarki. Í þriðja lagi tekur stefndi fram að hann beri ábyrgð á rekstri g runnskóla í sveitarfélaginu og beri sem slíkum að tryggja að börn á skólaskyldualdri njóti þeirra réttinda sem þeim eru tryggð við skólagöngu sína, lögum samkvæmt. Megi hér m.a. vísa til 13. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla en þar kemur það fram í 1. mgr ., að nemendur eigi rétt til þess að finna til öryggis og að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Á starfsfólki grunnskóla hvíli sú skylda að rækja störf sín af fagmennsku, alúð og samviskusemi og skal það enn fremur gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki, sbr. 1. mgr. 12. gr. sömu laga. Í svipaðan streng sé tekið í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011. Þar segir t.a.m. í 13. gr. a ð starfsfólki skóla sé óheimilt að beita líkamlegum refsingum og líkamlegu inngripi í refsingarskyni sem virðist einmitt vera það sem átti sér stað í málinu, a.m.k. ef hliðsjón er höfð af málsatvikalýsingu stefnanda sem sé ágreiningslaus í meginatriðum. Ö llum málatilbúnaði og umfjöllun stefnanda um að það hafi á einhvern hátt verið réttlætanlegt af hennar hálfu að stöðva yfirvofandi árás barnsins með því að slá það fyrirvaralaust í andlitið sé harðlega mótmælt. Hafi þetta verið raunin, sem í sjálfu sér sé mótmælt, bendir stefndi á að í 13. gr. reglugerðarinnar komi það fram að líkamlegu inngripi skuli aðeins beitt í ítrustu neyð og þá eingöngu að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þá komi það jafnframt fram í greininni að við beitingu líkamlegra inngripa skuli þess ávallt gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til og sérstaklega vísað til meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því samhengi. Stefndi mótmælir málatilbúnaði stefnanda í heild sinni og byggir á því að stefnandi g eti ekki réttlætt framkomu sína og athafnir með tilvísunum til 13. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011. Í fjórða lagi byggir stefndi á því að það sé sama hvernig á málið sé litið; stefnandi hafi brotið gróflega gegn þeim grundvallarstarfsskyldum sínum sem henni þó bar að fylgja sem að mati stefnda hafi réttlætt uppsögn. Önnur niðurstaða væri að mati stefnda ekki í samræmi við skyldur hans sem þess aðila sem ábyrgð ber á rekstri grunnskólans og öryggi og vellíðan nemenda hans. Í fimmta lagi byggir stefndi á því að stefnandi hafi verið í algjörri yfirburðastöðu gagnvart barninu, sem kennari við skólann og fullorðinn einstaklingur þess utan, og hafi hún lýst því sjálf að hún hafi hallað sér yfir barnið og h aldið um hendur þess áður en barnið sló til hennar og hún brugðist svo við að eigin sögn með því að slá barnið barninu, sem hún þó stóð yfir á meðan hún hélt um hendur þess en barnið sat á grasbala þegar atvikið átti sér stað. Því sé sérstaklega mótmælt og því hafnað sem bæði röngu og 9 f að orði í stefnu þegar hún fjallar um árás hennar á barnið. Stefndi byggir á því að þetta séu einmitt viðbrögð sem séu á skjön við eðlileg viðbrögð þorra fólks enda ofbeldi ekki neitt sem fólk almennt grípur til án fyrirvara þegar að því kann að verða só tt. Hafa verði í huga að í þessu tilviki var um barn að ræða svo að ógnin og meint yfirvofandi hætta hefur varla verið svo mikil að réttlætt viðbrögð. Þegar öllu sé á b otninn hvolft verði ekki annað séð en að stefnandi hafi brugðist rangt við á allan hátt og um leið gerst sek um gróft brot í starfi. Í sjötta lagi hafnar stefndi því, sem og mótmælir, að honum hafi verið unnt, eða að það hafi yfirleitt verið á hans valdi, kringumstæðum, og bendir á þá staðreynd að sá samfélagssáttmáli sem allir lifi eftir samþykki ekki ofbeldi af nokkru tagi, hvað þá gegn börnum. Skiptir að mati stefnda engu Stefndi hafnar því sem fyrr segir að ofbeldi gegn börnum geti á einhvern hátt talist réttlætanlegt og ber að sýna það í verk i bæði gagnvart öðru starfsfólki stefnda og ekki síður gagnvart þeim börnum sem stunda nám við grunnskólann . Stefndi vekur enn fremur athygli á því að barnið, sem ætla verður að hafi tekið árás stefnanda nærri sér, á varla að þurfa að búa við það að ke nnari sem gerst hefur uppvís að því að beita það ofbeldi haldi áfram kennslu við skólann og sinni jafnvel kennslu í kennslustundum sem barninu ber að sækja. Slíkar aðstæður geta varla talist boðlegar, ekki bara fyrir það barn sem varð fyrir árás stefnanda, heldur öll börn sem sækja nám við grunnskólann . Stefndi byggir á því að heimild til uppsagnar sé að finna í gr. 14.8, málsgrein 7, í kjarasamningi FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga líkt og vakin var athygli á strax í bréfi stefnda til stefnanda d ags. 2. júní 2021. Í sjöunda lagi byggir stefndi á því að þar sem um gróft brot hafi verið að ræða hafi honum ekki borið skylda til að áminna stefnanda, sbr. 4. mgr., gr. 14.7, í kjarasamningi FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þar komi það skýrt f ram að ekki þurfi að áminna ef ástæður uppsagnar (frávikningar) megi rekja til ástæðna sem taldar eru upp í 5. - 7. mgr., gr. 14.9 ( gr. 14.8). Stefndi fylgdi þeim leiðbeiningum sem fram séu settar í 8. mgr. greinar 14.8, enda liggi það fyrir í málinu að ste fnanda hafi gefist tækifæri til að tjá sig um málið og notið í því tilliti aðstoðar síns stéttarfélags. Þá byggir stefndi á því að grein 14.7 í kjarasamningi eigi að öðru leyti ekki við um brot stefnanda enda háttsemi hennar gróft brot, svo sem ítrekað hef ur komið fram og því ekki efni til þess að mati stefnda að láta við það sitja að áminna hana. Stefndi telur að við mat á því hvort um gróft brot í starfi sé að ræða, og þá brot sem sé þess eðlis að réttlæti fyrirvaralausa uppsögn, verði að horfa til þess a ð stefnandi var kennari við grunnskólann þegar atvikið kom upp og í vinnu sinni sem kennari við skólann. Byggt sé á því að stefnanda hafi sem slíkri borið að virða þær reglur og þau 10 sjónarmið sem rakin hafa verið og sýna barninu nærgætni og virðingu í stað þess að ráðast jafn freklega að því og raunin varð. Þá þurfi að mati stefnda enn fremur að horfa til þess að barnið hafi verið á sínum vinnustað, þar sem því ber raunar skylda til að vera, sbr. 3. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, en barnið eigi að geta treyst því að verða ekki fyrir líkamsárás í skólanum af hálfu kennara, sama hvað á kunni að dynja. Í áttunda lagi tekur stefndi fram að stefnanda hafi gefist tækifæri til þess að koma að andmælum sínum áður en nokkur ákvörðun hafi verið tekin í málinu . Annað sé beinlínis rangt. Þá gildi um störf stefnanda ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga og þeir samningar réttlæta fyrirvaralausa uppsögn enda hafi brotið verið gróft. Þá hafnar stefndi þeim málatilbúnaði s tefnanda að fjalla um ýmis atriði sem varða almennt skólahald í byggð án þess að séð verði að sú umfjöllun sé sett fram til þess að undirbyggja málsástæður stefnanda. Þá blandi stefnandi inn í umfjöllun sína alls óskyldu máli sem varðar uppsögn á verkta kasamningi á milli hennar og stefnda og láti í það skína að tengsl séu á milli þessara tveggja mála. Þessu sé mótmælt og á því byggt að um sé að ræða óskylt mál sem hefur ekkert að gera með það mál sem hér er til umfjöllunar og það sé af og frá að tengsl s éu þarna á milli. Stefndi ætlar ekki að fjalla um það atvik sem stefnandi sjálf vísar til í þessu sambandi enda telur hann enga ástæðu til þess og það óviðkomandi máli þessu. Í níunda lagi hafnar stefndi því og mótmælir að nokkuð hafi komið fram í málinu s em réttlætt geti að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda bætur og byggir á því sjálfstætt að honum hafi verið það heimilt að segja stefnanda upp störfum vegna háttsemi hennar í starfi, líkt og rakið hefur verið. Á það sé bent að krafan um fjártjón sé ósönnuð enda hefur stefnandi ekki lagt fram nein gögn til sönnunar því að hún hafi orðið fyrir því fjártjóni sem hún gerir kröfu um. Stefndi bendir enn fremur á og byggir á því sjálfstætt hvað þetta varðar að krafan sé ekki í nokkru samræmi við dómafra mkvæmd. Stefnandi hafi ekki lagt fram neitt yfirlit yfir þær greiðslur sem hún hafi fengið frá atvinnuleysistryggingasjóði en hún lýsir því þó sjálf yfir í stefnu að hún hafi verið að þiggja greiðslur úr sjóðnum. Byggt sé á því að komi til þess að stefnan da verði dæmdar bætur úr hendi stefnda, beri að draga þær greiðslur sem hún hefur fengið úr atvinnuleysistryggingasjóði frá öllum tildæmdum bótagreiðslum í þessu máli. Þá megi nefna að stefnandi fékk full laun frá stefnda vegna júlímánaðar 2021. Þá sé bygg t á því að krafan sé í eðli sínu andstæð þeirri meginreglu skaðabótaréttarins að sá sem orðið hefur fyrir tjóni af einhverjum ástæðum og á eftir atvikum kröfu um bætur úr hendi annars manns, eigi ekki að hagnast af þessum sökum heldur að verða eins settur og ef hið bótaskylda atvik hefði aldrei komið til. Krafa stefnanda sé að þessu leytinu til vart dómtæk og heggur nærri því að vera vanreifuð. Stefnandi hafi ekki útskýrt á nokkurn hátt af hverju hún miði kröfu sína við sextán mánuði sem sé langt umfram þa nn uppsagnarfrest sem hún hafði hjá stefnda en stefndi 11 byggir á því að engin rök standi til þess að miða við lengri tíma en kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Væntanlega sé ekki um það deilt að heimild til uppsagnar sé í kjarasamningi þeim sem um starf s tefnanda gilti en þar sé að finna reglur um uppsagnarfresti sem ætlað sé það hlutverk m.a. að tryggja þeim sem sagt sé upp störfum svigrúm til að leita sér að nýju starfi og eftir atvikum að þjóna hlutverki bótagreiðslu vegna uppsagnarinnar. Stefndi nefnir þetta hér í samhengi við þá umfjöllun sína að krafa stefnanda um greiðslu launa í sextán mánuði sé úr lausu lofti gripin og ekki í nokkru samræmi við þau sjónarmið sem lögð séu til grundvallar þegar til starfsloka kemur. Þá hafi stefnandi ekki reynt að ta kmarka tjón sitt sem henni þó bar að gera. Engin gögn hafa verið lögð fram um atvinnuleit, umsóknir um önnur störf eða annað heldur látið við það sitja í stefnu að fullyrða að stefnandi eigi erfitt um vik með að finna sér aðra vinnu. Þessu sé mótmælt enda hefur stefnandi sem fyrr segir ekki lagt fram nein gögn sem sýna fram á að staða hennar sé jafn erfið og látið sé í veðri vaka. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að það hafi reynst henni erfiðara en öðrum að finna nýtt starf eða að hún þurfi að gera einhv ers konar breytingar á sínum högum eigi hún að finna nýtt starf. Þess utan telur stefndi, eins og mál þetta liggur fyrir, að athafnir stefnanda sjálfrar eigi mestan þátt í því hvernig staða hennar er í dag. Hvað varðar kröfu stefnanda um miskabætur sé á þv í byggt að stefndi hafi ekki á neinn hátt brotið gegn persónu hennar, æru, friði eða frelsi og skilyrði miskabóta því ekki til staðar skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Líkt og ítrekað hafi komið fram hafi ferlið allt við uppsögn stefnanda verið í sam ræmi við ákvæði laga og á því byggt að um hafi verið að ræða alvarlegt brot í starfi sem réttlætir fyrirvaralausa uppsögn. Stefnandi hafi lagt fram læknisvottorð þar sem fram komi að stefnandi hafi verið undir álagi og það hafi verið henni erfitt að missa störf sín hjá stefnda. Þá virðist sem vísað sé til annars óskylds máls sem varðar uppsögn á verktakasamningi stefnanda við stefnda, sem kemur sakarefni þessa máls ekkert við. Ótækt sé að mati stefnda að blanda þessu tvennu saman og ómögulegt að greina á m illi hvað sé hvað í þessum efnum. Þá veki það athygli stefnda að læknirinn taki það sérstaklega fram að stefnandi eigi að baki mikla áfallasögu og undirliggjandi álag, án þess að þetta sé skýrt frekar. Stefndi byggir á því hvað þetta varðar að téð læknisvo ttorð hafi enga þýðingu í málinu enda það byggt á öðrum þáttum og atvikum en mál þetta fjallar um og hafnar því að vottorðið hafi nokkurt sönnunargildi um stöðu stefnanda sem rekja megi til þessa máls. Öllum fullyrðingum í stefnu um miska og tilvísunum til þess að um lítið samfélag á landsbyggðinni sé að ræða og miskinn því meiri en ella sé vísað til föðurhúsanna. Fullyrðingar stefnanda um þetta geti aldrei réttlætt að annar mælikvarði verði lagður á ætlaðan miska hennar og hlýtur að verða að skoða málatilb únað stefnanda hvað þetta varðar í því ljósi. 12 IV Ágreiningur málsins lýtur að lögmæti uppsagnar stefnanda hinn 7. júlí 2021, en þann dag var henni sagt fyrirvaralaust upp starfi sínu sem leikfimiskennara við skóla. Í hnotskurn snýst málið um það hvort kinnhestur sá er stefnandi veitti nemandanum hafi átt að leiða til áminningar eða fyrirvaralausrar brottvikningar úr starfi. Málavextir eru ágreiningslausir og hefur stefnandi ávallt viðurkennt brot sitt. Eins o g að framan greinir er stefnandi grunnskólakennari og á milli málsaðila gildir kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna félags grunnskólakennara. Samningurinn kveður á um lágmarks réttindi og skyldur og allir samning ar um lakari kjör eru ógildir, sbr. t.d. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Samkvæmt 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fer um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni. Í gildandi kjarasamningi fjallar gr. 14.7 um áminningar og gr. 14.8 um uppsögn og frávikningu. Tilkynning stefnda um fyrirvaralausa uppsögn stefnanda úr starfi grunnskólakennara við skóla frá 7. júlí 2021 er svohljóðandi: Eftir að hafa farið yfir andmæli þín, sem sett voru fram í bréfi dags. 30. júní sl. og atvik máls að öðru leyti, er það niðurstaða að þú hafir brotið gróflega af þér í starfi með því að hafa slegið nemanda við skólann í andlitið í kennslustund þann 5. maí s.l. hefur m.a. haft til hliðsjónar mati á alvarleika brots þíns 12. gr. laga um grunnskóla og 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. hefur ákveðið að víkja þér fyrirvaralaust úr s tarfi. Heimild til fyrirvaralausrar brottvikningar úr stafi er í grein 14.8 málsgrein 7, í kjarasamningi grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrirvaralaus brottvikning felur það í sér að starfsskyldur þínar falla niður og launagreiðslur frá og með deginum í dag að telja. Rétt þykir að geta atvika eins og þau voru áður en til kinnhestsins kom. Við aðalmeðferð kom fram að umræddur nemandi hafi átt við mikil agavandamál að stríða og hafi ítrekað ekki sinnt tilmælum kennara. Þennan morgun h afi hún mætt án íþróttafatnaðar í leikfimistíma. Henni hafði því verið vísað úr tíma og sagt að ganga ákveðinn hring, svo sem venja var þegar börn komu án viðeigandi klæðnaðar. Því hafði hún ekki sinnt. Þess í stað fór hún inn á íþróttavöllinn og inn í ken nslustund er stefnandi hafði umsjón með. Hún sinnti í engu fyrirmælum stefnanda um að trufla ekki kennslu hennar og einnig að fara af íþróttavellinum. Að lokum gaf hún stefnanda kinnhest eftir að stefnandi hafði kropið niður til hennar og tekið um vinstri úlnlið hennar, horft í augu hennar og beðið hana að yfirgefa svæðið. Dómurinn telur að ekki sé unnt að líta 13 einangrað á kinnhest þann sem stefnandi gaf nemandanum, svo sem stefndi kýs að gera, heldur verði að líta heildstætt á málið svo að unnt sé að meta hvort um gróft brot sé að ræða af hálfu stefnanda eða ekki. Öll framkoma nemandans fór í bága við 2. mgr. 14. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, en þar segir að nemendum beri að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann var ðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin. Dómurinn telur að ekki sé hægt að réttlæta það að kennari svari fyrir sig með öðrum kinnhesti til baka, enda sé það ekki gert af hálfu stefnanda. E ins og atburðarásinni sé háttað hafi að mati dómsins ekkert bent til þess að stefnandi hefði gefið nemandanum kinnhest nema vegna þess að nemandinn hafi verið á undan að ráðast á kennarann. Ætla má, eins og nemandinn hafði hagað sér fyrir atvikið, að hafi stefnandi ætlað að beita hana líkamlegum refsingum hefði stefnandi látið strax til skara skríða í stað þess að krjúpa niður, taka um vinstri úlnlið nemandans og horfa í augu hennar og biðja hana um að yfirgefa svæðið. Dómurinn telur því að eins og mál þett a liggur fyrir hafi stefnandi með kinnhestinum ekki verið að beita nemanda líkamlegum refsingum og eigi sé unnt, varðandi mat á alvarleik brotsins, að hafa 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum , þar sem segir að s tarfsfólki skóla sé óheimilt að beita líkamlegum refsingum og líkamlegu inngripi í refsingarskyni, til hliðsjónar svo sem stefndi gerir. Varðandi alvarleika brots stefnanda hefur stefndi, samkvæmt brottvikningarbréfi sínu frá 7. júlí 2 021, einnig til hliðsjónar 12. gr. laga um grunnskóla án þess að tilgreina hvaða málsgrein sé vísað til. Sé það 1. mgr. ákvæðisins, þar sem segir að starfsfólk grunnskóla skuli rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi og það skuli gæta kurteisi , nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki, þá er sú regla um almenna háttvísi og sé þess eðlis að hvorki sé hægt sé að byggja fyrirvaralausa brottvikningu á henni né að hafa hana til hliðsjónar þegar alvarl eiki brotsins sé metinn. Um heimild fyrir brottrekstrinum vísar stefndi til 7. mgr. gr. 14.8 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og grunnskólakennara, þar sem segir að starfsmanni skuli víkja úr starfi fyrirvaralaust verði hann uppvís að gróf u broti í starfi eða liggi undir rökstuddum grun um refsiverða háttsemi sem ætla megi að hefði í för með sér sviptingu áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Fulltrúa stéttarfélags starfsmanns skal veittur kostur á að kynna sér slík mál áður en ákvörðun er að meta það hvort um gróft brot sé að ræða í star fi stefnanda svo sem stefndi heldur fram. Eins og að framan greinir þá hefur kennari ekki heimild til að gefa nemanda kinnhest. En dómurinn telur að skoða beri atburðarásina heildstætt, samanber hér að framan, og telur, eins og mál þetta er vaxið, að ekki hefði komið til kinnhestsins hefði kennarinn ekki áður fengið kinnhest frá nemandanum. Stefndi hefur ekki mótmælt því að stefnandi 14 hefur flekklausan starfsferil hjá skólanum frá 2004. Dómurinn telur viðbrögð stefnanda skiljanleg í ljósi aðstæðna þótt ekki sé hægt að samþykkja þau. Eins og mál þetta liggur fyrir telur dómurinn að atvikið sé ekki gróft brot í starfi þannig að það réttlæti brottrekstur án fyrirvara. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að viðvera stefnanda á vinnustað myndi valda skaða fyrir star fsemi skólans eða nemendur og kennara. Við aðalmeðferð málsins kom fram að stefnandi hafi ekki sinnt kennslu eftir að hún fór í launað leyfi, en hún hafi átölulaust unnið í skólanum við verkefni sem þurfti að ljúka við fyrir skólalok. Þá liggur ekkert fyri r í málinu um að fulltrúa stéttarfélags stefnanda hafi verið veittur kostur á að kynna sér málið áður en ákvörðun stefnda var tekin. Að þessu virtu fellst dómurinn ekki á að fullnægt sé skilyrðum 7. mgr. greinar 14.8 í kjarasamningi aðila. Stefnda bar að g æta meðalhófs og velja vægari úrræði og veita stefnanda áminningu sem er meginreglan þegar starfsmaður brýtur af sér í starfi, sbr. gr. 14.7 í kjarasamningi. Með vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða dómsins að lagastoð hafi skort af hálfu stefnda fyrir fyrirvaralausum brottrekstri stefnanda og því beri stefnda að greiða stefnanda bætur. Stefnandi krefst annars vegar bóta vegna fjártjóns og hins vegar bóta vegna miska. Bætur verða ákveðnar að álitum og fallist er á að uppfyllt séu skilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi málsins var ára að aldri þegar hún var rekin úr starfi hjá stefnda. Hún er kennari að mennt og býr í litlum þéttbýliskjar n a. Hún hefur reynt að selja hús sitt en það hefur ekki tekist. Atvin nusvæði hennar er takmarkað en stefndi er helsti vinnuveitandinn á svæðinu og geti því verið erfiðleikum bundið fyrir stefnanda að fá atvinnu á svæðinu. Þá mun aldur hennar ekki hjálpa til. Samkvæmt gildandi kjarasamningi á stefnandi rétt til fjögurra mána ða uppsagnarfrests. Í fyrirliggjandi læknisvottorði frá september 2021 kemur fram að stefnandi hafi verið undir gríðarlega miklu andlegu álagi síðastliðnar vikur og mánuði og það hafi verið henni mikið áfall að missa störf sín sem hún innti af hendi fyrir stefnda, bæði sem íþróttakennari og starfsmaður í íþróttamiðstöðinni. Fyrir dómi kvað stefnandi að stefndi hafi í upphafi greitt fyrir hana tíma hjá sálfræðingi, sem hún var þakklát fyrir, því hefði verið hætt og nú hefði hún ekki efni á að greiða fyrir þá sjálf, en þyrfti á þeim að halda. Fyrir dómi lýsti stefnandi vanlíðan sinni og kvaðst ekki enn vera búin að jafna sig. Dómurinn telur að hin ólögmæta brottvikning hafi sannanlega haft í för með sér mikla andlega vanlíðan fyrir stefnanda og hún hafi að ein hverju leyti verið óvinnufær og beri því að taka tillit til þessa við ákvörðun skaðabóta. Þá liggur það fyrir að stefnandi hafði með höndum aukastarf, en hún bauð upp á heilsurækt fyrir eldri borgara sem og fyrir aðra aldurshópa, það er spinning, þrek og fleira. Stefnandi var verktaki og hafði aðstöðu í íþróttahúsi stefnda. Stefndi sagði stefnanda upp samningum sem olli stefnanda einnig fjárhagstjóni. Stefnandi hefur þegið atvinnuleysisbætur og við ákvörðun skaðabóta vegna fjártjóns verður tekið tillit t il þeirra. 15 Þá telur dómurinn að miski stefnanda sé verulegur. Fyrst er það að nefna að ólögmætt var að reka stefnanda fyrirvaralaust. Þá verður ekki litið fram hjá því að stefnandi var starfsmaður stefnda, sem hvorki gætti hagsmuna hennar né sýndi henni s tuðning, svo sem stefnda bar að gera sem vinnuveitanda hennar. Þá hafi stefndi ekki leiðbeint stefnanda um að hafa einhvern með sér á fundi, til að draga úr yfirburðastöðu stefnda gagnvart stefnanda, en yfirleitt voru tveir aðilar frá stefnda á fundi með s tefnanda. Ekkert virðist hafa verið unnið úr atvikinu af hálfu starfsmanna stefnda og t.d. hafi hvorki verið haldinn sáttafundur með stefnanda og foreldrum nemandans, né annað. Þá var stefnanda meinað að koma á lokahóf í skólanum hinn 4. júní 2021, en samk væmt framburð i samstarfsmanna stefnanda fyrir dómi voru þau mjög ósátt við það, sem og alla framkomu skólayfirvalda gagnvart stefnanda, og tóku fram að það hafi ávallt gilt sú venja að allir starfsmenn skólans kæmu í lokahófið, hvort sem þeir væru í leyfi eða ekki. Stefndi hafi því þá þegar hrakið stefnanda úr skólasamfélaginu og endanlega úr bæjarfélaginu er verktakasamningnum var sagt upp 21. júlí 2021 eftir kinnhest sem móðir nemandans veitti stefnanda í íþróttamiðstöðinni. Að mati dómsins var öll framga nga starfsmanna stefnda til þess fallin að rýra álit stefnanda í augum annarra. Að þessu virtu þykja bætur vegna fjártjóns hæfilega ákvarðaðar 6.000.000 kr. og vegna miska 2.000.000 kr. og eru þær metnar að álitum. Með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Stefndi, , greiði stefnanda, A , 8.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi til greiðsludags og 1.200.000 krónur í málskostnað.