Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 6. apríl 2022 mál nr. S - 2 28 /2021 Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) gegn X ( Snorri Sturluson lögmaður) Málsmeðferð, ákæruskjal og dómkröfur aðila 1. Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, útgefinni 8. nóvember 2021, á hendur X... , kt. ... , ... , Reykjavík. Aðalmeðferð málsins hófst 28. mars 2022 en var svo framhaldið og henni lokið 4. apr íl sl. og málið þá dómtekið. 2. líkamsárás, vopnalagabrot og brot á barnaverndarlögum með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 24. nóvember 2020, ruðst í heimildarleysi inn í í búð nr. ... að ... á Akranesi, ráðist með ofbeldi á A... , kt. ... , slegið í bringu A... , tekið í peysu hennar og togað í hana, á meðan haldið á barefli úr málmi en sú háttsemi var til þess fallin að vekja hjá A... ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð, a llt með þeim afleiðingum að A... hlaut roða fyrir miðri bringu, þreifieymsli milli rifja (fyrir ofan rif 2 og milli rifja 2 og 3 og 3 og 4) og eymsli við brjósk sem tengir rif og bringubein saman (chondosternal mót). Barnið, B... , kt. ... , var vitni að háttseminni og með því beitti ákærða barnið ógnandi og vanvirðandi hegðun og sýndi því yfirgang, ruddalegt og ósiðlegt athæfi. 2 3. Telst þetta varða við 231. gr., 233. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum, 1. og 3. mgr. 99 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með síðari breytingum og 1. mgr. og c. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 4. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á barefli úr málmi (munur nr. 533751 í munaskrá nr. 150219) sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 69. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Einkaréttarkrafa: Í málinu hefur A... , kt. ... , krafist að ákærðu verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 800.000 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. nóvember 2020 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt fyrir á kærðu en með dráttarvöxtum frá þeim degi, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags, auk greiðslu málskostnaðar vegna réttargæslu lögmanns að fjárhæð kr. 148.304 og að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi a 6. Ákærða neitar sök og krefst sýknu. Hún krefst þess að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Ákærða krefst þess aðallega að bótakröfunni verði vísað frá dómi en til vara að hún verði sýknuð af hen ni. Til þrautavara er þess krafist að krafan verði lækkuð. Málsatvik 7. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst lögreglu tilkynning um átök á milli nágranna í stigagangi að ... og fór lögregla á vettvang. Á vettvangi ræddi lögregla við ákærðu sem kvaðst hafa orð ið fyrir árás af hendi nágranna síns D... . Kom fram hjá ákærðu að deilur hefðu verið á milli þeirra á facebook - síðu húsfélagsins og hefði D... þar hótað að drepa hundinn hennar. Lýsti ákærða því að D... hefði ráðist á sig í stigahúsinu, gripið um háls henn ar og þrýst þannig að honum að hún 3 náði ekki andanum. Sjúkraflutningamenn komu því næst á staðinn og skoðuðu ákærðu. 8. Lögregla ræddi aftur við ákærðu síðar og þá kvaðst hún hafa bankað á hurðina að íbúð D... en kvaðst ekki hafa slegið til brotaþola, né rif ið í hana. Ákærða kvaðst ekki hafa reynt að fara inn í íbúðina. 9. Lögregla ræddi næst við D... þar sem hann var í sinni íbúð. Lýsti hann því að hann hefði verið staddur úti á svölum íbúðarinnar er hann hafi heyrt hávaða koma inn an úr íbúð sinni. D... kvaðst hafa farið inn í íbúðina og séð ákærðu reyna að komast inn í íbúðina. Brotaþoli hefði reynt að hindra hana en hann hefði þá ýtt ákærðu út frá íbúðinni og fram á stigagang. Lögregla spurði D... hvort hann gæti skýrt skemmdir á hurð ákærðu og kvaðst hann ge ta hafa ýtt henni á hurðina. 10. Rætt var við brotaþola sem kvaðst hafa heyrt að einhver barði mjög hátt á útidyrahurðina og því hafi hún farið til dyra. Ákærða hefði verið fyrir utan og byrjað að slá hana í bringuna með flötum lófa og því næst rifið í peysu hennar og reynt að komast inn í íbúðina. Lýsti brotaþoli því að D... hefði þá komið að og ýtt ákærðu út úr íbúðinni. Lýsti hún því einnig að ákærða hefði haldið á lítilli kylfu í hendinni og haldið henni uppi þannig að hún væri að hóta að lemja hana með henni. Kvað hún D... hafa náð l itlu kylfunni af ákærðu. 11. Kylfan var haldlögð af lögreglu. 12. Rætt var við vitnin E... , F ... og G... . Þau sögðu öll sömu söguna þar sem þau urðu vitni að átökum á milli ákærðu og D... . E... og F ... voru með stuttar upptökur af átökunum sem þau sendu til lö greglu.Þær upptöku sýna þó einungis átök milli ákærðu og vitnisins D... , en ekkert myndefni liggur fyrir af átökum ákærðu og meints brotaþola. Skýrslur fyrir dómi 4 13. Ákærða gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að D... hefði fengið kvö rtun frá leigufélagi og spurt inn á blokkarspjalli hverjum væri svona illa við sig, fólk hafi svarað og það hafi endað með því að hann hafi hótað að drepa hundinn hennar. Hún hefði tekið það illa upp og ákveðið að fara yfir og spyrja hann hvers vegna hundu rinn hennar þurfi að deyja þó hann hafi fengið kvörtun. Hún hefði tekið þessi þrjú skref og bankað á hurðina. Hurðin hefði verið opnuð og þar hefðu þau verið þrjú í dyrunum , hann og tvær stelpur. Hún hefði rætt við D... og spurt hvað væri í gangi. Hann hef ði þá stokkið á hana, hent henni upp að hurðinni á íbúðinni hennar. Eldri stelpan hefði stokkið til og tekið hundinn þeirra. Þá hefðu nágrannarnir á efri hæðinni verið að taka myndband, en stelpan hefði reynt að stöðva það. Þá hefði D... tekið hana á tröpp urnar og tekið hana hálstaki. Þá hefði strákurinn hans verið kominn líka að. Hún kvaðst hafa hugsað á þeim tímapunkti að greyið börnin væru að horfa á pabba sinn næstum myrða hana á stigapallinum. Hann hefði síðan sleppt henni og hún þá farið inn til sín o g hringt á lögreglu. Aðspurð um lýsingu í ákæru á því að hún hafi slegið í bringu brotaþola og gripið í hálsmál hennar, kvaðst hún ekki hafa snert neinn umrætt sinn. Aðspurð um málmbarefli, sem brotaþoli hefði lýst að ákærða hefði haldið á, kvaðst hún ekki hafa haft nein vopn, né kannast við bareflið er henni var sýnd mynd af því. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa veitt brotaþola neina áverka umrætt sinn. Aðspurð kvaðst hún hafa séð brotaþola af og til og hundarnir þeirra hafi stundum leikið sér saman fyrir utan . 14. Brotaþoli gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að það hefði verið rifrildi milli íbúa á hópsjalli á facebook. Allt í einu hefði allt orðið brjálað og einhver hefði farið að berja á dyr hjá eiginlega öllum á stigaganginum. Það hefð u heyrst dynkir en ekki venjulegt bank, þannig að líklega hefði verið notað barefli. Hún hefði heyrt lamið í þeirra hurð og hefði opnað rifu. Þá hefði ákærða ruðst inn án hennar leyfis og lamið hana í bringuna. Ákærða hefði náð taki á peysunni hennar og dr egið hana fram á stigaganginn, fyrir framan litlu systur hennar. Á ganginum hefði D... blandað sér í málið og reynt að taka ákærðu af henni, sem hefði gengið illa því hún hefði ekki ætlað að sleppa. D... hefði þá snúið hana niður. Ákærða hefði svo legið í jörðinni, horft í augun á henni og sagt : 5 gert ákærðu, en þau hefðu orðið heimilislaus í kjölfar þessara atburða. Kvaðst hún eiga erfitt með afleiðingar þessa atviks, vera hrædd um að einhver komist inn á heimili hennar ef hún er ein heima og finnist erfitt t.d. að fara í búðir. Kvaðst hún telja að ákærða hafi haldið að hún væri móðir sín, móðir hennar hefði ekki verið heima umrætt sinn því að hún hefði farið til nágranna á fyrst u hæðinni að ræða umræddar deilur. Aðspurð um áverka kvaðst hún hafa verið með mikla verki í bringunni og óþægindi upp í hálsinn, hún finni enn fyrir verkjum af og til. Aðspurð lýsti hún því að ákærða hefði verið með járnbarefli í höndunum umrætt sinn, en ekki notað það. Hún hefði samt upplifað bareflið sem ógnandi og það hefðu verið för í hurðinni eftir bareflið. Brotaþoli var spurð um myndband sem var tekið umrætt sinn, þar sem sést að D... hafi dregið ákærðu út úr íbúð brotaþola, og hvernig það geti átt við hennar lýsingar á atvikum, en hún sjáist ekki á myndbandinu fyrr en eftir að búið var að snúa ákærðu niður. Hún kvað margt hafa átt sér stað áður en umrætt myndband var tekið. Aðspurð kv að hún D... vera fósturföður sinn. 15. D... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að hann hefði verið úti á svölum að reykja er hann hefði heyrt barið á hurðina. Er hann hefði komið inn í íbúðina, fram á ganginn , hefði hann séð ákær ðu halda í hálsmálið á dóttur hans, haldið henni upp við vegg og verið með kylfu í annarri hendinni. Þetta hefði gerst fyrir framan fjögurra ára dóttur hans. Hann hefði stokkið á ákærðu, slitið hana af brotaþola og ýtt henni fram. Þetta hefði átt sér stað rétt innan við útihurð íbúðarinnar. Kvaðst hann ekki hafa grunað að yrði ráðist á dóttir hans er hún opnaði hurðina og því hefði hann ekki reynt að stöðva hana áður en hún opnaði. 16. E... gaf símaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að hún hefði séð manninn ráðast á ákærðu, hann hefði tekið hana hálstaki og ýtt henni niður stigann og öskrað eitthvað á hana. Hún hefði þá hlaupið upp og hringt á lögregluna. Hún hefði þó tekið myndband af atvikinu áður en hún hringdi á lögreglu. 6 17. F ... gaf vit naskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að hann og félagi hans hefðu verið að koma heim og á leið upp stigann er þeir hefðu séð mann fyrir utan hurðina hjá ákærðu. Síðan nokkrum mínútum síðar hefðu þeir heyrt hávaða og læti og farið að kík ja, þá hefðu þeir séð manninn halda ákærðu upp við stigann, þeir hefðu þá farið inn í íbúð og hringt í lögreglu. Síðan hafi þeir kíkt aftur og þá hefði þetta verið yfirstaðið. Hefðu þeir heyrt manninn öskra á ákærðu eitthvað um það að hún hefði farið inn í íbúðina hans. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa heyrt neitt bank á hurðina hjá sér. 18. H... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefðu hann og félagi hans verið að koma heim er maður hefði staðið fyrir utan á stigapallinum fyrir neðan þar sem þeir búa. Þeir hefðu síðar orðið varir við læti og kíkt fram og séð hann vera að ýta ákærðu í stigann. Félagi hans hefði farið inn að hringja í lögregluna, þeir hefðu farið inn til sín í smá stund og kíkt svo fram aftur og þá hefði allt veri ð búið. Kvaðst hann ekki muna eftir orðaskiptum. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa tekið eftir að barið hafi verið á þeirra hurð. 19. I... læknir gaf símaskýrslu fyrir dómi og staðfesti að hann hefði framkvæmt skoðun umrætt sinn og skráð það í sjúkraskrá brota þola. Hefði hann haft ábyrgan sérfræðing á bak við sig á vaktinni. Aðspurður um hvort áverki brotaþola geti samrýmst verknaðarlýsingu kvað hann svo geta verið en útiloki ekki aðrar orsakir. Kvaðst hann ekki geta fullyrt að áverkar hafi tilkomið vegna þess sem lýst er í verknaðarlýsingu. 20. J... gaf símaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum umrætt sinn þannig að hann hafi heyrt læti er hann hafi verið á leið upp í sína íbúð, bæði bank og öskur. Hefði heyrst eins og hún væri að berja á hurðina hjá honum og hún h efði verið að öskra. Kvaðst hann ekki hafa heyrt hvað hún hefði verið að segja. Þegar hann hefði verið kominn inn í sína íbúð hefðu lætin verið orðin mjög mikil og hann þá kíkt fram og séð karlinn halda ákærðu upp við hurðina. Hefði maðurinn eitthvað verið að segja við ákærðu að hún hefði farið inn í íbúðina hans. Þá hefði hann farið inn til sín aftur og hringt á lögregluna. 7 21. K... lögregluvarðstjóri gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti atvikum þannig að umrætt sinn hefði borist tilkynning um átök í stigahúsi í fjölbýlishúsi á Akranesi. Þeir hefðu farið þar inn og átökin hefðu þá verið yfirstaðin. Þeir hefðu farið inn í íbúð ákærðu og hún hefði tjáð þeim að D... hefði ráðist á sig á stigaganginum. Skömmu seinna hefðu sjúkraflutningamenn komið á staðinn til að skoða ákærðu. Þá hefðu þeir farið í aðra íbúð í sama stigagangi og rætt við D... og brotaþola. Brotaþoli hefði lýst því þannig að hún hefði verið inni í íbúðinni er ákærða bankaði, hún hefði farið til dyra og þar fyrir utan hefði ákærða verið, hún hefði verið reið og reynt að komast inn í íbúðina. Það hefðu orðið átök þeirra á milli. D... hefði lýst því að hann hefði verið úti á svölum að reykja er hann hafi heyrt læti, komið inn og séð ákærða og brotaþola í átökum. Hann hefði þá ýtt ákærðu út, en hún hefði verið með járnstöng, sem hann hefði tekið af henni. Hann hefði svo afhent lögreglu stöngina. 22. L... lögreglumaður gaf vitnas kýrslu fyrir dómi og lýsti því að hann hefði farið á vettvang með lögregluvarðstjóra. Hefði verið um nágrannaerjur að ræða umrætt sinn. Kvaðst hann ekki hafa rætt við neinn á vettvangi né ritað skýrslu í málinu. Niðurstaða 23. Ákærða hefur neitað sakargiftum í öllum atriðum. Gegn neitun ákærðu stendur vitnisburður brotaþola og vitnisins D... , sem er fósturfaðir hennar. 24. Önnur vitni sem komu fyrir dóminn og gáfu skýrslu hjá lögreglu, urðu ekki vitni að meintum atvikum. D... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýst i atvikum umrætt sinn þannig að hann hefði verið úti á svölum að reykja er hann hefði heyrt barið á hurðina. Er hann hefði komið inn í íbúðina, hefði hann séð ákærðu halda í hálsmálið á dóttur hans, haldið henni upp við vegg og verið með kylfu í annarri he ndinni. Hann hefði stokkið á ákærðu, slitið hana af brotaþola og ýtt henni fram. Brotaþoli bar fyrir dómi að ákærða hefði umrætt sinn, eftir að hafa slegið hana með flötum lófa í bringuna, náð taki á peysunni hennar og dregið hana fram á stigaganginn. Á ga nginum hefði D... blandað sér í málið og reynt að taka ákærðu af henni. Samkvæmt framansögðu varð D... ekki vitni að því að ákærða hefði slegið brotaþola í bringuna. Jafnframt ber að benda á að vitninu og brotaþola ber 8 ekki saman um atvik umrætt sinn. Vitn ið kvað fyrir dómi að ákærða hefði verið búin að ýta brotaþola inn í íbúðina en brotaþoli bar fyrir dómi að ákærða hefði dregið sig út úr íbúðinni. 25. Ekki er útilokað að einhver, en þá vafalaust lítil og skammvinn átök, hafi orðið á milli ákærðu og meints brotaþola en útilokað að slá nokkru föstu um framgöngu hvorrar fyrir sig. Áverkar sem lýst er í vottorði málsins eru afar litlir og benda sem slíkir ekki til mikilla átaka. Þá verður að telja ósannað að málmstöng, sem var í vörslum lögreglu og hafði verið afhent henni eftir atvikið af vitninu D... , sé í eigu ákærðu gegn neitun hennar, eða hafi verið notuð af ákærðu með nokkrum hætti umrætt sinn. Engin frekari rannsókn fór fram á t.a.m. eignarhaldi yfir stönginni sem hefði getað varpað frekara ljósi á málið. 26. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og til þess er sérstaklega litið að frásögn ákærðu í heild er skýrari og nákvæmari en frásögn brotaþola og vitnis um atvik umrætt sinn, þykir sönnunarstaða ákæruvaldsins erfið . Framburð vitnisins D... verður að meta út frá tengslum hans við brotaþola og við málið í heild, en vitnið gekkst undir sátt í máli ákæruvaldsins gegn honum þar sem hann var sakaður um líkamsárás á hendur ákærðu í þessu máli, sem átt i sér stað umrætt sinn, jafnframt verður sú ályktun dregin af málsatvikum að vitnið hafi borið fremur þungan hug í garð ákærðu. Þegar við þetta bætist að ekkert annað vitni sem kom fyrir dóminn sá meinta árás er því ófært að mati dómsins að telja það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákær ða hafi gerst sek um líkamsárás eða önnur þau brot sem henni eru gefin að sök í ákæru. 27. Gegn neitun ákærðu nægir framangreint þannig ekki til að ákæruvaldið teljist hafa fullnæg t þeirri sönnunarbyrði, sem á því hvílir samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008. Þa r sem skynsamlegur vafi er til staðar um sekt ákærðu verður með vísan til 1. mgr. 109. gr., sbr. 108. gr., laga nr. 88/2008 að sýkna ákærðu af þeim brotum sem henni eru gefin að sök í ákæru. Á það við um líkamsárás af ásetningi. Sú niðurstaða felur að mati dómsins í sér að sýkna beri ákærðu jafnframt af meintum brotum hennar á barnaverndarlögum, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar í máli nr. 79/2019 frá 5. júní 2020. Með vísan til framangreindrar umfjöllunar 9 verður og sýknuð af ákæru fyrir brot á vopnalögum auk þess sem sýkna verður ákærðu af ákæru um húsbrot og hótanir enda sönnunargögn um þá háttsemi sama marki brennd og næga ekki til sakfellingar, 28. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 ber að vísa bót akröfu brotaþola frá dómi. Þá ber að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talda þóknun skipaðs réttargæslumanns sem gætti hagsmuna brotaþola við rannsókn og meðferð málsins og málsvarnarlaun Snorra Sturlusonar, skipaðs verjanda ákærð u, fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykir þóknun réttargæslumanns hæfilega ákveðin 300.000 krónur og málsvarnarlaun verjanda að teknu tilliti til framlagðs yfirlits verjanda, 506.250 krónur auk 14.200 króna ferðakostnaðar. Hefur í báðum tilvikum verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Dóm þennan kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari. D ó m s o r ð Ákærða, X... , skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Skaðabótakröfu A... er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Snorra Sturlusonar lögmanns, 506.250 krónur auk ferðakostnaðar hans að fjár hæð 14.200 krónur. Einnig greiðist úr ríkissjóði þóknun réttargæslumanns brotaþola, Arnars Inga Ingvarssonar lögmanns, 300.000 krónur. Lárentsínus Kristjánsson