Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30 . október 2019 Mál nr. S - 5308/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Einar Laxness aðstoðarsaksóknari ) g egn Sunnev u Isis Hoffmann (Magnús Óskarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019, á hendur Sunnevu Isis Hoffmann , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot framin á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2018, með því að hafa: 1. Laugardaginn 10. febrúar ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti vestur Sæbraut í Reykjavík austan við Langholtsveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M. 007 - 201 8 - 8826 2. Miðvikudaginn 27. júní ekið b ifreiðinni [...] svipt ökurétti um Gullinbrú í Reykjavík við Olís í Grafarvogi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M. 007 - 201 8 - 45321 Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærð a verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði , dagsettu 25. september 2019 , gekkst ákærða undir sektarrefsingu með lögreglustjórasátt vegna aksturs und ir áhrifum áfengis, ávana - og fíkniefna og aksturs svipt ökuréttindum, 17. janúar 2014. Þá var hún dæmd í 30 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur svipt ökuréttindum, 19. september 2016. Loks var ákærða dæmd í 30 daga fange lsi fyrir akstur svipt ökuréttindum með dómi 15. maí 2017. Sakaferill ákærðu hefur að öðru leyti ekki þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu. Við ákvörðun refsingar er miðað við að ákærða gerist nú í fjórða sinn sek um að aka svipt ökuréttindum. Með h liðsjón af framangreindu, sakarefni málsins, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Óskarssonar lögmanns , 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, S unneva Isis Hoffman , sæti fangelsi í 90 daga . Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Óskarsson ar lögmanns , 105.400 krónur . Harpa Sólveig Björnsdóttir