D Ó M U R 17. október 2019 Mál nr. S - 1031 /201 9 : Ákærandi: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) Ákærði: Karol Damian Mazurek ( sjálfur ) Dómari: Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykja ness fimmtudaginn 17. október 201 9 í máli nr. S - 1031 / 201 9 : Ákæruvaldið ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn Karol Damian Mazurek ( sjálfur ) Mál þetta, sem dómtekið var 2 5 . september sl., höfð aði lögreglustjórinn á Suðurnesjum m eð ákæru 9 . ágúst sl. á hendur ákærða, Karol Damian Mazurek , kt. 000000 - 0000 , Túngötu 23 í Sandgerði, en með dvalarstað að Vitatorgi 13 í Sandgerði : fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana - og fíkniefni og vopnalögum; I. Brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, miðvikudaginn 9. janúar 2019, haft í vörslum sínum, og í sölu - og dreifingarskyni, samtals 179,89 grömm af maríhúana og 5,10 grömm af kókaíni, sem fundust við húsleit lögreglu á dvalarstað ákærða að Vitatorgi 13, 245 Sandgerði. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sb r. reglugerð nr. 248/2002. II. Fyrir peningaþvætti, með því að hafa um nokkurt skeið fram til miðvikudagsins 9. janúar 2019, tekið við, aflað sér og/eða umbreytt ávinningi með sölu - og dreifingu ótiltekins magns ólögmætra fíkniefna, sbr. ákærulið I., og/eð a eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti, samtals að fjárhæð 53.000 krónur, en fjármunirnir fundust við húsleit lögreglu á sama tíma og sama stað og greint er í ákærulið I. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 III. Vopnalagabrot, með því að hafa á sama stað og sama tíma og greint er í ákærulið I., haft í vörslum sínum 1 stykki gas skammbyssu af gerðinni Walther, 16 stykki þrýstihylki í gas skammbyssuna, gúmmíkúluskotfæri í gas skammbyssuna, 1 stykki svört handjárn, 1 stykki hníf af gerðinni Kandar með 13 cm langt blað, og 1 stykki hníf af gerðinni CRKT með 10 cm langt blað, sem lögregla fann við húsleit greint sinn. Telst þessi háttsemi varða við 1. mgr., a. og b. liði 2. m g r. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ák æ r ði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á 179,89 grömm af maríhúana, 5,10 grömm af kókaíni, 1 stykki gas skam m byssu af gerðinni Walther, 16 stykki þrýstihylki í gas skammbyssuna, gúmmíkúluskotfæri í gas skammbyssuna, 1 stykki svört handjárn, 1 stykki hníf af gerðinni Kandar með 13 cm langt blað og 1 stykki hníf af gerðinni CRKT með 10 cm langt blað, sem og á 53.0 0 0 krónum, en allt framangreint var haldlagt við leit lögreglu hjá hinum ákærða sbr. ákæruliðir I., II. og III., skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 (og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001), 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 1. mgr. 69. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur j átað sakargiftir og var m álið teki ð til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur árið [ ... ] . Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans nú. Þá hefur hann játað sök án undandráttar. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til 77. g r . almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 75 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms 3 þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennr a h egningarlaga nr. 19/1940 . Þá verð a fíkniefni , munir og reiðufé gerð upptæk eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn málsins og rekstri þess hér fyri r dómi. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenn an . D Ó M S O R Ð: Ákærði, Karol Damian Mazurek , sæti fangelsi í 75 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegnin garlag a nr. 19/194 0. Á kærði sæti upptöku á 179,8 g af maríhúana, 5,10 g af kókaíni, gas - skambyssu af gerðinni Walther, 16 stykkjum af þr ýstihylkjum í þá gas - skammbyssu, gúmmíkúluskotfær um í gas - skammbyssuna, svörtum handjárnum , hníf af gerðinni Kandar, hn íf af g e rðinni CRKT og 53.000 krónum í reiðufé .