Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. júní 2022 Mál nr. E - 5605/2021: A (Bjarni Aðalgeirsson lögmaður) gegn Landsbankanum hf. (Hrannar Jónsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 13. maí sl., var höfðað með stefnu, birtri 16. nóvember 2021, af stefnanda, A , [...] , á hendur stefnda, Landsbankanum hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur í málinu að stefndi ver ði dæmdur til þess að greiða stefnanda 2.768.040 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 2. október 2018 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda en til vara lækkunar dómkrafna. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda m.t.t. virðisaukaskatts. Ágreiningsefni og málsatvik Forsaga máls þessa er sú að B , maki stefnanda, var viðskiptavinur stefnda, sem og nokkur félög í ha ns eigu. Þann 1. júlí 2009 gaf B út verðtryggt tryggingarbréf, allsherjarveð, til stefnda, að fjárhæð 10 milljónir króna. Var tryggingarbréfið tryggt með 2. veðrétti í fasteign B og stefnanda að [...] . Þann 3. maí 2013 var síðan gerður viðauki við trygging arbréfið þar sem fasteignin að [...] var leyst úr veðböndum og fasteignin [...] , var sett að veði þess í stað. Sú fasteign var þá í eigu stefnanda og B og undirrituðu þau bæði viðaukann. Þann 5. júní 2014 undirrituðu stefnandi og B svo kaupamála þar sem kveðið var á um það að fasteignin að [...] , yrði hjúskapareign stefnanda, og þannig varð stefnandi ein þinglýstur eigandi eignarinnar. Í kaupmálanum eru taldar upp þær veðskuldir sem voru áhvílandi á eigninni og stefnandi yfirtók, en þar á meðal er tryggingarbréf stefnda á 5. veðrétti eignarinnar. Stefndi sendi stefnanda síðan fyrirliggjandi bréf um yfirlit ábyrgða sem hún var í vegna áranna 2013 2018. Einnig sendi stefndi henni tilkynningu um breytta ábyrgðarstöðu, dags. 28. maí 2013, eftir að veðflutningurinn hafði gengið í gegn. 2 Félagið [...] hafði áður verið stofnað árið 2004 og rak m.a. [...] á [...] . Félagið var í jafnri eigu B , eiginmanns stefnanda (25%), stefnanda (25%), C (25%) og eiginkonu hans D (25%). Þann 20. nóvember 2009 undirritaði félagið lánssamning við stefnda að fjárhæð 110.790.380 krónur. Samkvæmt tölulið 10.2 í lánssamningnum gengust þeir B og C í 30 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð, in solidum , fyrir skilvísri og skaðlausri greiðslu á lánsfjárhæðinni. Umrætt félag lenti síðan í erfiðleikum með greiðslur af láninu og hóf stefndi innheimtuaðgerðir gegn því og sjálfskuldarábyrgðaraðilunum í maí 2014 en þeir B og C mótmæltu þá sjálfskuldarábyrgðum sínum. Reyndu aðilar að ná samkomulagi, en það tókst ekki og fór svo að stefndi höfðaði dómsmál gegn sjálfskuldarábyrgðaraðilunum árið 2017 til greiðslu ábyrgðar þeirra. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. [...] var B dæmdur til að greiða stefnda 18.543.941 krónu með dráttarvöxtum frá 26. nóvember 2014. Stefnandi og fasteignasali á hennar vegum voru síðan í sambandi við stefnda í júní 2018 vegna sölu stefnanda á fasteign hennar að [...] . Óskað var þá upplýsinga um uppgreiðsluverðmæti tryggingarbréfs stefnda þar sem stefnandi þurfti að aflétta tryggingarbréfinu af eigninni svo salan gæti gengið í gegn. Þann 11. júní 2018 undirritaði stefnandi kaupsamning við kaupendur um eignina. Í honum kemur m.a. fram að áhvílandi veðskuldir séu kaupendum óviðkomandi, þar á meðal tryggingarbréf stefnda, og skyldi seljandi aflýsa þeim svo fljótt sem verða mætti og eigi síðar en 15. september 2018. Fram kemur í kaupsamningnum að hluti kaupverðs sé greiddur með andvirði veðskuldabréfs að fjárhæð 70 milljónir króna og veðskjöl verði gefin út við undirritun kaupsamnings og þeim þinglýst ásamt honum. Andv irðið átti svo að greiðast í peningum þegar þinglýst frumrit skuldabréfsins hefði borist lánveitanda. Þá kom fram að [...] væri falið að varðveita ávallt nægt fé af kaupverðinu til þess að greiða upp allar áhvílandi kröfur og veðlán. Fyrir liggur að einsta klingarnir sem keyptu fasteignina af stefnanda óskuðu eftir lánafyrirgreiðslu hjá stefnda. Fasteignasalinn, er sá um sölu eignarinnar, sendi stefnda yfirlýsingu um ráðstöfun andvirðis lánsfjárhæðarinnar, sem dagsett var sama dag og kaupsamningurinn var und irritaður. Þar var gert ráð fyrir því að lánafyrirgreiðslan, að fjárhæð 70 milljónir króna, færi fram fyrir lán stefnanda hjá Íslandsbanka á 1. og 2. veðrétti fasteignarinnar og tryggingarbréfi stefnda á 3. veðrétti eignarinnar. Andvirði lánafyrirgreiðslun nar átti síðan að leggja inn á fjárvörslureikning fasteignasölunnar sem síðan myndi ráðstafa fjárhæðinni til uppgreiðslu áhvílandi lána á fasteigninni. Útibú stefnda, sem veitti umrætt lán vegna kaupanna, gerði kröfu um að nýju veðskuldabréfunum yrði þingl ýst á 1. 3. veðrétt á [...] , með vísan til þess að útlánareglur bankans heimiluðu ekki að veðskuldabréfunum yrði þinglýst á eftir áhvílandi skuldum, en það væri brot á veðsetningarhlutföllum reglnanna og í andstöðu við reglur Seðlabanka Íslands nr. 666/201 7 um hámarks veðsetningarhlutfall 3 fasteignalána til einstaklinga, sem settar voru með heimild í lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til einstaklinga. Í ljósi þessa var því útbúið skilyrt veðleyfi, dags. 25. júní 2018, þar sem stefndi heimilaði kaupendum eig narinnar að veðsetja hana með þremur lánum, samtals að fjárhæð 70 milljón krónur, á undan téðu tryggingarbréfi bankans. Stefnandi undirritaði skilyrta veðleyfið ásamt með B sem samþykkti veðsetninguna þá sem maki þinglýsts eiganda. Skilyrta veðleyfið var u ndirritað 14 dögum eftir að kaupsamningurinn var undirritaður, var síðan móttekið til þinglýsingar þann 25. júlí 2018, en var þó ekki innfært í þinglýsingabók fyrr en 3. september 2018. Lögmaður stefnanda fór fram á það, áður en stefna n di undirritaði skily rta veðleyfið, að andvirði lánafyrirgreiðslu kaupendanna hjá stefnda yrði ráðstafað inn á geymslureikning þar til að niðurstaða í fyrrgreindu dómsmáli um sjálfskuldarábyrgð B lægi fyrir. Stefndi hafnaði því og setti það ófrávíkjanlega skilyrði að fjárhæð e r samsvaraði uppreiknaðri fjárhæð tryggingarbréfsins auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar yrði ráðstafað inn á reikning í eigu stefnda. Vísaði stefndi til þess að uppreiknuð staða tryggingarbréfsins, 20. júní 2018, hefði verið 16.146.741 króna. Þann 3. september 2018 sendi fasteignasalinn sem sá um söluna á fasteigninni tölvupóst til stefnda þar sem hann getur um það að ákvæði yfirlýsingar um ráðstöfun fjárins og skilyrta veðleyfisins stangist á. Hann staðfestir þá að skilyrta veðleyfið skuli ganga fyrir ráðstöfunarblaðinu og ráðstöfunarblaðið víkja er því nemi. Fasteignasalinn staðfesti því að andvirði lánanna skyldi ráðstafað þannig að stefndi greiddi fyrst upp skuldina að baki tryggingarbréfinu en það sem eftir stæði að frádregnum lántökukostnaði skyld i síðan greiðast inn á fjárvörslureikning fasteignasölunnar. Stefndi fékk nýju veðskuldabréfin úr þinglýsingu 7. september 2018 og þá var tryggingarbréfið greitt upp. Lagðar voru inn á tilgreindan reikning stefnda 18.226.373 krónur til uppgreiðslu tryggin garbréfsins sem var sent til aflýsingar sama dag. Því sem eftir stóð af andvirði lánanna var ráðstafað inn á fjárvörslureikning fasteignasölunnar. Í ljós kom síðan að útreikningur stefnda á uppreiknaðri fjárhæð tryggingarbréfsins var rangur og 5. október 2 018 endurgreiddi stefndi því 2 milljónir króna til stefnanda. Endanlegur útreikningur stefnda á því sem hann innheimti er uppreiknuð fjárhæð tryggingarbréfsins, 10 milljónir, sem með vísitölu neysluverðs í september, 454,8, gerir 13.535.714 krónur. Við þá fjárhæð var bætt dráttarvöxtum frá 7. september 2017 til 7. september 2018, 1.629.362 krónum, auk innheimtukostnaðar vegna reksturs dómsmálsins, 1.061.297 krónum. Samtals 16.226.373 krónur. Stefndi ráðstafaði þeirri fjárhæð svo til Lögheimtunnar er hafði verið með undirliggjandi skuld í löginnheimtu. Stefnandi fellir sig ekki við ráðstafanir stefnda og telur hann í uppgjöri málsaðila hafa oftekið af sér fé sem nemi stefnufjárhæðinni. Við sölu fasteignarinnar hafi engar innheimtuaðgerðir verið hafnar gegn s tefnanda sem hafi verið ein eigandi eignarinnar. Svo að unnt væri að ganga frá sölunni hafi stefnandi fallist á það að hluta kaupverðsins 4 yrði ráðstafað inn á nánar tilgreindan reikning í eigu stefnda. Hafi sú ráðstöfun verið samþykkt með veðleyfi þar sem stefndi hafi heimilað kaupendum að veðsetja eignina og hafi tryggingarbréfinu svo verið aflétt. Þessi ráðstöfun hafi að mati stefnanda verið gerð undir mikilli tímapressu, en fyrr höfðu aðilar, þ.m.t. stefndi, skuldbundið sig með sérstakri yfirlýsingu til að ráðstafa öllum greiðslum inn á tiltekinn fjárvörslureikning [...] , sem annast hafi um söluna á umræddri fasteign stefnanda. Stefnanda hafi svo borist skilagrein frá stefnda þar sem 18.226.373 krónum hafði verið ráðstafað til Lögheimtunnar hf. án frekari skýringa. Öðrum hluta söluverðsins hafi verið ráðstafað inn á reikning fasteignarsölunnar í samræmi við framangreinda yfirlýsingu. Eftir að athugasemdir hafi verið gerðar við ráðstöfunina hafi stefndi fallist á það að greiða 2.000.000 króna til viðbótar t il seljanda og hafi sú fjárhæð verið greidd fasteignasölunni. Heildarfjárhæðin sem stefndi hafi ráðstafað til Lögheimtunnar, án samþykkis stefnanda, hafi því verið 16.226.373 krónur, en Lögheimtan hafi á þessum tíma annast um rekstur á framangreindu innhei mtumáli á hendur B er rekið hafi verið fyrir dómstólum og lokið með dómi Hæstaréttar í máli nr. [...] . Sú fjárhæð sem tekin hafi verið af kaupverðinu sé að mati stefnanda mun hærri en uppreiknað virði tryggingarbréfsins sem áður hafi hvílt á [...] . Nánar tiltekið þá hafi réttilega uppreiknað virði tryggingarbréfsins, að mati stefnanda, verið 13.458.333 krónur, miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní 2018, þ.e. þegar kaupin hafi átt sér stað. Stefndi hafi sjálfur haldið því fram að þessi fj árhæð sé 13.535.714 krónur og miði hann þá við vísitölu september. En eins og áður segi þá hafi stefndi ráðstafað 16.226.373 krónum af söluandvirðinu til Lögheimtunnar ehf. Lögmaður stefnanda hafi síðan ítrekað krafist þess að stefndi greiddi mismuninn á r étt uppreiknuðu virði tryggingarbréfsins og fjárhæðinni sem tekin hafi verið af kaupverðinu til stefnanda, en stefndi hafnað þeirri kröfu, sbr. tölvubréfasamskipti 2. 4. október 2018. Vegna þessa hafi stefnandi, 29. október 2018, kært afgreiðslu stefnda ti l úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, en stefnda sé skylt að eiga aðild að úrskurðarnefndinni sem starfi samkvæmt samningi á milli ráðherra, Neytendasamtakanna og Samtaka fjármálafyrirtækja, svo og samkvæmt samþykktum sem nefndin setji sér , sbr. 2. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Nefndin kvað síðan upp úrskurð sinn, 5. apríl 2019, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að ráðstafa fjármununum til Lögheimtunnar, og að stefnda hefði verið óhe imilt að halda eftir þeirri fjárhæð sem næmi dráttarvöxtum og innheimtukostnaði og bæri að endurgreiða stefnanda þá fjárhæð og skyldi hún bera dráttarvexti frá 2. nóvember 2018. Tveir nefndarmenn hafi skilað sératkvæði um fyrri niðurstöðuna en þeir allir v erið sammála um síðari niðurstöðuna sem varði sakarefni þessa máls. Í samþykktum nefndarinnar segi, í 1. mgr. 12. gr., að þegar nefndin hafi úrskurðað í kvörtunarmáli geti hvor aðili um sig skotið málinu til dómstóla. Þau 5 fjármálafyrirtæki sem séu aðilar a ð nefndinni skuldbindi sig þó til að fylgja ákvörðun hennar og greiða hugsanlegar bætur innan þess frests sem ákveðinn sé í 11. gr. nema ákvæði 2. mgr. 12. gr. eigi við. Í 2. mgr. segi síðan að hafi úrskurður nefndarinnar veruleg útgjöld í för með sér fyri r viðkomandi fjármálafyrirtæki eða fordæmisgildi sé fjármálafyrirtæki heimilt innan þess tímafrests sem tilgreindur sé í 2. mgr. 11. gr. að tilkynna nefndinni og viðkomandi aðila að það sætti sig ekki við úrskurðinn og muni ekki greiða bætur nema að undang engnum dómi. Með bréfi stefnda til stefnanda, dags. 5. maí 2019, hafi stefndi síðan tilkynnt stefnanda um það að stefndi sætti sig ekki við framangreinda niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og myndi ekki una úrskurðinum. Í framhaldi afréð stefnandi síða n að höfða mál þetta svo sem hér að framan greinir. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggi kröfu sína á því að stefnda hafi verið óheimilt að halda eftir þeirri fjárhæð er haldið hafi verið eftir vegna tryggingarbréfs sem hvílt hafi á eign stefnanda, umfram virði tryggingarbréfsins, er hafi verið 13.458.333 krónur, og hafi stefnd i því oftekið 2.768.040 krónur upp í kröfu að baki tryggingarbréfinu. Þá byggi stefnandi á því að eftir að söluandvirði fasteignar stefnanda hafði verið ráðstafað inn á fjárvörslu - reikning fasteignasölunnar hafi stefndi engra tryggingarréttinda notið í fj ármununum og því hafi verið óheimilt að ráðstafa þeim til greiðslu á skuldum B . Stefnda hafi verið það óheimilt að reikna tryggingarbréfið upp gagnvart stefnanda eins og það væri í vanskilum þar sem að innheimtuaðgerðir höfðu þá ekki farið fram gagnvart st efnanda. Forsenda þess að unnt sé að gjaldfella tryggingarbréf og reikna á það dráttarvexti og innheimtukostnað þannig að slíkar kröfur njóti tryggingarréttinda í veðinu sé að innheimtuaðgerðir hafi verið hafnar gagnvart eiganda veðsins. Engar slíkar aðger ðir hafi farið fram gagnvart stefnanda og því hafi engin heimild verið til handa stefnda til þess að hækka virði tryggingarbréfsins umfram vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Stefnandi, sem veðsali, hafi verið ábyrgðarmaður í skilningi laga nr. 32/200 9 um ábyrgðarmenn, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skuli lánveitandi senda ábyrgðarmanni skriflega tilkynningu svo fljótt sem kostur sé á um vanefndir lántaka. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skuli ábyrgðarmaður vera skaðlaus af vanrækslu lánv eitanda á tilkynningarskyldu, sbr. 1. mgr. Þá verði ábyrgðarmaður ekki krafinn um greiðslu á dráttarvöxtum eða öðrum innheimtukostnaði lántaka sem falli til eftir gjalddaga nema að liðnar séu tvær vikur frá því að ábyrgðarmanni var sannanlega gefinn kostur á að greiða gjaldfallna afborgun, sbr. 3. mgr. 7. gr. Þannig sé forsenda þess að lánveitandi geti innheimt dráttarvexti og annan innheimtukostnað sú að tilkynning hafi verið send ábyrgðarmanni með skriflegum hætti og nægilegum fyrirvara, sbr. einnig 1. mg r. 7. gr. Óumdeilt sé að stefnanda hafi aldrei borist slík tilkynning og stefnda hafi því samkvæmt skýru ákvæði 7. gr. verið óheimilt að heimta 6 af stefnanda fjármuni umfram virði tryggingarbréfsins er hafi verið 13.458.333 krónur og stefnda því verið óheim ilt að halda slíkri fjárhæð eftir við sölu á fasteign stefnanda. Virði tryggingarbréfsins hafi því hér að hámarki getað verið 13.458.333 krónur. Stefndi hafi vísað til þess að hafa krafist efnda á grundvelli tryggingarbréfsins með sama hætti og ef eignin v æri seld á nauðungarsölu. Stefndi hafi þó ekki getað átt rétt á þessari greiðslu ef eignin hefði verið seld á nauðungarsölu nema hann hefði sjálfur hafið innheimtu á grundvelli tryggingarbréfsins. Þar sem slík innheimta hafi aldrei hafist hafi ekki verið h eimilt að heimta greiðslu lögfræðikostnaðar og dráttarvaxta vegna vanskila á tryggingarbréfinu eins og stefndi hafi hér áskilið sér við ráðstöfun á söluandvirði fasteignar stefnanda. Í b - lið 5. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð komi fram að kröfur sem fy lgt geti veðtryggðri aðalkröfu séu vextir af skuld er fallið hafi í gjalddaga á einu ári áður en beiðni um nauðungarsölu veðsettrar eignar var sett fram. Engin beiðni um slíka nauðungarsölu eða annars konar innheimtu á grundvelli tryggingarbréfsins hafi ve rið sett fram. Tryggingarbréfið hafi því aldrei getað tryggt annan kostnað en sem leitt hafi af innheimtu tryggingarbréfsins gagnvart stefnanda. Stefnandi vísi enn fremur til þess að ekki hafi verið samþykkt að ráðstafa nokkurri fjárhæð af söluverði fastei gnarinnar til Lögheimtunnar til greiðslu tryggingarbréfsins enda hafi áritun hennar á veðleyfið eingöngu falið í sér heimild til ráðstöfunar inn á tilgreindan reikning stefnda. Að mati stefnanda hafi sú ráðstöfun eingöngu verið til geymslu fjármunanna þar til leyst yrði úr um gildi kröfu að baki veðtryggingunni og hafi aldrei getað skapað stefnda rétt umfram réttmæta kröfu hans á hendur stefnanda. Stefnandi byggi í þessu sambandi jafnframt á því að með ráðstöfun söluandvirðis fasteignarinnar inn á reikning fasteignasölunnar hafi stefndi í raun ekki notið neinnar veðtryggingar lengur í söluandvirðinu enda hafi enginn veðsamningur verið gerður um innstæðu fjárvörslureikningsins. Ráðstöfun fjármunanna hafi því verið háð samþykki stefnanda, en hún hafi aldrei sa mþykkt þessa ráðstöfun til Lögheimtunnar. Þá sé einnig byggt á því að stefndi sé bundinn við niðurstöðu úrskurðarnefndar í máli nr. 20/2018 enda hafi úrskurðinum ekki verið skotið til dómstóla af hálfu stefnda í samræmi við 1. mgr. 12. gr. samþykkta nefnda rinnar en samkvæmt því skuldbindi aðilar að nefndinni sig til að hlíta úrskurðum hennar. Stefnandi hafni því að 2. mgr. 12. gr. samþykktanna geti átt við í því tilviki sem hér um ræðir enda feli ákvörðunin hvorki í sér veruleg útgjöld fyrir stefnda né hafi fordæmisgildi enda fyrir hendi ítrekuð fordæmi fyrir sambærilegri niðurstöðu auk þess sem hún byggist á skýru lagaákvæði. Um lagarök vísist til almennra reglna kröfuréttar og til innheimtulaga nr. 32/2009, en krafa um endurgreiðslu fjár byggist einnig á a lmennum reglum kröfuréttar. Einnig sé þá vísað til almennra reglna skaðabótaréttarins. Þá vísist til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, helst ákvæða III. og IV. kafla laganna um dráttarvexti. Krafa um málskostnað byggi á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 7 Málsástæður og lagarök stefnda Sýkna beri af kröfum stefnanda þar sem aðilar hafi komist að samkomulagi um uppgjör á fjárhæð tryggingarbréfsins sem hvílt hafi á fasteign stefnanda og verið greitt í samræmi við það án fyrirv ara af hálfu stefnanda. Stefndi hafi aflétt tryggingarbréfinu í samræmi við samkomulagið. Stefnandi sé bundin af samkomulaginu og vísist þá til almennrar meginreglu kröfu - og samningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga. Við sölu [...] hafi B , maki s tefnanda, og starfsmenn fasteignasölu verið í sambandi við stefnda um afléttingu tryggingarbréfs bankans af eigninni. Hafi þeir aðilar verið upplýstir um uppreiknaða fjárhæð tryggingarbréfsins. Fram komi í kaupsamningi um [...] að áhvílandi veðskuldir séu kaupanda óviðkomandi og að seljandi skuli aflýsa þeim svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en 15. september 2018 en veðskuldir séu taldar upp á bakhlið samningsins. Í þeim kafla kaupsamningsins þar sem greiðslu kaupverðs sé lýst segi að það sé greitt að hluta til með skilyrtu veðleyfi fyrir láni frá stefnda að fjárhæð 70 milljónir króna. Fram komi í skilyrta veðleyfinu að samkvæmt beiðni þá heimili stefndi að þrjú lán kaupenda fasteignarinnar verði veðsett á undan veðrétti stefnda samkvæmt tryggingarbré finu, þannig að það hvíli eftirleiðis á 6. veðrétti eignarinnar. Síðan segi að veðleyfið sé háð því ófrávíkjanlega skilyrði að útibú stefnda, sem veitt hafi lánin, greiði fjárhæð er samsvari uppreiknaðri fjárhæð tryggingarbréfsins, auk dráttarvaxta og innh eimtukostnaðar, inn á tilgreindan reikning í eigu stefnda. Tekið sé þar fram að uppreiknuð staða tryggingarbréfsins, 20. júní 2018, sé 16.146.741 króna. Stefnandi, sem þinglýstur eigandi eignarinnar, hafi ótvírætt samþykkt þessa ráðstöfun á greiðslu söluan dvirðis eignarinnar, og hafi stefnandi jafnframt samþykkt uppreiknaða fjárhæð tryggingarbréfsins með undirritun sinni. Þar sem uppgreiðsla tryggingarbréfsins hafi dregist til 7. september 2018 hafi uppreiknuð fjárhæð bréfsins hækkað í 16.226.373 krónur veg na hækkunar vísitölu neysluverðs frá júní 2018 til september 2018. Sé því ljóst að stefnanda hafi verið ljóst hvaða fjárhæð ætti að koma í hlut stefnda við söluna. Fasteignasalinn hafi haft umboð frá stefnanda til þess að lýsa því yfir að skilyrta veðleyfi ð gengi framar yfirlýsingu aðila um ráðstöfun fjár í samræmi við undirritun stefnanda á skilyrta veðleyfið. Stefndi hafni því að greiðsla á andvirði lánanna inn á reikning stefnda hafi verið til geymslu fjármuna þar til niðurstaða fengist í dómsmáli stefnd a og B , er sé í algjöru ósamræmi við efni skilyrta veðleyfisins. Þegar horft sé til efnis skilyrta veðleyfisins megi augljóst vera að aðilar hafi verið sammála um ráðstöfunina sem í því hafi falist og að stefnandi hafi átt að fá andvirði lánanna eftir að búið hefði verið að greiða uppgreiðsluverðmæti tryggingarbréfsins. Stefnandi hafi ekki verið skuldari lána sem tryggð hafi verið með tryggingarbréfinu heldur hafi fasteign hennar staðið þeim til tryggingar. Verði að telja það eðlilega kröfu 8 að seljandi ei gnar afli sér upplýsinga um áhvílandi lán áður en til sölu eignar komi og að athugasemdir séu þá þegar gerðar við fjárhæð uppgreiddra lána eða að fyrirvari sé gerður við fjárhæð uppgreiddra lána þegar greiðsla þeirra fari fram. Ef fallist yrði á dómkröfu s tefnanda væri verið að lækka veðkröfu stefnda í fasteign hennar og að mati stefnda sé þá um ólögmæta auðgun stefnanda að ræða þar sem stefnandi hafi vitað um það að fjárhæð tryggingarbréfsins tæki einnig til dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Stefndi bend i á að eiginmaður stefnanda, B , hafi mikla reynslu í viðskiptum og að ótrúverðugt sé að hann hafi ekki komið að sölunni og aðstoðað konu sína, sérstaklega þar sem hann hafi haft mikla hagsmuni af sölunni, en ljóst hafi verið að hluti af söluverðinu yrði no taður til þess að greiða niður skuldir hans við stefnda. Stefndi hafi þannig móttekið greiðslu á uppreiknaðri fjárhæð tryggingarbréfsins, í samræmi við efni skilyrta veðleyfisins, án nokkurs fyrirvara af hálfu stefnanda. Stefndi hafi því mátt ganga út frá því að greiðslan væri endanleg og hafi stefndi hagað athöfnum sínum í samræmi við það og hann aflétt tryggingarbréfinu af eigninni. Telji stefndi þetta leiða til þeirrar niðurstöðu að endurkröfuréttur stefnanda sé hér ekki fyrir hendi. Við mat á því hvort endurkröfuréttur sé fyrir hendi hafi dómstólar horft til þess hvort að greiðsla hafi verið með eða án fyrirvara, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands frá 16. desember 1993 í máli nr. 255/1992. Stefndi vísi þá einnig til dóma Hæstaréttar Íslands frá 18. mars 2 009 í máli nr. 99/2009 og frá 9. maí 2018 í máli nr. 431/2017. Stefndi mótmæli þeim rökum stefnanda að bankanum hafi einungis verið heimilt að krefjast fjárhæðar tryggingarbréfsins, þ.e. 10 milljóna króna auk verðbóta, en að óheimilt hafi verið að bæta við þá fjárhæð dráttarvöxtum og kostnaði, eins og gert var. Í tryggingarbréfinu, sem um sé deilt í málinu, komi skýrlega fram hver fjárhæð þess sé, auk dráttarvaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu - og málskostnaðar, ko stnaðar af fjárnámsgerð og frekari fullnustugerðum, auk annars kostnaðar sem af vanskilum kunni að leiða, og aukagreiðslna, svo sem útlagðra tryggingariðgjalda vegna hins veðsetta. Í skilyrta veðleyfinu komi einnig skýrt fram að fjárhæð tryggingarbréfsins taki til dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Í íslenskum rétti hafi og lengi tíðkast og talist vera heimilt að semja á þann veg í tryggingarbréfum sem greini hámarksfjárhæð að veðið standi að auki til fullnustu á vöxtum og kostnaði við innheimtu á tilsvara ndi kröfu. Hafi ekki verið amast við þessu í réttarframkvæmd enda hafi slíkum bréfum verið þinglýst athugasemdalaust auk þess sem að farið hafi verið eftir þessum áskilnaði við úthlutun uppboðsandvirðis. Hafi Hæstiréttur Íslands auk þess staðfest með dómum sínum að ef um aukagreiðslur hefur verið samið í veðsamningi aðila standi hin veðsetta eign til fullnustu þeirra greiðslna til viðbótar tilgreindri hámarksfjárhæð í tryggingarbréfi, sbr. t.d. dóma réttarins frá 1993, bls. 1547, 1997, bls. 2862 og 1995, bl s. 2064. Stefndi bendi þá einnig á það að í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 75/1997 um samningsveð þá komi fram að í 9 frumvarpinu sé við það miðað að áskilnað 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins um tilgreiningu hámarksfjárhæðar beri að skilja á þann veg að h eimilt sé að semja svo að til viðbótar tilgreindri hámarksfjárhæð í tryggingarbréfum standi veðsett eign einnig til fullnustu á vöxtum og kostnaði, sbr. a - og b - liði 5. gr. laga nr. 75/1997. En þar sem umrædd fasteign hafi ekki verið seld á nauðungaruppboð i hafi stefndi samkvæmt framansögðu getað reiknað sér dráttarvexti í fjögur ár þar sem dráttarvextir fyrnist á fjórum árum. Umdeilt tryggingarbréf sé ekki skuldaskjal heldur skjal sem staðfesti það hve háa veðkröfu stefndi eigi í fasteign stefnanda. Trygg ingarbréf sé því ekki gjaldfellt heldur hinar undirliggjandi skuldir og þær skuldir beri dráttarvexti en ekki tryggingarbréfið. Stefnandi sé eiginkona lántakans, og henni hafi á öllum stigum málsins verið kunnugt um skuldastöðu og vanefndir hans gagnvart s tefnda, og hafi þekkt til dómsmáls aðila. Óumdeilt sé að innheimta hafði verið hafin á hinni undirliggjandi kröfu og því heimilt að bæta við tryggingarbréfið dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Samkvæmt skýru orðalagi tryggingarbréfsins þá sé heimilt að bæ ta við fjárhæð bréfsins dráttarvöxtum og innheimtukostnaði af undirliggjandi skuldum sem bréfið tryggi og sambærilegt ákvæði sé að finna í skilyrta veðleyfinu. Stefndi mótmæli því að bankinn hafi þurft að vera búinn að hefja innheimtuaðgerðir gagnvart stef nanda til að geta bætt við fjárhæð tryggingarbréfsins dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Í lánssamningnum að baki tryggingarbréfinu sé vísað til þess hvenær dráttarvextir byrji að falla á kröfuna, sbr. 5. tölulið. Ef einhverri vanrækslu stefnda teljist hé r til að dreifa í skilningi 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn þá sé hún ekki svo veruleg að áhrif geti haft í málinu. Í stefnu komi fram að eftir að söluandvirði fasteignarinnar hafi verið ráðstafað inn á fjárvörslureikning fasteignasölunnar þá hafi stefndi engra tryggingarréttinda notið í fjármununum og því hafi honum verið það óheimilt að ráðstafa þeim til greiðslu skulda B . Í samræmi við skilyrta veðleyfið hafi stefndi, sem lánveitandi kaupenda, greitt hluta af andvirði lánanna inn á tilgreindan re ikning í eigu stefnda, þ.e. fjárhæð sem numið hafi uppreiknaðri fjárhæð tryggingarbréfsins. Stefndi hafi því enga greiðslu fengið af fjárvörslureikningi fasteignasölunnar. Þegar fjárhæðin hafi verið lögð inn á reikning í eigu bankans til uppgreiðslu tryggi ngarbréfsins þá hafi fjárhæðin verið eign stefnda er hafi ráðstafað henni í samræmi við skilyrta veðleyfið. Eftir að hafa móttekið greiðsluna hafi stefndi svo aflétt tryggingarbréfinu af eigninni. Í framhaldi hafi fjárhæðinni verið ráðstafað til Lögheimtun nar enda hafi allar kröfur stefnda á hendur B verið í innheimtu þar og tryggingarbréfið staðið til tryggingar skuldum hans. Að mati stefnda hafi hann ekki þurft samþykki stefnanda til að ráðstafa fjárhæðinni til þess aðila er hafi verið með lán stefnda á h endur B í löginnheimtu. Stefndi mótmæli því að hann teljist bundinn við niðurstöðu úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Stefnda sé skylt að eiga aðild að úrskurðarnefndinni, sbr. 2. mgr. 19. gr. þágildandi laga nr. 161/2002 um fjármálafyrir tæki. Í ákvæðinu 10 komi fram að úrskurðum nefndarinnar verði ekki skotið til stjórnvalda en að aðilum máls sé það heimilt að leggja ágreining fyrir dómstóla með venjubundnum hætti. Fyrir setningu laga nr. 75/2010, sem breytt hafi lögum nr. 161/2002, hefði ba nkanum verið heimilt eftir samþykktum nefndarinnar að segja upp aðild að henni. En með lögunum hafi stefnda hins vegar verið tryggður réttur til að leggja fyrir dóm þau ágreiningsefni sem úrskurðarnefndin hafi leyst úr. Sé það í samræmi við þá réttarfarsre glu sem fram komi í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, sem varin sé enn fremur af 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár. Stefndi vísi hér um til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 563/2013. Stefndi mótmæli því að honum beri skylda til að rökstyðja niðurstöðu sína um að una ekki úrskurði nefndarinnar. Hvorki í 2. mgr. 12. gr. samþykkta nefndarinnar, sem gilt hafi þegar úrskurðurinn hafi verið kveðinn upp, né þágildandi 2. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 sé sú skylda lögð á fjármálafyrirtæki að það þurfi að rökstyðja niðurstöðu sína um það að una ekki úrskurði nefndarinnar. Í samþykktunum komi fram að þegar nefndin hafi úrskurðað í kvörtunarmáli þá geti hvor málsaðili um sig skotið málinu til dómstóla. Síðan segi að hafi úrskurður nefndarinnar veruleg útgjöld í för með sér fyrir viðkomandi fjármálafyrirtæki, eða hafi fordæmisgildi, þá sé fjármálafyrirtæki heimilt innan þess tímafrests sem tilgreindur sé í 2. mgr. 11. gr. samþykktanna að tilkynna nefndinni að það sætti sig ekki við úrskurðinn. Óumdeilt sé í málinu að ste fndi hafi sent tilkynningu um að bankinn sætti sig ekki við úrskurðinn innan tímaramma 2. mgr. 11. gr. Einnig telji stefndi að í þeirri tilkynningu bankans til úrskurðarnefndarinnar felist það að bankinn hafi litið þannig á að þau tilvik sem nefnd séu í 2. mgr. 12. gr. samþykktanna hafi átt við í máli þessu, og þá sérstaklega um það hve mikið fordæmi úrskurðurinn hafi verið varðandi það hvernig reikna eigi út fjárhæð tryggingarbréfa. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda sé krafist lækkunar á fjárhæð endu rkröfu. Í fyrsta lagi sé þá á því byggt að þar sem að greiðsla inn á reikning stefnda til uppgreiðslu á fjárhæð tryggingarbréfsins hafi borist bankanum 7. september 2018 þá verði að uppreikna fjárhæð tryggingarbréfsins með neysluvísitölu septembermánaðar e n ekki júnímánaðar eins og stefnandi geri kröfu um. Miða verði við það tímamark er stefndi hafi fengið greiðsluna en ekki þegar kaupsamningurinn hafi verið undirritaður. Í öðru lagi sé þá á því byggt að þegar tryggingarbréfið hafi verið fært af [...] , og yfir á [...] , með viðauka við tryggingarbréfið, dags. 3. maí 2013, hafi fasteignin verið í 50% eignarhluta stefnanda og 50% eignarhluta B . Fasteignin hafi orðið 100% eign stefnanda 19. júní 2014 þá kaupmála þeirra hjóna hafi verið þinglýst. Öðlist stefnand i við það ekki meiri rétt en B hafi haft og sé byggt á því að stefnda hafi a.m.k. verið heimilt að bæta því við fjárhæð tryggingarbréfsins dráttarvöxtum og innheimtukostnaði vegna eignarhluta B , þ.e. vegna 50% hluta eignarinnar. B hafi bæði verið útgefandi tryggingarbréfsins og skuldari undirliggjandi lána og hafi 11 innheimtuaðgerðum verið beint gegn honum og verði því að lækka endurgreiðslukröfu stefnanda um helming. Stefndi mótmæli þá sérstaklega kröfu stefnanda um að upphafsdagur dráttarvaxta sé 2. október 2018. Sú dagsetning sé ekki rökstudd í stefnu né heldur sé gerð þar grein fyrir lagagrundvelli dráttarvaxtakröfunnar. Sé um vanreifun á þeirri kröfugerð að ræða og því sé réttast að vísa henni frá dómi. Að mati stefnda sé a.m.k. ekki hægt að dæma dráttarv exti fyrr en frá þeirri dagsetningu sem dómur verði kveðinn upp í málinu. Vísað sé hér til almennra reglna kröfuréttar og samningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga og til almennra reglna kröfuréttar um ólögmæta auðgun. Einnig til 70. gr. stjórnarskrár og til laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, einkum 19. gr., laga n r. 75/1997 um samningsveð, einkum 4. og 5. gr. Einnig sé byggt á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 6. gr., og 24. gr. einkamálalaga nr. 91/1991. Krafa stefnda um málskostnað byggist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og krafa hans um vir ðisaukaskatt af málflutningsþóknun byggi á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Niðurstaða Málavextir liggja fyrir, en ágreiningur aðila snýr að því að stefnandi telur sig eiga endurkröfu á hendur stefnda, sbr. höfuðstól dómkröfu hennar, er samsvarar þeim hluta framangreindrar veðkröfu stefnda, sem veðhafa, samkvæmt tryggingarbréfi, sem laut að dráttarvöxtum og innheimtukostnaði, þar sem að stefndi hafi aldrei hafið neina innheimtu á hendur stefnanda sem veðsala, heldur einungis á hendur eiginmanni he nnar, sem var skuldari þeirra fjárkrafna stefnda er tryggingarbréfið veitti veð fyrir. Meginmálsástæða stefnanda fyrir kröfu hennar hér er sú að þegar kom að sölu umræddrar fasteignar stefnanda, sem tryggingarbréfið hvíldi á, þá hafi stefndi ekki haft heim ild til þess að reikna ofan á veðskuldina dráttarvexti og innheimtukostnað, þar sem engin innheimta hafi verið hafin hjá stefnanda sem veðsala, sbr. framangreind ákvæði 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn, er séu afdráttarlaus um tilkynningar - skyldu o g um að vanræksla á henni leiði hér til þess að ekki verði við svo búið heimtir vextir og kostnaður af stefnanda, líkt og stefndi hafi þó gert hér í skuldaskilum aðila. Af hálfu stefnda er framangreindri málsástæðu stefnanda mótmælt og þá einkum vísað til þess að við sölu á umræddri fasteign hafi aðilar gert samkomulag um uppgjör, sbr. fyrirliggjandi skilyrt veðleyfi, dags 25. júní 2018, þar sem að stefndi hafi sett sem skilyrði fyrir fyrirgreiðslu sinni í tengslum við söluna á eigninni að þar tilgreint ful lt uppgjör aðila færi þannig fram sem í því greinir. Hafi þetta að mati stefnda verið alger forsenda þessarar fyrirgreiðslu og hafi stefnanda verið fullkunnugt um þessa skilmála. Að mati dómsins verður að fallast á með stefnda að þrátt fyrir almennan áskil nað í 7. gr. laga nr. 32/2009, sem stefnandi vísar hér til, og miðar einkum að því að tryggja rétt ábyrgðarmanns, hér veðsala, til að fá upplýsingar til að geta varist kröfum, þá geti 12 þó ekki talist fara á svig við þetta aðstaða eins og sú sem hér um ræðir , þegar veðhafi veitir fyrirgreiðslu til að liðka fyrir sölu á veðandlagi að ósk veðsala áður en innheimta er hafin hjá veðsala, en tryggir hagsmuni sína eins og gert var með umræddu skilyrtu veðleyfi er felur í sér samkomulag um uppgjör og er þá ígildi ti lkynningar til veðsala. Er fallist á með stefnda að endurkrafa stefnanda verði ekki reist á þessum grundvelli. Til vara virðist stefnandi byggja á því að áritun hennar á umrætt skilyrt veðleyfi hafi eingöngu falið í sér heimild til ráðstöfunar inn á tilgre indan reikning stefnda uns leyst yrði úr kröfum en ekki til að stefndi gæti ráðstafað fjármununum líkt og gert var. Af hálfu stefnda er þessari málsástæðu stefnanda hér andmælt og þá einkum með vísan til þess augljóst sé af skilyrta veðleyfinu að málsaðil ar hafi verið sammála um þar tilgreinda ráðstöfun söluandvirðisins sem hafi verið sú að stefnandi hafi átt að fá andvirðið eftir að búið væri að greiða fyrst uppgreiðsluverðmæti tryggingarbréfsins. Að mati dómsins þá verður fallist á þennan skilning stefnd a, enda verður ekki séð að sá skilningur stefnanda að um geymslugreiðslu hafi hér verið að ræða eigi sér stoð, en ráðstöfun fjármunanna af hálfu stefnda hafi verið til samræmis við samkomulagið. Að síðustu vísar stefnandi þá til þess að stefndi sé um máls efni þetta bundinn við niðurstöðu úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 20/2018, er hafi verið stefnanda í hag, og stefnda því ekki verið heimilt að neita um endurgreiðslu. Af hálfu stefnda er þá vísað til þess að í ljósi laga og samþykkta sem um nefndina gilda hafi stefndi tilkynnt nefndinni að hann hygðist ekki una úrskurði hennar og í því legið sú afstaða að úrskurðurinn fæli í sér álitaefni sem kynnu að hafa fordæmisgildi. Verður að mati dómsins, með hliðsjón af hér framangrei ndu, ekki talið vera sýnt fram á það að framangreint mat stefnda hafi talist vera óforsvaranlegt eins og málið liggur fyrir og verður endurgreiðslukrafa stefnanda því ekki reist á þessum grundvelli. Að öllu hér framangreindu virtu verður það því niðurstaða dómsins að sýkna beri stefnda af dómkröfum stefnanda í máli þessu. Eins og málið er vaxið þykir þó vera rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður. Málið fluttu fyrir stefnanda Bjarni Aðalgeirsson lögmaður, en Hrannar Jónsson lögmaður fyrir stefnd a. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Landsbankinn hf., er sýknaður af dómkröfum stefnanda, A , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Pétur Dam Leifsson