Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 2. febrúar 2021. Mál nr. E - 82/2020 : A ( Haukur Freyr Axelsson lögmaður ) g egn B ( Andri Andrason lögmaður ) Dómur Mál þetta, var höfðað 29. maí 2020 af A á hendur B og dómtekið 8. janúar 2021. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða henni kr. 30.217.044, - með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af kr. 3 . 222.145, - frá 13. október 2014 til 30. apríl 2015 og af kr. 30.217.044, - frá þeim degi til 30. nóvember 2019 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá Tryggingamiðstöðinni hf. að fjá rhæð kr. 5.544.380, - þann 22. október 2019 og að frádreginni greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands að fjárhæð kr. 2.256.220 þann 13. desember 2019. Stefnandi krefst þess til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða henni kr. 29.113.260, - með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af kr. 3 . 256.625, - frá 13. október 2014 til 30. apríl 2015 og af kr. 29.113.260, - frá þeim degi til 30. nóvember 2019 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtr yggingu frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá Tryggingamiðstöðinni hf. að fjárhæð kr. 5.544.380, - þann 22. október 2019 og að frádreginni greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands að fjárhæð kr. 2.256.220 þann 13. desember 2019. Til þrautavara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni kr. 16.562.112, - með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af kr. 2 3 . 256.625, - frá 13. október 2014 til 30. apríl 2015 og af kr. 16.562.112, - frá þeim degi til 30. nóvember 2019 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá Tryggingamiðstöðinni hf. að fjárhæð kr. 5.544.380, - þann 22. október 2019 og að frádreginni greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands að fjárhæð kr. 2.256.220 þann 13. desember 2019. Einnig krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarr eikningi, líkt og málið væri eigi gjafsóknarmál. Þá er þess krafist að tekið verði tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Stefndi, B , krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati dómsins að teknu tilliti til virðisauk askatts. I Yfirlit yfir málsatvik og helstu ágreiningsefni Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvort stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni sem stefnandi kveðst hafa orðið fyrir í starfi sínu í búsetuþjónustu stefnda þann 13. október 2014. Stefnandi vann þ á í hlutastarfi við umönnun fatlaðs einstaklings sem bjó í eigin íbúð en naut sólarhringsþjónustu frá sveitarfélaginu. Stefnandi kveðst byggja á því að umrætt kvöld hafi nefndur þjónustunotandi ráðist á hana með höggum og spörkum og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að stefnandi varð fyrir varanlegu líkamstjóni á hálshrygg og baki auk þess sem hún hafi orðið fyrir varanlegu andlegu tjóni. Stefndi mótmælir þeirri atvikalýsingu stefnanda sem rangri og ósannaðri. Stefndi kveðst fyrst hafa verið upplýst ur um atvik og meiðsli stefnanda tæpu ári eftir atvikið eða um miðjan september 2015 og þá hafi Sjúkratryggingum Íslands og Vinnueftirliti verið tilkynnt um atvikið. Stefnandi óskaði eftir afstöðu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. til bótaskyldu úr ábyrgðartr yggingu stefnda með bréfi dags. 27. febrúar 2017 og vísaði um meinta skaðabótaábyrgð stefnda til ákvæðis 7.4.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga frá árinu 2011. Tryggingamiðstöðin hf. hafnaði bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu stefnda en tók ekki afstöðu til þess hvort stefndi gæti borið skaðabótaábyrgð á grundvelli nefnds kjarasamningsákvæðis. Ákvæðið mætti skilja á þann veg að í því fælist hlutlæg ábyrgð vátryggingartaka á gjörðum 3 vistmanna, en slík ábyrgð fæ list ekki í ábyrgðartryggingu stefnda hjá félaginu, sem að meginstefnu yrði að byggjast á sök vátryggingartaka. Af hálfu stefnda var því hafnað með bréfi dagsettu 5. janúar 2018 að ákvæði 7.4.1 í kjarasamningnum fæli í sér hlutlæga bótaábyrgð stefnda auk þess sem ekkert lægi fyrir um meint tjón stefnanda, umfang þess eða að hvaða marki það hefði fengist bætt. Stefnandi aflaði einhliða mats á meintu tjóni sínu og þann 18. október 2019 skiluðu matsmennirnir I læknir og J lögmaður áliti sínu. Töldu matsmenn orsakatengsl vera milli slysatburðarins 13. október 2014 og einkenna stefnanda frá háls - , brjóst - og lendahrygg og kvíða hennar. Stöðugleikapunkti hefði verið náð þann 30. apríl 2015. Tímabundið atvinnutjón skv. 2. gr. skbl. hefði verið að fullu (100%) fr á 13. október 2014 til 30. nóvember 2014, en að hluta (10%) frá 1. desember 2014 til 30. apríl 2015. Tímabil þjáningabóta samkvæmt 3. gr. skbl. töldu matsmenn vera frá 13. október 2014 til 30. apríl 2015. Þá var það niðurstaða matsins að varanlegur miski stefnanda samkvæmt 4. gr. skbl. næmi 25 stigum, en ekki væri ástæða til að meta miska umfram miskatöflu í tilviki stefnanda. Varanlega örorku stefnanda, skv. 5. gr. skbl., töldu matsmenn hæfilega metna 25%. Þann 22. október 2019 greiddi Tryggingamiðstöði n hf. stefnanda bætur úr slysatryggingu launþega, 5.544.380 krónur, og þá fékk stefnandi greiðslur úr Sjúkratryggingum Íslands, 2.256.220 krónur, 13. desember 2019. Með bréfi dagsettu 30. október 2019 setti stefnandi fram kröfu sína um bætur úr hendi stef nda og vísaði þar um ábyrgð stefnda á tjóni stefndanda til nefnds kjarasamningsákvæðis. Stefndi hafnaði kröfunni með bréfi dags. 3. febrúar 2020 og taldi ekki hafa verið sýnt fram á að skilyrði bótaábyrgðar stefnda væru fyrir hendi, ekki nægði að vísa til ákvæðis 7.4.1 í kjarasamningi í þv í skyni. Fyrirvari var gerður við niðurstöðu matsmanna hvað varðaði orsakatengsl milli atburðarins 13. október 2014 og þeirra einkenna stefnanda á árinu 2019 sem matið laut að auk þess sem stefnda hefði ekki gefist kostur á að gæta hagsmuna sinna við matið. Að svo komnu máli höfðaði stefnandi mál þetta. II Málsástæður stefnanda 4 Stefnandi kveðst reisa dómkröfur sínar á hendur stefnda á grein 7.4.1 í kjarasamningi Samflots og SÍS sem gildi tók í maí 2011 og hafði verið framlengdur til ársins 2015 á slysdegi , en um starfskjör stefnanda hjá stefnda hafi farið samkvæmt þessum kjarasamningi. Stefnandi kveðst bygg ja á því að samkvæmt nefndu kjarasamnings ákvæði eigi starfsmaður, sem sinnir einstaklingi sem að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti get i borið ábyrgð á gerðum sínum, rétt á að beina skaðabótakröfu sinni vegna líkams - eða munatjóns að launagreiðanda. Stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni þann 13. október 2014 við starfa sinn í búsetuþjónustu stefnda. Þjónustunotandi hafi umrætt kvöld r áðist á stefnanda með höggum og spörkum og t ekið hana hálstaki. Allt með þeim afleiðingum að stefnandi hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni á hálshrygg og bak i auk varanlegs andleg s tjón s . Stefnandi kveðst bygg ja á því að viðkomandi þ jónustunotandi hafi að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti ráðið gerðum sínum sökum ástands síns. A tburðurinn falli undir ofangreint kjarasamningsákvæði og stefnandi eigi því rétt til skaðabóta úr hendi stefnda sem launagreiðanda við tjónsatburð í skilningi ákvæðisins. Þá kveðst s tefnandi vísa máli sínu til stuðnings til sérstakrar bókun ar við kjarasamninginn, bókunar 13 , þar sem vikið er að ákvæði greinar 7.4.1. En þar segi m.a. orðrétt: a starfsmanna sem slasast við að sinna eða hafa afskipti af fólki sem að takmörkuðu eða engu leyti getur borið ábyrgð á gerðum sínum. Ljóst er að félagsmenn Samflots á sambýlum þurfa í mörgum tilfellum að umgangast og vera innan um fólk sem ekki gengur að öllu leyti heilt til skógar eða getur verið sjálfum sér og öðrum hættulegt. Hluti af starfsskyldum þessara starfsmanna getur falist í því að grípa inn í og stöðva hættulegt atferli hjá viðkomandi. Komið geta upp aðstæður þar sem slíkt verður ekki gert án þ ess að viðkomandi starfsmaður setji sjálfan sig í ákveðna hættu á því að slasast við framkvæmd starfs síns. Þekkt eru dæmi þess að starfsmenn hafa orðið fyrir áverkum í slíkum tilfellum. Þá er jafnframt ljóst að auknar líkur eru á því að starfsmenn sem vinna við slíkar aðstæður verði fyrir árás af hendi þeirra sem þeim er ætlað að hafa umsjón eða eftirlit með. Rétt þykir að tryggja þessum starfsmönnum bótarétt vegna þess tjóns sem þeir þannig verða fyrir. 5 Aðilar eru sammála um að hefðbundin skilgreining á því hvað sé slys í skilningi vátryggingaréttar og tryggingaskilmála (óvæntur utanaðkomandi atburður) eigi ekki við í öllum tilfellum í störfum ofangreindra starfsmanna. Þannig geta komið upp tilfelli þar sem starfsmaður þarf vísvitandi að leggja líf sitt og heilsu í hættu vegna þess að starf hans beinlínis krefst þess. Því er í ákvæði greinar 7.4.1 lagt til að starfsmaður fái bætt það tjón sem hann verður fyrir vegna starfs síns við þessar aðstæður. Um lækkun bóta vegna eigin sakar starfsmanns og ákvörðun bótafjárhæðar að öðru leyti gilda almennar reglur skaðabótaréttarins. Með grein 7.4.1 er kveðið á um sambærilega bótaábyrgð og framkvæmd og gildir um lögreglumenn samkvæmt 30. grein lögreglulaga. Kveðst stefnandi, m eð hliðsjón af framangreindu , bygg ja á því að í grein 7.4.1 í kjarasamningi Samflots og SÍS sé kveðið á um hlutlæga ábyrgð launagreiðanda . Þá kveðst stefnandi bygg ja á því að með fyrrgreindu kjarasamningsákvæði taki launagreiðandi á sig skyldu til að bæta starfsmönnum líkams - og munatjón sem þe ir hefðu ella þurft að bera sjálfir eða sækja á hendur þjónustunotanda/sjúklingi á grundvelli grunnreglu 8. kafla Mannhelgisbálks Jónsbókar eða eftir atvikum á grundvelli sakarreglunnar . Stefnandi kveðst byggja á því að háttsemi þjónustunotandans umrætt si nn hafi bæði verið saknæm og ólögmæt í skilningi sakarreglunnar út frá hlutlægu sjónarhorni og líkamstjón stefnanda sennileg afleiðing af hegðuninni. Ef talið verð i að þjónustunotandinn hafi einungis getað borið ábyrgð á gerðum sínum að takmörkuðu leyti hv íli skaðabótaábyrgð hans á grundvelli sakarreglunnar. Stefnandi kveður dómkröfur sínar byggjast á því að stefnd a beri að greiða stefnanda fullar skaðabætur vegna líkamstjóns hennar sem skuli taka mið af matsgerð I læknis og J , þar sem varanleg örorka stefnanda vegna slyssins sé metin 25% og varanlegur miski 2 5 stig. Þá hafi tímabil þjáningabóta verið frá 13. október 2014 til 30. apríl 2015. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar nánar með eftirfarandi hætti: Aðalkrafa: Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. kr. 394.020 . - Dagar án rúmlegu 199 *kr. 1. 980 Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. ( 25 stig) kr. 2.828.125. - 25 % af kr. 11.312.500 6 Varanleg örorka skv. 5. gr. skbl. ( 25 %) kr. 26.994.899 . - Árslaun kr. 6.181.920 * 17,467000 * 25 % Heildarbætur: kr. 30.217.044 . - Þjáningabætur kveðst stefnandi reikna skv. ákvæði 3. gr. skbl. að teknu tilliti til þeirra verðbreytinga (vísitölubreytinga) sem um getur í 15. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir varanlegan miska kveðst stefnandi reikna á gru ndvelli 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 15. gr. laganna. Stefnandi kveðst við útreikning bóta fyrir varanlega örorku í aðalkröfu bygg ja á meðaltekjum verkafólks árið 2015 , samkvæmt upplýsingum Hagstofu, á grundvelli 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga enda ó venjulegar aðstæður fyrir hendi. Stefnandi hafi verið ung að árum á tjónsdegi með stutta tekjusögu en hún hafi fram að því verið í hlutastarfi við umönnun með námi í menntaskóla. Á viðmiðunarár unum 2011 - 2013 hafi stefnandi haft litlar sem engar tekjur, e nda verið í menntaskóla á þessum tíma. Einu störf stefnanda á þessum árum hafi verið sumarstörf í og . Í ljósi þessa og aðstæðna allra sé ekki unnt að leggja til grundvallar bótauppgjöri meðaltekjur síðastliðinna þriggja almanaksá ra fyrir slysið, eins og boðað sé í 1. mgr. 7. gr. laganna. Verð i því að meta tekjur stefnanda sérstaklega með vísan til 2. mgr. sömu lagagreinar, en eðlilegt og sanngjarnt sé að leggja til grundvallar bótaup pgjöri meðaltekjur verkafólks. Stefnandi hafi enga sérstaka mennt un og hafi alla tíð starfað í almennum störfum og því eðlilegt að leggja þann mælikvarða til grundvallar. Meðallaun verkafólks árið 2015 þyki réttur mælikvarði, enda stefnandi þá hætt í námi og komin í fulla vinnu hjá og hafði þá fest sig í sessi á vin numarkaði. Stefnandi kveður árslaun verkafólks árið 2015 hafa numið kr. 5.724.000 (4 77 .000 * 12). Að viðbættu 8% lífeyrissjóðsframlagi vinnuveitanda nem i fjárhæðin kr. 6.181.920 . - ( 5.724.000 *1,08). Útreikningur kröfu vegna varanlegrar örorku t aki mið af m argföldunarstuðli 6. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. V arakrafa: Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. kr. 398.000 . - Dagar án rúmlegu 199 *kr. 2000 Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. ( 25 stig) kr. 2.858.625. - 7 25 % af kr. 11.434.500 Varanleg örorka skv . 5. gr. skbl. ( 25 %) kr. 25.865.635 . - Árslaun kr. 5.921.254 * 17,467000 * 25 % Heildarbætur: kr. 29.113.260. - Varakröfu sína kveður stefnandi byggða á sömu forsendum og aðalkrafa að því undanskildu að vegna vísitölubreytinga hafi þjáningabætur og bætur vegna varanlegs miska hækkað lítillega. Við útreikning bóta fyrir varanlega örorku sé í varakröfu byggt á meðaltekjum verkafólks árið 2014 , samkvæmt upplýsingum Hagstofu, á grundvelli 2. m gr. 7. gr. skaðabótalaga enda ó venjulegar aðstæður fyrir hendi. Varðandi óvenjulegar aðstæður á viðmiðunartímabilinu vísar stefnandi til sömu sjónarmiða og áður. Eðlilegt og sanngjarnt sé að leggja meðaltekjur verkafólks árið 2014 til grundvallar bótauppgj öri ef ekki verði fallist á árslaunaviðmið samkvæmt aðalkröfu. Stefnandi hafi á því ári verið í námi með fullri vinnu sem ófaglærð við umönnun hjá stefnda. Stefnandi kveður á rstekjurnar að meðtöldu 8% framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs hafa verið leiðréttar samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við (stöðugleikat ímamark). Árslaun verkafólks á slysári hafi þá numið kr. 5.268.000 ( 439 .000*12) . Uppreiknuð til stöðugleikapunkts og að viðbættu 8% lífeyrissjóðsframlagi vinnuveitanda nem i fjárhæðin kr. 5.921.254. - ( 5.268.000 / 483,5 * 503,2* 1,08). Miðað sé við meðaltal vísitölu launa fyrir árið 2014 ( 483,5 ) og vísitölu launa í apríl 2015 ( 503,2 ). Útreik ningur kröfu vegna varanlegrar örorku taki mið af margföldunarstuðli 6. gr. skbl. Þrautav arakrafa: Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. kr. 398.000. - Dagar án rúmlegu 199*2000 Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. ( 25 stig) kr. 2.858.625 . - 25 % af kr. 11.434.500 Varanleg örorka skv. 5. gr. skbl. ( 25 %) kr. 13.305.487 . - Árslaun kr. 3.047.000* 17,467 * 25 % Heildarbætur: kr. 16.562.112 . - 8 Þrautavarakröfu sína kveðst stefnand i byggja á sömu forsendum og aðal - og varakröfu að frátöldum bótum vegna varanlegrar örorku sem tak i mið af lágmarkstekjuviðmiðu m 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Lágmarkslaun á stöðugleikapunkt i nemi kr. 3.047.000. - (1.200.000 * 8.334/3.282) að teknu tilliti til 15. gr., sbr. 29. gr. , skaðabótalaga nr. 5 0/1993. Útreikningur kröfu vegna varanlegrar örorku t aki mið af margföldunarstuðli 6. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi kveðst í samræmi við 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 draga greiðslur úr slysatryggingu launþega stefnda hjá Tryggingamiðstöðinni hf. frá skaðabótakröfu stefnanda í aðal - , vara - og þrautavarakröfu . Tryggingamiðstöðin hf. hafi greitt stefnanda 5.544.380 kr. þann 22. október 2019. Þá dragist frá skaðabótakröfu í aðal - , vara - og þrautavarakröfu bótagreiðsla frá Sjúk ratryggingum Íslands til stefnanda að fjárhæð kr. 2.256.220 þann 13. desember 2019 . Þá kveðst stefnandi í aðal - , vara og þrautavarakröfu gera kröfu um greiðslu 4 , 5% vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, vegna þjáningabóta og varanlegs miska fr á tjónsdegi þann 13. október 2014 til 30 . apríl 2015 þegar stöðugleikatímapunkti var náð og einnig vegna varanlegrar örorku frá stöðugleikatímapunkti til 30. nóvember 2019 , þegar mánuður var liðinn frá því að krafa stefnanda og öll nauðsynleg gögn í málinu voru send stefnda . Þá er í aðal - , vara - og þrautavarakröfu krafist dráttarvaxta skv. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, vegna allra bótaliða frá 30. nóvember 2019 , þegar mánuður var liðinn frá þeim degi er kr afa stefnanda var send stefnda og til greiðsludags. III Málsástæður stefnda Af hálfu stefnda er á því byggt að ekki séu uppfyllt skilyrði skaðabótaábyrgðar stefnda á grundvelli ákvæðis gr. 7.4.1 í nefnd um kjarasamning i , eða öðrum grundvelli. Á kvæði gr. 7.4.1 í kjarasamning i feli ekki í sér hlutlæga ábyrgð launagreiðanda. Slík hlutlæg bótaábyrgð þurfi að eiga sér stoð í lögum. Kveðst stefndi byggj a á því að í ákvæðinu felist ekki annað og meira en skaðabótaábyrgð launagreiðanda á grundvelli alme nnu skaðabótareglunnar, þ.e. sakarreglunnar, eða eftir atvikum reglunnar um vinnuveitendaábyrgð. Ekkert liggi fyrir um sök stefnda eða starfsmanna stefnda á meintu tjón i stefnanda. Bókun í kjarasamningi , þar sem vísað er til þess að með ákvæðinu sé 9 á um sambærilega bótaábyrgð og framkvæmd og gildir um lögreglumenn Þá kveðst stefndi, verði talið að í kjarasamningsákvæðinu felist hlutlæg ábyrgð, byggja á því að skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt að öðru leyti. Því er jafnframt mótmælt af hálfu stefnda að orsaka - eða afleiðingatengsl séu á milli þess atviks sem stefnandi kveður hafa valdið meintu tjóni sínu og meints tjóns. Stefndi kveðst mótmæl a því að atvik við störf stefnanda þann 13. október 2014 hafi verið með þeim hætti sem stefnandi lýsir, auk þess sem því er mótmælt að orsakatengsl séu á milli þes s atviks og þess tjóns sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir eða að meint tjón teljist sennileg afleiðing þess. Meintu tjóni og fj árhæð bótakröfu stefnanda er jafnframt mótmælt, meðal annars á grundvelli sönnunarskorts. Sönnunarbyrðin um öll framangreind atriði hvíli á stefnanda. Þá kveðst stefndi byggja á því að fyrirliggjandi matsgerð verði ekki lögð til grundvallar sem fullnægjand i sönnun fyrir tjóni stefnanda og/eða orsakatengslum. Stefndi hafi ekki átt þess kost að gæta hagsmuna sinna við framkvæmd matsins og niðurstaða matsgerðar, þ. á m. um orsakatengsl, virðist byggja á einhliða frásögn og fullyrðingum stefnanda. Þá sé matsger ðin haldin þeim annmarka að í henni virðist ekki tekið tillit til þess að frá atvik inu í október 2014, þar til mat fór fram í september/október 2019 gekk stefnandi með börn, fædd og . Eins virðist í matsgerð ekki tekið tillit til þess að þrátt fyrir að stefnandi hafi leitað til heilsugæslu fljótlega eftir meint atvik hafi stefnandi ekki upplýsti yfirmenn sína hjá stefnda um meint atvik og líkamleg eymsl sín fyrr en tæpu ári síðar. Þá hafi stefnandi ekki aflað sér áverkavottorðs fyrr en um sama l eyti. Þá sé í matsgerðinni ekkert litið til þess, að því er virðist, hvort önnur atvik eða hegðun stefnanda á tímabilinu frá október 2014 og til matsskoðunar á árinu 2019 kunni að hafa valdið meintu tjóni eða átt þátt í því. Með vísan til framangreinds kve ðst stefndi mótmæla niðurstöðum matsgerðarinnar, um orsakatengsl, varanlegan miska og varanlega örorku. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda kveðst stefndi kre f jast þess að við útreikning bóta til handa stefnanda verði tekið mið af lágmarkstekjuviðmiðu m 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sbr. þrautavarakröfu stefnanda. Ekki séu fyrir hendi forsendur til að miða við meðaltekjur verkafólks, eins og krafist er í aðal - og varakröfu stefnanda , og það sé í öllu falli ósannað af hálfu stefnanda að það tekjuviðmið t eljist réttur mælikvarði, eins og 10 atvikum sé háttað. Jafnvel þótt fallist yrði á með stefnanda að fyrir hendi séu óvenjulegar aðstæður , í skilningi 2. mgr. 7. gr. laganna, beri samt sem áður að miða við lágmarkstekjuviðmið 3. mgr. 7. gr. laganna. Verði geg n mótmælum stefnda talið að miða beri við meðaltekjur verkafólks þá beri að miða við árið 2014, sbr. varakröfu stefnanda. Einnig kveðst stefndi byggja á því að lækka beri bótakröfu stefnanda, hvort sem er skv. aðal - , vara - eða þrautavarakröfu, á grundvelli meðábyrgðar stefnanda. S tefnandi hafi snemma hætt sjúkraþjálfun og sálfræðiaðstoð sem henni var þó ráðlögð, en slík meðferð hefði stuðlað að takmörkun meints tjóns stefnanda. IV Forsendur og niðurstaða Kröfu sinni um skaðabætur beinir stefnandi að stefnda á grundvelli greinar 7. 4.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga, sem tók gildi í maí 2011 og hafði verið framlengdur til ársins 2015 á slysdegi. Ekki er ágreiningur með aðilum um að sá kjarasamningur átti við um kjör stefnanda í starfi hjá Starfsmaður sem í starfi sínu sinnir einstaklingi sem að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti getur borið ábyrgð á gerðum sínum, á rétt á að beina skaðabótakröfu sinni veg na líkams - eða munatjóns að launagreiðanda. Við mat og uppgjör kröfunnar gilda almennar reglur skaðabótaréttarins. Aðilar eru sammála um að tilefni sé til að bæta og tryggja bótarétt þeirra starfsmanna sem slasast vi ð að sinna eða hafa afskipti af fólki sem að takmörkuðu eða engu leyti getur borið ábyrgð á gerðum sínum. Ljóst er að félagsmenn Samflots á sambýlum þurfa í mörgum tilvikum að umgangast og vera innan um fólk sem ekki gengur að öllu leyti heilt til skógar e ða getur verið sjálfum sér eða öðrum hættulegt. Hluti af starfsskyldum þessara starfsmanna getur falist í að grípa inn í eða stöðva hættulegt atferli hjá viðkomandi. Komið geta upp aðstæður þar sem slíkt verður ekki gert án þess að viðkomandi starfsmaður s etji sjálfan sig í ákveðna hættu á að slasast við framkvæmd starfs síns. Þekkt er að starfsmenn hafa orðið fyrir áverkum í slíkum tilvikum. Þá er jafnframt ljóst að auknar líkur eru á að starfsmenn sem vinna við slíkar aðstæður verði fyrir árás af hendi þ eirra sem þeim er ætlað að hafa umsjón eða eftirlit 11 með. Rétt þykir að tryggja þessum starfsmönnum bótarétt vegna þess tjóns sem þeir þannig verða fyrir. Aðilar eru sammála um að hefðbundin skilgreining á því hvað sé slys í skilningi vátryggingarréttar og tryggingarskilmála (óvæntur utanaðkomandi atburður) eigi ekki við í öllum tilfellum í störfum ofangreindra starfsmanna. Þannig geta komið upp tilfelli þar sem starfsmaður þarf vísvitandi að leggja líf sitt og heilsu í hættu vegna þess að starf hans beinlí nis krefst þess. Því er í ákvæði greinar 7.4.1 lagt til að starfsmaður fái bætt það tjón sem hann verður fyrir vegna starfs síns við þessar aðstæður. Um lækkun bóta vegna eigin sakar starfsmanns og ákvörðun bótafjárhæðar að öðru leyti gilda almennar reglur skaðabótaréttarins. Með grein 7.4.1 er kveðið á um sambærilega bótaábygð og framkvæmd og gildir um lögreglumenn samkvæmt 30. gr. lögreglulaga. Að virtu orðalagi greinar 7.4.1 og bókunar 13 með kjarasamningum verður ekki fallist á það með stefnanda að um hlutlæga ábyrgð stefnda sé að ræða vegna líkamstjóns sem stefnandi verður fyrir í starfi. Gögn málsins bera með sér að stefnandi leitaði til læknis þegar í kjölfar þess atviks er varð á vinnustað hennar vegna verulegra eymsla í vinstri síðu og treysti sér ekki í skóla vegna þess. Í læknisvottorði A læknis, dagsettu 8. september 2015, undirrituðu fyrir hans hönd af B , yfirlækni heilsugæslunnar , er sjúkrasaga stefnanda frá 13. október 2014 rakin. Þar kemur fram að . Önnur læknisvottorð og tilkynningar um atvikið eru og til þess að renna stoðum undir að atvik hafi verið með þeim hætti sem stefnandi hefur lýst. Móðir þjónustuþegans sem málið varðar, C , kom fyrir dóminn og kvað son sinn mjög alvarlega fatlaðan. Hann væri [ up plýsingar um heilsufar ] . Vitnið kvað son sinn hafa átt erfitt þetta haust árið 2014. Hann hefði átt erfitt með allt og þá kvað vitnið yfirmann á staðnum ekki hafa staðið sig í starfi . Vitnið kannaðist við að hafa heyrt af því atviki er málið varðar og að stefnandi hefði eitthvað meitt sig. Vitnið D , fyrrverandi samstarfskona stefnanda hjá stefnda, kvaðst hafa verið að sinna sama einstaklingi og stefnandi á þeim tíma er atvik urðu. Vitnið kvaðst hafa vitað um atvikið og kvaðst sjálft hafa orðið fyrir árás a f hendi þessa einstaklings en erfiðlega hefði gengið að fá yfirmenn til að tilkynna um slík tilvik. Vitnið kvaðst muna til þess að á tímabili hefðu strákar verið fengnir til að vera með starfsmönnum á vakt í öryggisskyni. Sviðsstjóri velferðarsviðs stefnda , B , E kvað fyrir dómi umræddan þjónustuþega mjög mikið fatlaðan og þurfa mann með sér. Vitnið kvað deildarstjóra og forstöðumenn stefnda heyra undir sig. Vitnið 12 kvað umræddum skjólstæðingi stefnda hafa liðið illa á þessu tímabili og þáverandi forstöðumaður búsetuþjónustu hefði átt í vanda með að stýra starfseminni. Kvaðst vitnið hafa fengið tilkynningarnar um tjónsatvikið er málið varðar frá forstöðumanni, skrifað undir þær og sent en aðkoma sín að málum í raun hafa verið þá að kalla til aukagæ slumann. Um leið og vanur forstöðumaður hefði komið til starfa hefði ástandið á staðnum róast, bæði þjónustuþeginn og starfsmenn. Gögn málsins og framburður vitna fyrir dómi, samstarfskonu stefnanda, móður þjónustuþegans og deildarstjóra stefnda, er að ma ti dómsins til þess fallinn að renna stoðum undir málatilbúnað stefnanda hvað atvikið varðar. Verður því litið svo á að stefnanda hafi tekist sönnun fyrir því að atvik hafi orðið með þeim hætti sem á er byggt þann 13. október 2014 og tilvitnað ákvæði grein ar 7.4.1 í kjarasamningi eigi við að öðrum skilyrðum uppfylltum. Krafa stefnanda um skaðabætur tekur mið af matsgerð I og J dagsettri 8. október 2019. Stefnandi hlutaðist sjálf til um öflun matsgerðarinnar. Stefndi hefur mótmælt sönnunargildi matsgerðarin nar. Stefnda hafi ekki gefist kostur á að gæta hagsmuna sinna við matið og mæta á matsfund. Sönnun um orsakatengsl sé ekki ótvíræð í matsgerðinni, sérstaklega í ljósi þess langa tíma sem leið frá atvikinu þar til matsgerðin var unnin og ekki hafi verið tek ið fullnægjandi tillit til atvika í lífi stefnanda á þeim tíma, sérstaklega þess að hún hvarf aftur til fyrri starfa hjá stefnda og gekk með og eignaðist börn auk þess sem stefndi telur að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi gögn við matið. Matsmenn st aðfestu matsgerð sína við aðalmeðferð málsins. Báðir kváðu þeir boðun lögmanns stefnda til matsfundar hafa farist fyrir. Meðal gagna málsins er að finna tölvupóst lögmanns stefnanda til lögmanns stefnda, dags. 17. október 2018, ásamt með matsbeiðni og fylg igögnum. Var stefnda þar boðið að senda athugasemdir til lögmanns stefnda sem kæmi þeim til matsmanna. Af hálfu stefnda var móttaka þessa tölvubréfs staðfest þann sama dag en engar athugasemdir gerðar við matsbeiðni eða gögn á því stigi. Matsgerðin sjálf er unnin af þar til bærum sérfræðingum, lækni og lögfræðingi. Í matsgerðinni er lagt mat á þau atriði sem óskað er mats á og niðurstaðan rökstudd með vísan til gagna. Þar á meðal læknisvottorðs um heilsufar stefnanda fyrir atvikið þar sem fram kom að stefn andi hafði fram að því verið almennt heilsuhraust. Þá kemur og fram í matsgerðinni að bakverkir stefnanda hafi versnað verulega á meðgöngu en skánað og farið aftur í sama horf að meðgöngu lokinni. Í skýrslu sinni fyrir dómi kvað I læknir 13 það hafa legið skýrt fyrir við matið að stefnandi hefði gengið með börn frá því að atvikið varð en það væri ekki til þess fallið að valda áverkum eins og lýst sé í matsgerðinni og stefnandi hefði verið með fyrir meðgöngu. Ekkert lægi fyrir annað en umrætt atvik sem g æti orsakað áverka stefnanda. Það er mat dómsins að þrátt fyrir að stefndi hafi ekki verið boðaður sérstaklega til matsfundarins, eins og áður var rakið, hafi stefndi ekki bent á neitt það er máli skipti sem matsmenn hafi ekki tekið mið af í störfum sínum . Þá ber og til þess að líta að stefndi hefur ekki neytt heimildar 1. mgr. 10. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 til að bera álitið undir örorkunefnd né óskað eftir dómkvaðningu matsmanna til að fá matinu hnekkt og verður matsgerðin því lögð til grundvallar í málinu. Stefndi gerir þá kröfu, verði fallist á bótaskyldu úr hans hendi, að við ákvörðun bóta vegna varanlegrar örorku beri að taka mið af lágmarkstekjuviðmiði 3. mgr. 7. gr. skbl. Ósannað sé að önnur sjónarmið eigi við um stefnanda. Þá beri auk þess að l íta til meðábyrgðar tjónþola á tjóni sínu. Af dómaframkvæmd verður ráðið að þegar tjónþoli er við nám þegar slys verður en er ekki komin svo langt á veg að námslok séu fyrirsjá an leg eigi regla 3. mgr. 7. gr. skbl. um lágmarkslaun við. Stefnandi var [..] á ra menntaskólanemi er hið bótaskylda atvik átti sér stað og vann með námi. Stefnandi hafði áður unnið sumarstörf eins og títt er um ungmenni, við afgreiðslustörf í og og í þar til hún réðst í það starf sem hún gegndi hjá stefnda. Eftir atvikið hefur stefnandi starfað við ýmis störf sem ekki krefjast sérstakar menntunar. Stefnandi hefur ekki lokið stúdentsprófi og ekki lagt stund á annað nám sem mætti nýtast henni í starfi. Þá hefur stefnandi ekki sýnt fram á eða leitt líkur að því að tjón hennar hefði orðið annað og meira en þannig fáist bætt og verður því fallist á það með stefnda að við ákvörðun bóta beri að miða við reglu 3. mgr. 7. gr. og þar með þrautavarakröfu stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála ber að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar sem rennur í ríkissjóð, samtals 2.404.290 krónur. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Hauks Freys Axelssonar, 2.008.800 krónur, og hefur þá verið tekið till it til virðisaukaskatts. Annar málskostnaður stefnanda greiðist einnig úr ríkissjóði. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. 14 Dómso r ð: Stefndi, B , greiði stefnanda, A , kr. 16.562.112, - með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af kr. 3 . 256.625, - frá 13. október 2014 til 30. apríl 2015 og af kr. 16.562.112, - frá þeim degi til 30. nóvember 2019 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá Tryggingamiðstöðinni hf. að fjárhæð kr. 5.544.380, - þann 22. október 2019 og að frádreginni greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands að fjárhæð kr. 2.256.220 þann 13. desember 2019. Stefndi greiði 2.404.290 krónur í málskostnað sem rennur í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Hauks Freys Axelssonar, 2. 008.800 krónur . Bergþóra Ingólfsdóttir