Hér að sdómur Austurlands Dómur 23. október 2019 Mál nr. S - 2/2019: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn A (Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður) I. Mál þetta, sem dómtekið var 18. september sl. , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 28. janúar 2019, en móttekinni 8. febrúar s.á . , á hendur A , kt. , , : fyrir líkamsárás í , með því að hafa að kvöldi mánudagsins 26. júlí 2018, utandyra við , , slegið B , kt. , eitt hnefahögg í andlitið, með þeim afleiðingum að hann fékk glóðarauga á vinstra auga og 2ja cm langan skurð á vinstri augabrún, sem þurfti að sauma með 2 spo rum. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu B er þess krafist að ákærði verði dæ mdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 950.000. Þá er þess krafist að við fjárhæðina bætist vextir skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, fyrir tímabilið frá 26. júlí 2018 til þess dags er mánuður verður liðinn frá því að bótakrafa þessi verður birt fyr ir ákærða og eftir það er krafist dráttarvaxta til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða málskostnað að mati réttarins, auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun en málskostnaðarreikningur verður lagður fram fyrir dómi síða Ákærði neitar sök. Skipaður verjandi, Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður, hefur fyrir hönd ákærða krafist þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst verjandinn þess að refsing ákærða verði látin niður falla, að allur 2 sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð og að ákærði verði sýknaður af einkaréttarkröfu. Til þrautavara krefst verjandinn þess að ákærði verði dæmdur til vægustu ref singar sem lög leyfa og að einkaréttarkrafa verði lækkuð verulega. Loks krefst verjandinn hæfilegra málvarnarlauna. II. Málavextir. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu, frásögn ákærða, framburði brotaþola og vitna eru helstu atvik máls þessa þau að vo rið 2018 slitu ákærði og sambýliskona hans, C , sambúð sinni, en þau áttu þá saman tvö ung börn, og ára. Er þetta gerðist áttu þau saman húseignina , þ.e. á . Verður ráðið af gögnum að nefnd sambýliskona hafi um hríð átt við alvarlegan vím uefnavanda að stríða og að starfsmenn barnaverndarnefndar hafi af þeim sökum gripið í taumana og tekið börnin til tímabundinnar vistunar utan heimilis. Samkvæmt gögnum átti ákærði lögheimili í , en hann mun hafa flutt úr húseigninni við sambúðarslitin og hafi sambýliskonan haldið þar áfram búsetu sinn i eða þar til hún leitaði sér aðstoðar utan héraðs, en eftir það hafi hún haft aðsetur hjá föður sínum í byggðakjarnanum, þ.e. hjá brotaþola, og mun svo hafa verið þegar atvik máls þessa gerðust. Vegna þess a mun nefnd húseign hafa verið mannlaus um hríð. 2. Í lögregluskýrslu J, þáverandi yfirlögregluþjóns, segir frá því að ákærði, sem er af erlendu bergi brotinn og hafði verið búsettur hér á landi í ár , hefði leitað til lögreglu þriðjudaginn 24. júlí 20 18. Um tilefnið segir að ákærði hafi skömmu áður farið inn í nefnda húseign og þá með því að brjóta litla rúðu í margglerja útihurð í aðalinngangi. Tekið er fram að ákærði hafi gripið til þessa ráðs til þess að gæta að eigin eigum, en einnig til þess að bú a í haginn fyrir börn sín, sem þá hafi verið væntanleg í umgengni. Í lögregluskýrslunni segir frá því að þegar nefndur lögregluþjónn hafi komið á vettvang hafi ákærði bent honum á greinileg ummerki um vímuefnaneyslu í húseigninni, en í skýrslunni segir fr á því að umgeng n in innandyra hafi að öðru leyti verið afar slæm. 3 3. Húseignin , að , sem er komin nokkuð til ára sinna, er sunnan nefndrar akbrautar, en tiltölulega stutt brekka er niður að húsinu. Norðan við aðalinnganginn, í heimreiðinni , er bif reiðastæði, en þar eru og tröppur upp á pall og er þar nefndur aðalinngangur. Vestan við húseignina er malarborinn stígur í aflíðandi brekku, sem liggur frá og suður að gamla frystihúsinu, sem er við sjávarkambinn. Norðan húseignarinnar, en handan og lítið eitt vestar, er hús nr . . 4. Af frásögn ákærða og brotaþola við meðferð málsins verður ráðið að ákærði hafi verið við tiltekt í fimmtudaginn 26. júlí 2018, líkt og dagana þar á undan, og þá af fyrrnefndri ástæðu. Óumdeilt er að síðdegis þ ennan dag hafi brotaþoli ekið inn , en þá veitt því eftirtekt að fatnaður var í og við ruslatunnur við húseignina. Liggur fyrir að brotaþoli afréð að gæta frekar að fatnaðinum og að við þær aðstæður hafi m.a. komið til orðahnippinga með honum og ákærða. Liggur fyrir að þessum samskiptum ákærða og brotaþola lauk með þeim hætti að sá fyrrnefndi skvetti límonaði út um glugga og á brotaþola, sem þá mun hafa farið til síns heima, en eigi er um langan veg fara. 5. Samkvæmt frásögn brotaþola við meðferð málsins greindi hann dóttur sinni, fyrrnefndri C , frá lýstu athæfi ákærða. Er óumdeilt að hún fór nokkru síðar í bifreið að V . Með henni í för var vitnið D , sem er systursonur hennar, en einnig a.m.k. vitnin og vinkonurnar E og F . Að auki liggur fyrir að brotaþoli ók um svipað leyti á eigin bifreið að húseigninni, og mun hann hafa lagt bifreiðinni vestan og neðan við hana, og því nærri fyrrnefndum malarstíg. 6. Óumdeilt er að C og vitnið D leituðust við að fara inn um aðaldyr húseignarinnar að , og þá með því að teygja hendur sínar inn um brotin n glugga og opna þannig innan frá, en að ákærði hafi þá brugðist við, og af þessum sökum hafi komið til atgangs í forstofu eignarinnar. Verður ráðið að í kjölfar þessa hafi orðið mikið háreysti og enn fremur að ákærði hafi þá farið út úr eigninni, líkt og síðar verður vikið að. Ágreiningslaust er að ákærði hafi eftir lýsta atburðarás lagt leið sína frá húseigninni , og þá farið upp nefnda brekku norðan hennar og að akbraut . Þá liggur fyrir að eftir þetta hafi komið til þess atgangs, sem mál þetta er af risið, millum ákærða og brotaþola. Þá mun vitnið D hafa blandast í þessa síðastgreindu atburðarás. 4 7. Samkvæ mt gögnum urðu íbúarnir að , hjónin G og H , en einnig börnin þeirra, vör við þann atgang sem varð þegar C og fylgdarlið hennar fór inn í húseignina , . Liggur fyrir að vegna þessa taldi vitnið G ástæðu til að bregðast við, en að sögn hringdi vitni ð til lögreglu klukkan 20:40. 8. Samkvæmt lögregluskýrslu M barst lögreglu tilkynning frá Fjarskiptum klukkan 20:45 umrætt kvöld um heimiliserjur og að hurð hefði verið brotin upp í húseigninni . Í skýrslunni segir frá því að er þetta gerðist hafi útk allsvakt lögreglu verið á Fáskrúðsfirði, en að við komu nefnds lögregluþjóns á vettvang, ásamt tveimur öðrum lögregluþjónum, hafi allir fyrrnefndir aðilar verið fyrir utan húseignina, fyrir utan brotaþolann B . Greint er frá því í skýrslunni að ágreiningur hafi verið með ákærða og C um eignarhald og búseturétt í húseigninni. Einnig segir frá því að C hafi verið með ásakanir um líkamsárás ákærða gegn henni og frænda hennar, vitninu D , og þá þannig að ákærði hefði slegið til þeirra, m.a. með járnstöng, þá er þ au hefðu teygt hendur sínar inn um brotna rúðu við aðalinnganginn að . Í lögregluskýrslunni segir enn fremur stuttlega frá því að á vettvangi hafi C haft á orði að ákærði hefði veist að föður hennar, brotaþola, með barsmíð og að hann hefði af þeim söku m hlotið blóðáverka á vinstra gagnauga. Í skýrslu lögreglu er eigi vikið að viðbrögðum ákærða og brotaþola, en óumdeilt er að brotaþoli fór eftir komu lögreglu á heilsugæslustöð til aðhlynningar. Í lögregluskýrslunni, sem staðfest var fyrir dómi, er teki ð fram að bráðabirgðalausn hafi fundist á hluta þess ágreinings sem var með ákærða og C umrætt kvöld með aðstoð lögmanns og þá þannig að þau hafi bæði fallist á að dvelja utan , en að unnið yrði að sölu eignarinnar. Verður ráðið að nefnd áform hafi að n okkru gengið eftir, en fyrir dómi kom og fram að ákærði hefði hafið búsetu í öðrum byggðakjarna sveitarfélagsins, ásamt fyrrnefndum börnum. III. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu bar brotaþoli fram kæru á hendur ákærða þann 31. júlí 2018 vegna líkamsá rásar, og gaf hann þá jafnframt skýrslu um atvik máls. Í kjölfarið voru vitni yfirheyrð, þ.e. áðurnefndur G þann 14. ágúst, D og E þann 5 30. ágúst, en daginn eftir var vitnið F yfirheyrt, en þann sama dag var og ákærði yfirheyrður um kæruefnið. Ákærði óskað i ekki eftir tilnefningu verjanda við yfirheyrsluna og jafnframt óskaði hann ekki eftir aðstoð túlks. Liggur fyrir að það hafi verið mat fyrrnefnds yfirlögregluþjóns, sem annaðist rannsókn málsins, að þess væri ekki þörf sökum alllangrar búsetu ákærða hér á landi og fullnægjandi íslenskukunnáttu, sbr. ákvæði 5. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008. Nefndar yfirheyrslur voru allar teknar upp með hljóði og fylgja viðeigandi hljóðdiskar rannsóknargögnum, sem lagðir hafa verið fyrir dóminn. Einnig er framburð urinn í skilmerkilegu endurriti rannsakara. 2. Með bréfi, dagsettu 10 . október nefnt ár, var af hálfu lögreglu óskað eftir viðeigandi læknisvottorðum vegna áverka brotaþola. Af þessum sökum liggja fyrir vottorð og samskiptaseðlar nokkurra lækna um áverka brotaþol a. Gögn þessi eru dagsett 26. júlí, 28. júlí, 30. júlí, 1. ágúst, 10 . ágúst, 30. ágúst, 31. október og 16. nóvember 2018. Í hinu fyrstnefnda vottorði segir m.a. um áverka brotaþola : ) Í vottorðinu segir frá því að skurðurinn hafi verið saumaður með tveimur sporum. Nánar er greint frá því að brotaþoli hafi ekki rotast við tilkomu áverkans, og að við skoðun umrætt kvöld hafi hann ekki verið með ógleði. Tekið er fram að brotaþola hafi veri ð ráðlagt að taka það rólega hina næstu dagana, en ályktað er að hann hafi verið með vægan heilahristing. Í hinu síðastgreinda vottorðinu er vikið að ótilgreindri þessara gagna liggur m.a. fyrir litljósmynd af brotaþola, sem sýnir áverka hans á aug a brún svo og glóðurauga við vinstra auga. 3. Við meðferð málsins fyrir dómi lagði skipaður verjandi ákærða fram frekari gögn, en þ. á m. er lögregluskýrsla, sem dagsett er 3. ágúst 20 18. Í nefndri skýrslu lýsir ákærði kæru á hendur áðurgreindum aðilum og þ. á m. brotaþola, vegna húsbrots og líkamsárásar í og við , að kveldi 26. júlí umrætt ár. Samkvæmt gögnum tilkynnti lögreglustjórinn á Austurlandi með bréfi, dags. 28. janúar 2019, að tekin hefði verið ákvörðun um að hætta rannsókn á nefndri kæru ákær ða , en jafnframt var honum leiðbeint um kæruheimild, sbr. ákvæði 6. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 6 4. Við meðferð málsins lagði verjandi ákærða fram læknisvottorð og viðeigandi fylgiskjöl vegna komu hans á heilsugæslustöð þann 2. ágúst 2018. Í samskiptaseðli læknis, sem dagsettur er nefndan dag, segir m.a. frá því að ákærði hafi komið á heilsugæslustöð þeirra erinda að láta skrá niður áverka sína vegna líkamsárásar, sem hann hefði orðið fyrir viku áður. Um skoðun á ákærða, sem gerð var af þessu tilefni , segir m.a.: ) . IV. Framburður ákærða og vitna. 1. Fyrir dómi greindi ákærði frá því að umræddan dag, þann 26. júlí 2018, hefði brotaþolinn B í þríg ang komið að húseign hans, , að . Staðhæfði ákærði að í fyrstu tvö skipin hefði brotaþoli bankað á útihurðina og að í orðræðu þeirra hefði brotaþol i verið með hótanir um að honum yrði hent út úr eiginni ef hann færi þaðan ekki sjálfviljugur. Ákærði k vaðst ekki hafa haft vilja til að eiga frekari orðastað við brotaþola og því lokað hurðinni. Í þriðja skiptið kvaðst ákærði hafa veitt því eftirtekt hvar brotaþoli hafi verið að meðhöndla poka við ruslatunnur húseignarinnar. Hafi hann þá átt orðastað við b rotaþola út um glugga, en bar að brotaþoli hefði svarað með öskrum. Kvaðst ákærði hafa brugðist við þessu með því að hella yfir brotaþola límonaði. Á kærði skýrði frá því að um 30 mínútum eftir hinn síðastgreinda atburð hefði hann verið að horfa á sjónvarpi ð á efri hæð húseignarinnar, en við þær aðstæður heyrt hávaða frá neðri hæðinni og þá stokkið til og hlaupið niður í forstofuna. Þá um leið hafi hann séð hvar fótur kom inn um aðra vængjahurðina. Í framhaldi af þessu kvað hann vitnið D hafa ruðst inn í for stofuna og bar að á eftir honum hefðu komið fyrrverandi sambýliskona hans, C , brotaþolinn B svo og tvær konur, sem hann hefði ekki þekkt, en að auki e.t.v. þriðji karlmaðurinn. Ákærði staðhæfði að D hefði strax sparkað í maga hans, en í framhaldi af því he fði hann verið tekinn tökum af nefndu fólki. Ákærði staðhæfði að brotaþolinn B hefði ekki legið á liði sínu í þeirri atburðarás sem á eftir fór, og bar að þar á meðal hefði hann viðhaft hótanir, líkt og fyrrverandi sambýliskona hans. Ákærði staðhæfði að D , sem hann ætlaði að hefði verið undir áhrifum vímuefna, líkt og aðrir komumenn, hefði m.a. tekið hann hálstaki og þannig haldið honum föstum. Ákærði staðhæfði að samhliða þessu hefði hann fengið nokkur spörk í höf u ðið og líkamann, en hann treysti sér ekki til að segja hver af 7 aðkomumönnunum hefði átt þar hlut að máli, en ætlaði helst að þeir hefðu verið fleiri en einn. Ákærði kvaðst hafa reynt að verjast og þá m.a. með því að slá frá sér, en vegna nefndra sparka og barsmíða kvaðst hann ætla að hann hefði mi sst meðvitund um stund. Fyrir dómi vísaði ákærði til fyrrgreind r a áverka sinna og skýrði minnisleysi sitt um það sem á eftir fór með þeim áverkum sem hann varð fyrir í greint sinn, sbr. áðurrakið læknisvottorð. Og vegna þessa ástands síns kvaðst hann aðei ns geta greint frá hluta þeirrar atburðarásar sem á eftir fór. Ákærði staðhæfði að hann hefði ekki verið undir áhrifum vímuefna í greint sinn, en vegna nefndrar árásar og áverka kvaðst hann hafa verið hræddur um eigið líf, en einnig verið Ák ærði kvaðst ekki minnast þess hvernig hann fór út úr húseigninni og þá ekki hvernig hann fór upp á akbraut norðan hennar. Í rauninni kvaðst ákærði aðeins minnast þess að hafa verið í viðræðum við óþekkta ferðamenn, sem leið hafi átt um akbrautina í hví tleitu ökutæki. Bar ákærði að hann hefði falast eftir símtæki í orðræðu sinni við ferðamennina og með þeirri ætlan að kalla eftir aðstoð lögreglu. Ákærði skýrði frá því að þegar hér var komið sögu hefði hann veitt því eftirtekt að brotaþolinn B hefði hlaupið frá húseigninni , en þá haldið á fatnaði sem hann hefði átt. Ákærði staðhæfði að brotaþoli hefði farið með þessar eigur hans í eigin bifreið, sem hefði verið kyrrstæð vestan húseignarinnar, en hann staðhæfði að í þessum fatnaði hefði m.a. verið símtækið hans. Var það ætlan ákærða að hann hefði fylgst með þessum gjörðum B úr um 15 m fjarlægð. Ákærði kvaðst vegna þess hafa brugðist við og gengið að B og bifreið hans. Ákærði kvaðst minnast þess að er þetta gerðist hefðu aðrir aðkomumenn staði ð á veröndnni eða pallinum við aðalinnganginn og því hafi þeir verið við norðurhlið húseignarinnar. Ákærði lét það álit í ljós að ekki hefði verið bein sjónlína frá nefndum palli og að bifreið brotaþola í greint sinn. Fyrir dómi kvaðst ákærði helst ætla a ð brotaþoli, B , hefði setið undir stýri nefndrar bifreiðar þegar hann kom að henni. Þá kvaðst ákærði helst minnast þess að við þessar aðstæður hefði hann farið inn í afturhluta bifreiðarinnar og einfaldlega tekið þann fatnað sem brotaþoli hafði áður verið með og þá frekar en að hann hefði tekið fatnaðinn úr höndum brotaþola. Ákærði kvaðst minnast þess að við nefndar aðstæður hefði B haft á orði að hann ætti ekki fatnaðinn. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að komið hefði til átaka millum hans og B í þessum sa mskiptum, en á hinn bóginn kvaðst hann minnast þess að við lýstar aðstæður hefði vitnið D komið að málum. 8 Nánar aðspurður fyrir dómi kannaðist ákærði ekki við að hin síðastgreindu samskipti hans við brotaþolann B hefðu gerst við akbraut og þá ekki þann ig að B hefði þar rétt honum umræddan fatnað og hann skömmu síðar kýlt hann í höfuðið. Ákærði áréttaði hinn fyrri framburð sinn um minnisleysi og að vegna ástands síns í greint sinn myndi hann m.a. ekki hvernig hann hefði farið frá húseigninni og upp á akb raut . O g nánar aðspurður treysti ákærði sér ekki til að segja til um með vissu hvort brotaþoli hefði í greint sinn farið út úr bifreiðinni og þá t.d. eftir að vitnið D var komið á vettang, en vildi ekki útiloka það. Þá kvaðst hann ekki minnast þess að hafa séð áverka á brotaþola í greint sinn. Ákærði kvaðst heldur ekki minnast þess að hafa átt í átökum við vitnið D eftir komu hans á vettvang, a.m.k. kvaðst hann ætla að hann sjálfur hefði ekki fengið neina áverka utandyra. Ítrekað aðspurður kvaðst ákærði helst ráma til þess að hann hefði ef til vill veitt einhverjum aðila hnefahögg utandyra, en sagði að það hefði þá verið við þær aðstæður þegar hann hefði verið að taka á móti einhverjum, sem hefði ráðist að honum. Ákærði var inntur eftir misræmi í frásögn hans fyrir dómi miðað við þá frásögn sem hann hafði gefið í hinni hljóðrituðu lögregluyfirheyrslu. Er til þess að líta að í upphafi lögregluyfirheyrslunnar var ákærða kynnt kæra brotaþolans B , en jafnframt var honum gerð grein fyrir að fleiri kærumál hef ðu verið tekin til rannsóknar og þá vegna þeirrar atburðarásar er gerðist umrætt kvöld í og við lögheimili hans . Fyrrnefndur rannsakari tekur á hinn bóginn fram að yfirheyrslan yfir ákærða varði aðeins hans þátt í atburðarásinni og þá vegna umræddrar k æru brotaþola. Samkvæmt framlagðri hljóðritun af nefndri lögregluyfirheyrslu segir ákærði í frjálsri frásögn lítilega frá atvikum máls innandyra í upphafi atburðarásarinnar, en segir að auki frá því að í kjölfar þeirrar uppákomu hafi honum verið fleygt út úr húseigninni og hefur hann um það svofelld orð : akbraut , á móts við hús nr. , þar sem hann hafi náð að hringja til lögreglu. S íðan segir ákærði í yfirheyrslunni : B ) hlaupandi út úr húsinu með dótinu mínum út í bíl, bílinn sinn, bílinn hans, og já ég fór til hans, tók allt frá honum og hann byrja að segja eitthvað, man ekki hvað hann sagði, bara öskr aði 9 yfirheyrandans : Og þar lendirðu í þessum átökum eða þetta voru náttúruleg engin átök, þú slóst hann bara eða eitthvað Man ekki ef hann var að reyna yfirheyranda: Þannig að þú gafst honum á kjaftinn eins og við segjum með krepptum hnefa, ha? Svar ákærða: Um það sem næst gerðist sagði ákærði í lögregluyfirheyrslunni: D hlaupaði til Hann hlaupaði til mín með hendurnar og ég sagði; Og hvað? Hvað ætlar þú að gera? ekki hvort hann hefði notað hnefann gegn brotaþola í greint sinn. Jafnframt staðhæfði ákærði að viðskipti hans við brotaþola hefðu gerst um einum metra frá bi freið brotaþola, þ.e. vestan við húseignina . Fyrir dómi áréttaði ákærði fyrrgreinda frásögn í aðalatriðum, en staðhæfði að vegna ástands síns í greint sinn hefði hann átt í erfiðleikum með að skýra réttilega frá atburðarásinni hjá lögreglu. Þá kvaðst ákærði við lögregluyfirheyrsluna að auki ekki hafa skilið íslenskuna til fullnustu og bar m.a. að hann hefði talið að orð hans um að hann hefði slegið brotaþola hefð u helst þýtt að hann hefði ýtt fast með flötum lófa. Þá kvaðst hann ekki hafa skilið orðið Ákærði bar að þrátt fyrir orðlag hans við nefnda lögregluyfirheyrslu hefði hann alls ekki verið viss um að hann hefði í raun slegið brotaþola í greint sinn. Vísaði ákærði til þess að hann hefði á vettvangi heyrt fólk hafa orð á því að hann hefði s legið brotaþola, en einnig kvað hann vinnufélaga sína hafa haft orð á því næstu dagana á eftir, en hann engu að síður alls ekki verið viss um réttmæti þess. Í því sambandi vísaði ákærði til orða sinna fyrir dómi og þá um að minni hans væri takmarkað um það sem gerst h e fði eftir að ráðist hafði verið á hann innadyra og honum síðan varpað á dyr og niður stigann á útipallinum. Ákærði kvaðst þannig alls ekki vera fullviss um að hann hefði í raun slegið brotaþola í greint sinn, á augabrúnina, og þá með áðurgrein dum afleiðingum. Í því viðfangi staðhæfði ákærði að það hefði heldur ekki verið tilgangur hans þegar hann hefði farið á eftir brotaþola að bifreið hans og vísaði til fyrri orða sinna þar um. 10 Ákærði áréttaði á hinn bóginn hin fyrri orð sín og þá um að hann hefði í nefndri atburðarás allri slegið til einhvers aðila. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvort þessi háttsemi hans hefði beinst að brotaþola við hinar síðastgreindu aðstæður ellegar að h ann hefði viðhaft háttsemina innadyra og þá í þeirri varnarbaráttu sem hann hefði þar átt í. Ákærð áréttaði að hann minntist þess ekki að hafa fengið áverka sína í viðskiptum við vitnið D utandyra. Ákærði kvaðst minnast þess að á tilteknum tímapunkti í ne fndri atburðarás, þ.e. þegar hann hefði verið staddur fyrir neðan útipall húseignarinnar , hefði hann horft upp til aðkomufólksins, fyrir utan brotaþola, og bar að þá hefði fólkið verið að góla á hann, en þá helst vitnið D . Að auki kvað hann fólkið hafa verið með orð um að það ætlaði að henda honum í sjóinn. Það var ætlan ákærða að lýst atburðarás og allt þar til lögeglan kom á vettvang hefði varað í um 5 - 10 mínútur. Ákærði greindi frá því að vegna þeirra áverka sem hann h e fði hlotið í greint sinn , þ.e. blóðáverkar á höndum og í andliti, auk þess sem hann hafi allur verið eins og lurkum laminn, hefði hann reynt að fá læknisaðstoð, en ekki tekist fyrr en um viku síðar og þá í öðrum bæjarkjarna í sveitarfélaginu. 2. Brotaþolinn B skýrði frá því fyrir dómi að hann hefði umræddan dag veitt því eftirtekt að föt voru við ruslatunnurnar við húseignina , en hann hafi borið kennsl á flíkurnar, sem tilheyrt hafi dóttur hans, C , og börnum hennar, en af þeim sökum hef ð i hann afráðið að taka þær til handargagns. B rotaþoli kvaðst hafa látið af þessari iðju þegar ákærði hefði hellt yfir hann vatni, en minntist þess ekki að til sérstakra orðaskipta hefði komið á milli þeirra vegna þessa. Brotaþoli bar að hann hefði í kjölfar nefnds atburðar farið rennblautur á heimil i sitt, en síðar um daginn afráðið að ljúka fatatínslunni og því farið á ný á bifreið sinni að . Hann kvaðst hafa lagt bifreiðinni neðan við fasteignina og nærri malarstíg og staðhæfði að af þeim sökum hefði ekki verið sjónlína frá bifreiðinni og að úti palli og anddyri húseignarinnar á norðurhliðinni. Brotaþoli sagði að á svipuðum tíma og hann hafi komið að í síðar a sinnið hefðu einnig komið þar að vitnið D , dóttursonur hans, en einnig dóttir hans , C , svo og kunningjakonur hennar, þær E og F , en einni g ef til vill nafngreindur félagi D . Nánar aðspurður hafði brotaþoli ekki skýringu á því hvers vegna þessi hópur hefði komið að 11 húseigninni á svipuðum tíma og hann, en bar að ekki hefði verið um samantekin ráð þeirra að ræða, enda hefðu á eftir honum á eigin bifreið og þá eftir atvikum til þess að athuga hvort ekki væri allt í lagi með hann. Brotaþoli staðhæfði að þau hefðu þannig haft vitneskju um að hann ætlaði að fara þessa ferð. Brotaþoli skýrði frá því að hann hefði strax farið út úr bifreiðinni og þá til þess að ljúka verki sínu við ruslatunnurnar við norðurhlið eignarinnar. Við þær aðstæður kvaðst hann hafa séð til ferða en þar hafi hann og haldið kyrru fyrir um stund. Brotaþoli bar að hann hefði aftur farið út úr bifreiðinni og lýsti hann tilefninu og gjörðum sínum í það sinnið þannig : fer þarna upp fyrir þegar fer að heyrast lætin og það eru þarna einhverjar stimpingar því ekki hverjir hefðu átt í nefndum stimping um í greint sinn, en hann kvaðst hafa séð til ákærða, en staðhæfði að hann hefði ekki verið í neinum samskiptum við hann þegar þetta gerðist. Þá kvaðst brotaþoli ekki hafa veitt því eftirtekt hvort ákærði hefði átti undir högg að sækja eða hefði orðið fyri r barsmíðum. Andmælti brotaþoli alfarið andstæðum framburði ákærða að þessu leyti, en engu að síður kvaðst hann hafa hugleitt að hringja eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli kvaðst eftir þetta enn hafa haldið kyrru fyrir í bifreið sinni og allt þar til hann he fði veitt því eftirtekt að af því kvaðst hann hafa fylgst með því þegar ákærði lagði leið sína upp á . Brotaþoli bar að á þeirri stundu hefði hann séð klæðnað ákærða á bifreið sem var í heimreið húseig narinnar og sagði : A að þessi samskipti hans við ákærða hefðu átt sér stað nærri akbraut og aðeins innar en hús nr. , e n hann kvaðst á þeirri stundu hafa veitt því eftirtekt að ákærði var í viðræðum við einhverja vegfarendur í bifreið. Framhaldinu lýsti brotaþoli þannig fyrir dómi: niður í bílinn minn og ég veit ekki fyrr til en að ég verð bara fyrir höggi, ég bara fann Fyrir dómi merk ti ákærði á ljósmynd umræddan vettvang og bar að hann hefði verið 12 nærri miðju malarstígsins og svo til á móts við heimreiðina að húseigninni Aðspurður svaraði ákærði því til að gerandinn hefði verið ákærði í máli þessu. Brotaþoli kvaðst, þegar atvik ge rðust, hafa verið með gleraugu og staðhæfði að þau hefð u eyðilagst vegna barsmíðar ákærða, en ætlaði helst að hann hefði farið með gleraugun á heimili sitt . Brotaþoli kvaðst ætla að hann hefði eigi fallið við vegna barsmíðar ákærða, en aftur á móti vankast svolítið, auk þess sem blætt hefði talsvert mikið frá áverkanum við augabrúnina. Eftir barsmíðina kvaðst brotaþoli ætla að hann hafi haldið kyrru fyrir í bifreið sinni í u.þ.b. klukkustund, enda hefði hann ekki treyst sér til að aka. Nánar aðspurður kvað st brotaþoli ekki minnast þess að ákærði eða nokkur annar hefði komið að bifreið hans í allri þessari atburðarás og enn fremur kvaðst hann aldrei hafa farið inn í nefnda húseign. Aðspurður staðfesti brotaþoli efni þeirrar framburðarskýrslu, sem hann hafði gefið hjá lögreglu, í aðalatriðum , og bar jafnframt að hann hefði náð fullum bata með tímanum. 3. Vitnið D kvaðst umrætt kvöld hafa farið að íbúðarhúsinu , . Vitnið kvaðst hafa verið í fylgd móðursystur sinn ar , C , en með í för hefðu og verið unnusta hans , F , vitnið E , brotaþoli og loks nafngreindur vinur þess. Vitnið bar að tilefnið hafi verið að þau hafi ætlað að aðstoða C við að flytja tiltekna muni sem hún hefði átt í húseigninni. Vitnið kvaðst minnast þess að brotaþoli hafi farið á eigin bifreið og að hann hefði lagt henni vestan við húseignina, en af þeim sökum hefði bifreiðin verið í hvarfi frá aðalinnganginum. Vitnið sagði að þau hin hefðu farið á vettvang á tveimur öðrum bifreiðum. Vitnið tók fram að það hefði í upphafi ferðarinnar ekki haft v itneskju um viðveru ákærða í húseigninni, en hins vegar haft vitneskju um að eignin hefði verið í sameign hans og C . Vitnið staðhæfði að allir nefndir aðkomumenn, þar á meðal brotaþoli, hefðu í upphafi farið að aðalinngangi húseignarinnar á norðurhliðinni , en þar kvaðst vitnið hafa teygt hönd sína inn um brotna rúðu og þá með þeirri ætlan að opna útihurðina. Vitnið sagði að við þessa aðgerð hefði verið slegið á hönd þess að innanverðu með arinskörungi. Vitnið kvaðst þrátt fyrir þetta hafa náð að opna útihu rðina, en þá strax mætt ákærða, sem hafi veifað nefndum skörungi. Vitnið kvaðst strax hafa brugðist við og tekið ákærða tökum, en í framhaldi af því náð að halda honum niðri í anddyrinu með hálstaki, enda kunnað nokkuð til verka vegna dyravarða r starfa. Vit nið bar að 13 hópurinn hefði allur fylgt honum eftir inn í húsið, að undansk i ldum brotaþola, sem aðeins hefði komið að útihurðinni í upphafi. Vitnið sagði að ákærði hefði um síðir róast og hefði það þá sleppt tökum sínum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða ve rða fyrir ákomum í greint sinn og þá ekki barsmíðum. Vitnið kvaðst því ekki hafa skýringar á áverkum ákærða samkvæmt áðurröktu áverkavottorði læknis. Vitnið bar að ákærði hefði hlýtt skipan þess um að fara út á pallinn við aðalinnganginn og bar að þar hef ðu þeir átt orðastað saman og þá m.a. í útidyratröppunum. Vitnið andmælti að þessu leyti frásögn vitnisins G um atvik máls. Nánar aðspurt kannaðist vitnið við að það hefði ásamt fleirum ýtt við ákærða í hann var í svolitlu C og ákærði öskrað hvort á annað og bar að það hefði jafnframt nokkrum sinnum þurft að ganga á milli þeirra, en þá einnig ýtt frekar við ákærða. Vitnið sagði að fleiri aðilar hefðu verið með öskur og læti þarna á vettvangi. Vitnið skýrði frá því að eftir þessa fyrstu atburðarás hefði það fylgst með því er ákærði hafi gengið frá húseigninni, en þá verið án sokka og yfirhafnar, þrátt fyrir að rigningarúði hefði verið á vettangi, og sa gði að ákærði hefði þannig farið upp að akbraut . Er þetta gerðist kvaðst vitnið ásamt nefndu fólki hafa verið á útipallinum við aðalinnganginn. Vitnið skýrði frá því að við nefndar aðstæður hefði það séð konurnar í hópnum tína saman föggur ákærða inna ndyra, þ. á m. fatnað hans og síma, og bar að þær hefðu farið með þær út úr húsinu. Vitnið kvaðst síðan hafa fylgst með því er brotaþoli hefði tekið þessar föggur og fært ákærða, sem þá hafi enn verið við nefnda akbraut. Vitnið lýsti atvikum nánar þannig: í brekkunni með allt dótið hans (ákærða) og labbar að honum og réttir honum (ákærða) saman um 3 - 4 m frá bifreið þ A tekur fötin sín og snýr sér við og ætlar að fara að labba í burtu og afi líka snýr sér við og ætlar að fara að labba í burtu, en þá snýr A sér aftur við og labbar að afa, 3 - 4 metra, og ég held að E hafði kallað, því að A stemmdi svolítið grimmt að honum, labbaði bara svona rösklega að honum, afi snéri sér svona við og þá fékk hann högg í andlitið, A 14 staðhæfði að gleraugu brotaþola hefðu brotnað við barsmíð ákærða, en samhliða því hefðu þau fallið til jarðar. Vitnið kvaðst síðar hafa tekið gleraugun upp og fært þau í bifreið brotaþola. Að þessu leyti leiðrétti vitnið framburð sinn hjá lögreglu um að brotaþoli hefði sjálfur tekið upp gleraugun sín, en vitnið vísaði jafnframt til þess að brotaþoli hefði greinilega verið ringlaður eftir barsmíðina. Vitnið staðhæfði að við nefnda barsmíð hefði brotaþoli strax fengið blóðáverka við vinstra augað, en það kvaðst hafa ætlað á vettvangi að gleraugun hefðu á tt þar hlut að máli. Vitnið skýrði frá því að strax eftir barsmíð ákærða hefði það hlaupið á vettvang og þá í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að ákærði gengi frekar í skrokk á brotaþola. á í áttina að akbraut . Í framhaldi af því kvaðst vitnið hafa átt orðastað við ákærða og m.a. spurt hann út í verknaðinn, en ekki fengið eiginlegt svar um tilefnið. Vitnið andmælti frásögn vitnisins G um að það hefði í ofannefndri atburðarás og aðstæðu m reynt að kýla ákærða og að brotaþoli hefði þá fengið höfuðhöggið. Vitnið vísaði að þessu leyti til frásagnar sinnar hér að framan. Vitnið kvaðst hins vegar hafa reynt að aðstoða brotaþola frekar, en bar að um svipað leyti hefði lögreglan komið á vettang. Vitnið ætlaði að lýst atburðarás, þ.e. frá því að það kom fyrst á vettvang og þar til lögreglan kom á vettvang, hefði varað í um tuttugu mínútur. Vitnið kvaðst hafa verið allsgáð er atvik gerðust og bar að það sama hefði gilt um það fólk sem með því var í greint sinn. 4. Vitnið E kvaðst hafa farið á vettvang, að , í greint sinn með vinkonu sinni, C , sem haft hafi aðsetur í húseigninni. Vitnið sagði að með í för hefði verið D og F . Vitnið staðhæfði að tilgangur þeirra hafi verið að aðstoða C við að ná í dót sem hún hefði átt í eigninni, enda hefði hún verið með ráðagerðir um að halda heimili hjá foreldrum sínum, en hún hafi þá verið nýkomin úr vímuefnameðferð. Vitnið kvaðst helst ætla að C hefði verið fyrir á vettvangi þegar þau þrjú hin kom u að húseigninni, en ætlaði jafnframt að brotaþolinn B hefði komið að eigninni á svipuðum tíma og þau. Aðspurt minntist vitnið þess ekki að við komu þeirra hefði bifreið verið í heimreiðinni við og staðhæfði að það hefði því ekki haft vitneskju um að á kærði væri þar fyrir. Vitnið kvaðst hafa þekkt til ákærða og bar að það hefði talið að fullt samkomulag hefði verið um lýst áform C í greint sinn. 15 Vitnið kvaðst minnast þess að þegar það kom á vettvang hefðu einhver læti verið þar á vettvangi og bar að a f þeim sökum hefði það, ásamt E , staldrað við fyrir utan húseignina. Vitnið andmælti að þessu leyti í aðalatriðum vitnisburði G um upphafsaðgerðir í greint sinn, þ. á m. varðandi brothljóð, og enn fremur því að ákærði eigninni. Vitnið kvaðst ekki minnast þess hver af nefndum aðkomumönnum fór fyrstur inn í húseignina, en bar að eftir það hefði það innandyra. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þann at gang með eigin augum og þá ekki hvort ákærði hefði orðið fyrir ákomum eða meiðslum, en hins vegar heyrt mikla háreysti innandyra. Vitnið skýrði frá því að ákærði hefði gengið út úr húseigninni, en áréttaði að það hefði í raun ekki séð aðdraganda þess og þ ar á meðal hvort ákærða hefði verið ýtt út og þá ekki heldur hvort stympingar hefðu verið í gangi á þeirri stundu. Vitnið bar að eftir að ákærði var farinn út hefði það farið inn í forstofu eignarinnar í stutta stund, en eftir það haldið til á útipallinum þar fyrir framan, ásamt vitninu F og bar að þar hefðu þær tvær, ásamt D , fylgst með því sem á eftir fór. Vitnið skýrði frá því að í raun hefðu lætin haldið áfram eftir að ákærði hafði farið út úr húseigninni og kvað það alla nefnda aðila hafa tekið þar þá tt, þó svo að mest hefði borið á C og ákærða. Vitnið staðhæfði að m.a. hefði ákærði verið með hótanir um að ráðast á allt aðkomufólkið. Vitnið tók fram að það hefði ekki séð vímuáhrif á nokkrum manni sem þarna var. Við nefndar aðstæður kvaðst hún hafa te kið eftir því að brotaþoli, B , hafi haldið á jakka, sem hafi verið í eigu ákærða, en það kvaðst hafa ályktað að hann hefði ekkert komið við sögu fram til þessa. Vitnið bar að þegar þetta gerðist hefði ákærði verið staddur við akbraut og verið þar í sam ræðum við eitthvað fólk í bifreið, sem leið hafði átt um. Vitnið kvaðst við nefndar aðstæður hafa fylgst með því er brotaþoli hefði gengið með nefndan jakka til ákærða og rétt honum. Vitnið sagði að fundum þeirra tveggja hefði í raun borið saman sunnan við húseignina . (Dskj. nr. 19 x1 þar sem B lætur A hafa jakkann, þ.e. fyrir framan hús ). Vitnið bar að smá rigningarúði hefði verið þegar hinn síðastgreindi atburður gerðist, en það kvaðst hafa ætlað að brotaþoli hefði ekki mælt orð frá vörum, þar sem hann hefði strax snúið frá ákærða og gengið aftur áleiðis niður brekkuna. Vitnið lýsti þegar A tekur á 16 stað frá bílnum sem hann er tala við fólkið í og byrjar að hlaupa að B F köllu B B snýr sér að okkur og í því sem B snýr sér þá tekur A og kýlir B Vitnið kvaðst eiga erfitt með að segja til um hversu langa vegalengd ákærði hljóp í greint sinn, en ætlaði helst að það hafi verið um 10 - 15 m, þ.e. frá og niður malarstíg inn og þá til móts við heimreiðina að . Vitnið kvaðst hafa fylgst með þessu frá útipalli húseignarinnar og því aðeins verið fáeina metra frá vettvangi. Vitnið bar að bifreið brotaþola hefði verið enn sunnar á malarstígnum. (Merki x2 og er kominn aðeins suður fyrir húshornið, þ.e. gaflinn en þó var sjónlína frá pallinum). Vitnið staðhæfði að barsmíð ákærða hefði komið á gagnauga brotaþola, en það erfitt með að standa í ásamt vitninu F , og bar að þær hefðu m.a. aðstoðað hann við að fara inn í bifreiðina, en jafnframt bannað honum að aka. Vitnið kvaðst síðar um kvöldið hafa farið með brotaþola til læknis vegna höfuðáverkanna. Vitnið staðhæfði að brotaþoli hefði borið gleraugu þegar atburður þessi gerðist, en það kvaðst ekki hafa séð hvað varð um þau. Vitnið áréttaði að vitnið D hefði verið á útipallinum þegar hinn síðastgreindi atburður gerðist og bar að strax eftir barsmíðina hefði D hlaupið til og þá að ákærða A D á sama staðnum og B fær höggið. Borin var undir vitnið frásögn vitnisins G um viðskipti D og ákærða. Vitnið áréttaði fyrri frásögn sína og bar að D hefði fyrst skipt sér af málum eftir að ákærði hafði slegið brotaþola. Það var ætlan vitnisins að þá hefðu verið liðnar um 30 mínútur frá því að það kom fyrst á vettvang. Vitnið kvaðst eftir nefnda barsmíð hafa hringt eftir aðstoð lögreglu. Vitnið skýrði frá því að allt þetta mál hefði verið mjög umtalað í bæjarkjarnanum, auk þess sem fleiri kærur hefðu komið fram. 5. Vitnið F kvaðst hafa verið í för með C , unnusta sínum, D , og nafngreindum félaga hans í greint sinn, en einnig E , en það lýsti tilefni ferðar þeirra að með líkum hætti og áður er komið fram. Er atburður þessi gerðist kvaðst vitnið hafa haft vitneskju um að ákærði hefði ve rið heima við fyrr um daginn og þá vegna orðræðu unnustans um samskipti hans og brotaþola nokkru áður. Við komu kvaðst vitnið á hinn bóginn 17 hafa talið að ákærði væri ekki heima, en í því samhengi vísaði það til þess að það minntist þess ekki að bifreið ákæ rða hefði verið í heimreiðinni við húseignina. Vitnið kvaðst ekki hafa farið inn í húseignina í upphafi, en í þess stað beðið fyrir utan og þá við heimreiðina, ásamt vitninu E . Vegna þessa kvaðst vitnið aðeins að einhverju leyti hafa getað fylgst með því sem gerðist í greint sinn og þar á meðal þegar C og D fóru og athöfnuðu sig við útihurð . Að því leyti lýsti vitnið atvikum með líkum hætti og vitnið E . Vitnið kvaðst í raun ekki hafa séð hvað gerðist innandyra, en ætlaði að fyrrnefndir aðilar hefðu v erið í húsinu í u.þ.b. fimm mínútur og á þeim tíma, a.m.k. í fyrstu, heyrt umgang og skilist að það hafi verið þegar nefnt fylgdarfólk tók tiltekið járnstykki af ákærða. Vitnið kannaðist ekki við lýsingar vitnanna G og H að öllu leyti, og þá um það sem ge rðist í og við nefnda húseign, og þá hvorki í upphafi atburðarásarinnar eða varðandi það sem á eftir gerðist, þ. á m. millum ákærða, brotaþola og D . Vitnið staðfesti á hinn bóg inn að mikil háreysti hefði verið á vettvangi í greint sinn. Vitnið kvaðst fyrst hafa farið upp á útipallinn við aðalinnganginn eftir að ákærði hafði farið út úr húseigninni og niður útitröppurnar og bar að hann hefði í fyrstu haldið kyrru fyrir á lóðinn i. Vitnið kvaðst hafa haldið kyrru fyrir á útipallinum og þá ásamt E , en bar að þar hefðu einnig verið D og C , en vitnið ætlaði helst að nefndur félagi D hefði haldið sig innandyra þegar þetta gerðist. Vitnið kvaðst við lýstar aðstæður hafa fylgst með því er C hefði komið með fatnað ákærða, þ.e. húfu og mjög þykka peysu, og lagt hann á pallinn. Vitnið greindi frá því að það hefði fyrst séð til ferða brotaþola við eftir að ákærði fór þaðan út. Vitnið kvaðst eftir það hafa fylgst með gjörðum brotaþola, þ . á m. er hann hefði tekið fyrrnefndan fatnað ákærða og gengið með hann upp brekkuna norðan eignarinnar og fært ákærða. Vitnið sagði að er þetta gerðist hefði ákærði verið nærri akbraut , nánar tiltekið við mót hennar og hinnar malarbornu akbrautar. Vit nið sagði að þegar þetta gerðist hafi verið rigning og rok á vettvangi, en það var og ætlan þess að þá hefðu um 5 - 10 mínútur verið liðnar frá því að það kom fyrst á vettvang. Vitnið staðhæfði að brotaþoli hefði í raun engin samskipti haft við ákærða við ne fndar aðstæður og bar að hann hefði nær strax snúið frá ákærða, en eftir það gengið 18 niður malarstíginn. Kvaðst vitnið hafa ályktað síðar að brotaþoli hefði í greint sinn húsi A Við nefndar aðstæður kvaðst vitnið hafa fylgst með því þegar ákærði hefði hlaupið á eftir b E öskrum, bara við sáum að hann var B snýr sér við og hann fær högg gerst með skjótum hætti, og ætlaði að einungis hefðu liðið um 4 - 5 sek. frá því að brotaþoli lét ákærða hafa fötin þar til hann varð fyrir barsmíðinni. Vitnið kvaðst ekki hafa veitt því eftirtekt hvað ákærði hefði gert við fötin í greint sinn. Fyrir dómi lýsti vitni ð atvikum nánar og áréttaði aðstæður, m.a. með merkingu á ljósmynd. Vitnið áréttaði jafnframt að það hefði séð með eigin augum það sem gerðist, enda hefði það verið á fyrrnefndum útipalli þegar ákærði sló til brotaþola. Vitnið bar á hinn bóginn að það hefð i ekki verið með sjónlínu að bifreið ákærða þar sem hún hefði verið aðeins neðar á malarstígnum, en af þeim sökum hefði húseignina borið í milli. Vitnið lýsti atvikum nánar á þá leið að brotaþoli hefði ekki alveg fallið við sagði að brotaþoli hefði tekið gleraugun sín upp af jörðinni. Vitnið kvaðst eigi hafa veitt því eftirtekt hvort tjón hefði orðið á gleraugunum. Vitnið staðhæfði að barsmíð ákærða hefði haft þær afleiðing ar að brotaþoli fékk mikla blóðáverka við augabrúnina. Vitnið skýrði frá því að eftir barsmíð ákærða hefði D hlaupið af fyrrnefndum palli og til ákærða. Vitnið sagði að er þetta gerðist hefði ákærði verið á leiðinni aftur að gatnamótum malarstígsins og ak brautar , og bar að eftir þetta hefði það séð þá tvo standa saman um stund. Vitnið kvaðst einnig hafa brugðist við eftir nefnda barsmíð og bar að það hefði líkt og vitnið E farið til brotaþola og þá til að aðstoða hann. Vitnið sagði að brotaþoli hefði í raun staðið í sömu sporunum og þá á þeim stað sem hann varð fyrir barsmíðinni. Vitnið kvaðst skömmu síðar hafa farið til D og ákærða og þá til þess að gæta nánar að málum. Vitnið sagði að þá hefði í raun allt verið með felldu, en það kvaðst m.a. hafa hey rt þann fyrrnefnda viðhafa ávítunarorð og þá vegna framkomu 19 ákærða gagnvart brotaþola. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð átök á milli D og ákærða í greint sinn. 6. Vitnið G kvaðst umrætt kvöld hafa verið á heimili sínu, að , ásamt eiginkonu sinni, vitninu H , og tveimur börnum þeirra, þá ára. Vitnið bar að þau hefðu að nokkru fylgst með því sem gerðist við og þá út um glugga á efri hæðinni. Vitnið bara hópur af ) og dregur A E , D og C ég Vitnið áréttaði að það hefði ekki getað fylgst nákvæmlega með ofangreindri atburðarás eða því sem síðar gerðist. Vísaði vitnið til þess að börnin hefðu verið í að leysast upp í vitleysu og ég atburðarásinni til skiptis úr tveimu r gluggum á suðurhlið efri hæðar húseignar sinnar. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvort bifreið ákærða hefði verið í heimreiðinni þegar atburðurinn gerðist. Þá kvaðst það daginn fyrir nefndan atburð hafa veitt því eftirtekt að brotaþoli hefði verið a ð athafna sig við ruslatunnurnar við . Vitnið kvaðst hafa þekkt sumt af aðkomufólkinu og nefndi í því sambandi áðurnefnda aðila. Vitnið treysti sér ekki til að segja til um hvort brotaþoli, B , hefði í upphafi lýstrar atburðarásar verið á vettvangi eða hvort það hefði séð til hans síðar. Vitnið bar að brotaþoli hefði örugglega verið á vettvangi þegar það fylgdist með viðskiptum ákærða og D utan dyra, nánar tiltekið við mót og malarstígar sunnan húseignar þess skömmu eftir að hinni fyrstu atburðarás l auk við . Vitnið lýsti atvikum nánar á þann veg að eftir að ákærði var kominn út úr húsinu hefði eitthvað af aðkomufólkinu staðið upp á pallinum við útihurð , en ákærði hafi verið þar fyrir neðan. Vitnið sagði að fólkið hefði öskrað og rifist við ák ærða og bar 20 Vitnið kvaðst jafnframt hafa fylgst með því þegar ákærði lagði leið sína upp á akbraut og þá m.a. séð að hann var þar í samræðum við vegfare ndur sem áttu leið B sé að labba upp brekkuna þegar D A vel verið að A minnir mig hafi snúið sér eitthvað við og ætlaði að verja sig þeim látum hafi B fengið högg í andlitið. Hann hittir ekki D og fer í B Vitnið kvaðst ekki hafa veitt því eftirtekt í greint sinn hvort brotaþoli, D eða B hefði fengið eitthvað högg, ó að hann hefði fallið til jarðar eða fengi blóðáverka. Nánar aðspurt minntist vitnið þess ekki hvort brotaþoli hefði verið með gleraugu þegar atvik máls gerðust. Þá kvaðst vitnið ekki hafa veitt því eftirtekt hvort nefndir aðilar hefðu átt í frekari átöku m í greint sinn, en ætlaði helst að þeir hefðu einfaldlega allir stigið til hliðar og þá án þess að einhverjir aðrir nærstaddir gengju á milli. Nánar aðspurt kvaðst vintið ekki minnast þess hvort brotaþoli, B , hefði, fyrir eða í síðastgreindum samskiptum, haldið á fatnaði. Þá kvaðst vitnið ekki geta sagt til um hvar bifreið brotaþola var lagt í greint sinn og enn fremur treysti það sér ekki til að segja til um hvort ákærði hefði í ofannefndu ferli á einhverri stundu farið niður margnefndan malarstíg. Vitnið kvaðst og eiga erfitt með að segja til um hversu langur tími leið frá því að það varð fyrst vart við atganginn við og þar til hinn síðastgreindi atburður gerðist, en nefndi í því sambandi 15 - 30 mínútur. Vitnið vísaði til þess að talsverður tími væri l iðinn frá þessum atburði, auk þess sem því hefði verið svolítið brugðið vegna alls þess sem þarna gekk á. Vitnið ætlaði að það hefði munað atvik máls betur við skýrslugjöf þess hjá lögreglu. Vitnið staðfesti efni þeirrar skýrslu og þar á meðal að það fyrst a sem hefði vakið athygli þess í greint sinn hefði verið 21 brothljóð frá nefndri húseign og bar að það hefði verið líkt því sem að útihurðin hefði en vitnið áréttaði að brotaþolinn B hefði þó ekki verið þar á meðal. Vitnið tók fram að því hefði í raun blöskrað aðfarirnar gegn ákærða, þ. á m. þegar hann hefði verið borinn í láréttri stellingu út úr húseigninni eða a.m.k. hefði honum verið dröslað út með valdi. Vitnið kvaðst hafa tekið örstutt myndskeið við upphaf lýstrar atburðarásar, þ.e. við útidyrahurð , og bar að það hefði sýnt lögreglu það á sínum tíma. 7. Vitnið H kvaðst umrætt kvöld hafa verið á heimili fjölskyldunnar að . Vitnið lýst i atvikum máls í aðalatriðum á sama veg og fyrrnefndur eiginmaður þess. Vitnið kvaðst þannig í upphafi hafa heyrt dynk, öskur og læti og þá litið út um glugga, en þá A hendina á vera D , en vitnið bar að þrátt fyrir þessar aðfarir hefði ákærði ætíð verið uppistandandi. Vitnið kvaðst minnast þess að hafa séð F , unnustu D , á vettvangi, en hin fyrsta atburðarás hefði í raun gengið mjög fljótt fyrir sig og hefði verið líkast því Vitnið kvaðst mjög fljótlega, líkt og eiginm aðurinn, hafa farið að einbeita sér að börnunum og þá þannig að þau sæju ekki atganginn fyrir utan heimili þeirra, en af þeim sökum hefði hún reynt að halda þeim frá gluggunum. Vegna þessa kvaðst vitnið heldur ekki stöðugt hafa fylgst með atburðarásinni ut andyra. Vitnið bar að eftir hinn fyrsta atgang hefði það veitt því eftirtekt að atgangurinn færðist frá og að akbraut og kvaðst það hafa ályktað að ákærði hefði reynt að flýja af vettvangi og komast þannig frá D . Vitnið kvaðst hafa veitt því efti rtekt að D hefði þar áfram haldið í ákærða og bar að sá síðarnefndi hefði stöðugt reynt að slíta A svona slær svona aftur og reynir að losa sig því hann rífur alltaf aftan í hann og það sem ég sá þá var þetta aðalleg þessi D kvaðst ekki hafa séð aðra nærstadda aðila en nefndan D , þ. á m. C , E eða brotaþola, skipta sér af ákærða í greint sinn á eða við . Vitnið sagði að þessi síðasti atgangur 22 hefði í raun gerst neðan við suðurgluggana á heimili þess, en bar að í raun hefði öll atburðarásin verið mjög hröð og að undir lokin hefði vettvangurinn á ný færst nær húseigninni . Vitnið kvaðst í greint sinn a ldrei hafa séð beinar barsmíðar og áréttaði að svo hefði virst sem ákærði hefði einungis verið að reyna að losa sig frá D . Vitnið áréttaði að D Vitnið kvað st aldrei hafa séð brotaþola, B , koma að málum í greint sinn. Vit n ið kvaðst og aldrei hafa séð brotaþola nærri ákærða og D og þá ekki á eða við og B brotaþola eftirtekt, en það var hins vegar ætlan þess að er atvik máls gerðust hefði bifreið ákærða verið kyrrstæð í heimreiðinni við . Vitnið kvaðst hafa hætt að horfa út um gluggana af áðurgreindum ástæðum og af þeim sökum hefði það ekki séð hvernig viðskiptum ákærða og D l auk í greint sinn. Það var ætlan vitnisins að það hefði fylgst með lýstum atgangi, og þá aðeins að nokkru leyti, í um 3 - 5 mínútur. Vitnið kvaðst eftir það hafa heyrt alls konar E , og vísaði til þess að nefndu vit ni hefði legið einna hæst rómur og þá þannig að heyrst hefði um allt hverfið. Vitnið bar að E hefði beint orðum sínum að ákærða, auk þess sem vitnið C hafi lagt þar orð í belg, en þá helst með öskrum, og sagði að þessi hávaði hefði í raun gerst mjög nærri húsi þess. Vitnið bar að eiginmaður þess hefði fylgst frekar með nefndri atburðarás í greint sinn og hefði svo verið frá upphafi, enda hefði það frekar reynt að sinna börnum þeirra. Vitnið skýrði frá því að brotaþoli hefði komið að máli við sig daginn efti r umræddan atburð og bar að hann hefði þá verið að spyrjast fyrir um hvort það hefði séð það sem fram fór í greint sinn og þar á meðal þegar ákærði hefði lamið hann. Vitnið kvaðst hafa svarað því til, líkt og fyrir dómi, að það hefði ekki séð það. Vitnið k vaðst er þetta gerðist ekki hafa séð áverka á brotaþola. 8. Vitnið I læknir staðfesti efni áðurrakins vottorðs frá 26. júlí, en einnig frá 16. nóvember 2018, að því er varðaði áverka brotaþola á augabrún. Vitnið bar að samræmi hefði verið með frásögn bro taþola og þeim áverka sem hann var með, en einnig um tilkomu hans og vísaði m.a. til þess að brotaþoli hefði verið með gleraugu þegar atvik máls gerðust. Vitnið bar að brotaþoli hefði við komu 23 verið vankaður, en að hann hefði náð sér á strik þegar leið á k völdið. Vitnið bar að brotaþoli hefði ekki verið með sýnilega r bólgur eða glóðurauga við hina fyrstu skoðun, en bar að slík ummerki hefðu getað komið fram strax daginn eftir. 9. J læknir staðfesti áðurrakinn samskiptaseðil um ákærða og bar að áverkamerkin hefðu getað samrýmst frásögn hans. 10. Vitnið M lögregluþjónn staðfesti fyrir dómi efni áðurrakinnar frumskýrslu og ætlaði að það hefði verið komið á vettvang um klukkan 21:00 umrætt kvöld. Vitnið kvaðst hafa veitt því eftirtekt að ein rúðan í útihurðinni að var brotin, en það ætlaði að lít ið spjald hefði verið í gatinu. Vitnið kvaðst hafa veitt þvi athygli að brotaþoli var blóðugur á gagnauga, en af þeim sökum hefði það gefið það ráð að fara yrði með hann til læknis, en sagði að hann hefði verið tregur til að fara að þeim ráðum. Vitnið kvað st ekki minnast þess að ákærði hefði verið með sýnilega áverka í greint sinn, en bar að hann hefði verið rólegur og yfirvegaður á vettvangi. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein vímuáhrif á því fólki sem var á vettvangi í greint sinn. Vitnið sagði að við komu lögreglu hefði verið kyrrstæð bifreið í heimreið nefndrar húseignar. 11. Vitið J , fyrrverandi yfirlögrelguþjónn , staðfesti gerð lögregluskýrslna, þ. á m. yfirheyrsluskýrslna. Vitnið sagði að það myndskeið sem vitnið G hefði afhent við frumrannsókn málsin s hefði að áliti þess ekki haft sönnunargildi, enda hefði það verið örstutt og ekki sýnt atvik máls. Vitnið kvaðst við rannsókn málsins hafa séð augabrún a áverka brotaþola, en að auki veitt því athygli að hann var með glóð a rauga. Þá kvaðst vitnið hafa séð gleraugun hans og kvaðst það hafa metið það svo að þau hefðu verið það mikið skemmd, þ.e. umgjörðin, að þau hafi verið ónothæf, auk þess sem annað glerið hefði verið fallið úr. Vitnið staðhæfði að við upphaf yfirheyrslunnar yfir ákærða hefðu þeir rætt um þörfina fyrir túlkaþjónustu. Vitnið bar að ákærði hefði ekki viljað slíkt, en það hefði heldur ekki verið talin þörf á slíkri þjónustu sökum íslenskukunnáttu ákærða. Vitnið kvaðst við rannsókn málsins hafa athugað með símhringingu ákærða umrætt kvöld og f engið staðfest að hann hefði hringt í Neyðarlínuna. 24 Vitnið staðfesti að tveimur dögum fyrir nefndan atburð hefði það farið með ákærða í umrædda húseign, , og þá m.a. gætt að ummerkjum um fíkniefni. Vitnið kvaðst þá hafa veitt því athygli að lítil rúða v ar brotin í útidyrahurðinni. Nefnd fyrrverandi sambýliskona ákærða og dóttir brot a þola skoraðist undan því að bera vitni fyrir dómi. Fyrir uppkvaðningu dóm s ins var gætt ákvæða 184. gr. laga nr. 88/2008. V. 1. Í máli þessu er ákærða gefin að sök líkamsárá s með því að hafa að kvöldi 26. júlí 2018, fyrir utan , , slegið B eitt hnefahögg í andlitið, með þeim afleiðingum að hann fékk glóðarauga á vinstra auga og tveggja cm langan skurð á vinstri augabrún, sem þurfti að sauma með tveimur sporum, eins og nánar er lýst í ákæru. Til þess er að líta að misritast hefur vikudagur í ákæru, en atvik máls munu hafa gerst á fimmtudagskvöldi. Ákærði neitar sök, en hann hefur að nokkru lýst atvikum máls hér fyrir dómi, en einnig hefur hann vísað til minnisleysis. Fyrir liggur að við lögreglurannsókn málsins skýrði ákærði að nokkru frá má lavöxtum, líkt og þau vitni sem gáfu skýrslur fyrir dómi. 2. Í máli þessu liggur fyrir að ákærði hafði haldið til í húseigninni , sem einnig er nefnd , í fáeina daga, áður en atvik máls þessa gerðust. Húseign þessi var þá í sameign ákærða og fyrrver andi sambýliskonu hans, C , en þau höfðu þá um vorið slitið sambúð sinni. Verður ráðið að konan hafi haldið til í eigninni eftir slitin, en að hún hafi vegna veikinda verið fjarverandi um hríð og virðist hún síðan í raun hafa flust búferlum til föður síns, sem er brotaþoli í máli þessu. Óumdeilt er að við nefndar aðstæður hafi ákærði brugðið á það ráð að brjóta litla glerrúðu í útihurð húseignarinnar og þá til þess að komast inn, en þá með þeirri ætlan að geta tekið á móti ungum börnum sínum, en þau virðast hafa verið í tímabundinni vistun á vegum barnaverndarnefndar. Samkvæmt gögnum hafði ákærði gert lögreglu viðvart um þessar gjörðir sínar. Ágreiningslaust er að kastast hafði í kekki með ákærða og brotaþola síðdegis fimmtudaginn 26. júlí nefnt ár og þá veg na viðveru og athafna þess síðarnefnda við 25 . Og eins og rakið var í II. kafla hér að framan hafði brotaþoli greint dóttur sinn i frá þessum samskiptum áður en hún fór við fjórða mann að húseigninni þá um kvöldið, að sögn til þess að flytja eigur sínar ve gna fyrrnefndra búferlaflutninga. Liggur fyrir að brotaþoli hafi á sama tíma lagt leið sína að húseigninni, en hann lagði bifreið sinni vestan hennar og þá nærri aflíðandi malarstíg sunnan . Af gögnum verður ráðið að nefnt aðkomufólk hafi komið að húsei gninni um klukkan 20:30. Samkvæmt gögnum var lögreglu gert viðvart um að atgangur væri við eignina um klukkan 20:45, en ráðið verður að lögreglumenn hafi komið á vettvang um kl. 21:00. Til þess er að líta að nefnt aðkomufólk, sem fylgdi fyrrverandi sambýl iskonu ákærða að í greint sinn, eru ættingjar hennar og vinir. Við mat á framburð i þessara vitna verður m.a. litið til þessara tengsla, sbr. ákvæði 126. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 3. Að virtu vætti M lögreglumanns, sem stoð hefur í fram burði vitna að hluta, verður lagt til grundvallar að þegar nefnt aðkomufólk kom að húseigninni umrætt kvöld hafi bifreið ákærða verið í bifreiðastæði í heimreiðinni. Verður að þessu virtu einnig lagt til grundvallar að nefnd vitni hafi í síðast a lagi við k omu að húseigninni hlotið að gera sér grein fyrir að líklegt væri að ákærði hefðist þar við í greint sinn. Í því samhengi er til þess að líta að ákærði var með lögheimili sitt í eigninni. Aðstæðum á vettvangi, en einnig næsta nágrenni, er að nokkru lýst hé r að framan, sbr. kafl a II. 3, en einnig liggja fyrir í málinu ljósmyndir. Að virtr i frásögn ákærða, en einnig vitna fyrir dómi, einkum D , verður lagt til grundvallar að til átaka hafi komið eftir að nefnt vitni og dóttir brotaþola höfðu brotið sér leið i nn í forstofuna í , og þá a.m.k. með þeim og ákærða. Liggur fyrir að í kjölfarið kom til þeirra atvika sem mál þetta er af risið og þá vegna kæru brotaþola. Einnig liggur fyrir að ákærði bar fram kæru á hendur nefndum aðilum fyrir húsbrot og líkamsárás, en af hálfu lögreglustjóra var kærumál hans fellt niður. 4. Að virtri trúverðugri frásögn vitnanna G og H fyrir dómi, frásögn ákærða, staðfestu læknisvottorði svo og vætti vitnisins D , er að áliti dómsins nægjanlega í ljós leitt að ákærði hafi átt undir högg að sækja eftir nefnda innför hins síðastnefnda vitnis og fyrrverandi sambýliskonu og einnig að ákærði hafi í framhaldi af því verið beittur 26 valdi þá er hann hafi verið hrakinn út úr húseigninni og í framhaldi af því af útipalli þar við og út á lóðina . Þá hafi eigur ákærða, einkum fatnaður, verið færðar út úr húseigninni. 5. Að ofangreindu virtu verður af hálfu dómsins ekki dregin í efa frásögn ákærða um að hann hafi verið andlega miður sín og óttasleginn og að það ástand hafi a.m.k. að nokkru leitt til þess að minni hans var gloppótt um það sem síðar gerðist. Er í þessu viðfa ngi til þess að líta að ákærði fór eftir lýsta aðför skólaus upp á akbraut þar sem hann náði að hringja í Neyðarlínuna með hjálp ferðamanna sem leið áttu hjá fyrir tilviljun. Þá er einnig til þess að líta að óumdeilt er að mikil háreysti var á vettvang i nær frá byrjun nefnds atgangs. 6. Að virtum framlögðum gögnum og framburði brotaþola og vitna að hluta verður lagt til grundvallar í máli þessu, að þrátt fyrir að brotaþoli hafi að nokkru fylgst með atganginum við aðalinngang hafi hann eigi aðhafst fyrr en fyrrnefndar eigur ákærða höfðu verið færðar út úr eigninni. Þá er til þess að líta að nefnd vitni , G og H , voru ekki í færi vegna aðstæðna sinna til að fylg ja st gaumgæfilega með atburðarásinni utandyra, en að áliti dómsins ber frásögn þeirra þess s kýr merki. Og að virtrum samhljóða framburði vitnanna D og E , svo og frásögn brotaþola og að nokkru ákærða við meðferð málsins, en þó einkum trúverðugu vætti vitnisins F , verður lagt til grundvallar að brotaþoli hafi fært ákærða fatnað sinn skömmu eftir a ð hann hafði lagt leið sína að akbraut . Að virtum framlögðum gögnum verður helst ráðið að fundum ákærða og brotaþola hafi í greint sinn borið saman nærri mótum akbrautarinnar og malarstígs vestan og hafi það í raun verið tiltölulega skammt frá þeim stað þar sem brotaþoli hafði lagt bifreið sinni við komu. Að virtum nefndum frásögnum, sem í aðalatriðum eru samhljóð a, og því sem hér að framan hefur verið rakið er að álit i dómsins eigi varhugavert að telja að ákæruvaldið hafi sannað í máli þessu að ákærði hafi í kjölfar nefnds fundar við brotaþola farið fáein skref á eftir honum og síðan slegið hann í höfuðið. Að áliti dómsins er einnig nægjanlega upplýst að er atburður þessi gerðist hafi brotaþoli bo rið gleraugu og að hann hafi fengið þá áverka sem lýst er í ákæru, sbr. að því leyti framburð nefndra vitna, framlagt áverkavottorð, ljósmynd og loks vætti læknis og þess lögreglumanns sem annaðist rannsókn málsins. Eigi verður fallist á með ákærða 27 að þess i síðastgreinda háttsemi hans hafi eins og á stóð verið réttlætanleg og þá þannig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, sbr. ákvæði 1. og 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að sannað sé að ákær ði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem saksókn á hendur honum tekur til, að því frátöldu , og að virtum framburði ákærða, að eig i þykir sannað að hann hafi slegið frá sér í greint sinn með hnefa. Háttsemi ákærða þykir að þessu virtu varða við 1. mgr. 217. g r. hegningarlaganna . VI. 1. Ákærði, sem er þrítugur, hefur samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. 2. Við ákvörðun refsingar ákærða verður einkum litið til þess að barsmíð hans olli brotaþola nokkru heilsutjóni, sbr. 1. tl . 1. mgr. 70. gr. hegningarlaganna. Á hinn bóginn verður litið til hnökralauss sakaferils ákærða og þeirrar atlögu og líkamsmeiðinga sem hann hafði orðið fyrir skömm áður, sbr. að því leyti ákvæði 4. tl. 1. mgr. 74. gr. hegningarlaganna. Þykir eftir atviku m rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða með þeim hætti sem í dómsorði greinir. 3. Gísli M. Auðbergsson lögmaður hefur fyrir hönd brotaþola, B , krafðist greiðslu skaða - og miskabóta. Lögmaðurinn lagði kröfuna fyrst fram hjá lögreglu í byrjun ágúst 2018. Ti l þess var vísað að um bráðabirgðakröfu væri að ræða og var áskilinn réttur til að rökstyðja hana frekar á síðari stigum, en einnig til þess að koma frekari gögnum að. Krafa þessi er í samræmi við ákæru. Nefnd krafa var birt ákærða 12. ágúst 2018. Kraf a n er rökstudd, en hún er sundurliðuð þannig að krafist er miskabóta að fjárhæð 800.000 krónur, læknis - og lyfjakostnaðar að fjárhæð 50.000 krónur og kostnaðar vegna nýrra gleraugna að fjárhæð 100.000 krónur. Við meðferð málsins fyrir dómi var af hálfu lögma nnsins vísað til kröfugerðarinnar, en jafnframt lagði hann fram ný gögn um útlagðan kostnað brotaþola, að hluta til hækkunar og að hluta til lækkunar, sbr. dskj. nr. 12 og 13. Við aðalmeðferð málsins var kröfugerðin áréttuð, en breytt í samræmi við ofangre int. Var þannig miskabótakrafa lækkuð í 790.401 krónu, en einnig var krafan vegna 28 lækniskostnaðar lækkuð í 14.599 krónur. Aftur á móti var krafan vegna gleraugnakaupa hækkuð í 143.800 krónur. Var því heildarkrafan að fjárhæð 948.800 krónur. Að auki var kra fist vaxta, lögmannskostnaðar og virðisaukaskatts, eins og síðar verður vikið að. Bótakröfunni er mótmælt af hálfu ákærða, þar á meðal sem of hárri. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás gagnvart brotaþola. Ber ákærði bótaábyrgð samkvæmt almennri sakarreglu skaðabótaréttar á tjóni brotaþola. Verður tekin afstaða til kröfunnar, eins og henni er lýst í ákæru, en með hliðsjón af nefndum breytingum. Að ofangreindu virtu verður fallist á að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur samkvæm t 26. laga nr. 50/1993 um skaðabætur. Ákveðast þær eftir atvikum 350.000 krónur. Einnig verður fallist á kröfu brotaþola vegna lækniskostnaðar að fjárhæð 14.599 krónur. Að því er varðar kostnað vegna nýrra gleraugna, þ.e. umgjarðar og glerja, er vísað til tjónaskýrslu sjóntækjafræðings, dags. 5. apríl 2019, en þar segir að um sé að ræða sambærileg gleraugu og brotaþoli hafði áður átt. Að þessu virtu, ásamt fyrrgreindum fyrirvara lögmanns brotaþola og vætti vitna um skemmdir og þá einkum ranns a kara, verður f allist á kröfugerðina, líkt og atvikum er háttað, og þá með nefndri fjárhæð, 143.800 krónum. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti, en einnig ferðakostnað, eins og í dómsorði greinir. 4. Ákærði greiði sakarkostnað ákæruvalds samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti, 10.560 krónur, og 24.060 krónur vegna ferðakostnaðar og þóknun vegna atvinnumissis vitn is, sbr. ákvæði 2. mgr. 125. gr. laga nr. 88/2008 , en að auki málsvarnarlaun sk ipaðs verjanda síns, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, eins og í dómsorði greinir. Málið flutti Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari af hálfu ákæruvalds, Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður, sem skipaður verjandi ákærða, og Gísli M. Auðbergsson , lögmaður brota þola. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 184. gr. laga nr. 88/2008 . Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóminn. 29 D Ó M S O R Ð: Ákvörðun um refsingu ákærða, A , skal frestað og hún falla niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði B 508.399 krónur í miska - og skaðabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001; af 350.00 krónum frá 26. júlí 2018 til 30. sama mánaðar, en af 364.599 krónum frá 30. júlí nefnt ár til 18. október 2019, en af þeirri fjárhæð með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði ákærði B 168.640 krónur í kostnað vegna lögmannsþjónu stu, en einnig 23.020 krónur vegna ferðakostnaðar lögmanns hans. Ákærði greiði 1.1 30.780 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns, 1.096.160 krónur.