Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 17. september 2021 Mál nr. S - 178/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi ) g egn Aron i Bjarn a Stefánss yni ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta sem tekið var til dóms 24. ágúst sl. var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 8. október 2020 á hendur Aroni Bjarna Stefánssyni, fæddum , til heimilis að boðið til sölu bifhjól af gerðinni Yamaha R6 og þannig blekkt X , kt. 000000 - 0000 til viðskipta, en X greiddi ákærða þann 2. apríl 2019, 150.000 krónur með millifærslu inn á reikn ing ákærða hjá Íslandsbanka nr. , sem ákærði hagnýtti sér í eigin þágu, en X fékk bifhjólið ekki afhent. Telst brot ákærða varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa Í málinu gerir Sunna Björk Atladóttir lögmaður kröfu f.h. brotaþola um að ákærði verði dæmdur í opinberu máli til þess að greiða brotaþola, X , kr. 150.000, - ásamt vöxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggin gu nr. 38, 2001, frá 2. apríl 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt ákærða, en með Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði ví sað frá dómi. Til vara krefst hann sýknu af kröfum ákæruvaldsins og þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Komi til sakfellingar krefst ákærði vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Loks krefst hann þess að allur sakarkostnaður, þar með talin m álsvarnarlaun verjanda hans, verði greiddur úr ríkissjóði. 2 Brotaþoli krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða honum þá fjárhæð sem í einkaréttarkröfu greinir og málskostnað. II Atvik máls Hinn 9. apríl 2019 kom brotaþoli, X , á lögreglustöðina á í þeim tilgangi að leggja fram kæru á hendur ákærða í máli þessu fyrir fjársvik. Brotaþoli greindi frá því að hann hefði greitt ákærða 150.000 krónur fyrir Yamaha bifhjól en ekki fengið það afhent og þá hafi ákærði ekki endurgreitt féð. Brotaþoli gaf skýr slu hjá lögreglu og lýsti þar aðdraganda málsins í stórum dráttum þannig að sameiginlegur vinur hans og ákærða hafi haft milligöngu um kaupin. Að tilstuðlan vinarins hafi hann millifært 150.000 krónur á reikning ákærða. Hann hafi hins vegar ekki fengið bif hjólið og því viljað rifta kaupunum og af því tilefni haft samband við ákærða sem hafi samþykkt riftunina en hann hafi hins vegar ekki endurgreitt kaupverðið. Lögregla tók skýrslu af ákærða um miðjan september 2019. Lýsti ákærði atvikum þannig að hann haf i fyrir milligöngu vinar síns, B , selt brotaþola bifhjól og brotaþoli hafi greitt fyrir það. Síðan hafi komið upp misskilningur með flutning á hjólinu og kaupin gengið til baka. Hann hafi þá millifært kaupverðið á vin sinn að frádregnum 10.000 krónum sem v inur hans skuldaði honum. Hann hafi síðar fengið upplýsingar um að peningarnir hafi ekki skilað sér til brotaþola. Lögregla tók símaskýrslu af vitninu B, 11. nóvember 2019 og síðan formlega lögregluskýrslu 17. mars 2020. Vitnið lýsti því fyrir lögreglu að hann hefði haft milligöngu um kaupin. Þegar senda átti hjólið til brotaþola hafi ákærði sagt að því hefði verið stolið. Hvað varðar fjárhæðina sem ákærði millifærði á hann kvaðst vitnið hafa tekið þá peninga út í hraðbanka og afhent ákærða þá. Vitnið hafn aði því að hann hafi átt að afhenda brotaþola peningana. III Framburður fyrir dómi Ákærði bar að vitnið B hafi verið statt hjá honum skömmu eftir að hann hafði fengið bifhjól af gerðinni Yamaha í hendurnar. Hann kvaðst hafa spurt B að því hvort hann vissi um einhvern sem vildi kaupa hjólið. B hafi þá haft samband við brotaþola sem hafi keypt hjólið. Ákærði kvaðst hafa greint brotaþola frá því að hann gæti ekki sent hjólið alveg strax en myndi gera það á næstu dögum. Brotaþoli hafi verið ósáttur við að fá e kki hjólið og þeir þá ákveðið að rifta kaupunum. Hann hafi þá millifært peninga inn 3 á reikning B og talið málinu lokið. B hafi hins vegar ekki látið brotaþola hafa peningana. Að sögn ákærða gerði hann brotaþola , í símtali, grein fyrir því að hann hefði lokið málinu af sinni hendi með því að leggja peninga inn hjá B . Að sögn ákærða átti hann í raun nánast engin samskipti við brotaþola vegna kaupanna heldur hafi B haft milligöngu um þau. Hann hafi þó einu sinni sent brotaþola s kilaboð þess efnis að hann ætlaði að senda honum hjólið ákveðinn dag en það hafi ekki gengið eftir . Í framhaldi af því hafi brotaþoli viljað hætta við kaupin og þeim verið rift. Þar sem hann hafi ekki haft upplýsingar um bankareikning brotaþola hafi hann , án samráðs við brotaþola, millifært féð á reikning B og treyst því að peningarnir kæmust til skila. Að sögn ákærða tilkynnti hann B að hann gæti ekki sent hjólið samdægurs heldur myndi hann gera það á næstu dögum en á þessum tíma hafi hann ekki haft bíl til að fara með hjólið í flutning. Ákærði hafnaði því að B hafi tekið peningana út af reikningi sínum og afhent honum þá í reiðufé. Að sögn ákærða var hjólinu stolið frá honum löngu eftir að hann hafði endurgreitt kaupverðið . Ákærði kannaðist ekki við að h afa sagt móður brotaþola að kaupverð hjólsins væri hjá lögmanni hans og fengist endurgreitt ef málið yrði fellt niður. Hann hafi hins vegar sagt henni að málið væri hjá lögmanni hans. Vitnið X , brotaþoli í máli þessu, greindi frá því að sameiginlegur vinu r hans og ákærða hafi spurt hvort hann vantaði bifhjól. Eftir að hafa séð myndir af hjólinu hafi hann ákveðið að kaupa það. Ákærði, sem hann þekkir ekki, hafi ekki sagt honum hver væri skráður fyrir hjólinu en sagt að pappírar kæmu með því þegar það kæmi n orður. Hann hafi millifært kaupverðið, 150.000 krónur, á reikning ákærða. Hjólið hafi átt að fara í flutning daginn eftir en það hafi ekki gengið eftir. Þar sem hann hafi ekki fengið hjólið eins og um var samið hafi kaupunum verið rift og auk þess hafi ákæ rði sagt að hjólinu hafi verið stolið. Að sögn vitnisins voru margar útfærslur á því hvernig ákærði ætlaði að endurgreiða kaupverðið en hann hafi boðið honum að endurgreiða í hlutum, að B tæki við peningunum eða hann léti lögmann sinn hafi peningana. Ákærð i hafi hins vegar ekki endurgreitt féð. Vitnið kvað að í fyrstu hafi B verið milligöngumaður en síðar hafi hann rætt beint við ákærða en ákærði hafi svo hætt að svara honum. Að sögn vitnisins hafði hann 10 - 15 sinnum samband við ákærða með símtölum og smásk ilaboðum . Vitnið bar að B hafi sagt honum að ákærði hefði lagt peninga á hans reikning en hann hafi tekið þá út og afhent ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa látið ákærða hafa upplýsingar um bankareikning sinn heldur hafi hann gefið B þær upplýsingar. 4 Vitnið B bar að hann hafi aðstoðað brotaþola við að kaupa bifhjólið en ákærði hafi sagt að það væri í eigu vinar síns. Samið hafi verið um kaupverð og síðan hafi átt að senda hjólið til brotaþola daginn eftir kaupin. Þegar hjólið var ekki afhent hafi þeir ákveðið að rifta kaupunum. Vitnið kvaðst ekki hafa verið beðið um að koma kaupverðinu til brotaþola. Að sögn vitnisins taldi hann á þessum tíma að um lögleg viðskipti væri að ræða. Vitnið bar að ákærði hefði millifært peninga til hans en hann tekið þá út og afhent ákærða. Ákærði hafi borið því við að hann hefði týnt bankakortinu sínu og gæti af þeim sökum ekki tekið peningana út. Ákærði hafi sagt að peningana þyrfti hann að fá í tengslum við afmæli. Þá greindi vitnið frá því að ákærði hefði sagt honum að hjólinu he fði verið stolið. Vitnið A , móðir vitnisins B , kvaðst einu sinni hafa rætt við ákærða í síma en það hafi verið út af öðru máli. Hún hafi einnig spurt hvort hann ætlaði ekki að fara að klára þetta mál. Ákærði hafi þá sagt að 150.000 krónur væru hjá lögmanni sínum og eingöngu beðið eftir því að brotaþoli hefði samband við lögmanninn. Ákærði hafi ekki nefnt að hann hefði lagt féð inn hjá B . IV Niðurstaða Líkt og í ákæru greinir er ákærða gefið að sök að hafa blekkt brotaþola til viðskipta og er brot hans tali ð varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að sekt ákærða sé nægilega sönnuð með framlögðum gögnum og framburði brotaþola og annarra vitna fyrir dómi. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi og byggir þá kröfu sína á því að hann hafi, með milligöngu vitnisins B , átt viðskipti við brotaþola. Samningur þeirra hafi hins vegar ekki verið efndur og þeir sammála um að rifta samningnum. Því s tandi eftir einkaréttarleg krafa og sé málið einkaréttarlegs eðlis og því beri að vísa því frá dómi. Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála er markmið rannsóknar sakamáls að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða h vort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð fyrir dómi. Að rannsókn lokinni tekur ákærandi ákvörðun um hvort sækja skuli sakborning til sakar og telji hann að það sem fram er komið sé nægilegt eða líklegt til sakfelli s höfðar hann mál á hendur honum, sbr. 145. gr. laganna. Ákærandi hefur metið rannsókn þessa máls fullnægjandi og á grundvelli hennar gefið út ákæru. Ákvörðun ákæranda þar að lútandi 5 felur í sér beitingu hans á valdheimildum á grundvelli laga og getur eðli máls samkvæmt ekki sætt endurskoðun dómstóla við úrlausn málsins. Jafnframt er þess að gæta að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu eftir 108. gr. laganna og verður það að bera hallann af því ef rannsókn máls er ábótavant og ákæra af þeim sökum ekki reist á nægjanlega trausum grunni. Það sama gildir ef ákæran er að einhverju leyti í ósamræmi við gögn málsins. Í máli þessu hefur ákærandi metið það svo að gögn málsins renni stoðum undir sekt ákærða. Með hlið sjón af framanrituðu er frávísunarkröfu ákærða hafnað, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 770/2015. Kröfu um sýknu reisir ákærði á því að hann hafi ekki blekkt brotaþola og því að hann hafi ekki haft ásetning til að hafa af honum fé og því séu ekki skily rði til að dæma hann fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Óumdeilt er að vitnið B hafði samband við brotaþola fyrir hönd ákærða í þeim tilgangi að kanna hvort hann hefði áhuga á að kaupa bifhjólið. Úr varð samningur um kaupin og greiddi brotaþ oli 150.000 krónur inn á bankareikning ákærða. Hins vegar fór svo að ákærði sendi brotaþola hjólið ekki strax eftir greiðslu kaupverðsins og komust ákærði og brotaþoli að samkomulagi um að rifta kaupunum. Ákærði hefur hjá lögreglu og fyrir dóminum borið a ð hann hafi endurgreitt brotaþola nánast allt kaupverðið með því að millifæra 140.000 krónur á reikning vitnisins B sem síðan hafi átt að koma peningunum til brotaþola. Meðal gagna málsins er skjáskot af bankareikningi ákærða og má þar sjá að 2. apríl 2019 lagði brotaþoli 150.000 krónur inn á reikninginn. Sama dag millifærir ákærði 140.000 krónur á bankareikning vitnisins B . Þá liggja fyrir gögn sem bera með sér að vitnið B tók samtals 140.000 krónur í reiðufé út af reikningi sínum í hraðbönkum degi síðar, þ.e. 3. apríl 2019. Vitnið B bar fyrir dóminum að hann hafi látið ákærða hafa peningana og þetta hafi hann gert þar sem ákærði hafi verið búinn að tapa greiðslukorti sínu og hann því ekki getað tekið fé út af re ikningi sínum. Vitnið kvað ástæðu þessa hafa verið þá að ákærða vantaði reiðufé sem hann hafi ætlað að nota í tengslum við afmæli sitt. Ákærði er fæddur 7. apríl 1989 og varð því þrítugur fjórum dögum síðar. Rennir þetta stoðum undir framburð vitnisins. Þe gar horft er til þess að ákærði millifærði peninga á reikning vitnisins B sama dag og brotaþoli greiddi honum kaupverðið stenst ekki framburður hans í þá veru að hann hafi með þessum hætti verið að endurgreiða brotaþola kaupverð bifhjólsins enda á þeim tím a ekki búið að rifta kaupunum. Er framburður ákærða því ótrúverðugur hvað varðar 6 endurgreiðslu kaupverðsins. Þá er nokkur ólíkindablær yfir framburði ákærða í þá veru að hann hafi ekki getað sent brotaþola hjólið eins og þeir sömdu um en margar leiðir eru í boði fyrir fólk til að koma hlutum til flutningsaðila aðrar en að það geri það sjálft þótt því kunni að fylgja óverulegur kostnaður. Þá er með nokkrum ólíkindum að hjólinu hafi verið stolið skömmu síðar. Að teknu tilliti til þess sem áður er rakið er það mat dómsins að framburður vitnisins B sé trúverðugur. Er það því niðurstaða dómsins að ákærði hafi af ásetningi blekkt brotaþola til að greiða sér 150.000 krónur og að af hans hálfu hafi ekki staðið til að afhenda brotaþola bifhjólið. Ber því að sakfella ákærða fyrir þá háttsemi sem honum er í ákæru gefin að sök og þar er réttilega færð til refsiákvæða. Ákærði á að baki nokkurn sakaferil en hann hefur frá 2012 alls átta sinnum gengist undir sáttir eða hlotið refsidóma fyrir brot gegn umferðarlögum og lögu m um ávana - og fíkniefni. Að teknu tilliti til þeirrar fjárhæðar sem mál þetta varðar og þess að ákærði hefur ekki áður verið sakfelldur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum þykir refsing hans hæfilega ákveðin 3 0 daga fangelsi en efni eru til að binda r efsinguna skilorði og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að fenginni þessari niðurstöðu er einkaréttarkrafa brotaþola tekin til greina og ber hún dráttarvexti samkvæmt 1. mgr . 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. nóvember 2020 en þann dag var liðinn mánuður frá birtingu ákæru fyrir ákærða. Við munnlegan flutning málsins krafðist brotaþoli málskostnaðar úr hendi ákærða en slíka kröfu er ekki að finna í ákæru. Með vísan til 1. mgr. 1 84. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er málskostnaðarkröfunni hafnað. Með vísan til 218. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ekki féll annar sakarkostnaður á málið en málsvarnarlaun og 78.564 króna ferð akostnaður verjanda ákærða. Málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti þykja, að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans, hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, sótti málið. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: 7 Ákærði, Aron Bjarni Stefánsson, sæti fangelsi í 3 0 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 636.120 króna málsvarnarlaun verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, og 78.564 króna ferðakostnað lögmannsins. Ákærði greiði brotaþola, X , 150.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., lag a um vexti og verðtryggingu frá 2. apríl 2019 til 21. nóvember 2020 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Halldór Halldórsson