Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur miðvikudaginn 5. janúar 2022 Mál nr. S - 7180/2020: Ákæruvaldið (Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari) gegn Ólafi Björgvin Hermannssyni (Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður) Dómur I. Ákærur, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 9. desember 2021, er höfðað með fjórum ákærum. Sú fyrsta var gefin út af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 27. október 2020 á hendur Ólafi Björgvin Hermannssyni, kennitala [...] , [...] talin umferða r - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Föstudaginn 29. maí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfeta - mín 355 ng/ml og kókaín 75 ng/ml) um Álfaskeið í H afnarfirði, við hús nr. [...] , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða og haft í vörslum sínum 5,99 g af amfetamíni og 2,70 g af kókaíni, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkni efni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkni efni og önnur eftirl itsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2. Laugardaginn 27. júní 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 405 ng/ml, d íazepam 120 ng/ml, klónazepam 9,5 ng/ml, kókaín 100 ng/ml, metýlfenídat 15 ng/ml og nordíazepam 34 ng/ml) suður 2 Reykja nesbraut í Hafnarfirði, áfram suður Krýsuvíkurveg, án þess að hlýða fyrir - mælum lögreglu um að stöðva akstur, áfram vestur Hraunhellu, um Hringhellu að Gjáhellu nr. [...] , þar sem ákærði stöðvaði aksturinn og í kjölfarið neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu um að sitja inni í bifreiðinni [...] og að hafa stuttu síðar utandyra við Gjáhellu [...] neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu um að leggj ast niður. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 5., sbr. 6. mgr. 7. gr., 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. um - ferðar laga nr. 77/2019 og 19. gr., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakar kostn - aðar og til að sæta sviptingu ökuréttar [samkvæmt] 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 5,99 g af amfetamíni og 2,70 g af kókaíni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglu gerð nr. 808/2018 eftirtalin umferðar - , fíkniefna - og lögreglulagabrot, með því að hafa: 1. Mánudaginn 2. nóvember 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slæv andi lyfja (í blóði mældist amfetamín 175 ng/ml, díazepam 130 ng/ ml, klóna zepam 26 ng/ml, kókaín 250 ng/ml, nordíazepam 75 ng/ml, o - desmetýl tramadól 55 ng/ml, oxazepam 125 ng/ml og tramadól 880 ng/ml) um Suðurbraut í Hafnar firði, við Suðurholt, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og neitað að hlýða fyrir mælum lögreg lu um að koma út úr bifreiðinni. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 19. gr., sbr. 44. gr. lög reglulaga nr. 90/1996. 2. Fimmtuda ginn 17. desember 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mæld ist amfetamín 420 ng/ml og metamfetamín 390 ng/ml) suður Reykjanes braut í Garðabæ, við Vífilsstaðaveg, þ ar sem lögregla stöðvaði akstur inn og haft í 3 vörslum sínum 1,06 g af kókaíni og 0,14 g af metamfetamíni, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkni efni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 3. Fimmtudagin n 28. janúar 2021 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfeta mín 410 ng/ml og metamfetamín 120 ng/ml) um Litlatún í Garðabæ, við Hag kaup, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Mánudaginn 1. febrúar 2021 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 320 ng/ml, klónazepam 18 ng/ml og metamfetamín 90 ng/ml) um Gjáhellu í Hafnarfirði, við hús nr. [...] , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M. [...] [Teljast] brot [þessi] varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refs ingar, til greiðslu alls sakar kostn - aðar og til að sæta sviptingu ökuréttar [samkvæmt] 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 1,06 g af kókaíni og 0,14 g af metamfetamíni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 1 4. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 Þriðja ákæran var gefin út af héraðssaksóknara 26. ágúst 2021 þar sem ákærða er gefið brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 27. júní 2020 við Gjáhellu [... ] í Hafnarfirði, ráðist með ofbeldi gegn lögreglumönnum nr. [...] og [...] , sem voru við skyldustörf og hugðust handtaka hann, sparkað í þær, ýtt við þeim, slegið 4 til þeirra og kastað gasgrilli í átt að þeim, allt með þeim afleiðingum að lögreglumaður nr. [...] hlaut mar á vinstri sköflung og lögreglumaður nr. [...] hlaut mar á framan verðan vinstri fótlegg, mar efst á vinstri kálfa sem og roða og marbletti á vinstri olnboga. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess Þá var fjórða ákæran gefin út af héraðssaksóknara 21. október 2021 þar sem ákærða er stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 26. ágúst 2021, staðið að innflutningi á 493,58 grömmum af amfetamíni (með styrk amfetamínsbasa 71%, sem samsvarar 97% af amfetamínsúlfati), ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóða skyni, en fíkniefnin flutti ákærði til landsins sem farþegi með flugi [...] frá Amst erdam, Hollandi, en efnin fundust í pakkningu í ferðatösku ákærða við leit tollvarða (486,93 g) og í íláti í buxnavasa hans við líkamsleit á honum (6,65 g). Telst þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á framangreindum fíkniefnum, samtals 493.58 g af amfetamíni, sam - kvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233 Héraðssaksóknari hefur farið með sókn málsins af hálfu ákæruvaldsins eftir sameiningu mála. Ákæruvaldið gerir sömu dóm kröfur og greinir í ákærum. Varðandi fyrri ákæru lög reglu stjóra neitar ákærði sök sam kvæmt 1. á kærulið, að því er varðar brot á umferðar - lögum, en játar sök að því er varðar brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Þá neitar ákærði sök sam kvæmt 2. ákærulið sömu ákæru að því frátöldu að hann játar sök að því er varðar akstur sviptur ökurétti. Varð an di síðari ákæru lögreglustjóra liggur fyrir að ákærði játar sök samkvæmt 1. ákæru lið, að því er varðar brot gegn umferðarlögum, en neitar sök varð andi brot gegn lögreglu lögum. Ákærði játar sök samkvæmt 2. ákærulið sömu ákæru en neitar sök sam kvæmt 3. o g 4. ákærulið. Þá neitar ákærði sök samkvæmt fyrri ákæru héraðssaksóknara. Hið sama á við um síðari ákæru héraðssaksóknara en með þeim hætti að ákærði gengst við þeirri háttsemi sem þar greinir að því frátöldu að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar h ér á landi í ágóðaskyni. Ákærði krefst vægustu refs - ingar sem lög leyfa vegna þeirra brota þar sem játning liggur fyrir en að öðru leyti krefst hann sýknu af ákærum. Þá er þess krafist að gæsluvarðhald komi til frádráttar refsingu. 5 Að auki krefst ákærði þe ss að sakar kostnaður málsins verði að hluta felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda. II. Málsatvik: 1. Varðandi 1. lið fyrri ákæru lögreglustjóra: Samkvæmt frumskýrslu urðu lögreglumenn aðfaranótt föstudagsins 29. maí 2020 va rir við ákærða þegar hann var við akstur bifreiðarinnar [...] við Álfaskeið [...] í Hafnar firði. Um þetta er ágreiningur í málinu en ákærði kannast ekki við að hafa verið að aka téðri bifreið. Upplýsingar lágu fyrir um að hann væri sviptur ökurétti. Voru höfðu afskipti af honum stuttu eftir að meintum akstri lauk þegar hann hugðist fara inn í íbúðarhús á fyrrgreindum stað. Þá vaknaði grunur um að hann hefði verið að aka téðri bifreið undir áhrifum vímuefna. Að sögn lögreglu var ákærði ósáttur við fyrrgrein d afskipti og kom til handtöku með líkamlegri valdbeitingu þar sem ákærði sýndi af sér mótþróa. Ákærði var næst færður á lög reglustöð þar sem fíkni efni fundust við leit í fatnaði hans. Þá gekkst ákærði undir blóð sýnatöku síðar um nóttina og var handtöku í framhaldi aflétt. Blóðsýni var í fram haldi sent til lyfjarannsóknar. Sam kvæmt matsgerð rann sóknarstofu í lyfja - og eiturefna fræði mældist fíkniefni í blóðsýni sem greinir í fyrrgreindum ákærulið. Sam - kvæmt efna skýrslu tækni deildar lögreglu reynd ust hin haldlögðu fíkniefni vera 5,99 g af amfetamíni og 2,70 g af kóka íni. Meðal málsgagna eru myndupptökur lögreglu sem sýna afskipti af ákærða í greint skipti fyrir utan fyrrgreinda bifreið. 2. Varðandi 2. lið fyrri ákæru lögreglustjóra og fyrri á kæru héraðssaksóknara: Samkvæmt frumskýrslu urðu lögreglumenn varir við bifreiðina [...] aðfaranótt 27. júní 2020 þar sem henni var ekið greitt um Reykjanesbraut í Hafnarfirði til suðurs, á vegar - kafla við Lækjar götu. Var bifreiðinni ekið sem leið lá í s ömu akstursátt eftir Reykja nes - braut og Krýsuvíkurveg og áfram vestur Hraunhellu um Hringhellu uns akstri lauk að Gjáhellu [...] . Að sögn lögreglu hafði fram að því verið reynt að stöðva aksturinn með því að gefa ökumanni hljóð - og ljós merki. Ökumaðurinn reyndist vera ákærði en upp - lýsingar lágu fyrir um að hann væri sviptur ökurétti. Samkvæmt gögnum lögreglu brást ákærði illa við afskiptum lögreglu, óhlýðnaðist fyrirmælum og sýndi af sér mikinn mót - þróa og kom til talsverðra átaka þegar ha nn var að lokum hand tekinn. Ágreiningur er um þessi meintu atvik en um þau greinir nánar í 2. lið fyrri ákæru lögreglu stjóra og fyrri ákæru héraðssaksóknara. Meðal rannsóknargagna eru mynd - og hljóðupptökur lög reglu 6 sem taka að nokkru til téðra atvika. Því til viðbótar liggur fyrir myndupptaka um hið sama úr eftirlits mynda vélakerfi hús næðis ákærða sem hann lagði fram undir rekstri málsins fyrir dómi. Ákærði var færður á lögreglu stöð þar sem hann gekkst síðar sama dag undir blóðsýna - töku. Ákærði v ar samhliða vist aður í fanga geymslu uns hann var látinn laus síðar sama dag að lokinni skýrslutöku. Við frekari rannsókn máls ins var blóð sýni sent til lyfja rann - sóknar. Samkvæmt matsgerð rann sóknarstofu í lyfja - og eiturefna fræði mældust í blóð - sýninu þau fíkniefni og lyf sem greinir í fyrrgreindum lið í ákæru lögreglustjóra. Lögreglumenn sem höfðu upphaflega afskipti af ákærða leituðu í kjölfarið á bráða - móttöku vegna ætlaðra meiðsla af völdum ákærða. Í framhaldi fór héraðssaksóknari með ranns ókn þess hluta málsatvika sem vörðuðu meint ofbeldi gagnvart téðum lögreglu - mönnum. Um þessi meintu atvik er ágreiningur í málinu. Við rann sóknina var aflað læknis vottorða auk þess sem mynd upptökur lögreglu voru haldlagðar og yfir farnar. Sam - kvæmt v ottorði [...] læknis leitaði lög reglu maður nr. [...] á bráða móttöku 27. júní 2020 og var hann með mar á vinstri sköfl ungi. Samkvæmt vottorði [...] læknis leitaði lögreglumaður nr. [...] á bráða móttöku 1. júlí sama ár og var lög reglumaðurinn með mar á framan verðum vinstri fótlegg, mar efst á vinstri kálfa og roða og marbletti á vinstri olnboga. 3. Varðandi 1. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Samkvæmt frumskýrslu urðu lögreglumenn varir við akstur bifreiðarinnar [...] síð degis 2. nóvember 2020 þar sem henni var ekið um Suðurbraut í Hafnarfirði, á vegarkafla við Suðurholt. Leiddi þetta til þess að akstur bifreiðarinnar var stöðvaður og reyndist ákærði vera ökumaðurinn. Upplýsingar lágu fyrir um að hann væri sviptur ökurétti. Í sam tali við ákær ða vöknuðu grunsemdir um að hann væri undir áhrifum fíkni efna. Að sögn lögreglu var hann ör í samskiptum við lögreglumenn og ógnandi í hegðun. Að sögn lög reglu brást ákærði illa við afskipt um, bar fyrir sig að vera smitaður af Covid - 19 og var ófús til s amstarfs vegna varúðar ráðstafana af þeim ástæðum. Þá hlýddi hann ekki, að sögn lögreglu, fyrirmælum og neitaði að koma úr bif reiðinni. Leiddi þetta til líkamlegrar vald - beitingar gagnvart ákærða þar sem úðavopni var meðal ann ars beitt. Um þessi atvik e r ágreiningur, þar með talið um lögmæti aðgerða lögreglu varðandi valdbeitingu. Meðal gagna málsins eru mynd - og hljóðupptökur lögreglu sem taka til téðra atvika. Ákærði var því næst færður til aðhlynn ingar á bráðamóttöku og síðar á lögreglu stöð þar se m hann gekkst undir blóðsýnatöku. Ákærði var samhliða vist aður í fanga geymslu uns 7 hann var látinn laus næsta dag að lokinni skýrslutöku. Við frek ari rannsókn máls ins var blóð sýni sent til lyfjarannsóknar. Samkvæmt matsgerð rann sóknarstofu í l yfja - og eitur - efna fræði mældust í blóð sýn inu þau fíkniefni og lyf sem greinir í fyrrgreindum ákærulið. 4. Varðandi 2. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði hefur játað skýlaust sök samkvæmt þessum ákærulið en um málsatvik vísast til verknaðar lýsin gar í fyrr greindri ákæru. 5. Varðandi 3. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Samkvæmt frumskýrslu urðu lögreglumenn varir við akstur bif reiðarinnar [...] aðfara nótt 28. janúar 2021 þar sem henni var ekið austur Vífilstaðaveg í Garðabæ, á vegar kafla við Litlatún. Leiddi þetta til þess að akstur bifreiðarinnar var stöðvaður stuttu síðar. Að sögn lögreglu var ákærði ökumaðurinn en um þetta er ágreiningur í málinu. Far þegi var í bifreiðinni, sambýliskona ákærða, og kvaðst hún hafa verið að aka bifreið i nni og greindi ákærði frá því sama. Upp lýsingar lágu fyrir um að ákærði væri sviptur öku rétti. Í sam tali við ákærða vöknuðu grun semdir um að hann væri undir áhrifum fíkni efna. Þá var hann að sögn lögreglu ör í sam skiptum og ófús að ræða við lögreglum enn. Leiddi þetta til þess að ákærði var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann gekkst undir blóð - sýnatöku. Ákærði var því næst látinn laus. Við frek ari rannsókn máls ins var blóð sýni sent til lyfja rannsóknar. Sam kvæmt matsgerð rann sók narstofu í lyfja - og eitur efna fræði mældust í blóð sýninu þau fíkni efni sem greinir í fyrrgreindum ákærulið. 6. Varðandi 4. lið síðari ákæru: Samkvæmt frumskýrslu urðu lögreglumenn varir við akstur bif reiðarinnar [...] að kvöldi 1. febrúar 2021 þar s em henni var ekið suður Gjáhellu í Hafnarfirði. Leiddi þetta til þess að akstur bifreiðarinnar var stöðvaður stuttu síðar við hús nr. [...] við sömu götu. Annar maður var í bifreiðinni sem fór af staðnum, ætlaður farþegi. Að sögn lögreglu var ákærði ökumað urinn en um það er ágreiningur í málinu. Upp lýs ingar lágu fyrir um að hann væri sviptur öku rétti. Í sam tali við ákærða vöknuðu grun semdir um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu var hann þvoglu mæltur og ör í fasi og fremur ófús að r æða við lögreglumenn. Leiddi þetta til þess að ákærði var handtekinn og kom til líkamlegrar valdbeitingar þar sem ákærði sýndi mót þróa. Mynd - og hljóðupptökur lög - reglu eru meðal gagna um fyrrgreind atvik. Hann var síðan færður á lög reglustöð þar sem han n gekkst undir blóðsýnatöku. Þá greindi ákærði frá því á meðan hann var í haldi lögreglu að fyrrgreindur farþegi hefði verið ökumaður bifreiðar innar. Ákærði var látinn 8 laus að lokinni skýrslutöku. Við frek ari rannsókn máls ins var blóð sýni sent til lyfj a - rannsóknar. Samkvæmt matsgerð rann sóknarstofu í lyfja - og eitur efna fræði mældust í blóð sýninu þau fíkniefni og lyf sem greinir í fyrrgreind um ákærulið. 7. Varðandi síðari ákæru héraðssaksóknara: Samkvæmt skýrslu tollgæslu voru höfð afskipti af ákærða 26. ágúst 2021 í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þegar hann kom til landsins með flugi frá Amsterdam. Við leit í far angri hans fannst pakkning með ætluðum fíkniefnum sem lagt var hald á. Leiddi þetta til þess að gerð var leit á ákærða og fann st ílát í fatnaði hans með ætluðum fíkni efnum sem einnig var lagt hald á. Í framhaldi tók lögregla við rannsókn málsins og hand tók ákærða sama dag. Leiddi þetta til þess að ákærða var gert að sæta gæsluvarðhaldi dag ana 27. ágúst til 1. september 2021. Á meðan málið var til rannsóknar neitaði ákærði að mestu að tjá sig um sakarefnið en kannaðist við að hafa keypt efnin í Hollandi og að hafa flutt þau til landsins. Samkvæmt rannsókn tæknideildar reyndist efnið sem fannst í farangri ákærða vera sam tals 4 86,93 g af amfetamíni og var efnið mjög blautt. Þá reyndist efnið sem fannst í fatn aði ákærða vera 6,65 g af amfetamíni. Samkvæmt matsgerðum rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefna - fræði reyndist efnið í farangrinum vera með 71 - 72% styrkleika sem amfeta mín basi og samsvaraði það 97 - 98% styrkleika sem amfetamínsúlfat. Þá reyndist efnið sem fannst í fatnaðinum vera með 71% styrkleika sem amfetamínbasi og samsvaraði það 97% styrk - leika sem amfetamín súlfat. Þá var umreiknað magn efnisins, samkvæmt mats gerð sö mu rannsóknarstofu, miðað við þurrkun efnisins talið samsvara rúmlega 1 kg af amfeta míni með 14% efnastyrkleika. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Varðandi 1. lið fyrri ákæru lögreglustjóra: Í framburði ákærða kom meðal annars fram að hann hefði ekki verið að aka umræddri bifreið, [...] , í Álfaskeiði. Hann hefði verið staddur utandyra og ætlað inn í nálægt hús - næði þegar lögregla hafði afskipti af honum. Hann hefði einhverju áður komið á stað inn sem farþegi með öðrum. Sá sem ók honum hefði verið farinn þegar lögregla kom á stað - inn. Bifreiðin [...] hefði ekki verið á vegum ákærða en vinur hans átt bifreiðina. Hún hefði verið biluð og ákærði verið beðinn um að koma á staðinn til að losa um lyk il sem 9 var fastur í kveikjulásnum. Ákærði hefði af þeim ástæðum verið ökumanns megin í eða við bifreiðina, kyrrstæða, áður en lögregla kom á staðinn. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , staðfesti frumskýrslu og greindi meðal annars frá því að hafa verið á lögreglu bifreið ásamt öðrum lögreglu manni í Álfaskeiði. Þeir hefðu orðið varir við akstur bifreiðarinnar [...] þar sem henni var ekið annað hvort áfram eða aftur á bak eða bæði og hún síðan stöðvuð. Greinilegt hefði verið að bifreiðin hreyfðist og sjónar horn vitnisins verið frá hlið. Þá væri það sjónarhorn skýringin á því hvers vegna aksturinn hefði ekki náðst í byrjun myndupptöku úr lögreglubifreið. Ákveðið hefði verið að athuga nánar með aksturinn. Ökumaður inn hefði reynst vera ákærði og hann verið e inn á ferð. Lögregla hefði aldrei misst sjónar á bifreiðinni og ákærði komið úr henni öku manns megin. Enginn vafi hefði verið að það var ákærði sem var að aka bifreið inni. Hann hefði verið ör og ósáttur og ekki viljað tala við lögreglu. Við frekari athug un hefði komið í ljós að hann var sviptur ökurétti. Ákærði hefði gengið frá lögreglumönnum að nær liggjandi húsnæði. Fleiri lögreglumenn hefðu komið á staðinn til að stoðar og ákærði verið handtekinn stuttu síðar og færður á lögreglustöð. Vitni, lögregl umaður nr. [...] , greindi meðal annars frá því að hafa verið í lögreglu bifreið ásamt öðrum lögreglu manni hjá Álfaskeiði. Þeir hefðu orðið varið við akstur um ræddrar bifreiðar þar sem henni var ekið stutta vegalengd áfram og hún síðan stöðvuð. Greinilegt hefði verið að bifreiðin hreyfðist áfram og sjónar horn vitnisins verið frá hlið en vitnið kvaðst ekki muna hvort ökuljós bifreiðarinnar voru tendruð. Fjarlægðin hefði verið um 80 - 100 metrar. Rökkur hefði verið í umrætt skipti en skyggni gott. Fyrr greint sjónarhorn væri skýringin á því hvers vegna aksturinn hefði ekki náðst á mynd upptöku í búnaði lögreglubifreiðar. Lögreglumenn hefðu aldrei misst sjónar á bif reið inni. Ákærði hefði komið úr henni ökumanns megin og verið einn á ferð. Enginn annar hefði verið í bif - reiðinni og enginn vafi í huga vitnisins um að ákærði hefði verið að aka henni. Aug ljóst hefði verið að ákærði var í greint skipti nýkominn í bifreiðina og að hefja akstur inn þegar lögregla varð hans var. Vitnið hefði borið kennsl á ákærða út af fyrri afskiptum og vitað að hann var sviptur ökurétti. Ákærði hefði virst vera undir áhrif um vímuefna. Hann hefði greint frá því að annar ætti bifreiðina og að hún væri biluð. Fleiri lögreglu menn hefðu verið kallaðir á staðinn. Ákærði hefði verið han dtekinn við ná lægt hús og fleira fólk verið í and dyrinu. Ákærði hefði streist á móti við handtöku. Enginn sem var á staðn um hefði gefið sig fram út af bifreiðinni. Hún hefði verið í öku hæfu ástandi en ekki í fullkomnu lagi. 2. Varðandi 2. lið fyrri ákæru lögreglustjóra og fyrri ákæru héraðssaksóknara: 10 Ákærði greindi meðal annars frá því að hafa verið að aka bifreiðinni [...] sviptur ökurétti á umræddri akstursleið. Hann hefði hvorki orðið var við lögreglu né merkjagjöf lögreglu áður en hann nam staða r við Gjáhellu [...] . Hann hefði því ekki óhlýðn ast þeim fyrir - mælum. Hurðinni á bifreiðinni hefði skyndilega verið hrundið upp og ákærði verið spraut aður með piparúða úr brúsa þar sem hann sat í bif reið inni. Úðinn hefði strax gert það að verkum að han n sá ekki frá sér. Hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að það voru lögreglumenn sem voru komnir á staðinn. Þá hefðu þeir ekki gert grein fyrir sér sem lög regla og hann ekki séð að þeir væru klæddir einkennisfatnaði lögreglu. Að auki hefði hon um ekki verið sagt að hann væri hand tekinn. Þeir hefðu haldið áfram að sprauta hann með úðavopni og hann fundið fyrir miklum líkamlegum óþæg indum. Hann hefði leitast við að koma sér inn í nálægt húsnæði til að skola sig. Hann hefði verið að reyna að bjarga lífi sínu. Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa óhlýðnast fyrir mælum lögreglu um að koma úr bifreiðinni né heldur fyrir mælum um að leggjast á jörðina. Þá hefði hann ekki beitt eða reynt að beita lögreglu menn ofbeldi í greint skipti eins og honum væri gefi ð að sök í ákæru. Fyrir honum hefði vakað að komast inn í hús næðið þegar hann var kominn úr bifreiðinni. Hann hefði hent gasgrilli til hliðar sem var fyrir honum og tálmaði honum inn göngu í húsið. Þegar komið var inn í húsnæðið hefði ákærði farið inn á b aðherbergi og skolað sig, auk þess sem hann hefði neytt vímuefna þar inni. Þá væri það sú vímuefna - neysla sem skýrði efni og mæligildi sem voru í blóð sýni sem voru tekin úr honum síðar sama dag eftir handtöku. Ákærði hefði því neytt efna nna eftir að téðu m akstri lauk. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , staðfesti frumskýrslu og bar meðal annars um að hafa verið í merktri lögreglubifreið með öðrum lögreglumanni, nr. [...] , og þeir veitt bifreið eftir för frá Krýsuvíkurvegi sem leið lá að Gjáhellu [...] . Öku manni hefðu verið gefin merki um að stöðva með ljós - og hljóðmerkjum en hann ekki sinnt því. Öku maður inn hefði að lokum numið staðar á fyrrgreindum stað og þá verið ljóst að ákærði var ökumaðurinn. Eftirförin hefði verið óslitin og hún varað í stuttan tí ma. Ákærða hefðu verið gefin fyrir - mæli um að fara ekki úr bifreiðinni en hann ekki hlýtt því. Ákærði hefði ýtt við vitn inu og lögreglumanni nr. [...] . Þeir hefðu báðir verið í einkennis fatnaði lög reglu. Ákærði hefði verið æstur og ætlað sér að komast i nn í hús næðið. Hann hefði neitað að afhenda kveikjuláslykil bif reiðar innar þrátt fyrir að fá fyrir mæli um það. Þá hefði hann gert sig lík legan til að gangsetja bifreiðina með lyklinum þar sem hann sat í bifreið inni. Lögreglu - maður nr. [...] hefði á þ eim tíma sprautað ákærða með pipar úða í andlitið. Ákærði hefði orðið enn æstari og sparkað í sköflunginn á vitn inu. Lögreglu maður nr. [...] hefði spraut - að ákærða aftur með piparúða og gefið hon um fyrirmæli um að koma úr bifreiðinni. Þetta hefði leitt til þess að ákærði steig úr bifreiðinni og leitaði inngöngu í húsnæðið. Ákærði hefði ýtt við vitninu og lögreglumanni nr. [...] og reynt að koma sér frá handtöku með því að slá frá sér með handleggjunum og bera hendurnar fyrir sig. Á sama tíma hefði 11 vitni ð og lögreglumaður nr. [...] verið að koma í veg fyrir það. Vitnið hefði hrasað og verið smeykur við ákærða. Að auki hefði hann ekki átt gott með að athafna sig vegna þrengsla. Ákærði hefði áfram ekki hlýtt fyrirmælum og vitnið því afráðið að slá hann með kylfu í kálfann. Ákærði hefði gripið í þungt gasgrill sem stóð við útihurðina og kast að því með ógn andi hætti í áttina að vitninu og lögreglu manni nr. [...] . Ákærði hefði að lokum komist inn í húsnæðið eftir að opnað var fyrir honum. Ákveðið hefði verið að bíða með að fara á eftir ákærða inn í húsnæðið uns fleiri lögreglumenn væru komnir á staðinn. Þeir hefðu komið á staðinn stuttu síðar og þá verið farið inn í húsnæðið. Ákærði hefði verið handtekinn inni á baðherbergi þar sem hann var að skola á sér aug un. Engin ummerki um fíkniefnaneyslu hefðu verið inni á bað herberg inu og ákærði ekki verið með nein efni á sér þegar hann var handtekinn. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , greindi meðal annars frá því að hafa verið í merktri lög - reglu bifreið ásamt lögreglumanni nr. [...] . Þeir hefðu veitt bifreið eftirför sem leið lá að Gjá hellu [...] . Ökumanni bifreiðarinnar hefðu verið gefin merki um að stöðva með hljóð - og ljós merkjum. Hann hefði ekki sinnt því en að lokum stöðvað aksturinn á fyrrgreindum stað. Eftirförin hefði verið óslitin, ökumaðurinn verið einn í bifreiðinni og það verið ákærði. Vitnið greindi frá fyrirmælum með sama hætti og lögreglumaður nr. [...] , ákærða hefðu verið gefin fyrirmæli um að vera kyrr í bifreiðinni en hann ekki farið að þeim fyrir mælum. Þeir hefðu báðir verið í einkennisfatnaði lögreglu. Ákærði hefði verið æstur og ósáttur við afskipti lögreglu og ætlað að fara úr bifreið inni. Hann hefði fengið viðvaranir um að varnarúða yrði beitt færi hann ekki að fyrirmælum. Ákærði hefði ekki sinnt fyrir mælum, slegið til vitnisins og lögreglumanns nr. [...] með krepptum hnefa og sparkað frá sér. Ákærði hefði ekki farið að fyrirmælum um að afhenda kveikjuláslykil og gert sig líklegan til að gangsetja bifreiðina. Vitnið hefði fylgt fyrirmælunum eftir með því að sprauta varnarúða á ákærða þar sem hann sat í bif reiðinni. Ákærði hefði næst sparkað í lögreglumann nr. [...] og slegið til þeirra beggja. Vitnið hefði sótt annan brúsa með varnarúða og sprautað úðanum á ákærða í annað sinn. Vitnið kvaðst hafa fengið spark á sig þegar þeir voru að reyna að halda ákærða i nni í bifreiðinni og hann fundið til meiðsla á vinstri kálfa. Ákærði hefði farið úr bifreiðinni og leitað inngöngu í nærliggjandi húsnæði. Hann hefði enn verið æstur og ósáttur og haldið áfram að ýta við vitninu og lög reglu manni nr. [...] og slá til þei rra. Þá hefði ákærði óhlýðnast fyrirmælum um að leggjast á jörðina. Hann hefði ætlað sér að komast inn í húsnæðið en lögregla leitast við að koma í veg fyrir það. Ákærði hefði gripið í útigrill sem stóð nálægt inn ganginum og kastað því í átt að vitn inu o g lögreglumanni nr. [...] . Þetta hefði leitt til þess að lögreglu - maður nr. [...] sló ákærða með kylfu í kálfann til að fylgja eftir fyrirmælunum. Ákærði hefði komist inn í húsnæðið eftir að kona sem var þar inni opnaði fyrir honum. Vitnið kvaðst hafa séð á eftir ákærða fara inn á baðherbergi við nálægan gang og misst sjónar á 12 honum í stutta stund eftir það. Baðherbergishurð hefði skyggt á. Ákveðið hefði verið að bíða með að fara inn á eftir ákærða þar til fleiri lögreglu menn væru komnir á staðinn. Þá hefð i lögreglu jafnframt verið meinað af fyrrgreindri konu að koma inn í húsnæðið. Fleiri lögreglumenn hefðu komið stuttu síðar og ákærði hefði verið sóttur inn á bað herbergið, færður út í tökum og verið handtekinn. Vitnið hefði stuttu áður séð ákærða sitjand i inni á baðherberginu en kvaðst ekki muna hvað hann var að gera á þeim tímapunkti. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vör við að ákærði neytti fíkniefna inni á baðherberginu. Þá hefði hann ekki verið með nein efni á sér eftir hand töku. Vitnið kvaðst hins vega r ekki geta full yrt hvort lyf eða fíkniefni hefðu verið inni á baðherberginu í greint skipti. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , kvaðst hafa komið að umræddum atvikum til aðstoðar eftir á. Ákærði hefði á þeim tíma verið á gólfinu inni á baðherbergi. Skorað hefði verið á ákærða að koma fram en hann ekki hlýtt því. Hann hefði verið fáeinar mínútur inni á bað herberginu á meðan vitnið var á staðnum. Ákærði hefði verið sóttur með valdi og farið með hann úr húsnæðinu þar sem hann var handjárnaður. Vitnið h efði ekki farið inn á baðherbergið en aðstoðað við handtökuna. Vitnið hefði ekki tekið eftir eða vitað til þess að ummerki um fíkniefnaneyslu hefðu verið á bað herberg inu. Í framhaldi hefði verið farið með ákærða af staðnum og kvaðst vitnið ekki muna hvo rt húsleit fór fram eftir hand tökuna. Vitnið [...] , sambýliskona ákærða, kvaðst hafa heyrt í hljóð merkjum lögreglu og séð út um glugga á efri hæð húsnæðisins þegar ákærði kom akandi þar að. Hún hefði séð þegar lögregla reif upp hurðina á bifreið i nni og þegar ákærði reyndi að loka að sér. Lög - reglumaður hefði sprautað úr úða vopni á ákærða og tæmt úr brús anum. Þá hefði lögreglu - maðurinn sótt annan stærri brúsa í lögreglubifreið og haldið áfram að sprauta vökva á ákærða. Ákærði hefði beðist vægðar og kennt sér meins vegna sviða í augunum. Hann hefði farið úr bifreiðinni og lögreglu menn verið að öskra á hann á sama tíma. Ákærði hefði reynt að komast inn í húsnæðið, borið hendur fyrir höfuð sér og ýtt útigrilli frá sem var fyrir dyrunum. Vitnið hefði á sama tíma farið niður og opnað dyrnar fyrir ákærða. Ákærði hefði farið rakleiðis inn á bað herbergi til að skola úr aug unum. Vitnið hefði á sama tíma verið að tala við lögreglumenn og meina þeim inn göngu í húsnæðið. Vitnið hefði því ekki verið að fylg jast með ákærða inni á bað herberginu á sama tíma. Að því virtu kvaðst vitnið telja að það gæti vel hafa gerst að ákærði hefði neytt vímuefna á meðan hann var þar inni þar til lögregla handtók hann inni í húsnæðinu. Nokkur tími hefði liðið á milli. Vitnið bar einnig um önnur atvik varðandi meint umferðarlagabrot ákærða frá 28. janúar 2021 við Litlatún, sbr. nánar lið III/5. 13 Vitni, [...] læknir, gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði grein fyrir fyrrgreindu læknis vottorði varðandi lögreglumann nr. [. ..] . Í vætti hans kom meðal annars fram að um hefði verið að ræða maráverka. Áverkinn hefði samrýmst frásögn sjúklings um að sparkað hefði verið endurtekið í fótlegg hans. Nánar aðspurður kvaðst vitnið ekki geta útilokað að ákverkinn gæti verið tilkominn v egna falls á jörðina. Erfitt væri að fullyrða nákvæmlega um orsakir áverkans. Vitni, [...] læknir, staðfesti og gerði grein fyrir fyrrgreindu læknis vottorði varðandi lögreglumann nr. [...] . Um hefði verið að ræða mar bletti á vinstri fót legg, framan á leggnum og aftan á kálfanum. Frásögn sjúklings af atvik um hefði sam rýmst áverkunum. Nánar aðspurð kvaðst vitnið telja að áverkarnir gætu líka að einhverju leyti hafa orðið til við það að sjúklingur hefði lent utan í kyrrstæðum bifreið um. Vitni, [.. .] , staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrrgreindri matsgerð rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði. Í vætti hennar kom meðal annars fram að mæligildi amfetamíns í blóði ákærða, 405 ng/ml, hefði verið mjög hátt. Þá hefði mæli gildi kókaíns í blóðinu, 100 ng/ml, einnig verið í hærra lagi. Að auki hefði verið 15 ng/ml af metýlfenídati og 9,5 ng/ml af klóna zepami í blóði ákærða. Neysla hins síðar nefnda lyfs fyrir akstur væri mjög í blóði. Þá hefði það aukið enn meira á slævandi lyfjaáhrif á mið tauga kerfið að ákærði var með 120 ng/ml af díazepami í blóði, auk umbrots efnis. Um rædd lyfja efni hefðu ein og sér gert það að verkum að ákærði var vanhæfur til aksturs. Því til viðbótar væru fyrrgreind mæligildi kóka íns og amfeta míns. Ákærði hefði því alveg örugglega verið vanhæfur til að stjórna ökutæki örugglega. Vitnið greindi einnig frá lyfja fræði legum atriðum varðandi frásogsferli og niðurbrotstíma fyrr greindra efna, einkum h vað varðar amfeta mín og téð lyf, og kvaðst vitnið telja að téð mæli gildi gætu ekki sam rýmst neyslu efnanna um klukkustund fyrir sýnatöku. 3. Varðandi 1. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði kvaðst kannast við að hafa í umrætt skipti verið beðinn u m að halda kyrru fyrir í bifreið sem hann var að aka á meðan beðið væri eftir sérútbúinni bifreið á vegum lögreglu vegna Covid - 19 farsóttar. Ákærði hefði ekki ætlað sér að koma úr bifreiðinni vegna nei - kvæðrar reynslu af lögreglu út af öðrum málum. Hann he fði áður sætt harðræði af hálfu lögreglu. Þá hefði hann séð í hvað stefndi þegar lögregluvarðstjóri nr. [...] var kominn á staðinn. Þeir hefðu áður verið í samskiptum út af öðrum málum og ákærði ekki haft góða reynslu af honum. Téður varðstjóri hefði misst stjórn á skapi sínu en ákærði verið yfir - veg aður og rólegur allan tímann. Ákærði hefði meðal annars verið að tala í síma við 14 lögmann á sínum vegum á meðan lög regla var að hafa afskipti af honum. Þá kvaðst ákærði ekki muna hvers vegna honum voru gefin fy rirmæli um að koma úr bifreið inni í greint skipti en kvaðst telja að það skýrðist af því sem síðar gerðist. Ákærði hefði í umrætt skipti verið beittur miklu harð ræði af lögreglu og hann meðan annars verið laminn með kylfu fyrir utan bifreiðina. Hann hefð i næst verið fluttur til að hlynn ingar á sjúkrahús og verið illa haldinn með til tekn um hætti. Þá hefði hann síðar um daginn verið fluttur í fanga klefa á lögreglustöð og þar hefði hann einnig sætt harð ræði af hálfu lögreglu. Um - rædd atvik hefðu haft mikil og alvarleg áhrif á heilsu hans og hann ekki verið sami maður á eftir. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , staðfesti frumskýrslu og greindi meðal annars frá því að ákærði hefði verið stöðvaður í akstri vegna gruns um umferðarlagabrot. Við frekari sam - skipti við ákærða hefði vaknað grunur um meintan akstur undir áhrifum fíkniefna. Ákærði hefði framan af verið rólegur, upplýst hver hann var og framvísað persónu - skilríkjum. Ákærði hefði borið því við að hann væri smitaður af Covid - 19 og því hefði lög regl a ákveðið að kalla aðra lögreglumenn á staðinn til að flytja ákærða í sérstakri bif reið sem ætluð var til slíkra tilvika. Sú bifreið hefði ekki verið nálæg og nokkur tími farið í bið. Lögreglumenn á staðnum hefðu haft áhyggjur af því að ákærði væri smit aður af fyrrgreindri farsótt og hann borið því við að vera með tiltekin veikindaeinkenni. Ákærði hefði einhverju síðar viljað færa bifreiðina og leggja henni í bifreiðastæði en vitnið bannað honum að gera það. Það hefði verið vegna fyrrgreinds gruns um að hann væri undir áhrifum vímuefna. Ákærði hefði verið tregur til að afhenda kveikjuláslykla en það gengið eftir að lokum. Á sama tíma hefði ákærði verið að ræða við lögmann í síma. Ákærði hefði næst lokað og læst að sér í bifreiðinni og neitað að koma úr he nni. Ákærði hefði tekið niður andlitsgrímu og byrjað að reykja vindling inni í bifreiðinni. Honum hefðu verið gefin endurtekin fyrirmæli um að hætta að reykja og koma úr bifreiðinni. Hann hefði ekki farið að þeim fyrirmælum og verið orðinn æstur. Varðstjór i sem var á staðnum hefði tekið við samskiptunum og gefið ákærða fyrirmæli um hið sama og ákærði óhlýðnast. Varðstjórinn hefði fylgt fyrirmælunum eftir með því að beita úðavopni og kylfu, að undangengnum viðvörunum. Með þessu hefði verið unnt að ná ákærða úr bif - reið inni og handtaka hann. Vitni, lögregluvarðstjóri nr. [...] , greindi meðal annars frá því að hafa komið að hand töku ákærða í umrætt skipti. Ákærði hefði í samskiptum við lögreglu borið því við að hann væri smitaður af Covid - 19. Lögregla hefði tekið það alvarlega. Ákærði hefði ítrekað tekið niður andlitsgrímu og verið ósamvinnuþýður við lögreglu. Ákærða hefði ítrekað verið gefin fyrirmæli um að koma úr bifreiðinni en hann óhlýðnast því. Tilgangur inn hefði verið að ná ákærða úr bifreiðinni og t ryggja aðstæður á staðnum. Ákærði hefði 15 orðið æstur í samskiptum við lögreglu og það stigmagnast. Lögregla hefði beitt úðavopni gagn vart ákærða á meðan hann sat inni í bifreiðinni. Það hefði verið til að fylgja eftir fyrir mælunum sem ákærði fór ekki efti r. Ákærði hefði komið úr bifreiðinni og ráðist á lög reglumenn en verið handtekinn. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , greindi meðal annars frá því að ákærði hefði óhlýðnast marg víslegum fyrirmælum lögreglu eftir að höfð voru afskipti af honum. Ákærði hef ði lokað gluggum og verið tregur til að afhenda kveikjuláslykil. Hann hefði viljað færa bifreiðina í bifreiðastæði en honum verið bannað að gera það. Þá hefði hann óhlýðnast því að setja upp andlitsgrímu og einnota hanska. Ákærði hefði einhverju síðar óhlý ðnast endurteknum fyrirmælum lögregluvarðstjóra nr. [...] um að hætta að reykja inni í bif reið - inni og koma úr henni. Ákærði hefði verið sprautaður með piparúða að undan geng inni viðvörun. Það hefði verið til að fylgja eftir fyrirmælunum. Ákærði hefði á end anum verið beittur líkamlegu valdi til að koma honum úr bifreiðinni og hann verið hand tekinn. Vitnið greindi einnig frá atvikum í tengslum við meint umferðarlagabrot ákærða 1. febrúar 2021 við Gjáhellu, sbr. nánar lið III/6. Vitni, lögregluvarðstjóri nr. [...] , greindi meðal annars frá því að hafa komið til aðstoðar í umrætt skipti. Ákærði hefði verið árásargjarn gagnvart lögreglumönnum á staðnum. Ákærði hefði á þeim tíma verið handtekinn og hann vitað af því. Þá hefði verið b úið að gefa honum ítrekuð fyrir mæli um að koma úr bif reiðinni. Hann hefði hins vegar ekki sinnt því. Þá hefði hann verið byrjaður að reykja vindling þar sem hann sat inni í bifreið - inni og lögregla fundið að því. Að auki hefði hann verið búinn að loka o g læsa að sér á meðan vitnið var á staðnum. Vitnið hefði ásamt öðrum lög reglumönnum gefið ákærða fyrr greind fyrir mæli, auk þess að banna honum að reykja. Ákærði hefði verið órólegur og ekki sinnt téðum fyrirmælum. Lögregla hefði metið nauðsynlegt að kom a ákærða úr bifreiðinni og fyrirmælum verið fylgt eftir með viðvörun um beitingu úða vopns léti hann ekki undan óhlýðni sinni. Þá hefði því verið fylgt eftir þegar búið var að opna ökumanns - dyr. Fyrirmælin hefðu verið ítrekuð og vitnið hefði næst sprauta ð piparúða á ákærða. Að auki hefði ákærði verið varaður við því að kylfu yrði beitt út af hinu sama. Ákærði hefði enn ekki hlýtt fyrirmælunum og hann verið sleginn með kylfu. Það hefði leitt til þess að ákærði hrækti vindlingi framan í vitnið, kom úr bifre iðinni og veittist að nálæg um lög - reglumanni. Vitnið hefði slegið ákærða endurtekið með kylfu fyrir utan bifreiðina sam - hliða því sem ákærði veittist með ofbeldi að vitninu. Að lokum hefði ákærði verið yfir - bugaður og settur í handjárn þar sem hann lá á j örðinni. Annar lög reglu maður hefði einnig spraut að ákærða með varnarúða og vitnið fengið úðann á sig. Það hefði leitt til þess að vitnið varð að víkja frá ákærða og aðrir lögreglumenn tekið við honum eftir það. Um rædd atvik hefðu leitt til þess að vit nið sætti síðar rannsókn vegna meints brots í 16 opin beru starfi. Því máli hefði að hluta til verið lokið síðar með því að vitnið gekkst undir sektar gerð, að því er varðaði hluta af téðri kylfunotkun, en að öðru leyti hefði málið verið fellt niður gagnvart vitninu. 4. Varðandi 2. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði hefur játað skýlaust sök samkvæmt þessum ákærulið. 5. Varðandi 3. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði kvaðst kannast við að hafa verið handtekinn í umrætt skipti fyrir utan verslun Ha g kaupa hjá Litlatúni í Garðabæ. Hann hefði verið í för með [...] , sambýliskonu sinni, og hún verið að aka bifreiðinni. Hann hefði hins vegar einhverju stuttu áður verið að fjar lægja kveikju láslykil úr kveikjulásnum sem hefði staðið á sér. Vitni, lögre glumaður nr. [...] , greindi meðal annars frá því að hafa orðið var við akstur bifreiðar af tiltekinni tegund þar sem henni var ekið á Hafnarfjarðarvegi og Vífilstaða - vegi. Vitnið hefði verið á lögreglubifreið ásamt öðrum lögreglumanni. Bifreiðinni hefði ve rið fylgt eftir uns hún stöðvaði við fyrrgreinda verslun í Litlatúni. Á sama tíma hefði verið leitað eftir upplýsingum um bifreiðina í tölvukerfi lögreglu. Öku maður inn hefði verið sköllóttur karlmaður og reynst vera ákærði. Vitnið hefði þekkt deili á ákæ rða út af öðrum málum. Ákærði hefði komið úr bifreiðinni ökumannsmegin. Þá hefði kona sem var með ákærða í bifreiðinni komið út farþegamegin. Enginn vafi hefði verið að ákærði var ökumaðurinn. Ákærði hefði verið æstur og reiður í samskiptum við lög reglu o g neitað því að vera ökumaðurinn. Hann hefði vísað á konuna í því sambandi og hún reynt að taka það á sig að hafa verið að aka. Ákærði hefði verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þá hefðu engar myndupptökur lögreglu verið af umræddum atvik um af nána r tilgreindum ástæðum. Vitni, rannsóknarlögreglumaður nr. [...] , staðfesti frumskýrslu og greindi nánar frá atvik - um málsins. Vitnið hefði verið á lögreglubifreið ásamt lögreglu manni nr. [...] og þeir orðið varir við akstur umræddrar bifreiðar á Ví filstaðavegi. Bifreiðinni hefði verið fylgt eftir uns hún stöðvaði við fyrrgreinda verslun í Litlatúni. Eftirförin hefði verið óslitin frá því vitnið sá að ökumaðurinn var sköllóttur karlmaður og það hefði verið þegar bifreiðinni var ekið að versluninni. Ö ku maður inn hefði reynst vera ákærði en lögreglu - maður nr. [...] hefði þekkt deili á honum út af öðrum málum og vitað að hann væri sviptur ökurétti. Ákærði hefði komið úr bifreiðinni ökumannsmegin og kona í bifreiðinni komið út farþegamegin. Enginn vafi h efði verið á því að ákærði var ökumaðurinn. Grunur hefði 17 einnig vaknað um að ákærði væri undir áhrifum vímuefna við aksturinn. Ákærði hefði verið reiður og ósáttur við afskipti lög reglu og hið sama komið fram í sam skiptum við fyrrgreinda konu. Ákærði hef ði verið handtekinn og fluttur á lögreglu stöð. Vitnið [...] bar meðal annars um að hafa verið að aka bifreið inni [...] frá Kópavogi í Garðabæ. Ákærði hefði verið með í för sem far þegi og þau hefðu verið á leiðinni í fyrrgreinda verslun. Vitnið hefði o rðið vör við lög reglu á leiðinni. Vitnið hefði stöðvað aksturinn í bifreiðastæði við Litlatún og verið í vand ræðum með að ná lyklinum úr kveikjulásnum. Ákærði hefði aðstoðað hana við það þar sem hann sat í farþegasætinu og rétt henni lykilinn. Lögregla h efði komið á staðinn stuttu síðar en vitnið og ákærði verið komin úr bifreiðinni og á leiðinni inni í téða verslun. Lögreglu menn hefðu kallað til ákærða með nafni og viljað ræða við hann. Ákærði hefði verið ófús að ræða við þá, borið af sér sakir um að ha fa verið að aka bifreið inni og vitnið bland að sér í þau samskipti með tilteknum hætti. Vitnið hefði greint téðum lög reglu mönnum frá því að hún hefði verið að aka bifreiðinni en þeir ekki tekið mark á því. Lög reglumenn hefðu farið með ákærða í lögregl ubifreið og rætt við hann þar og ein hverju síðar hefðu þeir látið vitnið fá kveikjulás lykilinn að bifreið inni þegar þeir fóru með ákærða af staðnum. 6. Varðandi 4. ákærulið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa verið að a ka bifreiðinni í greint skipti en hann hefði verið farþegi í henni á meðan henni var ekið. Hann hefði fyrr um daginn verið að gera við bifreiðina og farið prufuhring á henni út af því. Annar maður hefði verið að aka bifreiðinni eða sambýliskona hans en ákæ rði kvaðst ekki muna það vel. Þá bæri að skilja ummæli hans um fyrr greindan akstur, sem kæmu fram á myndupptöku lögreglu, með fyrrgreindum hætti, að hann hefði verið í bifreiðinni sem farþegi en ekki ökumaður. Þá hefði hann komið hinu sama á framfæri síða r um daginn á meðan hann var í haldi lög - reglu og kæmi það einnig fram á upptökum lögreglu. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , greindi meðal annars frá því að hafa orðið var við akstur bifreiðar [...] , þar sem henni var ekið um Breiðhellu. Vitnið hefði verið á lögreglu bifreið ásamt öðrum lögreglumanni við nærliggjandi gatnamót. Bifreiðinni hefði verið fylgt eftir uns hún stöðvaði við Gjáhellu [...] . Eftirförin hefði verið óslitin og akstursleiðin stutt. Lögregla hefði aldrei misst sjónar á bifreiðinni. Ákærði hefði reynst vera öku maður inn og hann komið úr bifreiðinni ökumannsmegin. Annar maður hefði verið með hon um í bif reiðinni og farið úr henni farþegamegin. Lögregla hefði ekki rætt við þann mann og hann farið inn í nærliggjandi húsnæði. Ákærð i hefði í samskiptum við lögreglu kann ast við að hafa verið að aka bifreiðinni og borið því við að hann hefði aðeins ekið stutta 18 akstursleið. Það hefði verið í framhaldi af því að hafa verið að gera við bifreiðina. Ákærði hefði verið ör, þvoglu mæltur og æstur í greint skipti. Fleiri lögreglumenn hefðu komið á staðinn til að stoðar. Ákærði hefði verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð til sýna töku. Þá kvaðst vitnið ekki muna eftir því hvort kveikjuláslyklar bifreiðarinnar fund ust í greint skipti eða hvort leitað var að þeim við rannsókn málsins. Vitni, lögreglumaður nr. [...] , staðfesti frumskýrslu og greindi frá því að hafa orðið vör við akstur bifreiðar [...] , þar sem henni var ekið um gatnamót sem lágu að Breiðhellu. Vitnið hefði séð ökumann bif reiðarinnar á þeim tíma. Vitnið hefði verið á lögreglu bifreið ásamt öðrum lögreglumanni í eftirliti. Þau hefðu farið á eftir bifreiðinni og hún stöðvað stuttu síðar við Gjáhellu [...] . Eftirförin hefði verið óslitin. Ökumaðurinn sem kom úr bif reiðinni ök umannsmegin hefði verið sami maður og vitnið sá aka bifreiðinni stuttu áður. Það hefði reynst vera ákærði. Ákærði hefði í byrjun kannast við að hafa ekið bif - reiðinni og borið því við að hafa verið að gera við hana og aðeins ekið stutta vega lengd. Þá kvað st vitnið kannast við að ákærði hefði einhverju síðar eftir handtöku neitað því að hafa verið að aka bifreiðinni. Kveikjuláslykill að bifreiðinni hefði ekki fundist þrátt fyrir leit á ákærða og í bifreiðinni og þar í kring. Í för með ákærða hefði verið mað ur sem hefði farið úr bifreiðinni farþegamegin. Lögregla hefði ekki rætt við þann mann og hugsan legt væri að hann hefði tekið með sér lykilinn í greint skipti. 7. Varðandi síðari ákæru héraðssaksóknara: Ákærði kvaðst kannast við að hafa flutt til landsi ns þau fíkniefni sem hann var stöðvaður með við komuna til landsins, eins og greinir í ákæru. Efnin hefðu verið ætluð honum til einka nota. Hann hefði neytt amfetamíns til margra ára og dagleg neysla hans á tímabili verið mjög mikil með nánar tilteknum hæt ti. Ákærði hefði haft tekjur af bif reiða viðgerð - um og keypt efnin í Hollandi á meðan hann dvaldi þar í mánaðartíma. Þá hefði hann í raun keypt meira magn af sama fíkniefni en verið búinn að neyta hluta þeirra á meðan hann dvaldi erlendis. Afganginn af ef nunum hefði hann haft með sér til landsins þegar hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Þá kvaðst hann kannast við að hafa neytt efn - anna erlendis í þeim háa styrkleika sem mældist eftir haldlagningu þeirra hér á landi. Ákærði hefði í greint skipti og m ánuð ina á undan ekki verið við góða andlega heilsu og fyrrgreind atvik verið úr hans karakter . Vitni, [...] verkefnastjóri, gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrrgreindum mats gerðum varðandi hin haldlögðu fíkniefni. Um vætti vitnisins vísast til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu. Vitnið útskýrði nánar útreikn inga sína varðandi umreiknað magn efnis miðað við lægri styrkleika amfetamíns eins og að það ætti við um 19 neyslu skammta. Kvaðst vitnið hafa stuðst við styrk leik a tölur úr danskri rannsókn frá ár - inu 2020 þar sem ekki lægi fyrir nýleg íslensk rannsókn um stöð una hér á landi. Líkindi væru hins vegar fyrir því að hin danska rannsókn gæti einnig átt við um styrkleika neysluskammta á amfetamíni hér á landi. Að þessu virtu og miðað við 14% efnastyrkleika hefði verið unnt að útbúa um 1 kg úr hinum hald lögðu fíkniefnum sem ákærði flutti til landsins. Þá væri erfitt að segja til um hvað væri venju legur styrkleiki neysluskammts amfetamíns þar sem það gæti verið breytileg t. Það hefði hins vegar virst hafa farið hækkandi á síðustu árum. Þá kvaðst vitnið telja að efnið hefði verið neysluhæft miðað við háan efnastyrkleika þess við haldlagningu en að því gættu að það hefði leitt til neyslu minna magns af efninu í hvert skipti hjá neytanda. IV. Niðurstöður: 1. Varðandi 1. lið fyrri ákæru lögreglustjóra: Ákærði hefur játað sök varðandi vörslur á þeim fíkniefnum sem greinir í þessum lið ákærunnar og er sú játning í samræmi við gögn málsins. Ákærði hefur hins vegar neitað s ök varðandi meint umferðarlagabrot. Varnir hans hverfast um það að hann hafi ekki verið að aka bifreið inni í umrætt skipti. Ágreiningslaust er að amfetamín og kókaín sem greinir í þessum lið ákærunnar var í blóði ákærða og samrýmist það matsgerð rann - só knarstofu í lyfja - og eiturefnafræði. Þá er ágreiningslaust að ákærði var sviptur öku rétti á þeim tíma sem atvik áttu sér stað og samrýmist það málsgögnum. Sam kvæmt vætti lög reglumanna nr. [...] og [...] var um ræddri bifreið ekið stutta vegalengd á þe im stað og tíma sem greinir í ákæru. Þá kom fram í vætti þeirra beggja að þeir hefðu séð ákærða koma úr bifreiðinni öku mannsmegin eftir að akstri lauk, hann hefði verið einn á ferð og þeir hefðu aldrei misst sjónar á bifreiðinni frá því þeir urðu hennar v arir. Vætti lögreglu - mannanna sam rýmist myndupptöku lögreglu þar sem ákærði sést ganga frá bifreiðinni, ökumanns megin, í átt að nærliggjandi húsi uns téðir lögreglumenn höfðu afskipti af hon - um stuttu síðar. Samkvæmt framangreindu, gegn neitun ákærða, te lst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkni efna eins og greinir í ákæru. Að öllu framangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir brot sem greinir í þessum lið ákærunnar og er u þau rétt færð til refsiákvæða í ákæru, sbr. og auglýsingu nr. 232/2001. 2. 20 Varðandi 2. lið fyrri ákæru lögreglustjóra og fyrri ákæru héraðssaksóknara: Ákærði hefur játað sök að því er varðar akstur sviptur ökurétti í umrætt skipti og er sú játning í samræmi við gögn málsins. Ákærði hefur að öðru leyti neitað sök hvað varðar meint umferðarlagabrot og brot gegn lögreglulögum, auk þess sem hann hefur neitað sök varðandi meint valdstjórnarbrot. Fyrrgreind sakarefni og önnur meint atvik tengd þeim eru samo fin og við úrlausn málsins verður því leyst úr þeim í einu lagi í þessum hluta dóms ins. Hvað varðar meint brot gegn lögreglulögum þá lýtur ákæra annars vegar að því að ákærði hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur og hins vegar með því að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu stuttu síðar um að sitja inni í bifreiðinni og að leggjast niður á jörðina. Hvað hið fyrrnefnda varðar, varðandi aksturinn, þá hefur ákærði borið um að hafa ekki orðið var við merkja gjöf lögreglu eða að slík merki ha fi ekki verið gefin. Samkvæmt vætti lögreglu manna nr. [...] og [...] voru ljós - og hljóðmerki gefin þegar ekið var á eftir ákærða þá aksturs leið sem greinir í ákæru. Þá samrýmist það mynd upptöku lögreglu úr lögreglu bifreið þar sem greinilega sést að bl á blikkandi ljóst voru tendruð á lögreglu bifreiðinni á meðan ekið var á eftir ákærða. Einnig samrýmist það vætti [...] sem bar um það að hafa heyrt í hljóðmerkjum lögreglubifreiðar þegar ákærði ók inn á hlaðið fyrir framan Gjá hellu [...] . Framburður ákær ða um að hann hafi ekki tekið eftir fyrrgreindri merkjagjöf er því ósennileg og ótrúverðug og geta þær skýringar ekki ráðið úrslitum málsins. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lögfull sönnun hafa tekist um það að hann hafi óhlýðn ast t éðum fyrirmælum í tengslum við fyrrgreindan akstur. Verður ákærði því sakfelldur fyrir framangreinda háttsemi og varðar brotið við 19. gr., sbr. 44. gr., lögreglulaga. Hvað hið síðarnefnda varðar þá hafa téðir lögreglumenn borið um að fyrrgreind fyrirmæli hafi verið gefin þegar reynt var að hafa samskipti við ákærða eftir að hann hafði numið staðar. Annars vegar þegar hann sat inni í bifreiðinni og hins vegar þegar hann var kom - inn úr henni. Af mynd - og hljóðupptökum lögreglu heyrist þegar téðir lögreglume nn voru að gefa ákærða fyrir mæli af þessum toga, á einn eða annan hátt, fyrir og eftir að hann var beittur úðavopni og búið var að gera honum grein fyrir að hann væri handtekinn. Einnig er ljóst af sömu gögnum að lögregla var fremur snemma í ferlinu byrju ð að nota piparúða gegn ákærða eftir að téðum akstri lauk. Þá verður ráðið af því sem fram hefur komið að beit ing piparúðans hafi meðal annars verið til að knýja á um að farið væri eftir fyrir - mælunum og að óhlýðni ákærða skýrist að nokkru eða verulegu le yti af því að hann var blindaður af piparúðanum. Að mati dómsins skortir nokkuð á skýrleika og festu framan - greindra fyrirmæla, eins og þau birtast í fyrrgreindum gögnum, og er fremur óljóst til hvers var í raun ætlast af ákærða, eins og aðstæðum og atviku m var háttað í greint skipti. 21 Þá verður ráðið af atvikum að ákærði hafi öðrum þræði verið að koma sér undan hand - töku og flýja frá lögreglu. Háttsemi af þeim toga er sakborningi almennt refsilaus sam - kvæmt 3. mgr., sbr. 1. mgr., 112. gr. almennra hegningar laga, sbr. til hliðsjónar dóm Hæsta réttar Íslands í máli nr. 612/2016. Að þessu virtu verður ákærði sýknaður af þess um hluta ákærunnar. Hvað varðar meint valdstjórnarbrot þá liggur fyrir að fyrrgreindir lögreglumenn hafa báðir borið um að ákærði hafi sparkað í annan þeirra, nr. [...] , auk þess sem ákærði hafi ýtt við þeim, slegið til þeirra og kastað gasgrilli í átt að þeim. Framburður þessara vitna samrýmist í öllum aðalatriðum mynd - og hljóðupptökum lögreglu, auk mynd upptöku sem ákærði hefur lagt fr am í málinu. Ljóst er af þessum gögnum að ákærði var að veitast með ofbeldi að lögreglumönnum, þar með talið þegar hann kastaði frá sér útigrilli. Þá liggur fyrir samkvæmt vottorðum og vætti fyrr greindra lækna að téðir lög reglu menn voru með meiðsli sem greinir í ákæru og bendir allt til þess að það sé af völdum ákærða. Einnig er ljóst af mynd - og hljóðupptöku lögreglu að téðir lög reglu menn voru í einkennis fatnaði lögreglu og töluðu við ákærða á þeim nótum strax í upphafi afskiptanna, sbr. og það sem áður hefur verið lagt til grundvallar um merkjagjöf lögreglu. Ákærða gat því ekki dulist að lög reglu menn voru að hafa afskipti af honum. Það að ákærði hafi veitt harkalegt við - nám gagnvart lögreglu og slegið og sparkað frá sér blindaður af piparúða þegar reynt var að handtaka hann getur ekki rétt lætt gjörðir hans. Ákærða mátti vera ljóst að slys gat hlot ist af mótþróa hans við hand tökuna er hann lét hart mæta hörðu. Telst því skilyrði um ásetning fullnægt, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 77/2009. Að framan - greindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lögfull sönnun hafa tekist um þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákærunni, auk þess sem skilyrði um saknæmi er full nægt. Ákærði byggir varnir sínar einnig á því að valdbeiting lögreglu h afi ekki átt rétt á sér eins og atvikum var háttað og honum hafi verið heimilt að verjast lögreglu á grundvelli neyðar varnar. Neyðarvörn er samkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga lögmæt réttar - vörslu athöfn einstaklings, sem felur í sér nauðsynlega bei na valdbeitingu gegn manni til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás á þann sem neyðarvörninni beitir, eða á ein - hvern annan mann. Sam kvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu sönn unar - byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Af þessu leiðir að ekki hvílir á ákæru vald inu að hnekkja staðhæfingu ákærða um atvik sem horft gætu hon um til refsi - leysis, sbr. dóm Hæsta réttar Íslands í máli nr. 248/2000. Stendur þannig upp á ákærða við úr lausn þessa máls að sýna fram á að s kilyrði neyðarvarnar séu upp fyllt svo leiði til sýknu. 22 Með hliðsjón af því sem áður greinir liggur fyrir að ákærði sparkaði frá sér og sló til téðra lögreglumanna, fyrir og eftir að hann var kominn úr bifreiðinni. Þá leitaði hann á sama tíma inngöngu í nálægt húsnæði og kastaði útigrilli í átt til lögreglumanna, allt á meðan lögreglumenn reyndu að stöðva för hans með skipunum og líkamlegum tálmunum. Sam - kvæmt 14. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er lög reglumönnum heimilt að beita valdi við fram kvæmd skyldu starfa sinna enda sé gætt meðal hófs. Hið sama kemur fram í 3. mgr. 53. gr. og 2. mgr. 93. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt 11. gr., sbr. a - og e - lið 16. gr., reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingar tækja og vopna, sbr. 3. g r. vopnalaga nr. 16/1998 og auglýsingu nr. 156/2015, er lögreglu meðal annars heimilt að beita úða vopni til að afstýra árás á lögreglumann og knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauð synlegt að henni sé tafarlaust framfylgt. Þá á hið s ama við um kylfu notkun, sbr. a - og e - lið 16. gr. reglnanna. Er þá miðað við að áður sé búið að reyna skipanir og lög reglu tök, sbr. 1. og 2. gr. téðra reglna og skýringar með þeim. Ljóst er af vætti fyrrgreindra lögreglumanna og mynd - og hljóðupptöku m lögreglu að búið var að gefa ákærða endurtekin fyrirmæli um að hlýða lögreglumönnum með marg - víslegum hætti. Þá verður ráðið af hinu sama að téðir lögreglumann hafi verið búnir að reyna að yfirbuga ákærða með lögreglutökum án þess að það kæmi að gagni. Á kærði var á þessum tíma meðal annars undir grun um akstur undir áhrifum vímuefna og því nauð - synlegt að tryggja nærveru hans fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Voru lög reglu - menn því búnir að reyna vægari úrræði í merkingu 1. og 2. gr. téðra reglna, sb r. skýr ingar með þeim ákvæðum sem birtar eru með reglunum. Að auki liggur fyrir það sem áður greinir og telst sannað í málinu að ákærði veittist með ofbeldi að téðum lög reglu mönnum áður og samhliða því að hann var beittur framangreindri valdbeitingu. Þ essu til viðbótar verður ráðið af mynd - og hljóðupptökum lögreglu að reynt hafi verið að veita ákærða aðhlynningu eftir að búið var að handtaka hann. Að framangreindu virtu bendir allt til þess að valdbeiting lögreglu hafi átt rétt á sér, eins og atvikum v ar háttað, og að hún hafi samrýmst fyrrgreindum valdbeitingar reglum og verið innan marka meðal hófs, sbr. og 11. gr. sömu reglna. Hefur ákærði ekki fært fram haldbær rök fyrir hinu gagnstæða og verður því ekki fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. Að ö llu framangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir að hafa ráðist með ofbeldi gegn téðum lögreglumönnum, eins og greinir í ákæru og varðar brotið við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. 23 Hvað varðar meintan fíkniefna - og lyfjaakstur ákærða þá he fur hann borið um það að hann hafi neytt téðra efna eftir að akstri lauk þegar hann var kominn inn í umrætt hús - næði. Ljóst er af vætti fyrrgreindra lögreglumanna og mynd - og hljóðupptökum lög reglu að ákærði komst inn í húsnæðið og hélt til inni á baðherb ergi í um þrjár mínútur áður en hann var handtekinn. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja - og eitur efnafræði og vætti [...] var ákærði með nokkur mis mun dandi fíkniefni og lyf í blóði með háum mæligildum eftir handtöku. Að mati dómsins verður að tel jast afar ósennilegt miðað við það sem á undan var gengið, að ákærði hafi farið rakleiðis inn á téð baðherbergi, illa haldinn af áhrifum piparúða og annarri valdbeitingu lögreglu, í þeim tilgangi að innbyrða téð fíkniefni og lyf. Þá heyrist greinilega á up ptökum lögreglu að ákærði var á umræddu tímabili mjög illa haldinn af áhrifum piparúðans og var hann greinilega að reyna að leita leiða til að skola sig. Heyrist hann greinilega á upptökum meðal annars tala um það að honum líði illa og hann þurfi að skola augun og fleira í þeim dúr. Ekkert í upptökunum rennir stoðum undir það að hann hafi á þeim tíma verið að neyta fíkniefna eða lyfja. Þá sést greinilega á mynd - og hljóð upptöku þegar ákærði var sóttur inn á baðherbergið, að hann var á þeim tímapunkti krjúp andi á gólfinu eins og hann væri að reyna að þrífa á sér andlitið eða ná andanum illa haldinn af áhrifum úðans. Ekkert á því mynd - og hljóðefni rennir stoðum undir það að hann hafi á þeim tíma verið að neyta téðra efna eða verið nýbúinn að því. Eru skýrin gar ákærða í þá veru afar ótrúverðugar og haldlausar og verður ekki byggt á þeim við úrlausn málsins. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að ákærði hafi verið undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfj a á þeim tíma þegar hann ók téðri bifreið sviptur öku rétti, eins og greinir í ákæru. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi og eru brotin rétt færð til refsiákvæða. 3. Varðandi 1. ákærulið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði neitar sök varðandi m eint brot gegn lög reglulögum. Framburður ákærða fyrir dómi og varnir hans undir þessum lið málsins hverfast í meginatriðum um það að beiting lögreglu á úða vopni í greint skipti hafi verið ólögmæt, eins og atvikum var háttað. Honum hafi verið heimilt að v erjast aðgerðum lögreglu á grund velli neyðar varnar. Byggir hann aðallega á 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga, en til vara á 2. mgr. sömu lagagreinar. Nánar til tekið byggir ákærði á því að hann hafi haldið kyrru fyrir í bifreiðinni, eins og honum va r upphaflega skipað að gera af lög reglu. Þá hafi hann verið beittur úða vopni af lögreglu eftir að hann kveikti sér í vindlingi og fór að reykja inni í bifreiðinni. Það hafi fyrst verið eftir að úðavopninu var beitt sem honum hafi verið skipað að koma úr bif - reiðinni. Að því virtu hafi umrædd valdbeiting verið ólögmæt og hann hafi því neitað að 24 fara úr bif reiðinni. Byggir hann á því að honum hafi verið heimilt að neita að hlýða fyrir - mælum lög reglu eftir að úðavopninu var beitt gegn honum til að afstýra ólögmætri árás sem var hafin og líka sem var yfirvofandi út af því sem eftir fór. Hann hafi óttast frekari árásir af hálfu lögreglu ef hann stigi út úr bifreiðinni enda hafi hann stuttu síðar verið beittur harðræði af lögreglu og hafi lögreglu varðstjóri n r. [...] orðið uppvís að refsi verðri hátt semi í tengslum við téða vald beitingu. Um neyðarvörn og inntak þess hugtaks og sönnunarreglur um hlutræna refsileysis - ástæður vísast til þess sem áður greinir. Samkvæmt vætti lögreglumanna nr. [...] , [...] , [...] og [...] er ljóst að ákærði var heilt á litið fremur ósam vinnuþýður við lögreglu í um - rætt skipti. Einnig er ljóst af vætti fyrr greindra lögreglumanna að ákærða voru gefin endurtekin fyrirmæli um að koma úr bif reið inni sam hliða því að honum vor u gefin fyrir - mæli um að að hætta að reykja á meðan hann hélt til í bifreiðinni. Að auki liggur fyrir samkvæmt vætti sömu lögreglu manna að téðum fyrir mælum var fylgt eftir með því að ákærði var spraut aður með pipar úða, auk þess sem hann var stuttu síða r sleginn með kylfu í líkamann fyrir utan bifreiðina. Vætti fyrr greindra lögreglumanna samrýmist mynd - og hljóð upptök um lög reglu. Verður því ekki fallist á varnir ákærða um að honum hafi fyrst verið gefin fyrirmæli um að koma úr bifreið inni eftir að hafa verið sprautaður með fyrr greind um úða. Þá er ekkert í framburði téðra lögreglumanna eða umræddu mynd efni sem styður það að ákærði hafi verið mjög skelfdur eða forviða við lögreglu - menn. Eins og áður greinir er lögreglumönnum samkvæmt 14. gr. l ögreglulaga heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna enda sé gætt meðal hófs. Samkvæmt 11. gr., sbr. e - lið 16. gr., fyrrgreindra valdbeitingarreglna, sbr. 3. gr. laga nr. 16/1998 og auglýsingu nr. 156/2015, er lögreglu meðal annars heimilt að beita úðavopni til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Þá á hið sama við um kylfunotkun, sbr. e - lið 16. gr. reglnanna. Er þá miðað við að áður sé búið að reyna skipanir og lög reglu t ök, sbr. 1. og 2. gr. téðra reglna og skýringar með þeim. Ljóst er af vætti fyrrgreindra lögreglumanna og téðu myndefni að ákærði var í aðdrag - anda valdbeitingarinnar búinn að loka og læsa að sér og var að reykja inni í bif reiðinni á sama tíma og h ann var meðal annars undir grun um akstur undir áhrifum vímu efna. Með hliðsjón af rauntíma þessara atvika verður að ætla að ekki hafi verið full vissa um það á þeim tíma hvaða efni það voru sem ákærði var að reykja í greint skipti. Hlaut því að vera brýnt , eins og á stóð, að koma ákærða úr bif reið inni og koma í veg fyrir téðar reykingar enda voru þær til þess fallnar að leiða til sakarspjalla vegna rannsóknar sem var að hefjast 25 út af meint um vímuefnaakstri. Verður því ekki annað ráðið en að fyrirmælin u m að koma ákærða úr bif reið inni hafi átt rétt á sér og jafnframt að rétt hafi verið að fylgja þeim eftir með vald beit ingu, eins og á stóð, í ljósi þess að ákærði fór ekki að fyrirmælum. Það er meginregla íslenskrar stjórnskipunar, að enginn geti komi ð sér hjá því að hlýða yfirvaldsboði í bráð þótt hann vefengi heimildir stjórnvalda, sbr. 60. gr. stjórnarskrár lýð veldisins Íslands nr. 33/1944. Um þetta vísast meðal annars til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 387/1993 og 236/2008. Ljóst er hins veg ar af framburði ákærða, læknis vottorði sem hann hefur lagt fram, vætti fyrrgreindra lögreglu manna, auk téðs myndefnis, að margt í málinu bendir til þess að lögregla hafi gengið fremur hart fram gagn vart ákærða með um ræddri valdbeitingu. Í því samba ndi er einkum litið til að drag - anda téðrar vald beitingar, fjölda lögreglu manna sem voru á staðnum á móti ákærða ein - um, framkomu eins þeirra gagnvart ákærða sem virðist á köflum hafa verið fremur van - stillt, auk hraðrar og óljósrar stig mögn unar að ge rða frá því að téð fyrir mæli voru gefin upp í það að pipar úða og kylfu var beitt. Það veitti ákærða þó ekki rétt til að neita að fara að fyrirmælum lögreglu. Þá haggar það ekki þessari niðurstöðu þótt framferði lög reglu kunni að einhverju leyti að hafa verið ólög mætt, eins og hér stóð á, sbr. afgreiðslu máls hjá ákæru valdinu með sektargerð gagnvart einum téðra lög reglu manna. Ákærða eru önnur úrræði tiltæk til þess að leita réttar síns að lögum. Að öllu framangreindu virtu þykir ákærði ekki hafa sýn t fram á að skilyrði 1. og 2. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga séu uppfyllt í málinu. Verður ákærði því sakfelldur fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, eins og honum er gefið að sök samkvæmt þess - um lið ákærunnar og er brotið rétt fært til refsi ákvæðis. Fyrir liggur að ákærði hefur játað sök að því er varðar akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna og slæv andi lyfja, eins og greinir í þessum lið ákærunnar. Þá er játningin í sam ræmi við gögn máls ins. Verður ákærði því ein nig sakfelldur fyrir þá hátt semi sam kvæmt þeim lið ákær unnar og eru brotin rétt færð til refsiákvæða. 4. Varðandi 2. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt 2. lið síðari á kæru og er játningin studd sakar gögn um. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt þeim ákærulið og eru þau rétt færð til refsi ákvæða, sbr. og auglýsingu nr. 232/2001. 26 5. Varðandi 3. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði neitar sök s amkvæmt þessum lið ákærunnar. Ágreiningslaust er að umræddri bifreið var ekið á þeim tíma og stað sem greinir í ákæru. Þá er ágreiningslaust að amfeta - mín og metamfeta mín var í blóði ákærða og samrýmist það matsgerð rann sóknar stofu í lyfja - og eituref nafræði. Einnig er ágreiningslaust að ákærði var sviptur öku rétti á þeim tíma sem atvik áttu sér stað og samrýmist það gögnum máls ins. Varnir ákærða hverfast um að hann hafi ekki verið að aka bifreiðinni í greint skipti og að ökumaðurinn hafi verið samb ýlis kona hans sem var með honum í för. Fyrir dómi hefur ákærði og fyrrgreind sam býliskona, vitnið [...] , bæði borið um að hún hafi verið að aka bifreiðinni í greint skipti. Framburður þeirra stangast á við vætti lög reglu manna nr. [...] og [...] sem b áru báðir um að hafa séð að ökumaðurinn var sköllóttur karlmaður og að þeir hefðu ekki misst sjónar á bif reið inni þar til hún var stöðvuð stuttu síðar. Einnig báru þeir um að um ræddur maður með fyrr greint útlit, sem reyndist vera ákærði, hefði komið úr bifreið - inni öku manns megin og að téð sam býliskona hefði verið far þega megin. Vætti lög reglu - mannanna var alveg skýr um þetta. Vegna náinna tengsla téðrar sambýliskonu og ákærða er að mati dóms ins varhugavert að byggja á vætti hennar fyrir dómi, sbr . 126. gr. laga nr. 88/2008. Téðir lögreglumenn voru við skyldustörf í greint skipti og hafa engra hags muna að gæta í málinu. Verða úrslit málsins því látin ráðast af vætti téðra lögreglu manna. Að öllu þessu virtu, gegn neitun ákærða, telst lögfull sönnu n hafa tekist fyrir því að ákærði hafi verið að aka bifreiðinni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna, eins og honum er gefið að sök í ákæru. Verður hann því sakfelldur fyrir háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum lið ákærunnar og eru brotin rétt færð til refsiákvæða. 6. Varðandi 4. lið síðari ákæru lögreglustjóra: Ákærði neitar sök samkvæmt þessum lið ákærunnar. Ágreiningslaust er að umræddri bifreið var ekið á þeim tíma og stað sem greinir í ákæru. Þá er ágreiningslaust að amfeta - mín, klónazepam og metamfetamín með þeim mæligildum sem greinir í ákæru var í blóði ákærða og samrýmist það matsgerð rann sóknar stofu í lyfja - og eiturefnafræði. Einnig er ágrein ingslaust að ákærði var sviptur öku rétti á þeim tíma sem atvik áttu sér stað og sam rýmist það gögnum máls ins. Varnir ákærða hverfast um að hann hafi ekki verið að aka bifreiðinni í greint skipti og að ökumaðurinn hafi verið téður farþegi sem var með honum í för. Þá hefur ákærði fyrir dómi borið um atvik með þeim hætti. Framb urður hans stangast á við vætti lög reglu manna nr. [...] og [...] sem báðir báru um að hafa fylgt bifreiðinni óslitið eftir. Jafnframt að þeir hefðu séð þegar ökumaðurinn stöðvaði akstur - inn við Gjáhellu [...] og kom út úr bifreiðinni og að það hefði re ynst vera ákærði. Þá báru 27 þeir báðir um að annar maður, óþekktur, hefði á sama tíma komið úr bifreiðinni farþega - megin og farið af staðnum. Vætti lög reglu mannanna var alveg skýrt um þetta. Að auki báru þeir um að ákærði hefði í byrjun af skipta, fyrir u tan Gjáhellu [...] , kannast við að hafa verið að aka bifreiðinni en það hefði aðeins verið stutt vegalengd. Samrýmist það mynd - og hljóðupptöku lögreglu sem er meðal gagna málsins. Þá breytir engu í þessu sambandi þótt kveikjuláslyklar bifreiðar innar hafi ekki fundist. Ljóst er af vætti téðra lögreglu manna að eftir förin var óslitin og ákærði kom út ökumannsmegin eftir að bifreiðin var stöðvuð. Farþeginn getur því ekki hafa ekið bifreiðinni og virðist allt benda til þess að ákærði hafi komið kveikjulás ly klunum undan áður en hann var handtekinn. Téðir lög reglu menn voru við skyldustörf í greint skipti og hafa engra hags muna að gæta í málinu. Verða úrslit málsins því látin ráðast af vætti þeirra beggja. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, te lst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að ákærði hafi verið að aka bifreiðinni sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja, eins og honum er gefið að sök í þessum lið ákærunnar. Verður hann því sakfelldur fyrir háttsemi sam kvæmt ákær u og eru brotin rétt færð til refsi ákvæða. 7. Varðandi síðari ákæru héraðssaksóknara: Ákærði neitar sök samkvæmt ákæru en gengst við því að hafa í greint skipti flutt til lands ins þau fíkniefni sem greinir í ákæru, þar með talið tegund, magn og styrkleika og samrýmist það gögnum málsins. Varnir ákærða hverfast um það að efnin hafi ekki verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærði hefur borið um að hafa ætlað fíkniefnin til eigin neyslu. Af fram burði ákærða og gögnum málsins ve rður ráðið að hann eigi við alvarlegan fíkni sjúk dóm að stríða og hann hafi meðal annars neytt amfetamíns til langs tíma. Hins vegar er ljóst að magn og hár styrkleiki þess amfetamíns, sem ákærði flutti með sér til landsins og hald var lagt á, er á almenn an mælikvarða langt umfram það sem ætla má að maður hafi í fórum sínum til einkaneyslu. Það eitt og sér gerir framburð ákærða afar ótrú verð ugan. Þvert á móti bendir allt til þess út frá magni og styrkleika efnanna að þau hljóti að hafa verið ætluð til sö lu og dreifingar í ágóðasyni. Þá samrýmist það fyrr greindri mats gerð og vætti [...] verk efnastjóra, að unnt hafi verið að útbúa talsvert meira magn úr hinum haldlögðu efnum miðað við 14% styrk leika. Að framangreindu virtu verður að hafna haldlausum skýringum ákærða og leggja til grund vallar að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni, eins og greinir í ákæru. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt ákæru. Þegar litið er til þyngdar og hás styrk leika hinna haldlögðu fíkniefna, og það virt saman, er fallist á með ákæruvaldinu að háttsemi ákærða, eins og hér stendur á, eigi undir 173. gr. a í almennum hegningarlögum. 28 8. Varðandi refsingu og refsikennd viðurlög: Ákærði er fæddur í [...] . S amkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 29. mars 2021, á hann að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2011. Það sem hér skiptir einkum máli er að hann gekkst undir lögreglustjórasátt 26. maí 2020 og var honum gert að greiða fé sekt og sæta tveggja ára öku réttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þá gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt 27. sama mánaðar og honum gert að greiða fésekt og sæta átján mánaða ökuréttarsviptingu vegna sams konar brots. Um ákvörðun refsingar ákærða um fyrrgreind br ot sem hann hefur verið sakfelldur fyrir fer samkvæmt 1. mgr. 77. gr. í almennum hegningarlögum. Um ferðarlagabrot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt fyrrgreindum ákæru liðum með því að aka bifreið í sex aðgreind skipti undir áhrifum ávana - og fíkni efna ber að fara með í einu lagi sem aðra ítrekun (3. brot). Þá ber að fara með téðan akstur í sex aðgreind skipti sviptur ökurétti í einu lagi sem fyrstu brotahrinu (1. brot). Að þessu virtu fer um ákvörðun refsingar sam - kvæmt dómvenju sem á við um fyrrgreind umferðarlaga brot. Þessu til viðbótar verður við refsiákvörðun að líta til þess að ákærði ók einnig þrisvar sinnum af sex fyrrgreindum skiptum undir áhrifum lyfja. Til refsiþyngingar horfir að brot ákærða gegn valdstjórninni, sbr. fyrri ákæru hé raðssaksóknara, beindist að mikil væg um verndar hags mun um og téðir lög reglumenn urðu fyrir meiðslum, auk þess sem háttseminni var beint að opinberum starfs mönnum sem að lögum hafa heimild til líkam legrar valdbeitingar. Einnig horfir til refs iþyngingar að fíkniefni sem ákærði flutti til lands ins, sbr. síðari ákæru héraðs - saksóknara, voru með mjög háum styrkleika. Sakaferill ákærða horfir heilt á litið til refsi - þyng ingar. Ákærða til málsbóta verður litið til þess að hann hefur að hluta til játað sök. Að öllu framan greindu virtu, og með vísan til 1., 2., 3., 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 106. gr. í almennum hegn ingarlögum, sbr. 11. gr. laga nr. 101/1976 og 1. gr. laga nr. 25/2007, verður refs ing hans hæfilega ákveðin fang elsi í fimmtán mán uði. Vegna sakaferils, alvarleika og eðlis brota er ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 76. gr. almennra hegn ingarlaga skal draga frá refsingunni með fullri daga tölu gæslu varðhald sem ákærði sætti frá 27. ágúst 2021 til 1. september sama ár. Með hliðsjón af fjölda fyrrgreindra fíkniefna - og lyfjaakstursbrota ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, ítrekunar vegna fyrri fíkniefnaakstursbrota, og með vísan til 3. mgr. 99. gr. og 101. gr. laga nr. 77/20 19, verður ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. 29 Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018, eru gerð upptæk haldlögð fíkniefni, samtals 499,57 g af amf etamíni, 3,76 g af kókaíni og 0,14 g af metamfetamíni. 9. Varðandi sakarkostnað o.fl.: Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Til þess kostn - aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Ólafs Vals Guðjónssonar lög - manns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast að mestu af tíma skýrslu, 1.600.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Þessu til viðbótar verð ur felldur á ákærða annar sakarkostnaðar samkvæmt yfirlitum ákæru valds ins, 1.386.798 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við m eð ferð máls ins 16. febrúar 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð : Ákærði, Ólafur Björgvin Hermannsson, sæti fangelsi í fimmtán mánuði. Til frádráttar refsingu með fullri dagatölu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 27. ágúst 2021 til 1. september sama ár. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Gerð eru upptæk 499,57 g af amfetamíni, 3,76 g af kókaíni og 0,14 g af metamfetamíni. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsin s til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lög manns, 1.600.000 krónur, og 1.386.798 krónur í annan sakar kostnað. Daði Kristjánsson