Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 15/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi ) g egn Atl a Elía ssyni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur : Mál þetta, sem dómtekið var 18. febrúar sl., er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 29. desember 2020 á hendur Atla Elíassyni, kt. 000000 - 0000 , , , fyrir eftirtalin brot: ,, I. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 12. október 2019, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 345 ng/ml, kókaín 65 ng/ml, alpraz ólam 13 ng/ml og klónazepam 19 ng/ml) um Nýbýlaveg við Smiðjuveg í Kópavogi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 7 7/2019. M: 007 - 2019 - 64607 II. III. Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 21. desember 2019, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóð i mældist amfetamín 410 ng/ml, alprazólam 11 ng/ml og klónazepam 28 ng/ml) um Sólvallagötu við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn, og haft í vörslum sínum 1,33 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í bifreiðinni. Telst þ essi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr., 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. M: 008 - 2019 - 18398 IV. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 24. desember 2019, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega v egna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 330 ng/ml, alprazólam 28 2 ng/ml, díazepam 43 ng/ml og klónazepam 9,3 ng/ml) um Staðarberg við verslunina Iceland í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þessi hát tsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2019 - 79739 V. Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 3. febrúar 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 240 ng/ml og klónazepam 20 ng/ml) um Bíldshöfða í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 5235 VI. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 26. maí 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Drangsskarð í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 27396 VII. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 30. maí 2020, ekið bifreiðinni sv iptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 385 ng/ml, alprazólam 44 ng/ml og búprenorfín 7 ng/ml) um Arnarnesveg í Garðabæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Tels t þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 27905 VIII. Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 16. júlí 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Ásvallabraut við Sóleyjarvelli í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 39849 IX. Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 28. ágúst 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Ásvallabraut við Ásflatir í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 49 446 X. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 27. september 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 370 ng/ml, alprazólam 5,9 3 ng/ml og klónazepam 13 ng/ml) um Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þar sem akstrinum lauk við Hrauntungu 2. Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 55988 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á framangreindum 1,33 g af maríhúana sem hald var lagt á samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð 808/2018. Við meðferð málsins málsins féll ákæruvaldið frá II. tölulið ákæru. Verjandi ákærða gerir þá kröfu að á kærð i verði dæmdu r til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila . Þá krefst verjandinn málsvarnalaun a. Ákærði hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæmt enda er hún í samræmi við rannsóknar gögn málsins. Því var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sakarflytjendum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Brot þ au sem ákærði er sakfelldur fyrir varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr. 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2., sbr. 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, og 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Samkvæmt sakavottorð i á kærða dags. 5. febrúar 2021 nær sakaferill hans aftur til ársins 2003 en í mars það ár var hann dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur. Í nóvember 2008 var hann dæmdur til sektargreiðslu fyrir fíkniefnaakstur og í mars 2012 gekkst ákærði undir sektargreiðslu fyrir fíkniefnaakstur. Í janúar 2014 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir fí kniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti og í september sama ár var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi og þar af þrjá skilorðsbundna og sviptur ökurétti ævilangt m.a. fyrir fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti. Í apríl 2015 var ákærði dæmdur fyrir þj ófnað í fimm mánaða fangelsi og þar af þrjá mánuði skilorðsbundna og þá var skilorðsdómurinn frá september 2014 dæmdur upp en um var að ræða hegningarauka. Í febrúar 2016 var ákærði dæmdur fyrir fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti í sjö mánaða fange lsi og þar af fjóra mánuði skilorðsbundna og sviptur ökurétti ævilangt. Reynslulausn og skilorðsdómur var dæmt upp. Í nóvember 2017 var ákærði dæmdur í átta mánuða fangelsi m.a. fyrir þjófnað og akstur sviptur ökurétti. Loks var ákærði dæmdur í 45 daga fan gelsi í nóvember 2018 fyrir gripdeild og fíkniefnabrot. Nú er ákærði sakfelldur fyrir að aka sex sinnum undir áhrifum vímuefna og níu sinnum sviptur ökurétti og einnig fyrir smávægilegt fíkniefnabrot. Með vísan til þessa og með 4 hliðsjón af sakaferli ákær ða, sbr. framanritað og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Þá hefur ákærði unnið sér til sviptingar ökuréttar, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og verður ákærði, með hliðsjón af sakaferli hans, sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Þá skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á 1,33 grömmum af maríhúana, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 2 33/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærði greiði allan sakarkostnað þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 165.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og annan sakarkostnað 1.423.741 kr. I ngi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð i , Atli Elíasson, sæti fangelsi í tuttugu mánuði . Ákærð i er svipt ur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 1,33 grömmum af maríhúana . Ákærð i greiði þóknun skipaðs verjanda h ans, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 165.000 kr. og annan sakarkostnað 1.423.741 kr. Ingi Tryggvason