Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 23. mars 2022 Mál nr. S - 598/2020 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari) g egn Sindr a Snæ Stefáns syni og (Ólafur V. Thordersen lögmaður) Sindr a Má Tryggvas yni ( Gísli M. Auðbergsson lögmaður ) (Jón Stefán Hjaltalín Einarsson lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 27. janúar sl., var höfðað með þremur ákæru m lögreglu - stjórans á Norðurlandi eystra . Ákærðu eru Sindri Snær Stefánsson, kt. , , Reykjavík, og Sindri Már Tryggvason, kt. , , Reyðarfirði . 2 F yrsta ákæran er dagsett 12. október 2020, á hendur ákærðu báðum, Sindra Snæ og Sindra Má, og þeim gefi n að sök aðfaranótt sunnudagsins 15. desember 2019, ráðist í sameiningu að A , kt. , við verslun 66 norður við Skipagötu á Akureyri, tekið hann hálstaki aftan frá og dregið afturábak og slegið hann tvö til þrjú hnefahögg í andlitið og sparkað í líkama hans þar sem hann lá á jörðinni, með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á enni, klórfar undir vinstra auga og niður á vinstra kinnbein, bólgu á hægra efra augnlok og mar, sárfleður frá ytri augnkrók upp í augnhárarönd efra augnloks, hrufl og fleiður yfir hægra kinn beini, klórför á hálsi vinstra megin og punktablæðingar, klór frá hægra viðbeini niður á bringu og mörg klórför hægra megin utanvert á hálsi. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir A , kt. , , bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 822.139 - , með vöxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 1 5. desember 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi var kynnt ákærðu, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist lögmannsþóknunar úr hendi ákærðu, sakborningi að skaðlausu skv. mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti. 2 3 Önnur ákæran er á hendur ákærða Sindra Snæ, dagsett 26. nóvember 2020, - og fíkniefnalögum, með því að hafa, laugardag skvöldið 11. júlí 2020, verið með í vörslum sínum 10,37 grömm af amfetamíni en efnin fundust á ákærða og í bifreiðinni , þar sem lögreglan hafði afskipti af honum þar sem bifreiðin stóð við Leirunesti á Akureyri. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 44.045, 44.046 & 44.053, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 4 Loks er ákæra da gsett 31. ágúst 2021, á hendur ákærða Sindra Snæ og K , kt. , K fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudagsnóttina 24. febrúar 2021, staðið saman að því að taka í heimildarleysi bifreiðina [ , af tegund i nni , þar sem henni hafði verið lagt á milli íþróttarhallarinnar og Brekkuskóla á Akureyri og ekið henni þaðan í heimildarleysi að Dalsgerði á Akureyri þar sem lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar og sinna ekki ítrekuðum fyrirmælu m lögreglu að stöðva eftir að þeir yfirgáfu bifreiðina og hlupu að vettvangi uns þeir gáfust upp á hlaupunum stuttu seinna við verslun Nettó við Hrísalund á Akureyri. Ákærði K er jafnframt ákærður fyrir að hafa ekið greinda leið undir áhrifum ávana - og fí kniefna (í blóðsýni úr ákærða mældist amfetamín 180 ng/ml. og kókaín 30 ng/ml) og sviptur ökurétti. Brot beggja teljast varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum og 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, með síðari breytingum og umferðarlagabrot ákærða K við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði K verði sviptur ökurétti, sbr. 99. gr. laga nr. 77/2019. 5 Ákærði K játaði sök, þáttur hans var skilinn frá máli þessu og dæmdur s érstaklega. 6 Ákærði Sindri Snær krefst þess aðallega að sér verði ekki gerð sérstök refsing en til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að bætur verði ákveðnar lægri en krafist er. Þ á er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda, sem greiðist úr ríkissjóði. 7 Ákærði Sindri Már krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvalds en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðsbundin. Þá er þess krafist að bótakröfu verði vísað frá dómi en ella að dæmdar bætur verði lægri en krafist er. Loks er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda og að sakarkostnaður greiðist að minnsta kosti að hluta úr ríkissjóði. 3 Ákæra dags. 12. október 2020 Málsatvik 8 Samkvæmt fr umskýrslu lögreglu var lögregla stödd í miðbæ Akureyrar aðfaranótt 15. desember 2019, þegar tilkynning barst um yfirstandandi líkamsárás við verslun 66°Norður við Skipagötu. Tvær lögreglubifreiðar hafi verið mjög fljótar á vettvang og lögregla séð nokkra u nga menn í átökum. Segir í skýrslunni að fljótt hafi orðið ljóst að ákærðu h efðu ráðist að brotaþola í máli þessu. Lögreglumenn hafi rætt við brotaþola og ákærðu báða, hvern í sínu lagi og brotaþola verið ekið á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri til sk oðunar. Framburðir ákærðu og vitna 9 Ákærði Sindri Snær kvaðst ekkert muna eftir þessu. Hann muni eftir að hafa verið í miðbænum en ekki annað . Hann hafi verið í mikilli neyslu, í sterkum efnum og muni vart nokkuð nema í þoku . Hann kannist hvorki við sögu um að brotaþoli hafi brotið gegn systur hans, né að hafa reynt að fá brotaþola til að falla frá kæru á hendur manni að nafni B . 10 Ákærði Sindri Már kvaðst hafa verið á skemmtistað þegar meðákærði Sindri Snær og vinur hans hafi komið til hans og ásakað brotaþ ola um að hafa nauðgað systur einhvers . Hann muni ekki hvor hafi skýrt honum frá þessu . Ákærði hafi ætlað að tala við brotaþola sem hafi ekki verið til í það og gengið út. Ákærði hafi gengið út á eftir honum, ásamt meðákærða Sindra Snæ og tveimur öðrum mönnum. Þ egar hann hafi ætlað að tala við brotaþola fyrir utan hafi hann verið með stæla og leiðindi og hrækt í áttina að þeim. Ákærði hafi tekið aftan í hálsinn á honum og ætlað að stýra honum þangað sem hann æ tlaði að tala við hann , við 66°Norður . Þegar þangað var komið hafi hann farið að tala við brotaþola sem hafi fengið á sig högg úr sitt hvorri áttinni. Þarna hafi verið að minnsta kosti tveir aðrir menn, sem hann þekki ekki , og hann viti ekki frá hverjum hö ggin komu , h ann hafi aðeins horft á brotaþola. Lögregla hafi svo komið skömmu síðar. Aðspurður kvað á kærð i sig ráma eitthvað í að meðákærði Sindri Snær hafi rætt um að brotaþoli ætti að draga til baka kæru á he ndur B og einnig að það hafi líklega verið ræt t eitthvað um skuld. Ákærði kvaðst hvorki hafa sparkað né slegið brotaþola og ekki muna til þess að hafa séð nein spörk. Eftir því sem hann best muni hafi brotaþoli staðið uppi allan tímann. Eftir að brotaþoli hafi orðið fyrir höggum hafi ákærði reynt aftu r að tala við hann en brotaþoli hafi þá hrækt á hann. Ákærði hafi þá eitthvað hrist brotaþola og öskrað á hann. Aðspurður kvað ákærði klórför á brotaþola geta verið af hans völdum . Ákærði kvaðst hafa verið í gulri úlpu og gallabuxum. 11 Brotaþoli A kvaðst hafa verið á Café Amo u r . Þar inni hafi maður sem hann þekkti, að nafni D , hótað því að gera honum eitthvað ef hann drægi ekki til baka kæru á hendur manni að nafni B . Brotaþoli hafi sagt að það myndi hann ekki gera. Brotaþoli og E vinur hans hafi f arið út af staðnum og gengið í átt að Pósthúsbarnum en ákærðu og einn annar maður hafi komið á eftir þeim . Við 66°Norður hafi ákærði Sindri Már gripið með annarri hendi um hnakka hans og sagt honum að draga til baka kæru á hendur B , annars myndu þeir gera honum eitthvað. Hann hafi sagt að það myndi hann ekki gera. Þ eir hafi þá dregið hann fyrir hornið á versluninni, í átt að BSO . Brotaþoli hafi reynt að losna frá þeim en 4 þeir alltaf gripið aftur í hann. Brotaþoli sagðist ekki muna hvað gerðist svo, en hann hafi endað með blóðugt andlit og sár á höfði. Hann muni eftir að þeir tóku í hann en allt sem síðan gerðist sé mjög óskýrt í minningu hans, hann hafi verið mjög hræddu r. Hann hafi horft niður í götuna og fundið fyrir höggum en ekki séð hvað gerðist . Hann m uni ekki hve mörg höggin voru . Í upphafi hafi einn annar maður verið með ákærðu . H ann hafi horfið fljótt en æ fleiri bæst við. Vitnið kvaðst ekki vit a hverjir aðrir voru þarna en síðar hafi menn komið að máli við hann og tjáð honum að hringt hafi verið í þá til að fá þá til að koma og lemja brotaþola vegna meints kynferðisafbrots . Þeir hafi beðið hann fyrirgef n ingar. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir að aðrir en ákærðu hafi veist að honum. Aðspurður um þann framburð sinn hjá lögreglu, að í upphafi hafi ko mið f jórir eða fimm á eftir honum, kvað hann hafa það eftir vin i sínum að þeir hafi í upphafi verið þrír. Hann sjálfur hafi ekki séð aðra en ákærðu, en eftir að lögregla kom hafi hann séð þar fjölda manns. Hann viti sjálfur ekki hvenær þeir bættust í hópin n. Aðspurður um þann framburð að maðurinn í gulu úlpunni hafi ráðist á hann kannaðist hann við að hafa sagt það. Brotaþoli kvaðst hafa haft g lóðarauga í nokkrar vikur á eftir , að minnsta kosti til nýárs. Hann kvaðst hafa verið mj ög hræddur þegar þetta gerð ist og í nokkurn tíma á eftir. Hann hafi ekki farið út á lífið nema hafa hóp af vinum í kringum sig til að vera öruggur . Hann kvaðst þ ó vera b úinn að jafna sig núna. 12 Vitnið E kvaðst hafa verið á Café Amo u r með brotaþola og kvaðst ekki hafa orðið var við s amskipti milli brotaþola og ákærðu þar . Þeir hafi farið út af staðnum tveir saman og gengið suður Skipagötu . V ið gleraugnabúðina hafi verið gripið í hnakkann á brotaþola og hann verið dreginn suður eftir Skipagötu. Vitnið hafi reynt að stöðva þá en verið ýtt frá . Brotaþoli hafi einnig reynt að losa sig en mennirnir tekið í hann aftur . Ákærðu hafi dregið brotaþola fyrir hornið á 66 °Norður og meðfram bogadregna veggnum þar. Vitnið hafi fylgst með hvert þeir drógu hann, staðið nokkuð frá og hringt í lögreglu. Hann kvaðst ekki hafa þekkt ákærðu fyrir. Hann kvað stærri manninn hafa tekið í brotaþola en hinn farið með þeim . Sá hafi sagt eitthvað við brotaþola, en vitnið hafi ekki heyrt hvað hann sagði. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nákvæmlega hvað gerðist sem orsak aði þá áverka sem brotaþoli fékk, hann hafi staðið nokkuð frá þe im . Aðspurður kvaðst hann ráma í að þriðji maðurinn gæti hafa verið með ákærðu í fyrstu en farið fljótt. Hann kvað einhverja fleiri hafa verið komnir að þegar lögregla var komin, en ekki hafa tekið eftir hvenær fólkinu fjölgaði . Aðspurður um aðkomu F , vin ar hans og brotaþola , kvað vitnið hann hafa komið að þegar þetta var yfirstaðið. 13 Vitnið G kvaðst hafa farið út af Caf é Amo u r, ásamt H vini sínum . Þeir hafi gengið framhjá 66°Norður og þar hafi verið einhver slagsmál. Brotaþoli hafi verið í jörðinni , á bakinu, og tveir menn staðið yfir honum , við fætur hans . Hann hafi ekki séð högg og ekki muna eftir spörkum en brotaþoli hafi verið meiddur í andlit i . Hann kvaðst ekki hafa þekkt mennina en vita nú hver brotaþoli er. Aðspurður um hvort þar hafi verið fleiri kvað hann það ekki hafa verið aðra en brotaþola, mennina tvo sem stóðu yfir honum og svo hann sjálfur og vinur hans. Vitnið kvaðst ekki muna hv e l angur tími hafi liðið frá því hann kom að , þar til lögregla kom , en giskaði á tíu mínútur. Á þeim tíma hafi brotaþoli staðið upp og kvaðst vitnið ekki muna eftir því að hann hafi reynt að komast í burtu. Vitnið hafi 5 spurt hvað væri í gangi en ekki muna hve rju var svarað. F b róðir hans hafi komið þarna líka . 14 Vitnið F kvaðst hafa verið á Caf é Amo u r með brotaþola. Brotaþoli hafi talað um að hann vildi færa sig á annan stað vegna hótana frá manni að nafni D . Brotaþoli og E hafi farið út. Vitnið hafi svo fengið símtal frá bróður sínum, vitninu G , og vitnið í fyrstu haldið að það hefði verið ráðist á hann en svo áttað sig á að það væri brotaþoli sem hefði orðið fyrir árás . Hann hafi þá farið á staðinn. Lögreglan hafi þá verið komin þangað . V itnið hafi hitt E en b rotaþoli verið hjá lögreglu og vitnið lítið náð að ræða við hann . Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein slagsmál en séð áverka á andliti brotaþola. 15 Lögreglumaður nr. 9926 kvaðst hafa verið fyrir utan það sem þá var Pósthúsbarinn, nokkrum tugum metra frá. Þau hafi séð fólk ganga þarna og örstuttu síðar hafi útkall borist og þ au farið á staðinn. Maður að nafni A hafi sagst hafa orðið fyrir árás af hálfu tveggja manna sem báðir hétu Sindri. Árásin hafi verið nokkurn vegin yfirstaðin en einhver kýtingur, tog og ýt ingar verið milli manna . Vitnið haf i ekki séð það vel , en þar na hafi verið ákærðu báðir , brotaþoli, vinur hans og líklega tveir menn til . Á eftirlitsmyndavél hafi mátt sjá brotaþola fara út af Caf é Amo u r með öðrum manni, og svo tvo eða þr já menn á eftir. A tvikin sem ákært er vegna hafi hins vegar orðið á stað sem myndavélarnar nái ekki til. Annar hvor ákærðu, að hana minnir Sindri Már, hafi borið því við á vettvangi að brotaþoli hafi rétt áður nauðgað systur annars hvors ákærða , og að slagsmálin tengdust þv í . 16 Vitnið I læknir staðfesti vottorð sitt. Aðspurður kvað hann þá frásögn sem höfð er eftir brotaþola í vottorðinu samræmast þeim áverkum sem þar er lýst. Hann kvaðst ekki getað sagt til um hve mörgum höggum brotaþoli hafi orðið fyrir en kvað áverka benda til þess að þau hafi verið fleiri en eitt . Niðurstaða 17 Ákærðu er gefi ð að sök að hafa í félagi ráðist á brotaþola með því að taka hann hálstaki aftan frá, draga hann afturábak og slá hann tvö til þrjú hnefahögg í andlitið, með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. F allið var frá þeim s akargiftum að haf a sparkað í líkama brotaþola þar sem hann lá á jörðinni . 18 Ákærði Sindri Már kvað rétt að þeir hafi gengið á eftir brotaþola út af skemmtistaðnum , hann hafi svo tekið aftan í h áls brotaþola og dregið hann spöl eftir Skipagötu fyrir hornið á verslun 66°Norður og aðeins niður með húsinu. Klórför á hálsi brotaþola gætu því verið af hans völdum. Hann kannaðist einnig við að hafa hrist brotaþola. Hann kvað með - ákærða Sindra Snæ hafa komið með og bar að brotaþol i haf i fengið högg úr tveimur áttum en þar hafi verið að minnsta kosti tveir aðrir menn og kvaðst hann ekki geta sagt til um hver veitti brotaþola þessi högg . Ákærði Sindri Snær kvaðst ekkert muna eftir þessu kvöldi. 19 Brotaþoli gat lýst því að ákærðu hafi komið á eftir honum. Þeir hafi hótað því að gera honum eitthvað ef hann drægi ekki til baka kæru á hendur sakborningi í öðru máli. Á k ærði Sindri Már hafi tekið aftan um háls hans og dregið hann þennan spöl . Hann hafi orðið fyrir höggum en ekki séð hvaðan þau komu enda hafi hann horft niður . Vitnið E 6 kvað þriðja mann hafa verið með ákærðu í fyrstu en hann fljótt farið en fleiri verið komnir að þegar lögregla kom. 20 Fyrir liggur að ákærðu fóru á eftir brotaþol a út af skemmtistaðnum, ákærði Sindri Már tók hann taki aftan á háls i , og dró hann suður Skipagötu, fyrir hornið á verslun 66°Norður og að ákærði Sindri Snær fór með . Einnig er fram komið að þeir hafi talið sig eiga eitthvað sökótt við brotaþola. Samkvæmt framburði vitnisins E hringdi hann strax eftir aðstoð lögreglu . K emur það heim og saman við framburð l ögreglum anns nr. 9926, sem lýsti því að hafa verið stödd í lögreglubifreið nokkru sunnar í götu nni , séð fólk á ferð þarna , útkall hafi borist örstuttu síðar og lögregla farið strax á staðinn. Þá hafi nokkrir menn verið á staðnum , ákærðu báðir, brotaþoli og vinur hans og , að vitnið minni , tveir aðrir menn. E r ljóst að ákærðu voru aðeins skamma stund þarna með brotaþola og að á þeim tíma varð brotaþoli fy rir höggum sem ollu þeim áverk um sem lýst er í ákæru. Hins vegar hefur hvorki brotaþoli né neinn annar borið um það hver sló brotaþola. 21 Samkvæmt 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu. Þykir því ekki verða slegið föstu hver greiddi brotaþola þau högg sem hann varð fyrir og er ekki útilokað að aðrir en ákærðu hafi þar átt hlut að máli. Verður ákærði Sindri Már sakfelldur fyrir að hafa tekið brotaþola hálstaki aftan frá og dr egið hann afturábak , og með því valdið honum áverkum á hálsi . Varðar það við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á kærði Sindri Snær verður sýknaður af sökum samkvæmt þessari ákæru. Ákæra dags. 26. nóvember 2020 22 Ákærði játaði sök samkvæmt þessari ákæru fyrir dómi. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til r efsiákvæða. Ákæra dags. 31. ágúst 2021 Málsatvik 23 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning klukkan 1:36, aðfaranótt 24. febrúar 2021 , um að bifreiðinni hefði verið stolið af bifreiðastæðinu á milli Íþróttahallarinnar og Brekkuskóla. Lögreglumenn í bifreið á Hlíðabraut hafi þá ekið þaðan inn á Þingvallastræti til austurs og veitt athygli bifreið sem var ekið suður Dalsgerði. Lögregla hafi ekið Dalsgerði til norður s , þaðan í Stóragerði og aftur í Dalsgerði en ekki séð bifreiðina. Til móts við Dalsge rði hafi þeir tekið eftir hvítri Hilux pallbifreið sem var bakkað frá Dalsgerði . Þegar lögregla ók þar að hafi ökumaður og farþegi hlaupið út og lögreglumenn á eftir. Ökumaður og farþegi hafi verið margbeðnir að stöðva en þeir ekki hlýtt fyrr en þe ir hafi gefist upp á hlaupunum nærri Nettó við Hrísalund. L ögregla hafi þekkt mennina, K sem ökumann og ákærða Sindra Snæ sem farþega . Þeir hafi báðir verið handteknir, færðir á lögreglustöð og vistaðir í fangaklefa. Við rannsókn á bifreiðinni og vettvangi hafi komið í ljós að bifreiðinni hafi verið ekið á umferðarmerki á horni Dalsbrautar og Akurgerðis. Framburðir ákærðu og vitna 7 24 Ákærði Sindri Snær kvaðst lítið muna eftir þessari nótt. Hann muni eftir að hafa verið með K í bifreið. K hafi sótt hann þar sem hann hafi búið hjá vini sínu m , nærri sundlauginni. Hann muni ekki nafn götunnar. Hann muni að þeir hafi verið stopp í Lundahverfi, hann hafi verið að taka krakk í bifreiðinni. K hafi farið að hlaupa og hann hafi þá hlaupið líka. Ákæ rði kvaðst ekki hafa spurt K hvernig hann hafi komist yfir þessa bifreið , í því ástandi sem hann var í hafi hann ekki séð ástæðu til þess. Hann kvaðst lengi hafa þekkt K . 25 Vitnið J kveðst eiga umrædda bifreið ásamt bróður sínum. Hann kvað bifreiðina hafa s taðið á sundlaugarplaninu, til móts við heimili hans að . Hann hafi verið uppi í rúmi á annarri hæð í símanum, rétt við gluggann. Hann hafi heyrt hurðinni skellt og þá snúið sér við og séð tvo menn fara inn í bílinn. Sá sem fór bílstjóramegin hafi farið fyrr inn, og hann þá heyrt í hurðinni og hann hafi svo séð hinn fara inn einnig. Hann kvaðst ekki hafa séð mennina vel og ekki geta borið kennsl á þá. Ekkert sérstakt í fasi þeirra eða klæðaburði hafi vakið athygli hans. Frá því að hann hringdi í lögreglu þar til honum var tjáð að lögregla hafi fundið bílinn hafi liðið á að giska 25 - 30 mínútur. Aðspur t kvað vitnið lyklana hafa verið í bifreiðinni, hann hafi skilið þá þar eftir fyrir bróður sinn sem hafi þurft bílinn daginn eftir. 26 Lögreglumaður nr. 0514 kv aðst hafa leitað þessa ökutækis og ekið eftir Þingvallastræti. Þetta hafi verið að næturlagi og fáir á ferli. Hann hafi séð glitta í bílinn á ferð eftir Dalsgerði til suðurs. Þeir hafi ekið inn Dalsgerði, ekki séð bílinn strax en svo séð bifreiðinni bakkað frá Dalsgerði . Þeir hafi ekið þar að og mennirnir þá rokið út úr bílnum , báðir farþegamegin , hlaupið í burtu og lögregla á eftir. V itnið hafi elt Sindra Snæ og félagi hans K og það hafi tekið þá um þrjár mínútur að ná þeim . Vitnið kvað hafa verið mjög auðvelt að greina að ökumann og farþega að, því annar hafi verið dökkklæddur en hinn í hvítum málningargalla. Aðspurður um tíma frá því að tilkynning barst þar til þeir náðu þeim félögum kvaðst hann ekki viss, en það hafi gengið fljótt fyrir sig. Niðurst aða 27 Ákærða er gefið að sök nytjastuldur og brot á lögreglulögum með því að hafa í félagi við K tekið bifreið í heimildarleysi og að hafa ekki sinnt ítrekuðum fyrirmælum lögreglu að stöðva. Hann játar að hafa brotið gegn lögreglulögum en neitar aðild að nytjastuldinum en kvað K hafa náð í sig og ekki vitað hvernig hann hafi komist yfir bifreiðina. 28 Vitnið J lýsti því að hafa séð tvo menn fara inn í bílinn. Þó hann hafi ekki getað séð mennina vel hafi verið alveg skýrt að þeir væru tveir. Samkvæmt gögnum málsins tilkynnti v itnið J um stuld bifreiðarinnar klukkan 1:36 og ákærðu voru handteknir klukkan 1:47 , eftir að lögregla hafði séð til ferða bifreiðarinnar og elt ákærðu uppi þegar þeir reynd u að flýja af vettvangi. Er því ljóst að um mjög skamman tíma var að ræða. Í ljósi afdráttarlauss framburðar vitnisins J um að tveir menn hafi tekið bílinn við hús hans og þess skamma tíma sem leið þar til þeir voru handteknir telur dómurinn hafið yfir sky nsamlegan vafa að ákærðu hafi tekið bifreiðina í sameiningu. Verður ákærði Sindri Snær því , auk brots gegn lögreglulögum, sakfelldur fyrir nytjastuld í félagi við K , og háttsemin rétt færð til refsiákvæð a í ákæru. 8 Ákvörðun refsingar, annarra viðurlaga, bóta og sakarkostnaðar 29 Ákærði Sindri Snær er nú sakfelldur fyrir vörslur fíkniefna, nytjastuld og brot gegn lögreglulögum. Af sakaferli hans skiptir hér máli að þann 30. júní 2021 var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsi ssviptingu, hótanir, tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir og eignaspjöll. Þá gerði hann sátt um greiðslu sektar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökurétti, þann 7. júlí 2021. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir framdi hann fyrir uppsög u framangreinds dóms og undirritun sáttarinnar . Ber því að ákveða honum hegningarauka sem svari til þeirrar þyngingar hegningarinnar sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ve rður ákærða því ekki gerð sérstök refsing nú. 30 Ákærði Sindri Már er í máli þessu sakfelldur fyrir líkamsárás. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði ítrekað hlotið dóma fyrir brot gegn umferðarlögum. Þ ann 30. október 2020 var hann dæmdur í 60 daga fangelsi og til greiðslu sektar, fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökurétti. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifu m áfengis, sviptur ökurétti , þann 16. júní 2021. Það brot sem hann er nú sakfelldur fyrir f ramdi hann fyrir uppsögu framangreindra dóma. Ber því að ákveða honum hegningarauka sem svari til þeirrar þyngingar hegningarinnar sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þyk ir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en þar sem málið hefur dregist nokkuð og hann hefur ekki áður hlotið dóm fyrir brot gegn almennum hegningarlögum þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, svo sem í dómsorði greinir. 31 B rotaþoli, A , gerir kröfu um bætur vegna líkamsárásarinnar. Ákærði Sindri Már hefur með háttsemi sinni skapað sér bótaskyldu. Þeir áverkar sem raktir verða til háttsemi hans eru lítils háttar. H ins vegar verður litið til þess að hann átti upptökin að árásin ni sem var tilefnislaus og olli brotaþola ótta. Þykja bætur hæfilega ákveðnar 20 0.000 krónur og bera þær vexti sem greinir í dómsorði. Miðast upphafstími dráttarv axta við þann dag er mánuð ur var liðinn frá því að ákærða var birt fyrirkall í málinu . Þá grei ði ákærði brotaþola málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1 0 0.000 krónur. 32 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði Sindri Snær sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir. 33 Að kröfu ákæ ruvalds og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður á kærði Sindri Snær dæmdur til greiðslu helmings málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Ólafs Viggós Thordersen lögmanns, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan ti l 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður á kærði Sindri Már dæmdur til greiðslu sakarkostnað ar er varðar mál samkvæmt ákæru dags. 12. október 2020, þ.m.t. 2/3 hluta málsvarnarlaun a skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, eins og nánar greinir í dómsorði . Málsvarnarlaun eru tilgreind að virðisaukaskatti meðtöldum. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Gætt var ákvæð is 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. 9 D ó m s o r ð : Ákærða , Sindr a Snæ Stefánssyni, er ekki gerð sérs tök refsing. Ákærði Sindri Már Tryggvason , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði S indri Már greiði A 20 0.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. desember 2019 til 28. september 2021, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði hann brotaþola 100.000 krónur í málskostnað. Gerð eru upptæk 10,37 grömm af amfetamíni . Ákærði Sindri Snær greiði 444.714 krónur í sakarkostnað, þ. e. helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Ólafs Viggós Thordersen lögmanns , sem í heild ne ma 837.000 krónum, og helming ferðakostnaðar hans, sem í heild nemur 52.428 krónum. Ákærði Sindri Már Tryggvason greiði 679.620 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns , sem í hei ld nema 781.200 krónum, tvo þriðju hluta ferðakostnaðar hans, sem í heild nemur 151.680 krónum og tvo þriðju hluta 37.200 króna útlags kostnaðar hans .