Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 2. febrúar 2021 Mál nr. S - 374/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður brotaþola) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 7. janúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 6. ágúst 2020 , á hendur X , kt. , S , , líkamsárás, með því að hafa mánudaginn 13. ágúst 2018, í á Akureyri, slegið barnsmóður sína Y , kt. , ítrekað með flötum lófa í andlitið, með þeim afleiðingum að hún hlaut rispur á báðum kinnum og bólgur og eymsli yfir báðum kinnbeinum. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Y , kt. , , Akureyri, bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 1.500.000 - , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. , laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 13. ágúst 2018 3. ágúst 2020 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi ákærða, brotaþola að skaðlausu, skv. málskostn að a rreik ningi sem lagður verður fram við meðferð málsins eða að mati dómsins. Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall og var málið þá dómtekið á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til þess verður dómur lagður á málið þrátt fyrir útivist ákærða þar sem framlögð gögn þykja nægileg til sakfellingar og önnur skilyrði ákvæðisins þykja einnig vera uppfyllt. Telst brot ákærða sannað og er það rétt heimfært til refsiákvæð is í ákæru. Samkvæmt vottor ði sakaskrár ríkisins hefur ákærði fjórum sinnum verið dæmdur til fangelsisvistar , í öllum tilvikum fyrir umferðarlagabrot. Þ ann 16. október 2012 var hann dæmdur í n íu mán aða fangelsi e n 4. apríl 2018 var ákærða veitt reynslulausn í eitt ár á 135 daga efti rstöðvum refsingarinnar. Þann 4. ágúst 2020 var ákærði dæmdur fyrir þjófnað. Með því broti hafði ákærði rofið skilyrði reynslulausnarinnar og eftirstöðvar því 2 teknar upp og ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í sex mánuði. Er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 30 daga . Brotaþoli krefst 1.500.000 króna í bætur úr hendi ákærða , auk vaxta og lögmannskostnaðar. Krafan skiptist þannig að krafist er 1.000.000 króna í miskabætur og 500.000 króna vegna áætlaðs læknis - og sérfræðikostnaðar o.fl. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða samkvæmt a - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Er litið til þess að brotaþoli er barnsmóðir og fyrrum sambýliskona ákærða og þ ykja miskabætur hæfilega ákveðnar 3 00.000 krónur . Krafa um bætur vegna út lagðs kostnaðar er ekki studd gögnum og er sá hluti bótakröfunnar því ekki tekinn til greina . Dæmdar bætur beri vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtyggingu frá brotadegi, 13. ágúst 2018, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. s ömu laga frá 14. janúar sl., en ekki liggur fyrir að ákærða hafi verið kynnt bótakrafan fyrr en 14. desember sl . Ákærði greiði brotaþola 100.000 krónur í málskostnað og er virðisaukaskattur þar með talinn . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstö ðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar sem nemur 31.430 krón um. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði Y 300.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 13. ágúst 2018 til 14. janúar 2021 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 100.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 31.430 krónur í sakarkostnað.