Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. jú l í 2019 Mál nr. E - 4044/2018 : A Einar Hugi Bjarnason g egn Íslenska ríkinu Óskar Thorarensen I Mál þetta, sem dómtekið var 5. júní sl., höfðaði A , , , gegn íslenska ríkinu, Arnarhváli, Reykjavík, með stefnu birtri 15. nóvember 2018. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.100.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga nr . 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 22. nóvember 2016 til uppsögu dóms í málinu, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar án tillits til gjafsóknar sem stefnanda var veitt . Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega að hann verður sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins , en til vara að stefnukrafa verði lækkuð verulega og að málskostnaður verði felldur ni ður. II Málavextir og yfirlit ágreiningsefna Upphaf málsins er það að 15. nóvember 2016 barst starfsmönnum Neyðarlínunnar ohf. tölvubréf frá starfsmanni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint var frá því að samskipti, sem fram kæmu á Tetra - fjarskiptakerfinu, væru afmótuð í hljóð, vistuð sem hljóðskrá og þeim loks dreift á internetinu. Formleg kæra Neyðarlínunnar ohf. barst síðan lögreglustjóranum 18. nóvember 2016 vegna hlerunar og dreifingar á samskiptum í Tetra - fjarskiptakerfinu, þar sem óskað var eftir því að málið yrði rannsakað og e ftir atvikum gefin út ákæra. Að frumkvæði Neyðarlínunnar var Öryggisfyrirtækið Syndis fengið til að gera úttekt á því hvaða íslenskir aðilar hefðu þekkingu á þessum sviðum. Fljótlega beindist grunur að tveimur 2 einstaklingum og einnig kom fram tenging við s tefnanda. Þann 19. nóvember 2016 gerði lögregla , á grundvelli úrskurðar héraðsdóms , húsleit á heimilum framangreindra tveggja einstaklinga og voru þeir handteknir sama dag. Við leit á heimilum þeirra fundust netþjónar og mikið magn af tölvum, gagnageymslum o.fl., sem hald var lagt á. Við skýrslutökur viðurkenndi annar þeirra að hafa hlustað á Tetra - samskipti en ekki að hafa dreift slíkum samskiptum. Í framburði þeirra kom einnig fram að stefnandi ætti búnað sem gerði það mögulegt að hlusta á Tetra - samskipti auk þess sem hann hefði kunnáttu til þess. Báðir greindu frá því að þeir, stefnandi og einn aðili til viðbótar hefðu hist reglulega og meðal annars rætt Tetra - samskipti og hvernig skyldi hlera þau. Einnig hefðu þeir verið að prófa sig áfram með útvarpsmót t akara. Fram kom að þeir hefðu oftast hist heima hjá stefnanda. Þann 21. nóvember 2016 var gerð húsleit á heimili stefnanda á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Samkvæmt lögregluskýrslu, dags. 22. nóvember 2016, kynnti lögregla stefnanda sakarefnið og dómsúr skurðurinn og tilkynnti honum að lögregla hygðist gera leit á heimili hans. Þá er þar haft eftir stefnanda að hann hafi átt von á lögreglu. Við leitina var m.a. lagt hald á netþjón og talsvert magn af tölvum og tölvutengdum búnaði og var innihald þessara m una rannsakað. Að leit lokinni, klukkan 19:45, var stefnandi færður af lögreglu á lögreglustöð til skýrslutöku. Í framangreindri lögregluskýrslu er tekið fram að ekki hafi þótt ástæða til að handtaka stefnanda þar sem hann hafi verið samvinnuþýður og farið með lögreglumönnum af fúsum og frjálsum vilja á lögreglustöð til yfirheyrslu. Stefnandi lítur svo á að hann hafi verið handtekinn og sviptur frelsi frá þessum tímapunkti þar til skýrslutöku lauk klukkan 21:20 , en ágreiningur aðila varðar m.a. það hvort sv o hafi verið. Samkvæmt málsgögnum hófst formleg skýrslutaka af stefnanda klukkan 20 : 32. Samkvæmt framburði stefnanda hjá lögreglu bjó hann yfir kunnáttu til að hlusta á Tetra - samskipti og hafði hlustað á slík samskipti en hann kvaðst ekki hafa vistað slík samskipti eða dreift þeim á netinu . Stefnanda barst 23. apríl 2018 bréf frá lögreglustjóra þar sem honum var tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. III Málsástæður og lagarök stefnanda 3 Stefnandi byggir skaðabótakröfu sína á 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. einnig 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 5. gr. laga nr. 97/1995. Þá er vísað til meginreglna skaðabóta - og refsiréttar auk meginreglna opinbers réttarfars og stjórnarskrárinnar um þvingunarráðstafanir. Einnig er vísað til reglugerðar nr. 651/2009 um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. Þá er vísað til mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1 994. Samkvæmt 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 á maður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli, rétt til bóta úr hendi stefnda ef mál hans er fellt niður, en í 2. mgr. sömu lagagreinar er tekið fram að dæma skuli bætur vegna aðgerða eftir IX . - XIV. kafla laganna ef skilyrði fyrstu málsgreinarinnar eru fyrir hendi. Þar er þó einnig tekið fram að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem krafa hans er reist á. Í málinu liggur fyrir að stefnandi sætti aðgerðum samkvæmt IX., X. og XIII. kafla laga nr. 88/2008 í þágu rannsóknar á máli, sem var síðan fellt niður gagnvart honum. Hann á því rétt til skaðabóta frá stefnda vegna þessara aðgerða nema því aðeins að telja megi hann sjálfan hafa valdið eða stuðlað að þeim. Stefnandi byggir á því að þvingunaraðgerðir þær sem stefnandi þurfti að þola undir rannsókn málsins hafi allar verið ólögmætar og til þeirra gripið honum að ósekju. Jafnvel þó að á það yrði ekki fallist er á því byggt að uppfyllt séu skilyrði lag a nr. 88/2008 fyrir bótaskyldu. Í því sambandi er á því byggt að engu breyti um skaðabótarétt stefnanda þó að talið yrði að þvingunaraðgerðir hefðu verið lögmætar, eins og á stóð, þegar ákvörðun um þær voru teknar, og að það mat lögreglu að beita þessum úr ræðum hefði verið byggt á lögmætum grundvelli. Bótaréttur stofnist þegar mál manns sem borinn hefur verið sökum í sakamáli hefur verið fellt niður samkvæmt lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 og lögmæti rannsóknaraðgerða skipti ekki máli þegar metið sé h vort bótaskylda sé fyrir hendi samkvæmt nefndu lagaákvæði. Að mati stefnanda eru engin skilyrði fyrir hendi til að lækka bætur eða fella þær niður á grundvelli 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, enda hafi stefnandi ekki valdið eða stuðlað að þei m aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Grunur lögreglu um aðild stefnanda að refsiverðu broti hafi verið byggður á veikum grunni og stefnandi neitaði sök í málinu. Framburður stefnanda hafi verið stöðugur og staðfastur um þau atriði sem máli skiptu og st efnandi hafi aldrei reynt að afvegaleiða 4 lögreglu í framburði sínum eða með öðru háttalagi og hafi að öllu leyti verið samvinnuþýður. Ekkert í framburði stefnanda eða framferði almennt hafi verið þess eðlis að hann hafi valdið eða stuðlað að umræddum þving unaraðgerðum. Stefnandi hafi því að engu leyti sýnt af sér eigin sök í framangreindum skilningi laga um meðferð sakamála. Stefnandi telur sig hafa orðið fyrir stórfelldum miska vegna þvingunaraðgerða lögreglu. Hann sé með hreint sakavottorð og hafði aldre i komið við sögu lögreglu áður en húsleitin var gerð . Það hafi því verið stefnanda mikið áfall þegar fimm lögreglumenn birtust í dyragættinni á heimili hans með húsleitarúrskurð og tilkynntu honum að hann væri sakborningur , sakaður um alvarleg refsiverð brot sem þung refsing liggur við. Það þurfi vart að fara um það mörgum orðum að þetta var gríðarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs stefnanda og fjölskyldu hans. Við mat á miska verði að hafa í huga að stefnandi var ranglega s akaður um aðild að refsiverðu broti. Hafi hann ekki aðeins þurft að þola niðurlægjandi húsleit á heimili sínu að eiginkonu sinni ásjáandi heldur hafi umtalið í kringum málið vakið mikla athygli sem bitnaði harkalega á stefnanda og þeim sem honum standa næs t. Málið hafi þannig valdið stefnanda augljósum óþægindum og raskað högum hans og stöðu og í því fel i st miski stefnanda. Þá sé rétt að nefna að eiginkona stefnanda brotnaði algjörlega niður þegar stefnandi var leiddur út af heimilinu af lögreglumönnum. Ste fnandi og fjölskylda hans hafi í raun ekki enn jafnað sig eftir þvingunaraðgerðir lögreglu og stefnandi hafi verið mjög stressaður og glímt við svefnleysi æ síðan. Þá hafi málið haft gríðarleg áhrif á vinnu stefnanda sem starfar hjá fyrirtæki sem sinnir [ . Þá hafi farsími stefnanda verið haldlagður og tölvur í hans eigu. Stefnandi hafi t ilkynnt vinnuveitanda sínum strax daginn eftir um málið enda hafi hann talið það skyldu sína þar sem farsíminn var eign fyrirtækisins og innihélt vinnutengd gögn. Stefnandi vísar til þess að hann hafi þurft að þola ferns konar þvingunarráðstafanir. Í fyrsta lagi handtöku og frelsissviptingu. Í öðru lagi húsleit á heimili sínu. Í þriðja lagi haldlagningu á munum í hans eigu og í fjórða lagi öflun upplýsinga úr síma o g tölvum stefnanda. Stefnandi sundurliða r bótakröfu sína með eftirfarandi hætti: 1. Handtaka og frelsissvipting 400.000 krónur 5 2. Húsleit 300.000 krónur 3. Haldlagning 300.000 krónur 4. Skoðun á tölvu - og símaupplýsingum 100.000 krónur 1 Samtals 1.100.000 krónur Stefnandi gerir kröfu um almenna vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. , laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þannig er gerð kraf a um vexti frá 22. nóvember 2016 en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi lítur svo á að hann hafi verið handtekinn á heimili sínu 21. nóvember 2016 klukkan 19:45 og hafi verið sviptur frelsi þar til skýr slutöku lauk klukkan 21 : 20 þennan sama dag. Stefnandi hafi því verið sviptur frelsi sínu í eina klukkustund og 35 mínútur. Stefnandi mótmælir því sem fram kemur í húsleitarskýrslu , að hann hafi farið með lögreglu af fúsum og frjálsum vilja. Stefndi hafi ta lið að hann hefði verið handtekinn vegna málsins og litið svo á að hann ætti ekki annan kost en þann að fylgja lögreglu til skýrslutökunnar. Varðandi 1. kröfulið þá byggir stefnandi á því að handtaka lögreglu hafi ekki verið réttmæt og skilyrði 90. gr. la ga nr. 88/2008 hafi ekki verið uppfyllt. Jafnvel þó að ekki yrði á það fallist sé á því byggt af hálfu stefnanda að ekkert sé fram komið í málinu um að stefnandi hafi með nokkrum hætti stuðlað að handtökunni í skilningi 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Þ á byggir stefnandi einnig á því að hann eigi rétt á bótum fyrir frelsissviptingu , en eins og áður sé rakið þá hafi hann þurft að þola frelsissviptingu í rúma eina og hálfa klukkustund. Eigi hann því rétt á bótum á grundvelli 246. gr. laganna. Í 2. kröfulið krefst stefnandi miskabóta að fjárhæð 300.000 krónur vegna ólögmætrar húsleitar á heimili hans. Telur stefnandi að skilyrði 74. gr. laga nr. 88/2008 hafi ekki verið uppfyllt þegar leitin var gerð og því hafi skilyrðum 2. mgr. 246. gr. sömu laga verið full nægt. Fyrir liggi að ekkert saknæmt fannst við húsleitina en með leitinni hafi verið brotið gegn friðhelgi hans, sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Við rannsókn málsins var, eins og áður hefur verið rakið, lagt hald á tölvur, síma og tölvubúnað í eigu stefnanda. Nánar tiltekið var hald lagt á borðtölvu, netþjón, fartölvu, farsíma, móttakara o.fl. Stefnandi fékk borðtölvuna og farsímann afhent 5. 6 desember 2016 eða 14 dögum eftir að þessir munir voru haldlagðir. Stefnandi fékk hins vegar ekki fartölvuna, vefþjóninn, harða diska og aðra muni fyrr en 27. apríl 2018 eða 522 dögum eftir að þessir munir voru haldlagðir. Hér var um að ræða persónulegar eigur stefnanda sem teknar voru af hon um og hann gat ekki notið vegna umræddrar aðgerðar. Engu breyti um rétt stefnanda til bóta samkvæmt þessum kröfulið þótt haldi hafi verið aflétt og stefnandi sé nú búinn að fá þessar eigur sínar afhentar. Við rannsókn lögreglu hafi stefnandi þurft að sæta rannsókn á símaupplýsingum hans og gögnum úr tölvum sem haldlagðar voru. Með þessu hafi verið brotið freklega gegn friðhelgi stefnanda, sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessum sökum eigi stefnandi rétt á miskabótum vegna rannsóknarinnar á grund velli fyrri málsliðar 2. mgr. 246. gr. laganna. Engin rök standi til þess að lækka bætur til stefnanda á þeim grundvelli að hann hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á, sbr. síðari málslið 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. IV Málsástæ ður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að þvingunaraðgerðir lögreglu umrætt sinn hafi allar verið ólögmætar og til þeirra gripið honum að ósekju. Stefndi haldi því fram að grunur lögreglu um aðild stefnanda að refsiverðu broti hafi verið byggður á veikum grunni. Því mótmæli stefndi. Í fyrstu, eftir skoðun tölvuöryggisfyrirtækisins Syndis, hafi beinst grunur að tveimur einstaklingum en einnig kom ið fram tenging við stefnanda. Með framburði þessara tveggja einstaklinga hafi vakna ð sterkur og rökstuddur grunur um aðild stefnanda að málinu. Stefnandi líti svo á að hann hafi verið handtekinn. Því sé mótmælt. Sérstaklega sé tekið fram í skýrslu lögreglu að hann hafi ekki verið handtekinn , enda hafi hann verið samvinnuþýður og fylgt lö greglu til yfirheyrslu af fúsum og frjálsum vilja. Samkvæmt framangreindu hafi skilyrði til handtöku hins vegar verið uppfyllt, sbr. 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008. Vísað sé til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. nóvember 2016 varðandi húsleit og r annsókn á þeim munum sem haldlagðir voru við húsleitina. Hafi allar aðgerðir lögreglu í umræddu máli verið lögmætar að mati stefnda. Stefndi bendir á að s tefnandi telji sig hafa orðið fyrir stórfelldum miska vegna þvingunaraðgerða lögreglu og segist hafa o rðið fyrir miklu áfalli þegar lögreglumenn birtust á heimili hans. Þó er haft eftir stefnanda í skýrslu lögreglu að hann hafi átt von á lögreglunni. Verði ekki séð að aðgerðir lögreglu hafi verið þess eðlis að þær hafi 7 valdið stefnanda óþarfa miska eða tjó ni umfram það sem óhjákvæmilegt v a r og hafi meðalhófs verið að fullu gætt. Stefnandi hafi einn uppi kröfur í þessu máli. Umfjöllun í stefnu um eiginkonu hans og fjölskyldu geti ekki haft áhrif á bótarétt stefnanda og er henni mótmælt. Þá mótmælir stefndi því að húsleit hafi verið ólögmæt og er á því byggt að hún hafi verið lögmæt. Einnig byggir stefndi á því að haldlagning hafi verið lögmæt. Stefnandi hafi fengið hluta muna afhenta 14 dögum eftir haldlagningu þeirra en aðra síðar. Ástæðan fyrir því að hluti munanna var afhentur árið 2018 hafi verið sú að kalla þurfti eftir upplýsingum frá Bandaríkjunum og hafi verið beðið eftir svörum þaðan sem aldrei bárust. Bent er á að með úrskurði í máli nr. R - 401/2016 hafi lögreglu m.a. verið heimilað að opna og rannsaka efni og innihald tölva og búnaðar sem lagt yrði hald á , þ.m.t. samskiptaforrit. Byggt er á því að haldlagning þessara muna hafi verið lögmæt. Loks bendir stefn di á að r annsókn samkvæmt 4. kröfulið stefnu hafi verið lögmæt og er m.a. vísað til heimildar í úrskurði nr. R - 401/2016. Byggt er á því að þær aðgerðir hafi verið lögmætar. Vegna húsleitar, haldlagningar og rannsóknar vísa r stefndi til laga nr. 88/2008, að allega til IX., X. og XI. kafla laganna. Stefndi telur að ó sannað sé að stefnandi hafi ekki jafnað sig á aðgerðum lögreglu , eins og haldið sé fram í stefnu. Því er mótmælt að húsleit hafi verið niðurlægjandi en að auki sé það ósannað og einnig sé því mótmæ lt að aðgerðir lögreglu hafi raskað stöðu stefnanda og högum. Ósannað sé að stefnandi sé stressaður og hafi glímt við svefnleysi æ síðan vegna aðgerða lögreglu. Þá sé ósannað að aðgerðir lögreglu hafi haft áhrif á vinnu stefnanda , eins og haldið sé fram í stefnu. Samkvæmt 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 eigi maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli rétt á bótum ef mál hans hefur verið fellt niður. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins skuli þá dæma bætur vegna aðgerða samkvæmt IX . - XIV. kafla laganna ef skilyrð i 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó megi fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Það mál sem hér um ræðir hafi verið fellt niður, sbr. 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Stefnandi hafi hi ns vegar stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á, í skilningi 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, að mati stefnda, þegar horft er til þess að hann stundaði það að hlera Tetra - samskipti og varð sér úti um búnað til þess. 8 Vísast einnig til lýsingar stefnanda í húsleitarskýrslu og í framburði hans hjá lögreglu. Með framangreindri háttsemi sinni hafi stefnandi því fyrirgert rétti til bóta að mati stefnda vegna eigin sakar. Málsástæðum stefnanda í stefnu um þetta atriði er mótmælt. Vegna málskostnaðarkröfu vísa r stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Varakröfu sína um lækkun bóta styður stefndi við þær málsástæður og sjónarmið sem fram koma í umfjöllun um aðalkröfu hér að framan og t elur að stefnukrafa sé allt of há. Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 sé heimilt að lækka bætur ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á og eigi það við hér. V Niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandi kröfu um bætur úr hendi stefnda á grundvelli 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. áður 228. gr. laganna, sbr. lög nr. 17/2018, og 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944, sbr. 5. gr. laga nr. 97/1995. Krafan er gerð vegna þvingunaraðgerða lögreglu, handtöku og fr elsissviptingar , húsleitar, haldlagningar á munum og upplýsingaöflun ar úr síma og tölvum stefnanda. Í ákvæðinu segir að maður sem borinn er sökum í sakamáli eigi rétt til bóta samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann s ýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann hafi verið ósakhæfur. Þá skal dæma bætur vegna aðgerða samkvæmt IX . - XIV. kafla laga nr. 88/2008 ef nefnd skilyrði 1. mgr. 246. gr. eru fyrir hendi. Ekki eru sett frekari skilyrði fyrir hinni hlutlægu bótaábyrgð á grundvelli ákvæðisins og skiptir ekki máli í því sambandi hvort lögmæt skilyrði hefur brostið til aðgerða sem hafa haft í för með sér tjón eða ekki hefur verið, eins og á stóð, nægilegt tilefni til að grípa til þeirra eða þær verið framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laganna má fella bætur niður eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Samkvæmt mál atilbúnaði stefnda var, áður en gripið var til aðgerða af hálfu lögreglu, fengin n aðili, netöryggisfyrirtækið Syndris, til að gera úttekt á því hvaða íslenskir aðilar hefðu þekkingu á því sviði sem sakarefnið varðaði. Sú úttekt liggur 9 ekki fyrir í málinu o g ekki aðrar upplýsingar um niðurstöðu hennar en að grunur hafi beinst að tveimur aðilum sem hafi við rannsókn lögreglu nefnt stefnanda. Þessi gögn beindu sjónum lögreglu að stefnanda sem við rannsókn málsins staðfesti að mestu leyti það sem áður hafði kom ið fram. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms frá 21. nóvember 2016 , þar sem lögreglu var veitt heimild til húsleitar hjá stefnanda, sbr. 1. mgr. 75. gr., sbr. 1. mgr. 74. gr. , laga nr. 88/2008, taldi dómari að miklu skipti fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að fengin yrði heimild til húsleitarinnar í því skyni að afla sönnunargagna um ætlað brot. Þá var lögreglu einnig, með úrskurðinum, veitt heimild til að opna og rannsaka efni og innihald tölva og búnaðar sem lagt yrði hald á, þ.m.t. samskiptaforrit. Þegar me tinn er grundvöllur og lögmæti rannsóknarúrskurða sem þessara verður að ganga út frá því að dómari telji hverju sinni að fyrir liggi að skilyrði laga séu uppfyllt. Byggðist sú niðurstaða dómara að heimila húsleit á framburði tveggja einstaklinga hjá lögreg lu um þátt stefnanda og niðurstöðu Syndris. Samkvæmt framlögðum gögnum voru m.a. þrjár tölvur haldlagðar við húsleitina, netþjónn, harður diskur, farsími, móttakari, tíðniskanni af gerðinni NooElac o.fl. og þessi tæki rannsökuð. Lögregla hætti rannsókn mál sins 23. apríl 2018, eða um einu og hálfu ári eftir að rannsókn þess hófst, á grundvelli 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008. Ekki liggur fyrir nánari rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Hvað varðar tímalengd rannsóknar , þá hafa ekki komið fram sérstakar ský ringar á henni aðrar en þær að gögn hafi verið send til útlanda til rannsóknar og dregist hafi að fá niðurstöðu úr henni . Máli stefnanda lauk þannig án þess að ákæra væri gefin út og telst það því hafa verið fellt niður í skilningi 1. mgr. 245. gr. laga nr . 88/2008. Friðhelgi einkalífs nýtur verndar samkvæmt 1. mgr. 7 1 . gr. stjórnarskrárinnar. Meðal annars með skírskotun til þessa ákvæðis stjórnarskrár hefur löggjafinn með 246. gr. laga nr. 88/2008 ákveðið að tilteknar aðstæður svip a ð ar þeim sem fyrir hendi eru í máli þessu , eigi þeir er verða fyrir skerðingum á þessum mannréttin d um rétt á bótum , jafnvel þótt talið verði að þær aðgerðir sem komu niður á þessari friðhelgi hafi fullnægt öllum lagaskilyrðum. Samkvæmt málsgögnum og framburði stefnanda var h ann ekki handtekinn heldur fylgdi lögreglu á lögreglustöð til skýrslutöku. Bar stefn an di því við að hann hefði talið að ella yrði hann handtekinn. Stefnandi byggir á því að hann hafi verið handtekinn í klukkustund og 35 mínútur, þ.e. frá því að leit lauk o g þar til skýrslutöku 10 var lokið , og er af hálfu stefnda ekki gerð athugasemd við þessi tímamörk. Af málsgögnum má ráða að stefnandi hafi sýnt fullan samstarfsvilja við meðferð málsins. Þá liggur fyrir að húsleit, haldlagning og rannsókn haldlagðra muna fór fram á grundvelli úrskurðar héraðsdóms og í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008. Girði r það ekki fyrir rétt stefnanda til bóta. Hvað varðar húsleit, haldlagningu og skoðun upplýsinga , þá er það mat dómsins að slíkt sé ávallt íþyngjandi í eðli sínu en ekki fæst annað séð en að meðalhófs hafi verið gætt við framkvæmd þessara aðgerða. Í ljósi framangreinds verður ekki fallist á það með stefnanda að aðgerðir lögreglu hafi verið ólögmætar , en það er engu að síður mat dómsins að skilyrði 1. mgr. 246. gr. til gre iðslu bóta séu uppfyllt og á stefnandi því rétt til bóta úr hendi stefnda. Skýrsla Syndris benti til aðildar stefnanda að málinu og rannsókn lögreglu staðfesti það sem þar kom fram. Fyrir liggur að ákærði átti búnað sem gerði honum kleift að hlusta á sams kiptin og hann bjó yfir getu til að vista þau og dreifa þeim, en hann byggir á því að hann hafi aldrei dreift upplýsingum. Þá liggur fyrir, og rannsókn lögreglu byggði st á því, að stefnandi og félagar hans hlustuðu á einhver samskipti á Tetra - rás. Kvaðst s tefndi einnig fram í framburði stefnanda að einhverjar upptökur vistuðust en framburður hans verður ekki skilin n svo að það hafi verið fyrir beinan tilverknað hans. Þá verður ekki talið að sá grun dvöllur sem rannsókn lögreglu byggði st á hafi verið veikur , heldur hafi verið komin fram fullnægjandi gögn til að hefja rannsókn, sbr. 2. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008. Í ljósi framangreinds verður að telja að stefnandi hafi með háttsemi sinni stuðlað að þ ví að grunur beindist að honum og þar með stuðlað að þeim rannsóknaraðgerðum sem áttu sér stað gegn honum. Standi því rök til þess að lækka bætur honum til handa með vísan til framangreinds 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. Við ákvörðun um f járhæð bóta verður, au k þess sem að framan hefur verið rakið, ekki fram hjá því litið að um eitt og hálft ár leið frá því að rannsókn málsins hófst þar til henni var hætt og að mjög dróst að skila stefnanda hluta af haldlögðum gögnum. Almennt má ætla að aðgerðir lögreglu eins o g þær sem hér er fjallað um séu þungbærar fyrir þann sem hún beinist að. Engin gögn hafa hins vegar verið lögð fram sem rökstyðja staðhæfingar stefnanda um að aðgerðirnar hafi verið honum sérstaklega þungbærar. Þá kemur framburður stefnanda um atvik ekki f ram fyrr en að lokinni húsleit og getur því ekki komið til sérstakrar skoðunar við mat á því hvort stefnandi hafi stuðlað að aðgerðunum. Loks er því hafnað að líðan annarra einstaklinga í 11 fjölskyldu stefnanda vegna aðgerðanna réttlæti frekari bótagreiðslur til stefnanda. Verða stefnanda því dæmdar bætur að álitum og með hliðsjón af dómafordæmum. Að virtum atvikum málsins þykja þær hæfilega ákveðnar , samanlagt vegna allra þeirra aðgerða sem beindust að stefnanda, 3 00.000 krónur. Ber stefnda að greiða stefnan da þá fjárhæð með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar er rakið í dómsorði. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu með gjafsóknarleyfi , dagsettu 5. október 2018 , og eru því ekki efni til að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar , sem er því felldur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans , Einars Huga Bjarnason ar , 800.000 krónur , og 18.000 krónur vegna útlagðs kostnaðar. Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Hugi Bjarnason lögmaður og af há lfu stefnda Óskar Thorarensen lögmaður. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. D Ó M S O R Ð Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A , 3 00.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. nóvember 2016 til 2. júlí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans , Einars Huga Bjarnasonar, 800.000 krónur , og 18.000 krónur vegna útlagðs kostnaðar. Sigríður Elsa Kjartansdóttir