Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. nóvember 2019 Mál nr. S - 636/2018 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) gegn Smára Hólm Halldórssyni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 24 . september sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 13 . desember 2018 á hendur ákærða, Smára Hólm Halldórssyni, kt. [...] , búsettum í [...] ; fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot á árinu 2018 nema annað sé tekið fram: I Umferðarlagabrot með því að hafa: [ --- ] 2. Síðdegis laugardaginn 3. mars í Hafnarfirði ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 17 ng/ml) um Reykjavíkurveg ekki sinnt stöðvunar merkjum lögreglu heldur ekið rösklega áfram uns hann stöðvaði aksturinn í bifr eiðastæði við Reykjavíkurveg 62, þar sem hann fór út úr bifreiðinn i og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum, en lögregla handtók hann skömmu síðar við Reykjavíkurveg 58. M. 007 - 2018 - 13337 3. Síðdegis þriðjudaginn 13. mars í Reykjavík ekið sömu bifrei ð sviptur ökurétti og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 2 ng/ml) norður Reykjanesbraut við Dalveg un aksturinn var stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka. M. 007 - 2 018 - 16197 2 4. Aðfaranótt laugardagsins 16. júní ekið sömu bifreið sviptur ökurétti og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 87 ng/ml) um Sogaveg og Garðsenda uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar við Garðsenda 5. M. 007 - 2018 - 41562 5. Síðdegis laugardaginn 22. júlí ekið sömu bifreið án lögboðinnar vátryggingar, sviptur ökurétti og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabín ól 12 ng/ml) austur Álfabakka ekki virt stöðvunarskyldu á gatnamótum Álfabakka og Arnarbakka heldur ekið viðstöðulaust til hægri inn á Arnarbakka uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar á Arnarbakka á móts verslunina Iceland. M. 007 - 2018 - 50079 II Fíkn i efn alagabrot með því að hafa: 1. Í framhaldi afskipta lögreglu af honum í bifreiðinni [...] aðfaranótt fimmtudagsins 1. febrúar við öryggisleit á lögreglustöð, haft í vörslum sínum í buxnavasa 0,66 g af maríjúana, 0,14 g af metamfetamíni og 0,51 g af tóbaksb löndu maríjúana sem lagt var hald á. M. 007 - 2018 - 6837 2. Eftir afskipti lögreglu af honum sbr. kafla I lið 2, við öryggisleit á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, haft í vörslum sínum í buxnavasa 1,13 g af maríjúana sem lagt var hald á. Teljast brot í öllum liðum kafla I varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a., og brot í liðum 1 og 5 auk þess við 1. mgr. 93. gr., og brot í lið 5 einnig við 1. mgr. 5. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 , þá telst brot í lið 2 kafla I einnig varða við 19. sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, en brot í kafla II teljast varða við 2. gr., sbr. 5. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nef ndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006, og jafnframt að framangreind fíkniefni, sem hald 3 var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/ 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 23/2001. Ákærði krefs t þess í málinu að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda hans til handa . Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var málið tekið til dóms við þingfestingu þess 24. september sl. án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og niðurstaða: Þegar ákæra máls þessa barst dómnum stóð fyrir dyrum aðalmeðferð í sameinuðu máli ákærða og meðákærða þar sem til umfjöllunar voru sakargiftir samkvæmt sex ákærum . Upphaflega hafði mál það borist dómnum með ákæru héraðssaksóknara á hendur ákærða og meðákær ða , dagsettri 8. nóvember 2016 , sem dómurinn móttók 14. mars 2017. Eftir að aðalmeðferð hins sameinaða máls hófst var ákæra héraðssaksóknara afturkölluð í þinghaldi 15. apríl sl. Þar sem skýlaus játning ákærða lá fyrir varðandi þær sakargiftir sem eftir st óðu á hendur honum á kvað dómari , með vísan til 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , að skilja þátt ákærða frá málinu og dæma hann sérstaklega , án þess að þingfesta mál þetta áður, enda var ákærði þá staddur erlendis og óvíst um heimkomu h ans. Eftir að dómur var kveðinn upp í eldra máli ákærða f reistaði dómari þess í tvígang, án árangurs, að þingfesta mál þetta, eða dagana 13. ágúst sl. og 4. september sl . Það var síðan ekki fyrr en 24. september sl. sem ákærði var færður fyrir dóminn af lö greglu og mál þetta þingfest samkvæmt áðursögðu. Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá sakargiftum samkvæmt lið I.1 í ákæru. Í þinghaldinu játaði ákærði skýlaust sakargiftir eins og þær stóðu eftir þá breytingu. Að mati dómsins samrýmist j átning ák ærða gögnum málsins. Brot hans tel ja st því sönnuð og er u þa u réttilega heimfær ð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði á samkvæmt framlögðu vottorði sakaskrár ríkisins að baki nokkurn sakaferil. Það sem máli skiptir við ákvörðun refsingar ákærða nú er að hann gek kst undir sektargreiðslu og tímabundna sviptingu ökuréttar með sektargerð lögreglustjóra 26. febrúar 2010 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Hann gekkst að nýju undir sektargerð lögreglustjóra 11. maí 2011 fyrir sams konar brot og akstur án þe ss að hafa ökuskírteini meðferðis. Með dómi 11. apríl 2013 var ákærði dæmdur í 45 daga fangelsi 4 og sviptur ökurétti ævilangt fyrir að hafa í tvígang ekið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með dómi 23. nóvember sama ár var hann svo dæmd ur í 75 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Síðast hlaut ákærði dóm í Héraðsdómi Reykjaness 12. júní sl. en með dómnum var ákærða gerð fjögurra mánaða fangelsisrefsing vegna fíknief nabrots. Öll brot ákærða samkvæmt ákæru lögreglustjóra frá 13. desember 2018 voru framin fyrir uppkvaðningu síðastnefnds dóms. Refsingu ákærða nú ber því að ákvarða sem hegningarauka við þann dóm , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess, sakaferils ákærða og að teknu tilliti til fyrirmæla 77. gr. sömu laga þykir refsing ákærða , að brotum hans virtum , hæfilega ákveðin fangelsi í 1 1 mánuði. Ekki eru efni til þess að skilorðsbinda refsingu ákærða . Samkvæmt kröfu ákæruvalds og m eð vísan til 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er ævilöng ökuréttar svipting ákærða áréttuð. Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru verða gerð upptæk 1,79 grömm af maríhúana, 0,14 grömm af metamfe tamíni og 0,51 gramm af tóbaksblönduðu maríhúana . Á grundvelli sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða sakakostnað samkvæmt framlögðu heildar yfirlit i lögreglustjóra, dagsettu 13 . desember 2018, á frádregnum þeim kostnaði sem varðar ákærulið I.1, eða samtals 329.425 krónur. Ákærða verður einnig gert að greiða þóknun verjanda s íns, Stefáns Karls Kristjánssonar , sem hæfilega þykir ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kri stinn Halldórsson héraðsdómari. Dómso r ð: Ákærði, Smári Hólm Halldórsson, sæti fangelsi í 11 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á 1,79 grömmum af maríhú ana, 0,14 grömmum af metamfetamíni og 0,51 grammi af tóbaksblönduðu maríhúana . Ákærði greiði samtals 476.985 krónur í sakarkostnað, þar með tal da þóknun skipaðs verjandi síns , Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 147.56 0 krónu r að virðisaukaskatti meðtöldum . Kristinn Halldórsson