Héraðsdómur Austurlands Dómur 20. apríl 2022 Mál nr. S - 140/2021: Héraðssaksóknari (Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari) (Jón Jónsson, skipaður réttargæslumaður) gegn A (Þórður Már Jónsson, skipaður verjandi) Mál þetta, sem dómtekið var 25. febrúar 2022, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 18. nóvember 2021, á hendur A , kennitala , , , en með dvalarstað í fangelsinu á Hólmsheiði: 1. Fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, með því að hafa, undir áhrifum áfengis alvarlegan hátt með því að beina 22 cal. skammbyssu af tegundinni Beretta A87 Target (með eintaksnúmerið C52354U) að henni þ ar sem hún stóð í gætt baðhcrbergis en hótunin var til þess fallin að vekja hjá B ótta um líf sitt og heilbrigði. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. alm e nnra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaganr. 16/1998. 2. Fy rir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa hlaðinni haglabyssu, af tegundinni Beretta A400Lite (með eintaksnúmerið XA1 55963), og hlaðinni 2 2 cal. skammbyssu, af tegundinni Beretta 87 Target (með eintaksnúmerið C52354U), með þeim ásetningi að bana húsráðanda, C, kennitala en ekki hitt hann fyrir þar sem C hafði yf i rgefið húsið skömmu áður. Einnig með því að hafa í framhaldinu skotið þremu r skotum úr haglabyssunni innandyra og valdið með því spjöllum á skáp í eldhúsi, á ísskáp og spegli og á vegg á bak við spegilinn og með því að hafa skotið tveimur skotum úr skammbyssunni og valdið með því spjöllum á glerrúðu í eldhúsi og baðherbergishurð og farið út á bifreiðastæði við húsið og skotið tveimur skotum 2 úr haglabyssunni í vinstri hlið biffeiðarinnar og einu skoti framan á bif r eiðina og 6 skotum úr skammbyssunni á sömu bifreið og valdið með því spjöllum á bifreiðunum sem og inngönguhurð a Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 20. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almcnnra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 3. Fyrir hótun, brot gegn vopnalögum og ba rna v e rn darlögum með því að hafa, undir kennitala sem brugðust við með því að flýja út um dyr sem lágu út á v erönd við húsið framanvert og síðan inn í nærliggjandi skóg en hótunin var til þess fallin að vekja hjá drengjunum ótta um líf sitt og heilbrigði. Telst þetta varða við 233.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. og 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 1. mgr. 99. gr. bamavemdarlaga nr. 80/2002. 4. Fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjó rn inni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu, af tegundinni Beretta A 400Lite (með eintaksnúmerið XA155963), úr anddyri eða og nr. biffeiðina n götunnar með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bifreiðinni sem og útveggjarklæðningu, útidyrahurð, húsþaki og þremur rúðuglerjum hússins en íbúi hússins var innandyra þegar þetta átti sér stað. Með þessari háttsemi sinni stofnaði ákærði lífí og heilsu annarra í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr., 211. gr. sbr. 20. gr., 1. mgr. 257. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga n r. 16/1998. 5. Fyrir brot gegn valdstjó rn inni og vopnalögum með því að hafa, undir áhrifum áfengis, skömmu eftir atvík sem lýst er í ákærulið 4, gengið út úr húsinu og að lögreglubifreið, sem stóð kyrrstæð á götunni fyrir ffaman húsið, þar sem lögreglumaður að honum hlaðinni haglabyssu af tegundinni Beretta A400Lite (með eintaksnúmerið XA1 55963). Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 3 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er þess krafist að gerð verði upptæk haglabyssa af tegundinni Beretta A400Lite (með eintaksnúmerið XA1 55963) og 22 cal. skammbyssa, af tegundinni Beretta 87 Target (með eintaksnúmerið C52354U) sem og skotfæri sem lagt var hald á á vettvangi sbr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Einkaréttarkröfur: Jón Jónsson, lögmaður, gerir fyrir honum skaðabætur og miskabætur að fjárhæð 2.900.056 kr., auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. ágúst 2021. Hafi krafan ekki verið greidd þann 6. nóvember 2021 er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi sem verður lagður fram við aðalflutning málsins ef til hans kemur. Auk þess er krafist fjárhæðar samsvarandi virðisaukaskatti af málflutningsþóknun. Jón Jónsson, lögmaður, gerir fyrir , kröfu um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 2.500.000 kr., auk vaxta samkvæmt 1 . mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. ágúst 2021. Hafi krafan ekki verið greidd þann 4. nóvember 2021 er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, ffá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæs lumanni vegna réttargæslustarfa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. XXXVI. kafla sömu laga, þ.m.t. vegna framsctningar bótakröfu. Jón Jónsson, lögmaður, gerir fyrir , kröfu um að ákærða verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 2.500.000 kr., auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. ágúst 2021. Hafi krafan ekki verið greidd þann 4. nóvember 2021 er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðslud ags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæslumanni vegna réttargæslustarfa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. XXXVI. kafla sömu laga, þ.m.t. vegna framsetningar bótakröfu. 4 Jón Jónsson, lögmaður, gerir fyrir gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 1.500.000 kr., auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. ágúst 2021. Hafi krafan ekki verið greidd þann 12. desember2021 er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laganr . 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi sem verður lagður fram við aðalflutning málsins ef til hans kemur. Auk þess er krafist fjárhæðar samsvarandi virðisaukaskatti af málf lutningsþóknun. Ákærði neitar sök samkvæmt sakarefni 1. töluliðar ákæru og krefst sýknu. Ákærði neitar sök samkvæmt sakarefni 2. töluliðar, að því er varðar tilraun til manndráps, og krefst sýknu að því leyti. Ákærði játar sakarefni þessa töluliðar að öð ru leyti, að því er varðar húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúðarhúsið að . Ákærði neitar sök samkvæmt sakarefni 3. töluliðar, að því er varðar hótanir, og krefst sýknu. Hann játar sakarefnið að öðru leyti, að þ ví er varðar brot gegn vopnalögum og barnaverndarlögum. Ákærði neitar sök samkvæmt sakarefni 4. töluliðar, að því er varðar tilraun til manndráps, og krefst sýknu. Hann játar sakarefnið að öðru leyti, að því er varðar brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot. Ákærði játar sakarefni 5. töluliðar, að því er varðar brot gegn valdstjórninni og brot gegn vopnalögum. Ákærði samþykkir upptökukröfur ákæruvalds á fyrrnefndum skotvopnum, haglabyssu og skammbyssu, en einnig á þeim skotfærum s em lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins og vísað er til í ákæru. Ákærði samþykkir að greiða sundurliðaða einkaréttarkröfu C , að hluta, þ.e. annars vegar vegna munatjóns að fjárhæð 91.000 krónur vegna sjálfsábyrgðar tryggingar á bifreið og hins vega r vegna munatjóns vegna tjóns á bifreið að fjárhæð 809.056 krónur og þá í samræmi við sundurliðaða skoðunaskýrslu. Ákærði samþykkir þannig að greiða nefndum brotaþola bætur, samtals að fjárhæð 900.056 krónur. Ákærði krefst á hinn bóginn sýknu á kröfu C um miskabætur að fjárhæð 2.000.000 króna, en til vara krefst hann þess að krafan verði lækkuð verulega. 5 Ákærði samþykkir bótaskyldu vegna miskabótakröfu E , en krefst þess að hún verði lækkuð. Ákærði samþykkir bótaskyldu vegna miskabótakröfu D , en krefst þess að hún verði lækkuð. Ákærði krefst þess aðallega að einkaréttarkröfu B verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni og til þrautavara að krafan verði lækkuð verulega. Sakflytjendur, Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og s kipaður verjandi ákærða, Þórður Már Jónsson lögmaður, en einnig skipaður réttargæslumaður allra brotaþolanna, Jón Jónsson lögmaður, áréttuðu við flutning málsins ofangreindar kröfur í aðalatriðum. Að því er varðaði sakargiftir samkvæmt 1. kafla ákærunnar v ar sakarefnið einnig reifað með hliðsjón af ákvæði 233. gr. almennra hegningarlaga. Sækjandinn rökstuddi kröfur sínar, en hann byggir á því að sakir gegn ákærða séu allar sannaðar, sbr. verknaðarlýsingu ákæru, og þá með eigin játningu hans, en einnig að v irtum vitnisburðum og ítarlegum rannsóknargögnum lögreglu. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að sakarefni 4. töluliðar ákærunnar, að því er varðaði tilraun til manndráps, sbr. ákvæði 211. gr., sbr. 20. gr., hegningarlaganna, varði eingöngu lögreglumanninn nr. en til vara við ákvæði 4. mgr. 220. gr. sömu laga, og þá þannig að um hættubrot hafi verið ræða. Jafnframt var á því byggt að hið síðargreinda ákvæði tæki til háttsemi ákærða gagnvart lögreglumanninum nr. og íbúa hússins í Hinn skipaði rétt argæslumaður rökstuddi einkaréttarkröfu brotaþola. Hann áréttaði vaxtakröfur, en lýsti því yfir að kröfur um dráttarvexti miðuðust allar við birtingu ákæru fyrir ákærða þann 25. nóvember sl., og þá frá 25. desember sama ár. Þá krafðist réttargæslumaðurinn hæfilegra launa vegna eigin starfa við alla meðferð málsins. Verjandinn rökstuddi við hinn munnlega flutning áðurgreindar kröfur ákærða í máli þessu. Verjandinn vísar helst til þess að ákæruvaldið hefði eigi sannað sök um þau sakartriði sem ákærði hefur n eitað, og þá á grundvelli saknæmisreglunnar um skort á ásetningi. Verði ákæruvaldið að bera hallann þar af, samkvæmt grunnreglum sakamálaréttarfars. Til vara krefst verjandinn vægustu refsingar til handa ákærða sem lög leyfa. Þá krefst verjandinn hæfilegra launa við alla meðferð málsins, við lögreglurannsóknina og fyrir dómi. 6 IX. Niðurstaða. Í máli þessu er ákærða af hálfu ákæruvaldsins gefið að sök í ákæru ætluð refsiverð brot í fimm tilgreindum tilvikum, að kveldi 26. ágúst 2021. Í ákærunni er brotavettvangur annars vegar tilgreindur á heimili ákærða og þáverandi sambýliskonu hans, að , og hins vegar á og við heimili vitnisins C og unglingssona hans, að , en einnig að hluta til við . Í ákærunni eru brot ákærða tíunduð sem brot í nánu sambandi, vopnalagabrot í fjögur skipti, fyrir tilraun til manndráps í tvígang, hótunarbrot, húsbrot, eignaspjöll í tvígang , brot gegn barnaverndarlögum, hættubrot og fyrir brot gegn valdstjórninni í tvígang. Háttsemin er nánar tiltekin í ákæru, en einnig heimfærsla til laga. Við aðalmeðferð málsins fór dómari á vettvang í tvígang, að og , þann 24. og 25. febrúar sl., o g þá ásamt sakflytjendum. 1. Í 1. kafla ákærunnar er ákærða gefið að sök brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, með því að hafa, undir áhrifum áfengis, innandyra á eigin heimili, að , hótað sambýliskonu sinni, brotaþolanum B , í verki á alvarlegan hátt með því að beina að henni skammbyssu þar sem hún stóð í gætt baðherbergis og að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá sambýliskonunni ótta um líf sitt og heilbrigði, líkt og nánar er þar rakið. Í ákæru er um heimfærslu ætlaðra brota vísað til 1 . mgr. 218. gr. b í almenn um hegningarl ögum nr. 19/1940 og 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaga nr. 16/1998. Ákvæði 1. mgr. 218. gr. b í hegningarl ögum hljóðar svo: núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á Þá hljóða ákvæði 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaganna nr. 16/1998 svo: 7 Þeim sem er undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa er óheimil meðferð skotvopns. B rot gegn lögum þessum og re glum sem settar verða samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum. Stórfelld brot eða margítrekuð varða fangelsi allt að 6 árum. Með stórfelldu broti er m.a. átt við brot sem er framið í sambandi við atvinnustarfsemi eða varðar mörg eða sérstaklega hættuleg vopn, efni eða tæki eða mikið magn sprengiefnis eða skotelda, enn fremur ef hætta eða tjón hefur hlotist af broti. Ákærði neitar sök. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála h vílir á ákæruvaldinu sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag , og verður að skýra skynsamlegan vafa ákærða í hag, sbr. 109. gr. sömu laga. 2. Fyrir liggur að þegar atvik máls þessa gerðust höfðu ákærði og þáverandi sambýliskona han s, vitnið og brotaþolinn B , verið í sambúð í rúmt ár, og að þar af höfðu þau haldið heimili í tæpa þrjá mánuði að . Bæði höfðu þau verið í langri sambúð áður, og er atvikum að því leyti að nokkru lýst hér að framan í kafla II, liðum 2 - 3, en þá einnig atvikum þeim tengdum, þ. á m. að því er varða r samskiptin við fyrr verandi eiginmann sambýliskonunnar, vitnið og brotaþolann C , svo og við piltana D og E . Verður ekki annað ráðið en að allkært hafi verið með ákærða og þeim síðarnefndu og að hann hafi þannig litið á þá sem fóstursyni sína. Liggur m.a. fyrir að ákærði hafði sumarið 2021 tekið annan piltinn með sér á skotveiðar, en það hefur verið hans helst a áhugamál um áratugaskeið. Var ákærði þannig með skotfæri, þ. á m. haglaskot með blýhöglum, en einnig ma rgvísleg skotvopn, þ. á m. skammbyssu, haglabyssur og riffla, í kjallara húseignarinnar að , í læstum skáp, sbr. að því leyti m.a. skýrslur lögreglu um húsleit. Af framburði ákærða og brotaþola B verður ráðið að sambúð þeirra hafi gengið vel í aðalatri ðum, og var það ætlan þeirra að ganga í hjónaband þremur dögum eftir þau atvik sem mál þetta varðar. Engu að síður hafa þau, hvort um sig, greint frá því að nokkur spenna hafi verið í sambandinu, og er það í samræmi við áðurraktar matsgerðir hinna dómkvödd u matsmanna. Verður ráðið að þessi spenna hafi m.a. komið til af sambýliskonunnar, en einnig tortryggni og óánægju ákærða 8 af þeim sökum. Einnig verður ráðið að þetta ástand hafi m.a. verið kveikjan a ð því að ákærði hafði í ölvunarástandi í júlímánuði kve ikt eld við heimili þeirra og þá m.a . brennt fatnað konunnar. Um þennan síðastgreinda atburð hefur ákærði að mestu borið við minnisleysi. Frásögn brotaþola um þetta hátterni ákærða hefur aftur á móti stoð í rannsóknargögnum, en einnig m ætti F lögreglukonu, sem var kvödd á vettvang ásamt slökkviliðsmönnum. 3 Auk hins síðastgreinda atburðar tilgreina rannsóknargögn, en einnig matsgerðir dómkvaddra matsmanna, að þegar þeir atburðir gerðust sem hér eru til umfjöllunar hafi ákærði um hríð verið mj ög ósáttur, stressaður og afbrýðisamur vegna þeirra tíðu samskipt a sem hann ætlaði að hefðu verið með sambýliskonu hans og fyrr verandi eigi n mann i hennar, vitninu og brotaþolanum C , og þá m.a. þegar hann hafi verið fjarverandi vegna vinnu sinnar. Af gögnum verður hins vegar ráðið að þessi samskipti hafi helst varðað málefni sona þeirra tveggja, þ.e. vitnanna D og E . 4. Þá liggur fyrir í málinu að ákærði var leiður, líkt og nefnd sambýliskona hans, yfir þeirri ákvö r ðun nefndra pilta að vilja ekki vera viðstaddir hið væntanlega brúðkaup þeirra. 5. Loks liggur fyrir að veruleg spenna hafði verið á milli ákærða og sambýliskonunnar, brotaþola í þessum þætti málsins, í um sólarhring vegna orða, sem fyrrverandi eignmaður hennar, C , hafði skömmu áður látið falla í netsamskiptum þeirra í millum, sem hún virðist að einhverju leyti hafa greint ákærða frá. Verður ráðið af gögnum að það sem helst hafi komið við ákærða hafi verið þau orð C , að hann hefði ógnað m á gi sínum með sko tvopni. Við meðferð málsins fyrir dómi hefur C borið að aðeins hafi verið um söguburð að ræða. Er það í samræmi við vætti nafngreinds mágs ákærða fyrir dómi. Óumdeilt er að hið síðastgreinda atriði leiddi að lokum til þess að það kastaðist í kekki með ákær ða og sambýliskonu hans, B , á heimili þeirra að kveldi 26. ágúst 2021. 6. Ákærði hefur við alla meðferð málsins borið við verulegu minnisleysi um nánari atvik máls, þ.e. á eigin heimili umrætt kvöld. Hann hefur þó borið um að hann 9 hafi átt í tilfinningaþrungnum samskiptum við sambýliskonu sí na, og var það ætlan hans að þau samskipti hefðu hafist laust eftir klukkan 21:00. Er óumdeilt að þegar þetta gerðist hafði ákærði drukkið fimm hálfs lít ra áfenga bjóra, en einnig einn minni bjór, og þá frá því fyrr um daginn, um klukkan 17:00, en einnig um kvöldið. Verður ráðið af gögnum að brotaþoli nn B hafi neytt álíka magns af áfengum bjór. Í þessu samhengi verður ekki horft fram hjá niðurstöðum og vætti sérfræðings Rannsóknastof u Háskóla Íslands um ætla ð áfengismagn í blóð ákærða, um kl. 22:00, en þá er einnig að því leytinu horft til álits yfirmatsmanna, sbr. kafl a III, liði 3 - 4 og kafl a V. 7. Ákærði og brotaþolinn B eru ein til frásagnar um það sem gerðist þeirra í millum á heimili þeirra í greint sin n, og þá eftir að annar sonur brotaþola hafði litið þar við í skamma stund, um kl. 20:00. Aftur móti er á meðal rannsóknargagna lögreglu áðurraktar hljóðupptökur, sem að nokkru eru samtímagögn, sbr. það sem rakið var í kafla II , liðum 7 - 9, hér að framan. Ákærði hefur borið um að hin erfiðu samskipti hafi hafist með þeim hætti að hann hafi óskað eftir því að sjá þau símanetsamskipti, sem brotaþoli hafði áður minnst á, og þá um að hún hefði átt í samskiptum við fyrrverandi eiginmann sinn, vitnið C . Það hafi verið ætlan hans að taka skjáskot af áðurnefndu slúðri og þá um hótunina gagnvart máginum. Liggur fyrir að brotaþoli neitaði þessari ósk, en ágreiningur er með þeim um hvort ákærði hafi náð símanum í stutta stund af brotaþol a , en hún síðan fljótlega náð tæ kinu aftur. Aftur á móti er ekki ágreiningur um að eftir þennan atgang hafi brotþoli farið einsömul inn á baðherbergið, og að ákærði hafi eftir það verið fyrir utan læsta hurðina, a.m.k. um stund. Ákærði hefur borið um að hann minnist þess að hafa verið p irraður í skapi þegar atvik máls gerðust og að hann hafi rifist við brotaþola við baðherbergishurðina. Ákærði hefur að öðru leyti ekki treyst sér til að greina vel frá málsatvikum sökum minnisleysis. Hann hefur aftur á móti borið á móti þeirri frásögn brot aþola að hann hafi viðhaft hótun gagnvart henni með skammbyssu, sbr. atvikalýsing u í þessum ákærukafla. Ákærði hefur þannig neitað refsiverðri sök, en jafnframt látið þá skoðun í ljós að útilokað hafi verið þegar atvik máls gerðust að hann hafi sýnt af sér það athæfi gagnvart sambýliskonunni, sem ákæruvaldið heldur fram í málsókn sinni. 10 Ákærði hefur jafnfra m t borið að hann minn i st þess ekki að hafa farið í kjallar a geymslu heimilis síns í greint sinn. Þá hefur ákærði borið um að hann minnist þess ekki a ð hafa tekið til þau vopn og skotfæri, sem hann hafði með sér í eigin bifreið, þá er hann ók að heimili vitnisins C og sona hans, að . Verður ráðið af framburði ákærða að hann rámi helst í að hafa farið frá baðherbergishurðinni um tíma, en komið þangað aftur, en sú frásögn er þó harla óljós. Að öðru leyti hefur ákærði borið við minnisglöpum um gjörðir sínar á heimilinu, en einnig um það sem næst gerðist, þ. á m. brottför hans af heimilinu og akstur á eigin bifreið að . Brotaþolinn B hefur fyrir dómi , líkt og við alla meðferð málsins, við yfirheyrslu hjá lögreglu, og í óformlegum viðræðum við lögreglukonu skömmu eftir að atvik máls gerðust að , sbr. efni áðurrakinnar frumskýrslu lögreglu, greint frá því að ákærði hafi verið mjög reiður umrætt kvöld og að reiði hans, en einnig afbrýðisemi , hafi beinst gegn fyrrverandi eiginmanni hennar, vitninu og brotaþolanum C . Þá hefur hún borið um að ákærði hafi látið mjög þung orð falla í garð C . Nefndur brotaþoli hefur einnig borið að eftir að rifrildi hennar og ákærða linnti við lokaða baðherbegishurðina hafi komist á kyr r ð, að hún hafi að nokkurri stundu liðinni opnað dyrnar lítilega, en þá séð til ákærða þar skammt frá. Hefur hún staðhæft að við þessar aðstæður hafi ákærði verið með skammbyssu í hendi, sem h ann hafi lyft upp og beint að henni, en hún þá lokað í skyndi. Vegna þessa hafi hún í ótta sínum leitað skjóls í steyptu baðkeri, en í framhaldi af því hringt til Neyðarlínun n ar, og lýst atvikum máls, en þá einnig ótta um fyrirhugaðar gjörðir ákærða gagnva rt fyrr verandi eiginmanni, C . 8. Að áliti dómsins hefur brotaþoli í öllum aðalatriðum verið staðföst í frásögn sinni um lýst atvik. Þá hefur frásögn hennar verulega stoð í áðurröktum hljóðupptökum, sbr. það sem rakið var í kafla II hér að framan, en þar er um að ræða upptökur úr síma, sem greina frá atvikum máls í rauntíma. Þá verður ekki framhjá því horft að óumdeilt er í máli þessu að skammbyssa var á meðal þeirra vopna sem ákærði hafði með sér af heimili sínu þegar hann ók þaðan um kl. 22:00 umrætt kvö ld. Að áliti dómsins er framburður brotaþola trúverðugur, en hefur eins og áður sagði allnokkra stoð í gögnum málsins. Frásögn ákærða er aftur á móti gloppótt og 11 verður að ætla að þar hafi komið til þau minnisglöp, sem hann hefur haldið fram að hafi hrjáð hann, auk nokkurs ölvunarástands, samfara lyfjatöku samkvæmt læknisráði. Af framlögðum gögnum, ekki síst fyrrnefndri hljóðupptöku , verður lagt til grundvallar að ákærði hafi verið í miklu andlegu ójafnvægi þegar atvik gerðust á heimili hans. Að öllu þessu virtu og þegar áðurgreind gögn eru virt heilds t ætt er að álit i dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi viðhaft þann verknað sem lýst er í 1. kafla ákæru, og er hann því sannur að sök. Í ljósi alvarleikans er fallist á með ákæruvaldinu að ákærði hafi með þessari háttsemi brotið gegn 1. mgr. 218. gr. b í al menn um hegningarl ögum nr. 19/1940 og 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaga nr. 16/1998. 9 Í 2. kafla ákæru er ákærða í fyrsta lagi gefi n að sök tilraun til manndráps, en einnig húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot og þá með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúðarhúsið að , undir áhrifum áfengis, vopnaður nánar tilgreindum hlöðnum vopnum, haglabyssu og skammbyssu, með þeim ásetningi að bana húsráðandanum og brotaþolanum C , en ekki hitt hann fyrir þar sem C hafði yfirgefið húsið skömmu áður. 10. Í þessum síðastgreinda kafla ákærunnar, seinni hluta, er ákærða í öðru lagi, og þá í samræmi við ofangreinda lýsingu að hluta, gefið að sök að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssunni innandyra og valdið með því spjöllum á skáp í eldhúsi, á ísskáp og spegli og á vegg á bak við spegilinn og með því að hafa skotið tveimur skotum úr skammbyssunni og valdið með því spjöllum á glerrúðu í eldhúsi og baðherbergishurð og farið út á bifreiðastæði við húsið og skotið tveimu r skotum úr haglabyssunni í vinstri hlið bifreiðarinnar og einu skoti framan á bifreiðina og 6 skotum úr skammbyssunni á sömu bifreið og valdið með því spjöllum á bifreiðunum sem og á inngönguhurð að bílageymslu . Í ákæru er þessi háttsemi ákærða talin varða við 211. gr., sbr. 20. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. , almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaga nr. 16/1998. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust játað sakargiftir og verknaðarlýsingu, að því er varðar ofangreindan seinni hluta ákærukaflans, þ.e. húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot. Þar sem játning ákærða er að þessu leyti í samræmi við ítarleg rannsóknargögn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborga rsvæðinu, sem staðfest voru 12 fyrir dómi, en einnig vætti vitna, og þá ekki síst piltanna D og E , en einnig lögreglukonunnar F , sem að nokkru fylgdist með gjörðum ákærða innandyra að , telur dómurinn ekki ástæðu til að efa að játning ákærða sé sannleikanum samkvæm. Þykir því sannað að ákærði hafi gerst sekur um tilgreinda háttsemi, og þar með gerst brotlegur gegn 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnala ga nr. 16/1998. 11. Ákærði neitar sök að því er varðar sakargiftir um tilraun til manndráps. Eins og hér að framan er rakið hefur ákærði játað að hafa undir áhrifum áfengis m.a. ruðst inn á nefnt heimili, en hann neitar því að það hafi hann gert til þess að ráða brotaþolan um C bana. Af hálfu verjanda ákærða er um sýknukröfu að þessu leyti einkum vísað til sönnunarskorts, sem ákæruvaldið verði að bera hallann af, samkvæmt áðurgreindum grunnreglum sakamálaréttarfars. Ákvæði 211. gr. hegningarlaganna hljóða Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt. Ákvæði 1. mgr. 20. gr. hegningarlaganna hljóðar svo: Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess. Þá segir í 2. mgr. hins síðastgreinda ákvæðis: Fyrir tilraun til brots má dæma lægri refsingu en mælt er um fullframin brot. Skal það einkum gert, þegar af tilrauninni má ráða, að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má, að sé um menn, sem fullfremja slík brot. Um sakfellingu varðandi ofangreinda háttsemi by ggir ákæruvaldið einkum á framburði vitna, en einnig ákærða svo og á rannsóknargögnum lögreglu. 12. Líkt og hér að framan hefur verið rakið hringdi fyrrnefnd sambýliskona ákærða, B , í Neyðarlínuna, klukkan 22:04, að kveldi 26. ágúst 2021, og lýsti ótta sínum við ákærða, en einnig og ekki síst lýsti hún yfir ótt a um að hann ætlaði að fara á eigin bifreið að heimili fyrr verandi eiginmanns hennar, vitnisins, C , og tveggja sona þeirra, D og E , að . Samkvæmt frásögn brotaþola, sem stoð hefur í hljóðritun a f nefndu símtali , hafði ákærði skömmu áður haft orð á því að hann ætlaði að gera brotaþola, húsráðandanum að , mein. Þessu til stuðnings vísar ákæruvaldið sérstaklega til áðurnefnd s hljóðritað s 13 símtals ákærða við sambýliskonununa. Að virtum gögnum verðu r lagt til grundvallar að símtal þetta hafi farið fram þegar ákærði var að aka á eigin bifreið að nefndri húseign. Þetta síðastgreinda símtal hófst umrætt kvöld kl. 22:12, en fyrir liggur að einungis er um fárra mínútna akstur s leið að ræða á milli nefndra húseigna. Símagögnin hafa hér að framan að nokkru verið rakin, sbr. II. kafl a , liði r 8 - 10. Í hljóðrituninni við Neyðarlínuna segir nefnd sambýliskona m.a. að ákærði hafi haft á orði að hann ætli að deyja þá um kvöldið, en einnig að það mun i henda fleiri a ðila. Sambýliskona n bætir því einnig við að ákærði sé þjáður af Í hinu síðarnefnda símtali má heyra ákærða viðhafa orð um að hann hafi í hyggju að taka viðkomandi út; , en einnig segir hann : g hata þetta fokking brotaþolann C . Verður það því lagt til grundvallar í málinu. Í ofangreindu viðfangi ber til þess að líta að tilkynning eða hótun um að svipta einhvern lífi telst ekki tilraun til manndráps og verður mönnum ekki refsað fyrir illar hugsanir einar saman. Fyrir dómi hefur ákærði borið við minnisleysi um gjörðir sínar umrætt kvöld, að nokkru, líkt og hér að framan hefur verið rakið. Ákærði hefur þannig borið að hann minnist þess ekk i að hafa farið að byssuskápnum í bílskúrnum á heimili sínu og tekið þaðan þá haglabyssu og skammbyssu, sem við sögu komu. Ákærði hefur á hinn bóginn eigi vefengt að hann hafi haft þessi vopn með sér þegar hann fór frá heimili sínu og sömuleiðis að hann ha fi haft með sér þau skotfæri, sem rannsóknaraðilar fundu á vettvangi, sbr. m.a. kafl a IV hér að framan. Og eins og áður hefur verið rakið hefur ákærði skýlaust játað að vera valdur a ð þeim skotummerkjum sem lýst er í þessum kafla ákærunnar, og að því leyti hefur hann einnig alfarið staðfest rannsóknargögn lögreglu. Fyrri liggur að ákærði hefur nær engar eða a . m . k. mjög óljósar minningar um eigin akstur á jeppabifreiðinni umrædda akstursleið, þ.e. frá eigin heimili, austur yfir , suður hæðótta og allt þar til hann lagði bifreiðinni í malarborið bifreiðastæðið við , skáhal l t fyrir framan jeppabifreið vitnisins C , . Samkvæmt vætti F lögreglukonu og vitnisins H öryggisvarðar var það glannalegt aksturslag ákærða, sem fyrst vakti athygli þeirra , og þá m.a. þegar hann ók í beygjum, en síðan suður stuttan spöl að nefndri húseign. Verður lagt til grundvallar, sbr. frásögn brotaþolans C og sona hans, D og E , að þegar þetta gerðist hafi nefndur brot a þoli rétt nýlega verið farinn út af heimili sínu og þá í gönguferði um útivistarsvæði , sem er 14 rétt við húseign hans. Liggur þannig fyrir að piltarnir voru einir á heimilinu þegar atburður þessi gerðist, nánar tiltekið í stofunni, sbr. það sem nánar var rakið hér að framan , m.a. í kafla II , lið 14 , o g kafla VI , liðum 19 og 21. Fyrir dómi, líkt og við lögreglurannsókn málsins , hefur ákærði borið að tilgangur hans í greint sinn hafi ekki verið að bana C , þ.e. þegar hann ók að heimili hans og ruddist inn í húseignina vopnaður skammbyssu og haglabyssu . H efur ákærði borið að í raun hafi það verið ætlan hans að láta C finna fyrir því , og þá vegna lyganna um að hann hefði ógnað mági sínum með byssu, og láta hann þannig kynnast slíku athæfi af eigin raun og á eigin skinni. Við hina fyrrnefnd u yfirheyrslu lögreglu, hinn 28. ágúst 2021, svaraði ákærði því til að hann myndi í raun ekkert eftir því að hafa sent áðurrakin netsímaskilaboð til sambýliskonu si nnar, sem rakin eru í kafla II , l ið 10, sem varða orð hans um að hann ætli að ganga frá C líkt og rannsakari túlkar þau orð hans. Við lögregluyfirheyrsluna greindi ákærði frá því að þegar sambýliskona hans hefði neitað að senda honum þau skilaboð, sem hún hefði áður fengið frá C , um að hann hefði verið með morðhótun gagnvart mági sínum, hefði h ann hreinlega s n : Við lögregluyfirheyrslu na , sem ákærði staðfesti efnislega fyrir dómi, áréttaði hann það sem hér að framan hefur verið rakið í öllum aðalatriðum, þ. á m. að hann myndi í raun lítið sem ekkert eftir viðskiptunum við sambýliskonuna umrætt kvöld, og ekki þegar hann tók fram skotvopnin og þá ekki heldur þegar hann ók eigin jeppabifreið að , en sagði um framhaldið : Ég ætlaði ekkert að skjóta hann, neitt náttúrulega, ógna honum ( C Við seinni lögregluyfirheyrsluna, þann 25. nóve mber sl., var ákærði sérstaklega spurður um nefndan tilgang, og svaraði hann þá m.a. með eftirfarandi hætti: Ég veit ekki hvor t B gat ekki látið mig hafa þessi gögn, að ég ætlað i að fá þau hjá honum, ég veit það ekki, hvað eða hvor t ég ætlaði að lesa yfir hausamótunum á skýringu á því af hverju hann hefði tekið með sér fyrrnefnd skotvopn svo og skotfærin . Hann vísaði m.a. til þess að slíkt athæfi hafi f arið gegn öllum hans gildum sem skotveiðimanns síðastliðin 30 ár. Sagði ákærði að þessi háttsemi hefði því í raun verið 15 ákærða var að öðru leyti með líku sniði og rakið er í ka fla II , lið 7 , hér að framan, og þá m.a. varðandi hugsanir hans, viðhorf og hvatir, og þá m.a . til brotaþolans C . 13. Við meðferð málsins fyrir dómi hefur ákærði borið að hann hafi á verknaðarstundu verið gríðarlega reiður, í raun verið sturlaður af reiði. Jafnframt hefur ákærði lýst því að hann hafi fyrst komist til sjálfs sín þegar hann hafi verið fyrir utan eigin bifre ið á bifreiðastæðinu fyrir utan húseignina , þar sem hann hafi í rökkrinu verið að hlaða skotin í þau vopn sem hann hafði haft meðferðis. Ákærði lýsti nokkru minnisleysi um næstu gjörðir sínar, að öðru leyti en því að hann áréttaði að hann hefði verið nefnda syni C , D og E . Ákærði kvaðst minnast skelfingarsvipsins á öðrum piltinum áður en hann flúði út úr eigninni. Eftir það kvaðst ákærði minnast þess að hafa farið aftur út á bifreiðastæðið þar sem hann hafi hringt í D , en misst stjórn á skapi sínu þegar hann hlýddi á rödd hans. Í beinu framhaldi af því hafi hann byrjað að skjóta á kyrrstæðar bifreiðar C , en eftir það farið á ný inn í húseignina þar sem hann hafi haldið áfra m að skjóta. Að þessu leyti verður að mati dómsins ekki horft fram hjá framburði vitnisins D varandi símaviðræður þess við ákærða og hina miklu reiði hans á verknaðarstundu, en einnig verður horft til lýsinga lögreglugumannanna F og G , og þá um hörmulega á sýnd ákærða, sbr. VI. kafl a , liði 14, 18 og 19. 14. Óumdeilt er að þegar framangreind atvik gerðust var í fyrstu vel rökkvað, en skömmu síðar aldimmt utandyra. Aftur á móti var ætíð ljós innandyra í húseigninni , en einnig var inniljósið í bifreið ákæ rða tendrað og loks voru útidyraljós húseigna í íbúðarhverfinu tendruð, líkt og á götuvitum í næsta nágrenni þeirra. 15. Framburður vitnanna D og E er að áliti dómsins samhljóða um að ákærði hafi verið mjög æstur þegar hann ruddist inn á heimili þeirra, o g að hann hafi þá haft haglabyssuna við öxlina og að einhverju leyti miðað henni. Liggur fyrir að þegar þetta gerðist sátu piltarnir í sófa í stofunni, en húsgögnin voru nær miðju gólfi vegna yfirstandandi málningarvinnu. Einnig var allstór stigi að hálfu leyti í gangveginum inn í stofuna. Frásögn piltanna er samhljóma um að ákærði hafi margsinnis öskrað að þeim og spurst fyrir um föður þeirra. Samkvæmt frásögn vitnisins D óttaðist hann að ákærði 16 ætlaði að skjóta föðurinn, og þá ekki síst eftir að það hafði heyrt byssuhvelli eftir að þeir bræður höfðu flúið í skyndingu ú t úr húseigninni. 16. Framburður vitnisins B fyrir dómi er í samræmi við það sem hér að framan hefur verið rakið, en einnig um það sem skráð er í frumskýrslu lögreglu, þ.e. að hún hafi ótta st að ákærði myndi láta verða af hótuninni um að taka fyrrverandi eiginmann þess a f lífi og að þar hafi komið til hin mikla afbrýðisemi. Að þessu leyti þykir einnig verða að horfa til staðfestra matsgerða hinna dómkvöddu matsmanna. 17. Samkvæmt framansög ðu er að áliti dómsins sannað að á verknaðarstundu hafi ákærði borið mjög þungan hug til vitnisins og brotaþolans C , og að þar hafi komið til slúður sem vitnið hafði skömmu áður viðhaft, en ekki síður mikil afbrýðisemi af hálfu ákærða í garð vitnisins. Lig gur þannig fyrir að ákærði hafi á verknaðarstundu verið í andlegu ójafnvægi, en til viðbótar hafi hann verið lítilega undir áhrifum áfengis, en hafði þá að auki tekið inn þunglyndislyf samkvæmt læknisráði. Ákærði hefur ekki fyllilega getað lýst meðferð si nni á eigin skotvopnum í greint sinn og ekki heldur ökuferðinni að , og þá sökum minnisglapa. Af framburði vitna er að áliti dómsins nægilega sannað að ákærði hafi ekið umrædda akstursleið, frá og að nefndri húseign, með töl u verðum ökuhraða . E innig l i ggur fyrir að hann var þá einungis íklæddur náttbuxum og bol. Þá er að áliti dómsins nægjanlega sannað með vætti vitna, að þegar ákærði kom að húseigninni hafi brotaþolinn C nýlega verið farinn þaðan út, og að þar hafi í raun ráðið hrein tilvilun. Fy rir liggur að ákærði þekkti vel til nefnds heimilis, en hann hefur borið um að hann minnist þess að hafa hlaðið skammbyssuna og haglabyssuna skotfærum fyrir utan eigin bifreið, og þá við heimilið, og þá rétt áður en hann ruddist þar inn. Að mati dómsins er nægjanlega sannað með framburði nefndra sona brotaþolans C , en einnig í ljósi framburðar ákærða, að hann hafi verið með hlaðna hagl a byssuna á lofti þegar hann óð inn í húseignina, og þá einnig þegar hann spurðist fyrir með öskrum um hvar brotaþol i væri, þ egar hann sá ekki til hans. Það er mat dómsins þegar ofangreint athæfi ákærða er virt , ásamt lýstu hugarástandi hans, að það renni stoðum undir þann málatilbúnað ákæruvaldsins að hann hafi í raun tekið ákvörðun og hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki að ráða 17 brotaþolanum C bana. Eins og áður er lýst réð í raun tilviljun ein að nefndur brotaþoli var ekki á heimili sínu og reyndi því ekki á hvort ákærða tækist ætlunarverk sitt. Þegar ofangreint er virt heildstætt, en einnig þegar litið er til þess sem á eftir gerðist, þá e r það mat dómsins að ákæruvaldinu hafi tekist sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem tilgreind er sem tilraun til manndráps í þessum kafla ákærunnar og ber því að sakfella hann fyrir þá háttsemi í samræmi við verk n aðar lýsingu. Háttsemin er því rétt heimfærð til refsiákvæða. 18. Í 3. kafla ákæru er ákærða gefi n að sök hótun, brot gegn vopnalögum og barnaverndarlögum með því að hafa, undir áhrifum áfengis, hótað fyrrnefndum piltum , D og E , í verki með því að beina hlaðinni haglabyssu að þeim þar sem þeir sátu í sófa í stofu húseignarinnar , en þeir þá brugð i st við með því að flýja út um dyr sem lágu út á verönd við húsið framanvert og síðan inn í nærliggjandi skóg, , en hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá piltunum ótta um líf sitt og heilbrigði. Í á kærunni er þessi háttsemi talin varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. og 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaga nr. 16/1998 og 1. mgr. 99. gr. barn averndarlaga nr. 80/2002. Fyrir dómi hefur ákærði játað sök, og verknaðarlýsingu þessa ákærukafla, að því frátöldu að hann hefur eigi kannast við að hafa beinlínis beint hinni hlöðnu haglabyssu að piltunum þar sem þeir sátu í sófanum, þó svo að hann hafi beint hlaupi byssunnar inn í stofuna, en þá yfir piltana, og þá í leit sinni að föður þeirra, brotaþolanum C . Að álit dómsins hefur frásögn ákærða að þessu leyti nokkra stoð í frásögn hins síðastnefnda brotaþola, sem hlýddi á frásögn sona sinna þá um kvöldið . Þá hefur þetta einni g stoð í framburð i piltsins D fyrir dómi. Verður þetta því lagt til grundvallar í málinu. Að öðru leyti er samhljómur með framburði ákærða og piltanna, en einnig annarra vitna, þ. á m. lögreglukonunn ar F , og þá um að piltarnir hafi flúið í skelfingu út úr eigninni vegna athæfis ákærða . Það er niðurstaða dómsins að ofangreindu virtu að ákærði hafi með ölvunarháttsemi sinni og hótun í greint sinn skapað mikla ógn og þá alveg sérstaklega þegar litið er t il ungs aldurs piltanna. Að áliti dómsins eru því uppfyllt skilyrði 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. og 2. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaga nr. 16/1998 auk 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaganna, sbr. m.a. til hliðsjónar dóm Hæstar éttar í máli nr. 113/2015. Hefur ákærði því gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er 18 þessum kafla ákæru nnar . 19. Í 4. kafla ákæru er ákærða gefi n að sök tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot. Í verknaðarlýsingu er tiltekið að ákærði hafi skotið þremur skotum úr haglabyssu úr anddyri eða dyragætt að lögreglumönnunum nr. og nr. þar sem þau voru í vari við bifreiðina , sem var kyrrstæð í heimreið , og að höglin hafi lent í bifreiðinn i, sem og á framhlið húss nr. við handan götunnar með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bifreiðinni sem og útveggjarklæðningu, útidyrahurð, húsþaki og þremur rúðuglerjum hússins. Vísað er til þess að íbúi hússins hafi verið innandyra þegar þetta átti sér stað. Í ákærunni er staðhæft að með þessari háttsemi hafi ákærði stofnað lífi og heilsu annarra í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Um heimfærslu til laga er í ákærun ni vísað til fyrrgreindra ákvæða um eignaspjöll, sbr. ákvæði 1. mgr. 257. gr. hegningarlaganna nr. 19/1940 , en einnig til ákvæða vopnlaga nr. 16/1998, þ.e. 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , svo og til áðurrakinna lagagreina vegna s akargifta um tilraun til manndráps, þ.e. 211. gr. , sbr. 20. gr. , hegningarlaganna. Þá er í þessu m kafla vísað til 1. mgr. 106. gr. og 4. mgr. 220. gr. sömu laga, en hið fyrra ákvæði hljóðar svo með síðari breytingum: Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunu m um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýs lan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum. Beita má sektum, ef brot er smáfellt. Ákvæði 4. mgr. 220. gr. hegningarlaganna hljóðar svo: Fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska. 20. Hér fyrir dómi hefur ákærði lýst atvikum máls, en einnig þeir lögreglumenn sem minnst er á í þessum kafla ákærunnar. Þá hafa önnur vitni lýst atburðarásinni að hluta, m.a. íbúi að , en ekki síst lögreglukonan F 19 Hið síðastgreinda vitni hefur að áliti dómsins með skýrum og trúverðugum hætti greint frá háttsemi ákærða innandyra í húseigninni, líkt og henni var unnt með því að horfa inn um glugga á norðvesturhlið inni og þar á meðal eftir að nefndir lögreglumenn höfðu með skýrum hætti gert ákærða grein fyrir komu sinni að húseigninni, og þá með því að skora á hann að leggja frá sér skotvopn sín. L ögreglukona hefur greint frá því að hún hafi í kjölfar þess a fylgst með því þegar ákærði hlóð haglabyssu sína skotum og fór fram í forstofuna, en eftir það hafi hún heyrt skothvelli, sbr. það sem rakið var hér að framan í kafla V, lið 19. Að áliti dómsins er frásögn lögreglukonunnar skilmerkileg og trúverðug . Að auki hefur frásögnin nokkra stoð í vætti lögreglumannan na tveggja, sem voru fyrir utan húseignina, og verður hún því lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Að sama skapi er framburður ákærða harla ótrúverðugur, og þá um að hann hafi brugðist við ósjálfrátt með því að skjóta nær fyrirvaralaust úr haglabyssunni. Engu að síður er samhljómur með frásögn ákærða og lögreglumannanna þriggja um að atburðarásin hafi verið hröð . Þ að er einnig í samræmi við frásögn vitnisins J , sem hlýddi á röð skothvella. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust játað að hafa skotið þremur skotum úr h agalbyssu út um opna r aðalútidyr nar á húseigninni , og þá eftir að hann hafði heyrt fyrrnefnd hróp lögreglumanna, en eftir að hann hafði séð glitta í öryggisskjöld lögreglumanns þar fyrir utan, í um 10 - 12 m fjarlægð. Ákærði hefur lýst gjörðum sínum þann ig að hann hafi ekki náð að miða haglabyssunni sérstaklega, en skotið upp í loftið. Í þessu samhengi verði ekki framhjá því horft að ákærði þekkir mjög vel til skotvopna, en einnig liggur fyrir að haglabyssan sem hann notaði í greint sinn var með fulla þre ngingu í hlaupi og án pinna í skotgeymi, sbr. nánari lýsingu þar um í kafla IV, lið 3 , hér að framan. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust játað sök að hluta og þá um að hann hafi með lýstu athæfi gerst sekur um vopnalagabrot, eignaspjöll, hættubrot og brot g egn valdstjórninni, sbr. áðurgreind a heimfærsl u til laga í ákæru. Ákærði hefur á hinn bóginn neitað sök að því er varðar tilraun til manndráps. 21. Vettvangsrannsókn lögreglumanna hjá tæknideild lögreglunnar á höf u ðborgarsvæðinu hefur hér að framan verið lýst, sbr. m.a. kafl a IV, liði 9 og 13. Gögn þessi eru ítarleg, en þau voru staðfest fyrir dómi. Líkt og þar greinir voru þrjár 20 haglabyssupatrónur í fortofu húseignarinnar að , og skotummerki og högl á afturhluta bifreiðarinnar , en bifreiðin hafði verið kyrrstæð í heimreiðinni, og var afturhluti hennar um 6,4 m frá útidyrahurðinni þegar atvik máls gerðust. Að auki segir frá því í gögnum að högl hafi verið sýnileg á framhlið húss nr. handan götunnar, í tæplega 30 m fjarlægð fr á útidyrahurðinni. Voru þannig sýnilegar skemmdir á útveggjatimburklæðningu, útidyrahurð, húsþaki og þremur rúðuglerjum hússins, líkt og lýst er í þessum ákærukafla. Fram kemur í rannsóknargögnum, líkt og staðfest var fyrir dómi, að íbúi hússins hafi verið innandyra þegar atvik máls gerðust, en ályktað er að fyrrnefnd ummerki á húseign hans hafi verið eftir þrjá þyrpingar haglaskota. Eins og áður er fram komið hafði umræddur íbúi verið á vappi fyrir utan húseign sína, og verður ráðið að það hafi verið skömm u áður en ákærði og lögreglumaðurinn nr. , vitnið G , hleyptu af skotvopnum sínum. Að virtum rannsóknargögnum og þá m.a. varðandi staðsetningu tómra skotpatróna úr lögregluskammbyssu, verður lagt til grundvallar að hinn síðastnefndi lögreglumaður hafi st aðið við hægra framhorn bifreiðarinnar þegar hann og ákærði hleyptu af byssum sínum, án þess þó að unnt sé að ákvarða nákvæma staðsetningu lögreglumannsins. Að mati dómsins er þessi niðurstaða rannsakara í samræmi við trúverðugan framburð lögreglumanns ins , vitnisins I . Þá verður sú frásögn hennar lögð til grundvallar að hún hafi þegar atvik máls gerðust verið aðeins til hliðar við lögreglumanninn , og jafnframt að hún hafi strax beygt sig niður þegar hún sá ákærða munda haglabyssuna í útidyr unum . Um það sem næst gerðist verður að áliti dómsins að líta til matsgerð ar hins dómkvadda hljóðsérfræðings, sbr. kafl a V, liði 1 - 2, hér að framan. Verður þannig lagt til grundvallar að fyrstu tveimur skotunum á vettvangi hafi verið hleypt af á nákvæmlega sömu millisekúndunni, og þá eftir að ákærði hafði mundað haglabyssuna í útidyr unum , líkt og nefndir lögreglumenn hafa báðir lýst með trúverðugum hætti. Eftir það hafi ákærði skotið tveimur haglaskotum, en lögreglumaður tíu skotum. Eins og áður er fram komi ð var lögreglumaðurinn með öryggisbúnað þegar þetta gerðist, þ. á m. varna r skjöld, öryggisvesti og hjálm, en lögreglumaðurinn var aðeins íklæddur öryggisvesti. Í gögnum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er fjallað um skotstefnurannsók n, en þá að teknu tilliti til skekkjumarka og þá m.a. í ljósi áðurgreindra ummerkja eftir þrjá haglaskotasvermi. Var það m.a. niðurstaða rannsakara að í ljósi ummerkja hefði ákærði að líkindum staðið uppréttur í forstofunni þegar hann skaut úr 21 haglabyssunn i í greint sinn. Jafnframt er ályktað að haglasvermur frá einu haglaskotanna hafi farið viðstöðulaust í húseignina , og þá með beina stefnu að lögreglumanninum , en þá að virtum fyrrnefndum skekkjumörkum. Þá er ályktað að tveir svermar hagalskotanna hafi farið aðeins til suðausturs frá útihurðinni, og haft þannig viðkomu í afturhluta bifreiðarinnar , á leið sinni að húseigninni . Eins og fyrr hefur komið fram, sem er í samræmi við vettvang s skoðun dómsins, voru er atvik máls gerðust um 10 - 12 m fr á margnefndri útidyrahurð að hægra framhorni bifreiða r innar , en um 30 m frá útihurðinni að húseigninni . Í rannsóknarskýrslum tæknideildarinn ar er sérstaklega vikið að þeim blýhöglum sem voru í þeim haglaskotum, nr. 3, sem ákærði notaði í greint sinn. Einnig er þar fjallað um þær prófanir sem gerðar voru á dreifingu hagla . Þá er umfjöllun um hámarkslangdrægni slíkra hagla, en það er sagt geta verið 210 - 380 m. Loks er fjallað um áætlað hættusvæði, og þá m.a . miðað við 30 m færi, en þá einnig í ljósi þeirrar þrengingar sem var í hlaupi haglabyssu ákærða, sbr. kafl a III, lið 17, en einnig 20. Er það niðurstaða rannsakara að lögreglumaðurinn hafi verið í verulegri hættu á að verða fyrir líkamstjóni þegar ákær ði skaut úr haglabyssunni frá forstofuhurð húseignarinnar að . 22. Þegar framangreint er virt verður fallist á með ákæruvaldinu að sannað sé að ákærði hafi hleypt af haglabyssu sinni þremur haglaskotum eftir að honum var ljóst að lögreglumenn voru kom nir á vettvang við húseignina . Með skýrum framburði lögreglumanna, m.a. og , verður lagt til grundvallar að atvik máls hafi gerst með skjótum hætti eftir að ákærði birtist í úti dyrunum og miðað i hlaupi haglabyssu að þeim. Eins og áður er getið er það niðurstaða dómsins að þegar þetta gerðist hafi báðir lögreglumennirnir verið nærri framhluta bifreiðarinnar . Við meðferð málsins hefur ákærði borið að hann hafi skotið nefndum haglaskotum í óðagoti, en þá með þeirri ætlan að skjóta upp í lofti ð og því ekki beinlínis að lögreglumönnunum, en hafi þó í myrkrinu séð glitta í öryggisskjöld annars þeirra. Þessi lýsing ákærða er að áliti dómsins aðeins að takmörkuðu leyti í samræmi við framangreind rannsóknargögn tæknideildar lögreglu og áðurgreinda f ramburði fyrrnefndra lögreglumanna og , og er honum því hafnað að öllu verulegu. 22 Í þessu samhengi er til þess að líta að haglabyssa er hlaupvítt handskotvopn, sem skýtur mörgum höglum í einu skoti, og er vopnið öflugt á stuttu færi, en fremur skamm drægt miðað við önnur vopn. Að ofangreindu virtu, en gegn neitun ákærða, er að mat i dómsins sannað, m.a. vegna þekkingar ákærða á skotvopnum, að þegar hann skaut að lögreglumanni af því stutta færi sem hér var um að ræða, 10 - 12 m, hafi honum hlotið að vera ljóst að líklegast væri að lífstjón gæti hlotist af, sbr. að því leyti m.a. dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 167/1983 og 438/2007. Hefur ákærði með þessum verknaði brotið gegn 211. gr., sbr. 20. gr. , almennra hegningarlaga. Aftur á móti þykir hát tsemi hans gagnvart lögreglumanni nr. og íbúanum í húseigninni að varða við 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu er ákærði sannur að sök samkvæmt þessum ákærukafla og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til laga. 23. Í 5. kafla á kæru er ákærða gefið að sök brot gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa, undir áhrifum áfengis, skömmu eftir þau atvik sem lýst er í 4. kafla num gengið út úr húsinu og að lögreglubifreið, sem stóð kyrrstæð á akbrautinni fyrir framan húsið, þar s em lögreglumaður hafði leitað vars , og ógnað honum í verki með því að beina að honum hlaðinni haglabyssu af tegundinni Beretta A400Lite. Er háttsemi ákærða að þessu leyti talin varða við fyrrgreind ákvæði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 og 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 21. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. , vopnalaga nr. 16/1998. Fyrri dómi hefur ákæri skýlaust játað sök að þessu leyti. Þar sem játning ákærða er í samræmi við vætti vitna fyrir dómi og önnur rannsóknargögn er sök hans nægjanleg a sönnuð, en háttsemin er og réttilega heim færð til laga. X. 1. Ákærði, sem er ára, hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður verið dæmdur til refsingar. Ákærði hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi, vopnalagabrot í fjögur skipti, fyrir tilraun til manndráps í tvígang, hótunarbrot, húsbrot, eignaspjöll í tvígang, brot gegn barnaverndarlögum, hættubrot og fyrir brot gegn valdstjórninni í tvígang, og er háttsemin mjög alvarleg. 23 Það er mat dóm sins, þegar litið er til matsgerðar dómkvaddra matsmanna, að ákærði sé sakhæfur og að ákveða beri honum refsingu, enda leysa áfengisáhrif og lítils háttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu hann ekki undan refsingu, sbr. ákvæði 17. gr. almennra hegningarlaga, og getur hann eigi réttlætt gjörðir sínar með þeim hætti. Við ákvörðun refsingar ákærða verður að ofangreindu virtu m.a. litið til ákvæða 1., 2., 3., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. , en einnig 77. gr. hegningarlaganna. Til málsbóta þykir m.a. mega líta til iðru nar ákærða fyrir dómi , að hann hefur eigi áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot og að hann hefur samþykkt bótaskyldu gagnvart brotaþolum, að nokkru. Þykir refsing ákærða að öllu ofangreindu virtu hæfilega ákveðin fangelsi í átta ár. Til frádráttar refsi ngunni skal koma óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 28. ágúst 2021 til þessa dags. Gerð eru u pptæk til ríkissjóðs þau skotvopn sem tiltekin eru í ákæru, sem og þau skotfæri sem lögregla lagði hald á á vettvangi, eins og þar segir, sbr. 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a í almenn um hegningarl ögum nr. 19/1940. 2. Af hálfu C er einkaréttarkrafa hans sundurliðuð þannig að hann krefst skaðabóta vegna munatjóns að fjárhæð 900.056 krónur, en miskabóta að fjárhæð 2.000.000 króna, auk áðurgreindra vaxt a og dráttarvaxta, samkvæmt áðurgreindum lögum. Við meðferð málsins samþykkti ákærði skaðabótakröfuna að því er varðaði munatjónið. Af hálfu skipaðs réttargæslumanns nefnds bótakrefjanda var miskabótakrafan reifuð og rökstu dd nánar við munnlega n flutning, og var þar einkum vísað til ólögmætrar meingerðar og brots á friðhelgi heimilis. Um lagarök var vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en varðandi málskostnað til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 og yfirlits þar um til hliðsjónar, líkt og við aðrar sambærilegar kröfur , sbr. umfjöllun hér á eftir . Eins og fyrr var rakið samþykkt i ákærði fyrir dómi að greiða brotaþola fyrrnefnda kröfu vegna munatjóns. Hann andmælti hins vegar bótaskyldu vegna miska gagnvart brotaþola, en til vara krafðist hann lækkunar kröfunnar. Ákærði hefur að áliti dómsins bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþolanum C , sbr. ákvæði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en hann hefur verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Ber ákærði skaðabótaábyrgð á því tjóni brotaþola sem rekja m á til hinnar refsiverðu háttsemi, og þá samkvæmt tilvitnaðri lagagrein skaðbótalaganna. Við 24 ákvörðun bóta verður að nokkru litið til framlagðs sálfræðivottorðs. Ákveðast miskabætur að þessu virtu ásamt alvarleika málsins og þá til nefnds brotaþola að upphæ ð 1.500.000 krónur, með vöxtum eins og greinir í dómsorði, og þá með líkum hætti varðandi hina samþykktu kröfu vegna munatjónsins, en einnig ber að dæma ákærða til að greiða málskostnað. Jón Jónsson lögmaður, skipaður réttargæslumaður brotaþolanna E og D , lagði fram fyrir hönd forráðamanna þeirra kröfu um að ákærði greiði þeim, hvorum um sig, miskabætur, að fjárhæð 2.500.000 krónur, auk áðurgreindra vaxta og dráttarvaxta, samkvæmt fyrrnefndum lögum. Af hálfu lögmannsins voru kröfurnar reifaðar og rökstudda r nánar við munnlega n flutning, en þar um var vísað til ólögmætrar meingerðar og brots á friðhelgi heimilis. Um lagarök var vísað til 26. gr. skaðabótalaganna nr. 50/1993. Þá var krafist þóknunar til handa réttargæslumanninum vegna réttargæslustarfa fyrir báða brotaþolana, sbr. ákvæði 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. XXXVI. kafla sömu laga. Eins og fyrr var rakið samþykkt i ákærði fyrir dómi að greiða báðum þessum brotaþolum miskabætur, en hann krafðist lækkunar á bótafjárhæðum. Ákærði hefur að áliti dómsins bakað sér bótaskyldu gagnvart nefndum brotaþolum, sbr. ákvæði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarleg hótunarbrot gegn piltunum þar sem þeir voru á eigin heimili, en einnig hefur hann verið sakfelldur fyrir brot á vo pn a lögum og barnaverndarlögum. Að áliti dómsins er verknaður ákærða til þess fallin n að valda nefndum piltum, hvorum um sig, andlegri áþján, en fyrir dómi lýstu forráðamenn þeirra með trúverðugum hætti að þeir þyrftu á sérfræðiaðstoð að halda, en hefðu enn ekki viljað þ i ggja hana nema í mjög takmörkuðu m mæli. Ber ákærði skaðabótaábyrgð á tjóni brotaþola sem rekja má til hinnar refsiverðu háttsemi . Ákvörðun bóta verður að nokkru ákveðin að álitum, og þykja miskabætur að því virtu , og í ljósi allra atvik a og þá litið til nefndra brotaþola hvors um sig , hæfi l ega ákveðnar 1.000.000 krón a , með vöxtum eins og greinir í dómsorði, auk málskostnaðar, eins og segir í dómsorði. Af hálfu B er þess krafist að ákærði greiði henni miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónu r, auk áðurgreindra vaxta og dráttarvaxta . Af hálfu lögmanns bótakrefjanda var miskabótakrafan reifuð og rökstudd nánar 25 við hinn munnlega flutning. Var þar helst vísað til ólögmætrar meingerðar og framlagðs sálfræðivottorðs, en um lagarök var vísað til 26 . gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Um málskostnað var vísað til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 og yfirlits þar um til hliðsjónar. Eins og áður er rakið krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu B verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni og til þrautavara að krafan verði lækkuð verulega. Ákærði hefur í máli þessu, og þá vegna þess brotaþola, sem hér um ræðir , verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, með því að hafa, undir áhrifum áfengis , hótað henni í ver ki með skammbyssu á þáverandi heimili þeirra. Ákærði hefur að áliti dómsins bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola vegna þessa athæfis, sbr. ákvæði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bóta verður að nokkru litið til framlagðs sálfræðivottorðs, og ákveðast miskabætur að þessu virtu til brotaþola 750.000 krónur, með vöxtum eins og greinir í dómsorði, líkt og gildir um málskostnaðinn. 4. Ákæruvaldið hefur í málinu gert kröfu um að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti nemur m.a. 2.858.790 krónu m . Að auki er um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða , Þórðar Más Jónssonar lögmanns , fyrir dómi og við lögreglurannsókn málsins, en einnig ferðakostnað hans og þóknun skipaðs réttargæslumanns bro taþola, áðurnefnds Jóns Jónssonar lögmanns , við alla meðferð málsins, sbr. ákvæði 235. gr. laga nr. 88/2008. Verður við ákvörðun launanna m.a. litið til umfangs málsins og lýstra starfa lögmannanna við meðferð þess, sbr. og sundurliðaðar skýrsl ur þar um. E innig verður litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma t.d. í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 290/2000 um hlutverk réttargæslumanna, svo og samlegðaráhrifa að því er varðar réttargæsluna. Verður ákærði dæmdur til að greiða þennan kostnað, eins og segir í dómsorði. Launin eru ákvörðuð að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvalds flutti málið Kolbrún Benedikts d óttir varahéraðssaksóknari. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 184. gr. laga nr. 88/2008 . Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, A , sæti fangelsi í átta ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald hans frá 28. ágúst 2021. 26 Upptæk eru gerð til ríkissjóðs haglabyssa af tegundinni Beretta A400Lite (með eintaksnúmerið XA1 55963) og 22 cal. skammbyssa, af tegundinni Beretta 87 Target (með eintaksnúmerið C52354U) sem og skotfæri sem lögreglan lagði hald á á vettvangi , sbr. 69. gr. a í almenn um hegningarl ögum nr. 19/1940 og 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Ákærði greiði C 2.400.056 krónur í miska - og skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2021 til 25. desember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærð i greiði B 750.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2021 til 25. desember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til grei ðsludags. Ákærði greiði C og B vegna sonar þeirra , D , 1.000.000 krón a í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2021 til 25. desember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., s br. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C og B vegna sonar þeirra , E , 1.000.000 krón a í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2021 til 25. desember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 1 0.132.724 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Þórðar Más Jónssonar lögmanns, 5.602.500 krónur, en einnig ferðakostnað og útlagðan kostnað hans, samtals að fjárhæð 120.148 krónur, svo og málskostnað nefndra brotaþola vegna starfa hins skipaða réttargæslumanns þeirra, Jóns Jónssonar lögmanns, samtals að fjárhæð 1.551.286 krónur.