Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 17. desember 2020 Mál nr. E - 35/2020 : K ( Katrín Theodórsdóttir lögmaður ) g egn M ( Auður Björg Jónsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem er forsjármál, var þingfest 10. mars sl. og tekið til dóms 19. Dómkröfur einnig að stefnda verði gert að greiða henni einfalt meðlag til framfærslu barnanna eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni til 18 ára aldurs þeirra, frá 3. september 2019 að telja. Þá krefst stefnandi þess að áfrýjun dómsins fresti ekki réttaráhri fum hans. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eins og málið sé ekki gjafsóknarmál. Undir rekstri málsins breytti stefndi dómkröfum sínum og féll frá þeirri kröfu að lögheimili barnanna verði hjá honum. Endanlegar dómkröfur stefnda eru þær að aðilar fari sameiginlega með forsjá barna sinna, A og B og að lögheimili barnanna verði hjá stefndu. Þá krefst stefndi þess að dómurinn ákveði inntak umgengnisréttar barnanna við hann. Loks krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Í málinu var, 11. júní sl., kveðinn upp úrskurður varðandi forsjá til bráðabirgða. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem kvað upp úrskurð í málinu 31. ágúst sl. og staðfesti rétturinn niðurstöðu dómsins þess efnis að aðilar færu sameiginlega með forsjá barnanna þar til dómur gengi í málinu og að lögheimili barnanna skyldi vera hjá stefanda. Auk þess mælti Landsréttur svo fyrir að stefndi skyldi greiða meðlag með börnunum frá 11. júní sl. II Atvik máls 2 Aðilar málsins kynntust 2016 og gengu í hjónaband snemma árs 2017 og bjuggu fjögur börn sem ekki bjuggu á heimili aðila en yngsta dóttir hans er þó með lögheimili hjá honum. grundvelli 2. mgr. 40. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, vegna alvarlegs ofbeldis af hálfu stefnda. Skilnaðarmál aðila var tekið fyrir hjá sýslumanni 25. nóvember 2019 og mótmælti stefndi kröfu stefnanda um lögskilnað á grundvelli 40. gr. hjúskaparlaga. Hinn 26. nóvember 2019 vísaði sýslumaður málinu til sáttameðferðar og gengust aðilar undir sáttameðferð sem reyndist árangurslaus og var vottorð þess efnis gefið út 17. desember 2019 . Í vottorðinu er tekið fram að aðilar séu í skilnaðarferli og deili um lögheimili, forsjá og umgengni barna. Hinn 30. desember 2019 vísaði sýslumaður skilnaðarmálinu síðan frá embættinu. Skilnaðarmál aðila kom aftur til sýslumanns sem veitti þeim, 30. apr íl sl., leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Aðila greinir verulega á í lýsingu málavaxta að öðru leyti en því sem að framan er rakið. Stefnandi kveður stefnda neyta fíkniefna að staðaldri en stefndi mótmælir því. Þá kveður stefnandi stefnda vera ofbeldis fullan í sinn garð þannig að hún hafi orðið smeyk um eigið líf og barnanna og af þeim sökum hafi hún leitað til félagsmálayfirvalda til að fá hjálp við að yfirgefa heimilið. Hún hafi oft þurft að flýja af heimilinu. Þessu er mótmælt af stefnda sem segir að aldrei hafi verið tilefni fyrir stefnanda, af hans völdum, að óttast um líf sitt. Stefndi lýsir því hins vegar að stefnandi sé erfið í skapi og hafi margsinnis tekið reiðiköst og ráðist að honum og kastað í hann hlutum. Kveður hann vitni hafa orðið að því að stefnandi hafi ráðist að honum og því að hún braut rúðu í bifreið hans. Stefndi lýsir því að stefnandi hafi farið af heimilinu í október 2019 með blekkingum og þá í samstarfi við starfsmann félagsmálayfirvalda. Hvers vegna hún ákvað að óska eftir aðsto ð vegna þessa sé honum hulin ráðgáta. Stefnandi kveðst hafa flutt endanlega af heimili aðila 1. september 2019 og farið í Kvennaathvarfið og búið þar allt til þess að Fy rir liggur að aðilar hafa hist nokkrum sinnum eftir að stefnandi flutti af heimilinu og þá ýmist að frumkvæði stefnanda eða stefnda. Ljóst er að í sum þeirra skipta kom til rifrildis þeirra á milli. Í þinghaldi 27. maí sl. var E, sálfræðingur dómkvödd til að leggja mat á persónulega eiginleika og hagi hvors aðila um sig sem og barnanna, tengsl aðila við 3 börnin og önnur atriði, sem kunna að hafa vægi við úrlausn málsins, sbr. 2. og 3. mgr. barnalaga og þau atriði sem nefnd eru í athugasemdum er fylgdu frumv arpi til 34. gr. laganna á sínum tíma. Matsgerð, dagsett 7. september, sl. liggur nú fyrir í málinu. Í nefndum dómi Landsréttar er rakið að ný gögn hafi verið lögð fram þar og af þeim megi ráða að börn aðila hafi, frá því að úrskurður var kveðinn upp í hér aði, verið að jöfnu hjá aðilum, viku og viku í senn, í samræmi við það fyrirkomulag sem ákveðið var með úrskurðinum. Jafnframt hafi verið lögð fram tölvupóstsamskipti lögmanns ggjum stefnanda af börnunum í umsjá stefnda. Þar komi fram að fulltrúar barnaverndar hafi farið á heimili stefnda án þess að gera boð á undan sér og rætt við hann og börnin. Hafi allt verið eðlilegt á heimilinu og börnin virst glöð og örugg. Ekki hafi veri ð talið að þau væru í neinni hættu eða að vísbendingar væru um að þau væru vanrækt hjá stefnda. Af vætti aðila og vitna verður ráðið að eftir dóm Landsréttar hefur stefndi dvalið í einhverja daga á heimili stefnanda meðan umgengni hans við börnin átti sér stað. Hins vegar er ágreiningur þeirra á milli um það hversu margir dagar þetta eru og hvort þau hafi þá átt í nánu sambandi en stefndi kveður svo vera en stefnandi andmælir því. Bæði börn aðila III Málsástæður og lagarök Stefnandi byggir kröfu sína um forsjá barna aðila á því að sameiginleg forsjá barnanna þjóni ekki hagsmunum barnanna líkt og áskilið er í 3. mgr. 34. gr. barnalaga. Þá heldur hún því fram að efnisleg skilyrði 4. mgr. greinarinnar standi því í vegi að aðilar fari sameiginlega með forsjá barnanna en dómari verði að taka tillit til þeirra atriða sem tilgreind eru i 2. mgr. 34. gr. laganna og auk þess taka mið af aldri og þroska barnanna og hvort forsjá hafi áður verið sameiginleg. Þá verði sérstaklega að horfa til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Stefnandi byggir aðallega á því að stefndi hafi beitt hana líkamlegu ofbeldi all t frá upphafi sambúðar þeirra og hún telji með hliðsjón af fíkniefnaneyslu og vanda stefnda til að hafa stjórn á skapi sínu ekki útilokað að hann muni beita börnin ofbeldi þegar hann reiðist snögglega. Af þessum sökum standi ákvæði 2. mgr. 34. gr. barnalag a því í vegi að stefnda verði falin forsjá barna þeirra. Stefnandi byggir einnig á því að hún sé töluvert hæfara foreldri en stefndi og það leiði, með hliðsjón af lögskýringargögnum, til þess að ekki séu efni til að þau fari 4 saman með forsjá barna sinna. J afnframt telur stefnandi útilokað að aðilar geti unnið saman að uppeldi barna sinna en samskipti aðila séu líkleg til að draga úr möguleikum barnanna til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Stefnandi vísar kröfu sinni til stuðnings til 2. mgr. 34. gr. og byggir á því að hún sé hæfara foreldri en stefndi sökum þess að hann eigi við fíkniefna - og skapstjórnunarvanda að stríða. Hún hafi, vegna ofbeldis af hálfu stefnda, neyðst til að yfirgefa heimili þeirra. Hún hafi ein, allt frá fæðingu barnanna, séð um umönnun þeirra en hún hafi aldrei getað treyst stefnda fyrir öryggi barnanna. Stefnandi heldur því fram að hún sé góð móðir, hún sé í góðu jafnvægi, vandvirk, samviskusöm og ábyrg. Hún telur sig eiga góða möguleika á að búa börnunum traust og gott heimili en menntun hennar í verkfræði leiði til þess að atvinnumöguleikar hennar séu góðir. Þá sé hún líkleg til að veita börnunum þá blíðu og ástúð sem þau þurfa. Stefnandi telur foreldrahæfi stefnda ábótavant. Hann hafi aldrei sýnt börnunum áhuga en meira máli skipti gengdarlaus fíkniefnaneysla hans og ofbeldi. Honum hafi þótt sjálfsagt að slá stefnanda í hvert sinn sem honum mislíkaði eitthvað en þó aðallega ef hún neitaði að afhenda honum peninga fyrir fíkniefnum. Auk þess hafi stefndi ekki sýnt heimilinu nokk urn áhuga og ekkert lagt til þess enda ekki verið í vinnu mestan hluta sambúðartímans. Stefnandi byggir á því að hún geti ekki treyst því að börnin séu örugg hjá stefnda ef hann er einn með þeim enda sé hann ábyrgðarlaus og ekki hægt að treysta á að hann s é allsgáður. Stefnandi byggir einnig á því að tengsl barnanna séu mun sterkari við hana en stefnda. Í því sambandi verði ekki framhjá því horft að hún gekk með börnin og hefur annast þau allt frá fæðingu þeirra. Stefndi hafi í raun ekki litið svo á að það væri hans hlutverk að annast börnin. Af hálfu stefnanda er vísað til þess að stöðugleiki barnanna verði betur tryggður með því að hún fari með forsjá þeirra. Hún hafi góða möguleika á að búa börnunum fjárhags - og félagslegt öryggi þegar hún fær notið þei rra fjárhagslegu réttinda sem einstæðum foreldrum eru tryggð af löggjafanum. Stefnandi kveðst eiga góða fjölskyldu í heimalandi sínu en hún eigi einnig í góðu sambandi við fyrrverandi tengdamóður sína og muni tryggja samskipti barnanna við ömmu sína. Hún t reysti sér ekki til að búa á D því fram að stefndi sé ekki í stakk búinn til a ð annast börnin. Hann sé í litlu sem engu 5 sambandi við fjölskyldu sína, hann hafi lítið sem ekkert unnið og nú sé hann að missa íbúð sína vegna vangoldinnar húsaleigu. Án húsnæðis og tekna geti hann ekki búið börnum sínum samastað. Hvað lagarök varðar vís ar stefnandi til V. kafla barnalaga nr. 73/2003, einkum 34. gr. Áskilnaður í 4. mgr. 34. gr. laganna komi í veg fyrir að forsjá sé sameiginleg. Krafa um greiðslu meðlags á 5. mgr. 34. gr., sbr. 57. gr. Upphafstími meðlagskröfu miðast við þann tíma sem stef nandi fór endanlega af heimilinu. Krafa um málskostnað er reist á 3. mgr. 129. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Stefndi reisir kröfu sína þess efnis að forsjá barnanna verði sameiginleg á því að forsjárhæfni hans sé jafngóð og forsjárhæfni stefnanda. Að mati stefnda er forsjárhæfni stefnanda skert vegna geðrænna vandamála hennar. Stefnandi missi fljótt þolinmæði sína gagnvart börnunum, reiðist þeim og lá ti ljót orð flakka um þau. Þá hafi hún komið illa fram við dóttur stefnanda sem hafi haft lögheimili hjá þeim. Þar hafi engu skipt hjá stefnanda að stúlkan er einungis 10 ára gömul. Stefnandi hafi öskrað á stúlkuna, kallað hana ljótum nöfnum og sagt að hún þoli hana ekki. Þetta segi mikið um hæfni stefnanda sem foreldris. Stefndi vísar til þess að hann óttist um börn sín meðan stefnandi er ein með þau. Hún hafi ítrekað ráðist að honum með ofbeldi, gengið berserksgang á heimili þeirra, eyðilagt hluti og kas tað hlutum í hann. Þetta hafi hún gert þrátt fyrir að börnin væru viðstödd og óttast hann að hún muni gera slíkt hið sama gagnvart börnunum. Stefnandi sé afar skapbráð og haldin sjúkri afbrýðisemi í garð dóttur stefnda og móður hennar. Stefndi byggir á því að tengsl hans við börnin séu góð og andmælir hann staðhæfingum stefnanda í þá veru að hún hafi ein séð um börnin. Um það geti allir sem til þekkja vitnað. Hann sé góður faðir og börnin hænd að honum. Vísar stefndi til þess að, eftir að stefnandi var teki n ölvuð við akstur, hafi sonur þeirra sagt stefnanda að fara sem sýni að drengnum líði vel hjá honum en ekki eins vel hjá stefnanda. Af hálfu stefnda er á því byggt að stefnandi muni ekki virða rétt hans og barnanna til umgengni. Þá óttast hann að hún mun i, verði hún ein með forsjá barnanna, fara með þau til síns heimalands og hann fái ekki að sjá þau framar. Frá því að stefnandi fór með börnin af heimilinu hafi umgengni hans við þau alfarið farið eftir því sem stefnanda hentar. Þegar hana vanti peninga le iti hún til hans og hitti hann ásamt börnunum og það sama gerist þegar hún sakni hans. Stefnandi hafi ítrekað rætt um að þau taki upp sitt fyrra 6 samband en degi síðar svari hún honum ekki eða segi honum að fara til helvítis. Stefnandi sé algerlega óútreikn anleg í þessum efnum. Stefnandi hugsi því ekki um skyldur sínar sem foreldris til að stuðla að því að börnin hitti hann heldur er umgengni aðeins þegar stefnandi vill hefja ástarsamband við hann að nýju eða hana vanti fé. Stefndi byggir á því að hann muni virða samkomulag um umgengni og leggja sig fram um að hafa góð samskipti við stefnanda en ljóst sé að hann sé liprari og sveigjanlegri í samskiptum en stefnandi. Loks vísar stefndi til þess að hann búi í leiguíbúð á D. Móðir hans búi þar skammt frá og miki l og góð tengsl séu milli barnanna og föðurömmu þeirra. Jafnframt eigi dóttir hans lögheimili hjá honum og mikilvægt sé að börnin fái að njóta samveru við systur sína. Varðandi búsetu sína bar stefnandi fyrir dóminum að hann hafi þegar sótt um leigu á íbúð í næsta nágrenni við stefnanda og vænti þess að flytja þangað fljótlega. Stefndi krefst þess að dómurinn kveði á um inntak og innihald umgengni barnanna við það foreldri sem ekki fær forsjá eða lögheimili þeirra. Stefndi leggur mikið upp úr því að börnin fái að umgangast báða foreldra sína og eiga venjulegt heimilislíf með þeim báðum. Verði það í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga að það henti börnunum, leggur stefndi til að umgengni verði tvær vikur í senn á tveggja vikna fresti. Telji sérf ræðingar að þetta fyrirkomulag, eða vika og vika henti ekki leggur stefndi til að umgengni vari í langa helgi á tveggja vikna fresti. Auk reglulegrar umgengni verði hátíðardögum og sumarleyfum skipt milli aðila. Varðandi lagarök vísar stefnandi til barnala ga nr. 76/2003. Krafa um inntak umgengisréttar byggir á 4. mgr. 34. gr. laganna. Krafa um málskostnað úr hendi stefnanda er reist á 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á skaðleysisr eglu en stefndi er ekki virðisaukaskattsskyldur. IV Niðurstaða Lögmenn aðila og dómarar málsins voru sammála um að sökum ungs aldurs og þroska barna aðila væri ekki efni til að leita eftir afstöðu þeirra til sakarefnisins. Þegar leyst er úr forsjármáli b er dómara að horfa til 2. mgr. 34. gr. barnalaga en þar er mælt fyrir um að dómari skuli kveða á um hvernig forsjá barns eða lögheimili skuli háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Þar segir að við mat á því skuli meðal annars litið til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla þess við báða foreldra og skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili 7 barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar getur dómari ákveðið að annað foreldri fái forsjá barns. Þá getur dómari ákveðið að kröfu foreldris að forsjáin verði sameiginleg ef dómari telur þær aðstæður vera fyrir hendi og slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins. V ið mat á því hvort forsjáin skuli vera sameiginleg ber dómara, auk þeirra atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið af því hvort forsjá hafi áður verið sameiginleg og aldri og þroska barns. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samski pti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði, sbr. 4. mgr. sömu lagagreinar. Heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá var lögfest með 13. gr. laga nr. 61/2012, um bre ytingu á barnalögum. Í nefndaráliti kemur fram að áhersla sé lögð á að dómara beri aðeins að dæma sameiginlega forsjá ef fyrir liggur að um jafnhæfa forsjárforeldra sé að ræða, ágreiningur þeirra á milli sé ekki svo djúpstæður að hann sé líklegur til að ha fa áhrif á barnið, að foreldrarnir séu líklegir til að geta unnið í sameiningu að velferð barsins og síðast en ekki síst að í hverju tilfelli fari fram mat á því hvort sameiginleg forsjá sé barni fyrir bestu. Sé ágreiningur foreldra þannig að ætla megi að hann stríði gegn hagsmunum barns beri ekki að dæma sameiginlega forsjá. Þá megi raunar einnig telja að forsenda þess að dómara sé fært að dæma sameiginlega forsjá að ágreiningur foreldra lúti að tiltölulega veigalitlum atriðum. Við aðalmeðferð málsins kom E sálfræðingur fyrir dóminn og staðfesti matsgerð sína. Í framburði hennar kom fram að hún hafi efasemdir um að aðilar geti farið sameiginlega með forsjá barna sinna og taldi betra að forsjáin væri á einni hendi. Vísaði hún í því sambandi til þess hvernig samskipti aðila hafa verið og óheflaðrar framkomu stefnda í garð stefnanda. Hins vegar kom einnig fram í vætti hennar að stefnandi ætti einnig sök að máli. Að mati dómsins sýna gögn málsins, einkum skýrslur lögreglu um ítrekuð afskipti af heimili aðila, o g skýrslur sem gefnar voru fyrir dóminum að milli aðila skortir traust. Á þetta sérstaklega við um stefnanda sem ekki treystir stefnda. Jafnframt verður annað ekki ráðið en að aðilar eigi í allnokkrum samskiptaörðugleikum svo sem alvarlegar ásakanir þeirra í hvors annars garð benda til. Mikið misræmi var í framburði aðila fyrir dóminum varðandi samskipi þeirra undanfarna mánuði. Þannig kvað stefndi að þau hafi verið meira og minna saman undanfarna fjóra mánuði en stefnandi kvað stefnda eingöngu hafa verið á heimili hennar í nokkrar nætur í tengslum við umgengni stefnda við börnin. Að þessu virtu er það niðurstaða dómsins að forsendur til 8 sameiginlegrar forsjár séu ekki til staðar og því sé það börnunum fyrir bestu að foreldrar þeirra fari ekki sameiginlega m eð forsjá þeirra. Að fenginni þessari niðurstöðu verður stefnanda dæmd forsjá barna aðila enda gerir stefndi ekki kröfu um að forsjá barnanna verði hjá honum. Samkvæmt 5. mgr. 34. gr. barnalaga ber dómara í ágreiningsmáli um forsjá eða lögheimili barns, a ð kröfu annars foreldris eða beggja, að kveða á um inntak umgengnisréttar barns og foreldris. Þessa kröfu hefur stefndi uppi í máli þessu. Eftir 1. mgr. 46. gr. sömu laga á barn rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldi sitt sem það býr ekki h já, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að börnum aðila líði vel hjá stefnda og að hann hugsi vel um þau. Er því ekki ástæða til að óttast um líðan barnanna hjá honum sem þó er háð því skilyrði að hann hal di sig frá neyslu fíkniefna. Stefndi hefur gert lítið úr neyslu sinni á fíkniefnum bæði hjá matsmanni og fyrir dóminum. Hér fyrir dómi bar hann að hann hefði neytt lítilræðis af kannabis nokkrum dögum áður en hann var staðinn að akstri bifreiðar undir áhri fum kannabisefna. Þessi lýsing hans getur ekki staðist og raunar var það svo að hann var með dómi þessa dómstóls 8. maí sl. sakfelldur fyrir að aka í tvígang, 6. september og 28. október 2019, undir áhrifum kannabisefna og mældust efnin í blóðsýnum sem sta ðfestir að ekki leið langur tími frá neyslu efnanna þar til að hann ók bifreið. Þá skiptir máli að í annað skiptið var sonur stefnda með honum í bílnum. Jafnframt liggur fyrir að sýni sem stefndi gaf 8. september 2019, vegna afskipta lögreglu af heimili að ila, reyndist jákvætt varðandi kannabis og kókaín. Loks liggur fyrir að í gögnum málsins er haft eftir móður stefnanda að hann eigi í vandræðum með vímuefni og áfengi. Varðandi umgengni kom fram hjá matsmanni fyrir dóminum að hún teldi, að óbreyttri búsetu aðila, að jöfn umgegni komi ekki til greina. Þá kom fram hjá henni að umgengni barnanna við stefnda sé nauðsynleg en það skipti þau máli að umgangast hann enda sé hann þeim góður og mikilvægur í lífi þeirra. Við ákvörðun á umgengni barnanna við stefnda ve rður að mati dómsins ekki horft framhjá fíkniefnaneyslu hans en neysla slíkra efna er líkleg til að stofna öryggi bananna í hættu. Þá er horft til þess að eins og búsetu aðila er nú háttað er langt á milli þeirra og því erfitt fyrir svo ung börn að ferðast um langan veg í hvert sinn sem umgengni á sér stað. Jafnframt verður að hafa í huga að börnin eru nú á leikskóla og mikilvægt að ekki komi sífellt rof í skólagöngu þeirra. Að sama skapi ber að líta til þess að annað verður ekki ráðið en börnunum líði vel hjá honum 9 og samskipti hans við börnin jákvæð. Að öllu þessu virtu þykir og með hagsmuni barnanna að leiðarljósi er það niðurstaða dómsins að regluleg umgengni stefnda við börnin skuli vera einu sinni í mánuði. Umgengni skal hefjast kl. 15:00 fyrsta fimmtu dag hvers mánaðar og standa til kl. 18:00 næsta sunnudag. Eins og sakir standa nú er það mat dómsins að lengri samfelld umgengni þjóni ekki hagsmunum barnanna. Aðilar geta hins vegar, með hagsmuni barna sinna að leiðarljósi, reynt að bæta samskipti sín og þá komist að samkomulagi um aukna umgengni. Að mati dómsins kæmi slíkt vel til greina ef stefndi heldur sig frá neyslu fíkniefna og sætti sig við að sambandi hans og stefnanda er lokið. Þá gæti breytt búseta aðila haft þar áhrif. Jafnframt þykir rétt að ve kja athygli á að í 6. mgr. 47. gr. barnalaga nr. 76/2003 kemur fram að þótt inntak umgengnisréttar hafi verið ákveðið með dómi h efur sýslumaður sömu heimildir til að breyta þeirri skipan og hefði hún verið ákveðin með úrskurði hans en slík breyting er samk væmt 5. mgr. sömu greinar bundin við að hún sé barni fyrir bestu . Að teknu tilliti til niðurstöðu málsins er stefnda gert að greiða einfalt meðlag með börnunum eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni frá uppkvaðningu dómsins að telja. Rétt þykir að miða við þetta tímamark en ekki 3. september 2019 eins og stefnandi krafðist en stefnda var með úrskurði Landsréttar 31. ágúst sl. gert að greiða meðlag með börnunum frá 11. júní sl. þar til efnisdómur gengur í málinu. Með vísan til 1. mgr. 44. gr. barnal aga nr. 76/2003 er ákveðið að áfrýjun dómsins fresti ekki réttaráhrifum hans. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Báðir aðilar hafa fengið gjafsókn í máli þessu, stefnandi með bréfi dómsmálaráðuneytisins 19. maí 2020 og stefndi með bré fi sama ráðuneytis 19. júní 2020. Lögmenn beggja aðila kröfðust þess að málskostnaður verði dæmdur gjafsóknarhöfum eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Greiðist því allur gjafsóknarkostnaður aðila úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanna þeirra, Katrí nar Theódórsdóttur og Auðar Bjargar Jónsdóttur, svo sem nánar greinir í dómsorði. Þóknun er ákveðin að teknu tilliti til tímaskýrslna lögmanna og að meðtöldum virðisaukaskatti. Samkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga um meðferð einkamála tekur dómurinn ekki afstöð u til útlagðs kostnaðar. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan, ásamt Halldóri Björnssyni héraðsdómara og Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur sálfræðingi. 10 Dómsorð: Stefnandi, K, skal fara ein með forsjá Umgengni skal háttað þannig að regluleg umgengni stefnda við börnin skal vera frá kl. 15:00 fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og standa til kl. 18:00 næsta sunnudag. Stefndi greiði einfalt meðlag með börnunum eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni til 18 ára aldurs þeirra frá uppkvaðningu dómsins að telja. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin 2.480.000 króna þóknun lögmanns hennar, Katrínar Theódórsdóttur, greiðist úr ríkissjóði. Allur Gjafsóknarkostnaður stefnda, þar með talin 2.480.000 króna þóknun lögmanns hennar, Auðar Bjargar Jónsdóttur, greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjun dómsins frestar ekki réttaráhrifum hans. Halldór Halldórsson Halldór Björnsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir