Héraðsdómur Reykjaness Dómur 18. febrúar 2021 Mál nr. S - 1577/2020 : Ákæruvaldið (Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) I. Mál þetta, sem þingfest var 27. ágúst 2020, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 18. júní 2020 á hendur X , kt. 000000 - 0000 , [...] , í Reykjavík að kvöldi laugardagsins 10. ág úst 2019: I. Fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið A , kt. 000000 - 0000 , sem var við störf sem aðstoðarlæknir á geðsviði, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að A hlaut af bólgu og mar hægra megin í andliti og kvarnaðist upp úr tönn 14. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veitt lögreglumanni nr. B , sem var við skyldustörf, högg í andlitið með höfði sínu með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut af tvíbrot í nefbeini með örlitlu misgengi, skurð á nef, mikla nefblæðingu og bólgu. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ljósi niðurstöðu geðrannsóknar á ákærða, sem ekki mun hafa legið fyrir við útgáfu ákærunnar, gaf héraðssaksóknari út framhaldsákæru í málinu 27. ágúst 2020, sbr. heimild í 1. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og bætti þar við svohljóðan di viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra 2 2020. M eð eftirfarandi ákæru, útgefinni 17. september 2020, sem þingfest var 8. október sama ár, höfðaði héraðssaksóknari annað mál á hendur ákærða - , umferðar - og lögreglulagabrot, framin á árinu 2019 í Reykjavík og Hafnarfirði: 1. Fyrir eignarspjöll, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 31. janúar, á bifreiðastæði fyrir utan [...] , valdið skemmdum á báðum hliðarspeglum bifreiðarinnar [...] og sparkað í afturhlera hennar, með þeim afleiðingum að hann dældaðist. Mál nr. 007 - 2019 - 1 3304 Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fyrir umferðar - og lögreglulagabrot, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. ágúst, ekið bifreiðinni [...] , án gildra ökuréttinda, undir áhrifum áfengis og óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 5,0 ng/ml og vínandamagn 1,66 Kringlumýrarbraut, ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, ekið áfram norður Kringlumýrar braut, án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina, sem gefin voru með hljóðmerkjum lögreglubifreiðar, beygt til hægri og ekið austur Háaleitisbraut, beygt til vinstri og ekið norður Háaleitisbraut uns bifreiðin var stöðvuð á bifreiðastæði við [...] . Mál nr. 007 - 2019 - 48631 Telst þetta varða við 1., 5., og 6. mgr. 7. gr., 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 1. mgr. 5. gr., 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 100. gr. eldri umferðarlaga nr. 50/1987 og 19. gr., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. 3. Fyrir gripdeild með því að hafa föstudagskvöldið 9. ágúst, á veitingastaðnum Fuego Taqueria, Hlemmi Mathöll, tekið tequila áfengisflösku og drukkið úr henni án þess að greiða fyrir. Mál nr. 007 - 2019 - 50365 Telst þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Fyrir umferðar - og lögreglulagabrot, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 3. nóvember, ekið bifreiðinni [...] , án gildra ökuréttinda, undir áhrifum áfengis og 3 óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 3,4 ng/ml , MDMA 320 ng/ml, amfetamín 20 ng/ml, Díazepam 155 ng/ml og vínandamagn 0,27 Hafnarfjarðarveg, skammt sunnan Engidals, án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina, sem gefin voru með forgangsljósum og hljóðmerkjum bifreiðarinnar, ekið suður Reykjavíkurveg og gegn rauðu ljósi á gatnamótunum við Hjallabraut, ekið áfram suður Reykjavíkurveg, beygt til vinstri og ekið austur [...] uns bifreiðin var stöðvuð við [...] . Mál nr. 007 - 2019 - 68974 Telst þetta varða við 1., 5., og 6. mgr. 7. g r., 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 1. mgr. 5. gr., 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, 1. m gr. 48. gr., allt sbr. 100. gr. eldri umferðarlaga nr. 50/1987 og 19. gr., sbr. 44. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigan di stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. gr. laga nr. 77/2019, sbr. áður 101. gr. og 1 02. Mál þetta hlaut málsnúmerið S - 2525/2020. Við þingfestingu þess ákvað dómari samkvæmt heimild í 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að málin skyldu sameinuð og þau dæmd sem eitt mál undir málsnúmeri nu S - 1577/2020. Í þinghaldi 7. desember 2020 var lögð fram geðrannsókn C , geð - og embættislæknis, dagsett 16. nóvember sama ár, sem hann annaðist á ákærða sem dómkvaddur matsmaður vegna meintra brota ákærða 31. janúar og 3. nóvember 2019, sbr. töluliði 1 og 4 í síðari ákærunni. Í sama þinghaldi lýsti fulltrúi ákæruvaldsins því yfir að ákæruvaldið félli frá ákærulið 1 í þeirri ákæru. Við upphaf aðalmeðferðar málsins 4. febrúar 2021 játaði ákærði sök í öllum ákæruliðum, að undanskildum ákærulið 1 í síðari á kærunni, sem ákæruvaldið hafði fallið frá. Hann kvaðst þó lítið sem ekkert muna eftir atvikum þar sem hann hafi verið mjög veikur á þeim tíma sem hann er sagður hafa framið brotin, en efaðist hins vegar ekki um að hafa framið þau eins og þeim er lýst í ákæ runum. Vitnið C , geð - og embættislæknir, gaf þá skýrslu fyrir dóminum, en hann annaðist tvívegis geðrannsókn á ákærða. Þegar sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga var málið dómtekið. 4 Ákærði krefst þess aðallega að honum verði ekki gerð refsing, en til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Í báðum tilvikum krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. II Atvik þessa máls eru óumdeild og hefur ákærði greiðlega gengist við þeirri há ttsemi sem hann er sakaður um, þótt hann haldi því fram að hann muni ekki atvik sökum veikinda sinna. Þykir því ekki ástæða til að lýsa málsatvikum, en látið nægja að skírskota til verknaðarlýsingar í hverjum ákærulið. Meðal gagna málsins eru tvær matsgerðir C , geð - og embættislæknis. Fyrri matsgerðin er dagsett 9. febrúar 2020 og er unnin í tilefni af þeim brotum ákærða sem lýst er í fyrri ákærunni og framin voru á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi 10. ágúst 2019. Í matsbeiðni voru þá eftirfarandi álitaefni lögð fyrir matsmann: X hafi verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þegar hann framdi þau brot sem hann er ákærður fyrir, þ.e. kl. 21:22 þann 10.8. 2019 . 2. Lagt verði mat á það hvort ástand X á ofangreindum tíma hafi verið með þeim hætti að 16. gr. almennra hegningarlaga hafi átt við um hann og hvort refsing geti borið árangur. 3. Lagt verði mat á geðrænt heilbrigði X eftir ofangreint tímabil og hvort r efsing geti borið árangur samkvæmt 16. gr. sömu laga eins og hagir hans eru í dag. 4. Lagt verði mat á það, ef talið verður að 15. eða 16. gr. almennra hegningalaga eigi við X , sbr. 1. - 3. tölulið hvort nauðsynlegt þyki vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því að háski verði af honum með því að hann sæti öruggri gæslu eða hvort beita skuli vægari ráðstöfunum eða vistun á hæli, sbr. 62. og 63. gr. Í matsgerðinni rekur matsmaður heilsufarssögu ákærða og tíðar i nnlagnir hans á geðdeild. Þá lýsir hann viðtölum sínum við ákærða, líðan hans á matsdegi 24. janúar 2020, ásamt lyfjameðferð. Álit matsmanns er að ákærði sé haldinn geðhvarfasjúkdómi með yfirstandandi depurð, áfengisfíkn og kannabisfíkn. Svör hans við ofan töldum spurningum eru eftirfarandi: X á þeim tíma sem verknaðurinn var framinn í örlyndisástandi en þó ekki þannig að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Telst hann því sakhæfur. 5 2. X var á þeim tíma sem verknaðurinn var framin n í því ástandi að þurfa bráða sjúkrahúsvist og verulega læknisaðstoð, líkt og sést af dvöl hans á sjúkrahúsi frá þeim degi fram til 1.10. 2019 og síðan göngudeildarmeðferð. Vegna örlyndis er ljóst að á þeirri stundu er verknaður var framinn verður að telj a að refsing hefði ekki borið árangur vegna heilsu hans. 3. Ljóst er að innsæi X í gjörðir sínar 10.8. 2019 er á matsdegi 24.1.2020 til staðar þó hann muni ekki glögglega atburðarás að eigin sögn. Þá hefur hann skilning á eðli refsingar og tilgangi. Hann b ýr við nokkuð þunglyndisástand en ekki þannig að hann þurfi bráða sjúkrahúsvist eða aðra meðferð sem refsing kæmi í veg fyrir. Á matsdegi 24.1.2020 eru ekki til staðar heilsufarslegar ástæður fyrir því að refsing geti ekki borið árangur. 4. Sjá svar hér of an. Það er þó álit undirritaðs að tryggja þurfi [að] X fái viðeigandi meðferð næstu 1 - 2 árin til þess að tryggja langtíma bata hans og lágmarka líkur á að Síðari matsger ð matsmannsins er dagsett 16. nóvember 2020 og var tilgangur hennar að matsmaður legði mat á geðrænt ástand ákærða er hann framdi þau brot sem lýst er 1. og 4. tölulið síðari ákærunnar, þ.e. 31. janúar 2019 og 3. nóvember sama ár. Annars vegar var sú spurn ing lögð fyrir matsmann hvort ákærði hafi verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga á þeim tíma sem brotin áttu sér stað, en hins vegar hvort ætla megi að refsing geti borið árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Þar sem ákæruvaldið féll frá ákæ rulið 1 í þessari ákæru verður hér aðeins gerð grein fyrir svörum matsmanns að því leyti sem þau varða brot ákærða 3. nóvember 2019, sbr. 4. tölulið ákærunnar. Að því er varðar sakhæfi ákærða svarar matsmaður spurningunni inn 3.11.2019. Þá er honum lýst í göngudeild 30.10.2019 og 7.11.2019 í góðu jafnvægi og geðhvarfasjúkdómur í jafnvægi. Þá var hann viðræðuhæfur við lögreglu þó annarlegur væri. Ljóst er því að ástand hans þá var ekki eins og lýst er í 15. gr. og hún verður ekki talin eiga við um ástand X Jafnframt telur matsmaður ljóst að 16. gr. almennra hegningarlaga hafi ekki átt við á hefur innsæi í dag að hegðun sem þessi er refsiverð. Hann óttast mjög refsingu í dag sem og að vera lokaður inn á geðdeild. Hann hefur síðan búið við íþyngjandi þunglyndisástand en ekki þannig að hann hafi þurft bráða sjúkrahúsvist. Á matsdegi 6.11.2020 er ljóst að refsing getur orðið honum mjö g þungbær vegna alvarleika þunglyndis og því brýnt að tryggja að hann fái áfram göngudeildarmeðferð og eða aðra þá meðferð sem læknar hans í dag telja nauðsynlega. Ljóst er að mikilvægt er að tryggja meðferðarheldni næstu 1 - 2 árin til að lágmarka líkur á a ð hann fari aftur í örlyndi og setji 6 sjálfan sig og aðra í hættu þess vegna. Sérstakar ráðstafanir vegna réttaröryggis, til að varna því að háski verði af honum umfram það að tryggja að hann sæki sér meðferð líkt og hann hefur gert á þessu ári telur matsma III Fyrir dómi staðfesti C fyrrnefndar matsgerðir sínar og gerði frekari grein fyrir veikindum ákærða, svæsnu þunglyndi hans og gríðarlegum örlyndisköstum, auk vímuefnafíknar. Ítrekaði hann það mat sitt að ákærði hafi verið sakhæfu r er hann framdi þau brot sem hér er lýst og hann hefur þegar gengist við. Hins vegar taldi hann að á verknaðarstundu þeirra brota sem lýst er í fyrri ákærunni og ákærði framdi 10. ágúst 2019 hefði refsing ekki getað borið árangur, sbr. 16. gr. almennra he gningarlaga nr. 19/1940. Spurður um minnisleysi ákærða um atvik sagði hann mögulegt að ákærði muni lítið eftir því sem gerðist á bráðamóttöku Landspítalans 10. ágúst 2019, en hins vegar taldi hann ósennilegt að hann myndi ekki eftir atvikinu 3. nóvember sa ma ár. Þá kvaðst vitnið hafa áhyggjur af því að ákærði þyldi illa refsingu og gæti það farið illa með hann og valdið honum enn meiri vandræðum. Sérstaklega aðspurt sagði vitnið að hætta gæti stafað af ákærða í örlyndisköstum. Væri þess vegna brýnt, bæði ve gna öryggis hans sjálfs sem og almennings, að hann fengi viðvarandi læknismeðferð, meðhöndlun og aðhald á sjúkrahúsi, a.m.k. næstu tvö árin. IV Eins og áður er fram komið krefst ákærði þess aðallega að honum verði ekki gerð refsing, en til vara krefst han n vægustu refsingar sem lög leyfa. Byggist aðalkrafa hans á því að heilsa hans hafi í öllum tilvikum verið þannig þegar atvik málsins áttu sér stað að refsing bæri ekki árangur, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Telji dómurinn hins vegar að ástand ákærða hafi ekki verið með þeim hætti þegar hann framdi það brot sem lýst er í 4. tölulið síðari ákærunnar, þ.e. 3. nóvember 2019, krefst hann þess að refsing verði látin niður falla með vísan til 75. gr. sömu laga. Hér að framan hefur verið gerð g rein fyrir niðurstöðum tveggja matsgerða títtnefnds matsmanns á geðhögum ákærða, annars vegar þegar hann framdi brot sín á bráðamóttöku Landspítalans 10. ágúst 2019, en hins vegar þegar ákærði framdi það brot sem lýst er í 4. tölulið síðari ákærunnar, þ.e. 3. nóvember 2019. Niðurstöður beggja matsgerða eru samhljóða um að ákærði hafi þá verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þá til skoðunar hvort refsing geti borið árangur, en í báðum matsgerðum var sú spurning lögð fyrir matsmann hvort ástand ákærða hafi á verknaðarstundu verið með þeim hætti að 16. gr. almennra hegningarlaga hafi átt við um hann og hvort refsing gæti borið árangur. Í fyrri matsgerðinni var svar matsmanns á þá leið að vegna örlyndis ákærða á verknaðarstundu hefði r efsing ekki getað borið árangur 7 vegna heilsu hans. Hafi ákærði verið í því ástandi að þurfa bráða sjúkrahúsvist og verulega læknisaðstoð. Hins vegar er það álit matsmanns að á matsdegi, 24. janúar 2020, hafi ekki verið til staðar heilsufarslegar ástæður fy rir því að refsing gæti ekki borið árangur. Í síðari matsgerðinni taldi matsmaður aftur á móti ljóst að tilvitnuð 16. gr. ætti ekki við þegar ákærði framdi brot sitt 3. nóvember 2019, en bætti því við að á matsdegi, 6. nóvember 2020, telji hann jafnframt l jóst að refsing gæti orðið ákærða mjög þungbær vegna alvarleika þunglyndis hans. Því væri brýnt að tryggja honum áfram göngudeildarmeðferð og eða aðra þá meðferð sem læknar hans telji nauðsynlega. Í 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga segir að hafi sá maður, sem verkið vann, verið andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, s kuli honum refsað fyrir brotið, ef ætla megi eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. Ljóst er af orðalagi ákvæðisins að þeir andlegu annmarkar sem þar er lýst eru ekki þess eðlis eða á því stigi að þeir leiði til refsileysis og sýknu samkvæmt 15. gr., enda er sakborningur í því tilviki sakhæfur, og ber því að sakfella hann ef önnur refsiskilyrði eru uppfyllt. Hins vegar getur geðrænt ástand, eins og því er lýst í 16. gr., orðið tilefni til sams konar úrræ ða og sakhæfisskortur samkvæmt 15. gr. laganna, þ.e. ef refsing yrði talin árangurslaus. Er refsing þá felld niður, en í staðinn má beita þeim ráðstöfnunum vegna réttaröryggis sem mælt er fyrir um í 62. gr. almennra hegningarlaga, enda sé fullnægt skilyrðu m hennar. Ef hins vegar má ætla eftir öllum atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur, ber að dæma sakborning til refsingar. Þótt í greininni sé mælt fyrir um það að skylt sé að leita læknisumsagnar áður en ákvörð un er tekin um hvort refsing gæti borið árangur lýtur sú ákvörðun engu að síður endanlegri úrlausn dómstóla. Við þá ákvörðun ber ekki einungis að líta til geðheilsu sakbornings á verknaðarstundu, heldur skiptir geðheilsa hans við dómsuppkvaðningu mestu um þá ákvörðun, þar sem hún horfir fram á við í tíma. Jafnframt ber að leggja mat á batahorfur hans, svo og að taka tillit til hinna mismunandi sjónarmiða og markmiða sem tengd eru refsingum, auk þeirra varnaðar - og endurhæfingaráhrifa sem ætla má að refsing hafi á sakborning sjálfan, og þá einkum hver hætta sé á ítrekun af hans hálfu. Í báðum matsgerðum lýsir matsmaðurinn viðtölum sínum við ákærða og líðan hans. Kvaðst ákærði þar gera sér grein fyrir því að hann væri veikur og lýsti veikindum sínum sem miklu þunglyndi og örlyndisköstum. Ýmist heyri hann þá raddir og sjái hluti eða telji sig vera Guð. Einnig sagðist hann vera tortrygginn, einangraður og á köflum með sjálfsvígsþanka. Í fyrri matsgerðinni er haft eftir honum að hann muni ekki vel hvað gerðist þe gar hann réðst á aðstoðarlækninn og lögreglumanninn á bráðamóttöku Landspítalans, en reki árásirnar til veikinda sinna og tortryggni eða skorts á trausti. 8 Kvaðst hann sjá eftir því, enda hafi hann aldrei áður ráðist á fólk og lent í átökum. Þá er haft efti r honum að hann skilji að það atvik geti leitt til fangelsisdvalar eða annarrar refsingar. Í síðari matsgerðinni greinir ákærði frá því að hann hafi alls sex sinnum verið vistaður á geðdeild í kjölfar maníu og þar af þrívegis verið nauðungarvistaður. Þá er haft eftir honum að hann muni ekki eftir atvikinu 3. nóvember 2019. Engu að síður telur matsmaður ólíklegt, miðað við umfang neyslu ákærða, að hann muni ekki eftir því atviki, og að hegðun hans og atferli þann dag verði ekki að neinu leyti skýrð með geðhv arfasjúkdómi hans, heldur sem hluti af hans vímuefnafíkn. Áréttaði matsmaður þetta álit sitt fyrir dómi. Samkvæmt því sem að framan er rakið, atvikum málsins og að virtum þeim gögnum sem fyrir liggja um geðhagi ákærða, er það niðurstaða dómsins að ekki sé unnt að álykta að 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 standi því í vegi að ákærða verði gerð refsing í málinu. Að þeirri niðurstöðu fenginni verður heldur ekki fallist á að refsing verði látin niður falla með vísan til 75. gr. sömu laga. F ram er komið að ákærði játaði skýlaust þau brot sem hann er sakaður um í báðum ákærum, að undanskildu því sem lýst er í 1. tölulið síðari ákærunnar, og ákæruvaldið hefur þegar fallið frá. Telst því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem þar g reinir og réttilega er heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur árið [...] og hefur samkvæmt sakavottorði tvívegis sætt refsingum. Í fyrra skiptið gekkst hann undir sátt 17. september 2009 með greiðslu sektar að fjárhæð 140.000 krónur vegna ölvunarakstu rs, og var frá sama degi sviptur ökurétti í 12 mánuði. Í síðara skiptið var hann með dómi Héraðsdóms Reykjaness 25. nóvember 2015 dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, vegna aksturs bifreiðar án ökuréttar og undir áhrifum áfengis og áv ana - og fíkniefna. Jafnframt var hann þá sviptur ökurétti í tvö ár frá 4. desember 2015. Við ákvörðun refsingar ákærða verður til þess litið að hann er nú fundinn sekur um tvær líkamsárásir, með alvarlegum afleiðingum í annarri þeirra, gripdeild, akstur á n ökuréttar og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna, auk brota á lögreglulögum og annarra brota á umferðarlögum. Til málsbóta horfir hins vegar að ákærði viðurkenndi skýlaust brot sín. Ákveðst hæfileg refsing hans fangelsi í sex mánuði. Rétt þykir þó í ljósi veikinda ákærða, en ekki síst þess álits matsmanns að refsing verði ákærða mjög þungbær og því brýnt að hann fái viðvarandi læknismeðferð, meðhöndlun og aðhald á sjúkrahúsi, að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár frá uppsögu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, en sæti auk þess á sama tíma sérstöku eftirliti og umsjón samkvæmt 1. tl. 3. mgr. 57. gr. sömu laga. Þá verður ákærði samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 101. og 102. gr. eldri umferð arlaga nr. 50/1987, sviptur ökurétti í fjögur ár og sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Í samræmi við 9 úrslit málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði loks dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, en þar er um að ræða sakarkostnað lögreglu samkvæmt meðfylgjandi yfirlitum, alls 890.984 krónur, málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 789.260 krónur, og 66.960 krónur í þóknun til Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lög manns, vegna vinnu hennar á rannsóknarstigi málsins. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar til lögmanna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði skal einnig á skilorðstímanum sæta umsjón sam kvæmt 1. tl. 3. mgr. 57. gr. sömu laga. Ákærði er sviptur ökurétti í fjögur ár og sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði alls 1.747.204 krónur í sakarkostnað, þar af 789.260 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, og 66.960 krónur í þóknun til Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, vegna vinnu hennar á rannsóknarstigi málsins. Ingimundur Einarsson