Héraðsdómur Vesturlands Dómur 14. desember 2021 Mál nr. S - 226/2021 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Tómas i B . Benediktss yni Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 8 . nóvember 20 21 á hendur ákærða, Tómasi B. Benediktssyni , kt. ... , Hrafnakletti 6, Borgarnesi . Málið var dómtekið 9. desember 20 21 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir eftirtalin brot: 1. Umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 15. maí 2021 ekið bifreiðinni TU256, sviptur ökuréttindum, óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa áfengis vegna áhrifa ólöglegra ávana - og f íkniefna (í blóðsýni greindist tetrahýdrókannabínól 15 ng/ml og MDMA 80 ng/ml), um Vesturlandsveg við Höfn í Hvalfjarðarsveit þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða og á sama tíma haft í vörslum sínum 9,50 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í bif reiðinni. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. og 2. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, allt sbr. 1. mgr. 95. gr. nefndra umferðarlaga og 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, með síðari breytingum. 2. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 15. maí 2021 haft í vörslum sínum 0,46 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða að Hrafnakletti 6 í Borgarnesi. Telst þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, með síðari brey tingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er þess jafnframt krafist að 9,96 g af maríhúana, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, verði gerð upptæk með dómi samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum. 2 Fyrirkall í máli þessu var birt ákærða 24. nóvember 2021. Við þingfestingu málsins 9. desember sama ár sótti ákærði ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Með vísan til þeirrar lagagreinar þykir mega jafna útivist ákærða til játningar hans, enda f er sú niðurstaða ekki í bága við gögn málsins. Brot ákærða teljast því sönnuð og réttilega heimfærð til laga í ákæruskjali. Samkvæmt sakavottorði og framlögðum gögnum hefur ákærði frá árinu 2007 hlotið sjö dóma. Við ákvörðun refsingar er þess að gæta að ák ærði hefur með dómi þessum í f immta sinn verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og annað sinn sviptur ökurétti . Að því gættu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 0 daga . Með vísan til lagaákvæða sem í ákæru greinir verður áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verða gerð upptæk þau fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks verður ákærði með vísan til. 235. gr. laga um meðferð sakamála dæmdur til að greiða sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu, svo sem greinir í dómsorði. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Tómas B. Benediktsson , sæti fangelsi í 9 0 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á 9,96 g af maríhúana. Ákærði greiði 159.986 krónur í sakarkostnað Guðfinnur Stefánsson