Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 21. apríl 2021 Mál nr. E - 1668/2020 : A ( Guðmundur Sæmundsson lögmaður) g egn Vátryggingafélag i Íslands hf. ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður ) Úrskurður Mál þetta var höfðað 6. mars 2020. Stefnandi er A og stefndi er Vá trygginga félag Íslands hf., Ármúla 3 , Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 73.109.322 krón ur, til vara 67.861.963 krónur og til þrautavara 66.780.958 krónur, í öllum tilvikum með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 15 . ágúst 2016 til 3. maí 2019, og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til g reiðsludags allt að frádregnum 38.385.666 krónum sem greiddar voru 19. september 2019. Í öllum tilvikum er krafist máls kostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál . Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara lækkuna r á dómkröfum stefnanda. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að mati dómsins . Dómari tók við meðferð málsins 14. janúar síðastliðinn en hafði fram að þeim tíma engin afskipti haft af meðferð þess. Málavextir Stefnandi lenti í alvarlegu umferðarslysi 14. apríl 2014 er hann var að aka bifhjóli fram úr bifreið sem beygði í veg fyrir hann . S lasaðist stefnandi alvarlega og samkvæmt niður stöðu dómkvaddra yfir matsmanna , sem lá fyrir 2. apríl 2019, hlaut hann varanlegan miska sem metinn var 65 stig og v aranlega örorku 65%. Samkvæmt matinu var talið að hann gæti ekk i vænst frekari bata eftir 15. ágúst 2016. Stefndi hefur viðurkennt bótaskyldu vegna slyssins úr tryggingum beggja ökutækjanna sem bæði voru tryggð hjá stefnda . 2 Óumdeilt er milli málsaðila að e kki verði byggt á tekjum stefnanda síðustu þrjú árin fyrir slys , það er að segja árin 2011, 2012 og 2013 . Stefnandi telur að beita eigi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi í skilningi ákvæðisins . S te fndi hefur á hinn bóginn lagt til grundvallar að horfa beri til lág marks launa samkvæmt 3. mgr. 7. gr. þar sem tekjur stefnanda á tilgreindum viðmiðunar árum hefðu ekki náð lögbundinni lágmarksfjárhæð samkvæmt ákvæðinu. Á slysdegi var stefnandi nýlega orðinn tvítugur og hafði frá því að hann lauk grunnskóla námi árið 2010 einkum sinnt námi í framhaldsskóla og lengstum unnið í Ö samhliða náminu . Stefnandi hætt i námi í árslok 2012 en sinnt i hlutastarfi til haustsins í Ö er hann réð sig í fullt starf hjá versluninni gegn föstum launum , 300.000 krónum auk [kaupauka] sem gæti hæst orðið 30.000 krónur. Fyrir dómi bar stefnandi um að hafa verið ráðinn sem svo n efndur C maður þannig að hann hefði verið þriðji æðsti starfsmaður viðkomandi versluna r á eftir verslunarstjóra og aðstoðarverslunarstjóra . Þrátt fyrir ákvæði ráðningarsamningsins um föst laun var fjárhæð greiddra launa stefnand a á bilinu 444.554 krónur til 363. 510 krónur síðustu fjóra mánuði ársins 2013 og rétt liðlega 400.000 krónur fyrstu þrjá mánuði ársins 2014, fram að slysdegi. Meðaltal greiddra launa þessa mánuði er þannig 404.627 krónur. Stefnandi mun hafa hafið nám að nýju í framhaldsskóla í ársbyrjun 2014 í fjarnámi og lagt stund á nám í tveimur námsgreinum á vorönninni en að sögn ekki verið með hugann við frekara nám . Í kjölfar slyssins hafi orðið hugarfarsbreyting hjá honum hvað nám snertir. Þannig hafi hann lokið stúdentsprófi 2017 og hafið nám í Háskóla Íslands og útskrifast þaðan í febrúar 2021 . Ágreining um það hvaða tekjur bæri að leggja til grundvallar jöfnuðu aðilar ekki og höfðaði stefnandi því mál þetta. Stefndi beindi í greinargerð sinni áskorun til stefnanda að leggja fram umsókn um greiðslu örorkulífeyris samkvæmt 15. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lí feyr i sréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ef ekki yrði brugðist við áskoruninni væri rétt að líta svo á að réttur til slíkra greiðslna væri til staðar. Af þessu tilefni lagði stefnandi fram sam skipti sín við Gildi lífeyrissjóð og yfirlit frá Frjálsa lífe yrissjóðnum sem fól í sér yfir lit yfir hreyfingar og stöðu en ekki vikið að mögulegum örorkulífeyri. Loks var lagt fram yfirlit frá Almenna lífeyrissjóðnum um inneign og lífeyrissréttindi þar sem meðal annars var vikið að svonefndum áfallalífeyri vegna st arfsorkumissis og fleira. Stefnandi gaf aðilaskýrslu við aðalmeðferð málsins. 3 Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að aðstæður hans hafi verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaða bóta laga á viðmiðunarárunum þremur. Hann hafi í kjölfar þess að hefja nám í fjölbrautar skóla hafi ð störf í Ö sem hann hafi sinnt í hlutastarfi samhliða námi en vegna félags legra aðstæðna hafi hann þurft að standa straum af eigin framfærslu samhliða námi . Á árinu 2011 hafi hann þannig haft launatekjur að fjárh æð 1.170.440 krónur og á árinu 2012 haft launatekjur að fjárhæð 1.130.686 krónur. Árið 201 3 hafi hann verið hætt ur í námi og ráðið sig í fullt starf samkvæmt ótímabundnum ráðningarsamningi um haust ið . Árs tekjur það ár hafi numið 2.776.724 krónum og þar af 1.646.165 krónur vegna síðustu fjögurra mánaða ársins. Er hann slasaðist h a fi hann enn verið í fullu starfi samhliða áðurnefndu fjarnám i og hefði haft hug á að sinna því starfi enda búið við þannig félagslegar að stæður að honum hafi verið nauðsynlegt að afla tekna til framfærslu . Af ofangreindum ástæðum hafi aðstæður stefnanda verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og því ekki tækur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans . Hann hafi einkum verið í námi á liðnum árum og rétt nýbyrjað fulla þátttöku á vinnu - markaði skömmu fyrir slysið. Því verði að meta tekjur hans sérstaklega á grundvelli 2. mgr. 7. gr. Aðalkrafa stefnanda er bygg ð á því að miða beri við meðaltekjur verkamanna 2014 á grundvelli upplýsinga frá Hagstofu Íslands. Unnt sé að horfa til þessara tekna þar sem stefnandi hafi ekki verið búinn að leggja grunn að sérstökum starfsréttindum þegar hann slasaðist heldur einkum sin nt verkamannastörfum fyrir slysið. Þessar meðaltekjur séu á þekkar launum stefnanda í versluninni og í ljósi ungs aldurs hans og stuttrar atvinnusögu standi líkur til þess að laun hans hefðu hækkað með auknum starfsaldri. Viðmiðunarlaun á þessari forsendu verði þannig 6.8 64.983 krónur sem margfalda ber i með aldursstuðli samkvæmt 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga, 16,384 , og þannig fundin fjár hæð vegna 65% varanleg rar örork u stefnanda, 73.109.322 krónur. Frá þeirri fjárhæð beri svo að draga greiðslu stefnda , sem innt var af hendi 19. september 2019, vegna varan legrar örorku , 33.546.240 krónur , og 4.839.426 krónur vegna greiddra vaxta, en sam tals voru greiddar 38.385.666 krónur . V angreiddar bætur vegna varanlegrar örorku nemi 39.563.082 krónum. Krafist sé 4,5% v axta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga frá stöðug leika punkti 15. ágúst 2016 til 3. maí 2019 er mánuður var liðinn frá því að bótakrafa á grundvelli matsgerðar var send st e fnda. Krafist sé dráttarvaxta frá þeim degi til greiðslu dags . 4 Varakrafa stefnanda er byggð á því að miða beri við meðaltekjur stefnanda síðustu sjö mánuðina fyrir slys og reikna þær upp miðað við heilt ár. Það viðmið sé bæði raunhæft og sanngjarnt enda taki það mið af raunverulegri stöðu og áformum stefnanda fyrir slysið. Viðmiðunarlaun á þessum forsendum nem i, uppreiknuð miðað við stöðugleikapunkt , 6.372.255 krónum , sem margfölduð í samræmi við töflu 6. gr. skaðabótalaga og 65% varanlegri örorku stefnanda feli í sér að tjón hans nem i 67.861.963 krónum. Varakrafa sætir sams konar frádrætti og aðalkrafa vegna innborgunar auk þess sem höfð er uppi sambærileg krafa um vexti samkvæmt skaðabótalögum og dráttarvexti samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Þrautavarakrafa stefnanda er svo byggð á því að miða beri við meðaltekjur v ið af - greiðslu - og sölustörf í dagvöruverslunum á slysárinu samkvæmt upplýsingum Hagstofu Ís lands. Viðmiðunarlaun á þessum forsendum nema uppreiknuð , miðað við stöðugleikapunkt , 6.270.748 krónum , sem margfölduð eru í samræmi við töflu 6. gr. skaðabótalaga , og 65% varanlega örorku stefnanda . Niðurstaðan sé þá að tjón hans nem i 66.780.958 krónum. Þrautavarakrafa sætir sams konar frádrætti og aðalkrafa vegna innborgunar auk þess sem höfð er uppi sambærileg krafa um vexti samkvæmt skaðabótalögum og dráttarvext i samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Hvað málsástæðu stefnda um frádrátt í samræmi við 4. mgr. 5. gr. laga nr. 93/1993 snertir, er lýtur að frádrætti er nemi reiknuðu eingreiðsluverðmæti bóta frá lífeyrissjóðum eða rétti stefnanda ef hann sækti ekki um hann, var því lýst yfir af hálfu stefnanda að líf eyris sjóðir hefðu synjað honum um bætur . Því var jafnframt lýst yfir að s tefnda sé tækt að afla sér útreiknings tryggingastærðfræðings á þeim rétti sem stefnandi njóti og draga 40% slíks eingreiðsluverðmætis frá dómkröfu stefnanda . R éttur til slíks frádráttar sé óum deildur . Málsástæður stefnda Stefndi byggir kröfu um sýknu á því að bætur til stefnanda séu að fullu greiddar. Stefnandi sem tjónþoli beri sönnunarbyrði fyrir umfangi tjóns síns. Þannig hvíli það á honum að færa sönnur á að skilyrði 2. mgr. 7. gr. um óvenjulegar aðstæður sé fullnægt og að sanna annað og réttara viðm ið en leiði af 1. eða 3. mgr. 7. gr. Af hálfu stefnda er á því byggt að stefnandi hafi verið námsmaður sem ekki hafði hafið framtíðarstörf á vinnumarkaði . Það nám sem hann hafi stundaði hafi að auki ekki verið til öflunar tiltekinna starfsréttinda. Við slí kar aðstæður sé meginreglan sú að miða 5 skuli við lágmarksviðmið 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga enda ekki við annan mælikvarða að styðjast. Þau viðmið sem stefnandi byggi á séu hreinar getgátur og byggi st ekki á gögnum eða hlutlægum viðmiðum. Það sé ekki óven julegt í skilningi 2. mgr. 7. gr. að stunda framhaldsskólanám eða sinna vinnu samhliða námi og eftir atvikum að gera hlé á námi. Stefnandi hafi verið námsmaður þegar hann lenti í slysinu þar sem hann hafði hafið nám að nýju eftir stutt hlé skömmu áður. Han n hafi að meginstefnu verið námsmaður á við miðunar árunum þremur fyrir slys, sbr. 1. mgr. 7. gr. , og haldið áfram námi í kjölfar slyssins. Í raun megi leggja til grundvallar að það sem geti talist óvenjulegu aðstæðurnar í lífi stefnanda hafi verið námshlé hans og full vinna á meðan á því stóð. Því sé rétt að miða við að stefnandi hafi verið námsmaður við uppgjör bóta sem verði þannig ekki byggt á öðru en þeim viðmiðum sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga enda hafi stefnandi ekki verið við þa ð að ljúka réttindanámi á slysdegi. Hlutastarf með námi og fullt starf í námshléi séu ekki vísbendingar um tekjur eða starfs svið á komandi árum. Sjö mánaða tímabil sé að auki of stutt til að vera nothæft við upp gjör skaðabóta en árslaun stefnanda hafi al drei náð lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. sem verði því að beita. Þá verði ekki lagt til grundvallar sem röksemd fyrir að telja óvenjulegar aðstæður í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga vera fyrir hendi að tekjur stefnanda hefðu verið lík legar til að hæ kka með auknum starfsaldri. Gert sé sérstaklega ráð fyrir þessu atriði í stuðlum í töflu 6. gr. laganna þannig að ef taka ætti sérstakt tillit til þessa atriðis , eins og stefnandi byggir á , væri í raun verið að taka tillit til sömu breytunnar tv i svar sem e kki eigi við rök að styðjast. Af hálfu stefnda er lögð áhersla á að fram hafi komið í báðum þeim matsgerðum sem fram kvæmdar voru að framtíðaráform stefnanda væru ómótuð. Því mati ma t smanna hafi ekki ve r ið hnekkt og þar sem ekkert er hægt að fullyrða um fr amtíðarstarfsvettvang, er ekki til annars að líta en viðmiða 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Verði talið að skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé fullnægt sé ekki tækt að horfa til annars en st a rf a í matvör u verslunum eða ráðningarkj a r a stefnanda , enda lúti allur rökstuðningur stefnanda að þeim viðmið um . Þannig liggi beint við að horfa til þess að Hagstofa Íslands hafi afmarkað sérstaklega meðaltekjur þeirra sem sta r fa við afgreiðslustörf en þær hafi numið 327.000 krónum á mánuði árið 2014 . Ef sú fjárhæð er lögð til grundvallar útreikningi á kröfu stefnanda nemi hún 54.457.286 krónum áður en tekið er tillit til frádráttarliða. Í þessum efnum megi einnig horfa til ráðningarsamnings 6 stefnanda þar sem kveðið er á um að heildarlaun skyldu nema 300.000 til 330 .000 krónum. Þess ar upp lýsingar samkvæmt ráðningarsamningi og rannsókn Hagstofunnar kallist í raun á og styrkja grundvöll þess að þetta tilgreinda viðmið sé hið rétta sem horfa skuli til. Verði því að lækka kröfu stefnanda á þessum forsendum ef á annað bo rð verður talið að ekki verði byggt á viðmiðum 3. mgr. 7. gr. laganna. Stefndi byggir enn fremur á að frá bótarkröfu stefnanda beri að draga 40% ein - greiðslu verð mæti bóta frá lífeyrissjóðum sem stefnanda sé skylt að sækja um á grundvelli skyldu stefnanda til að takmarka tjón sitt. Fjárhæð slíkra bóta sé stefnda heimilt að draga frá óháð því hvort stefnandi hafi sinnt því að sækja um þær. Af hálfu stefnda er jafnframt skorað á stefnanda að leggja fram gögn um umsókn um greiðslu örorkulífeyris samkvæmt 15. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyris sjóða. Ef ekki verður orðið við áskoruninni verði að leggja til grundvallar að slíkum rétti sé til að dreifa. Það sé á hinn bóginn ekki á færi stefnda eða hans hlutverk að reikna út verðmæti réttinda stefnanda í þessum efnum auk þess sem ekki hafi verið efnislega leyst úr áskorun stefnda. Þá beri að horfa til þess ef dæma eigi stefnanda málskostnað að stefndi hefur þegar greitt innheimtuþóknun og málsko stnað sem horfa verður til þegar fjárhæð málskostnaðar er afráðin. Niðurstaða Óumdeilt er að stefnandi varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi 14. apríl 2014 og hlaut í því slysi varanlega örorku sem metin hefur verið 65%. Jafnframt er óumdeilt að tekjur stefnanda síðustu þrjú ár fyrir slys gefa ekki rétta mynd af líklegum framtíðartekjum stefnanda þannig að ekki verður byggt á 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Málsaðilar deila hins vegar um grundvöll uppgjörs skaðabóta , hvort meta eigi árslaun sér staklega með hliðsjón af 2. mgr. 7. gr. , eins og stefnandi byggir á, eða að tjón hans eigi að bæta með hliðsjón af lögbun dnum lágmarkslaunum samkvæmt 3. mgr. 7. gr. , líkt og stefndi gerði. Stefnandi var nýorðinn tvítugur er hann slasaðist. Hann útskrifaðis t úr grunnskóla 2010 og hóf þá um haustið nám við fjölbrautarskóla og lagði stund á það nám í fimm annir með nokkrum vandkvæðum þar sem hann féll í námsgreinum á hverri önn. Í árslok 2012 hætti hann í námi en hóf að nýju nám í fjarnámi við annan fjölbrauta rskóla í ársbyrjun 2014 og þá einungis í tveimur námsgreinum sem hann féll í vegna afleiðin g a 7 slyssins . Haustið 2014 hélt stefnandi áfram í námi . Námsframvinda var ð þá mun betri og hann lauk framhaldsskóla námi vorið 2017 og háskólanámi í febrúar 2021. Þ ennan breytta fram gang hefur stefnandi skýrt með hugarfarsbreytingu í kjölfar þess að hafa slasast svo al varlega sem raun ber vitni. Haustið 2011 hóf stefnandi vinnu hjá Ö sem hann sinnti samhliða námi það haust og á árinu 2012 en miðað við fyrirliggjand i upplýsingar munu tekjur hans hafa verið breytilegar milli mánaða eftir umfangi vinnunnar . Eftir að hann hætti í námi í árslok 2012 hélt hann áfram störfum hjá Ö og ritaði undir ráðningarsamning sem fastráðinn starfsmaður um haustið 2013 . Því starfi sinnt i stefnandi allt þar til hann slasaðist 14. apríl 2014 en ráðninga r sam bandi hans við Ö lauk að loknum greiðslum vegna veikindaréttar um haustið . Af framangreindu verður dregin sú ályktun að stefnandi hafi verið á vinnumarkaði er hann slasaðist en verði e kki skilgreindur sem námsmaður , þrátt fyrir fjarnám í tveimur náms greinum á slysdegi . Þegar á hinn bóginn er horft til umfjöllunar í fyrirliggjandi mats gerðum með hliðsjón af dómafordæm um verður ekki fram hjá því litið að stefnandi hafði ekki lagt grundvöll að framtíðarstarfsvettvangi . N okkuð strangar kröfur hafa ve r ið gerðar til þess að ungt fólk sem er í námi eða nýhætt námi fái notið meðallauna viðkomandi starfs s tétta, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 393/2003 sem kveðinn var upp 11. mar s 2004 , en á hinn bóginn hefur verið horft mjög einstaklingsbundið á málsatvik hvers máls, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 482/2014 sem kveðinn var upp 26. febrúar 2015 , sem og dóm Hæstaréttar í máli nr. 386/2004, sem kveðinn var upp 10. mars 200 5 . Sérstaklega með vísan til síðastgreinda dómsins og þess að framganga stefnanda í námi fyrir slysið sem var nokkuð brokkgeng , og að hann hafði horfið frá fullu námi rúmu ári fyrir slysið og fastráðið sig í starf í verslun sjö mánuðum fyrr , verður talið a ð forsendur séu til að telja málsatvik málsins falla að skilyrðum 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga í stað þess að úr málinu verði leyst á grundvelli 3. mgr. 7. gr. Ó venjuleg um aðstæðu m í skilningi 2. mgr. var til að dreifa , sem fólust í því að stefnandi hafði ekki unnið nægjanlega lengi sem fastráðinn starfsmaður í Ö til að unnt væri að leggja viðmið 1. mgr. 7. gr. til grundvallar . Tekjur síðustu þrjú ár fyrir slys verða þannig ekki tal dar líklegur mælikvarði á framtíðartekj ur stefnanda . Kemur þá til skoðunar hvaða mælikvarði verði talinn réttari á líklegar framtíðartekjur stefnanda . Ekki verður fallist á að unnt sé að leggja meðaltekjur verkafólks til grundvallar 8 enda hefur stefnandi aldrei unnið sem slíkur , svo upplýst sé í málinu , heldur sinnt verslunar störfum fyrst og fremst . Þegar að þeim störfum er hugað koma þrenn viðmið til álita : M eðaltekjur stefnanda sjálfs , á sjö mánaða tímabili fyrir slysið, uppreiknuð miðað við tólf mánuði sem stefnandi leggur ti l grundvallar varakröfu sinni, meðaltekjur við af - greiðslu - og sölustörf í dagvöruverslunum og lík störf , sem liggur þrautavarakröfu stefnanda til grundvallar , og meðallaun afgreiðslufólks í dagvöruverslunum , sem einskorðuð eru við stórmarkaði og matvöruve rslanir, eins og stefndi leggur til grundvallar vara kröfu sinni um lækkun . Þegar horft er til þessara þriggja mælikvarða sýnist fyrir liggja að valið standi milli launa stefnanda og meðallauna afgreiðslufólks í dagvöruverslunum sem einskorðuð eru við stór markaði og matvöruverslanir sem stefndi vill miða við. Síðarnefndi mælikvarðinn tekur fremur mið af starfi stefnanda heldur en sá mælikvarði sem stefnandi miðar þrautavara kröfu sína við enda sýnast fjölbreyttari störf vera innifalin í því viðmiði Hagstofunnar. Meðalmánaðarlaun samkvæmt fyrra viðmiðinu nema 327.000 krónum. Fyrir liggur að stefnandi ritaði undir ráðningarsamning er fól í sér svonefnd föst laun sem skilgreind voru í öndverðu sem 300.000 krónur en til viðbótar ber samkvæmt ráðningar sa mningi og útgefnum launaseðlum að reikna 10,17% orlof með hliðsjón af launafjár hæðinni , sem greitt var út jafnharðan, auk þess sem stefnandi átt i rétt á 30.000 króna k aupauka tengdum meðferð grænmetis í versluninni. Samkvæmt ráðningarsamningi bar stefnand a þannig laun og orlofsgreiðsla mánaðarlega úr býtum að fjárhæð 360.510 krónur, að því gefnu að framganga í starfi veitti honum rétt til nefnds kaupauka og vinnustunda fjöldi væri í samræmi við ráðningarsamninginn. Kveðið var á um í samningnum að vinnuskylda á mánuði væri 220 til 230 vinnustundir þannig að ljóst er að gert hefur verið ráð fyrir umtalsverðum fjölda yfirvinnustunda í hinum föstu launum. Þá liggur f yrir stað festing atvinnurekanda stefnanda , sem felur meðal annars í sér að föst lau n hans hafi verið hækkuð í 339.240 krónur sem leiddi til þess að heildarlaun hans hækkuðu í 403.741 krónu. Þá hækkaði kaupauki í 35.000 krónur í mars 2014 þannig að heildarlaun voru komin í 408.740 krónur þegar stefnandi slasaðist. Með hliðsjón af því að um föst laun var að ræða sem stefnandi naut á þeim mánuðum sem hann vann hjá Ö , sem voru ætíð umtalsvert hærri en meðallaun afgreiðslufólks í dag vöru verslunum sem einskorðuð eru við stórmarkaði og og matvöruverslanir , eru ekki for sendur til að leggja meðaltal þetta til grundvallar sem mælikvarða á framtíðartekjur 9 stefnanda. Fyrir því eru fordæmi að stutt skeið í atvinnu séu höfð til hliðsjónar við út - reikning viðmiðunartekna og lögð til grundvallar , sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 482/2014, sem áður var vísað til . Verður því fallist á að leggja varakröfu stefnanda til grund vallar. Á hitt er að líta að stefndi skoraði á stefnanda að leggja fram upplýsingar um umsókn um greiðslu örorkulífeyris samkvæmt 15. gr. laga nr. 129/1997 um s kyldutryggingu lífeyris réttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áskilið var í áskoruninni að ef ekki yrði brugðist við h e nni yrði litið svo á að slíkur réttur væri til staðar. Fyrir liggur að stefnandi brást ekki við áskoruninni með því að leggja umkrafðar up plýsingar fram en lagði þess í stað fram samskipti við einn lífeyrissjóð , sem fjölluðu ekki um réttindi stefnanda , og svo yfirlit frá tveimur lífeyrissjóðum sem hvorki fólu í sér upplýsingar um greiðslu örorkulífeyris til stefnanda , né var þar tekin afstaða til réttar hans til slíkra greiðslna . Við munnlegan málflutning var því lýst yfir af hálfu stefnanda að honum hefði verið synjað um örorkulífeyri frá lífeyrissjóðunum en allt að einu væri fallist á það af hálfu stefnanda að réttur til örorkulífeyri s yrði reiknaður út miðað við að hann nyti örorkulífeyris og eingreiðsluverðmætið dregi ð frá kröfu hans. Stefnda hefði verið í lófa lagið að láta framkvæma slíkan útreikning og yrði að bera hallann af því að hafa ekki gert það. Samkvæmt yfirlýsingu stefnan da er óumdeilt að draga eigi eingreiðsluverðmæti ör - orku líf eyris frá dómkröfu hans í samræmi við 4. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991 , þrátt fyrir að umsókn hans hefði verið hafnað og þannig ekki skilyrði að lögum til að draga slíkan líf eyri frá . Þótt það sj ónarmið eigi sér almennt sterkan grundvöll að það sé hlutverk stefnda að leggja grunn að málsástæðu um lækkun dómkröfu , sem byggist á að draga eigi tiltek na greiðslu frá dómkröfu stefnanda , þá háttar svo til í máli þessu að stefnandi lét undir höf uð leggjast að leggja fram upplýsingar um umsóknir sínar um örorkulífeyri . Af hálfu stefnanda var ekki upplýst um að honum hefði verið synjað um slíkar greiðslur fyrr en við aðalmeðferð . Jafnframt kom þar fyrst fram af hans hálfu að bygg t væri samt á því að d raga ætti eingreiðsluverðmæti lífeyrisréttindanna frá eins og hann nyti slíkra greiðslna . Eðli máls samkvæmt var stefnda ekki kunnugt um þessa afstöðu stefnanda til frádráttar samkvæmt 4. mgr. 5. gr. fyrr en yfirlýsing stefnanda kom fram við aðalmeðferð má lsins og því ekki tækt að bregðast við þeim upplýsingum fyrr . Þá verður trauðla séð 10 að gögn málsins feli í sér fullnægjandi upplýsingar til að unnt sé að framkvæma nauðsyn - lega tryggingastærðfræðilega útreikninga til að komast að niðurstöðu um nefnt ein - greiðslu verð mæti og því ekki heldur forsendur til að ætla stefnda að reikna frádrátt frá dóm kröfu stefnanda . Kröfu sína um bætur byggir stefnandi á skaðabótalögum og gerir í málinu kröfur á hendur stefnda til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar. Honum ber af þeim sökum að upplýsa um öll þau atriði sem geta haft áhrif á útreikning bótanna og hann getur sannan lega upplýst um, til þess að dómur ve r ði lagður á hvort og þá hvaða bætur honum ber. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að upplýsingar liggi fyrir um öll þau atriði sem áhrif geta haft á þá fjárhæð sem stefnandi krefur stefnda um. Af þeim sökum er mála til búnaður stefnanda svo óljós að hann samræmist ekki meginreglu laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um skýran og glöggan málatilbúnað . Við svo bú ið er því ekki unnt að leggja efnisdóm á málið, sbr. c - lið 1. mgr. 80 . gr. laga um meðferð einkamála . Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi án kröfu, sbr. 100. gr. sömu laga , sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 403/2006 frá 17. ágúst 2006 . Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir rétt, eins og mál þetta er vaxið, að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu. Stefnandi nýtur gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyfi frá 13. nóvem ber 2019. Allur gjafsóknarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 1. mgr . 127. gr. laga um meðferð einkamála. Þar með talin er þóknun lögmanns hans , Guðmundar Sæmundssonar , sem er hæfilega ákveðin 1. 1 00.000 krónur . Af hálfu stefnanda flutti Guðmundur Sæmundsson lögmaður málið en af hálfu stefnda flutti málið Heiðar Örn Stefáns son lögmaður. Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. ´Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefn a nda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans , Guðmundar Sæmundssonar , 1.100.000 krónur. Björn L. Bergsson