1 D Ó M U R 10. júní 2022 Mál nr. E - 7353 /20 19 : Stefn andi : Green Garage ehf. ( Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður) Stefnd a : Sólveig Björnsdóttir ( Bragi Dór Hafþórsson lögmaður) Dómarar: Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari Hjalti Sigmundsson , byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2022 í máli nr. E - 7 353 /20 19 : Green Garage ehf. ( Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður ) gegn Sólveigu Björnsdóttur ( Bragi Dór Hafþórsson lögmaður) 1. Mál þetta, sem dómtekið var 17. maí sl. , var höfðað þann 16. desember 2019. Stefnandi er Green Garage ehf., Stórakrika 38, Mosfellsbæ. Stefnd a er Sólveig Björnsdóttir, Reynigrund 28, Akranesi. 2. Dómkröfur stefn anda eru að stefndu verði gert að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 497.700 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 4 97.700 krónum frá 29. apríl 2019 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. 3. Dómkröfur stefndu eru aðallega að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst stefnda málskostnaðar. Yfirlit málavaxta og ágreiningsefna 4. Í apríl 2019 átti Ólafur Einarsson, eiginmaður stefndu, í samskiptum við fyrirsvarsmann stefnanda, Búa Ingvar Erlingsson múrarameistara, vegna fyrirhugaðra verkframkvæmda í húsi þeirra að Reynigrund 28 á Akranesi. Í kjölfar fyrirspurnar eiginmanns stefndu sendi Búi, fyrirsvarsmaður stefnanda, Ólafi sms - skilaboð þann 17. apríl 2019 um að flotun kost að i 6.300 kr. hver fermet ri og flísalög n 11.000 kr. hver fermet ri . Í kjölfarið svaraði eiginmaður stefndu með sms - Fyrirsvarsmaður stefnanda, hefur lagt fram læknisvottorð um að hann hafi í febrúar 2019 fengið blóðtappa í heila og verið óvinnufær á þessum tíma en vottorðin ná til 17. desember 2020. 1 5. Í framhaldi samskiptanna tók stefnandi a ð sér að flota gólfin á hluta hússins að Reynigrund 28 en félagið RJD ehf. lagði flísar eftir flotun stefnanda. Stefnda og eiginmaður hennar höfðu þegar fest kaup á flísunum sem lagðar voru á gólfin. Af sms - samskiptum aðila að dæma var verkið unnið í vikun ni 22. 26. apríl 2019. Mánudaginn 22. apríl 2019 sendi stefnda sms - skilaboð til fyrirsvarsmanns stefnanda og spurði hvenær fúgupoki þyrfti að vera kominn á staðinn og svaraði fyrirsvarsmaður stefnanda því að pokinn yrði að vera kominn næsta dag. 3 Miðvikudag inn 24. apríl 2019 sendi stefnda aftur sms - skilaboð á fyrirsvarsmann stefnanda og spurði hvenær ganga mætti á flísunum og hvort aðrir iðnaðarmenn, einkum rafvirki, mættu ganga á gólfinu. Í þessum samskiptum tók fyrirsvarsmaður stefnanda fram að flísar yrðu fúgaðar á fimmtudagsmorgni, þ.e. 25. apríl, og tiltók að eftir það mælti hann ekki með að farið væri inn á flísarnar fyrr en á föstudagsmorgni, þ.e. 26. apríl. Þann dag kl. 10.16 sendi stefnda eftirfarandi t við fráganginn. 2 6. Stefnandi gaf út reikning nr. 296 vegna flotunar á gólfi á Reynigrund 28. Reikningurinn var útgefinn 29. apríl 2019, með eindaga þann 2. maí 2019 og að fjárhæð samtals 497.700 kr. , sem er stefnufjárhæð máls þessa . Þann 14. maí 2019 var stefndu send innheimtuviðvörun vegna kröfunnar og þann 2. júlí 2019 var henni sent innheimtubréf. 3 7. Í maí 2019 óskuðu aðilar sameiginlega eftir mati Örvars Ingólfssonar á faglegum vinnubrögðum við flotunina og flísalögnina. Var matsgerðin síðan send eiginmanni stefndu og fyrirsvarsmanni stefnanda. Gerði stefnandi þá þær athugasemdir að matsþolar ættu að vera tveir, þ.e. stefnandi vegna flotunar og RJD ehf. vegna flísalagnar. Eiginmaður stefndu mótmælti þá að komu RJD ehf. og tiltók að hann hefði einungis verið í samskiptum við stefnanda sem hefði m.a. gefið upp verð bæði í flotunina og flísalögnina. Niðurstaða matsgerðar Örvars Ingólfssonar var að flotun væri viðunandi og ekki utan faglegra vinnubragða en að h ægt hefði verið að gera betur á gangi svefnálmu. Hins vegar hefði flísalögn ekki verið faglega unnin þar sem víða mætti sjá mistök við lagningu gólfflísa sem bæði hefðu mislandast og væri fúgun þeirra ábótavant. Þá hefði flísalögnin ekki verið samsíða útve gg. 4 8. Í kjölfar matsins send u stefnda og eiginmaður hennar stefnanda tvívegis tölvupóst þar sem óskað var eftir viðræðum um sættir málsins. Engin svör frá stefnanda liggja fyrir. Lögmaður stefndu sendi stefnanda bréf 18. júní 2019 þar sem skorað var á stefn anda að bæta úr göllum á veittri þjónustu og taka reikninga úr innheimtu á meðan úrbætur hefðu ekki farið fram. Lögmaður stefnanda svaraði bréfinu 2. júlí og boðaði lögfræðiinnheimtu kröfunnar vegna flotunarinnar og benti á að flísalögn hefði verið framkvæ md af öðru félagi en tiltók að flísar sem stefnda hefði útvegað hefðu verið ónothæfar. Þá hefði verið gengið á flísunum nýlögðum, bæði meðan flísalögnin var blaut og einnig áður en límið hafði tekið sig að fullu. 5 9. Undir rekstri málsins aflaði stefnda mats dómkvadds matsmanns, Jóns Ágústs Péturssonar byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara. Lagðar voru fyrir matsmann matsspurningar í þremur liðum. Í fyrsta lagi hvort þjónustan við flotun á gólfi hefði verið fullnægjandi, fagleg og í samræmi við eðlileg v innubrögð á viðkomandi sviði. Í öðru lagi hvort þjónustan við flísalögn eða fúgun á flísum hefði verið fullnægjandi, fagleg og í samræmi við eðlileg vinnubrögð á 4 viðkomandi sviði og að auki hvort skörun flísa væri 20/40 eins og óskað hefði verið eftir. Í þ riðja lagi hvort frágangur á verki við flotun, flísalögn eða fúgun hefði verið fullnægjandi, faglegur og í samræmi við eðlileg vinnubrögð á viðkomandi sviði. Í öllum matsliðum var matsmaður að auki beðinn álits á því hverju hefði verið ábótavant, til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að framkvæmdin teldist fullnægjandi og hver væri kostnaður við nauðsynlegar úrbætur. 6 10. Niðurstaða matsmanns um flotun gólfsins var að hún hefði ekki verið fagleg og ekki í samræmi við byggingarreglugerð eða eðlileg vinnubrögð. Til að bæta úr þyrfti að fjarlægja flísar, slípa niður lím og kolla og flota allt gólfið að nýju þar sem mishæðir næðu enda á milli frá útvegg í e ldhúsi inn í stofu og í enda gangs. Kostnaður þessa matsþáttar næmi samtals 1.253.000 kr. Niðurstaða matsmanns um flísalögn og fúgun á flísum var að hún hefði ekki verið fullnægjandi, fagleg eða í samræmi við eðlileg vinnubrögð. Skörun flísa væri óregluleg en ekki 20/40 og matsmaður hefði ekki getað greint að flísar væru óeðlilega bognar. Til að bæta úr þyrfti að fjarlægja flísar, slípa niður lím, leggja nýjar flísar og fúga að nýju. Kostnaður þessa matsþáttar, þ.e. utan þess sem þegar var metið í matsliðnu m um flotun, næmi samtals 1.996.000 kr. Matsmaður taldi umfang þrifa og eftir atvikum viðgerða á veggjum eftir flotun og flísalögn ekki vera umfram það sem talist gæti eðlilegt. Var það niðurstaða matsmanns að samtals næmi kostnaður við nauðsynlegar úrbætu r 3.249.000 kr. Að fengnu matinu höfðuðu stefnda og eiginmaður hennar mál gegn stefnanda, nr. E - 34/2021, til greiðslu metins kostnaðar við úrbætur vegna flotunarinnar og flísalagnarinnar í fasteign sinni, skv. hinu dómkvadda mati. 7 11. Í þinghaldi í málinu 15. mars 2021 beindi stefnandi þremur skriflegum spurningum til dómkvadds matsmanns til skýringarauka. Voru spurningarnar staðreynt með mælingu á staðnum hafa orsakast af því að gengið var á flísunum áður en flísalím og fúga hafi náð að þorna? B: Mæling á gólfi var framkvæmd tvisvar sinnum með sitt hvoru mælitækinu. Hvor mælingin er lögð til grundvallar í matsgerð, sú fyrri eða síðari? C: Hver eru skekkjumörk þeirra mælinga sem matsmaður matsmanns lágu fyrir í maí 2021 og voru á þann veg að matsmaður hefði engin ummerki séð á fúgum um að flísar hefðu færst til eftir að fúgað var á milli þeirra og því hefðu mishæðir milli flísa v erið þar þegar fúgað var. Matsmaður taldi meiri líkur á að mishæðir væru tilkomnar vegna ónákvæmni í undirlagi og vinnubragða við niðurlögn og vísaði til þess að ekki væri að sjá að flísar hefðu gengist niður í ganglínu á þröngum svæðum heldur hefðu þær, t .d. á herbergisgangi, hallast upp að miðju gangsins og niður í átt að veggjunum. Þá taldi matsmaður að í stofu og borðstofu væru mishæðir í undirlagi flísa það miklar á stuttum köflum að erfitt væri að fá flísar sem væru 60 cm langar til að liggja í sama f leti. Matsmaður upplýsti að fyrri mæling hefði verið gerð með Spectra snúningslaser HV301 og seinni mæling með DeWalt línulaser DW089. Stuðst hefði verið við niðurstöður seinni mælingarinnar með línulaser þar sem ekki hefðu fengist ásættanlegir 5 álestrar me ð snúningslasernum. Um skekkjumörk mælinga upplýsti matsmaður að skv. prufu á nákvæmni tækisins eftir leiðbeiningum framleiðanda hefði frávik verið 0,5 mm í tilfelli álestrar til beggja hliða við tækið og 1 mm í tilfelli álestrar framan við tækið og væri r aunnákvæmni tækisins +/ - 0,05 mm/m eða +/ - 0,5 mm á 10 m. 8 9 12. Mál þetta er rekið samhliða málum nr. E - 7354/2019 og E - 34/2021 sem bæði varða sama verk við flotun og flísalögn á Reynigrund 28 á Akranesi með þeim hætti að mál þetta og nr. E - 7354/2019 eru rekin til innheimtu reikninga vegna annars vegar flotunar og hins vegar flísalagnar. Mál nr. E - 34/2021 var höfðað af stefndu í máli þessu og eiginmanni hennar gegn stefnanda í máli þessu í kjölfar og á grundvelli ofangreindrar matsgerðar dómkvadds matsmanns. 10 13. V ið fyrirtöku í málinu þann 15. júní 2021 voru tveir yfirmatsmenn dómkvaddir að beiðni stefnanda. Síðar féll stefnandi frá beiðni um yfirmat og upplýsti um það í fyrirtöku í málinu þann 16. febrúar 2022. 11 14. Við upphaf aðalmeðferðar málsins gekk dómurinn á ve ttvang ásamt lögmönnum og aðilum í máli þessu. Við aðalmeðferð málsins gaf Búi Ingvar Erlingsson , fyrirsvarsmaður stefnanda , aðilaskýrslu. Ólafur Einarsson , eiginmaður stefndu , gaf að auki skýrslu og verður sönnunargildi skýrslu hans metið með hliðsjón af tengslum hans við stefndu og með vísan til þess að hann er sjálfur stefnandi í einu af þeim ofangreindu málum sem rekin eru samhliða máli þessu fyrir dóminum. Auk þeirra gáfu skýrslur Vörður Ólafsson húsasmiður, Ólafur Ásmundsson pípulagningamaður og Örvar Ingólfsson matsfræðingur. Þórarinn Ingi Þorsteinsson málari gaf skýrslu í gegnum síma. Þá gaf Jón Ágúst Pétursson , dómkvaddur matsmaður , skýrslu fyrir dómi. Verður vitnað til framburðar framangreindra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður stefnan da 15. Stefnandi byggir kröfur sínar á ógreiddum reikningi nr. 296 vegna vinnu við flotun gólfa í húsi stefndu. Útgáfudagur sé 29. apríl 2019 og fjárhæð reiknings 497.700 kr. 12 16. Fyrirsvarsmaður stefnanda hafi samþykkt beiðni Ólafs Ásmundssonar pípulagningamanns um að útvega fagmenn til að flota og flísaleggja gólfin en fyrirsvarsmaður stefnanda hafi þá verið óvinnufær í endurhæfingu á Grensásdeild Landspítala. Stefndu hafi verið kunnugt um veikindi hans. 13 17. Stefnandi hafi sent mann á eigin vegum til að flota gólf in hjá stefndu en hafi engan starfsmann haft tiltækan til að inna flísalagninguna af hendi. Því hafi RJD ehf. tekið að sér flísalögn og reikningsfært stefndu sérstaklega vegna þess. Áður en verkið hófst hafi fyrirsvarsmaður stefnanda sent eiginmanni stefnd u 6 upplýsingar um verð í smáskilaboðum. Umbeðin vinna við flotun hafi verið unnin og reikningur gerður í samræmi við uppgefin verð. 14 18. Stefnandi vísar til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga og skuldbindingargildi loforða. Þá vísar stefnand i til ákvæða laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, einkum 45. gr., og laga nr. 42/2000 um þjónustukaup, einkum 28. gr. 15 Helstu málsástæður stefndu 19. Stefnda krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og til vara lækkunar dómkrafna stefnanda og lítur svo á að stefnandi hafi tekið að sér verkið í heild sinni og beri því ábyrgð á því að það yrði faglega unnið og í samræmi við þá þekkingu sem sé á sviðinu. 16 20. Stefnda sé neytandi í skilningi 3. mgr. 1. gr. þjónustukaupalaga nr. 42/2000 og stefnandi seljandi þjón ustu sem skilgreind sé í 4. gr. laganna. Sú þjónusta hafi ekki staðist kröfur ákvæðisins, sbr. 1. tl. 9. gr. laganna um galla seldrar þjónustu. Framkvæmdin hafi því verið gölluð og hin selda þjónusta hvorki byggð á fagþekkingu né í samræmi við góða viðskip tahætti. Verkið hafi verið verulega gallað enda flotun léleg og flísalögn ábótavant. Sé þetta staðfest í matsgerðum. 17 21. Stefnandi hafi ekki veitt stefndu sem neytanda nauðsynlegar upplýsingar um framkvæmd verksins. Hafi hún talið að fyrirsvarsmaður stefnanda myndi sjálfur annast verkið svo að fagleg vinnubrögð væru tryggð, enda fyrirsvarsmaður stefnanda múrarameistari með faglega þekkingu. Í staðinn hafi starfsmenn verið fengnir í verkið, bæði flotun og flísalögn, sem höfðu ekki sömu fagþekkingu. Hefðu flísar verið rangar eða gallaðar hefði stefnanda jafnframt borið að veita nauðsynlegar upplýsingar um slíkt. Stefnda hafi skorað á stefnanda að leggja fram gögn sem sýni fram á faglega þekkingu starfsmannanna sem unnu verkið. 18 22. Árangur og notagildi verksins hafi verið ófullnægjandi í skilningi 5. mgr. 9. gr. laga um þjónustukaup. Stefnda hafi aldrei verið upplýst um að aðrir starfsmenn myndu vinna verkið, hvað þá að annað fyrirtæki kæmi að flísalögn. Stefnda hafi talið sig hafa samið við múrarameistara og treyst þ ví að verkið yrði faglega unnið. Svo hafi ekki verið og hafi verkið því verið gallað. 19 23. Stefnandi beri hallann af því að enginn skriflegur samningur hafi verið gerður milli aðila og beri sönnunarbyrði fyrir öllum staðhæfingum um að stefnda hafi mátt vita að annað fyrirtæki hefði verið ráðið til flísalagnar og til að vinna aðra þætti verksins. 20 24. Stefnda byggir á þeim meginreglum sem gilda skv. ÍST 30:2012, þó að ekki hafi verið samið sérstaklega um að staðallinn ætti að gilda, enda enginn skriflegur 7 samningur gerður. Vísar stefnda m.a. til gr. 3.2.1 um ábyrgð verktaka á undirverktaka gagnvart v erkkaupa en ekkert samningssamband hafi verið á milli hennar og RJD ehf. Þá byggir stefnda á kafla 4.3 um gæði verks, þ.á m. gr. 4.3.1 um að öll vinna skuli vel og fagmannlega leyst af hendi og öll vinna sem krefjist fagþekkingar unnin af þar til menntuðum mönnum. Þá vísar stefnda til gr. 4.5 um ábyrgð verktaka á verki. Auk þess byggir stefnda á meginreglum verktakaréttar, meginreglum laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og meginreglum skaðabótaréttar. 21 25. Af samskiptum aðila sjáist að stefnda hafi ítrekað skorað á stefnanda að bæta úr göllum á verkinu og boðist til að falla frá kröfum um úrbætur á verkinu gegn því að krafa stefnanda yrði felld niður. Stefnandi hafi engu svarað og aldrei fallið frá kröfum sínum. Niðurstað a 26. Í m áli þessu er deilt um hvort stefndu beri að greiða reikning stefnanda fyrir flotun á hluta gólfa á Reynigrund 28 Akranesi en stefnda kveður verkið hafa verið svo illa unnið og þar með haldið slíkum galla að engin greiðsluskylda sé fyrir hendi af hennar hálfu. Þá hefur stefnda aflað mats dómk vadds matsmanns þar sem niðurstaðan var að kostnaður við úrbætur vegna staðfestra ófaglegra vinnubragða, bæði við flotun og flísalögn, næmi samtals 3.249.000 kr. Samhliða máli þessu eru rekin mál nr. E - 34/2021 og E - 7354/2019, svo sem áður er rakið. 22 27. Í máli nu liggur fyrir mat dómkvadds matsmanns um að veitt þjónusta við bæði flotun og flísal ögn í húsi stefndu og eiginmanns hennar að Reynigrund 28 á Akranesi hafi verið ófagleg og ekki í samræmi við byggingarreglugerð eða eðlileg vinnubrögð. Flotun er lýst í m atsgerðinni þannig að á láréttu yfirborði séu hallafrávik nokkuð umfram það sem miðað sé við í viðmiðunum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sem byggi st m.a. á norskum, sænskum og breskum stöðlum. Varði hallafrávikin mislöndun og hryggi, halla á rétts keið sem og mun frá láréttu. Flísalögn er lýst í matsgerðinni þannig að mjög víða séu misbrýningar á milli flísa. Þá sé halli á flísunum á mörgum stöðum. Víða vanti á að fúgur sé u fylltar og sums staðar glitti í lím í gegnum fúgumúr. Ekki hafi verið fúgað eða kíttað utan með flísum að veggjum . Skörun flísa sé mjög óregluleg á öllum fletinum en ekki 20/40 heldur á bilinu 18 25 cm. Þá er það niðurstaða matsmanns að til að bæta úr þurfi að fjarlægja flísar, slípa niður lím og kolla og flota allt gólfið að nýju þar sem mishæðir ná i enda á milli frá útvegg í eldhúsi inn í stofu og í enda gangs. Síðan þurfi að leggja nýjar flísar og fúga að nýju en matsmaður reiknaði ekki með að unnt væri að endurnýta flísar. Kostnað ur við úrbætur nam sem áður segir samtals 3.249. 000 kr. skv. matinu. 23 28. Fyrir dómi rakti matsmaður ítarlega hvernig mælingar hans fóru fram og að þær hefðu verið endurteknar og allar staðfest þær niðurstöður sem mat hans byggist á. Ofangreindu mati dómkvadds matsmanns hefur ekki verið hnekkt en stefnandi 8 féll frá beiðni sinni um yfirmat. Það er mat dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómara, að niðurstaða hins dómkvadda mats verði lögð til grundvallar um að vinnubrögð við flotun og flísalögn í umræddu húsi hafi verið gölluð og ófagleg, að nánar tilteknar úrbætur séu nauðsynlegar og að kostnaður við þær nemi mun hærri fjárhæð en sem nemur samanlögðum fjárhæðum reikninga stefnanda og RJD ehf. á hendur stefndu fyrir verkið allt. Matsge rðin er ítarleg og vönduð og rökstuðningur matsgerðar fær að auki stuðning af fram lögðum, skriflegum svörum matsmanns við spurningum stefnanda eftir afhendingu matsins og ítarlegum vitnisburði matsmannsins fyrir dómi. 24 29. Hin selda þjónusta, sem í þessu mál i var flotun á gólfi í húsi stefndu að Reynigrund 28 á Akranesi, var haldin slíkum galla í skilningi 9. gr. þjónustukaupalaga að það reynist skv. mati dómkvadds matsmanns, tvöfalt kostnaðarsamara að lagfæra hann en nemur fjárhæð samanlagðra reikninga stefn anda og RJD ehf. vegna verksins. Í þessu sambandi er einnig til þess litið að stefnda skoraði á stefnanda að bæta úr göllum á verkinu en stefnandi brást ekki við slíkum áskorunum um úrbætur á nokkurn máta. Þá er ósönnuð sú fullyrðing stefnanda að iðnaðarme nn á vegum stefndu hafi gengið á flísunum áður en ráðlegt teldist, og valdið því að þær skekktust. Með vísan til alls þess er að framan greinir er það niðurstaða dómsins að sýkna beri stefndu af kröfum stefn a nda í málinu. 25 30. Eftir úrslitum málsins ber að dæm a stefnanda til að greiða stefndu málskostnað sem þykir, að teknu tilliti til virðisaukaskatts og þess að rekin eru þrjú mál samhliða , hæfilega ákveðinn 1.172.000 kr. Hefur þar með einnig verið tekið tillit til matskostnaðar sem upplýst var um við aðalmeðf erð málsins , að fjárhæð 372.000 kr. 26 31. Af hálfu s tefn a nda flutti málið Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður. Af hálfu stefndu flutti málið Bragi Dór Hafsteinsson lögmaður. Dóm þennan kveð ur upp Sigríður Rut Júlíusdóttir dómsformaður. Meðdómendur voru Bergþóra Ing ólfsdóttir héraðsdómari og Hjalti Sigmundsson , byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari. Dómsformaður tók við meðferð málsins 1. október 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. DÓMSORÐ Stefnda, Sólveig Björnsdóttir, er sýkn af kröfum stefnanda, Green Garage ehf. Stefnandi greiði stefndu 1.172.000 krónur í málskostnað. Sigríður Rut Júlíusdóttir Bergþóra Ingólfsdóttir Hjalti Sigmundsson 9