Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 7. október 2021 Mál nr. S - 137/2021 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal fulltrúi ) g egn Reyni Erni Guðrúnars yni ( Friðrik Smárason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 28. september sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 17. febrúar 2021, á hendur Reyni Erni Guðrúnarsyni, kt. , Akureyri ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna ökutækja vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem tekið var í þágu rannsóknar málsins mældist amfetamín 330 ng/ml), norður Drottningarbraut á Akureyri þar sem lögregla stöðvaði akstur hans á bifreiðastæði við Hafnarstræti. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess kra fist að honum verði gert að sæta sviptingu ökuréttar Af hálfu ákærða er krafist væg u st u refsing ar sem lög leyfa og að skilorð haldist. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákær ði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfær ð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði var þann 3. október 2010 dæmdur til greiðslu 174.000 króna sektar og sviptur ökurétti í 12 mánuði fyrir akstur undir áhrifum á vana - og fíkniefna og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Þann 20. janúar 2015 sætti hann refsingu samkvæmt sátt við lögreglustjóra og gekkst undir greiðslu 100.000 króna sektar og sviptingu ökuréttar í 24 mánuði fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fí kniefna. Þann 23. júlí 2015 var hann 2 dæmdur í fangelsi í 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn í þrjú ár, fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Þá hlaut ákærði dóm þann 13. júlí 2017 fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar, vörslur fíkniefna , tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir , líkamsár á s, aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti, Skilorðshluti dómsins frá 23. júlí 2015 var tekinn upp og refsing dæmd í einu lagi. Refsing var ákveðin fangelsi í 2 ár og 3 mánuði, sk ilorðsbundið í 4 ár. Með broti sínu nú hefur ákærði rofið skilorð þessa dóms . Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er refsing dómsins nú tekin upp og refsing dæmd í einu lagi eftir 77. gr. sömu laga. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í tvö ár og fimm mánuði . Fært þykir að skilorðsbinda 27 mánuði af refsingu ákærða svo sem nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsnið urstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn . Dómso r ð: Ákærði, Reynir Örn Guðrúnarson , sæti fangelsi í tvö ár og fimm mánuði, en fresta skal fullnustu tuttugu og sjö mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt . Ákærði greiði 273.084 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda hans, Friðriks Smárasonar lögmanns, 176.700 krónur.