Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. júlí 2021 Mál nr. E - 2955/2020: Birgir Ingi Jónasson (Ólafur Karl Eyjólfsson lögmaður) gegn Verne Global hf. (Ólafur Eiríksson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 22. júní 2021, var höfðað 28. október 2020 af Birgi Inga Jónassyni, í , gegn Verne Real Estate II ehf., í . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 3.713.896 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. nóvember 2018 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfu stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans en til vara að d ómkrafa stefnanda verði lækkuð verulega og málskostnaður látinn niður falla. Við aðalmeðferð málsins lagði stefndi fram bókun þar sem fram kemur að hinn 1. janúar 2018 hafi félögin Verne Real Estate II ehf., Verne Real Estate hf. og Verne Holdings ehf. ve rið sameinuð í eitt félag, Verne Global hf., og væru aðilar sammála um að stefndi í málinu skyldi þar eftir vera það félag. I. Helstu málsatvik Stefnandi, sem er menntaður rafvirki og félagsmaður í Rafiðnaðarsambandi Íslands, hóf störf hjá stefnda 1. janú ar 2014 og starfaði þar fram í janúar 2020. Réð stefnandi sig til starfa sem tæknimaður í gagnaveri stefnda í Reykjanesbæ. Stefnandi var 2 ráðinn í fullt starf og var ráðningarsamningur þar að lútandi undirritaður hinn 30. janúar 2014. Í 3. gr. þess samnings er fjallað um vinnutíma stefnanda. Þar kemur fram að um fullt vaktavinnustarf sé að ræða og að um vinnutíma fari eftir vaktaáætlun hverju sinni. Í 4. gr. umrædds samnings er kveðið á um laun stefnanda fyrir starf hans. Þar kemur fram að föst heildarlaun h ans séu 533.839 krónur á mánuði fyrir alla vinnu af hans hálfu í þágu stefnda á hvaða tíma sem er sem og að um vaktavinnu sé að ræða. Enn fremur kemur þar fram að þau laun taki auk annars til 15 mínútna skörunartíma vakta, desember - og orlofsuppbótar auk v innu á stórhátíðardögum. Ekki sé því greitt sérstaklega fyrir slíka þætti. Þá kemur fram að laun hans taki ekki breytingum samliða breytingum sem kunni að verða á kjarasamningum hér á landi á samningstímanum heldur taki þau breytingum í samræmi við viðauka 2 við samninginn. Enn fremur kemur þar fram að stefnandi eigi rétt á launaviðtali í janúar eða febrúar ár hvert. Loks kemur fram að stefnandi fái greitt 15% álag vegna skuldbindingar um að fara ekki í verkfall samkvæmt 7. gr. samningsins. Föst heildarlaun stefnanda samkvæmt samningnum voru því 533.839 krónur á mánuði með 15% álagi. Því til viðbótar fékk stefnandi sérstaklega greitt fyrir þær aukavaktir sem hann tók utan vaktaáætlunar. Með bréfi Rafiðnaðarsambands Íslands til stefnda dagsettu 14. nóvember 2018 var gerð krafa af hálfu stefnanda og fimm annarra þáverandi starfsmanna stefnda um greiðslu fyrir vangreidda yfirvinnu. Í umræddu bréfi kemur efnislega fram að um störf viðkomandi starfsmanna gildi kjarasamningur milli Rafiðnaðarsambands Íslands og Fé lags iðn - og tæknigreina annars vegar og stefnda hins vegar. Fjallað sé um vinnutíma í umræddum kjarasamningi. Vinnutími, í vaktavinnu og dagvinnu, sé 40 klukkustundir á viku. Geri það 173,33 tíma á mánuði og 2.080 tíma á ári. Orlofsréttur starfsmanna sé á bilinu 192 til 240 tímar á ári og virk vinnuskylda því á bilinu 1840 tímar til 1888 tímar. Í umræddum kjarasamningi komi aukinheldur fram að fyrir vinnu umfram 40 klukkustundir á viku að meðaltali greiðist yfirvinnukaup. Í ráðningarsamningum starfsmanna s é ekki fjallað sérstaklega um vinnutíma að öðru leyti en því að þar kemur fram að um fulla vaktavinnu sé að ræða. Þá kemur fram að viðkomandi starfsmenn hafi gengið vaktavinnu samkvæmt vaktaskipulagi sem stjórnendur stefnda hafi útbúið. Komið hafi í ljós a ð of margir vinnutímar hafi verið í því vaktaplani og eigi viðkomandi starfsmenn því inni greiðslur vegna yfirvinnu sem unnin hafi verið umfram vinnuskyldu samkvæmt kjarasamningi. Loks er í bréfinu sett fram fjárkrafa fyrir hvern og einn viðkomandi starfsm anna. Fram kemur að kröfur þeirra séu reiknaðar út á ársgrundvelli 3 og í samræmi við laun þeirra á hverjum tíma og miðist við þann tímafjölda sem viðkomandi starfsmenn unnu samkvæmt vaktaplani umfram 2080 stundir að undanskilinni skilgreindri yfirvinnu fyri r utan vaktaplan sem greitt hafi verið sérstaklega fyrir. Framangreindu bréfi var svarað af hálfu stefnda með bréfi dagsettu 5. desember 2018. Í því bréfi kemur í meginatriðum fram að stefndi telji sig vera í fullum skilum við alla sína starfsmenn og skil ji ekki hvernig fjárkröfur framangreindra starfsmanna séu reiknaðar. Hann hafi því óskað eftir undirliggjandi gögnum þar að lútandi. Séu slík gögn forsenda þess að stefndi geti gert sér grein fyrir því á hvaða grundvelli umræddar kröfur séu settar fram. Ei na skýringin sem borist hafi sé hins vegar að kröfurnar séu grundvallaðar á útreikningum starfsmanna sem miði við vaktarúlluna eins og hún hafi verið fyrir einstök tímabil. Það útskýri ekki umræddar kröfur fyrir stefnda. Stefndi mótmæli af þeim sökum að sk ulda viðkomandi starfsmönnum þá fjárhæð sem fram komi í nefndu bréfi. Þá hafi kröfurnar fyrst komið fram í nóvember 2018, vel á fimmta ári eftir að hluti þeirra hafi átt að verða til. Verði því að ætla að bæði fyrningar - sem og tómlætissjónarmið eigi við u m kröfurnar hafi þær einhvern tíma verið til staðar sem sé þó mótmælt. Með bréfi til Rafiðnaðarsambands Íslands dagsettu 30. janúar 2019 var framangreindu bréfi fylgt eftir af hálfu stefnda. Í umræddu bréfi er vísað til fyrra bréfs sem og þeirra samskipta sem átt hafi sér stað síðan það var sent. Þá kemur þar í meginatriðum fram að Rafiðnaðarsamband Íslands hafi sent stefnda excel - skjöl sem sýni stefndi lagt í umtals verða vinnu við skoðun vaktaplana og afstemmingu fjárkrafna viðkomandi starfsmanna. Hafi stefndi borið þau vaktaplön sem séu grundvöllur krafna vegna áranna 2015 og 2016 saman við unna tíma samkvæmt rauntímaskráningu stefnda. Eftir þá skoðun hafi komið í l jós að vaktaplön, sem kröfur séu byggðar á, séu verulega röng og ekki í samræmi við þá vinnu sem viðkomandi starfsmenn hafi í reynd innt af hendi. Séu fjárkröfur vegna þeirra ára því rangar enda útreikningur krafna ekki byggður á réttum forsendum. Að auki hafi stefndi borið saman þau laun sem starfsmennirnir hafi fengið greidd vegna ársins 2017 saman við þann fjölda tíma sem þeir hafi unnið. Í öllum tilvikum hafi starfsmennirnir fengið greidd hærri laun en kjarasamningar kveði á um sem lágmarkslaun. Í ljósi þess séu mótmæli við framkomnum kröfum áréttuð. Að endingu voru fyrningar - og tómlætissjónarmið áréttuð. 4 Framangreindu bréfi var svarað af Rafiðnaðarsambandi Íslands með bréfi dagsettu 28. febrúar 2019. Með því var þess krafist að stefndi afhenti þær rau ntímaskráningar sem vísað var til í fyrrgreindu bréfi fyrir árin 2014 til 2017 sem og önnur gögn sem sýni og staðfesti þá vinnu sem unnin hafi verið samkvæmt þeim rauntímaskráningum. Þá er tekið fram að sjónarmiðum um fyrningu og tómlæti sé alfarið hafnað enda hafi umræddir starfsmenn einungis fengið vitneskju um forsendur útreikninga fyrir skemmstu. Ofangreindu bréfi var svarað af hálfu stefnda með tölvubréfi til Rafiðnaðarsambands Íslands hinn 30. ágúst 2019. Með því fylgdi yfirlit yfir laun viðkomandi s tarfsmanna árin 2015 til 2018 ásamt yfirliti yfir vaktir þeirra sömu ár. Í framangreindu yfirliti yfir laun viðkomandi starfsmanna var enn fremur að finna samanburð við lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags iðn - og tæknig reina við stefnda. Eftir það virðast aðilar ekki hafa átt í frekari samskiptum fyrr en stefnandi höfðaði mál þetta rúmu ári síðar. II. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefndi hafi vangreitt honum laun árin 201 4 til 2018. Fjárkrafa hans er nánar sundurliðuð í stefnu og tilgreind fjárhæð fyrir hvert framangreint ár fyrir sig auk þess sem gerð er krafa um orlof. Kröfu sinni til stuðnings vísar stefnandi til kjarasamnings Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags iðn - og tæknigreina við stefnda sem undirritaður hafi verið hinn 23. maí 2012 og endurnýjaður hinn 10. mars 2016. Í 1. gr. umrædds samnings komi fram að hann nái til iðnlærðra félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags iðn - og tæknigreina sem starfi hjá stefnda við rekstur gagnavera. Þá komi þar fram að að öðru leyti en því sem kveðið sé á um í viðkomandi samningi fari um réttindi og skyldur starfsmanna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við hlutaðeigandi stéttarfélög. Í kafla 3 .4 í tilvitnuðum kjarasamningi sé fjallað um vaktavinnu. Þar segi að heimilt sé að vinna vaktir alla daga ársins. Vaktirnar skuli ekki vera lengri en 12 klukkustundir. Þá sé vaktaálag tilgreint auk þess sem tiltekið sé hvernig greiða skuli fyrir vaktir á a lmennum helgidögum. Enn fremur komi fram að 35 mínútna neysluhlé skuli vera á hverri átta klukkustunda vakt. Loks komi skýrt fram að fyrir vinnu umfram 40 klukkustundir á viku að meðaltali skuli greiða yfirvinnukaup. 5 Stefnandi vísar til þess að 40 klukkust unda vinnuvika með neysluhléum nemi 173,33 vinnustundum á mánuði og 2080 vinnustundum á 12 mánaða tímabili. Þá hafi orlofsréttur stefnanda á ári verið 10,64%. Þegar stefnandi hafi hafið störf hjá stefnda hafi hann staðið í þeirri trú að vaktir á hverju tím abili væru ekki umfram fulla vinnu líkt og um hafi verið samið í ráðningarsamningi, þ.e. að þær innibæru ekki fleiri en 173,33 vinnustundir á mánuði. Í lok árs 2018 hafi stefndi óskað eftir sundurliðun og upplýsingum um forsendur vaktaplans. Hafi þá komið í ljós að vaktir í hverjum mánuði námu fleiri en 173,33 vinnustundum. Því til stuðnings vísar stefnandi til framlagðs yfirlits um vaktir á árunum 2014 til 2018. Stefnandi byggir útreikning kröfu sinnar á fjölda stunda umfram 2080 sem hann hafi unnið samkvæ mt framangreindu yfirliti á hverju tilgreindu ári ásamt orlofi að undanskilinni tilfallandi yfirvinnu sem greitt hafi verið sérstaklega fyrir. Enn fremur byggir hann á ráðningarsamningi sínum við stefnda og launaseðlum. Þá vísar hann til þess að stefnandi hafi ekki orðið við áskorun um framlagningu rauntímaskráningar, sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og því beri að leggja framlagt yfirlit um vaktir til grundvallar um fjölda vinnustunda stefnanda. Að því er kröfu um orlof varðar by ggir stefnandi á lögum nr. 30/1987 um orlof. Samkvæmt 1. gr. þeirra laga skuli allir þeir, sem starfi í þjónustu annarra gegn launum, eiga rétt á orlofi og orlofslaunum samkvæmt reglum umræddra laga. Eigi stefnandi því ótvíræðan rétt á greiðslu orlofs af v innulaunum sínum. Þá vísar stefnandi til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Samkvæmt 1. gr. þeirra skuli samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en almennir kjarasamningar kveði á um ógild ir. Þá byggir stefnandi á því að stefnda beri að greiða dráttarvexti af umkrafinni fjárhæð frá því að krafa hans um greiðslu vangreiddra launa var sett fram samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um lagarök vísar stefnandi umfram þ að sem að framan greinir til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Loks vísar hann til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til stuðnings kröfu sinni um málskostnað úr hendi stefnda. 6 III. Helstu málsástæður stefnda Sýknukrafa stefnda er byggð á því að stefndi hafi þegar gert upp við stefnanda öll þau laun og aðrar greiðslur sem stefnandi hafi átt rétt á vegna vinnu hjá stefnda frá upphafi ráðningar og til starfsloka. Ekki sé því um það að ræða að stefnandi eigi freka ri rétt til greiðslna úr hendi stefnda eins og krafa sé gerð um. Dómkrafa stefnanda virðist byggð á kjarasamningi Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags iðn - og tæknigreina við stefnda án tengsla við ráðningarsamning stefnanda. Telji stefndi að þar liggi, og hafi allt frá upphafi legið, grundvallarmisskilningur stefnanda hvað varði forsendur krafna hans. Sé krafan byggð á því að í kafla 3.4 í fyrrgreindum kjarasamningi segi að fyrir vinnu umfram 40 klukkustundir á viku að meðaltali greiðist yfirvinnukaup. Fjö rutíu klukkustunda vinnuvika með neysluhléum jafnist til 173,33 vinnustunda á mánuði. Geri það 2080 tíma á 12 mánaða tímabili. Stefnandi reikni síðan út fjölda vinnustunda samkvæmt vaktayfirliti sem hann sé með í fórum sínum, vaktayfirliti sem sé ekki í sa mræmi við raunverulega vinnu. Síðan taki stefnandi ímyndaða vinnu samkvæmt umræddu vaktayfirliti og dragi frá henni 2080 tíma. Mismun á þeim tveimur tölum margfaldi stefnandi síðan með því yfirvinnukaupi sem hann telji sig eiga að fá. Á þeim grundvelli vir ðist dómkrafan fengin. Stefndi árétti, sem hann hafi reyndar ítrekað gert gagnvart stefnanda, að framangreind aðferðafræði sé bæði röng og gerð út frá röngum forsendum. Að auki, hafi krafa einhvern tíma verið til staðar, þá sé hún fallin niður fyrir fyrnin gu og tómlæti. Stefna í málinu hafi verið þingfest hinn 28. október 2020. Með vísan til 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda séu kröfur stefnanda sem fallið hafa í gjalddaga fyrir 28. október 2016 fyrndar. Þar sem kröfur stefnanda vegna hver s árs séu ekki sundurgreindar verði að ætla að allar kröfur sem stefnandi telji að hafi stofnast á árunum 2014 - 2016 séu fyrndar. Séu það því eingöngu kröfur sem fallið hafi í gjalddaga samkvæmt stefnanda á árunum 2017 og 2018 sem geti komið til skoðunar. Þ á sé einnig á því byggt að krafa stefnanda, hafi hún einhvern tíma verið til staðar, sem sé mótmælt, sé fallin niður fyrir tómlæti og eigi það við um allar kröfur og málsástæður stefnanda. Stefnandi hafi hafið störf hjá stefnda hinn 1. janúar 2014. Hann ha fi fyrst gert athugasemd við launagreiðslur sínar vorið 2018, eða vel á fimmta ári eftir að hann hóf störf. Það feli í sér tómlæti. Þá hafi stefndi sent stefnanda yfirlit yfir tekjur hans fyrir öll hans starfsár samanborið við lágmarkskjör samkvæmt kjarasa mningi hinn 30. ágúst 2019. Þar hafi 7 verið áréttað að stefndi teldi stefnanda enga kröfu eiga á hendur honum. Stefnandi hafi hins vegar ekki höfðað mál þetta fyrr en 28. október 2020 eða 14 mánuðum síðar. Það feli einnig í sér tómlæti. Stefnandi hafi sjálf ur séð um að skrá vinnutíma sína í verkdagbók. Tímaskráningar stefnanda hafi því verið byggðar á skráningu og upplýsingum frá stefnanda sjálfum. Sé því ljóst að það hafi staðið stefnanda nær að gera athugasemdir við launauppgjör stefnda hafi hann haft athu gasemdir við þær. Kröfugerð stefnanda byggist á því að launauppgjör hvern einasta mánuð tímabilsins sem um sé deilt, alls yfir 50 launauppgjör í röð, hafi verið röng. Í öllum tilvikum, frá 1. febrúar 2014 og fram á árið 2018, hafi stefnandi tekið við launa uppgjöri fyrirvaralaust og án athugasemda. Stefnandi hafi því verið fullkomlega grandsamur um launafyrirkomulag stefnda en kosið þrátt fyrir það að leggja ekki fram kröfu fyrr en tæplega fimm árum eftir að hann hóf störf. Áhrif tómlætis séu mikil í vinnuré tti og ríkar kröfur séu gerðar til starfsmanna. Gera verði þá kröfu að starfsmenn upplýsi atvinnurekanda um þau kjarasamningsbundnu réttindi sem þeir telji sig eiga og geri kröfu um þau, en vinni ekki í tæp fimm ár án þess að koma fram með athugasemdir eða kröfur á hendur atvinnurekanda. Þá sé ljóst að starfsmaður verði að gera athugasemdir við launauppgjör innan óeðlilegs dráttar. Það verði því að teljast tómlæti af hálfu stefnanda að hafa ekki farið fram á það að laun væru leiðrétt fyrr en vel á fimmta ár i eftir það sem hann telji vera fyrstu vangreiðslu stefnda á launum. Þá sé ekki hægt að horfa framhjá aðgerðaleysi stefnanda frá því að hann hafi fengið endanlegt svarbréf frá stefnda hinn 30. ágúst 2019 en stefnandi hafi ekkert aðhafst í málinu fyrr en um 14 mánuðum síðar með útgáfu stefnu. Stefndi telji aðgerðaleysi stefnanda verulegt og óhjákvæmlega leiða til þess að hafna beri kröfu hans, hafi hún á annað borð einhvern tíma verið til staðar, sem sé mótmælt. Stefndi byggir aukinheldur á því að stefnandi hafi ekki uppfyllt sönnunarkröfur. Í stefnu komi fram hvernig stefnandi sundurliði kröfu sína á milli ára auk þess sem hann tiltaki hvað hann telji vera orlof af vangreiddum launum öll árin. Þá komi fram hver fjöldi ógreiddra yfirvinnutíma sé að mati stef nanda og þá hvernig fjárhæð skiptist á milli ára. Að auki komi fram upplýsingar að því er virðist um fjárhæð hvers yfirvinnutíma að mati stefnanda þótt erfitt sé að átta sig á þeim upplýsingum eða hvernig yfirvinna skiptist á milli ára. Þá komi fram í stef nu að stefnandi byggi kröfur sínar á útreikningum sem séu í samræmi við ákveðnar forsendur. Síðan segi að stefnandi byggi á framlögðu vaktayfirliti um sundurliðun kröfu sinnar. Stefnda sé hins vegar með öllu ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvernig kr öfur stefnanda eigi að vera byggðar á umræddu 8 vaktayfirliti. Þá sé stefnda ómögulegt að koma því heim og saman hvernig stefnandi fái út þá yfirvinnutíma sem þar komi fram og hvernig þeir geti verið grundvöllur kröfu hans. Sé því ljóst að mati stefnda að st efnandi hafi ekki náð að sanna kröfur sínar gegn mótmælum stefnda. Sé útreikningi kröfu stefnanda því mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þá sé einnig vert að taka fram að hefði það verið ætlun stefnda að greiða st ar fsmönnum fyrir yfirvinnu sérstaklega þá hef ði að sjálfsögðu verið fylgst með skráningu yfirvinnutíma og reynt að halda þeim í lágmarki, sem hluti af ábyrgri stjórnun félagsins. Að framangreindu frágengnu mótmælir stefndi því að hafa vangreitt yfirvinnu til stefnanda. Í 3. gr. ráðningarsamnings ste fnanda dagsettum 30. janúar 2014 komi fram að um fullt vaktavinnustarf sé að ræða. Í 4. gr. umrædds samnings segi síðan að laun stefnanda séu föst laun fyrir alla vinnu sem stefnandi vinni fyrir stefnda hvenær sem er. Þar sem það komi fram með skýrum hætti í ráðningarsamningi að laun starfsmanns séu föst laun þá hafi stefnanda verið fullkunnugt um hvaða kjör hann hafi verið að samþykkja. Stefnandi hafi samþykkt þessi launakjör, skrifað undir ráðningarsamninginn og ekki haft uppi athugasemdir fyrr en tæpum f imm árum eftir upphaf starfa. Af framangreindu sé ljóst að það sé á misskilningi byggt í stefnu að vaktir hafi ekki átt að vera fleiri vinnustundir á mánuði en 713,33 og greiða hafi átt yfirvinnu eftir það. Það sé aftur á móti svo að með nýjum ráðningarsam ningi dagsettum 7. september 2018 hafi ráðningarkjörum verið breytt á báða bóga. Ein af þeim breytingum hafi verið sú að vinna umfram 173,33 tíma á mánuði skyldi greidd sem yfirvinna. Mál þetta lúti þó ekki að nýja ráðningarsamningnum heldur þeim eldri. Ko ma hann og þau kjör sem þar hafi verið samið um því ekki til frekari skoðunar í máli þessu. Það mat sem fram þurfi að fara sé því hvort þau föstu laun sem stefnandi hafi fengið greidd miðað við þá vinnu sem hann hafi innt af hendi hafi verið hærri eða lægr i en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi fyrir sömu vinnu. Hafi þau verið hærri en lágmarkslaun beri að sýkna stefnda. Í 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda segi að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamt ök vinnumarkaðarins semji um, skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn taki til. Þá segi ákvæðið að samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari k jör en hinir almennu kjarasamningar ákveði skuli ógildir. Í grein 3.4 í kjarasamningi Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags iðn - og tæknigreina við stefnda sé fjallað um laun og 9 lágmarkskauptaxta fyrir vaktavinnu. Stefndi hafi kannað, með umfangsmilli skoðu n, hvað stefnandi hafi unnið mikið á tímabilinu 2015 - 2018 og borið þær greiðslur sem stefnandi hafi fengið saman við lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi fyrir sömu vinnu. Þau gögn hafi stefndi fengið send með tölvupósti dagsettum 30. ágúst 2019. Af þeim sé ljóst að stefnandi hafi fengið sem nam 3.164.180 krónum meira greitt en hefði hann fengið greidd lágmarkskjör í samræmi við vinnuframlag samkvæmt kjarasamningi. Þannig séu þau laun sem um hafi verið samið með ráðningarsamningi langt umfram þau lágmarkskjö r sem kjarasamningur kveði á um. Hafi aðilar því með ráðningarsamningi verið komnir út fyrir gildissvið kjarasamnings, enda kveði hann á um lágmarkskjör en kjör samkvæmt ráðningarsamningi hafi verið mun betri en þau. Þegar metið sé hvort brotið hafi verið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 beri að líta til heildarmats á kjörum/launum en ekki til einstakra samningsákvæða kjarasamnings. Þar af leiðandi beri að líta til launa í heild þegar metið sé hvort laun nemi því lágmarki sem kveðið sé á um í kjarasamningum. Af framangreindu sé ljóst að föst laun stefnanda voru töluvert hærri en laun sem kjarasamningur kveði á um. Ráðningarsamningur aðila hafi því verið töluvert hagstæðari fyrir stefnanda en ef miðað hefði verið við hæstu mögulegu lágmarkslaun samkvæmt kjarasamn ingi. Ráðningarsamningur aðila hafi þar af leiðandi ekki rýrt rétt stefnanda samkvæmt kjarasamningnum, heldur þvert á móti. Við þetta megi bæta að það sé stefnanda að sýna fram á að heildarkjör hans samkvæmt ráðningarsamningi aðila hafi rýrt rétt hans samk væmt kjarasamningnum. Það hafi hann ekki gert þar sem útreikningur stefnanda byggist á röngum forsendum, þ.e. vaktaplani sem ekki hafi verið unnið eftir, og röngum fullyrðingum um samningskjör. Í ljósi alls fyrrgreinds telji stefndi sannað að stefnandi eig i ekki kröfu á hendur honum vegna yfirvinnu áranna 2014 - 2018. Þá sé kröfu stefnanda um greiðslu orlofs alfarið hafnað á sömu forsendum. Hafi stefnandi ekki átt rétt til greiðslu fyrir yfirvinnu, líkt og stefndi byggi á, eigi hann ekki heldur rétt til grei ðslu orlofs af sömu yfirvinnu. Varakröfu sína byggir stefndi á sömu sjónarmiðum og að framan hafa verið rakin að því er varðar mótmæli við útreikningi stefnanda á kröfum sínum. Loks hafnar stefndi staðhæfingu stefnanda um að hann hafi ekki orðið við kröf u stefnanda um að leggja fram tímaskýrslur eða nákvæma rauntímaskráningu stefnanda. Stefndi hafi þvert á móti sent stefnanda yfirlit yfir vaktir stefnanda og allra annarra starfsmanna stefnda með áðurgreindum tölvupósti hinn 30. ágúst 2019. Stefndi hafi þv í þegar orðið við áskorun stefnanda þar að lútandi. 10 Um lagarök vísar stefndi auk framangreinds til almennra reglna samninga - og vinnuréttar sem og meginreglna kröfuréttar, einkum um tómlætisáhrif. Kröfu sína um málskostnað úr hendi stefnanda byggir stefnd i á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandi líkt og að framan er rakið kröfu um vangreidd laun úr hendi stefnanda vegna áranna 2014 til 2018. Mál þetta var höfðað hinn 28. október 2020. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda er almennur fyrningarfrestur slíkra réttinda fjögur ár. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. sömu laga reiknast fyrningarfrestur kröfu frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Stefnandi átti rétt til efnda launagreiðslna úr hendi stefnda fyrsta hvers mánaðar vegna næstliðins mánaðar. Er því fallist á það með stefnda að kröfur stefnanda um vangreidd laun vegna áranna 2014, 2015 og 2016 hafi verið fyrndar þegar mál þetta var höfðað enda standa að mati dómsins ekki forsendur til að miða fyrningarfrest við síðara tímamark. Í því sambandi er auk annars til þess að líta að stefnandi bar í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði reglulega fengið afhent vaktayfirlit og mátti honum því allt frá upphafi vera ljóst hversu margar stundir hann vann að jafnaði. Að því er kröfu stefnanda um vangreidd laun vegna ársins 2016 áhrærir sérstaklega er hún sett fram í heild og ekki sundurliðuð eftir einstökum mánuðum þess árs. Er því óhægt annað en að telja hana í heild fyrnda þó svo að fyrningu hafi samkvæmt framangreindu verið slitið hinn 28. október 2020. Að þessu virtu koma kröfur stefnanda um vangreidd laun vegna áranna 2014, 2015 og 2016 ekki til frekari skoðunar. Í málinu liggur fyrir ráðningarsamningur stefnanda við st efnda dagsettur 30. janúar 2014. Í 3. gr. þess samnings er fjallað um vinnutíma stefnanda. Þar kemur fram að um fullt vaktavinnustarf sé að ræða og að um vinnutíma fari eftir vaktaáætlun hverju sinni. Ekki er sérstaklega tiltekið hversu margar vinnustundir stefnandi skuli inna af hendi í hverjum mánuði eða á ársgrundvelli. Í 4. gr. umrædds samnings er svo fjallað um laun stefnanda. Þar kemur skýrt fram að föst heildarlaun stefnanda skuli vera 533.839 krónur á mánuði fyrir alla vinnu sem hann innir af hendi á þágu stefnda á hvaða tíma sem er. Því til viðbótar skuli stefndi greiða honum 15% álag vegna skuldbindingar um að fara ekki í verkfall samkvæmt 7. gr. sama samnings. Um efni ráðningarsamnings stefnanda við stefnda vísast að öðru leyti til þess sem fram k emur í lýsingu á helstu málsatvikum 11 að framan. Ekki er á því byggt að stefndi hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmt umræddum ráðningarsamningi og ágreiningslaust að stefndi hefur greitt stefnanda laun samkvæmt honum að fullu. Krafa stefnanda um vangreidd lau n er reist á grein 3.4 í kjarasamningi Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags iðn - og tæknigreina við stefnda sem í gildi var þau ár sem hún tekur til. Í viðkomandi grein er fjallað um vaktavinnu. Þar kemur auk annars fram að fyrir vinnu umfram 40 klukkustun dir á viku að meðaltali greiðist yfirvinnukaup. Á grundvelli þessa telur stefnandi að stefnda beri, auk þeirra föstu heildarlauna sem hann hefur þegar greitt honum fyrir fullt starf samkvæmt framangreindum ráðningarsamningi, að greiða honum sérstaklega yfi rvinnu fyrir vinnustundir umfram 2080 á ársgrundvelli samkvæmt fyrirliggjandi vaktaáætlun auk orlofs af þeirri yfirvinnu. Í ráðningarsamningi stefnanda við stefnda er vinnutími hans líkt og fyrr greinir ekki afmarkaður að öðru leyti en því að fram kemur að um fullt vaktavinnustarf sé að ræða og að um vinnutíma fari eftir vaktaáætlun hverju sinni. Þar kemur aukinheldur skýrt fram að stefnandi fái greidd föst laun fyrir allt vinnuframlag sitt í þágu stefnda og að hann eigi ekki rétt til frekari greiðslna en þ ar eru tilgreindar fyrir starf sitt. Sömdu því stefnandi og stefndi sín á milli um að stefnandi skyldi fá greidd föst heildarlaun fyrir alla vinnu í þágu stefnda. Samkvæmt 2. málslið 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífey risréttinda skulu samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða ógildir. Af því leiðir að mati dómsins að stefnandi á ekki rétt til frekari greiðslna úr hendi stefnda á grundvelli fyrrgreinds kjarasa mnings nema sýnt sé að þau laun sem þeir sömdu um sín á milli og hann fékk sannanlega greidd fyrir starf sitt hafi verið lakari en þau lágmarkskjör sem hann skyldi njóta samkvæmt kjarasamningi, sbr. til hliðsjónar t.d. dóma Hæstaréttar frá 3. febrúar 2000 í máli nr. 351/1999, frá 22. nóvember 2007 í máli nr. 118/2007, frá 14. apríl 2011 í máli nr. 273/2010 og frá 21. júní 2018 í málum nr. 755/2017 og nr. 792/2017. Stefndi hefur lagt fram í máli þessu yfirlit um launagreiðslur til stefnanda samanborið við út reiknuð lágmarkskjör samkvæmt fyrrgreindum kjarasamningi. Samkvæmt því yfirliti voru þau laun sem ágreiningslaust er að stefnandi fékk greidd á grundvelli ráðningarsamnings hans við stefnda umtalsvert hærri en þau hefðu verið ef kjör hans hefðu alfarið tek ið mið af umræddum kjarasamningi. Stefnandi hefur engan reka gert að því að hnekkja umræddu yfirliti eða lagt fram eigin útreikning að þessu leyti. Liggur því ekki annað fyrir en að þau laun sem stefnandi fékk greidd úr 12 hendi stefnda hafi þau ár sem krafa hans tekur til verið umtalsvert hærri en þau hefðu verið ef kjör hans hefðu alfarið tekið mið af áðurgreindum kjarasamningi. Þegar af þeirri ástæðu standa að mati dómsins ekki rök til að fallast á kröfu stefnanda um vangreidd laun vegna áranna 2017 og 2018 og því ekki þörf á að taka afstöðu til annarra málsástæðna stefnda kröfu hans um sýknu til stuðnings. Að öllu framangreindu virtu verður stefndi sýknaður af kröfu stefnanda. Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir eins og mál þetta er vaxið hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ve rne Global hf., er sýknaður af kröfu stefnanda, Birgis Inga Jónassonar. Stefnandi greiði stefnda 1.000.000 króna í málskostnað. Hulda Árnadóttir