Héraðsdómur Vesturlands Úrskurður 12. febrúar 2020 Mál nr. Z - 126/2019 : Aðalheiður Hafliðadóttir og Guðlaugur H . Helgason ( Þórður Guðmundsson lögmaður) gegn Náttúr u og heils u ehf . ( Arndís Sveinbjörnsdóttir lögmaður) Úrskurður I. Mál þetta, sem barst dóminum með bréfi lögmanns sóknaraðila 26. júní 2019, var tekið til úrskurðar 18. desember sl. Sóknaraðilar eru Aðalheiður Hafliðadóttir og Guðlaugur H. Helgason, Laufrima 1, Reykjavík, en varnaraðili er Náttúra og heilsa ehf., Fitjum, Reykjavík. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi um úthlutun uppboðsandvirðis vegna Indriðastaða 53, fastanr. 227 - 8166, verði hrundið og breytt þannig að varnaraðili , Náttúra og heilsa ehf., fái úthlutað samtals 1.347.857 krónum af söluverði fasteignarinnar. Til vara krefjast sóknaraðilar þess að ákvörðun sýslumanns um að frumvarp að úthlutunargerð á söluverði fasteignarinnar Indriðastaða 53 verði hrundið og breytt þa nnig að varnaraðili fái úthlutað samtals 1.864.032 krónum. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar úr hendi varnaraðila að mati dómsins. Varnaraðili krefst þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og að ákvörðun sýslumanns um úthlutun uppboðsandvirðis samkvæmt frumvarpi, dags. 1. mars 2018, vegna Indriðastaða 53, fastanr. 227 - 8166, Skorradalshreppi, verði staðfest, þannig að varnaraðila verði úthlutað samtals 4.259.118 krónum inn á veðskuldabréf sem hvílir á 3. veðrétti fasteignarinnar. Varnaraðili kre fst og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi sóknaraðila. 2 II. Sóknaraðilar sóttu í sameiningu um greiðsluaðlögun skv. lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga með umsókn, dags. 28. desember 2010, sem móttekin var 29. sama mánaðar. Var umsókn þeir ra samþykkt af umboðsmanni skuldara 5. ágúst 2011. Komst í kjölfarið á greiðsluaðlögunarsamningur, sem staðfestur var 25. september 2012 , og var greiðsluaðlögunartímabilið samkvæmt honum ákveðið 24 mánuðir. Var í samningnum tekin til greina veðkrafa varnar aðila á hendur sóknaraðilum að fjárhæð 4.229.614 krónur með veði í Indriðastöðum 53, sem ekki hafði verið lýst í upphafi. Um er að ræða kröfu samkvæmt veðskuldabréfi, dags. 8. janúar 2007, sem upphaflega var gefið út til Indriðastaða ehf. (síðar Lendur ehf .), að fjárhæð 2.270.000 krónur. Sóknaraðilar áttu að greiða skuldabréfið til baka á næstu 15 árum með 90 jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á tveggja mánaða fresti. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu skuldarinnar var fasteignin Indriðastaðir 53 sett að veði. Skuldabréfið var síðar framselt 1. janúar 2009 til Láru Sandholt og síðan áfram til varnaraðila hinn 30. mars 2009. Í fyrrgreindum greiðsluaðlögunarsamningi sóknaraðila var gert ráð fyrir því að hin veðsetta fasteign Indriðastaðir 53 yrð i seld á frjálsum markaði á fyrstu sex mánuðum greiðsluaðlögunartímabilsins. Þar sem hluti af veðkröfu varnaraðila stóð utan matsverðs fasteignarinnar var enn fremur gert ráð fyrir því að þeir greiddu 14.873 krónur á mánuði upp í kröfu varnaraðila frá og m eð 4. september 2012 til 4. ágúst 2014, sem breyttist í 4. október 2014 til 4. september 2014. Þá átti að ráðstafa af sparnaði sóknaraðila til varnaraðila eingreiðslu að fjárhæð 232.642 krónur hinn 4. október 2012. Í samningnum var kveðið á um að ef eignin seldist ekki á tímabilinu myndi samningurinn falla úr gildi gagnvart fasteignaveðhöfum. Sala á fasteign sóknaraðila gekk hins vegar ekki eftir og eingreiðslan var ekki heldur innt af hendi. Hinn 13. júní 2014 samþykkti umboðsmaður skuldara beiðni sóknarað ila um breytingu á greiðsluaðlögun. Var þá aftur gert ráð fyrir að fasteign sóknaraðila yrði til sölu í sex mánuði frá gildistöku samningsins og að þeir greiddu nú 25.000 krónur á mánuði upp í veðkröfu varnaraðila þar til eignin seldist, en þó að hámarki í sex mánuði. Lengd greiðsluaðlögunartímabilsins var ákveðin 24 mánuðir frá því að breytingarnar voru gerðar, eða til 13. júní 2016. Í samningnum var áfram ákvæðið um að samningurinn félli niður gagnvart veðhöfum seldist fasteignin ekki á 3 tímabilinu. Sóknar aðilarnir greiddu inn á skuldina 134.103 krónur hinn 11. september 2014 og 26.807 krónur hinn 20. október sama ár. Greiðsluaðlögunar samningnum var aflýst hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hinn 3. júní 2016. Hinn 17. febrúar 2015 sendi varnaraðili sýslumanninum á Vesturlandi beiðni um nauðungarsölu og krafðist þess að hin veðsetta fasteign sóknaraðila yrði seld nauðungarsölu til lúkningar á skuldinni. Í beiðni varnaraðila var vísað til þess að sóknaraðilar hefðu ekki staðið við greiðsluaðlögunarsamn ing nema að mjög litlu leyti og því væri nauðsynlegt að krefjast nauðungarsölu til fullnustu kröfunnar. Sóknaraðilar greiddu 800.000 krónur inn á kröfuna 25. ágúst 2015 og var beiðni varnaraðila um nauðungarsölu í kjölfarið afturkölluð. Varnaraðili sendi á ný beiðni um nauðungarsölu, dags. 22. desember 2015, og kom þar fram að krafan næmi þá 5.397.348 krónum, að teknu tilliti til innborgana sóknaraðila að fjárhæð 960.910 krónur. Sóknaraðilar greiddu 400.000 krónur inn á skuldina í júní 2016 og var nauðunga rsölubeiðni varnaraðila þá afturkölluð á ný. Enn á ný setti varnaraðili fram beiðni um uppboð hinn 24. október 2017 og var þar vísað til greiðsluáskorunar sem birt var sóknaraðilum 15. ágúst 2016. Var eignin síðan seld við nauðungarsölu sem fram fór 5. feb rúar 2018 þar sem varnaraðili varð hæstbjóðandi með boð að fjárhæð 16.600.000 krónur. Frumvarp sýslumannsins á Vesturlandi að úthlutunargerð uppboðsandvirðis var gefið út 1. mars 2018. Var þar gert ráð fyrir því að varnaraðila, sem eiganda veðskuldabréfs á 3. veðrétti, yrði úthlutað 4.259.118 krónum upp í kröfu sína, sem samkvæmt kröfulýsingu nam 6.826.471 krónu. Með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 14. mars 2018, var komið á framfæri mótmælum við frumvarpinu. Voru aðilar í kjölfarið boðaðir til fundar á skrifstofu sýslumanns 16. apríl 2018 í samræmi við ákv. 52. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Var á þeim fundi bókuð í gerðabók fyrir nauðungarsölur sú ákvörðun úthlutuna rgerð frá 05.02.2018 að því er varðar forsendur útreiknings, kröfu um fyrningu, 4 ákvörðunin yrði borin undir héraðsdóm. Varnaraðili krafðist úrlausnar Héraðsdóms Vesturlands um framangreinda úrlausn sýslumanns með bréfi mótteknu 3. maí 2018. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 2. maí 2019 var málinu vísað frá dómi þar sem ekki lægi fyrir nein ákvörðun sýslumanns um tilteknar breytingar á frumvarpi sem unnt væri að bera undir dómi nn. Með bréfi, dags. 20. maí 2019, boðaði sýslumaður aðila nauðungarsölunnar á ný til fyrri fundar úr gerðabók sýslumanns af boðuðum fundi hinn 18. júní 2019 kemur fram að sókna raðilar hafi ítrekað mótmæli sín við frumvarpi sýslumanns og lagt fram sundurliðun á kröfu sinni að teknu tilliti til mótmæla. Af hálfu varnaraðila hafi hins vegar verið lögð fram bókun með mótmælum gegn því að úthlutun til hans lækkaði ásamt fleiri gögnum . ljósi framkominnar bókunar Lögheimtunnar og meðfylgjandi gagna að frumvarp til úthlutunar sýslumanns dags. 1. mars 2018, skjal nr. 31, standi óbreytt, þ.e. að úthlutun til lýst því yfir að ákvörðun sýslumanns verði borin undir héraðsdóm skv. 73. gr. laga nr. 90/1991. III. Sóknaraðilar segja mótmæli sín við frumvarpi sýslumanns lúta að þremur liðum í kröfulýsingu varnaraðila, þ.e. dráttarvöxtum, innheimtuþóknun og kostnaði vegna uppboðs. Í kröfulýsingu varnaraðila komi fram að gjaldfelldur höfuðstóll sé 2.609.003 krónur og dráttarvextir til 5. febrúar 2018 séu 4.768.237 krónur. Upphaf stími dráttarvaxta komi ekki fram í kröfulýsingunni, en af fjárhæð kröfunnar megi mögulega ráða að miðað sé við þann dag þegar krafan hafi farið í vanskil, eða 10. júlí 2009. Þá hafi engin gögn fylgt 5 kröfulýsingu varnaraðila er sýni útreikninga að baki drá ttarvaxtakröfunni, vaxtafótur sé þar ekki tilgreindur og ekki sé heldur vísað til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Sóknaraðilar byggi á því að kröfulýsing varnaraðila uppfylli ekki skilyrði ákv. 2. mgr. 49. gr. laga nr. 90/1991 u m nauðungarsölu að því er varði þennan kröfulið. Því beri að fara með hana sem vanlýsta kröfu skv. 4. mg. 50. gr. sömu laga, þannig að engu verði úthlutað af söluverði vegna dráttarvaxta. Í kröfulýsingu þurfi kröfur, þ.m.t. dráttarvaxtakröfur, að koma fram eins skýrt og unnt sé. Kröfugerð þurfi að vera nánast með sama hætti og í stefnu í einkamáli, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé þess í engu getið í kröfulýsingu varnaraðila með hvaða hætti innborgunum sóknaraðila ha fi verið ráðstafað, en fyrir liggi að sóknaraðilar hafi á tímabilinu 2014 - 2016 greitt samtals 1.360.910 krónur til varnaraðila. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir sóknaraðila hafi varnaraðili ekki getað útskýrt með hvaða hætti innborgununum hafi verið ráðstaf að. Krafa varnaraðila um dráttarvexti sé því mjög óskýr og vanreifuð og beri því að hafna henni. Sóknaraðilar byggi á því að í dráttarvaxtakröfu varnaraðila sé ekki tekið tillit til þess að sóknaraðilar hafi verið í greiðsluskjóli frá 29. desember 2010 ti l 25. september 2012, auk þess sem dráttarvextir af skuldinni, sem hafi verið eldri en fjögurra ára þegar kröfu hafi verið lýst, séu fyrndir, sbr. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Sóknaraðilar hafi skv. 1. mgr. 11. gr., sbr. 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða, laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga notið frestunar greiðslna á fyrrgreindu tímabili meðan umsókn þeirra um greiðsluaðlögun hafi verið til meðferðar eftir lögunum. Hafi frestun greiðslna byrjað og veri ð auglýst í Lögbirtingablaði við móttöku umsóknar varnaraðila um greiðsluaðlögun hinn 29. desember 2010 og lokið við gildistöku samningsins hinn 25. september 2013. Liggi fyrir dómur Hæstaréttar í máli nr. 159/2017 þar sem staðfest sé að lánardrottnum sé e kki heimilt að reikna dráttarvexti af skuldum á þeim tíma er einstaklingur sé í greiðsluskjóli samkvæmt lögum nr. 101/2010. Þrátt fyrir umræddan dóm Hæstaréttar hafi varnaraðili ekki reiknað út dráttarvexti að nýju í samræmi við niðurstöðu hans og haldi fa st við þá kröfu sína að upphaflegt 6 frumvarp sýslumannsins á Vesturlandi verði lagt til grundvallar við úthlutun söluverðs fasteignarinnar. Sóknaraðilar bendi einnig á að frá 25. september 2012 til 13. júní 2016 hafi verið í gildi samningur milli sóknaraði la og kröfuhafa fyrir milligöngu umboðsmanns skuldara um greiðsluaðlögun. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laga nr. 101/2010 hafi greiðsluaðlögun leitt til brottfalls skulda sem yrði skipað í skuldaröð samkvæmt 114. gr. laga um gjaldþrotaskipti ef bú skuldarans hef ði verið tekið til gjaldþrotaskipta, þ.m.t. krafna um dráttarvexti og kostnaðar af innheimtu kröfu. Þá hafi verið umsamið að veðkröfur skyldu á greiðsluaðlögunartímabili aðeins bera þá vexti, og eftir atvikum verðtryggingu, sem þær hefðu borið í skilum án tillits til gjalddaga. Greiðsluaðlögun hafi það í för með sér að krafa teljist ekki vanefnd þótt ekki sé greitt af henni í samræmi við umsamda greiðsluskilmála, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 101/2010. Í greiðsluaðlögunarsamningnum hafi enn fremur verið tek ið fram að vanskilaþáttur sem ekki fengist greiddur ætti að leggjast við ógjaldfallinn höfuðstól kröfunnar og lánstíminn ætti að lengjast sem því nemi til jafnlengdar þeim tíma sem greiðsluaðlögunin hafi staðið. Á greiðsluaðlögunartímabilinu, sem tekið haf i við í kjölfar breytinga á samningnum, hafi staðið til að umrædd fasteign yrði til sölu í sex mánuði frá gildistöku samningsins. Seldist eignin ekki á þeim tíma sem áætlaður hafi verið myndi samningurinn falla úr gildi gagnvart fasteignaveðhöfum, en héldi gildi sínu að öðru leyti. Greiðsluaðlögunarsamningurinn hafi því samkvæmt framangreindu verið í gildi gagnvart varnaraðila til 13. desember 2014. Sóknaraðilar byggi á því að varnaraðila sé því ekki heimilt að krefjast dráttarvaxta fyrir og á meðan greiðsl uaðlögunarsamningur hafi verið í gildi með þeim hætti sem gert sé í kröfulýsingu, sbr. ákvæði greiðsluaðlögunarsamningsins, ákv. 21. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, sem og 7. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38 /2001 sé kröfuhafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti og séu þeir almennt reiknaðir af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi hafi gjalddagi verið fyrirfram ákveðinn. Samkvæmt þessu eigi gjaldfallið lán að bera dráttarvext i frá og með þeim degi er gjaldfelling hafi tekið gildi, þ.e. þegar tilkynning þess efnis hafi borist skuldara. Í greiðsluáskorun varnaraðila, dags. 3. ágúst 2016, sé vísað til ákvæðis skuldabréfsins um að skuldin öll sé í gjalddaga fallin 7 án sérstakrar up psagnar. Þegar mótmæli sóknaraðila hafi verið tekin fyrir hjá sýslumanni hafi verið lagðir fram útreikningar á dráttarvöxtum miðað við að höfuðstóll skuldarinnar hafi verið gjaldfelldur hinn 3. ágúst 2016. Bendi sóknaraðilar á að aðrir veðkröfuhafar reikni dráttarvexti af sinni kröfu með þeim hætti. Samkvæmt útreikningum sóknaraðila nemi dráttarvextir fyrir tímabilið 3. ágúst 2016 til uppboðsdags hinn 5. febrúar 2018 samtals 516.175 krónum. Ef ekki verði á það fallist að hafna beri þessum kröfulið vegna drá ttarvaxta í kröfulýsingu varnaraðila sé þess krafist að hann lækki úr 4.768.237 krónum í 516.175 krónur samkvæmt framlögðum dráttarvaxtaútreikningum sóknaraðila, sem engar athugasemdir hafi verið gerðar við, hvorki á fyrri stigum né í greinargerð varnaraði la. Sóknaraðilar byggi á því að hafna beri vegna óskýrleika þeim kröfulið sem í kröfulýsingu að lækka beri hann verulega. Í kröfulýsingu sóknaraðila sé ekki rökstutt hvaða forsendur liggi að baki þessum kröfulið eða með hvaða hætti hann sé reiknaður út. Krafa sóknaraðila um innheimtuþóknun sé svo vanreifuð og ófullgerð að mati varnaraðila að hún uppfylli ekki skilyrði ákvæðis 49. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Nærtækast sé því að meðhöndla hana sem vanlýsta kröfu skv. 4. mgr. 50. gr. sömu laga. Sóknaraðilar vísi jafnframt til þess að við löginnheimtu sé óheimilt að áskilja sér endurgjald skv. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn af þeim hluta kröfu sem f allinn sé í gjalddaga vegna gjaldfellingar eftirstöðva skuldar sökum vanefnda á greiðslu afborgunar eða vaxta, sbr. 24. gr. a í sömu lögum. Upphaf löginnheimtu í málinu beri að miða við það þegar innheimtuaðgerðir hafi byrjað á grundvelli laga nr. 90/1991, þ.e. þegar greiðsluáskorun hafi verið send, sem hafi verið 3. ágúst 2016. Að öðru leyti telji sóknaraðilar að fjárhæð innheimtuþóknunar sé of há og að hún sé ósanngjörn og í engu samræmi við dómaframkvæmd. Sé þess krafist til vara að innheimtuþóknun ver ði lækkuð verulega og í því tilliti litið til fyrirliggjandi kröfulýsingar Arion banka hf. vegna láns á 1. veðrétti fasteignarinnar, þar sem lýst innheimtuþóknun sé 76.057 krónur vegna langtum hærri kröfu. 8 Sóknaraðilar byggi og á því að hafna beri þeim kröfulið sem tilgreindur sé í kröfulýsingu sóknaraðilar á að í kröfulýsingu varnaraðila sé þar sérstaklega tilgreindur ýmiss kostnaður , sem að mati sóknaraðila teljist óumdeildur og engar athugasemdir séu gerðar við. Þannig séu í kröfulýsingu taldir upp kröfuliðir á borð við ,,vanskila - og greiðsluásk sé hins vegar óljóst hvað falli undir þennan tiltekna kröfulið, sem nefndur sé ,,kostnaður varnaraðila hafi fylgt kröfulýsingu hans, svo sem áskilið sé í 49. gr. laga nr. 90/1991. Krafa varnaraðila um kostnað vegna uppboðs teljist því að mati sóknaraðila vanreifuð og beri að meðhöndla hana sem vanlýsta kröfu skv. 4. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991. Í yfirl iti yfir kostnað, sem varnaraðili hafi lagt fram á fundi sýslumanns hinn 18. júní 2019, komi fram að meginhluti þess kostnaðar sem hann krefjist sé vegna tveggja eldri beiðna um nauðungarsölu sem sendar hafi verið inn til sýslumanns á árinu 2015 en hafi ve rið afturkallaðar í kjölfar samkomulags sem komist hafi á milli aðila eftir innborganir varnaraðila. Sóknaraðilar vísi til þess að í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 segi að til peningakröfu skv. 1. mgr. ákvæðisins teljist innheimtukostnaður og kostnaður af kröfu, undanfarandi fullnustugerðum, nauðungarsölunni sjálfri og aðgerðum í tengslum við hana. Sóknaraðilar telji með vísan til framangreinds að varnaraðila sé ekki heimilt að fella undir þennan kröfulið kostnað vegna eldri nauðungarsölubeiðna sem afturka llaðar hafi verið. Þá liggi fyrir að sóknaraðilar hafi greitt til Lögheimtunnar ehf. samtals 1.360.910 krónur og óljóst sé hvernig þeirri fjárhæð hafi verið ráðstafað, þ.e. hvort henni hafi verið ráðstafað upp í útlagðan kostnað Lögheimtunnar ehf., vexti eða annan vanskilakostnað. Verði varnaraðili að bera hallann af því að ekki liggi fyrir í málinu með hvaða hætti innborgunum sóknaraðila hafi verið ráðstafað. Bendi sóknaraðilar á að hinn veðhafinn geri í sinni kröfulýsingu, vegna skuldar á 1. veðrétti, kr öfu um kostnað vegna uppboðs að fjárhæð 83.540 krónur. Krafa varnaraðila sé því, að mati sóknaraðila, ósanngjörn og langt umfram það sem tíðkist í málum af þessu tagi. 9 Aðalkrafa sóknaraðila miðist við að fyrrgreindum þremur liðum í kröfulýsingu varnaraðil a, þ.e. dráttarvaxtakröfu, innheimtuþóknun og kröfu vegna kostnaðar af uppboði, verði hafnað og standi þá krafa sóknaraðila í 1.347.857 krónum. Verði ekki fallist á þessa kröfu sé gerð krafa um að reiknaðir verði dráttarvextir frá gjaldfellingu lánsins en að hafnað verði kröfuliðum er varði innheimtuþóknun og kostnað vegna uppboðs. Standi krafa varnaraðila þá í 1.864.032 krónum. Í 6. mgr. 49. gr. laga nr. 90/1991 komi fram að gerðarþoli þurfi ekki að lýsa kröfu um greiðslu þess sem kunni að standa eftir af söluverði að fullnægðum kröfum annarra. Sóknaraðilar, sem þinglýstir eigendur fasteignarinnar og gerðarþolar í nauðungarsölumálinu, geri því tilkall til afgangs af söluverði eignarinnar. Sóknaraðili mótmæli framlagningu varnaraðila á skjölum á fundinum hj á sýslumanni hinn 18. júní 2019 og byggi á því að sýslumanni hafi borið að neita móttöku þeirra. Hafi það farið í bága við málsmeðferðarreglur laga nr. 90/1991, einkum 49. gr. laganna, að veita þeim viðtöku og byggja hina kærðu ákvörðun á þeim. Sé því sérs taklega mótmælt að varnaraðila, sem gerðarbeiðanda, sé á síðari stigum heimilt að leggja fram gögn og útreikninga, sem eigi samkvæmt lögunum að fylgja með kröfulýsingu, sbr. 2. mgr. 49. gr. laganna. IV. Varnaraðili byggir á því að kröfulýsing hans sé að f ullu í samræmi við ákv. 49. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og sé jafnframt í samræmi við almenna venju um þær upplýsingar sem koma skuli fram í kröfulýsingum við nauðungarsölu. Varnaraðili vísar til þess að yrði á það fallist með sóknaraðilum að læ kka bæri kröfu varnaraðila vegna dráttarvaxta, innheimtuþóknunar eða kostnaðar vegna uppboðs þá myndi sú lækkun aldrei fela í sér það mikla lækkun á kröfu varnaraðila að hún yrði lægri en úthlutunarfjárhæðin í frumvarpi sýslumanns. Hafi varnaraðili lagt fr am sýnishorn af kröfulýsingu eins og hún myndi líta út ef dráttarvextir yrðu felldir niður að hluta, öll innheimtuþóknun tekin út og kostnaður vegna uppboðs lækkaður verulega. Komi þar fram að fjárhæð lýstrar kröfu yrði þá alls 4.467.503 krónur. Höfuðstóll kröfunnar yrði sá sami eftir sem áður, auk þess sem verðbætur myndu reiknast á kröfuna frá 10. júlí 2009 10 til 24. október 2016, sem sé einu ári áður en varnaraðili hafi sent nauðungarsölubeiðni sína. Varnaraðili mótmæli staðhæfingum sóknaraðila um að drát tarvaxtakrafa hans, sem reiknuð sé frá gjaldfellingardegi skuldabréfsins í júlí 2009, sé ekki rétt í kröfulýsingu hans í uppboðsandvirðið. Á því sé byggt að þar sem sóknaraðilar hafi ekki staðið við ákvæði beggja greiðsluaðlögunarsamninganna um að selja hi na veðsettu fasteign innan sex mánaða frá undirritun samningsins hafi hann fallið niður skv. 5. mgr. 13. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun, sbr. það sem fram komi í gr. 6.2 í samningunum. Hafi varnaraðila þar af leiðandi verið heimilt að reikna drát tarvexti á kröfuna á þeim tíma er sóknaraðilarnir hafi verið í greiðsluskjóli. Hvað varði fyrningu vaxta þá hafi sóknaraðilar rofið fyrningu með innborgunum sínum á kröfuna. Veðskuldabréfið hafi verið gefið út 8. janúar 2007 og gildi því eldri fyrningarl ög nr. 14/1905 um fyrningu kröfunnar. Um slit fyrningar sé fjallað í 6. gr. laganna en samkvæmt því ákvæði hefjist nýr fyrningarfrestur þegar greitt sé inn á skuldina og krafan þar með viðurkennd. Verði talið að varnaraðila hafi ekki verið heimilt að re ikna dráttarvexti á greiðsluskjólstímabili verði þó að taka tillit til þess að enginn kröfuhafi sé á eftir varnaraðila samkvæmt veðbókarvottorði og því hafi 5. gr. laga um samningsveð ekki áhrif á úthlutunina. Með vísan til þess ákvæðis eigi kröfuhafi rétt á að fá þá vexti sem eftir standi af kröfu hans greidda þegar enginn síðari veðhafi sé til staðar. Þar undir myndu falla samningsvextir í greiðsluskjóli auk dráttarvaxta frá því að skjóli lauk þar til 24. október 2016, sem sé einu ári áður en varnaraðili hafi sent nauðungarsölubeiðni sína. Hafi þetta því ekki áhrif á úthlutun til hans. Varnaraðili mótmæli því að fjárhæð innheimtuþóknunar sé óskýr og að engan rökstuðning fyrir fjárhæðinni sé að finna í kröfulýsingu hans. Þóknun þessi sé að öllu leyti í sam ræmi við lög og leiðbeinandi reglur fyrir lögmenn um endurgjald sem þeim sé hæfilegt að áskilja umbjóðendum sínum vegna innheimtunnar. Um þóknunina fari eftir ákv. 3. mgr. 24. gr. a í lögum nr. 77/1998 um lögmenn og leiðbeinandi reglum innanríkisráðuneytis ins um hæfilegt endurgjald til þeirra. 11 Varnaraðili mótmæli því og að kostnaður vegna uppboðs sé óljós. Varnaraðili hafi lagt fram yfirlit yfir allan áfallinn kostnað vegna uppboðs á fundi sýslumanns 18. júní 2019. Fyrir liggi að varnaraðili hafi sent tvær nauðungarsölubeiðnir til sýslumanns vegna kröfunnar, sem hann hafi síðan afturkallað gegn greiðslu frá sóknaraðilum á grundvelli samkomulags um uppgjör, sem þeir hafi síðan ekki efnt. Eigi varnaraðili rétt á að fá allan kostnað sinn vegna nauðungarsölu gr eiddan, enda sé ljóst skv. 6. tl. veðskuldabréfsins að veðið taki til alls kostnaðar af fullnustu. Kostnaðurinn sé ekki úr hófi. Um sé að ræða þrefalt nauðungarsölugjald í ríkissjóð að fjárhæð alls 167.500 krónur, kostnað vegna birtingar þriggja greiðsluás korana, samtals 16.590 krónur, og kostnað lögmanns vegna mætingar við framhaldssöluna 5. febrúar 2018, alls 89.320 krónur. Alls nemi þessi kostnaður 273.410 krónum, en auk þess sé annar kostnaður vegna uppboðs að fjárhæð 57.971 króna, sem sé vinnsla og ums ýsla starfsmanna Lögheimtunnar við uppboðsferli vegna allra nauðungarsölubeiðnanna. V. Niðurstaða Sóknaraðilar byggja kröfu sína í fyrsta lagi á því að dráttarvaxtakrafa varnaraðila uppfylli ekki skilyrði 2. mgr. 49. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu þar sem í kröfulýsingu hans sé hvorki að finna upphafstíma dráttarvaxta né aðrar forsendur eða gögn til útreiknings þeirra, þ. á m. upplýsingar um hvernig innborgunum hafi verið ráðstafað. Beri því að fara með hana sem vanlýsta kröfu skv. 4. mgr. 50. gr. sömu laga. Þótt fallast megi á það með varnaraðila að kröfulýsing hans og þau gögn er með henni fylg du hafi í sjálfu sér verið með hefðbundnu sniði breytir það ekki því að sóknaraðilar hafa frá upphafi mótmælt tilteknum þáttum í kröfugerð hans, einkum er lúta að dráttarvöxtum og uppboðskostnaði, og hefur lögmaður sóknaraðila auk þess skorað á lögmann var naraðila að leggja fram í málinu upplýsingar um það hvernig innborgunum sóknaraðila hafi verið ráðstafað inn á kröfu varnaraðila. Þá verður að telja að mótbárur sóknaraðila, er lúta að því hvort varnaraðila hafi verið heimilt að reikna dráttarvexti á kröfu na óslitið á því tímabili þegar sóknaraðilar nutu frestunar greiðslna meðan umsókn þeirra um greiðsluaðlögun var til meðferðar samkvæmt lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, hafi gert það brýnna en ella að varnaraðili gerði nákvæma grein fyri r öllum útreikningi á kröfu sinni. Þrátt fyrir framangreint verður þó ekki á það fallist með 12 sóknaraðilum að þetta geti, eins og hér háttar, leitt til þess að horft verði fram hjá dráttarvaxtakröfu varnaraðila. Sóknaraðilar byggja á því að við útreikning á kröfu varnaraðila hafi dráttarvextir verið ofreiknaðir, m.a. með tilliti til þess að sóknaraðilar hafi verið í greiðsluskjóli á vanskilatímanum og að hluti vaxtanna kunni að vera fyrndur, sbr. ákv. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfurétt inda, sem um skuldina gildi. Í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 er kveðið á um að vextir falli á skuldir meðan frestun geiðslna stendur en þeir séu ekki gjaldkræfir. Vextir af kröfum sem tryggðar eru með veði í eign er skuldari fær að halda gjaldfalla þó í samræmi við samninga þar um, að því marki sem veð svarar til verðmætis hinnar veðsettu eignar. Samkvæmt því og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í máli nr. 159/2017 er fallist á það með sóknaraðilum að varnaraðila hafi verið óheimilt að reikna dráttarvext i á kröfu sína á tímabilinu frá því að umsókn sóknaraðila um greiðsluaðlögun var móttekin hinn 29. desember 2010 og þar til samningur þeirra um greiðsluaðlögun var staðfestur hinn 25. september 2012. Sóknaraðilar hafa og vísað til þess að varnaraðila haf i verið óheimilt að reikna dráttarvexti á kröfu sína fyrstu sex mánuðina eftir að greiðsluaðlögunarsamningur sóknaraðila tók fyrst gildi hinn 25. september 2012 og síðan einnig á fyrstu sex mánuðunum eftir að breytingarsamningurinn tók gildi hinn 13. júní 2014, með tilliti til ákvæða 7. gr. þessara samninga. Í tilvitnuðu ákvæði samninganna kemur fram að veðkröfur skuli á greiðsluaðlögunartímabili aðeins bera þá vexti og eftir atvikum verðtryggingu sem þær hefðu borið í skilum án tillits til gjalddaga og að á þessu tímabili falli ekki á veðkröfur dráttarvextir og innheimtukostnaður. Hins vegar kemur fram í gr. 6.2 að umræddir samningar falli úr gildi gagnvart fasteignaveðhöfum seljist hin veðsetta eign ekki innan sex mánaða frá gildistöku þeirra. Fyrir liggur að umrædd söluáform vegna hinnar veðsettu eignar gengu ekki eftir og verður því að telja að þar með hafi samningarnir ekki lengur talist skuldbindandi fyrir varnaraðila, þ. á m. varðandi áfall dráttarvaxta á umræddu sex mánaða tímabili. Verður því að hafn a þessari málsástæðu sóknaraðila. Í kröfulýsingu og öðrum gögnum varnaraðila vegna úthlutunar uppboðsandvirðis fasteignarinnar að Indriðastöðum 53 kemur fram að umrætt veðskuldabréf, sem krafa 13 hans byggist á, hafi verið í vanskilum frá 10. júlí 2009. Verð ur og ráðið að krafan hafi verið gjaldfelld samkvæmt sérstakri heimild í veðskuldabréfinu þar sem fram kemur m.a. að verði dráttur á greiðslu afborgana, verðbóta og vaxta sé skuldareiganda heimilt að telja allar eftirstöðvar skuldarinnar í gjalddaga fallna r fyrirvaralaust og án uppsagnar. Hafi gjaldfelldur höfuðstóll lánsins þá numið 2.609.003 krónum og áfallnir samningsvextir verið 26.524 krónur. Verður ekki séð að framangreint hafi í sjálfu sér sætt andmælum af hálfu sóknaraðila, enda var það m.a. lagt t il grundvallar í fyrrgreindum greiðsluaðlögunarsamningum sóknaraðila. Verður varnaraðila og talið það heimilt samkvæmt framangreindu ákvæði veðskuldabréfsins og vegna vanskila sóknaraðila. Eins og áður er fram komið teljast sóknaraðilar hafa verið í greið sluskjóli á tímabilinu 29. desember 2010 til 25. september 2012 og var varnaraðila á þeim tíma óheimilt að krefjast greiðslu á kröfu sinni eða fá hina veðsettu eign selda við nauðungarsölu, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010. Verður að telja að þar sem vextir af kröfu varnaraðila voru ekki gjaldkræfir á framangreindu tímabili þá hafi þeir ekki getað glatast vegna fyrningar á meðan. Loks liggur fyrir að sóknaraðilar inntu af hendi greiðslur í september og október 2014 að fjárhæð 160.910 krónur í tengslum við efndir fyrrgreindra samninga. Einnig lagði varnaraðili fram beiðni um nauðungarsölu á hinni veðsettu eign 15. febrúar 2015, sem afturkölluð var er sóknaraðilar greiddu inn á skuldina 800.000 krónur hinn 25. ágúst sama ár, og bað á ný um uppboð á eigni nni 22. desember s.á., sem einnig var afturkallað vegna innborgunar sóknaraðila hinn 1. júní 2016 að fjárhæð 400.000 krónur. Fylgdi þessum greiðslum enginn áskilnaður um það af hálfu sóknaraðila að þær skyldu eingöngu ganga til lækkunar á höfuðstól skuldar innar, en venjubundið er í slíkum tilvikum að innborganir séu fyrst látnar ganga upp í ógreidda vexti og kostnað, svo sem varnaraðili heldur fram. Að þessu virtu, og með vísan til 6. gr. laga nr. 14/1905, sem telja verður að gildi um kröfu varnaraðila, sbr . 28. gr. laga nr. 150/2007, sbr. og ákv. 12. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, verður ekki talið að neinn hluti af kröfu varnaraðila hafi verið fallinn niður fyrir fyrningu þegar uppboðssala á eigninni fór fram 5. febrúar 2018 á grundvelli uppboðsbei ðni varnaraðila, dags. 24. október 2017, og fleiri uppboðsbeiðenda. Með hliðsjón af framangreindu og fyrirliggjandi gögnum um dráttarvexti er það niðurstaða dómsins að áfallnir dráttarvextir vegna vanskila sóknaraðila á umræddri kröfu 14 allt frá 10. júlí 2 009 til uppboðsdags nemi samtals 3.664.535 krónum. Með því að fyrir liggur að innborganir sóknaraðila á tímbilinu 11. september 2014 til 1. júní 2016 hafi samtals numið 1.360.910 krónum verður hér við það miðað að gjaldfallinn höfuðstóll kröfunnar ásamt áf öllnum dráttarvöxtum, en að frátöldum öllum kostnaði varnaraðila vegna málsins og eftir atvikum áföllnum vöxtum og verðbótum skv. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 á greiðsluskjólstíma, hafi á uppboðsdegi numið samtals 4.939.152 krónum. Með því að úthlutuð fjárhæð til varnaraðila samkvæmt frumvarpi sýslumanns nam samtals 4.259.118 krónum þykir liggja nægilega fyrir að hafna beri öllum kröfum sóknaraðila um breytingu á frumvarpinu. Þarf þar af leiðandi ekki að fjalla um málstæður sóknaraðila er lúta að áfall inni innheimtuþóknun og uppboðskostnaði varnaraðila. Samkvæmt þessu, og þar sem engin efni standa til að fallast á málsástæður sóknaraðila er lúta að því að málatilbúnaður varnaraðila og málsmeðferð sýslumanns hafi verið í andstöðu við fyrirmæli laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu o.fl., verður öllum kröfum sóknaraðila hafnað og staðfest frumvarp sýslumanns um úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar að Indriðastöðum 53, dagsett 1. mars 2018. Að fenginni þessari niðurstöðu verður sóknaraðilum gert að grei ða varnaraðila málskostnað, eins og í úrskurðarorði greinir, og hefur við ákvörðun hans verið tekið tillit til þess sem að framan er rakið um óljós gögn af hálfu varnaraðila. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan og var við uppkvaðningu han s gætt ákv. 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila, Aðalheiðar Hafliðadóttur og Guðlaugs H. Helgasonar, er hafnað. Sóknaraðilar greiði varnaraðila, Náttúru og heilsu ehf., 500.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon