Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8 . jún í 2022 Mál nr. S - 1271/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Einar Laxness aðstoðarsaksóknari ) g egn Pétri Davíðssyni og Páli Kristbergi Pálssyni (Snorri Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 1. júní sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 15. mars 2022, á hendur Pétri Davíðssyni, kt. 180472 - 3399, Kvíslartungu 6, Mosfellsbæ og Páli Kristbergi Pálssyni, kt. 100264 - 7069, Stararima 41, Reykjavík, fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 26. júlí 2020, að Þórðarhöfða 9 í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, samtals 18 kannabisplöntur, 3.355,8 g af kan nabisstönglum, 2.371,4 g af kannabislaufum og [3.047,97] g maríhúana - kannabis og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur, sem lögreglumenn fundu við leit á að Þórðarhöfða 9 og lagt var hald á. Telst brot þetta varða við 2. gr. , sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á, samtals 18 kannabisplöntum, 3.355,8 g af kannabisstönglum, 2.371,4 g af kannabislaufum og [3.047,97] g maríhúana - kannabis samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er krafist upptöku á 8 lömpum, 1 kvörn, 2 þurrkgrindum, 1 tímarofa, 1 síu, 2 viftu, (sbr. munaskrá nr. 147365, - 366, - 367, - 368), með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr . 2 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 laga, en þessir munir voru notaðir til framleiðslu kannabisplantnanna. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærsl u þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar er lög leyfa , þess að refsing verði skilorðsbundin og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærðu hafa sk ýlaust játað brot sín. Sannað er með játningum ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærðu séu sekir um þá háttsemi sem þei m er gefin að sök og eru brot þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði Pétur Davíðsson er fæddur í apríl 1972 . Samkvæmt fr amlögðu sakavottorði, dagsettu 10 . mars 2022 , hefur hann ekki áður sætt refsingu. Ákærði Páll Kristberg Pálsson er fæddur í febrúar 1964 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 10 . mars 202 2 , hefur hann ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar er litið til skýlausra játninga ákærðu fyrir dómi, þess að þeir hafa hreint sakavottorð og þess er fram kom í máli verjanda þeirra um að þeir hafi snúið lífum sínum til betri vegar. Verður framangreint metið ákærðu til refsimildunar, sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á hinn bóginn er litið til þess að framangreint brot ber það með sér að um samverknað hafi verið að ræða. Þá er litið til eðlis og umfangs brots ákærðu en brotið var vel skipulagt au k þess sem ákærðu höfðu mikið magn fíkniefna í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni. Verður það metið ákærðu til refsiþyngingar, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Með hliðsjón af framangreindu og sak arefni þessa máls þykir refsing ákærða Péturs Davíðssonar hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 1 9/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða Páls Kristbergs Pálssonar hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur á rum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 18 kannabisplöntu r , 3.355,8 g römm af kannabisstönglum, 2.371,4 g römm af 3 kannabislaufum , 3.047,97 g römm af maríhúana - kannabis , 8 lampar , 1 kvörn, 2 þurrkgrind ir , 1 tímarof i , 1 sí a og 2 viftu r, sem hald var lagt á við rannsókn málsins . Ákærðu greiði hvor um sig málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar , 139 . 5 00 krónur , og sameiginlega 86.815 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari. Samúel Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Pétur Davíðsson , sæti fangel si í 5 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Páll Kristberg Pálsson , sæti fangelsi í 5 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gerð eru upptæk til ríkissjóðs 18 kannabisplöntur, 3.355,8 grömm af kannabisstönglum, 2.371,4 grömm af kannabislaufum, 3.047,97 grömm af maríhúana - kannabis, 8 lampar, 1 kvörn, 2 þurrkgrind u r, 1 tímarofi, 1 sía og 2 viftur . Ákærðu, Pétur Davíðsson og Páll Kristberg Pálsson , greiði hvor um sig málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar , 139 . 5 00 krónur . Ákærðu , Pétur Davíðsson og Páll Kristberg Pálsson , greiði í sameiningu 86.815 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson --------------------- -------------- ------- --------------------- Rétt endurrit staðfestir, Héraðsdómi Reykjavíkur, 8 . jún í 2022