Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 10. maí 2022 Mál nr. E - 5373/2021: A (Einar Hugi Bjarnason lögmaður) gegn B (Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður) Dómur I 1. Mál þetta, sem dómtekið var 2. maí 2022, er höfðað 15. nóvember 2021 af A, [...], Reykjavík, gegn B, [...], Mosfellsbæ. 2. Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkenndur verði beinn eignarréttur hennar að 45x40 cm olíu ir listmálarann Kristján Davíðsson, sbr. 2. tölulið undir nafni stefnanda í gjafaloforði, dags. 2. nóvember 1996. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi greiði henni í skaðabætur 2.490.000 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. september 2021 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. 3. Stefndi krefst þess að öllum kröfum stefnanda verði hafnað, auk málskostnaðar. II Málsatvik 4. Stefnandi og stefndi eru systkini og mun móðir þeirra hafa látist á árinu 1994. Ágreiningslaust er að faðir málsaðila, C, ritaði í viðurvist lögbókanda undir gjafaloforð, dags. 2. nóvemb er 1996, þar sem ráðstafað var málverkum til málsaðila og systra þeirra, D og E. Segir nánar í minni, sem ég mun láta þeim í té síðar, utan fjögurra mynda sem þau 1. Blágræn mynd eftir Kristján Davíðsson, sem ég hef þegar afhent henni (er í breiðum gylltum ramma). 2. Kommóðumynd eftir Kristján Davíðsson. 3. Abstrakt mynd af fugli, ósigneruð. ar myndir eftir Kristján Davíðsson: 1. Mynd í svörtu og hvítu, sem er staðsett hjá B. 2 2. Mynd í gylltum ramma, unnin á japanskan pappír. Myndin er gjöf til mín. 3. Mynd í mörgum litum, í rauðu, bláu o.fl. (sem hangir nú neðst við eldhúsvegginn í því herbergi sem ég við 2. lið til stefnda hefur verið sett 5. mars 1998, þar sem E gerir m.a. svohljóðandi grein fyrir dánar okkar gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá 10. desember 1985 og hlaut B samkvæmt henni í arf eftir F, einn þriðja eigna hennar. Ég mun lýsa eignum dánarbús þeirra í aðalatriðum, en þó einkum útistandandi skuldum við búið . Jafnframt sendi ég ykkur hjálögð ljósrit af gögn - um B, ásamt leiðbeiningum frá sýslumanninum í Reykjavík. Þá fylgir einnig ljósrit af gjafa - skiptagerð, samþykkt af Sýslumanninum í Reykjavík 12. janúar 1999, vegna skipta á dánarbúi hjónanna F og C milli erfingja þeirra, þ.e. stefnanda og stefnda þessa máls, dánarbús D og E. 6. Umrædd mynd var seld á vefuppboði hjá Fold uppboðshúsi ehf., en uppboðinu lauk 2. september 2021. Kom fram á vef uppboðshússins að hæsta boð hefði verið 2.490.000 krónur. skipti milli lögmanna málsaðila í kjölfarið. 7. Í aðdraganda dómsmáls þessa gaf E skriflega yfirlýsingu, dags. 14. nóvember 2021. Segir þar að tilefni gjafaloforðs föður hennar hafi verið að sonur hans, stefndi í máli þessu, hefði keypt fasteign föður síns s em hafi síðan búið hjá syni sínum og tengdadóttur. E hefði gengið frá ritun gjafaloforðsins, en lögbókandi vottað undirskrift föður hennar, auk þess að gæta að hæfi hans. E hefði einnig verið hjá föður sínum þegar hann hefði ákveðið að breyta gjafaloforðin u á þann veg að stefndi fengi kommóðumyndina og stefnandi verk eftir Kristján Davíðsson unnið á japanskan pappír. Loforðinu hefði verið breytt með handskrift föður Birnu. Hefðu önnur börn föður E fengið ljósrit af gjafaloforðinu einhvern tímann eftir andlá t hans [...] 1998 og eftir þann tíma einnig fengið afhent þau málverk sem hefðu verið á heimili hans. Gjafaloforðið í endanlegri mynd hefði verið varðveitt af E, en frumrit þess sé nú hjá stefnda. 8. Við aðalmeðferð gáfu stefnandi og stefndi aðilaskýrslu. Vit naskýrslu fyrir dómi gaf systir máls aðila, E. Verður vísað til framburðar þeirra eftir því sem þurfa þykir. III Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 9. Stefnandi byggir á því að hún sé réttur eigandi að umræddu listaverki, eins og greini í gjafa - loforði - ritaðar séu inn á nefnt skjal hafi enga þýðingu gagnvart stefnanda sem eiganda verksins, enda 3 hafi hún ekki fyrir sitt leyti samþykkt að stefndi eignaðist verkið. Þá sé han dritunin óvottuð og liggi engin sönnun fyrir í málinu um að hún stafi frá föður málsaðila. 10. Ekki hafi verið um fyrirframgreiddan arf að ræða, enda leiði af lögum að ráðstöfun teljist ekki vera fyrirframgreiðsla arfs nema um hana sé gerð erfðafjárskýrsla og erfðafjárskattur greiddur, en hvorugu sé til að dreifa í þessu máli. Um óafturkræfa lífsgjöf hafi verið að ræða sem falli utan 54. gr. erfðalaga nr. 8/1962, enda hafi gjafaloforðið verið undirritað og komið til fram - kvæmda meðan faðir málsaðila hafi verið á lífi. Hafi faðir stefnanda því ekki haft heimild til að ráðstafa umræddu listaverki til stefnda eftir að hann gaf stefnanda verkið með óafturkræfum lífsgerningi. 11. Aðalkrafa stefnanda í málinu sé sú að viðurkenndur verði beinn eignarréttur hennar að lista - verkinu. Krafan sé reist á margnefndu gjafaloforði þar sem stefnanda hafi verið gefið umrætt hafi stefnandi verið eigandi verksins og hafi aðrir en hún frá því tí mamarki ekki haft heimild til að ráðstafa verkinu með nokkrum hætti til þriðja manns, þ.m.t. með gjafagerningi, skiptum, sölu eða á nokkurn annan hátt. 12. Stefnandi hafi haft í hyggju að stefna kaupanda verksins til að þola dóm í málinu og/eða til réttargæslu . Þetta hafi ekki reynst mögulegt þar sem hvorki Gallerí Fold né lögmaður stefnda hafi veitt upplýsingar um kaupanda verksins. Þar sem stefnandi viti ekki hver það er sé henni ekki mögulegt að beina kröfum sínum að kaupanda. 13. Varakrafa stefnanda lúti að g reiðslu skaðabóta vegna vanheimildar stefnda og sé vísað þar um til umfjöllunar um aðalkröfu stefnanda. Stefndi hafi selt málverkið til þriðja manns án þess að virða eignarrétt stefnanda að verkinu. Öll skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt, enda hafi stefn di ráðstafað verkinu til þriðja manns þrátt fyrir að hafa verið fullkunnugt um eignarrétt stefnanda að málverkinu. Til hliðsjónar vísi stefnandi til 41. gr., sbr. einnig 40. gr., laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. 14. Stefnandi hafi ekki fengið uppgefið kaupve rð myndarinnar en af uppboðssíðu Gallerís Foldar megi ráða að verkið hafi verið selt 2. september 2021 og að hæsta boð hafi verið 2.490.000 krónur. Stefnandi gangi því út frá því í kröfugerð sinni að kaupverðið hafi numið umræddri fjárhæð sem sé samsvarand i því tjóni sem sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna athafna stefnda. 15. Um lagarök vísi stefnandi einkum til reglna kröfu - og samningaréttar, m.a. um að samninga beri að halda, reglna um vanheimild o.fl. Þá sé vísað til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og a lmennra reglna skaðabótaréttar, þ.m.t. sakarreglunnar. Enn fremur sé vísað til reglna erfða - réttar, þ.m.t. um lífsgjafir. Varðandi málskostnað vísi stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála, en um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Helstu málsástæður og lagarök stefnda 4 16. Stefndi hafnar kröfum stefnanda og byggir á því að þegar dánarbúi föður aðila hafi verið skipt hafi málverkum föður þeirra verið skipt eftir því sem hann hefði ákveðið í gjafaloforðinu sem hann h afi breytt í júní 1997. Engin krafa um annað fyrirkomulag á myndunum hafi nokkru sinni komið fram. Æ síðan hafi hvert systkini haldið þeim myndum sem viðkomandi hafi fengið. Þá lýsi stefnandi því í tölvupósti til stefnda í september 2021 að stefndi hafi fe ngið kommóðumyndina í sinn hlut. Stefnanda hafi þannig verið það fullkomlega ljóst allt frá andláti föður málsaðila að umrædd mynd væri eign stefnda. 17. Í gjafaloforði föður aðila segi að gjöfum til barna hans fylgi sú kvöð að sala á verkum Kristjáns Davíðsso nar sé óheimil á meðan Kristján sé á lífi, en listamaðurinn hafi verið kvæntur föður - systur aðila þessa máls. Kristján Davíðsson listmálari hafi látist í maí 2013. Segi einnig í gjafaloforðinu að það sé ósk föður aðila að hyggist börn hans selja mynd úr ha ns eigu bjóði þau þá mynd fyrst hvert öðru til kaups. Einungis hafi verið um ósk að ræða en ekki neina kvöð. Stefnda hafi því verið heimilt að selja málverkið þegar honum hafi hugnast það. 18. Reglur um vanheimild geti fráleitt átt við í þessu tilviki eða ste fnandi átt eignarrétt að umræddu málverki. Að sama skapi geti stefnandi ekki átt skaðabótakröfu á hendur stefnda vegna sölu hans á hans eigin málverki. Í þessu sambandi sé sérstaklega vísað til bréfs E til systkina sinna eftir andlát föður þeirra og við sk ipti dánarbús hans, í marsmánuði 1998. 19. Byggi krafa stefnda um málskostnað úr hendi stefnanda á 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málshöfðun þessi sé með öllu tilhæfulaus og sé því jafnframt gerð sú krafa að stefnandi verði dæmd til greiðslu álags vegna málskostnaðar, sbr. ákvæði 2. mgr. 131.gr. nefndra laga, enda sé málshöfðunin beinlínis í bága við vitneskju stefnanda sem hún hafi bæði í orði og með samþykki sínu staðfest síðastliðin 23 ár. V Niðurstaða 20. Aðila máls þessa greinir á um Kristján Davíðsson. Krefst stefnandi þess aðallega að viðurkenndur verði beinn eignaréttur hennar að verkinu en til vara að stefnda verið gert að greiða henni skaðabætur þar sem hann hafi ráðstafað verkinu án heimildar. Við upphaf aðalmeðferðar beindi dómari því til lögmanna aðila að flytja málið að teknu tilliti til skýrleika kröfugerðar og um varnaraðild að aðalkröfu að teknu tilliti til eignarhalds umræddrar myndar. Staðfesti stefndi í skýrslu sin ni fyrir dómi að myndin hefði verið seld, eins og greinir í málavaxtalýsingu. Aðalkröfu stefnanda um að viður - kenndur verði eignarréttur hennar að kommóðumyndinni er beint að stefnda sem ekki er lengur eigandi myndarinnar. Af þeim sökum getur hann ekki átt aðild að máli sem varðar viður - kenningarkröfu stefnanda og verður stefndi því sýknaður af þeirri kröfu vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 21. Varakröfu sína um skaðabætur byggir stefnandi á sakarreglu skaðabótarét tar og verður ekki fallist á með stefnda að honum hafi ekki verið mögulegt að koma að vörnum vegna vanreifunar 5 kröfunnar, svo sem haldið var fram við aðalmeðferð málsins. Þykir enda nægilega skýrlega greint frá grundvelli kröfunnar í stefnu þar sem vísað e r til þess að stefndi hafi selt umrædda mynd án þess að virða eignarrétt stefnanda að verkinu sem honum hafi verið fullkunnugt um. Þá er fjárhæð kröfunnar ekki mótmælt. 22. Enginn ágreiningur er um form eða efni gjafaloforðs þess sem faðir málsaðila ritaði und ir 2. nóvember 1996. Breytingar voru gerðar á því 8. júní 1997 sem stefnandi lýsti fyrir dómi að hún hefði um tíma trúað að stöfuðu frá föður hennar, en að það þætti henni ólíklegt í dag. Stefndi bar fyrir dómi að hann teldi ótvírætt að undirritun vegna br eytinganna stafaði frá föður hans. Verður að skoða framburð aðilanna í því ljósi að þau hafa hagsmuna að gæta. Systir aðila, E, lýsti því fyrir dómi að hún hefði ritað upprunalegt gjafaloforð og verið viðstödd undirritun þess, auk þess sem hún hefði verið hjá föður sínum þegar hann breytti gjafaloforðinu. Vitnið er jafntengd málsaðilum að skyldleika þótt hún kunni að vera nánari öðru hvoru þeirra. Ljóst var af framkomu vitnisins fyrir dómi að hún vandaði sig við framburð sinn, sem þykir trúverðugur. Þykir e kki varhugavert að leggja til grundvallar að umræddar breytingar á gjafaloforðinu hafi verið gerðar af föður aðila sem stefnandi bar að hefði verið aðstoðaður við ýmislegt af vitninu. Liggur enda ekkert fyrir sem styður þá trú stefnanda nú að faðir hennar hafi ekki gert umræddar breytingar, en fyrir því ber stefnandi sönnunarbyrði. 23. Ekki er deilt um að loforðið, eins og því var breytt, hafi komist í hendur allra systkina eftir andlát föður þeirra og á það sér stoð í skiptagerð, dags. 14. mars 1998, þar sem E gerir grein fyrir dánarbúi forelda systkinanna og getur þess að skjalinu fylgi ljósrit af gjafaafsali föður þeirra, dags. 2. nóvember 1996, breyttu 8. júní 1997. Aðilar lýstu því hins vegar með mismunandi hætti fyrir dómi hvenær efni gjafaloforðsins hefð i fyrst orðið þeim kunnugt. Stefnandi bar að hún hefði séð upprunalegt gjafaloforð föður síns fljótlega eftir að það hefði verið útbúið, hún myndi ekki nákvæmlega hvenær en það hefði verið fyrir þær breytingar sem síðar hefðu verið gerðar. Hefði hún fengið eintak af upphaflega gjafaloforðinu, væntanlega úr hendi föður síns, en e.t.v. frá systur sinni, E. Hefði hún ekki vitað af breytingum á gjafa - loforðinu fyrr en eftir andlát föður síns. Í skýrslu stefnda fyrir dómi kom fram að faðir hans hefði sýnt honum gjafaloforðið með áorðnum breytingum og tekið fram að hann hefði gert þær. Stefndi hefði hins vegar ekki fengið skjalið afhent fyrir andlát föður síns. Fram kom í máli systur aðila að hún hefði ekki afhent systkinum sínum gjafaloforðið óbreytt og hefði hún talið sig og föður sinn hafa rifið öll afritin þótt hún hefði reyndar síðar fundið eitt þeirra í sínum fórum. Sem áður hafa aðilar hagsmuni af því hvenær þeir höfðu vitneskju um efni gjafa - loforðsins, breytt eða óbreytt. Stefnandi heldur því fram að hún h afi fengið það afhent á því rúmlega hálfa ári sem það stóð óbreytt en systir hennar bar að hún hefði ekki fengið það frá sér. Faðir aðila er ekki til frásagnar um þetta atriði og er ekkert sem útilokar að hann hafi látið stefnanda í té afrit óbreytts lofor ðsins, sem hún lagði fram fyrir dómi. Er og til þess að líta að samkvæmt framburði stefnda sýndi faðir hans honum gjafaloforðið, svo sem því var breytt, og 6 upplýsti hann um breytingarnar. Hélt faðir aðila efni loforðsins því ekki algjörlega leyndu fram að andláti. 24. Hvað sem því líður byggir stefndi á því að listaverkum föður aðila hafi verið skipt eftir því sem hann hefði ákveðið í breyttu gjafaloforði og hafi engin krafa um annað komið fram, fyrr eða síðar. Aðspurð sagði stefnandi að ástæða þess að hún hef ði ekkert aðhafst fyrr væri sú að hún hefði verið borin ofurliði og ekki verið hlustað á hana. Hún hefði ávallt talið myndina vera í sinni eigu og verið ósátt, en hún hefði trúað systkinum sínum á tímabili. Hins vegar hefði sala verksins komið illa við sig . Aðspurð kvaðst stefnandi hafa komið á heimili C eftir andlát föður þeirra en þó ekki oft. Ræki hana ekki minni til þess að hafa gert athugasemdir við ráðstöfunina heldur hefði hún bara kyngt þessu. Stefndi tók fram fyrir dómi að hvert og eitt systkinanna hefði fengið sínar myndir í kjölfar andláts föður þeirra og ekkert þeirra mótmælt skjalinu, eins og því hefði verið breytt. Staðfesti stefnandi og fyrir dóminum að eftir andlátið hefði hún fengið mynd þá til sín sem breytt gjafaloforð gerði ráð fyrir. Bar stefndi jafnframt að stefnandi hefði komið á heimili hans eftir þetta, m.a. til veislu, og ekki gert neinar athugasemdir við ráðstöfun - ina. Systir aðila lýsti því að eftir andlát föður þeirra hefðu myndirnar verið afhentar samkvæmt loforðinu, eins og því hefði verið breytt. Enginn ágreiningur hefði ríkt um myndirnar, en þær hefðu ekki verið hluti af dánarbúinu. Ágreiningur hefði hins vegar verið um dánarbússkiptin þótt beiðni stefnanda um opinber skipti hefði síðar verið afturkölluð. Minntist vitnið þess e kki að ágreiningur hefði komið upp um myndirnar síðar. 25. Systkinin þrjú báru þannig öll á þann veg að eftir andlát föður þeirra [...] 1998 hefðu listaverk þau sem greindi í gjafaloforði hans komið í hlut barna hans eins og mælt var fyrir um í loforðinu með breytingum. Voru þau enn fremur öll samstíga í framburði sínum um að ágreiningur hefði ekki orðið um þessa ráðstöfun og bar stefnandi sjálf að þótt hún hefði verið ósátt hefði hún kyngt þessu og minntist hún þess ekki að hafa gert athugasemdir fyrr en við sölu verksins í september 2021. Var þó tilefni til þess við skipti dánarbús foreldra systkinanna og síðar í ljósi þess hve ósátt hún kveðst hafa verið við ráðstöfunina. Hefur stefnandi með því að taka við því verki sem breytt gjafaloforð ánafnaði henni og með því að aðhafast ekki í meira en tvo áratugi til að gæta réttar síns gefið til kynna að hún sætti sig við vilja föður síns, eins og hann kom fram í breyttu gjafaloforði, og mátti stefndi treysta því. Hefur stefnandi með þessu tómlæti fyrirgert rétti sín um til að hafa uppi kröfu til skaðabóta úr hendi stefnda og verður hann því sýknaður af þeirri kröfu. 26. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað sem þykir, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, hæfilega ákveðinn 850.000. Hefur þá verið litið til umfangs málsins og þess að stefnandi hefur tapað málinu í öllu verulegu, í skilningi 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en ekki þykir ástæða til að dæma álag á málskostnað. 27. Af hálfu stefnanda flutti m álið Einar Hugi Bjarnason lögmaður, en af hálfu stefnda flutti málið Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður. 7 28. Dóm þennan kveður upp Nanna Magnadóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, B, er sýknaður af kröfum stefnanda, A. Stefnandi greiði stefnda 850.000 krónur í málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Nanna Magnadóttir